Tíminn - 02.06.1942, Side 4

Tíminn - 02.06.1942, Side 4
220 TlMITVTV, þriðjndagiim 2. júní 1942 56. blað Lithoprent (Framborið Liðþoprent) hefir að undanförnu Lithoprentað (ljósprentað) nokkrar bækur með mjög góðum árangri, og meðal annars hefir firmað endur- prentað 6 stærðfræðibækur fyrir menntaskólann, eftir erlendum fyrirmyndum. Sökum sívaxandi anna, er nauðsynlegt að þeir, sem hafa I huga að láta endurprenta bækur fyrir jólamarkaðinn, semji við okkur, sem allra fyrst. Að öðru jöfnu, verða þeir, sem sjálfir geta lagt til pappír, látnir sitja fyrir öðrum. Lítið inn i Lithoprent. Iiitboprent. (ÍR BÆNUM Fjölgun lögregluliðsins. Þessa dagana byrja 18 nýir lögreglu- þjónar að starfa. Nokkuð af þessum mönnum kemur í staðinn fyrir lög- regluþjóna, sem látið hafa af störfum síðustu árin, en talsverður hluti þessa mannafla er bein fjölgun á lögreglu- liðinu. Alls eru nú 78 menn í lög- reglunni. Útivist barna og unglinga. Lögreglan hefir gert gangskör að því upp á síðkastið, að stemma stigu fyrir útiveru bama og unglinga á kvöldin. Síðastliðið föstudagskvöld var óvenju- lega mikið af bömum og þá sérstak- lega unghngsstúlkum úti Gáfu þessar smástelpur sig á tal við hermenn og voru að forvitnast í kring um her- mannaskálana. Ættu foreldrar og aðrir íorráðamenn bamanna að gera sitt ýtr- asta til, að böm og unglingar vœm ekki úti á kvöldin og sízt af öUu innan um hermennina eða við hermannaskálana. Slíkt framferði 'tur haft hinar alvar- legustu afleiðingar. Noregssöfnunin er orðin run 85.000 krónur. Bifreið ekur út af bryggju í Hafnarfirði. Kl. 9% í gærmorgun ók vöruflutn- ingabifreið út af bæjarbryggjunni í Hafnarfirði. Bifreiðarstjórinn var einn i bifreiðinni og komst hann lífs af. Hjónabanð. Á laugardaginn var gaf lögmaðurinn í Reykjavík saman í hjónaband ungfrú Sigríði Símonardóttur og Ragnar Jónsson fulltrúa hjá sakadómara. — Heimili þeirra verður á Barónsstíg 12. Tónlistarskólanum sagt upp. Tónlistarskólanum var sagt upp í Hljómskálanum í fyrradag, en þar hefir skólinn starfað í vetur. 76 nemendur stunduðu nám þar í vetur. Þar af námu 47 píanóleik, 22 fiðluleik, 4 cello- leik, 3 tónskáldskap og 1 orgelleik. Burtfararprófi í píanóleik lauk frú Unnur Amórsdóttir, en hún hefir stundað nám í skólanum í 5 vetur. Valur sigraði í II. flokksmótinu. Annarsfiokksmótinu lauk á sunnu- dagskvöld með sigri knattspymuíé- lagsins Vals. BQaut Valur 6 stig, KR. 4 stig, Pram 2 og Víkingur 0 stig. Meistaraflokksmótið. í gærkvöldi kepptu K. R. og Pram og Víkingur og Valur til úrslita. Leikn- um var ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun. Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur. var haldinn siðastliðinn laugardag. #78 leiksýningar voru haldnar á árinu auk 26 sýninga, sem félagið gekkst fyrir á óperettunni Nitouche i sam- vlnnu við Tónlistarfélagið. Stjómin var endurkosin, en hana skipa: Valur Gíslason formaður, Brynjólfur Jó- hannesson ritari og Hallgrímur Bach- mann féhirðir. í varastjóm eiga sæti: Alfred Andrésson, Amdís Bjömsdóttir og Emilía Borg. Til að velja leikrit í samráði við stjómina voru kosnir: Gestur Pálsson og Ævar Kvaran. Ferðafélag íslands efndi til farar á Keili og Trölla- dyngju um helgina. Var ekið 1 bifreið- um að Kúagerði, en þaðan gengið á ákvörðunarstaðlna. Þátttakendur vom þrjátíu. Farfuglar fóru á Kolviðarhól á iaugardags- kvöldið tólf saman. Á sunnudaginn var gengið á Hengil og aftur að Kolviðar- hóli. Veður var hið ákjósanlegasta. 60 daga fangelsi fyrir svik. í gærmorgun var 21 árs gamall bif- reiðastjóri dæmdur í 60 daga fang- elsi skílorðsbundið fyrir svik og sviftur kosningarétti og kjörgengi. Starsfmaður K. E. A. í 25 ár (Framh. af 1. siðu) í dag eru liðin 25 ár síðan Jakob Frímannsson tók við starfi í Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann vann fyrst undir stjórn Sigurðar Kristinssonar, og gerð- ist síðan hægri hönd Vilhjálms Þór. Þegar Vilhjálmur varð bankastjóri í þjóðbankanum, lék ekki á tveim tungum, að Jakob væri sjálfsagður eftir- maður hans. Jakob Frímannsson er einn af þeim mönnum, sem vinnur mikið, en sýnist þó ætið hafa nógan tíma. Hann stýrir fyrir- tækjum sínum með mikilli festu, en jafnframt því með svo mikilli lægni, að samstarfs- menn hans finna naumast, að þeir séu háðir öðrum böndum en sínum eigin vilja. Hann stendur að líkindum framar flestum öðrum viðskiptafor- kólfum í því, að hann gefur undirmönnum sínum færi á að hugsa, koma með tillögur og meta tillögur annarra. Þannig finna samstarfsmenn hans, að þeir eru meira en hjól í vél. Þeir vita hins vegar, að engin nýjung er reynd nema eftir mikla prófun og undir ströngu eftirliti. Eyfirðingar hafa sætt sig við, að hinir þrír merkilegu fyrir- rennarar Jakobs Frímannsson- ar hafa flogið suður um heiði til að vinna fyrir alla þjóðina. En þeir hafa við orð, að þeir ætli ekki að leyfa Jakob Frí- mannssyni nokkur frávik, nema þeir hafi fullkomna vissu fyrir, að eiga í sínum hópi fimmta leiðtogann, sem getur tekið við stjórn eyfirzkra samvinnumála, án þess að framsóknin stöðvist. Tíminn óskar Jakob Frí- mannssyni til hamingju með aldarfjórðungsstarf fyrir Kaup- félag Eyfirðinga, og Eyfirðing- um til hamingju með að eiga svo giftudrjúgan leiðtoga. J. J. Kolaframleiðsla Breta Það er nú eitt af vandamálum Breta, að kolaframeliðslan hefir minnkað hjá þeim síðan styrj- öldin ;hófst. Fyrir styrjöldina framleiddu Bretar meiri kol, en þeir notuðu sjálfir. Árið 1937 nam heimanotkunin 175 milj. smálesta, en framleiðslan var 250 milj. smál. Bretar seldu þá kol til Frakklands. Þegar stríð- ið hófst, var búist við að Bret- ar þyrftu að auka kolaflutning- ana til Frakklands og var þá unnið að því að auka framleiðsl- una. Með ósigri Frakka féll þessi framleiðsla niður og töldu Bretar þá óhætt að draga úr framleiðslunni, því að birgðir voru allmiklar. Yngri námu- menn voru því skráðir I her- inn og mörgum kolanámum lokað. Nú er komið á daginn, að Frá húsmæðraskól- anum á Laugalandi Húsmæðraskólanum á Lauga- landi var sagt upp sunnudag- inn 3. mai s.l. 31 námsmey var brautskráð úr skólanum. Hæsta meðaleinkunn hlaut Guðbjörg Guðbjartsdóttir frá Hjarðarfelli, 9,03. Heilsufar hafði ver.ið ágætt í skólanum yfir veturinn. Skýrði forstöðukonan, Dagbjört Jóns- dóttir, frá því í ræðu sinni við skólauppsögn, að námsmeyjar hefðu gefið 1300 krónur í hljóð- færasjóð, en það var ágóði af samkomum, er námsmeyjar héldu um veturinn. Fæðiskostnaður varð kr. 3.25 á dag. Fundur deíldarstjóra Sláturfélagsíns Fimmtudaginn 28. þ. m. komu deildarstjórar Sláturfélags Suð- urlands úr fimm sýslum saman á Þingvöllum, ásamt stjórnar- nefnd félagsins. Var þar hald- inn undirbúningsfundur undir aðalfund félagsins, sem verður í skrifstofu félagsins í Reykja- vík 9. júní næstkomandi. Á þessum fundi var deildar- stjórunum afhent reikningsyfir- lit um rekstursafkomu félags- ins og ullarverksmiðjunnar Framtíðarinnar síðastliðið ár. Jafnframt var greidd til deild- arstjóranna kjötuppbót félags- manna fyrir árið og nam hún 40 aurum á hvert kílógramm af verðjöfnunarskyldu kjöti. Á þessum fundi voru kosnir sýslu- fulltrúar tll að mæta á aðal- fundi félagsins 9. júní fyrir allt félagssvæðið, nema Vestur- Skaftafellssýslu, en deildarstjór- arnir úr þeirri sýslu mættu ekki á þessum fundi. kolaneyzlan hefir aukiz gífur- lega og er framleiðslan orðin minni en neyzlan. Er nú unnið að því að gera margháttaðar ráðstafanir til þess að auka framleiðsluna á ný. Þcgar Alþýðuftokk- urínn spurði (Framh. af 1. síðu) útiloka sjálfa sig frá öllum möguleikum til að verða meiri- hlutaflokkur — og neyta áhrifa- valds í landinu. Kjósendur Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksins geta á kjör- degi 5. júlí bjargað flokkum sínum frá því að fella sjálfa sig í vanmáttargröfina. Þeir þurfa ekki annað en að flytja fylgi sitt við þessar kosningar yfir á frambjóðendur þess flokks, sem berst fyrir heilbrigðu stjórn- skipulagi á íslandi, — því eina skipulagi, sem tryggir sigur frelsis og lýðræðis í menning- arlöndunum. J. J. Frá Siglufírði (Framh. af 1. aiðu) og Skagfirðinga þingsályktun- artillögu, um að ríkið legði fram fé á þessu sumri til að fullgera veginn frá Siglufirði yfir há- skarðið og kaflann frá Hraun- um að Brúnastöðum í Fljótum. Væri þá aðeins eftir vegarkafli frá Hraunum að háskarðinu, en auðvelt er að ryðja þann veg- arkafla til bráðabirgða. Með þessu móti kæmizt Siglu- fjörður að fullu í samband við megin akvegakerfi landsins, en það er eitt stórkostlegasta fram- tíðarmál Siglufjarðarbæjar og byggðarinnar þar um kring. í þinglokin mælti fjárveit- inganefnd með þvi,- að veitt verði til Siglufjarðarskarðs 120 þús. króna aukafjárveiting, og 60 þús. kr. framlag til Fljóta- vegar 1 sumar, ef nægilegt vinnuafl fáist til verksins. Mér er óhætt að segja, að talsvert miklar líkur eru til, að nógu margir verkamenn fáist til þessa starfs. Er því útlit fyr- ir, . að Siglufjörður komist í samband við akvegakerfi lands- ins í sumar eða næsta haust. — Hefir ekki bæjarstjórn Siglufjarðar einhverjar nýjung- ar á döfinni? — Meirihluti bæjarstjórnar- innar hefir ákveðið, að stækka kúabúið á Hóli allmikið. Verða byggingar búsins auknar í sum- ar að miklum mun. Siglufjörður á flestar jarð- irnar I nágrenni bæjarins. í vor hefir mikil atvinna ver- ið i bænum. Talsvert er byggt af nýjum íbúðarhúsum og öðr- um byggingum. Nýlega komu um 450 smálestir af steinlími til Siglufjarðar. — Hvernig litur út með sölt- un síldar á Siglufirði i sumar? — Með þau mál horfir þung- lega. Síðastliðið sumar voru saltaðar um 36 þús. tunnur af síld. Er það minna en nokkru sinni áður um langt skeið. Allt bendir til, að enn um stund verði óvissa um, hve mikið verði hægt að salta i sumar. A. Barnafatnaður: BLÚSSUFÖT, MATROSFÖT, SAMFESTINGAR, REGNKÁPUR á karla, konur og ung- linga. Verð kr. 22.00, 25.00 og 27.00. Afgreitt um allt land gegn eft- irkröfu. — Takiff fram aldur. Vesturgötu 12, Reykjavík 530 Victor •Hugo: — Frjáls? tautaði Tristan. Vill há- göfugur konungurinn ekki, að við höf- um hann í búri dálítinn tíma? — Bróðir sæll, svaraði Lúðvík XI. Haldið þér, að það sé vegna svona kauða, sem vér látum smíða búr fyrir 367 dali, 8 súur og 3 hvítinga. Látið hann þegar lausan og sparkið honum á dyr! — , hrópaði Pétur skáld. Mikli kon- ungur! Af ótta við, að konungurinn myndi breyta ákvörðun sinni, hljóp hann þeg- ar á dyr. Tristan horfði á eftir honum, mjög virðulegur á svipinn. Hermenn- irnir þrömmuðu á eftir honum og stjökuðu við honum með steyttum hnefum. Þeim hrakningum tók skáldið með ró hins sanna heimspekings. in. KAFLI. Læknirinn og rakarinn. Konungurinn var í framúrskarandi góðu skapi, er hann fékk nákvæmar fregnir um upphlaupið gegn yfirdóm- aranum. Hin óvenjulega mildl, sem hann auðsýndi Pétri Gringoire, bar vitni um þaö. Tristan l’Hernitte lét litið á sér bera . og var hinn viðurskotaversti. Honum hafði verið sýnd veiði en ekki geíin. Esmeralda 531 Konungurinn drap í sífellu fingrum á stólbríkurnar. Honum var tamara að dylja sorg sína og vonbrigði heldur en gleði. Þegar eitthvað gladdi hann til muna, kom það gerla i ljós. Við dauða Karls hins djarfa hét hann því að gefa silfurvið um heilagan Martein frá Tours, og er hann steig í hásætið, gleymdi hann að fyrirskipa um útför föður sins. — Herra, hrópaði meistari Coictier. Var það ekki vegna sjúkleika yðar, að ég var kvaddur hingað? — Satt segið þér, sagði konungur- inn. Einkum er það nábítur og brjóst- sviði, sem þjáir mig.' Coictier tók í handlegginn á kon- unginum og þreifaði eftir slagæðinni. Hann var mjög hátíðlegur á svij. — Taktu eftir, sagði Coppenole, sagði Rym hljóðlega. Þarna hefir hann Tristan og Coictier hjá sér. Læknirinn er handa honum sjálfum og böðullinn fyrir fólkið. Coictier varð æ áhyggjufyllri á svip, sem hann hélt lengur um úlnlið kon- ungs. Lúðvík XI. horfði á hann með nokkrum kvíða. Coictier hrukkaði enn- ið. Sá góði maður átti sér ekki annað, er meira væri til framdráttar, en heilsu- far konungs og það notaði hann sér3 að föngum. ------rtAifTJt KtO--- Dr. Kildare (Calling Dr. Kildare) Amerísk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: LEW AYRER, LANA TURNER, LIONEL BARRYMORE. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3%-6%: GAMLAR GLÆÐUR. (Married and in Love). ALAN MARSHALL, BARBARA READ. -------NYJA bío-------- BLÓD OG SATVDUR (Blood and Sand) Aðalhlutv. i-kin leika: TYRONE I ’OWER, LINDA D \ RNELL. RITA HA i^WORTH. Sýnd kl. 1, 6.30 og 9. Aðgöngumiðar að sýning- unum seldir frá kl. 11 f. h. Á morgun kl. 5, mánudag: (Woman in Red) RAUÐKLÆDDA KONAN Skemmtileg mynd með BARBARA STANWYCK og GENE RAYMOND. Samband ísl. samvinnufélaffa. Samvinnumenn: Markmið samvinnufélaga er aff sporna við skuldaverzlun og óreiðu í viðskiptum. NIGLINGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undaníömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Lfd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Keykhús. - Frystiliús. MQursu8uverksmiS|a. - BjúgnagerS. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölöreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröíum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg trá Eggjasölusamlagi Beykjavikur. » Ctsolnmenn kanpendnr Dvalar Tímaritið Dvöl biður útsölumenn sína, er eigi haía gert skil fyrir árið 1941, að gera það áður en langt um líður. Jafnframt er skorað á þá kaupendur ritsins, sem eigi hafa enn greitt áskriftargjaldið, er var 7 — sjö — krónur árið 1941, að gera skil hið bráðasta. Hafi einhverjir kaupendur ritsins orðið fyrir vanskilum slð- astliðið ár, eru þeir beðnir að gera afgreiðslunni viðvart, meðan enn er nokkuð til af öllum heftum árgangsins og unnt úr að bæta. TÍMARITIÐ DVÖL Simi 2353. Pósthólf 1044. Lindargötu 9A. Reykjavík. Kaupendur Tímans Nokkrir menn í ýmsum hreppum landslns eiga ennþá eftir að greiða Tímann frá síðastliðnu ári, 1941. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi sina sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Tímans. TfMINN er víðlesnasta auglýsingablaðið 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.