Tíminn - 14.06.1942, Blaðsíða 2
246
TÍMIM, siiiumdagiim 14. Júmm 1943
63. MafS
‘gímirm
Sunnudaginn 14. jiíní
Utkjálkahéröd -
útkjálkafólk
Á fundi norður á Blönduósi
á dögunum, hreytti Jón á Akri
því að Hermanni Jónassyni,
með allmiklu rembilæti, að hon-
um væri nær „að halda sig í út-
kjálkakjördæmi sínu norður á
Ströndum“ en að raska friði og
ró í hinum breiðu byggðum í
Húnavatnssýslu.
Betri er belgur en barn, segir
máltækið.
Þessi ummæli hins fljótfærna
og grunnhyggna þingmanns A.-
Húnvetninga eru ekki í raun
réttri hans eigin orð — heldur
eru þau bergmál pg veganesti
frá húsbændum hans hér syðra.
í einfeldni sinni heldur Jón á
Akri, að Húnavatnssýsla sé ekki
talin til útkjálkanna, af því að
hann sjálfur er þar þingmaður,
enn sem komið er, * og finnst
náð „hinna stóru fyrir sunnan“
verma sig eins og júnísól. Hann
gleymir því í fljótfærni sinni,
að einmitt í A.-Húnavatnssýslu
er ein af harðbýlustu sveitum
landsins, Skagi og Skagaströnd.
Og hann gleymir því, að ást-
vinir hans í Austurstræti telja
Húnavatnssýslú engu síður út-
kjálka en Strandasýslu. — Þeir
telja allt landið utan Reykja-
víkur útkjálka, sem í raun og
veru sé lítils virði og megi lifa
eða leggjast í auðn eftir því,
sem 'verkast vill.
Allt landið á að vera eitt
kjördæmi og lúta þéttbýlinu. .
Þessi hugsunarháttur er al-
gengur bæði meðal Sjálfstæð-
ismanna og sósíalista. Blöð
þeirra hafa hvað eftir annað
flutt greinar með öndvegisfyr-
irsögnum til að túlka þessa
skoðun og nýlega kom það í
ljós, að sá þingmaður íh'alds-
ins, sem berorðastur hefir gerzt
í málinu, átti svo miklu fylgi
að fagna í Sjálfstæðisflokknum,
að hann hafði í öllum höndum
við kjörnefnd miðstjórnarinnar.
Hann gat valið sér sæti á
lista flokksins að eigin vild.
Það er þetta, sem markar
hina raunverulegu stefnu, hin-
ar eiginlegu hjartans óskir
Sjálfstæðismanna í kjördæma-
málinu.
Nú fyrir kosningarnar hirða
Sjálfstæðismenn ekki um að
ræða ágreiningsmál sín við
sveitirnar. Þeir forðast að
minnast á afurðasölulögin.
Morgunblaðið segir í gær, að
það beri vitni um vonlausan
málstað Framsóknarflokksins,
„að rifja upp 7 ára gamla deilu
um mjólkurskipulagið á Suður-
landi!“
Nei, og sei, sei, nei, Morgun-
blaðið sér ekki ástæðu til að
ræða höfuðbaráttumál sitt, á-
rásarmál á Framsóknarflokk-
inn og ofsóknarmál á lífsaf-
komu sveitafólksins um undan-
farin 7 ár!
Hvers vegna þetta logn? Gef-
ur það ekki auga leið? Jú vissu-
lega. að sýnir, að íhaldið og
fóstbræður þess, sjá sitt óvænna
í þessari baráttu.
Þess vegna á nú að láta hin
vonlausu árásarefni hvíla um
stund, — en taka málið öðrum
og nýjum tökum.
Það á aðafnema áhrifavald
sveitanna, helzt þegjandi og
hljóðalaust, með því að taka
málsvara sveitanna burtu af
Alþingi. Það á að afnema það
stöðvunarvald, sem sveitirnar
nú hafa gegn því, að lífsafkoma
þeirra verði eyðilögð.
Það á að gera þetta stig af
stigi, nota deyfingarlyf. Og
deyfingarlyfið er hin nýja kjör-
dæmaskipun. „Sveitirnar senda
jafn marga þingmenn eftir —
sem áður“. — Allt í lagi. Og
þessi barnalegu rök halda þeir
háu herrar, að verði tekin góð
og gild af þeim, sem hafa stað-
ið í eldinum í 7 ár í sveitunum
til að verja brýnustu afkomu-
skilyrði sín gegn ofríki Reykja-
víkurvaldsins.
En „útkjálkafólkið", sem Jón
á Akri og búsbændur hans hafa
svo litlar mætur á, mun svara
fyrir sig 5. júlí í sumar. -f
Hilmar Steiánsson, bankastjóri s
Opið bréf til
Dalamanoa
Vorið 1937 fóru fram síðustu
kosningar til Alþingis hér á
landi. Ég var þá í kjöri fyrir
Framsóknarflokkinn í Dala-
sýslu. Mér er þetta vor talsvert
minnisstætt, enda er það i
fyrsta og eina sinn, sem ég hefi
verið í kjöri við Alþingiskosn-
ingar.
Ég fór óvænt og lítt undir-
búinn út í kosningarnar og ó-
kunnugur kjósendum í kjör-
dæminu.
Útlitið um úrslit virtust í
upphafi óvænleg fyrir mig, og
ég gerði mér ekki háar vonir.
Aðalkeppinauturinn var þaul-
kunnugur í sýslunni, reyndur
þingmaður og fyrrverandi ráð-
herra. — Að kosningu hans
stóðu sameinaðir tveir flokkar,
Bændaflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn. Við næstu
kosningar þar áður, höfðu þeir
flokkar fengið samtals 604 at-
kvæði, en Framsóknarflokkur-
inn aðeins 146 atkvæði. — Út-
koman við atkvæðatalninguna
1937, reyndist betri en búizt var
við. Framsóknarflokkurinn fékk
321 atkvæði, en Bændaflokk-
urinn og Sjálfstæðisflokkurinn
til samans aðeins 402 atkvæði.
Atkvæðatala Framsóknar-
flokksins hafði þannig hækkað
um 120%, eða meira en í nokkru
öðru kjördæmi á landinu við
þær kosningar.
Eins og ég hefi áður sagt
stuðningsmönnum mínum þar
vestra við þessar kosningar,
hefir mér aldrei dottið í hug að
þakka þessa niðurstöðu fram-
göngu minni heldur dugnaði
og drengskap Dalamanna
sjálfra, og alveg sérstaklega
glöggum skilningi þeirra á góð-
um málstað.
Af ástæðum, er ég sé ekki á-
stæðu til að greina hér, gat ég
ekki verið aftur í kjöri við þess-
ar kosningar. Annar ágætur for-
vígismaður bænda er nú í fram-
boði í minn stað, þar sem er
Pálmi Einarsson, búnaðarráðu-
nautur.
Pálmi er Dalamaður að ætt
og uppruna. Ekkert mun hon-
um ljúfara en að leggja fram
krafta sína fyrir sveit sína og
hérað. Ungur valdi hann sér
það hlutverk, að vinna að mál-
efnum bænda. Hann hefir til
þessa leyst störf sín í þágu land-
búnaðarins af hendi með mikl-
um dugnaði, áhuga og lipurð.
Eiga bændur honum margt að
þakka í þeim efnum. Hann er
enn á bezta aldri og manna
líklegastur til þess að eiga eftir
gott verk að vinna.
Bændaflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn gengu sam-
einaðir til síðustu kosninga.
Hinn fyrrnefndi hefir nú ekki
menn í kjöri við þessar kosn-
ingar. Sjálfstæðisflokkurinn
hefir fengið nýja samherja, Al-
þýðuflokkinn og kommúnista,
— nýja bandamenn, nýja vini.
Þessi þrenning gengur nú sam-
an fylktu liði gegn bændunum
og þeirra flokki. Það sem nú á
að berja í gegn, er breyting á
kjördæmaskipun landsins,
bæjaflokkunum í vil. Flokkar
bæjanna h^fa sameinazt í því
að ná af bændum og öðrum, sem
í sveitum búa, fornum rétti.
Þegar svo er komið, er ekkert
eðlilegra og sjálfsagðara en að
Framsóknarmenn og bænda-
flokksmenn snúi bökum saman
til varnar, enda mun reynslan
verða sú í þessum kosningum.
Kosningin í Skagafirði
Efitir Jónas Jónsson
Vorið 1937, er ég kom vestur,
var mér strax tekið með mikilli
gestrisni og velvild. Ég eignað-
ist þar fljótlega marga góð-
kunningja og vini. Ég á margar
mjög skemmtilegar endurminn-
ingar frá veru minni og férðum
um Dali þetta vor, og ég á
margt að þakka Dalamönnum
frá þeim tíma og síðar.
Nú á aftur að kjósa, aftur er
höggvið í hinn sama knérunn
frá 1931. Mætur maður er kom-
inn í minn stað. Ég er ánægður
yfir því fyrir hönd Dalamanna,
ég þykist vita, að þeir muni við
kjörborðin 5. júlí sýna, að þeir
beri til hans fyllsta traust.
Dalamenn, munið bændafor-
ingjann frá 1931, Tryggva heit-
inn Þórhallsson. Hvernig mundi
hann hafa litið á kjördæma-
málið? Þegar bæjaflokkarnir
ætluðu að laumast aftan að
bændunum og breyta kjör-
dæmaskipaninni, rauf hann Al-
þingi og krafðist þess, að málin
yrðu sótt og varin fyrir dóm-
stóli þjóðarinnar, og dómurinn
féll skýr og ákveðinn honum í
vil, en uppæstur lýðurinn gerði
aðsúg að húsi hans og fjöl-
skyldu, undir forustu ofstopa-
manna úr íhalds- og Alþýðu-
flokknum. — Dalamenn, ég
treysti ykkur framar öðrum, til
í hríð þeirri, sem gerð er að
veldi dreifbýlisins, hafa þrír af
þingmönnum tvímenningskjör-
dæmanna leitað á nýjar víg-
stöðvar. Steingrímur búnaðar-
málastjóri beitir sér af alefli
fyrir því, vestur á Barðaströnd,
að réttur sinna gömlu kjósenda
í Skagafirði verði ekki skertur
með ranglátum lögum. Þannig
er lögmál hersveitarinnar, og
líka í pólitík. Réttur eða rétt-
j leysi fólksins í tvímennings-
! kjördæmunum getur verið háð-
! ur því, hversu kjósendur í fjar-
I lægu einmenningskjördæmi
: haga vinnubrögðum sínum.
I Enginn efast um, að Pálmi
| rektor og Steingrímur búnað-
| armálastjóri hefðu átt vissan
I kjörsigur í Skagafirði. Enginn
j efast heldur um, að Pálmi
Hannesson nái glæsilegum
kosningasigri. Skagfirðingar
sýndu t hug sinn til hans' í
kosningunum 1937.
Þegar fulltrúaráð Skagfirð-
inga gaf eftir, vegna hinna að-
kallandi þarfa dreifbýlisins, að
búnaðarmálastjóri yrði í kjöri
fyrir Framsóknarmenn á Barða-
strönd, þá samþykktu þeir, með
miklum samhug, að kaupfélags-
stjórinn á Sauðárkróki, Sigurö-
ur Þórðarson, yrði eftirmað-
ur hans um framboð af hálfu
Framsóknarmanna.
Allir Skagfirðingar, og ná-
lega allir samvinnurpenn í
landinu, þekkja kaupfélags-
stjórann á Sauðárkróki. En
vegna annarra manna og eink-
um vegna andstæðinga og
keppinauta Framsóknarflokks-
j ins, þykir rétt að minna í sam-
bandi við framboð hans, þessa
| einkennilega samvinnuleiðtoga.
I Sigurður Þorsteinsson er bor-
inn og barnfæddur í Skagafirði,
og alinn upp á Fjalli. Frá bæ
hans er ekki nema örstutt leið
að býlunum, austanvert við
Vatnsskárð, þar sem Bólu-
! Hjálmar andaðist og Stephan
G. Stephansson sá fyrst dagsins
ljós. Frá Fjalli blasir við öll hin
mikla fegurð Skagafjarðar.
Sigurður Þórðarson er bor-
tækur piltur. En hann þótti
snemma efnilegur. Heimilis-
þess að svara nú ekki slður á-
kveðið en þá.
Dalamenn, viðurkennið ekki í
nýrri stjórnarskrá, að ísland
sé enn konungsríki og lúti
dönskum konungi. Það mundi
Bjarni frá Vogi ekki hafa gert.
Hilmar Stefánsson.
menntun var mikil og góð á
Fjalli og býr Sigurður að þeim
áhrifum. Hann gekk í Hóla-
skóla til Sigurðar Sigurðssonar
og minnist enn með mikilli á-
nægju þeirrar miklu vakningar,
sem fylgdi komu Sigurðar skóla-
stjóra í héraðið.
Eftir veruna á Hólum var
Sigurður Þórðarson kóngsins
lausamaður. Hann vissi um
orku sína. Hann vildi nota
kraftana, og gerði það óspart.
Það orð komst á, að Sigurður
væri hverjum manni fjölhæfari
og hagsýnni til allra vinnu-
bragða. Hann var söðlasmiður,
járnsmiður, trésmiður, gróf
vandað letur í málm, setti upp
rafstöð á bæ sínum, las bækur,
og fylgdist með efni blaða og
tímarita með óvenjulegum á-
rangri. Hann hafði áhuga á
fjölmörgum efnum, og á meðal
annars eitthvert fullkomnasta
safn af gripum frá fyrri tímum,
sem til er í eigu einstakra
manna hér á landi. En hin
mörgu áhugamál sundruðu ekki
kröftum hans. Ekkert var hon-
um fjær en að missa sjónir á
markinu. Hann vildi þroska sig
með sjálfmenntun og hann
vildi verða efnaður bóndi. Hon-
um tókst hvort tveggja.
Sigurður varð tengdasonur
séra Sigfúsar Jónssonar á Mæli-
felli og eignaðist Nautabú,
prýðilega jörð í sókn tengda-
föður síns. Á fáum árum varð
Sigurður í röð efnuðustu bænda
í Skagafirði. Því var veitt eftir-
tekt. Menn spurðu um ástæð-
una til svo skjótfengins fram-
gangs. Þeir, sem til þekktu
vissu, að bóndinn á Nautabúi
var duglegur, fjölhæfur og ráð-
deildarsamur í bezta lagi. En
þetta var tæplega nægileg skýr-
ing. Sigurður var alveg óvenju-
legur útsjónamaður. Hann var
manna bezt sjáandi í allar áttir,
bæði um andleg og efnaleg
verðmæti. Honum græddist
meira fé en mörgum jafnöldr-
um hans, af því að hann hafði
mesta yfirsýn um það, hversu
vinnan i sveitinni og daglegur
rekstur gæti skilað mestum arði.
Utan Skagafjarðar varð Sig-
urður mest kunnur fyrir gáf-
ur sínar, snarræði í orðaskipt-
um, fyndni, beiskju og hárbeitt
svör. Á þeim leikvangi var hann
engu ósnjallari en við að verða
efnalega sjálfstæður á skömm-
um tíma.
Þegaí séra Sigfús varð þing-
maður fól hann Sigurði á
Nautabúi að gætá hins vanda-
sama starfs við forstöðu kaup-
félagsins, meðan hann var
burta, og þegar séra Sigfús
andaðist svo snögglega, mitt í
kosningabaráttunni 1937, tók
Sigurður við forstöðu kaupfé-
lagsins að fullu og öllu. Það var
verkefni við hans hæfi. Nú
byrjaði nýr þáttur í lífi hans:
Að græða fyrir aðra. Menn, sem
þekkja Sigurð og þekkja Skaga-
fjörð, langar til að sjá hann
beita sínum fjölhæfu og skap-
andi gáfum við það erfiða verk,
að vera leiðtogi fyrir eitt af
beztu héruðum á íslandi. Hann
tók við miklum arfi eftir
tengdaföður sinn, og hann kann
að ávaxta það pund, sem hon-
um er fengið. Á hinum fáu ár-
um, sem liðin eru síðan hann
tók við forstöðu félagsins, hef-
ir það farið hraðvaxandi. Sig-
urður lætur enga skynsamlega
vaxtarmöguleika fara framhjá
sér. Hann notar nú alla sína
hagsýni, sem í fyrstu gekk til
að gera hann að stórbónda í
Lýtingsstaðahreppi, til að efla
félagið og almenna hagsæld í
Skagafirði.
Sigurður hefir átt því láni
að fagna, að koma í framkvæmd
flestu því, sem hann hefir byrj-
að á. Það er líka öldungis víst,
að hann verður einnig þingfull-
trúi Skagfirðinga. Fáir menn
hafa betri undirbúning. Hann
þekkir lífsbaráttu héraðsbúa
við öll þau störf, sem þar eru
unnin. Hann þekkir gæði hér-
aðsins. Hann stýrir voldugasta
fjármálafyrirtæki, sem nokk-
urn tíma hefir starfað í Skaga-
firði, og þetta fyrirtæki er sett
á stofn og starfar einhuga að
því að bæta kjör fólksins í
Skagafirði. Hvað er því líklegra
en að Skagfirðingar telji sér í
einu sæmd og gagn að hafa
þann mann fremstan í stafni,
sem er gæddur þeim sjaldgæfu
eiginleikum að kunna jafn vel
skil á andlegum málum og
efnalegum og vera reyndur að
því að láta verkin tala, hvar sem
hann snertir á verki. J. J.
Framsóknarmenn
í Reykjavík!
. Athugið nú þegar, hvort þið
eruð á kjörskrá. — Eftir 13.
júní er það of seint. Gerið að-
vart um þá flokksmenn, sem
farnir eru úr bænum eða fara
á næstunni.
Kosufngaskrifstofan
í Sambandshúsinu (3.
hæð), sínii 3978.
Ágúst Helgason, Bírtmgarholfí:
,Frá llðnnin árnmé
Þegar ég las í vetur skáldsögu
frú Elínborgar Lárusdóttur:
Frá liðnum árum, endurminn-
ingar Jóns Eiríkssonar frá
Högnastöðum, bjóst ég við, að
almennt yrði litið svo á, að sög-
una bæri ekki að taka sem
sanna sögu að öllu leyti, heldur
sem skáldsögu, þótt höf. hefði
þá átt að láta þess getið. Ef sög-
una ætti að taka sem sanna og
ábyggilegt heimildarrit um
lífsvenjur og lifnaðarháttú
manna á þeim tímum, sem sag-
an nær yfir, hefði höf. þurft að
kynna sér, hvort óhætt væri að
treysta í öllu frásögn hins há-
aldraða manns, sem ritað er
eftir og sem útlit er fyrir, að
farið sé að daprast minni. Systir
Jóns, sem búsett er í Reykjavík,
hefir bent á ýmsar skekkjur í
frásögninni, sem betur hefði
verið gert áður en sagan var
prentuð, en til hennar var ekki
leitað um samþykki á frásögn-
um Jóns bróður hennar. Mörg-
um hættir við að verða fastara
í minni það mótdræga á lífs-
leiðinni en hitt, sem gengur
að óskum, það ljóta, sem fyrir
augun ber en hið fagra og hið
ljóta í fari manna en mann-
kostirnir. Svo finnst mér Jóni
Eiríkssyni frænda mínum hafa
farið, ef rétt er eftir honum
haft. Sá þráður gengur gegn-
um alla bókina að varpa sem
dekkstum skugga á lifnaðar-
hætti manna á þeim tíma, sem
frásagan nær yfir.
Nýlega hefir birzt í Timanum,
37. blaði, grein eftir hr. Jón Ey-
þórsson um Jón Eiríksson og
umgetna bók. í niðurlagi grein-
arinnar segir: „Ævisaga Jóns
frá Högnastöðum mun sönn
vera.“ Þessi ummæli koma mér
til að stinga niður penna og
biðja Tímann að taka fáeinar
línur til mótmæla, því að ég tel
mér skylt að bera. blak af látn-
um sveitungum mínum, þegar
þeir eru óhróðri bornir. Að vísu
eru ekki margir sveitungar mín-
ir nafngreindir, en lýsing á ó-
nafngreindum mönnum og
heimilum, er gefin sem sýnis-
horn af lifnaðarháttum hér i
sveitinni.
Við Jón Eiríksson erum
bræðrasynir og uppaldir í sömu
sveitinni, að heita má á sama
tíma, þótt ég sé 8 árum yngri,
man ég, eins og hann, eftir tím-
anum áður en aðalbreytingin
hófst hér á landi á síðustu ár-
um 19. aldarinnar.
Æskuheimili Jóns Eiríksson-
ar er lýst svo ömurlega, að ég
man ekki eftir neinu slíku:
Húsakynni, óþrifnaður, hung-
ur, uppeldi barna, harðýðgi
föður þeirra og ill meðferð á
skepnum, er hvað öðru líkt. En
mótsagnir eru þar sem sýna,
að ekki er rétt skýrt frá: Til!
dæmis um hreinlætið er sagt,
að askarnir, matarílátin, hafi
ekki verið þveg’nir nema einu
sinni á ári „upp úr hangikjöts-
soðinu af jólakjötinu" (bls. 12).
En þar sem verið er að lýsa
fátæktinni (bls. 19), er sagt, að
vegna fátæktar hafi þar ekki
verið haft hangikjöt til matar á
jólunum, heldur kjötsúpa.
Hvernig varð þá hangikjöts-
soðið til, sem askarnir voru
þvegnir úr? Hægt var að ná í
heitt vatn til þvotta á Högna-
stöðum, því að hverir eru þar
skammt frá bænum. Jón Ei-
ríksson segir, að faðir sinn hafi
skrifað góða rithönd og gefið
börnum sínum forskrift til að
skri^ eftir og að þau hafi haft
brerinandi áhuga fyrir að læra
að skrifa. „En er faðir minn
komst að þessu“, bætir Jón Ei-
ríksson við: „gaf hann okkur
hverju fyrir sig vænt kjaftshögg
og sagði: Ykkur er nær að læra
kverið, þið hafið aldrei neina
þörf fyrir annan lærdóm“ (bls.
54). Til hvers var forskriftin
gefin?
Baðstofunni á Högnastöðum
er lýst eins og fjárhúskofa,
hriplekri með moldargólfi, það
kann að vera satt, og er sagt,
að oft hafi lekið ofan á börnin
í rúmunum; þar kemur svo þessi
klausa (bls. 10): „Breiddi þá
faðir minn ofan á okkur skinn-
bjór, en aldrei var tekið til
þeirra ráða, fyrr en við vorum
orðin meira eða minna vot og
það, sem í rúmunum var, og við
farin að skjálfa." Þótt foreldr-
arnir hefðu verið svo illa inn-
rættir að standa á sama um,
þó að börn þeirra færu að
skjálfa í rúmunum, dettur mér
í hug, að húsfreyjan hefði þó
átt að hlifa rúmfötunúm og
breiða yfir þau í tíma, til þess
að hlífa sér við að hirða þau
blaut. Svona sögum trúir eng-
inn, eða ætti ekki að trúa.
/
Svo vel vill til, að til er á
prenti annað heimildarrit um
heimilishætti á bóndabýli í
Hrunamannahreppi á þessum
sama tíma, um og eftir 1860:
Uppeldi og heimilishættir í
Birtingaholti. (Skólaræður séra
Magnúsar Helgasonar. Ber þar
mikið á milli. Heimilin, sem lýst
er í þessum ritum voru þó all-
skyld. Bændurnir í Birtingar-
holti og á Högnastöðum voru
bræður, aldir upp á sama fyrir-
myndarheimilinu, en frásagnir
þeirra bræðrunganna Magnúsar
Helgasonar og Jón Eiríkssonar
eru óskyldar. Jón hefir ekki rit-
að sína sögu sjálfur. Liggur ekki
mismunurinn að einhverju leyti
í því?
Af öðru heimili hér í sveitinni
er einnig gefin mynd í endur-
minningum Jóns Eiríkssonar.
Ekki bætir það úr skák. Nafnið,
sem hann gefur heimili því:
„Helvíti" (bls. 100) bendir til,
hvernig því muni vera lýst. Seg-
ir þar meðal annars, að þrjú
vinnuhjú hafi strokið þaðan
sama árið vegna hungurs sér-
staklega, og að önnur vinnu-
konan hafi þá flúið til foreldra
minna að Birtingaholti. Ég þori
að fullyrða, að þetta er ósatt.
Ég hlyti að muna eftir umtali,
sem um þetta hefði spunnizt,
ef satt væri.
Mig furðar, hvað Jón Eiríks-
son hefir fátt að segja af heim-
ili foreldra minna, þau fjögur
ár, sem hann dvaldi hér. Aðeins
ein smásaga (bls. 123): Hann
var sendur austur á Rangár-
velli með bækur í band, til Guð-
mundar bónda og bókavinar á
Hofi. Mikill snjór var á jörðu
og bókabagginn, sem hann átti
að bera, var 70—80 pund. Þetta
á víst að sýna miskunnsemi
húsbónda hans. Það vill nú svo
vel til, að ég á allar þessar bæk-
ur, sem Guðmundur á Hofi batt
fyrir föður minn. Ég veit, hverj-
ar þær voru. (Ný félagsrit öll
og Árbækur Espólíns) og get því
gengið úr skugga um þunga
þeirra. Þær vega allar til sam-
ans, með þykkum pappaspjöld-
um, 15 pund; hafa þær vegið
óbundnar mikið minna. Álíka
satt og um þunga bókanna mun
vera svar föður míns, sem til-
fært er á bls. 134.
Það Sem sérstaklega kom mér
til að taka pennan til mótmæla
því, að ummælt rit sé sannsögu-
legt, er það, sem sagt er á bls.
49 og 50 um hordauða og hung-
urkvalir á mönnum og skepn-
um: Á hverjum bæ og hverju
ári var drepið úr hor, bæði sauð-
fé og hross, hjá ríkum og fá-
tækum og eins, þótt nóg hey
væru til. Hestarnir „aldrei tekn-
ir á gjöf, fyrr en þeir voru orðnir
grindhoraðir.“ — „Þeir átu upp
stallana, tættu þá niður í grjót
og átu töglin hver af öðrum.“
„Allt var miðað við að eiga sem
(Framh. á 3. síðu)