Tíminn - 20.06.1942, Qupperneq 1

Tíminn - 20.06.1942, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDÚHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hL Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, laugardagmn 20. jímí 1942 66. blað Eiga mjólkurflutningar og sér- levfisferðir að leggjast niður 17. júní Ennþá hefir Alþingi ekki sýnt þá röggsemi að löghelga 17. júní sem þjóðminningardag ís- lendinga. En sú er bót í máli, að þjóðin hefir þegar helgað sér daginn af sjálfdáðum. Ung- mennafélögin hafa allt frá 1911 gert daginn að þjóðlegum sam- komudegi í sveitum landsins, og í Reykjavík hafa íþróttamenn gengizt fyrir hátíðahöldum með vegna bifreiðaskorts? Jakob Möller fekur sér eínræðisvald um úthlutun bifreiða og svíkur gefin loforð Nýlega komu milli 60 og 70 nýjar vörubifreiðar til lands- ins. Úthlutunarnefnd bifreiða hafði gert ákveðnar og samhljóða tillögur um rúmlega 100 aðila, sem skyldu ganga fyrir um bifreiðar. Og það sem meira var: Þessar tillögur höfðu verið samþykktar af þeim Jakob Möller og Eysteini Jónssyni, áður en hann fór úr ríkisstjórninni. glæsilegum íþróttasýningum. í fyrra var 17. júní valinn sem kjördagur hins fyrsta innlenda ríkisstjóra. Við vonum, að svo mikil gifta fylgi því spori, er þá var stigið til fullkomins sjálfstæðis lands og þjóðar, að jafnan verði þess minnzt sem fullkomnunar þeirr- ar frelsisbaráttu, sem Jón Sig- urðsson hóf fyrir fullum 100 ár- um. í fyrradag fóru hátíðahöld fram með líku sniði og verið hefir um undanfarin ár. En því ber að fagna, að allir aðilar, sem þar áttu hlut að máli, lýstu eindregið yfir því, að þeir óskuðu þess að 17. júní yrði framvegis almennur þjóð- minningadagur, en ekki helgað- ur neinum sérstökum félags- skap, stofnunum eða stéttum. Þessu lýsti forseti íþrótta- sambands íslands, hr. Benedikt Waage, yfir í ræðu sinni á í- þróttavellinum. í sama streng tók formaður Ungmennafélags íslands, séra Eiríkur J. Eiríksson, í drengilegri ræðu, er hann flutti í útvarpið um kvöldið. En mörgum íslendingum, og eigi sízt þeim, er lítt eiga heim- an gengt til mannfunda, mun þó hafa fundizt mest til um svipmót það, er ræða Davíðs Stefánssonar, frá Fagraskógi, setti á daginn. Kom Davíð gagngert suður, að tilmælum útvarpsráðs, til að ávarpa þjóðina í útvarpið 17. júní. Ræða Davíðs var flutt af hinni mestu snilld. Féll þar saman stíll og málblær í einn Jfarveg. Hann talaði djarflega -um kosti okkar og galla, hvort vér hefðum manndóm og metn- að til að vera íslendingar. Hvort vér hefðum þor til að lifa lífinu í því landi, er drottinn gaf oss, eins og oss hentaði bezt, án þess að sækja um það íyrirmyndir í hvívetna til Lundúna, Berlínar eða Moskva. Hann kvaðst ekki trúa á mannást né föðurlandsást þeirra, sem litu niður á eigin þjóð og eigið land, þótt þeir þættust elska náungann austur í fjarrstu austurlöndum, sem þeir hefðu aldrei augum litið. Davíð Stefánsson talaði þarna sem hið óháða, frjálsborna skáld, er hefir myndugleika til að átelja það, sem átelja ber í fari þjóðarinnar, og játa ást sína á því, sem fegurst er, drengilegast og heilbrigðast. Væntum svo þess, að Öll þjóð- in taki einhuga undir þá 17.- júní-hvöt, sem var hinn vígði þáttur í ræðu Davíðs Stefáns- sonar: „Góðir íslendingar vilj- um vér allir vera.“ Höfðu því aðilar þeir, sem þarna komu til greina, fullkom- inn rétt til að skoða þetta fast- mælum bundið og fulla ástæðu til að treysta því sem fullgefnu loforði. Nokkrir höfðu og fengið skriflegt loforð frá Bifreiða- einkasölunni til staðfestingar því, að þeir fengju bifreiðir úr næstu sendingu, sem til lands- ins kæmi. En í sama mund og bifreið- irnar koma, bregður svo við, að Jakob Möller sendir einkasöl- unni alveg nýjan lista yfir 30— 40 bifreiðir, sem afhenda skuli tafarlaust til manna, er aldrei höfðu fengið loforð um bifreið, jafnvel ekki sótt til einkasöl- unnar um bifreiðarkaup. Eitt af því, sem mesta at- hygli hlýtur að vekja í sam- bandi við þennan „svikalista" Jakobs Möllers er það, að loforð eru brotin við öll samvinnu- kaupfélög, sem áttu von í bif- reiðum. S. í. S. átti loforð fyrir 5—6 bifreiðum vegna mjólkur- flutninga og fólksflutninga. Þetta er allt svikið. Er svo ástatt í sumum sveit- um, að ekki er annað sjáanlegt en að þessir flutningar verði að leggjast niður sökum bifreiða- skorts. I Svo er t. d. um Saurbæjar- og Hrafnagils-, Glæsibæjar- og Öxnadalshrepp i Eyjafirði. Þá vekur það og eftirtekt, að Jakob hefir úthlutað verzlunar- fyrirtæki Ingólfs á Hellu nýrri vörubifreið. Hafði fyrirtæki þetta nýlega fengið tvær bif- reiðir í sinn hlut og kaupfélagið á Stórólfshvoli 2. En sá er mun- ur, að kaupfélagið á Stórólfs- hvoli annast alla mjólkurflutn- inga úr Rangárvallasýslu í Flóabúið og þarf að hafa 5 bif- reiðir stöðugt í umferð til að anna þvi. Nú er bílakostur félagsins svo lélegur, að það þarf nauðsyn- lega á nýrri bifreið að halda til þess að mjólkurflutningar falli ekki niður þá og þegar að meira eða minna leyti. Það hafði og loforð fyrir bifreið úr fyrstu sendingu, sem til landsins kæmi. Þetta loforð svíkur Jakob Möller. í stað þess fær Ingólfur á Hellu, sem enga mjólkurflutn- inga annast, nýja bifreið til Nordahl Gríeg Norska skáldið Nordahl Grieg les upp í samkomuhúsinu við Barónsstíg (og Skúlagötu) næst- komandi sunnudag kl. 21. Norð- menn og „vinir Noregs“ vel- komnir. Aðgöngumiðar við inn- ganginn og í „skrifstofu norska sjóliðsins" og „skrifstofu norska flughersins" og kosta kr. 3.00. Ágóði rennur til „Kong Hákons fond“. viðbótar tveimur, sem hann ný- lega hefir fengið.1 Slíkt er réttlæti Jakobs Möll- ers. Slík er umhyggja íhaldsins fyrir atvinnu bændanna í Rang- árvallasýslu! Þessi svik eru aðeins eitt dæmi af mörgum um hið „gula siðferði“ núverandi ríkisstjórn- ar. Þótt hún eigi ekki langa líf- daga fyrir höndum, mun hún áreiðanlega fylla mæli synda sinna, áður en jörðin gleypir hana. Á að tryggja bæj- arllokkunum öll völd yfir svcita- fólkinu? Við síðustu stjórnarskrár- breytingu, var gert mikið til að rýra áhrifavald sveitanna. En vegna þess að sýnt hefir sig, að sveitirnar veita Framsóknar- flokknum langsamlega mestan stuðning, er nú ekki horft í að leggja til að minnka það enn að mun, með því að efla stór- um þau ítök, er kaupstaðaflokk- arnir hafa þar enn. Áhrifavald héraðanna á lög- gjöf og stjórnarfar sem sjálf- stæðra heilda, með litlu tilliti til íbúafjölda þeirra, hefir allt frá landnámstíð verið grund- vallaratriði í stjórnafari okkar. Má því segja, að héruðin hafi sögulegan rétt og fornlegan tií að halda því framvegis. Þá má og benda á, að þetta gildir og í áhrifavaldi hreppa á sýslumál. Og ekki er kunnugt, að nokkur maður hafi komið fram með kröfu um, að hver hreppur hefði fulltrúa á sýslu- fundi eftir fólksfjölda. Og ekki er síður hæpið fyrir okkur, aðra eins dvergþjóð, að halda strangt fram höfðatöluréttinum, hvað snertir áhrifavald og viðskipti þjóða á milli Höfðatöluatriðið mun og ó- víða notað út í æsar. T. d. munu Bandaríkin láta sér nægja að senda tvo fulltrúa fyrir hvert sambandsríki á þing sitt, án til- lits til íbúafjölda í þeim, hverju um sig. Þá ætti það og að vera okkur nokkur hvatning til að viðhalda jafnvægi héraðsvaldsins, að telja má að þjóðveldi sögu- aldarinnar líði undir lok vegna þess, að því jafnvægi var rask- að. Ef til vill kunna sumir sjálf- stæðiskjósendur að álíta, að þeirra stefnumál verði meiru ráðandi eftir en áður, ef þetta nær frám að ganga. En þá gæta þeir þess ekki, að Framsóknar- (Framh. á 4. siöu) Sebastopol Flotahöfn Rússa við Meðan Þjóðverjar vinna ekki þetta forna, rammgerva rúss- neska vígi og flotahöfn, ná þeir ekki yfirráðum á Svartahafi. Og á meðan verður herjum þeirra förin ógreið til olíulindanna miklu við Baku. En til einskis staðar horfir Hitler sólgnari augum en þess meginaflgjafa alls vélahern^ðar, olíunnar, er þar streymir upp úr iðrum jarð- ar. Þvert um hið mikla eiði, sem gengur suður millum Svarta- hafs og Kaspiahafsins, liggur einn hrikalegasti fjallgarður Evrópu, Kaukasusfjöllin. Þau eru um 1100 km. löng, en á breidd ekki nema um 170 km. Við Svartahafið ganga fjöllin nær þverhníft í sæ út, eru lægri að vestan, en hækka austur á við upp í 3000 metra hæð. Lægsta skarðið í þessum risa- vaxna fjallamúr er um 2400 m., svo að þar e'r ekki auðsótt leið til lindanna miklu, sem eru suð- austan fjallanna ,úti við strönd Kaspiahafsins. Efalaust er þangað auðförn- ust leið vestan frá botni Svarta- hafs, sunnan hálendisins. En sú leið verður Hitler naumast fær, meðan Sebastopol er í höndum Rússa, og hann freistar ekki að brjótast þangað austur um Litlu-Asíu. Fyrir því er nú lögð á það hin mesta áherzla að taka flotahöfn Rússa, hvað sem það kostar. Sebastopol hefir verið umset- in meir en hálft ár, og nú geisa þar sennilega æðisgengnari á- hlaup og orrustur en nokkurn tíma fyrr í sögu þessa staðar. Og þó er borgin kunnust á und- angengnum öldum fyrir orrust- ur og umsátur og vaskar og þrautseigar varnir. Frægust af öllum hernaðar- átökum við þennan stað var hið 11 mánaða langa umsát í Krím- stíðinu, 1853—56. Óvinir þeir, sem þá sóttu að Sebastopol voru Frakkar, Eng- lendingar og Tyrkir, auk Sar- diníuríkis, en til varnar voru Rússar einir. Stríðið hófst af hálfu Rússa og í gegn Tyrkj- um, sem þá voru illa undir styrjöld búnir. En Frakkar og Bretar, er töldu veldi sínu hættu búna, ef Rússum tækist að ráða niðurlögum Tyrkja, komu þeim til hjálpar með flota sína og landher. Borgin var þá bæði sótt frá sjó og landi af hinu mesta harðfengi, enda var- in af miklum vaskleik. 180.000 manna her sótti stað- inn, og 800 fallbyssur spúðu látlausri stórskeytahríð að varnárvirkjunum vikum saman. Loks 9. sept. 1855 tókst liin- um sameinuðu óvinaherjum að brjótast inn í borgina og ná henni á sitt vald. Hvernig nú fer um þetta rammgerva vígi og herskipa- höfn, verður engu um spáð.Vopn þau og vígvélar, sem fyrir tæp- um 90 árum þrumuðu yfir Se- bastopol og brutu þar á bak vasklegar varnir, voru hrein- ustu leikföng hjá vítistækjum þeim, sem Hitler hefir nú á að skipa. En sama máli gegnir og um varnartækin. Rússar hafa heit- ið því að verja staðinn til hinzta manns. Um 500 tröllauknar fallbyssur Þjóðverja hamast nú nótt og dag og spúa látlausu sprengjuregni inn yfir vígin, sem umlykja borgina. Talið er að nazistaherinn sé margfalt fjölmennari en hinn, sem til varnar er. En nú er borgin eingöngu sótt frá landi. Á hafinu eru Rússar ráðandi enn, þótt óvinirnir eigi efalaust eitthvað af kafbátum og smærri herskipum á þessum slóðum, Svartahaf í hættu sem notuð eru í hinni trylltu sókn. Bandamenn hafa talið, að nazistar hafi misst um 6 milj- ónir manna, fallinna og særðra, á austurvígstöðvunum einum á tæpu ári, sem liðið er síðan Hitler lét her sinn ráðast inn í Rússland. Hvað, sem rétt er um þessar tölur, er það víst, að mannfall Þjóðverja er þarna orðið óhemjulegt. Og sjálfsagt eru þar hnignar að grasi marg- ar hraustustu og þjálfuðustu hersveitir Hitlers. Hitt er og víst, að hann hefir enn óhemju liði á að skipa á þessum vígstöðvum, og það með, að lítt virðist horft i að spara það, enda getur svo farið að tilvera hins þýzka vopna- valds'sé beinlínis undir því kom- in, að sigur náist fyrir næsta vetur. Falli Sebastopol í þessum jöt- unátökum, yrði það þungt á- fall fyrir Rússa og bandamenn þeirra. En samt er eftir löng og erfið leið til oliubrunnanna miklu, þar sem er að mæta harðsnúnum her og góðum varnarskilyrðum. í fyrra gátu fregnir þess, að Rússar keppt- ust við að koma sér upp nýrri herskipahöfn austur við botn Svartahafsins, í Batum. Slíkt var öryggisráðstöfun, ef Se- bastopol skyldi falla. Batum er langbezta höfnin við austanvert Svartahaf. Þang- að liggja olíuleiðslur frá Baku, og þaðan er olía flutt til ann- arra hafna og staða Rússa við hafið svarta. En samtímis og nazistaher- irnir reyna að brjótast þessa leið austur, er efalítið fyrirhug- uð sókn á landi austur með As- ovshafi til Rostov, er þýzki her- (Framh. á 4. síðu) Erlendar fréttir Sókn Rommels í Libyu virð- ist halda áfram og bera nokk- urn árangur. Bretar hafa orðið að hörfa frá nokkrum stöðvum suðvestan við Tobruk, en það þykir augljóst, að þangað bein- ist sókn Þjóðverja og ítala og muni þeir ekki ætla sér sókn austur fyrir Tobruk í átt til Egyptalands, án þess að hafa fyrst náð á vald sitt þessum rammgerva setuliðsstað, sem Bretar hafa haft á valdi sínu síðan er þeir fyrst náðu hon- um á sitt vald og varið af mikl- um vaskleik og þrautseigju um langan tíma. Telja Bretar, að í þessum síðustu átökum hafi Þjóðverjar teflt fram nýjum skriðdrekum og stærri og öfl- ugri en þeir hafi sjálfir yfir að ráða, sem stendur, á þessum slóðum. Á Miðjarðarhafinu hafa orr- ustur geisað undanfarið milli flotadeilda Breta og ítala, á- samt þátttöku flugvéla frá báðum aðilum. Bretar segjast m. a. hafa stórlaskað 2 orrustu- skip ítala, en auk þess sökkt beitiskipi og tundurspillum og skotið niður fjölda flugvéla. — Þjóðverjar skýra einnig frá miklum árásum flugvéla sinna á enska skipalest, sem var á leið til Möltu. Segja þýzkar fregnir, að á Miðjarðarhafinu einu hafi þeir sökkt 8 herskipum, en alls hafi þeir um allar vígstöðvar hafanna sökkt 30 skipum Bandamanna á einum sólar- hring. Á Sebastopol-vígstöðvunum hafa litlar breytingar orðið. Haldið er uppi látlausri sókn á borginá og virðist sem Þjóð- verjum verði eitthvað ágengt, þrátt fyrir hina hörðustu vörn Rússa, sem munu vera miklum mun fámennari þar en árásar- liðið. (Frh. á 4. síðu) r-—-—-————————————------ * Utvarpsumræðui um stjórnmál Útvarpsumræður um stjórnmál fara fram 2. og 3. júlí Fyrra kvöldið vcrður ræðutími 30 og 20 mínút- ur og röð flokkanna þessi: Kommúnistar, Framsókn- arflokkur, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Síðara kvöldið verða þrjár umferðir og ræðu- tímar 25, 15 og 10 mín. en röð flokka: Alþýðuflokkur, kommúnistar, Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðis- flokkur. Sú venja verður Játin haldast, að einungis þeir flokkar, sem eru „lands- málaflokkar" og hafa landlista við kosningarn- ar, hafi rétt til að taka þátt í umræðunum. Á víðavangi EITURG ASHERN AÐUR SIGURÐAR DÓSENTS. Alþýðublaðið hefir nú valið lygaherferð Sigurðar dósents alveg viðeigandi nafn með því að nefna hana eiturgashernað. Hitt tjáir blaðinu lítt að kjökra yfir, þótt herferð þessa grandvara drottins þjóns hafi verið svarað á viðéigandi hátt. Þeir, sem nota eiturgas, eiga á hættu, að verða fyrir því sjálfir. Skorað hefir verið á Sigurð að færa sönnur á staðhæfingu sína, en heita vísvitandi ósanninda- maður ella. Endurtekningar Alþýðublaðs- ins á fleipri Sigurðar eru hon- um engin hlíf. Þær verða aðeins til að halda á lofti skömm hans, sem enginn telur á bætandi, er málavöxtu þekkir. SAGAN ENDURTEKUR SIG. í Sturlungu er frá því sagt, að prestur einn.,taldi lítið leggj- ast fyrir þá, sem miklir væru af sér, að „stela bitlingum". Nú hefir skörin færzt það upp í bekkinn, að einn ráðherranna, sem fyrrum ætlaði að verða prestlingur, hefir stolið bitling Baldvins Jónssonar Baldvins- sonar. Hvort hegning Iiggur við því athæfi, er ekki vitað, en „brotamaður" mundi hann tal- inn vera. J. A. P. L. Maður nokkur,' sem lögreglan hefir einu sinni þurft að taka „úr umferð“, hefir iðulega reynt að vekja tortryggni gegn henni á bæjarstjórnarfundum fyrir æfingar hennar í meðferð ýmissa varnartækja. Nú hefir hann fengið Sigfús, bindindis- hetju kommúnista, til liðs við sig í þessari herferð. Almenn- ingur mun hins vegar gera sér ljóst, að til þess að lögreglan geti fullkomlega innt skyldu- störf sín af höndum á þessum tímum, þarf hún að vera sem færust í flestum greinum. Það getur meira en vel verið, að hún þurfi t. d. að nota táragas, ef dreifa þarf mannfjölda, sem iðulega safnast saman, vegna drykkjuóspekta eða því um líkt. Lögreglan þarf líka að geta mætt ofstopa útlendinga, líkt og pólska skipstjórans um árið, sem ætlaði að verja henni með valdi að ná íslenzkum stúlkum úr skipi hans. Almenningur myndi áreiðanlega hallmæla lögreglunni, ef hún gæti ekki leyst slík skyldustörf af hönd- um, og þess vegna mun hann ekki vera andvígur því, að hún verði sem færust.um að gegna störfum sínum á þessu sviði sem öðrum.‘Manninum, sem var „tekinn úr umferð“, mun því reynast árangurslaust að ætla að hefna sín á þennan hátt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.