Tíminn - 20.06.1942, Qupperneq 2

Tíminn - 20.06.1942, Qupperneq 2
258 TtMEMV, langardaglim 20. jnni 1942 66. blað Erfðasyndir íhaldsíns og Alþýðuílokksins ‘©ímintt Laugardaginn 20. júní „Æ koma mcio eftir munuð“ Sjálfstæðismenn eru orðnir hræddir við smáflokka og áhrif þeirra á lýðræðisskipulagið í landinu. Þegar „stjórnarskrá upp- lausnarinnar“ var gerð heyrum kunn á Alþingi, bentu Fram- sóknarmenn þegar í stað á þá hættu, að hún gæfi smáflokka- illgresinu hin æskilegustu vaxt- arkjör. Möndulflokkarnir, íhald, krat- ar og kommar, skelltu við þessu skollaeyrunum. Nú er svo komið, að þegar við þessar kosningar eru gerðar tvær tilraunir til smáflokka- myndana. Og hvar koma þær fram? Þær koma fram í Reykjavík, í sjálfum höfuðstað hlutfalls- kosninganna. Þær koma fram nú sem fyrsta tilraun til að þreifa fyrir sér um jarðveg í von um betri daga, þegar „stjórnar- skrá upplausnarinnar" hefir brotið akurinn til fulls. Og nú heldur óttinn við smá- flokkana innreið sína í hjörtu Sj álf stæðismanna. Bæði Morgunblaðið og Vísir skrifa dálk eftir dálk gegn þess- um illgresisplöntum í kosninga- akri íhaldsins í höfuðstaðnum. Morgunblaðið segir alveg réttilega í fyrradag, að smá- flokkarnir séu til þess fallnir að skapa glundroða í þjóðfélaginu, og þeir veiki stóru flokkana í baráttunni, en einmitt þeir séu styrkustu stoðir lýðræðisins. Blaðið segir líka, að smá- flokkarnir séu hættulegasta vopnið og lymskulegasta, sem einræðisöflin beiti gegn lýðræð- inu, — einmitt það vopnið, sem hafi orðið mörgu lýðríkinu að falli. — Margt fleira mælir Morgun- blaðið í þessa átt, sem það virð- ist hafa lesið í Tímanum á und- anförnum vikum, en ekki gefið sér tóm til að hugleiða í hjarta sínu fyrr en nú. Verður því ekki annað séð en Sjálfstæðisflokkurinn hafi al- gerlega fallizt á aðra höfuðrök- semd Framsóknarmanna gegn stjórnarskrá upplausnarinnar, þá röksemd, að hún opni all- ar gáttir fyrir smáflokkum og grafi undan lýðræðinu. Úr þessu ætti að vera hægara að ræða skynsamlega við Sjálf- stæðisflokkinn um kjördæma- málið! Svo sem alþjóð er kunnugt, hafa bæjaflokkarnir og bæja- blöðin sýnt öllum tilraunum til að bæta afkomu og launakjör sveitafólksins fullan fjandskap. Einkum hefir Sjálfstæðisflokk- urinn gert þennan fjandskap að höfuðlínu í pólitískri bar- áttu sinni á undanförnum ár- um. Hann hefir hamazt gegn afurðasölulögunum, torveldað framkvæmd þeirra eftir föng- um og reynt að gera þau óvin- sæl meðal almennings i Reykja- vík. En svo hefir flokkurinn gert meira: Hann hefir leynt og ljóst reynt að gera afurðasölulögin óvinsæl í sveitunum meðal framleiðenda. Þetta er hinn nafntogaði tví- söngur Sjálfstæðisflokksins. Við bæjarbúa segir hann: „Þetta verðlag, sem Sveinbjörn Högnason, Egill í Sigtúnum og aðrir „framsóknarhöfðingjar“ setja á landbúnaðarvörur, nær engri átt. Það er orsök dýrtíð- arinnar, sem þið, kæru bæja- búar og þjáningarbræöur, stynj- ið undir. Við sveitafólkið segja þeir hins vegar: Þið fáið allt of iágt verð fyrir afurðirnar ykkar. Þetta kostar mjólkin í Reykja- vík, en þar af fáið þið ekki nema ] svo og svo mikið. Þeir reyna með þessu að skrökva því inn í meðvitund manna, að öll mjólkurfram- leiðslan sé seld sem neyzlumjólk í Reykjavík! Annað slagið láta þeir svo í Sjálfstæðisflokknum sé að brjótast út í sprengiflokki, enda er einn af fyrrverandi þing- mönnum flokksins, Jónas lækn- ir Kristjánsson, bakvörður ann- ars sprengilistans. Sjálfstæðismenn um land allt ættu að sjá að sér, meðan tími er til og hindra glapræði það, sem forustumenn floksins hafa leiðzt út í. Þeir gera það með því að greiða atkvæði gegn „stjórnarskrá upplausnarinn- ar“ — þeir gera það með því að fela Framsóknarflokknum stöðvunarvald á Alþingi. Kjósendur allir minnast þess, að í kjölfar hinna steiktu gæsa, sigla smáflokkar, sem eru hættulegir lýðræðinu og valda upplausn í þjóðfélaginu, — eins og Morgunblaðið segir. Æ koma mein eftir munuð. + væntanlega „hlutfallsþing- menn“ sína úti í sveitunum „taka undir“ þessa reginblekk- ingu. Og loks láta þeir Jón á Akri og slíka fogla rísa upp og krefj- ast þess, að landbúnaðarvörur séu hækkaðar og formenn verð- lagsnefndanna sviptir störfum fyrir þá sök, að þeir hafi ekki ákveðið verðið hærra. En samhliða þessu risa upp flokksklíkur í Reykjavík og heimta verðið lækkað frá því, sem þáð er. Þetta er sama yfirboðspóli- tíkin, sem kommúnistar hafa rekið með góðum árangri, bæði gegn Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokknum. En nú — fyrir kosningarnar forðast íhaldsblöðin að ræða þessi mál eftir megni. Morgun- blaðið segir jafnvel, að það vitni um veikan málstað Fram- sóknarflokksins að vera að rifja svona smámuni upp! Þessi deilumál, sem bæjar- flokkarnir hafa á undanförnum árum gert að höfuðdeilumáli á hendur Framsóknarmönnum, er allt í einu orðið smámunir, sem ekki tekur því að minnast á. Þeir eru stundum einkenni- lega minnislausir í Sjálfstæðis- flokknum. Til þess að hjálpa svolítið upp á minni þeirra, skulu nú rifj- uð upp nokkur ummæli úr blöðum Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksins á síðustu misserum. Geta þá frambjóðendur þessara flokka og væntanlegir „hlut- fallsþingmenn“ haft þau sem „reisupassa“ á ferðum sínum út um byggðir landsins. Vísir, 23. sept. 1940: „Hins vegar munu allir hafa gert ráð fyrir því, að hóflega yrði farið í sakirnar um verð- hækkun á íslenzkum fram- leiðsluvörum, en framkvæmdin hefir orðið sú, að bæði mjólk og kjöt hefir hækkað miklu meira en kauphækkuninni nemur, og þó sérstaklega kjötið. Það er ékki hægt að bera á móti því, að með þessari miklu hækkun á innlendu framleiðsluvörunum, er brotið í bág við þá stefnu stjórnarflokkanna, sem kom fram við setningu gengislag- anna vorið 1939.“ 25. sept. 1940: „Launastéttirnar“ hafa orðið að borga kjötið miklu hærra verði en fáanlegt var annars- staðar, hvað sem afkomu þeirra sjálfra hefir liðið.“ 1. okt. 1940: „Þegar kaupgjaldið hækkar, hækkar innlenda vöruverðið, — en sá er munurinn, að þegar kaupið hækkar hlutfallslega við dýrtíðina, virðist afurðaverðið hækka eftir duttlungum verð- lagsnefnda, án nokkurs eðlilegs samanburðar eða útreiknings." 28. okt. 1940: „Nú keppist hver sem betur getur að „klifra upp“ stigann eins og hann eigi lífið að leysa. Flokkur forsætisráðherra telur sér það til gildis, að hafa for- ustuna í þeirri keppni ........ Nú er ballið byrjað. Framsókn hefir „fært upp“, og nú þeys- ast fleiri og fleiri í dansinn. Það er ekki gott að segja, hvernig þeirri danskeppni lýkur.“ Vísir, 25. ágúst 1941: „..... Öll innflutt vara er háð verðlagseftirliti þannig, að engin óeðliieg álagning á að geta komið til greina, en um I innlenda framleiðslu gegnir allt öðru máli. Hún er að nokkru leyti háð umsjón nefnda, sem virðast leggja megináherziu á það, að spenna verðið upp, hvort sem það getur talizt eðlilegt og sanngjarnt eða ekki. Garðá- vaxtasala mun hins vegar engu eftirliti háð, og sýnir raunin, að einmitt þarna hefir verðhækk- unin reynzt tilfinnanlegust .... einhverjar eðlilegar hömlur verður að reisa við, að verðlag á innlendum afurðum sé hækk- að ótakmarkað og ástæðulaust.“ Vísir 24. okt. 1941: ..... Allir vita, að innlendu afurðirnar ráða útreikningi vísitölunnar að mestu. Dýrtíð- aruppbótin er ákveðin sam- kvæmt vísitölunni. Hækkun á afurðaverðinu hefir því mest áhrif á dýrtíðina. Vísir, 15. sept. 1941: Furidur í Málfundafélaginu „Óðinn“, þann 14. sept. 1941, mótmælir harðlega hinni gegndarlausu hækkun á ís- lenzkum afurðum, sem verður að telja langtum meiri en nauð- syn ber til. Telur fundurinn nauðsynlegt að setja hæfilegt hámarksverð á allar íslenzkar afurðir til notkunar innan lands.“ Alþbl. 11. des. 1941: „Vissulega er það falleg jóla- gjöf, sem Framsóknarflokkur- inn hefir rétt að allri alþýðu manna í Reykjavík með hinni nýju mj ólkurhækkun. En hvort hún verður þökkuð með því, að kjósa Framsóknarlista við í hönd farandi bæjarstjórnar- Það, sem virðist aðallega hafa villt þessum mönnum sýn, er vonin um stundargróðann, steiktu gæsirnar sex, sem Magn- ús sálnahirðir kallaði hlutfalls- þingmennina i útvarpsum- ræðum á dögunum. Kjördæmabreytingin er Sjálf- stæðismönnum sannkallað girndarráð. Þá munar svo i hina sex sjálfgefnu þingmenn, að þeir svífast ekki að gera bandalag við kommúnista til þess að ná i þessar steiktu gæsir. Þeir svífast þess ekki að ganga á gerða samninga eins og glöggt kom fram í þeirri yf- irlýsingu Ólafs Thors, „að Framsóknarflokkurinn hefði haft ástæðu til að ætla, að kjör- dæmamálið yrði ekki tekið upp á þessu þingi.“ Og þessi ástæða getur naumast hafa verið ann- að en hans eigin orð, eða samn- ingar við ráðherra Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn! Varla er eyðandi orðum að þeirri fáránlegu staðhæfingu Morgunblaðsins, að það sé Framsóknarflokkurinn, sem hafi sent þá Jónas Þorbergsson og Sigurð Jónasson út af örk- inni til að efla sprengiflokka í liði íhaldsins í Reykjavík. Hitt hlýtur að vekja athygli, að blöð Sjálfstæðismanna skuli dag eftir dag þurfa að vara flokksmenn sína við „lista Jón- asar Þorbergssonar"! Er fylgi flokksins þá svona laust í böndunum, að það sé líklegt, að jafnvel Jónas Þor- bergsson geti gert stóran usla í lambahjörð íhaldsins? Trúi því þeir, sem vilja. Hitt mun nær sanni, að ólgan Baldvin Baldvinsson: —-—-------^ ' ■" „Fylkjum ltði gegu ranglætinuéé i. Það er ekki um annað frekár talað nú í sveitunum en lcjör- dæmamálið. Eru flestir bændur nú samhuga um, að aldrei hafi jafn óþyrmilega verið að þeim vegið sem einmitt nú. Þeir, er áður hafa verið ósammála um ýms málefni, er skipt hafa mönnum í harðsnúna pólitíska flokka, eru nú í fyrsta sinn sam- mála. — Ef íhaldsþingmenn hefðu nú fyrir eyrum sér öll þau orð, er fyrrverandi flokks- menn þeirra, úr bændastétt, mæla nú í þeirra garð, myndu flokksforingjar íhaldsins tæp- lega geta vænzt mikils fylg- is í sumum sveitum, við næstu alþingiskosningar. Og er það ekki eðlilegt? Nú er gerð ítrasta tilraun til að jafna við jörð þau áhrif, sem sveitir landsins hafa haft á þjóð- málin, yfirleitt. Það á að þurrka burtu, eins fullkomlega sem unt er, áhrifavald sveitanna, og færa það yfir á Reykjavíkur- valdið. Og til að kóma slíku í framkvæmd, eru nú notuð ó- sannindi og hvers konar blekk- ingar af hálfu Sjálfstæðis- og jafnaðarmanna, til framgangs þessu svo kallaða „réttlætis- máli!“, er þeir kalla svo. Og rétt- lætismálið er fólgið í því að svipta sveitakjördæmin 6 þing- mönnum, með því að láta hlut- fallskosningar fara fram í öllum tvímenningskjördæmum, bæta tveimur þingmönnum við Reykjavík og gera Siglufjörð að sérstöku kjördæmi. II. Það á ekki að svipta kjördæmi sveitanna neinum réttindum. Þau hafa sömu þingmannatölu og áður. Svo mæla flokksmenn íhalds og jafnaðarm. En slíkt er blekking af versta tagi, eins og allir vitibornir menn skilja, sem á annað borð vilja nokkuð skilja. — Yfirgnæfandi meirihluti í einu kjördæmi verður ekki rétt- hærri en lítill minnihluti. Minni hluti, sem oft og tíðast er til orðinn vegna kunningsskapar, tengda, frændsemi og af ýmsum öðrum ástæðum, við vissa menn, sem tilheyra Reykjavíkurflokk- unum. Hann fylgir og mönn- um, sem þekkja ekkert þörfustu og nauðsynlegustu málefni dreifbýlisins. — Það þarf ekki lengi að leita til að finna slíkum orðum stað. Gísli Sveinsson þingm. V,- Skaft. hefir jafnan reynzt þjón- ustusamlegur andi fyrir Reykja- víkur-íhaldið. Hann var á móti þjóðstjórnarmyndun og fylgdi þá að málum róttækasta íhalds- liðinu í Reykjavík, einmitt þegar svo að segja hver hugsandi mað- ur í sveit og við sjó, fagnaði því, að allir flokkar tækju höndum saman og berðust sameiginlega við þær hættur, er þá voru fram- undan vegna stríðsins. Og þeg- ar teflt var upp á líf og dauða um það, hvort svipta ætti sveit- ir landsins marg viðurkenndum réttindum þeirra, en auka vald Reykjavíkur, sat hann hjá. Á slíkri alvörustund mat hann meira vald og 'aukin réttindi Reykjavíkurbúa, heldur en ó- skert vald héraðsbúa sinna i V.-Skaftafellssýslu og annarra er í dreifbýlinu búa. Jón Pálmason þingm. A.-Hún- vetninga, er þekktur fyrir auð- sveipni og framúrskarandi þjónslund við reykvíska íhaldið. Samt er hann þingmaður fyrir sveitakjördæmi. — Þegar at- kvæðagreiðsla fór fram á síðasta þingi, um kjördæmamálið, fylgdi hann dyggilega þeim flokkum, sem þá rændu sveitirnar rétt- indum sínum og gerði það með sömu þjónslund og undirlægju- hætti, sem svo oft áður. Það má segja, að engum hafi brugðizt vonir, þótt Jón skipaði sér rúm í það sinn, þar sem verst gengdi. Svo þekktur maður er hann. Hitt er annað mál, hversu A.-Hún- vetningar treysta honum, þegar til átaka kemur í næstu kosn- ingum. Við vitum það mjög vel, bænd- urnir, að það eru svona þing- menn, sem andstöðuflokkar okk- „Rauða linan66 Það getur ekki hjá því farið, að atburðir þeir, sem gerzt hafa í íslenzkum stjórnmálum und- anfarið, verði mörgum ærið undrunarefni. Við lifum að vísu á þeim tímum, sem hinir ótrú- legustu hlutir gerast í mörgum efnum, en feril íslenzkra stjórnmála síðustu mánuðina, verður að telja með hinum allra fjarstæðustu atburðum. Styrjöld sú, ,er möndulflokk- arnir þrír: Sjálfstæðisflokkur- inn, Alþýðuflokkurinn og Kom- múnistaflokurinn hafa hafið, er þess eðlis, að ritað mun verða óafmáanlega í íslenzka stjórn- málasögu. Mun það heldur ekki orka tvímælis, að hér er það minnsti flokkurinn, Kommún- istaflokkurinn, sem forustuna hefir tekið. Hin rauða lína kom- múnista, hefir orðið hinum flokkunum tveimur sá leiðar- þráður, sem þeir hyggjast að rekja sig eftir í gegnum völ- undarhús stjórnmálanna. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði í önd- verðu sérstöðu í þessum málum. Ótti hans við að fylgja dýrtíð- arráðstöfunum Framsóknar- flokksins er vel skiljanlegur. Honum var það ljóst, að hefði hann léð þeim ráðstöfunum fylgi sitt, þá átti hann á hættu að tapa fylgi sinna þröngsýn- ustu kjósenda, og að þeir mundu fylla flokk jafnaðarmanna. Og hitt mun hann líka hafa skilið, að vegur þeirra, sem frumkvæði áttu að þessum viturlegu ráð- stöfunum mundi vaxa, er á- vextirnir kæmu í ljós. Vegna alls þessa þótti honum ráðleg- kosningar, það skyldi maður þó ætla að væri töluvert vafamál. En vel er það líklegt, að Rcyk- víkingar minnist jólagjafar- innar við kjörborðið og þakki Framsóknarhöfðingjunum á þann hátt, sem þeir telja við- eigandi.“ 3. jan. 1942: „Þegar bændum, — kjósend- um Framsóknarflokksins, — er veitt tvöföld dýrtíðaruppbót á afurðaverð þeirra, svo sem til dæmis á kjötverðið, þá er allt í lagi. Því að Reykjavík og bæ- irnir fá að borga brúsann.“ Alþýðublaðið segir í forustu- grein 15. jan. 1942: „Menn minnast einnig, hvernig verðlagseftirlitið hefir verið undir stjórn Eysteins Jónssonar, og hvernig afurðir bænda hafa undir verndarvæng starfsbróður hans og flokks- bróður, Hermanns Jónassonar, verið sprengdar upp úr öllu valdi á kostnað launastéttanna og alls almennings í bæjunum ast að bíða átekta, vera hvorki með eða móti en treysta á hina frjálsu leið. Þó fór svo að lok- um, að flokkurinn sá sitt ó- vænna og varð tilneyddur að taka virka afstöðu til málsins er í óefni var komið. En þá voru það hálfbræður þeirra, jafnað- armenn, sem komnir voru í sjálfhelduna. Nú voru góð ráð dýr fyrir þá. Þeir þorðu í hvor- ugan fótinn að stíga af ótta við kommúnista, sem biðu þess al- búnir að hremma kjósendafylgi þeirra, ef á milli bæri. Þetta nægði til þess að þeir þorðu eigi að fylgja dýrtíðarfrumvarpinu. En Alþýðuflokkurinn var ekki laus úr gildrunni að heldur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi hinum viturlegu dýrtíðarráð- stöfunum, er honum var ljóst orðið, að hrun og eyðilegging blasti við að öðrum kosti, mundi þá ekki betri hlutinn af kjósendum Alþýðuflokksins leggjast á sveif með Sjálfstæð- ismönnum við kosningar? Hugs- anlegt var það. Og þá var að finna ráð til að rétta hlut sinn. Og ráðið var fundið. Sjórnar- skrárfrumvarpið skyldi verða til að bæta úr þessu böli Alþýðu- flokksins. Þar var hreyft við máli, sem engan veginn gat fælt frá þeim kjósendur yfir til kommúnista. Og ekki var örvænt um, að þetta gæti kom- ið Sj álfstæðismönnum í klípu. Væri siðferðisþrek þeirra svo mikið, að þeir gæfu engan gaum að þessu óþurftarmáli, þá áleit Alþýðuflokkurinn sig hafa feng- ið höggstað á þeim við kosn- ingar þær, sem í hönd fóru, svo að ekki væri með öllu vonlaust um, að frá þeim kynni að hnjóta einstaka lítilsigldur kjósandi til Alþýðuflokksins. En giftuleysi Sjálfstæðis- flokksins var meira en svo, að honum tækist að hrinda af sér þessu áhlaupi Alþýðuflokksins. í þess stað stendur hann nú af- hjúpaður frammi fyrir þjóð- inni, búinn að ómerkja allar sínar fyrri gerðir og yfirlýsing- ar um nauðsyn á samhug og samstarfi landsmanna á háska- tímum þeim, sem nú standa yf- ir. Og nú hafa Sjálfstæðismenn reynt að útlista stjórnarskrár- frumvarpið, þetta ófóstur Al- þýðuflokksins, þannig, að það sé eitthvert ógnar réttlætismál, sem þjóðarnauðsyn beri til að fram nái að ganga. Sérstaklega telja þeir, að það feli í sér rétt- arbætur til handa sveitafólkinu, sem lengi hafi búið við skarð- an hlut í þessu efni. En mundi þessi réttarbót til handa sveitarfólkinu ekki verða eitthvað viðlíka og vernd (Framh. á 4. síOu) 'ar ætla að gefa. kjósendúm í dreifbýlinu. Þeir ætla að skenkja okkur jafnoka á við þá Gísla Sveinsson, Jón Pálmason.Garðar Þorsteinsson, Eirík Einarsson og fléiri slíka, sem þeir fyrirfram vita, að lítill minni hluti getur komið að með hlutfallskosning- unum. En við, bændur, þökkum fyrir boðið. Sveitirnar þurfa ekki þingmenn til að auka og styrkja vald Reykjavíkur og annarra kaupstaða, þrátt fyrir það, þótt margt gott megi um þá segja. Bændurnir líta svo á, að þar beri alls enga nauðsyn til að fjölga þingmönnum frá því, sem er, þingmönnum, sem ætíð virðast reiðubúnir til að skamma og sví- virða þá, sem bera landbúnaðinn sérstaklega fyrir brjósti. Nú er Framsóknarflokkurinn sá eini í landinu, er heldur uppi svörum fyrir bændurna i dreifbýlinu og berst fyrir réttindum þeirra og sjálfstœði, þegar allir aðrir flokkar sameinast á móti þeim. Og hvorum eigum við svo að fylgja í næstu kosningum? Þeim, sem er með okkur, eða hinum, sem er á móti okkur? Slíkt svarar sér sjálft, svo lengi sem við bændur viljum eigi vera okkar eigin böðlar. III. Það á að bæta tveimur þing- mönnum við Reykjavík og gera Siglufjörð að sérstöku kjördæmi. Hvort tveggja miðar að því að auka vald Reykjavíkur og bæj- anna yfirleitt, en rýja sveitirn- ar því meira þeim áhrifum, sem þær hafa haft og eiga rétt til að hafa á málefni þjóðarinnar. Ég skal ekkert um það deila, nema Siglufjörður eigi rétt til þess að verða sérstakt kjördæmi. En hvað Reykjavík snertir, er alger óþarfi að fjölga þar þing- mönnum frá því, sem nú er. Þingmannafjölgun í Reykjavík lýsir aðeins heimtufrekju og ó- svífni þeirra flokka, er nú beita sér fyrir breytingum á kjör- dæmaskipun landsins. Um helm. ingur allra þingmanna er nú búsettur í Reykjavík, og þar er Alþingi háð árlega.Hvort tveggja þetta skapar Reykjavík sérstaka aðstöðu fram yfir öll önnur kjör- dœmi landsins. Slík aðstaða hef- ir það í för með sér, að það er skyldugt að taka hana til greina, ef nokkurt réttlæti er til. En það hefir ekki verið gert. — Auk þess er sitthvað, er um Reykjavík má segja, sumt gott, annað lak- ara. IV. Hinir sameiginlegu óvinir sveitanna: Sjálfstæðismenn, jafnaðarmenn og kommúnist- ar, sem nú í sameiningu leggja alla sína andlegu krafta fram, til þess að taka sjálfsögð og við- urkennd réttindi af þeim, er í dreifbýlinu búa, virðast eigi skilja það enn, að hverju þeir stefna eða hvað þeir eru að vinna með breytingum sínum á kjördæmaskipuninni. Allt fram á þennan dag hefir verið talið, að hér í landi séu tveir aðal atvinuvegir: land- búnaður og sjávarútvegur. Hví nú ekki að stuðla að því, að þess- ar tvær aðal-atvinnugreinar landsmanna, fái sem jafnasta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.