Tíminn - 20.06.1942, Page 3

Tíminn - 20.06.1942, Page 3
66. blað TÓirVN. langardaginn 20. Júní 1943 259 A N W A L L Dánardægnr. Jósep Jakobsson frá Bálka- stöðum lézt með sviplegum hætti. Aðeins fyrir fáum dögum dvaldi hann hér meðal kunn- ingja og vina. Nú er hann fall- inn í hina votu gröf. Hann var einn bændanna þriggja, er létu lífið í Miðfirði 15. maí. Jósep Jakobsson var ættaður frá Stykkishólmi. Hann dvaldi framan af þar vestra, flutti síð- an til Reykjavíkur og stundaði akstur við Kolaverzlun Guðna Einarssonar. Hann öðlaðist vin- sældir í því starfi, varð brátt góðkunningi á mörgu heimili hér í bænum. Hann var fljótur að blanda geði við fólk. Það var sérkenni í fari hans. Það var eitthvað við hann, sem vakti traust. Og mönnum fannst stundum, er þeir ræddu við hann í fyrsta sinn, að hann hefði verið vinur þeirra lengi. Hann var ákaflega trygglyndur, er því skipti. Þó að Jósep ynni félagsskap, féll honum ekki borgarlífið. Hið innra þráði hann frið og starf í friði. Nokkru áður en stríðið brauzt út, flutti hann héðan og byrjaði búskap á jörð föður- bróður síns, Bálkastöðum í Mið- firði. Hann hafði orð á því oft, hve vel hann kynni vistinni þar. Kyrrð var góð, verkefni ærin. Sjósókn á Húnaflóa átti og við hina breiðfirzku lund hans. Síðustu misseri bauðst honum oft arðbær vinna hér syðra, en hann sinnti því ekki. Hann hélt tryggð við útveginn og sveita- störfin, enda þótt honum byð- ist gnótt fjár á mölinni. Skoðun hans á peningum var raunar sérstæð. Hann mat þá minna en flestir gera. Önnur verðmæti voru honum meira virði. Hann var mjög örlátur maður, veitti gestum sínum rausnarlega og hjálpaði þeim, sem hann mátti. Það var annað aðalsmerki hans. Hann barst aldrei á, var kröfu- vægur. Hann gekk æfibraut sína í friði við náungann, stjak- aði engum úr vegi, tróð engan um tær. En hvar sem hann fór varð hann að liði. Af slíkum mönnum stendur enginn storm- ur, og um þá er enginn hávaði. En þeir eru hinir beztu þegnar. Jósep var vaskur maður, öt- ull við vinnu og sagður syndur vel. Því undruðust menn, að þessi yrðu örlög hans í vá þeirri, sem þá félaga henti í Miðfirði. En þess var getið til, að hann hefði ofreynt sig við að bjarga förunautum sínum. Það var líkt honum. Þeir, sem þekktu Jósep Jak- Sérleyfísferðír og bílaúthlutun Herra ritstjóri! Eitt af því, sem stjórn lands- ins á undanförnum árum lét sig miklu skipta, var skipulag á fólks- og vöruflutningum út um sveitir landsins. Var þetta mjög aðkallandi fyrir lands- menn, bæði til sjávar og sveita. Hefir skipulag þetta verið svo vinsælt, að varla hefir verið á það deilt, nema af einstaka f j áraflamönnum, sem helzt hafa viljað skipuleggja alla flutninga með eigin hag fyrir augum. Mætti ætla, að þeir, sem fara áfram með völdin í landinu, létu sig þetta nokkru skipta og lagfærðu frekar en að láta reka aftur á bak. Má þó þegar benda á, að undan muni slá í þessu efni. Sá, sem þetta ritai;, var ný- lega á ferð uppi í Borgarfirði. Þar hefir Hvítársíða og Þverár- hlíð haft vörubíl til að annast afurða- og fólksflutninga til Borgarness, og svo aftur fólks- og vöruflutninga bænda til þessara sveita. Samkvæmt upplýsingum, sem gefnar eru um þessa sérleyfis- leið í leiðabók póst- og síma- málastjórnarinnar frá síðast- liðnu ári, stendur, að flutning- ana annist vörubíll með sætum fyrir 5 farþega. Á síðastliðnu vori hætti sá, sem þessa flutninga hefir ann- azt, og annar maður tók við þeim, en sá galli er á, að hann hefir aðeins venjulega vörubif- reið, sem tekur 1 farþega í sæti. Til þess að fullnægja skilyrðum um sérleyfið mun hann eiga að hafa sams konar bifreið og um getur hér að framan, hann mun líka fyrir nokkru síðan hafa verið búinn að fá loforð fyrir nýjum bíl í þessu augnamiði, úr sendingu, sem nú mun vera komin til landsins, en heyrzt hefir, að þegar hann ætlaði að sækja bílinn, hafi hann fengið þau' svör, að nú væri kominn nýr úthlutunarlisti, enda í millitíðinni komin ný stjórn, og hann ekki tekinn með við seinni úthlutunina. Það mætti taka svo til orða, að þetta væri hnefahögg í and- lit fólksins í þessum umræddu sveitum og þeirra, sem á þessari leið þurfa að ferðast, því að oft er kalt og lítið þægilegt að sitja ofan á mjólkurbrúsum (Framh. á 4. slöu) obsson, minnast hans með söknuði. Reykjavík í júní 1942. Magni Guðmundsson. aðstöðu á Alþingi til að vinna að hagsmunamálum og löggjöf beggja þessara atvinnugreina? Hví að taka réttindin af annarri þessari atvinnugrein með því að svipta hana fulltrú- um á þingi þjóðarinnar og gera hana áhrifalausa um öll lög- gjafarmál? Hvaða réttlæti er þetta? Því er haldið fram, að höfða- talan eigi að ráða — og hún ein. En slíkt er fjarstæða. Landbún- aður á sama rétt til þess og engu minni, að eiga málsvara og for- ustumenn fyrir sínum málefn- um á Alþingi, eins og atvinnu- vegir kaupstaðanna. Fari svo, að ein atvinnugrein sé svipt valdi til áhrifa og úrslita á málefni sín, þá er hún fyrr eða síðar dæmd til dauða. Sjálfstæðis- og jafnaðarmenn með styrk kommúnista, eru með breytingartillögum sínum, á kjördæmaskipuninni, að ganga af landbúnaðinum dauðum, fyrr eða síðar. Þessir þrír flokkar, sem allt frá fyrstu tilveru sinni, hafa borist á banaspjótum og aldrei átt nægilega sterk orð og ófyr- irleitni, til að svívirða hver ann- an og vinna hver öðrum allt hugsanlegt tjón, með réttu og röngu, þessir flokkar, geta nú í fyrsta sinn komið fram eins og væru þeir ein sál í einum líkama, til að vinna hermdarverk á allri þjóðínni. V. Nú styttist tíminn til þing- kosninga og þá er röðin komin að okkur bændunum. Guði sé lof að enn höfum við ráðin í okkar höndum og okkur er öll- um skylt að vinna að því, að svo megi verða í framtíð. Við megum ganga að því vísu, að andstæðingar okkar reyni að freista okkar, blekkja okkur á ýmsan hátt með vinsamlegum ummælum og ástúðlegu brosi, nú er í hönd fara kosningar. Þáð verður allt gert og ekkert sparað til að villa okkur sýn. En munum það, gleymum því aldrei, að það er Framsóknarflokkurinn einn allra pólitískra flokka, sem stendur með okkur bændunum í dreifbýlinu og berst fyrir sjálf- stæði okkar. Allir aðrir flokkar eru á móti okkur, eins og sýnt hefir verið og sannað hér að framan. Munum það, bændur, og allir yngri og eldri kjósendur, sem bú- ið í sveitunum, að okkur er lifs- nauðsyn að standa sameinaðir, án alls tillits til þess, hvaða flokki við höfum áður fylgt. Nú eru allar brýr brotnar af hálfu þeirra íhalds- og jafnaðarmanna og gengið lengra af þeim í á- gengni gagnvart sveitunum, en nokkru sinni fyrr. Þegar þeir bregðast trúnaði við okkur, hví skyldum við halda trúnaði við þá? — Við kjörborðið í næstu kosn- ingum, lifum við örlagaríkustu stund ævi okkar. Þar er teflt um líf eða dauða sveitanna, um sjálfstæði þeirra eða áþján og ófrelsi. Látum það aldrei ásann- ast, bændur, að við séum svo metnaðarlausir og ósjálfstæðir gagnvart okkur og stétt okkar, að við gerumst okkar eigin böðl- Kosnlngaplstlar Vestur við ísafjörð er Kristj- án Jónsson frá Garðsstöðum í framboði vegna Framsóknar- manna. Hann er borinn og barnfæddur í kjördæminu, og þar kunnur flestum mönnum og öllum að góðu. Hann hefir á fjölmargan hátt verið trúnað- armaður samsýslunga sinna, bæði sem erindreki Fiskifélags- ins og á margan annan hátt. Enginn efi er á, að ef ekki réði gamalt flokksfylgi, myndi Kristján á Garðsstöðum fá yf- irgnæfandi atkvæðafylgi og fullkominn kosningasigur.Norð- ur-ísfirðingar eru í eðli sínu mest á vegum samvinnu- og Framsóknarmanna. Þar eru hvorki auðmenn né öreigar, heldur fjölmenn stétt sjálf- stæðra atvinnurekenda, er bæði stunda land og sjó, og sumir hvort tveggja. Fyrir slíka menn er samvinnustefnan híð sanna bjargræði. Á síðustu árum hafa Framsóknarmenn borið fyrir brjósti tvö mestu þjóðmál Djúp- verja: Reykjanesskólann og Djúpbátinn. Er það kunnugt, hve lítinn áhuga leiðtogar „kratanna" höfðu um þróun Reykjanesskólans, en að sú stofnun hefir jafnan átt hauk í horni hjá Framsóknarmönnum. Sama er að segja um Djúpbát- inn, að þegar „kratar“ vildu að lagt væri fé til hans sem hluta- fé, þá áttu Framsóknarmenn mikinn þátt í því, að upp var tekin sú stefna í þinginu, að báturinn skyldi bæði vera gott skip og henta þörfum Djúpbúa, og auk þess skuldlaus frá byrj- un. Hefir sú stefna sigrað í verki. Vænta menn mikils góðs fyrir héraðið af þessum tveim merkilegu menningarfram- kvæmdum. Sverrir bóndi Gíslason i Hvammi gengur nú fram móti Pétri Ottesen. Sverrir hefir um langa stund verið einn af þekktustu leiðtogum bænda i Borgarfirði. Um hann má það segja í stuttu máli, að hann hefði fyrir löngu átt að vera oröinn þingmaður fyrir vel menntað bænda- og samvinnu- mannakjördæmi. Það er mikill sómi fyrir Framsóknarstefnuna að hafa í hópi sinna fylgis- manna utan þings marga þá menn, sem hefðu verið til sæmdar og gagns fyrir þingið. Framsóknarmenn á Akranesi og í byggðum sýslunnar munu sannfærast um það á kjör- fundum, hversu þung rök hníga nú að því, að allt fólk í dreif- býlinu eigi nú að fylkja sér um stefnu Framsóknarmanna. — Jafnvel í þeim kjördæmum, þar sem ekki er vissa um sigur við þessar kosningar, þurfa allir þeir, sem meta starf flokksins og vita, að framtíð landsins er fyrst og fremst bundin við gengi hans, að fjölmenna á kjörstað, og safna heim í kjör- dæmið öllum þeim atkvæðum, sem þangað eiga að koma frá fjarstöddum .stuðningsmönnum. Það er sæmd fyrir Framsóknar- menn í Borgarfirði að hafa Sverri í Hvammi í framboði, og það er sæmd fyrir kjördæmið að veita honum sem beztan og mestan stuðning. J. J. Nýkomfð Tcygjukorselet — Mjaðmabelti Lífstykki — Satín — Tait — Sumarkjólaefni. DYNGJA, Laugaveg 25. Framboðsiundír Framboðsfundir verða í Mýrasýslu sem hér segir: Hrafnkelsstöðum, miðvikudaginn 24. júní kl. 3 e. m. Þverárrétt, fimmtudaginn 25. júní kl. 3 e. m. Hlöðutúnsholti, föstudaginn 26. júní kl. 3 e. m. Borgaxnesi, laugardaginn 27. júní kl. 8.30 e. m. Frambjóðendurnir. ar. Látum það aldrei á sannast, að íslands óhamingju verði allt að vopni. Fylkjum liði á kjördegi og kjósum eingöngu Framsóknar- menn. Kosningaskrifstofa Fr a in sóknar f élaganna í Reykjavík er í Sam- bandshúsinn (3. hæð) Sími 3978. En umfram allt: Allir eitt. Santband ísl. samvinnufélaga. Hafið eftirfarandi í huga: Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til félags- manna í hlutfalli við viðskipti þeirra. I ^IGLIMGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Kennið börnunum að bursta vel tenn- ur smar Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sinar, en til þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFNAR tannkrem Sápuverksmiðjan S j ö í n \ Akurcyri. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Þúsundir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum írá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt máL FRAMSÓKNARMENN! Munið að kjósa hjá næsta hreppstjóra eða sýslumanni, ef þið farið að heiman fyrir kjör- dag 5. júlí. Kosningaskrifstofa Fram- sóknarflokksins er í Edduhús- inu, Reykjavík. Símar 5099 og 2323. — Framsóknarmenn. Leit- ið allra upplýsinga hjá henni varðandi kosningarnar. 562 Victor Hugo: ins, sem nú var stjórnlaus orðinn. En ekki leið þó á löngu, unz hinn dular- fulli maður vaknaði til sjálfs sin að nýju, þreif til áranna og hóf að róa upp eftir fljótinu. Hann fór framhjá odda eyjarinnar, sem Frúarkirkjan stendur á og stefndi að lendingar- staðnum við Pont-au-Foin. — Ó! hrópaði Gringoire. — Þarna er Barbeangistihúsið. Sjáðu, herra minn, svörtu þökin fjölmörgu, er mynda sér- kennilegan hálfhring undir grálitum bólstruðum skýjum, sem máninn gæg- ist gegnum, eins og eggjarauða gegnum brotna skurn. Þetta er tignarleg bygg- ing! Hvolfþak bænahússins þarna er skreytt fagurlega gerðri höggmynda- smíð, og yfir þetta allt gnæfir fagur klukknaturn. Þarna getur einnig að líta snotran garð með fisktjörn, stóru fuglabúri, strýtuleikvelli, völundarhúsi og trjágöngum, sem virðast ætluð fyrir samfundi ungra elskenda. Þetta er merkilegt gistihús. Þar hefir franskur konungsniðji komið mjög við sögu. Ó, við, vesalings heimspekingarnir, erum í samanburði við konungsniðjana eins og kál- eða hreðkublað í samanburði við garðinn í Louvre. En hvað hefir það að segja, þegar allt kemur til alls í lífi hefðarfólksins skiptist á Esmeralda 559 eyra. Þetta eru ekki mín orð heldur hefir Didymus frá Alexandríu látið svo um mælt. Þessi orð hafa mikið sann- leiksgildi. En Didymus frá Alexandríu var heldur ekki ómerkur heimspek- ingur. Segðu eitthvað, fagra barn! Segðu við mig þótt ekki sé nema eitt orð. Ég grátbið þig um að verða við þeirri ósk minni. Já, þa ðer líka rétt. — Þú hafðir ástæðu til þess að vera þegj- andleg. Telur þú þig hafa hana enn? Veiztu, yndið mitt, að þingið getur hvenær sem er rofið helgi sérhvers griðastaðar, og að þú varst í mikilli hættu í Frúarkirkjunni? Til er smáfugl, sem byggir sér hreiður í gini krókódíls- ins. Drottinn minn, nú skín máninn að nýju. Bara að okkur verði nú ekki at- hygli veitt! Við breytum raunar vel með því að freista þess að frelsa stúlk- una okkar, en sízt yrði okkur þó auð- sýnd meiri náð eða miskunn, ef til okkar yrði náð og við hengdir upp. Ó, það má jafnan fella tvíþættan dóm yfir verk mannanna. — Mér er hallmælt fyrir það, sem öðrum yrði tal- ið til heiðurs. Cæsar dáir það, sem Katilina áfellir. Er þetta ekki satt, herra minn? Hvað segir þú um þessa heim- speki? Jú, ég aðhyllist heimspeki eðl- ishvatarinnar, ut apes geometriam. Það er dásamlegt! Hvorugt ykkar svar-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.