Tíminn - 25.06.1942, Page 2

Tíminn - 25.06.1942, Page 2
270 TÍMIi\]V, flmmtndaglim 25. júnl 1942 69. blað “gíminn Fitntntudafiinn 25. júnt Sporin frá 1931 hræða Eftir því sem viðhorf Sjálf- stæðismanna til kjördæma- breytingarinnar eru athuguð nánar, eftir því sem athafnir þeirra fyrr og síðar eru gaum- gæfðar nánar og eftir því sem feluleikur þeirra með innstu áhugamál verður auðsærri, eft- ir því stendur það skýrar fyrir augum rólegs athUganda, hvað það er, sem þeir vilja. Þeir vilja flytja hið pólit- íska áhrifavald sveitanna til Reykjavíkur. Sí og æ hefir þessi viðleitni komið fram. Hugarfarið hefir alltaf verið fyrir hendi, en að- eins.þegar Sjálfstæðismenn sáu fyrir líðstyrk úr öðrum stöðum, þorðu þeir að koma fram fyrir almenningsaugu og gera til þess tilraun að sölsa áhrif dreifbýl- isins undir Reykjavíkurvaldið. Dæmið frá 1931 er enn ógleymt. Reykjavík átti að fá níu þing- menn þá. Ekki færri en fimm þingmenn átti að taka frá kjör- dæmum annarra landshluta til að geta aukið að sama skapi vald höfuðstaðarins. Þetta var hugarfarið þá. Og höfuðforingi stuðningsliðsins, Héðinn Valdimarsson, gekk þá fram á svalir sjálfs Alþingis með Ólafi Thórs, þar sem þeir bundu með handsölum, í aug- sýn Reykvíkinga, heit sín um að koma kjördæmabreyting-' unni fram. Nú er aftur tekið saman höndum og höggvið í hinn sáma knérunn. Héðinn er að vísu fallinn úr leik, en flokkur hans, sem þá var, er enn tilbúinn til fylgis við Sjálfstæðismenn. En Ólafur Thors hefir og fleiri liðs- menn. Til annarrar handar honum eru jafnaðarmenn, en honum til hinnar standa þeir kommúnistar, fullir vígamóðs og áhuga um það að geta ■ fært Sjálfstæðisflokknum sex minni- hlutaþingmenn, þegar líður að hausti. En sporin frá 1931 hræða. Hér má ekki ganga beint til verks. Útreiðin, sem árásar- bandalagið fékk þá, er of eftir- minnileg til þess að svipuð leið sé fær. Nú á sérstaklega að telja sveitunum trú um, að hér eigi ekki að ganga á þeirra rétt. Svo fjarstæð eru rök þessara manna, að nú er því haldið fram, að réttur mikils meiri- hluta og lítils minnihluta eígi að vera jafn, og þetta rétt- læti eigi sveitirnar að þiggja með auðmýkt og þökkum. Sjálfstæðismenn hafa átt þess kost og eiga enn að berjast til sigurs í tvímenningskjördæm- um, vinna sér þar hreinan meirihluta og þar með þing- menn héraðanna. En þetta treystir Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki til. Hann hefir misst traust kjósendanna í tvímenn- ingskjördæmunum. Hann er vonlaus um að ná því aftur, nema þar sem hinum sigraða er tryggð jöfn úrslit á við sig- urvegarann. Og lokamarkið á bak við þennan feluleik er fyrir þeim eins glöggt og eftir- sóknarvert nú sem 1931. Áhrifavald sveitakjördæm- anna í hendur Reykjavíkur- valdsins, það er takmarkið, sem keppt er að, þótt nú þyki klóklegra að fela það fram yfir kosningarnar. En einmitt þessi uppgjöf, að treysta sér ekki til þess að vinna fylgi meirihluta kjósenda í tví- menningskjördæmum, er skýr vottur um það, að heilindin við málstað sveitanna eru engin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi berj- ast fyrir þeirra málum af ein- lægni og áhuga, og sýndi slíkan áhuga í -verki, hví skyldu kjós- endur þá ekki vilja styðja þá. Þá fengju þeir Sjálfstæðismenn atkvæði dreifibyggðanna. Eða telja þeir, að bændur skorti vit og þroska til að fylgja þeim mönnum að málum, sem bera hag þeirra og heill mest fyrir brjósti? En bændur vita vel, að Ólafur Jóhannesson KosHingapistlar Er þetta heilbrigð þróun? Frá því í ársbyrjun 1940 hafa verið veitt 153 smásöluleyfi og 101 heildsölu- og umboðsleyfi í Reykjavík. Á sama tíma munu hafa verið veitt um 60 veitinga- leyfi. Úr öðrum kaupstöðum landsins mun svipaða sögu að segja. Þetta er býsna mikil fjölgun á ekki lengri tíma. Er engan veginn ástæðulaust, að þeirri spurningu sé varpað fram, hvort hér sé um heppilega þró- un að ræða. Heilbrigð og eðlileg viðskipti eru hverju siðuðu og menntuðu þjóðfélagi nauðsynleg. Fram- leiðsluvörum þarf að koma í verð, neyzluvörur þarf að út- vega, þeim þarf að dreifa, o. s. frv. Óþarft er að eyða orðum að því, hvílíkar afleiðingar það hefir, ef slík starfsemi stöðvast eða er í ólagi. Vér íslendingar þekkjum þess svo glögg dæmi úr sögu vorri. En þótt að verzl- unarstarfsemi sé þannig nauð- synleg og óhjákvæmileg, er hún samkvæmt eðli sínu milliliða- starfsemi, sem hefir meiri eða minni kostnað í för með sér. Þar, sem aðeins er um verzlun- arstarfsemi innan lands að ræða, er því þjóðfélaginu fyrir beztu, að aðeins hæfilegur tak- markaður fjöldi stundi þessa at- vinnu. Sé um offjölgun að ræða í verzlunarstéttinni, er hætt við að það leiði annað hvort til ó- hæfilegs milliliðakostnaðar, hækkandi álagningar, aukinn- ar dýrtíðar og verzlunar með alls konar óþarfa eða þá á hinn bóginn til skefjalausrar sam- keppni verzlunarfyrirtækjanna, hruns þeirra sitt á hvað og alls kyns óvissu og óreiðu í verzlun- armálum. Sé nægileg kaupgeta og eftirspurn fyrir hendi, má ætla að hinar fyrrtöldu afleið- ingar eigi sér stað. Sé hins veg- ar kaupgeta takmörkuð og framboð meira en eftirspurn, eru hinar síðarnefndu afleið- ingar sennilegar. En frá sjón- armiði þjóðfélagsins eru nllar þessar afleiðingar næsta var- hugaverðar. Þær leiða til tjóns og erfiðleika fyrir þjóðina í heild, þó að einstakir menn geti haft hagnað af þeim. Flestir munu hafa talið, að verzlunarstéttin hafi verið nægilega fjölmenn hér í Reykja- vík fyrir strið. Sama mun hafa gilt víðast hvar annars staðar. Margir töldu meira að segja, að milliliðastéttirnar væru of fjöl- áhugamál íhaldsvaldsins í Reykjavík fer ekki saman við hagsmuni sjálfra þeirra. Þess vegna treysta þeir ekki yfir- skinsvináttu ihaldsins nú. mennar, bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landi hér. Hver mundi þá vera raunin nú, eftir að við hafa bætzt 153 smá- söluverzlanir og 101 heildsölu- verzlun og um 60 veitingastof- ur? Er næsta eðlilegt, að ýms- ar spurningar vakni, þegar litið er á staðreynd þessa. Hefir verið þörf á öllum þessum nýju verzlunum og veitingastofum? Horfa þær til farsældar fyrir Reykvíkinga eða þjóðina í heild? Hefði ekki verið hægt að beina því fólki, sem þessa atvinnu stundar, inn á aðrar og giftu- drýgri leiðir? Og að lokum: Horfir það til heilla, að haldið sé áfram á þessari braut og að stöðugt sé bætt við nýjum verzlunum og veitingastofum? Hver og einn getur velt þessum spurningum fyrir sér og reynt að finna hið rétta svar við þeim. Ég er þeirrar skóðunar, að engin knýjandi þörf hafi verið á öllum þessum nýju fyrirtækj- um. Ég hygg, að við Reykvík- ingar yfirleitt hefðum lifað jafngóðu lífi, og e. t. v. betra, þó að fjölgun þessara fyrir- tækja hefði verið töluvert minni. Sama mun mega segja um þjóðina í heild. Sum þessara fyrirtækja munu stofnsett í flýti. Er þá hætt við, að ekki sé gætt æski- legrar fyrirhyggju og að nauð- synlegan undirbúning og grund- völl vanti. T. d. munu sum heildsölufyrirtækin stofnsett án þess, að nauðsynleg verzlunar- sambönd séu fyrir hendi. Víst er um það, að svonefnd keðju- verzlun, þ. e. að ein heildverzl- un selji annarri, mun ekki vera óþekkt í seinni tíð. Þegar var- an kemst í hendur smásalans, getur á þennan hátt verið búið að tví- eða þríleggja á hana. Neytandinn getur svo að lok- um orðið að greiða vöruna með margföldu kostnaðarverði henn- ar. Kaupgeta er nú óvenjulega mikil hér á landi. Má svo að orði kveða, að allir hlutir, sem á boðstólum eru, séu keyptir, án tillits til verðs eða gæða. Af þessu leiðir, að mörg hinna ný- útsprungnu fyrirtækja leggja ekki sérstaka áherzlu á að afla sér nauðsynjavarnings, sem oftast er nú með takmarkaðri álagningu eða hámarksverði. Þau kjósa heldur að hafa á boðstólum alls konar glingur og óþarfa dót og aðrar þær vörur, sem ekki eru háðar verðlags- eftirliti. Um þessa staðreynd bera búðirnar sj^lfar og búðar- gluggarnir ótvírætt vitni. Enda er þetta næsta óeðlilegt, því. að flest þessara fyrir'tækja munu stofnuð í því skyni, að gefa eig- endunum skjótan og mikinn arð, en eigi með hagsmuni heildarinnar fyrir augum. Þetta hefir svo aftur í för með sér, óþarfa eyðslu og óþarfan inn- flutning. Skipum og mönnum er teflt í tvísýnu til að ná varn- ingnum. Verðbólga og dýrtíð fá byr undir báða vængi. Hinar nýju verzlanir og veit- ingastofur keppa við aðra at- vinnuvegi um vinnuafl. Er auð- sætt, að allmargt fólk hefir hlotið að hverfa frá fram- leiðslustörfum og til þessara fyrirtækja. Er t. d. vafalaust, að hin mikla vöntun, sem hef- ir verið á stúlkum til ýmissa starfa nú undanfarið, stafar að verulegu leyti af því, hversu margar þeirra hafa leitað at- vinnu í verzlunum og veitinga- stofum. Aukning verzlunar og veitingastarfsemi á kostnað framleiðslunnar, getur verið yiðsjárverð og getur haft ó- heppilegar afleiðingar, a. m. k. þegar frá líður. Loks má benda á, að fyrr eða síðar kemur að því, að kaup- geta minnki. Þá er ómögulegt, að öll þessi fyrirtæki geti þrif- izt. Verðfall kemur. Samkeppn- in harðnar. Markaður þrengist og glingrið og óþarfa dótið geng- ur ekki út. Hin nýlegu fyrir- tæki, sem stófnsett hafa verið í flýti, fá vart staðizt þá raun, a. m. k. ekki nema sum þeirra. Hrun margra þeirra verður ó- hjákvæmilegt á eftirstríðsár- unum. Hvað verður þá um fólk- ið, sem hefir bundið framtíð sína við þessi fyrirtæki? Ýmsir munu benda á, að mörg þessara nýju fyrirtækja hafi aðallega viðskipti við hina út- lendu hermenn, sem hér dvelja og hafi arð af verzlun við þá. Þannig sé því t. d. varið með ýmsar af veitingastofunum. Þetta er rétt. En hér ber þess að gæta, að allir verða að sitja við sama borð í þessum efnurp, innlendir sem útlendir. Einmitt þessi viðskipti hafa í för með sér almenn áhrif í hækkunar- átt. Hér er einnig aðeins um tímabilsástand að ræða, sem óvarlegt er að byggja á. Það mun og mála sannast, að sumar veitingakrárnar séu til lítils sóma fyrir þjóðina. Ég fæ því ekki séð, að sú þróun, sem átt hefir sér stað í þessum efnum, sé á neinn hátt heilbrigð eða heppileg. Ég er þeirrar skoðunar, að hún leiði til óhæfilegs mililiðakostnað- ar, aukinnar dýrtíðar og ó- þarfrar verzlunar með alls kon- ar ónauðsynlegan varning. Seinna meir leiðir hún svo til hruns margra fyrirtækja og fjárhagslegs öngþveitis. Mér er Eins og kunnugt er, hefir Bændaflokkurinn hvergi mann í kjöri við í hönd farandi kosn- ingar. Þeir finna nú, að það er lífsnauðsyn fyrir bændur lands- ins að standa fast saman. Þeir finna eins og allir aðrir, sem í dreifbýlinu búa, að nú er haf- in sú sókn á hendur sveitun- um, sem íbúar þeirra þurfa að hrinda af höndum sér 5. júlí næstkomandi. Ef það verður ekki gert þá, verður það of seint. Þeir vita líka vel, að það eru ekki Sjálfstæðismenn, sem bar- izt hafa fyrir málefnum land- búnaðarins. Þeir vita vel, að það er sjónarmið Reykjavíkur, sem er ráðandi innan þess flokks. Þeir hafa oft fundið andann til sveitanna gegnum orð og at- nær að halda, að allur almenn- ingur, hvaða flokki, sem hann annars tilheyrir, fallizt á þessa skoðun. Ég efast meira að segja ekki um, að mörgum reyndum kaupsýslumönnum sé ljóst, að hér er stefnt í ógöngur. Þegar þessa er gætt, munu flestir fallast á, að þróun þessa beri að stöðva eða draga úr henni, • eftir því sem unnt er. Hagsmunir einstaklinganna, sem græða á þessum atvinnu- rekstri, verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Vita- skuld verður að sýna þeim, sem þegar hafa lagt út á þessa braut, fulla sanngirni og taka verður réttmætt tillit til hagsmuna þeirra. Enginn má skilja þessi orð svo, að þar sé á neinn hátt vegið að verzlunarstéttinni eða reynt að gera lítið úr gildi hennar. Því fer fjarri. Framtíð þjóðarinnar er einmitt mjög undir því komin, að hún eigi á að skipa duglegri, athafnasam- ari og reyndri verzlunarmanna- stétt. Ekki hefir heldur verið ætl- unin að gera lítið úr stofnend- um og eigendum þessara nýju verzlana og veitingastofa. Þeir eru vafalaust margir hverjir duglegir og framtakssamir. Það er mannlegt eðli að vilja sitja við þann eldinn, sem bezt brenn- ur og er ekki rétt að ásaka neinn fyrir það. Ég hefi hér aðeins viljað vekja athygli á þeirri varhugaverðu þróun, sem mér virðist hafa átt sér stað í þessum efnum. Jafn- framt hefi ég viljað hvetja til þess, að reynt verði að draga úr þessari þróun. Kjósendur ættu að hugleiða það, áður en þeir greiða at- kvæði við þær alþingiskosning- ar, sem fram eiga að fara 5. júlí n. k., hvaða stjórnmála- flokki muni bezt treystandi til að vinna gegn áframhaldandi þróun í þessa átt. Ólafur Jóhannesson. hafnir Sjálfstæðismanna. Þeir hafa nú fengið að sjá og heyra, hvernig Sjálfstæðisfólkiö í Reykjavík og í félögum flokks- ins í bænum hefir fylkt sér um þann mann Sjálfstæðisflokks- ins, sem gengið hefir fram fyr- ir skjöldu í því að svívirða bændur landsins. Sumir forustumenn bæja- valdsins höfðu gert einhverjar ráðstafanir til þess að færa Sig- urð Kristjánsson eitthvað nið- ur á lista þeirra í Reykjavík. Þeir þorðu ekki annað, vegna þeirrar djúpu óvirðingar, sem þessi maður á að mæta hjá öll- um þeim, sem unna bændum landsins sannmælis og sem skilja þann trausta menningar- þátt, er sveitirnar eiga í tilveru og lífi og starfi þjóðarinnar. Þeir vissu, að nú þurftu þeir að leika „vini“ sveitanna. En skoðanir mosaskeggs- mannsins, illvild hans og sví- virðingar til dreifbýlisins, átti svo sterkan hljómgrunn meðal ráðandi manna Sjálfstæðis- flokksins, að hinir voru full- komlega bornir ofurliði, er lækka vildu segl Sigurðar. Fyr- ir mosagreinar sínar um ís- lenzka bændur og aðra fram- komu í þeirra garð fyrr og seinna, var Sigurður hafinn upp aftur í 4. sæti á lista flokks- ins í R^ykjavík. Fyrir málefni Reykjavíkurbæjar hefir sá mað- ur aldrei neitt markvert gert. Hins vegar hefir hann unnið hagsmunum sveitanna allt til óþurftar, hvenær, sem því varð við komið. Fyrir það vill Reykja- víkurvaldið umbuna Sigurði. Fyrir það á þingmennska hans að halda áfram. Illindi hans í bændanna garð skipta að vísu litlu máli. Þeir standa jafn rétt- ir fyrir því. En framboð hans í vonarsæti hjá Reykvíkingum er glöggt tákn, tákn þess hugar- fars, þess hugarþels og skoð- ana, sem alltaf er ríkjandi innst í herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins, þótt nú sé reynt að fela þetta eftir megni. Þess vegna munu Bænda- flokksmenn fylkja sér nú undir sama merki og Framsóknar- menn, hvarvetna um land. Þeir hafa sömu hagsmuna að gæta, sem raunar allir aðrir íbúar hinna dreifðu byggða: Að láta ekki taka af sér þann rétt, sem þeir eiga, með svo lævíslegum leik, er hafinn er af öfgaflokk- um landsins til hægri og vinstri. Kosntngaskrlfstofa Fra msóknarf élaganna í Reykjavík er í Sam- bandshúsinu (3. hæð) Sími 3978. flallgrímur Jónasson, kennari: A brunasondum Libyn Brezk blöð segja, að fall To- bruk sé þeim mesti ósigur, eftir missi Singapoore. Þessi bær stendur nyrzt á ströndum Cyr- enaikaskagans, en hann geng- ur fram í Miðjarðarhafið aust- an við Sidra-flóann. Suður af honum liggur Libýu-eyðimörk- in, sem er hluti af hinni ógur- legu víðáttu Sahara-auðnarinn- ar. í fornöld var nafnið Libya notað um Suðurálfuna alla. Grikkir nefndu alla norður- strönd álfunnar, vestan Nílar, þessu nafni. í Saharaeyðimörkinni skiptist á víðáttumikil sandflæmi, háir fjallgarðar, hásléttur, pálma- lundir og fáeinir gróðurlundir. Sá hluti eyðimerkurinnar, þar sem sandflæmin eru einna stór- felldust, er einmitt Libýa. Hinn guli, endalausi sandur glitrar þar og sindrar í sólarinnar steikjandi hita. Sums staðar eru víðlend sandhólasvæði, ekki ó- svipuð því, sem er við vestur- strönd Jótlands og sums staðar við sunnanvert Eystrasalt. Á öðrum stöðum eru hin ill- Á norðurströnd Afríku, þar sem raka gœtir frá hafinu og grunnt er á vatn, er mikil gróðursceld og þar einkennist gróðurfarið af hávöxnum pálmalundum. Myndin er frá aöalborg ítala í Líbyu, Tripoli, en þaðan hafa liðflutn- ingar Möndulveldanna farið fram i Libyustyrjöldinni, einkum meðan B'andamenn héldu Benghasi og Tobrúk. ræmdu foksandssvæði, sem eru hættulegust vegfarendum af öllum erfiðleikum þessarar eyðimerkur, sem er álíka stór og Evrópa öll. Það er hinn nú- biski sandsteinn, sem veðrazt hefir svo, að fínu dusti líkist, er þyrlast um loftið með vind- inum og smýgur inn gegnum þéttustu föt og verjur. Hitinn þarna verður lítt þol- andi, einkum á sumrum. Þá kemst hann upp í 52 stig í skugga, en sjálfur verður sand- urinn 80 stiga heitur um há- daginn. Næturnar aftur á móti eru jafnan svalar, og á veturna kemst hitinn ofan fyrir frost- mark. Það er oft einkennilegt fyrir þá, sem eru á ferð um eyðimörkina að degi til, að hlusta á hin kynlegu hljóð rökkursins, þegar sólin er síg- in að baki sandhæðanna langt í vestri, og myrkrið hraðar för inn yfir yfirgefið ríki hins heita dags. Allt i einu taka að heyr- ast lágir, snöggir smellir úti í myrkrinu, líkt og hleypt væri af smábyssum. Ferðamaðurinn verður engrar lifandi veru var, nær eða fjær. Ekkert dýr, eng- in jurt, engir menn, aðeins hin auða, dauða náttúra, víðfeðm og ógnum þrungin. En smell- irnir útí í myrkrinu halda á- fram, tíðir og dularfullir. Það eru steinar eyðimerkurinnar, sem tala. Þeir springa sundur við hinar feiknasnöggu hita- breytingar, sem verða þegar eftir sólarlagið, er útgeislan sandsins hefst og grjótsvæðin kólna jafn ört og þau hitnuðu framan af deginum. Eins og vatnsglas springur sé skyndi- lega hellt á það sjóðandi vatni, þannig að einn hluti þess þenst meir út en annar, þannig springa og molna klettasvæði Libýu við hina öru útþenslu eða samdrátt efnanna, kvölds og morgna. Auk hins afar tíða norðaustan- vinds á þessum slóðum, er þó veðráttan á vorin allbreytileg. Þá koma stundum eldheitir sunnanstormar með hinum hættulegu sandbyljum. Þá er það samunin, þessir ægilegu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.