Tíminn - 25.06.1942, Page 4

Tíminn - 25.06.1942, Page 4
272 TÍHirVTV, fimmtnilagiim 25. |úní 1942 69. blað t R BÆKUM Aðalfundur Vélstjórafélags íslands. var haldinn 19. þ. m. Þeir menn, sem hafa venð vélstjórar síöan um aida- mót og eru elztu vélstjorarnir á land- inu, voru kjörnir heiöursíélagar Vél- stjórafélagsins. I stjóm Vélstjórafé- lags voru kosnir: Haiigrímur Jonsson formaður og meðstjórnendur, Þorsteinn Ámason, Hafhði Haíhðason, Jiilíus Ol- afsson, Agúst Guðmundsson, Aðal- steinn Björnsson og Jóhann Jónsson. Minningargjöf til húsmæðra- skóla Uafnarfjarðax. Á gullbrúðkaupsdegi hjónanna Mar- inu Jónsdóttur og Sigmgeirs Gisla- sonar, barst Húsmœðraskólaíélagi Hainarfjarðar, 2000 krónur aö gjöf frá þeim hjónum til minningar um dóttur þeirra, Margréti Sigurgeirs- dóttur, er andaðist 1937. Beykjavíkurmótið í meistaraflokki, 1. flokki og Walters- keppni, haía verið ákveðin sem hér segir: Meistaraflokksmótið hefst 6. á- gúst, 1. flokks mótið 30. júní og Walt- erskeppnin 6. september. Heima, blað Kron, er nýkomið út. Ólafur Jó- hannesson ritar þar grein, er nefnist: Hverjir eiga að spara. — Hallgrímur Björnsson gerir starfsemi Kron i Kefla- vlk að umræðueíni. Enníremur er í ritinu þýdd smásaga og fréttir af að- alíundi íélagsins. A forsíðu heftisins er íögur mynd frá Laugarvatni, tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni. 82 flöskur af Whisky gerðar upptækar. Pyrir skömmu vom 82 flöskur af whisky gerðar upptækar. Það voru erlendir sjómenn, sem gerðu tilraun til að koma þessu hér á land á ólög- legan hátt. Stóstúkuþingið hófst síðastl. mánudag með því að templarar gengu fylktu liði frá Templ- arahúsinu í Dómkirkjuna, en þar hiýddu fulltrúar þingsins á messu hjá séra Eiríki Helgasyni frá Bjarnamesi. Þingsins verður nánar getið síðar. Hvíldarheimili fyrir hermenn. Ameríski Rauði Krossinn hefir tek- ið á leigu til bráðabirgða nokkrar stof- ur á neðri hæð Miðbæjarbarnaskólans og starfrækir þar hvíldarheimili fyrir hermenn og sjómenn af amerískum skipum. Stofurnar eru búnar þægileg- um húsgögnum og um miðjan daginn fá hermenn þama ókeypis kaffi. Þessi hvíldarstaður er strax orðinn mjög vinsæll meðal hermannanna. Þarna geta þeir hlustað á útvarp, lesið, teflt og skrifað bréf eða annað, sem þeir þurfa að skrifa fyrir sjálfa sig. Að sjálfsögðu verður skólinn rýmdur í haust, þegar bamaskólarnir taka til starfa. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að greinin „Rauða línan“, sem birtist í blaðinu fyrir nokkru, merkt Sn. S., er ekki eftir Snorra Sigfússon skólastjóra á Akureyri. Knattspyrnumót íslands. Mótið hélt áfram mánudaginn 22. þ. m. og kepptu þá K. R. og Valur. Leikurinrr var allfjörugur og lauk með sigri K. R., 4 mörkum gegn 1. Stigin á mótinu standa nú þannig: K. R. hef- ir 4 stig, hefir keppt 2 leiki. Fram hef- ir 4 stig, eftir 2 leiki. Valur hefir 4 stig, eftir 3 leiki. Vestmannaeyingar hafa 2 stig, eftir 4 T'ki. Víkingar hafa 0 stig, eftir 2 leiki. Næsti leikur fer fram í kvöld, og keppa þá K. R. og Fram. Hjónaband. Þann 6. júní voru gefin saman 1 hjónaband Ásthildur Teitsdóttir frá Eyvindartungu í Laugardal og Gunnar Guðbjartsson Hjarðafelli, Snæfellsnesi. Konungshugsjón Norðmanna (Framh. af 1. síOu) að orði: >rFallist ég á kröfu Þjóðverja, skjóta kjósendurnir mig. Fallist ég ekki á þær — er vísast að Þjóðverjar skjóti mig. — Látum þá heldur hafa fyrir þvi!“ Þessi þjóðlega einurð og stál- vilji er eitt af því dásamlegasta, sem fyrir mig hefir borið. Eg starfaði að því eftir megni, að Stórþingsmennirnir létu ekki undan siga. Þeir gerðu það ekki heldur. Hæstiréttur og kirkjan voru tvær. stofnanir, sem mikið var barizt um. Dómararnir og biskuparnir voru hraktir úr stöðum sínum, en þeir beygðu sig ekki. í okt. 1940 gerðust þýzku yf- irvöldin svo nærgöngul við mig, að ég tók þann kost að stökkva úr landi til þess aö geta sagt norsku þjóðinni og umheimin- um frá því, sem í raun og veru hafði átt sér stað í Noregi. Eg tók með mér allt, sem ég gat af skjölum og heimildum og komst yfir Rússland og Ameríku til Bretlands. Qulsling heffr samein- að norsku þjóðina — á móti sér. Qvisling hefir gert Norð- mönnum aðeins einn greiða: Hann hefir sameinað þá til andstöðu gegn sjálfum sér. Eng- inn vildi vita af Qvisling. Þjóð- verjar í Noregi fyrirlíta hann. En hann var sendur beint frá Berlín. Qvisling hefir mjög vitnað til vináttu sinnar við Friðþjóf Nansen. En vitanlega datt hvorki honum eða öðrum í hug, að hann væri svikari. Qvisling hafði verið herfulltrúi í norsku sendisveitinni í Moskvu. Nansen hafði kynnzt honum þar, þegar hann starfaði að heimsendingu fanga og hjálparstarfsemi eftir ófriðinn. Qvisling var nánast talinn kommúnisti. Eftir heimkomu sína hóf hann undirbúning að flokksmyndun: National Samling. Hann talaði um að Norðmenn væru öllum þjóðum ættgöfgari. Við ættum að ráða yfir Rússlandi og Eng- landi. Réttast væri að afnema Stórþingið. „Þá varð mér ljóst, að maður- inn var ekki með öllum mjalla, en ég gerði mér ekki ljóst, að hann væri svikari", heldur Worm-Múller áfram. „Nú veít ég frá góðum heimildum að svo snemma sem 1934, fékk hann stóra fjárupphæð frá Þýzka- landi til starfsemi sinnar.“ Þeir, sem hölluðust að Qvisl- ing, voru fæstir nazistar. Það var aðallega fólk, sem var þreytt á gömlu flokkunum og hafði sitt hvað við þá að athuga. Ár- ið 1933 var flokkur Q. í kjöri. Fékk um 2% af atkvæðum í landinu, og 1936 fékk.hann eng- an mann kosinn. Flokkurinn leystist upp. 8. apríl 1940 sendi Qvisling út 572 Victor Hugo: Esmeralda Ég þakka hjartanlega öllum þeim er sýndu mér vináttu á fertugafmœlinu. Guð blessi þá álla. SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Sjúkráhúsinu, Hvammstanga. Framboðshmdír í Gullbringu- og Kjósarsýslu verða haldnir á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Að Brúarlandi fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 3 e. h. Að Kljebergi fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 8 e. h. í Höfnum föstudaginn 26. þ. m. kl. 8 e. h. AÖ Reynivöllum í Kjós sunnudaginn 28. þ. m. kl. 8 e.h. FBAMB J ÓÐENDUR. flugmiða í Oslo, þar sem lýst var yíir því, að nú mundi ný þjóðleg stjórn taka við völd- um í landinu. Hér er ekki unnt að rekja alla rás viðburðanna. En Norðmenn eru nú fyrir löngu siðan orönir sannfærðir um, að betra sé að láta lífið en láta kúgast. Heldur skal landið brenna, en þar búi svikarar. Sál vora seljum við ekki. Þetta er konungshugsjón Norðmanna. Það er ekki hægt að þekkja marga góða norska borgara fyr- ir sömu menn og áður. Fyrir nokkru kom miðaldra Norð- maður til Bretlands. Hann var forstjóri fyrir stóru fyrirtæki. Átti miljónir. Hann þurfti ekki að yfirgefa þetta. Og í Bretlandi gat hann fengið einhverja hæga stöðu — en hann fór beint til æfingastöðvanna og gerðist nýliði. ,JÉg vil berjast,“ sagði hann. Frá öllum löndum jarðarinn- ar koma Norðmenn til Bret- lands. Þeir koma eftir furðu- legustu krókaleiðum og leggja sig oft í meiri mannraunir en unnt er að lýsa í stuttu máli. En þeir koma. Þeir bjóða þjón- ustu sína: Hér er ég — hvað á ég að gera. Ég hefði aldrei getað trúað því, að heil þjóð gæti skírzt svo upp í eldi mótlætisins, sem Norðmenn hafa gert,“ segir prófessor Worm-Múller að lok- um. Pálmi Einarsson. (Framh. af 1. siðu) skeiö gerðu sér meiri vonir um „drengskap“ íhaldsins en efni stóðu til. Skammir Mbl. og þrá- látar svívirðingar um þennan frambjóðanda, eru aðeins örugg sönnun þess, hve mjög þeir í haldsmenn óttast fyigi hans og vinsældir í Daiasýslu. Mun Dalamönnum finnast, að fyrst að reykviskir húsbændur Þorst. Þrsteinssonar, sýslumanns, hröktu hann í síðustu kosning- um úr sýslunni og til framboðs í öruggu Framsóknarkjördæmi, sé þeim næst að lofa honum að „Uggja“ eins og þeir hafa búið um hann. Lesendur! Vekjið athygli kunnlngja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Auglýsið í Tímannm! 573 Erlendar fréttir. (Framh. af 1. síðu) og honum bætist nýir verka- menn frá Frakklandi, og þykir Laval það góð kaup. Nazistar í Noregi hafa nú tekið konur þar í landi og neytt þær til að vinna fyrir innrásar- herinn. Er þeirra gætt í her- mannaskálum, þann tima, sem þær eru ekki að starfi, en fá lélegt fæði og hinn versta að- búnað. Gerist nú matarskortur í Noregi tilfinnanlegur og ber mikið á næringarsjúkdómum. Er altítt, að verkamenn hnígi í öngvit við vinnu sina. Verst er ástandið talið í Norður Noregi. Frétt frá Bandaríkjunum hermir, að miklar umræður hafi farið fram milh þeirra Churchills og Roosevelts og hershöfðingja hans. Er gefið í skyn, að m. a. hafi verið rætt um sameiginlega innrás Banda- manna á meginland Evrópu. í löndum bandamanna var 22. júní víða minnzt varnarbar- áttu Rússa, þar eð þann dag fyrir réttu ári réðst þýzki her- inn inn í land þeirra, fyrir- varalaust. Bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi er vörn þeirra mjög rómuð. Þykir sem samn- ingar þeir um sameiginlega baráttu gegn einræðisríkjunmn, er gerðir hafa verið milli Rússa og lýðræðisþjóðanna, gefi stór- um fyllra öryggi um sigur að Hann náði þó smám saman valdi yfir gráti sínum og mælti: — Mig brestur orð og þó hafði ég á- kveðið, hvað ég ætlaði að segja þér. Tilfinningarnar bera mig ofurliði. Ég læt hugfallast, þegar sízt skyldi. Ég mun falla þér til fóta vanmátta og hjálparþurfi, ef þú auðsýnir mér eigi meðaumkun. Þú getur áfellzt okkur. Ef þú vissir aðeins, hversu heitt ég elska þig! Hjartað berst í brjósti mér. Fórn mín er mikil. Sem menntamaður for- smái ég vísindin, sem aðalsmaður flekka ég nafn mitt og sem prestur geri ég tíðabókina að svæfli fyrir holdlegar hugsanir. Ég smána þannig drottin. Allt þetta geri ég þín vegna. Allt þetta hefi ég gert til þess að verða verðugri helvítis þíns. Þú virðir ekki einu sinni hinn bannfærða mann viðlits. Ó, lát mig segja allt, þótt það verði mun fast- ar að orði kveðið, ó, drottinn, ég verð að létta af hjarta minu! Hann virtist sem viti sínu fjær, er hann mælti þessi orð. — Síðan þagði hann um stund, en hélt því næst áfram máli sínu eins og hann talaði við sjálf- an sig hárri röddu: — Kain, hvað hefir þú gert af bróður þínum? Hann þagði enn um stund og hóf svo máls að nýju: — Hvað hefir af honum orðið? Ég hefi vandað um við hann, séð honum farborða, gert mér vonir um hann — og ráðið honum bana! Já, herra! Höf- uðkúpa hans hefir verið brotin fyrir augum mínum, á múrvegg musteris þíns, vegna mín og stúlku þessarar. Tryllingsglampa brá fyrir í augum hans. Hann endurtók orð sín, hvað eftir annað. Hann þagnaði við, en varir hans bærðust þó sem fyrr. Skyndilega hné hann niður og lá hreyfingarlaus á jörð- inni með yfirhöfnina yfir höfði sér. Þegar unga stúlkan hugðist að freista brottfarar, vaknaði hann aftur til sjálfs sín. Hann strauk hendinni eftir hold- grönnum vöngum sínum og virti undr- andi raka fingurna fyrir sér. — Hvað er þetta, tautaði hann. — Ég hefi grátið! Hann sneri sér að Tatarastúlkunni og mælti með ólýsanlegri þjáningu í rödd- inni: — Ó, þú hefir getað horft á mig gráta án þess að skipta skapi. Barn, veizt þú ekki, að tár þessi eru sem sjóð- andi hraunleðja? Er það þá satt, að ekkert geti hrært mann til meðaumk- unar með hatursmanni sínum? Þú gæt- ir séð mig láta lífið! Segðu eitt orð við lokum en annars hefði verið. Kosning'askrifstofa Framsóknarfélaganna í Reykjavík er I Sam- bandshúsinu (3. hæð) rr r r r r r ,>>**"•* BtO-i nSUNNY" Amerísk söngmynd með ANNA NEAGLE, JOHN CARROLL, Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3V2-6y2: EDW. EVERETT HORTON DÝBLINGUBINN ENN Á FERÐINNI! Leynilögreglumynd með Hugh Sinclair. Börn fá ekki aðgang. -------HÝJA BÍÖ ------ Úllurinn kem- ur til hjálpar (The Lone Wolf meets a Lady). Spennandi og æfintýrarík leynilögreglumynd. Aðalhlutv. leika: WARREN WILLIAM, JEAN MUIR. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýsing um skoðun á bilreidum í lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með bifrelða- eigendum, að skoðun fer fram frá 1. til 31. júlí þ. á., að báðum dögum meðtöldum, s’ Miðvikudagur , Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur ■ Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur i sem hér segir: 1. júlí á bifreiðum R. 3. — - — 6. — - ------- — 7. — - — 8. — - ------- — 10.---------------- — 13. ------------------ — 14. ------------------ _ 15. ------------------ _ 16. -------------- — 17.-------------------- _ 20.----------------- — 21.----------------- — 22. — - ------- — 23. ------------------ — 24. — - — 27. ------------------ — 28. -----—— — 29. ------------------ — 30. ------------------ — 31. ------------------ — 1— 100 101— 200 201— 300 301— 400 401— 500 501— 600 601— 700 701— 800 801— 900 901—1000 1001—1100 1101—1200 1201—1300 1301—1400 1401—1500 1501—1600 1601—1700 1701—1800 1801—1900 1901—2000 2001—2100 2101—2200 2201 og þar yfir Ennfremur fer fram þann dag skoðun á öllum bifreiðum, sem eru 1 notkun hér í bænum, en skrásettar eru annars staðar á landinu. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til bif- reiðaeftirlitsins við Amtmannsstíg, og verður skoðunin fram- kvæmd þar daglega frá kl. 10—12 fyrir hádegi og frá kl. 1—6 eftir hádegi. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar samkvæmt ofanrituöu, skal ekið frá Bankastræti suður Skólastræti að Amtmannsstíg og skipað þar í einfalda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skír- teini sín. Komi í ljós, að þeir hafi ekki fullgild skírteini, verða þeir tafarlaust látnir sæta ábyrgð og bifreiðarnar kyrrsettar. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoðunina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðimar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögun- um. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óviðráð- anlegum ástæðum fært bifreið sina til skoðunar á réttum tima, ber honum að koma á skrifstofu bifreiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar i síma nægja ekki. Bifreiðaskatturinn, sem fellur í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoð- unargjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns, verða innheimt um leið og skoðunin fer fram. / Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. 1 Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bifreiða- eigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiða- skoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Rykjavik, 22. júní 1942. Jón Hermannsson. Ajjnar Kofoed-Hansen

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.