Tíminn - 27.06.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.06.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEPANDI: PRÁMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRASKRIPSTOPCrR: EDDUHÚSI, Llndargötu S A. Slmar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Simar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, laugardagmn 27. júní 1942 70. blað I Reykjavík íá menn nú tímakaup lyrír að soia Þjóðin er nú að súpa seyðið af liðveizlu Sjálf- stæðisflokksins við ..stjórnarskrá upplausn- arinnar“. — Verða allar varnir gegn dýrtíð og verðbólgu brotnar á bak aftur? í fyrradag var svohljóðandi samkomulag undirritað hjá sáttasemjara ríkisins milli fulltrúa hafnarverka- manna í Reykjavík og forstjóra Eimskipafélags íslands og Skipaútgerðar ríkisins: „Vegna hins ríkjandi hernaðarástands og þeirra erf- iðleika, er það hefir sérstaklega skapað að því er snertir vinnu við Reykjavíkurhöfn, hafa Eimskipafél. íslands og Skipaútgerð ríkisins annars vegar og hafnarverkamenn, sem vinna í tímavinnu, fallizt á eftirfarandi: 1. Að eftirvinna teljist frá kl. 6 til kl. 8 síðd. og greiðist með kr. 4,30 pr. klukkustund, að viðbættri verðlagsuppbót, enda falli umsaminn kaffitími niður. 2. Næturvinna telst frá kl. 8 síðd. til kl. 7 árd. Fyrir hverja klukkustund, unna á þessu tímabili, greið- ist hálfrar klst. dagvinnukaup til viðbótar um- sömdu næturvinnukaupi.“ ' Reykjavík, 25. júní 1942. (Undirskriftir). Þrjár hjarðír - einn málsiaður Einn af frambjóðendum Al- þýðuflokksins hefir nú Ijóstrað upp samningamakki möndul- flokkanna. Oddur Sigurjónsson, frambjóðandi Alþ.fl. í Suður- Þingeyjarsýslu hefir sagt það hreint og opinskátt á fundi norður á Svalbarðsströnd, að það væri alveg sama hverjum hinna þriggja flokka, kommún- ista, Sjálfstæðismanna eða jafnaðarmanna kjósendur gæfu atkvæði sín. MÁLSTAÐURINN VÆRI EINN OG HINN SAMI. Hann veit, þessi hreinskilni Alþýðuflokksmaður, að mark- mið Sjálfstæðismanna ER hið sama og Alþýðuflokksins, þetta, AÐ GERA LANDIÐ ALLT AÐ EIN KJÖRDÆMI. Hann veit líka um atkvæða- verzlunina milli þessa þrívelda- bandalags. Að jafnaðarmenn og kommar eiga að styðja íhalds- frambjóðendurna, þar sem lík- indi þykir til að slíkt geti fleytt þeim á þing. Hann veit og enn, að verkamenn hafa skömm á þessari verzlun, sem á ekki að borga með neinu nema því, að gefa Ásgeiri Ásgeirssyni at- kvæði íhaldsmanna í Vestur- ísafjarðarsýslu. Honum hefir efalítið fundizt það nokkur huggun fyrir verkamennina, að vita, að í þetta skipti væru í- haldsmennirnir ekki svo slæmir. Þeir hefðu sem sé gengið inn á stefnumál Alþýðuflokksfor- kólfanna og vildu gera landið allt að einu kjördæmi, eða að m. k. fáum stórum. Þetta hefir honum fundizt hann þurfa að tilkynna sínu fólki og þá ekki gætt þess, að skoðanir íhaldsins ÁTTU AÐ VERA LEYNDARMÁL FRAM YFIR KOSNINGAR. Tíminn er þessum opinskáa liðsmanni þríveldasáttmálans þakklátur fyrir að hafa staðfest svo greinilega sem verða má fullyrðingar Framsóknarmanna um hið eiginlega mark og mið Sjálfstæðisflokksins. Fals og flá- ræði þeirra gegn sveitakjör- dæmunum hefir lengi verið Framsóknarmönnum kunnugt, þótt allt of margir íbúar sveit- anna hafi enn glæpst til að trúa fleðuhætti þeira og fláttskap. Það hefir sjálfsagt ekki verið ætlunin að draga sængina svo fljótt ofan af þessu kærleiks- bóli kommúnista-íhaldsins, þar sem hirðarnir eru þrír, en fletið eitt, málstaðurinn einn. Enn hafa kjósendur tækifæri til að endurgjalda íhaldinu felu- leikinn. Enn fá sveitir landsins færi á því, að svara með SÍN- UM MÓTLEIK, 5. júlí. Sá mótleikur er að fella hvern og einn frambjóðanda þess flokks, sem sendir flugumenn í gervi umhyggjusamra fram- bjóðenda út um landsbyggðina til þess að véla þá kjósendur, sem að þessu hafa mætt lævísi íhaldsins með einhverri agnar tiltrú á heiðarleik þess og drengskap. Þegar rætt hefir verið nú und- anfarið um eitt allsherjar kjör- dæmi eða fá stór, eins og kratabroddarnir hafa haldið fram, hafa íhaldsmenn verið látnir svara: „Að þessu göngum við aldrei“. Og þegar þeir voru minntir á ummæli Magnúsar Jónssonar, Árna frá Múla og Sigurðar Kristjánssonar, hafa þeir ýmist þagað við, þóttust jafnvel hafa gleymt fyrri orð- (Framh. á 4. slOu) Tildrög. Fyrir nokkru síðan bar svo til að flýta þurfti afgreiðslu skips hjá Eimskipafélagi íslands, og voru verkamenn beðnir að vinna fram að fótaferðatíma, en taka sér hvíld fram yfir hádegi að því búnu. Skyldu þeir vitan- lega fá fullt kaup fyrir alla þessa vinnu. Verkamenn voru til með að vinna þessa nætur- stund, af því að mikið lá við, en með því skilyrði, að þeir fengju ennfremur fullt dag- kaup fyrir þann tíma, sem þeir svæfu næsta dag. Að þessu vildi Eimskip ekki ganga og hefir staðið þóf um málið dögum saman. Dagsbrún kvað málið sér óviðkomandi, en svo fór, að verkamenn hættu með öllu að mæta til vinnu hjá Eimskipafélaginu,og á þriðju- daginn var lögðu verkamenn hjá Ríkisskip einnig niður vinnu og gerðu sömu kröfur. Þá hafa og skipshafnirnar á strandferðaskipum og varðskip- um ríkisins sagt upp störfum sínúm og krafizt þrefaldrar áhættuþóknunar í siglingum hér við land móts við þá áhættu- þóknun, sem þeir fá nú. Það atriði er ekki útkljáð, en eins og ofanskráð samkomulag ber með sér, hafa skipafélögin ekki séð sér annað fært en að ganga að stórfelldri grunnkaups hækkun til þess að afgreiðsla og siglingar stöðvist ekki og skipin og afgreiðslan yrði e. t. v. tekin i affrar hendur, því aff siglingar eru nauffsyn. Dómnefnd í verðlagsmálum hefir ekki ennþá kveðið upp úr- skurð um ofanskráða samninga. Stórfclld grunnkaups- hækkun, vaxandi dýr- tíð og verðbólga. Með þessum kröfum um kaup fyrir svefntíma er alveg nýr sið- ur tekinn upp sem ekki er vit- að að eigi sér nokkurt fordæmi. Getur það gefið auga leið, hvert stefnir. En hitt er aðal- atriðið, að með þessu er tekin upp stórkostleg grunnkaups- hækkun, sem setur allar varnir gegn vaxandi dýrtíð og verð- bólgu í fullkomna hættu. Ef grunnkaupið hækkar, hlýtur framleiðslukostnaður og allt vöruverð að hækka. Ef ein stétt eða hópur manna á að öðlast aðstöðu til að hækka sína vöru eða vinnuafl cftir ströngustu reglum samkeppn- innar hvað réttlætir þá húsa- leigulög, takmörkun verzlunar- gróffa o. s. frv. Ef ein stíflan er rofin, munu hinar hrynja sjálfkrafa. S jálfstæði sf lokkuriim er orðinii gtimingar- fífl jafnaðarmanna og kommúnista. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hrósa sigri. Kemur nú betur og betur í ljós hinn eiginlegi til- gangur þessara haldreipa rík- isstjórnarinnar, er þau ginntu Sjálfstæðisflokkinn til þess að gína við kjördæmamálinu og hinni „dæmalausu stjórnar- skrá.“ Með því að sprengja sam- vinnu fyrrverandi stjórnar- flokka, var stoðum kippt und- an þeim varnarvirkjum, sem reist höfðu verið gegn eyði- (Framh. á 4. siOu) Þrjár hjarðir - einn málstaður Á fundi á Svalbarffseyri 1 fyrradag lýsti frambjóðandi Alþýffuflokksins, Oddur Sigurjónsson, yfir því, að í raun og veru væri sama, hver af frambjóffendum stjórnarflokkanna, íhaldsmanna, krata og kommúnista, hlyti kosningu aff þessu sinni. „Málstaðurinn er affeins einn,“ sagði Oddur. Sýslumaffurinn á Húsavík ferffast meff Odd og Kristin Andrésson í bifreið sinni um kjördæmiff, en héraðsbúar henda gaman aff. .. --------------~~~—----------------— ------~----------—i Bandaríkjamenn eru stað- ráðnir í, að uppræta oíbeld- ið úr iííi þjóðanna Viðtal við Jón H. Björnson, blaðamann Fyrir skömmu kom hingað til bæjarins frá Ameríku, Jón H. Björnson blaðamáður, bróðir þeirra Björns Björnsonar blaðamanns og Hjálmars Björnsonar við- skiptafulltrúa. Jón er aðeins 23 ára gamall. Hann útskrif- aðist frá blaðamannaháskólanum í Minnesóta árið 1941 og hefir síðan unnið á vegum Bandaríkjastjórnarinnar í Washington. Jón mun dvelja hér eitthvað eftirleiðis og vera til aðstoðar Hjálmari bróður sínum. Tíðindamaffur Tímans hitti Jón H. Björnson að máli í gær skrifstofunni, þar sem hann vinnur.og spurði hann frétta að vestan. Ég vil byrja á því, segir Jón, að láta í ljós aðdáun mína á því, hve hér er fagurt. Að fé, og auk þess er enginn aðili líklegri til að geta endurgreitt þetta fé, þegar verðhrunið og atvinnuleysið kemur eftir styrj- öldina heldur en ríkið sjálft. — Vex dýrtíðin ekki ört í Bandar ikj unum ? — Dýrtíðin hefir vaxið tals- vísu hefir rignt dálítið síðan ég vert mikið en fyrir nokkru sið- kom, en kvöldið, sem ég kom hingað, er alveg ógleymanlegt. Þegar við sigldum hér inn fló- ann um miðnættið, var allt glitrandi af sólskini. Heima hafði mér oft verið sagt af því, hve hér væri fagurt, en að það væri í líkingu við aftanskinið, sem landið var sveipað í fyrst, jegar ég sá það, hafði mig ekki órað fyrir. — Þér eruð blaðamaður að menntun? — Já, ég útskrifaðist úr blaða- mannaháskólanum í Minne- sóta árið 1941. Ég var sá síðasti af systkinum mínum, sem út- skrifaðist frá þessum sama há- skóla. Björn bróðir minn stund- aði sömu námsgrein og ég, en Hjálmar fornensku og Valdi- mar bróðir minn las ýmis pólit- ísk fræði. Þá eru báðar systur mínar, þær Stefanía og Helga, útskrifaðar frá þessum sama háskóla. Helga hefir verið bóka- vörður við milliskóla í Minnea- polis síðustu fjögur árin. Hún er fyrir nokkru gift manni af norskum ættum, Árna Brögger, bróður prófessors Brögges í farnfræði og meninngarsögu við háskólann í Oslo. Stefánía nam sögu og tónlist. Hún er nú gift Carl Denbow doktor í stærð- fræði við Athens háskóla í Ohio. Ég er sá síðasti af systkinun- um, sem kem hingað til lands- ins. Björn og Hjálmar dvelja hér nú, Valdimar kom hingað árið 1934 og systurnar 1938. — Hvert er viðhorf Banda- ríkjaþjóðarinnar til styrjaldar- innar? — Mér finnst allt snúast um það að láta sem fyrst til skar- ar skríða gegn ofbeldisöflunum í heiminum til þess að þjóðirn- ar geti lifað friðsömu menning- arlífi framvegis. Bandaríkja- menn leggja mikið að sér til að framleiða sem mest af hergögn- um, svo að herinn geti vaxið með risaskrefum. Samkvæmt skattalögum, sem fyrir skömmu voru samþykkt, má enginn hafa hærri tekjur en 60—70 þúsund dollara í árslaun, og Roosevelt hefir nýlega farið fram á það, að þetta hámark verði lækkað niður í 25 þús.doll- ara á ári. Þá hafa verið gefin út ríkisskuldabréf, sem fólk keppist um að kaupa. Skulda- bréf þessi eru þannig, að maður, sem til dæmis kaupir eitt slíkt bréf fyrir 18 dollara, fær að tíu árum liðnum endurgreidda 25 dollara út á bréfið. Þetta fyrir- komulag hefir tvo höfuðkosti. í fyrsta lagi eykur þetta að mikl- um mun handbært fjármagn, sem ríkið getur varið til víg- búnaðarins, og jafnframt er þetta einhver öruggasta vöxt- un, sem sparifjáreigendur geta á kosið. Bæði eru vextirnir mjög háir, miðað við það, sem aðrar lánsstofnanir greiða fyrir þetta an var sett hámarksverð á flestallar vörur. Er grunnverðið á flestum vörutegundum miðað við það verð, sem var á þeim 17. marz í vetur. Kaffi og sykur er skammtað, og sykurskömmtun- in er áreiðanlega mikið strang- ari en hér. Á veitingahúsum fæst aðeins lítil teskeið af sykri með máltíð. Sérstök stúlka sér um sykurúthlutunina og gætir þess, að enginn fái meira af þessari vöru en ákveðiö er. Þá er mjög ströng skömmtun á öllum gúmmívörum og benzini. Eigendur einkabifreiða fá að- eins 16—20 lítra af benzíni á viku, en læknar og aðrir opin- berir starfsmenn fá nokkuð ríf- legri skammt. Mjög erfitt er að fá umbúðir utan um ýmsar hreinlætisvörur Tannsápa fæst alls ekki, nema gömlu umbúð- unum sé skilað, þegar nýtt er keypt. Þannig mætti nefna ýmis fleiri dæmi. — Er um nokkurt atvinnu- leysi að ræða í Bandaríkjunum? (Framh. á 4. siöu) Erlendar fréttir Frá Sebastopol berast fréttir um sömu heiftarbardaga og fyrr. Tilkynna Rússar að þeir hafi stráfellt 117. herfylkið þýzka, en í því voru aðallega hermenn frá Bremen. Á Kharkov er barist látlaust nótt og dag. Er þar háð einhver ógurlegast orusta, sem orðið hefir á þessu ári. í Noregi hafa Þjóðverjar tek- ið á stórum svæðum öll fluttn- ingatæki landsins í sýnar hend- ur, af ótta við innrás Banda manna í landið. Enn er barizt af sömu heift um Sebastopol. Hafa stöðug á- hlaup á borgina staðið sam- fleytt og látlaust í þrjár vikur Sagt er að dyngjur þýzkra her- manna liggi allt umhverfis vígin, enda er sýnilegt, að ekk- ert er skeytt um mannfall og mannfórnir. Þegar ein herdeild er fallin eða örmögnuð, er önn ur send fram stanzlaust. Er nú talið að í þessarri þriggja vikna sókn hafi fallið af þýzka og rúmenska hernum ekki færri en hundrað þúsund manna. Rúss- ar verjast þar enn, þótt sýnilegt megi nú verða, að hverju dragi, Þeir hafa þar fámennt lið til varnar, samanborið við hinn þýzka múgher. Erfitt hefir ver- ið að koma varnarliðinu til hjálpar, þar sem staðurinn er nær umkringdur. Þó hafa Rúss- ar komið liði á land sunnan á Krímskaganum, eftir því sem fréttir herma, þótt óstaðfestar séu. Er vörn borgarinnar talin afburða frækileg, enda er Se bastopol þýðingarmikil sem varnarstöð á leið sóknarherj anna austur til Kaukasus. - En mannslíf í augum Hitlers er sýnilega ekki túskildings Á víðavangi „EIN SYNDIN BÝÐUR ANNARRI HEIM“. Þar sem upplausnaröfl ná að rjúfa vinnufrið og starfsgleði 1 einhverju þjóðfélagi, getur lýð- ræðisskipulag ekki þrifizt. Þá á einræðið næsta leik. Þannig fór í Þýzkalandi. Kommúnistar vóru þar nógu sterkir til að spilla vinnufriði, en hvergi nærri nógu sterkir til að gera byltingu. Upp úr glundroða þeim, sem þannig skapaðist í þjóðfélaginu, reis vofa einræð- isins í líki Hitlers. Þýzk alþýða, þýzkir verka- menn voru dregnir úr öskunni í eldinn áður en þeir vissu af og án þess að fá nokkra rönd við reist. Synd undirróðurs- og óspekt- armanna í Þýzkalandi kallaði bölvun ófrelsis og harðstjórnar yfir þýzku þjóðina. Og af því hafa fleiri mátt súpa seyðið. EKKI NÓGU FEITT BEIN. Björn Blöndal birti fyrir nokkru rokkna skammagrein í Alþýðublaðinu um gildaskála KEA á Akureyri. Kvaðst hann hafa komið þangað inn eitt- hvert sinn og pantað mat. Fékk hann m. a. kjöt að borða. En sað var einmitt ógæfa Blöndals og veitingaskálans. Beinið, sem kjötið var á — því bein fylgja kjöti jafnan — var að Björns d'ómi ekki nógu feitt. Tíminn samhryggist Birni fyrir það að vera sýnt slíkt harðrétti, en vonandi getur hann átt von feitari beina frá sínum vinsamlegu bandamönn- um til hægri, sem hann og flokkur hans sýna nú svo mikla jjónslund og umhyggju. „Það er ekki ein báran stök fyrir Birni, þegar hann ætlar að gera sér glaða stund á gistihús- um Akureyrar!" BJÖRN BLÖNDAL BRUGGAR! Það er hægt að brugga og bera sér í munn fleira óæti en landa. Það er t. d. hægt að brugga ósannindi eða bera þau sér í munn. í áðurnefndri grein í Alþýðu- blaðinu ber Björn Blöndal fram þau rakalausu ósannindi, að Jóni Eyþórssyni hafi verið vís- að út af Gildaskála KEA, enda hafi hann ekki borið viðeigandi klæðnað. Á þetta að sjálfsögðu að vera skálanum til hneysu. Þetta er með öllu tilhæfu- laus uppspuni og mun Jón Ey- þórsson reiðubúinn til að stað-' festa það. virði, náist með þeim yfirráð og völd yfir eftirsóttum stöðum. Hjá Kharkov hafa og geisað trylltar orustur. Viðurkenna Rússar, að þar hafi þeir orðið að hörfa nokkuð undan síðustu daga. Annarsstaðar á austur- vígstöðvunum hafa engin stór- tíðindi gerst, enda er látin sú skoðun í ljós austur þar, að Þjóðverja skorti orðið bolmagn til stórsókna, nema á fáum stöðum í einu. Varnir Möltu reynast nú stór- um erféiðari, eftir að Tobruk féll. Er miklum erfiðleikum bundið að koma þangað skipa- lestum, þar sem orustuflugvélar Bandamanna hafa aðeins flug- velli í óra fjarlægð frá eynni, en fj andmannabækistöðvar til beggja handa. Herða og Mönd- ulveldin árásir sínar á eyjuna, eftir seinustu fréttum að dæma. Hundraff amerísk blöff hafa nýlega flutt greinar um ísland og er tilefnið 1012 ára afmæli Alþingis. Blöðin geta m. a. um stofnun Alþingis 930, og er rætt nokkuð um hina fyrstu goða, er þingið sátu, ferðir landnáms- manna hingað, æfintýraþrá þeirra og lyndiseinkunn. í blöð- (Framh. á 4. siöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.