Tíminn - 27.06.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1942, Blaðsíða 2
274 70. blað 'Í'ÍMIM, langardagiim 27. jiiní 1942 Jónas Jónssons ‘©ímirm Laugardaginn 27. júní Vísir hrædist náttúrulæknínn Heldur Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Vísis, að Jónas Krist- jánsson, læknir, sé oröinn Framsóknarmaður? Það er engu líkara en einhver hluti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík sé að ærast af hræðslu við sína eigin menn. Það er Þjóðólfslist- inn í bænum, sem veldur íhald- inu svo þungum áhyggjum. Það taldi sig eiga þessa drengi, kallaði þá fyrir fáiun árvun, mennina með „hinar hreinu hugsanir“. íhaldinu líkaði prýði- lega við þá óróagjörnu ung- linga. Það óskaði aðeins, að þeir fælu ofurlítið betur sitt sanna innræti. Áróður þeirra féll íslend- ingum aldrei vel í geð. Nú hafa þessir brjóstmylkingar íhalds- lista í framboði við í hönd far- andi kosningar. Efsti maðurinn á lista þeirra er fyrrverandi og ef til vill nú- verandi formaður hins nazist- iska félagsskapar, ef lífsmark leynist enn með hreyfingunni. Nokkru neðar á listanum er gamall og stálharður þingmaö- ur úr íhaldsflokknum. Maður, sem sagði, er hann fluttist til Reykjavíkur, að kraftur Sjálf- stæðisflokksins og framtaks- semi væri svo lítil, linka hans svo mikil og ræfildómur, að þar gæti hann ekki unað sér. Og nú hefir þessi fylking skotið meginhernum skelk í bringu. Foringjarnir skelfast, og merkisberar, eins og ritstjóri Vísis, ærist af óttanum og skip- ar þessum gömlu samflokks- mönnum og andlegu bræðrum í einhverju dauðans fáti yfir í Framsóknarflokkinn. Jónas Kristjánsson læknir á nú að dómi Vísis að vera orð- inn Framsóknarmaður. Þjóðernissinnuðu ungmennin, sem Jón Þorláksson kepptist við að innbyrða í flokkinn, eru nú allt í einu í dálkum Vísis orðin hættulegir Framsóknarmenn, sem ritstjórinn er að reyna til að ýta fyrir borð íhaldsskút- unnar. Það er heldur ekki hikað við að láta rótgróinn flokks- mann og þingbróður fara sömu leiðina. Það er ekki annað vitað, en að Jónas Kristjánsson lækn- ir sé enn í Sjálfstæðisflokkn- um. Hitt er löngu kunnugt, að Jónas Þorbergsson hefir fyrir mörgum árum sagt sig úr Fram- sóknarflokknum. Og önnur þau flotsprek, sem rekið hafa upp á fjörur þessa strandliðs eru í engum tengslum við flokk Framsóknarmanna. Þetta þykir rétt að segja Kristjáni Guð- laugssyni og öðrum óttaslegn- um Sjálfstæðismönnum, ef það mætti verða þeim til einhverr- ar huggunar. En þótt þetta órólega fólk sé nú að slíta sig frá sínu móður- skipi og vilji sigla eigin sjó, ætti íhaldið í höfuðstaðnum ekki að láta hugfallast. Það hef- ir áunnið sér aðra bandamenn ekki óveglegri. Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna flýtur nú fyr- ir festum kommúnista og krata. Þessir flokkar eru hennar líf- akkeri, hennar hellubjarg. Og hinar uppsiglandi vinnu- deilur í Reykjavík, eru skýrasta táknið um, að þar hefir stjórn- in ekki reist hús sitt á sandi. Nú kemur þegar í ljós hvernig Ólafi Thors tekst að stjórna fylkingum kommúnista. Og hitt ekki síður, hvernig atvinnu- málaráðherranum tekst sam- starfið við leiðtoga þeirra verka- mannahópa, sem byrjað hafa verkfall á og við skip ríkisins. Myndi ekki nær fyrir blöð Sjálf- stæðismanna að vinna með stjórn sinni og stuðningsliði að ofurlítið ástúðlegri sambúð möndulflokkanna. Það er stór- um þarfara og sæmra, heldur en að kenna Framsóknar- mönnum þjóðernissinnaðar til- hneigingar og hugarfar Bjarna Bjarnasonar og Jónasar Krist- jánssonar læknis, sem nú hafa ekki eirt lengur í herbúðum í- haldsins. Vísir veit vel, að óánægja Vilhjálmur Þór Menn munu veita kosning- unum á Akureyri óvenjulega eftirtekt, vegna þess, að þar er í kjöri á móti hinum milda og vinsæla fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, maður, sem hefir sýnt í verki, einmitt á Akureyri, að hann hefir til að bera sérstaka hæfileika fram yfir flesta sam- tíðarmenn sína hér á landi. Vilhjálmur Þór er að vísu ekki fæddur á Akureyri, en hann hefir átt þar heima frá því að hann var drengur. Hann hefir byrjað nám sitt og vinnu í Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann hefir ekki haft ytri aðstöðu fram yfir aðra menn. Hann hef- ir ekki átt volduga ættmenn, ekki erft auð eftir ríka forfeð- ur, ekki notið langrar skóla- göngu. Allt sem Vilhjálmur er og allt sem hann hefir gert, á hann að þakka góðum með- fæddum eiginleikum, mikilli elju og vinnuþrá, og því tæki- færi, sem hann fékk, úr því að hann var gæddur áður töldum fylgismanna hans er mikil inn- an flokksins. Ein herdeildin sigraði að vísu annan arm liðs- ins og þrengdi Sigurði mosa- skeggsmanni inn á lista flokks- ins í Reykjavík. En óánægja er enn ríkjandi. Það er eins og ólgandi sjór umhverfis ríkis- stjórn möndulflokkanna. Liðið á sjálfu höfuðskipinu er óá- nægt. Jafnvel björgunarskút- urnar — kratar og kommúnist- ar —sín á hvort borð, eru farn- ar að láta illa i sjó. Gamal- reyndir skiprúmsmenn, eins og Jónas læknir, hafa róið frá flot- anum og komið sér upp eigin útvegi. Þá slær hræðslunni svo fyrir brjóst Vísisritstjóranum, að hann tapar ráði og rænu og tekur að kalla þennan gamal- trygga samherja flugumann, sem sé ætlað það hlutverk að „svíkja“ sjálfstæðið og „sitja um líf“ flokksmannanna eða véla þá að m. k. til fylgis við andstæð öfl. Kristján Guðlaugsson getur þess ekki. hvort hann álíti, að Jónas Kristjánsson geri þetta allt með náttúrulækningum. Ef til vill er þessi Þjóðólfs- listi og þeir, sem að honum standa, svo mikillar „náttúru“, að ótti Vísis sé ekki ástæðu- laus. En nái pólitískar náttúru- Iækningar þeirra langt inn í raðir Sjálfstæðismanna, er ekki um það að sakast við Fram- sóknarmenn. Þeir láta sig það litlu skipta. kostum að vinna í öðru eins fyrirtæki og Kaupfélag Eyfirð- inga var orðið undir stjórn þeirra bræðra, Hallgríms og Sigurðar. Vilhjálmur Þór hefir fundið þá hamingju í vinnunni að láta Kaupfélag Eyfirðinga leysa ný og ný verkefni og sjá árangur- inn koma betur og betur í ljós, svo að segja með degi hverjum. Næst kom bærinn, hans eigin bær, Akureyri. Hann fór í bæj- arstjórnina og vann þar hleypi- dómalaust og örugglega með mönnum, sem hann hafði oft ekki átt samleið með í at- vinnumálum. Hér var Vilhjálm- ur kominn að nýju verkefni. Kaupfélagið og kaupmennirn- ir á Akureyri voru að vísu keppinautar um verzlun og við- skipti. En þeir voru allir jafnt borgarar Akureyrarbæjar. Þar voru þeir í samfélagi, sem sam- einaði þá alla, ef rétt var á lit- ið. Mig brestur kunnugleika til að nefna nema fá af þeim mörgu málum, sem Vilhjálmur vann að í bæjarstjórn Akureyr- ar í sérstaklega miklu bróðerni með keppinautum og andstæð- ingum úr öðrum pólitískum herbúðum. Ég vil hér aðeins minna á það, að hann vann að samtökum, sem urðu áhrifa- mikil um að rétta við fjármál bæjarins. Hliðstætt samstarf hefir verið um Kristneshæli, kirkjubygginguna, sjúkrahúsið, rafveitu frá Laxárfossum o. m. fl. Mér er vel kunnug samvinna þeirra Ragnars heitins Ólafs- sonar og Vilhjálms um Krist- neshæli. Þar stóðu þeir hlið við hlið, árum saman, bæði við fjársöfnunina og byggingar- framkvæmdir. Heima á Akur- eyri voru þeir keppinautar. Vilhjálmur var hinn framsækni leiðtogi samvinnumanna. Ragn- ar var hinn harðfengí, sigur- sæli og stórauðugi gróðamaður. En þegar heill og sæmd Akur- eyrar og Eyjafjarðar þurfti á- taka með, mundu þeir menn og fjöldi annarra úr báðum her- búðum, eingöngu eftir því, sem sameinaði þá, en ekki hinu, sem sundraði. Vilhjálmur er ennþá ungur maður. Þó finnst öllum sem til þekkja á Akureyri, að dagsverk hans þar sé orðið mikið. Bær- inn mun lengi búa að þeim framkvæmdum, sem kaupfélag- ið og bærinn hafa gert, meðan hann var þar kaupfélagsstjóri og bæjarfulltrúi. Þessar fram- kvæmdir stækka bæinn og hér- aðið. Þær setja nokkurs konar „djarfhött" á bæinn, og þá er varfærnin og framsýnin hvar- vetna nátengd dirfskunni. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að af hinum mikla fjölda ný- stárlegra framkvæmda, sem Vilhjálmur Þór stóð að á Akur- eyri, hafi engin, sem máli skipti, misheppnazt til tjóns fyrir kaupfélagið eða bæinn. Loks kom þar, að landið kvaddi Vilhjálm Þór í sína þjón- ustu, þegar hann tók að sér það nálega óleysanlega verk, að standa fyrir íslandssýningu í New York, með hinum fátæk- legasta útbúnaði að heiman, að því, er fjárframlög snerti, og gera sýninguna að stórfelldri auglýsingu fyrir landið, þá var hann byrjaður að vinna fyrir alla þjóðina. Frá New York fluttist hann í stjórn þjóðbank- ans, þar sem er geymt, fjár- málafjöregg þjóðarinnar. Mér finnst alltaf nokkuð mikil líking með þróun og starfsháttum Vilhjálms Þór og Tryggva Gunnarssonar. Báðir eru Eyfirðingar. Báðir eru hraustir, sístarfandi og sífellt skapandi menn.- Tiltrú fólksins setur þá í valdasæti við fjár- málaleg átök fyrir almenning. En beztu mennirnir hafa meiri lífsorku heldur en þarf við eitt daglegt starf. Tryggvi Gunnars- son byggði Ölfusárbrúna, af því enginn annar gat gert það. Vil- hjálmur bjargaði New Yorksýn- ingunni, svo að hún undirbjó á hinn gagnlegasta ’ og skemmti- legasta hátt þá margháttuðu samvinnu, sem er nú að kom- ast á milli Vesturheims og ein- búans í Atlantshafinu. Ég veit ekki, hvernig Akureyr- ingar hugsa, en mér finnst, að það ætti að vera almennur fögnuður í bænum yfir þeim möguleika að fá þvílíkan orku- mann til að vera fulltrúi hins norðlenzka höfuðstaðar á þingi. Mér finnst, að í þessu efni ætti ÁSMUNDUR HELGASON FRÁ BJARGI: Strand í Seley Árið 1900 munu hinar fyrstu dragnótaveiðar hafa verið stundaðar hér við land. Það sumar, í júlí, komu 3 skip frá sama félagi, er áttu heima í Fredrikshavn í Danmörku. Skipin hétu: Botnia, Dania og Hafnia. Ekki komst nema eitt þeirra til bækistöðva sinna um haustið, svo hætt er við, að hluthafar hafi ekki grætt á þeirri útgerð, enda varð ekki vart við veiðiskip með þá eyði- leggingarútgerð, fyrir Austur- landi, þar til menn úr Vest- mannaeyjum byrjuðu fyrir nokkrum árum þar þá eyði- leggingarstarfsemi. Skipin voru öll jafn stór. Byrðingurinn úr tveggja þuml. þykkri eik. Efra þilfar úr harðri furu 21/2 þuml. Neðra þilfarið 4X8 þuml. plönkum úr hörð- um við, brúnleitum. Þau höfðu tölustafina 40 merkta á lesta- karminn, sem ég býst við að hafi táknað lestastærð skipsins. Öll voru þau útbúin með „damm“, kringlótt göt tekin á hliðar skipsins fyrir neðan neðra þilfar, svo að sjórinn gat flætt út og inn. Þar í var látinn fiskur sá, er veiddist. Máttu því skip- in, að sögn skipverja, halda sem minnst kyrru fyrir, heldur vera á sífelldri hreyfingu um sjóinn, svo að fisktegundir þær, er í „damminum“ voru, fengju nóg æti, enda héldu skip þessi sig mest á víkum fyrir utan land, enn komu ekki inn á firði til veiðiskapar og munu því lítið ógagn hafa unnið. Öll höfðu skipin hjálparvél, ,Dan‘ með 2 cylindurum, en ekki munu skipsmenn hafa haft þær alltaf í gangi, sem kom tilfinn- anlega fram við eitt þeirra í sögukorni, er nú skal frá sagt: Það var föstudagskvöld, seint í ágúst, að gekk í norðaustan storm. Þá hagar svo til veðri, að aflandsveður er út af víkum og fjörðum sunnan við Gerpi. En fyrir utan Gerpi, er veður- strengurinn suður, með miklum sjó og ólátum. Vanalega er logn um veðramótin og færast þau til, yfir talsvert stórt svæði, eftir því sem vindurinn hallast til norðurs eða austurs. Það voru fjórir bátar í Seley þá, við þorskfiskveiðar. For- menn á þeim voru: Árni Jónas- son, bóndi, Svínaskálá, Páll Jónsson, bóndi, Sellátrum, nú í Reykjavík, Þorsteinn Jakobsson, póstur, Eskifirði, látinn, og Ás- mundur Helgason, Karlsskála, nú selási í Mosfellssveit. Þetta föstudagskvöld sáum við eyjarskeggjar, að eitt af nefnd- um skipum var við veiðar inni á Vaðlavík. Á laugardagsmorg- uninn urðum við að fara „ofan“ til þess að bjarga bátum okkar upp fyrir brimi. Þegar við vor- um búnir að því, gengum við upp á Hjallabyggð eins og venja var, til að líta eftir, hvort ekk- ert markvert sæist. Það fyrsta, sem fyrir augun bar, var það, að eitt af dönsku dragnótaskip- unum var í lognröndinni skammt norðaustur af Hólmi og var sjáanlega að komast til sjós, en það stóð á inn og jsuðurfalli, svo skipið bar óðfluga í stefnu á boða, er braut ógurlega í sí- fellu. Fannst okkur, sem á landi vorum, sem ekki mundu vanir sjómenn þar innan borðs, því að ekki þurfti annað en snúa skipinu, og var þá öll hætta fyr- irbyggð. En nú var fyrirsjáan- legt, að skipið hlaut að lenda á boðanum og í hið mikla brot hans. Fóru sumir af okkur í burtu, því að þeir vildu ekki horfa á, er skipið færist í ólát- um grynninganna. Á síðasta augnabliki sáum við okkur til hugarléttis, að skips- menn höfðu komizt í bátinn og sluppu frá brotinu, en skipið lenti í því og það svo, að okkur sýndist brotið fara upp í mið segl og svo var að sjá, sem allt á þilfari hefði tekið út með sjón- um, því að allt í kringum skip- ið gat að líta allskonar rekald. En skipið kastaðist yfir boðann ekki að komast að nein flokka- pólitík. Vilhjálmur er að visu eindreginn samvinnumaður, en hann er líka eindreginn Akur- eyringur og eindreginn íslend- ingur. Meginatriðið við hvern mann er þrek hans, kjarkur og skapandi máttur. Þeir menn, sem eru gæddir öllum þeim gáf- um, verða þjóðnytjamenn. Það er gróði fyrir mannfélagið að hafa þá í vinnu, því að þeir afkasta miklu meira en annað fólk. Bæði meðan stríðið varir, og ekki síður eftir stríðið, mæta hinu íslenzka smáríki ótal flókin vandamál, sem þarf að ráða fram úr. Yfirstandandi tímar eru, ef svo má að orði kveða, glæsilegir háskatimar. Þjóðin ætlar að verða frjáls. Hún vill safna fjárhagsorku til að geta ummyndað landið og gert það að sem byggilegustu heimkynni fyrir sonu og dætur landsins. Ég vil ekki kasta neinni rýrð á Alþingi eða þá menn aðra, sem fara með for- ustu þjóðmála. En ég fullyrði, að það sé ávinningur fyrir Al- þingi að fá þangað þvílíkan mann sem Vilhjálmur er, af því það verður ekki annað séð en að þeir eiginleikar, sem hafa gert honum kleift að ráða vel fram úr mörgum málum Ey- firðinga og Akureyringa, eigi líka heima um hin aðkallandi framtíðarstörf. Vilhjálmur Þór er að vísu tekinn við því starfi, þar sem unnið er fyrir alla þjóðina. En um leið og unnið er fyrir heild- ina þarf líka sérstaka vinnu fyrir einstök héruð. Með því móti má halda heilsusamlegu jafnvægi í landinu. Akureyr- ingar hafa mikinn heilbrigðan og nauðsynlegan metnað fyrir bæ sínum. Höfuðstaður Eyfirð- inga og höfuðstaður Norður- lands þarf með vissum hætti að vega nokkuð þungt á voga- skál móti höfuðstað þjóðarinn- ar. Á sama hátt þurfa aðrir kaupstaðir og kauptún að vega á móti tveim stærstu bæjunum, og dreifbýlið allt móti þéttbýl- inu við sjóinn. Vilhjálmur Þór er einhver athafnamesti jafnvægismaður í þessu efni. Hann hefir átt þátt í að bæta kjör þúsunda í dreif- býli Eyjafjarðar. Hann hefir átt mikinn þátt í að marka varan- lega drætti í svipmót Akureyr- ar. En í viðbót kann hann að vinna fyrir þjóðina alla og land- ið allt. Ef einhver einstakur fram- leiðandi á Akureyri ætti kost á að fá Vilhjám Þór til að vinna fyrir sig persónulega, þá myndi flestum þykja það hinn mesti fengur, ekki sízt á yfirstand- andi tímum, þegar það er kall- að tízka að herða ekki að séí um afköstin. En vinnubrögðin fyrir mannfélagið eru alveg sama eðlis og. sjálf atvinnu- og fékk ekki þar brot á sig aft- ur. En af því að það sneri eins, andæfði það út að Hólmi við Seley. Mennirnir á bátnum tóku stefnu til lands, en fyrirsjáan- legt var, að hvergi yrði komizt í land fyrir brimi, og rokið var svo mikið út af Reyðarfirði, að engin leið var að komast á ár- um inn fyrir brim í firðinum. Við tókum því það ráð að taka hvítasta seglið, sem við áttum völ á, og ganga með það til og frá þannig, að þeir á bátnum hlytu að sjá það, og vita þann- ig, að menn væru á eynni. Við sáum fljótt, að mennirn- ir á bátnum ■ höfðu tekið eftir þessu, og sneru nú í átt til Sel- eyjar, sem var mjög auðvelt að komast, því að fallið lá mikið til með, og sjór og alda ýttu sterklega á eftir. Við gengum svo með seglið á þann eina stað á eynni, sem lendandi var á. Bátsmenn höguðu sér eftir öll- um okkar hreyfingum, svo að allt gekk vel með að koma þeim á land slysalaust. En ekki höfðu þeir með sér annað en fötin, Skipsmenn voru sex. Sögðu þeir okkur síðar, að svo væri á hinum skipunum. Meðan stóð á þessu, hafði skipið halað á seglum út að Sel- ey og lenti í briminu norðan á eynni. Hafði það komið upp í skoru er var þar í klöppunum. Sáum við fljótlega, er norður kom, að botninn mundi brotinn, Eydd byggðí Skerjafírði Húsnæðisleysi er nú meira í Reykjavík en nokkru sinni fyrr. Því meir stingur það í augu, að í einu af úthverfum bæjarins hafa þegar verið brotin niður milli tíu og tuttugu hús. Það var raúnar gert mest síðastlið- ið sumar. En nú stendur til að rífa mun fleiri, eða tuttugu og fimm. Eru það flest timburnús. Þykja þau enn vera í vegi fyrir stækkun flugvallarins, og munu hernaðaryfirvöldin krefj- ast þess, að þau verði látin víkja á næstu vikum. Geta má nærri, hvílík óþægindi slíkt er fyrir íbúa og eigendur húseign- anna. Hitt er enn óhæfilegra, ef satt er, að ríkisstjórnin hafi neitað að taka að sér málstað íbúanna gagnvart ágengni setu- liðsins. Mun setuliðsstjórnin neita að semja við aðra aðila en ríkisstjórnina, en hún mun, þótt ótrúlegt sé, hafa neitað að taka að sér mál hinna brott- hröktu íbúa og vill ekkert um það semja fyrir þeirra hönd. Ekki mun þó svo að skilja, að hún með þeirri neitun sé að mótmæla brottflutningi húsa og fólks, heldur virðist hér aðeins skorta áhuga og skyldutilfinn- ingu gagnvart þessum skatt- þegnum bæjar og ríkis, sem til engra hafa að leita annarra en bæjar- og ríkisstjórnar. Enginn veit, hvert þetta fólk á að fara. Enginn veit, hvort því verður gert mögulegt að fá húsin upp aftur né hvar, og sízt að skað- lausu. Fólkinu kvað vera boðið í Bretabragga, hve lengi veit enginn. En furðulegt má slikt heita, meðan brezkir hermenn sitja í íbúðum íslendinga. Það eina, sem ríkisstjórnin mun hafa gert, er að skipa tvo eins konar milligöngumenn milli herstjórnarinnar og húseig- enda, en jafnframt mun hús- eigendum sjálfum hafa verið neitað af sömu ríkisstjórn, að fá að nefna til fulltrúa frá sinni hálfu. Tíminn vill vona, að bæj- ar- og ríkisstjórn sjái sóma sinn og skyldur til að halda uppi rétti íbúanna í Skerjafirði, þeirra, sem hljóta svo þungar búsifjar af völdum hins erlenda setuliðs. störfin. Allt veltur á vinnuhæfni þeirra, sem við störfin fást. Og nú kemur einn af þekktustu sonum Akureyrar og er til með að taka að sér um stund hina þýðingarmestu og vandasöm- ustu vinnu fyrir heill allra, sem búa í bænum. Ef borgarar bæjarins hugsa um sín sameiginlegu málefni, eins og einstaklingar hugsa um sinn einkahag, þá er enginn (Framh. á 3. síOu) því að lifandi fiskur var að hreyfast í brimlöðrinu um klappirnar. Náðist nokkuð af honum í dældum klappanna, er út sogaði. Skipið var nú kom- ið það upp, að unnt var að kom- ast út í það með dálítilli hættu þó. Við köstuðum kaðli til þeira í landi, til að festa skipið með. Svo var farið að bjarga úr því. Allt, sem lauslegt var ofan þilja, var horfið, dammurinn brotinn, fiskurinn farinn. Það, sem bjargaðist úr skipinu var ekki annað en föt og kostur skipverja, er virtist mikill eftir mannfjölda. Einnig náðust veið- arfæri. Var svo slegið upp veizlu um kvöldið, því skipsmenn töldu okkur hafa bjargað lífi sínu, þar sem þeir höfðu ekki nema tvær árar að bjargast við, í sliku veðri. Og okkur þótti góður fengur að fá matinn, því þó að við hefðum allir nóg, þá var þetta mikil tilbreyting frá því venjulega og var mikill forði. Danirnir voru gestir okkar fram á mánudag, en þá kom Hafnia til að leita að Dania, sem þarna var strönduð. Hafnia tók mennina og allt, sem bjarg- azt hafði, sem farið var með á Eskifjörð, þar sem það var selt á uppboði sem og skipið úti í Seley. Þetta mun vera eina strand, sem menn vita, að hafi komið fyrir í Seley. Ásmundur Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.