Tíminn - 21.07.1942, Blaðsíða 3
81. hla9
TÍMPflV, þrigjadaglim 21. júlí 1924
319
B Æ K U R
Náttúrufræðingurinn 12.
árg. 2. hefti. Útg.: Hið ís-
lenzka náttúrufræðafé-
lag.
Þetta er annað hefti þessa
tímarits, sem út kemur undir
ritstjórn Jóhannesar Áskelsson-
ar. Er það tileinkað dr. Helga
Péturss, í tilefni af sjötugs af-
mæli hans. Er ágæt mynd af
Helga framan við heftið. Rit-
stjórinn skrifar „Nokkur af-
mælisorð" um dr. Helga og rek-
ur þar í stuttu máli rannsókn-
ir hans á jarðfræði og taerg-
myndunum íslands.
Ólafur Jónsson, framkvæmd-
astjóri, á Akureyri ritar ítar-
lega lýsingu á Öskjuvatni. Er
Ólafur víðförull á hálendi ís-
lands og ferðamaður góður.
Jón Gíslason, doktor, ritar
fróðlega grein um „Upphaf
náttúruvísinda og Aristoteles“,
Guðmundur Kjartansson, jarð-
fræðingur „Um fjallamyndun“.
Er grein sú einkar glöggt og
skipulega samið yfirlit um upp-
haf eldfjalla og annarra fjall-
myndana, en ekki felli eg mig
við öll „tökuorð", seni höfund-
ur notar. T. d. er Koldíoxýöið
frámunalega ljótt orð, og verð-
ur ekki annað séð en kolsýrá sé
fyllilega gjaldgengt í þess stað
eins og kísilsýra í stað silisium-
díoxýð. Þá er varla rökrétt
hugsun I upphafi greinarinnar,
að orka fari til að mynda kraft.
Horstfjall er varla nauðsynlegt
tökuorð, svo mörg íslenzk orð,
sem setja má í þess stað, t. d.
kista, stapi eða stabbi. Aura-
geiri er þýðing úr þýzku yfir
framburð úr giljum. Þorvaldur
Thoroddsen kallar það víst
giljadrúldur. Áreyrar er óþörf
lenging á eyrar. Sum nýyrði
höf. eru góð, t. d. innrænir og
útrænir kraftar.
Það, sem fundið hefir verið að
þessari ritgerð, er ekki til að
rýra gildi hennar. Höfundur
hefir nýlega lokið námi erlend-
is, og vita allir, sem reynt hafa
hve erfitt er að skrifa um sér-
fræðigreinar á góðri íslenzku,
ekki sízt fyrst í stað.
Jakob H. Líndal skrifar langa
ritgerð og fróðlega um Jökul-
menjar í Fnjóskadals- og Kinn-
arfjöllum, og loks eru smá-
greinar eftir ritstjórann og
fleiri.
Er hefti þetta hið læsilegasta
og flytur mikinn og margvís-
legan fróðleik við alþýðu hæfi.
J. Ey.
Vinnið ötullega fgrir
Tímann.
fermingaraldurs. En þá mega
heldur ekki foreldrarnir slá
slöku við að vekja smekk og til-
finningu barna sinna gagnvart
hinu ritaða máli. Hvað er hið
talaða mál? Það er ekkert ann-
að en heyranlegt tákn hugsan-
anna. Og allir foreldrar eiga
þann metnað og þá ósk börnum
sínum til handa, að þau verði
sem fyrst altalandi og tali skýrt
og rétt. En nú er ritmálið ekki
annað en sýnilegt tákn þess,
sem sem innifyrir býr. Og það
varðveitist oftast lengur en hitt,
sem látið er í ljós með hjálp
raddfæranna. Hvers vegna
skyldi þá síður vanda til þess?
Eða er nokkuð betra að sjá
spurnarsetninguna, hver keypti
sykurinn, ritaða með þessari
réttritun: Hvir kjeifti sekörin
en heyra hana hljóma þannig í
eyrum: Hvir kaupaði sekörin?
Ég hef mætt þeim, sem eru
vantrúaðir á, að börnum verði
almennt kenndur reikningur,
svo að gagni kæmi. Slíkur mls-
skilningur mun hafa verið
nokkuð algengur áður og ef til
vill eðlilegur. Einu sinni eyddi
ég eitthvað tveggja vikna tíma
í að koma nemanda einum, 7
ára gömlum strákpatta, í skiln-
ing um, að 3 væru minna en 4.
Það er rétt, að stærðfræðis-
hæfileikanum er misjafnlega
skipt milli barna. Sum börn
virðast enga áreynslu þurfa til
þess að leysa hin þyngstu dæmi.
Önnur læra ekki nema frum-
atriði einskonartölu. En því læra
börnin málið, að það er fyrir
þeim haft. Talnahugtökin verða
börnunum því aðeins skiljanleg,
Svíar og styrjöldin
(Framh. af 2. síðu)
sem samsvarar röskum 3 milj-
örðum íslenzkra króna. Svíþjóð
hefir getað tileinkað sér ýmsar
nýjungar.sem þessi styrjöld hef-
ir leitt í ljós í hernaðarmálum.
Meðal annars vegna þess má
óhætt jafna sænska hernum
við hvaða nýtízku her, sem er,
hvað allan útbúnað og þjálfun
snertir. Sérstaklega eru tæki
hersins til vetrarhernaðar ein-
hver hin fullkomnustu, sem
þekkt eru á því sviði.
— Var um nokkurn sameigin-
legan styrjaldarundirbúning að
ræða á Norðurlöndum áður en
stórveldastríðið skall á?
— Um margra ára skeið, áð-
ur en stríðið hófst, var tals-
vert rætt um sameiginlegar
varnir Norðurlanda, bæði í
blöðum og við önnur tækifæri.
Þrátt fyrir það lágu engar sér-
stakar áætlanir fyrir í þessum
efnum, og í Noregi og Dan-
mörku var sérstaklega mikil
andúð gegn slíku varnarbanda-
lagi. í Svíþjóð var heldur ekki
um að ræða neina sérstaklega
hrifningu fyrir þessu máli. Það
var aðeins Finnland, sem vegna
stöðugs ótta um árás úr austri,
ræddi í fullri alvöru um sam-
eiginlegar varnir Norðurlanda.
Hins vegar var farið að ræða
af miklum áhuga um sameigin-
legt varnarbandalag fyrir Nor-
eg, Svíþjóð og Finnland eftir
fyrri f innsk-rússnesku styr j -
öldina, og er óhætt að segja, að
mikill árangur hefði náðst af
þeim umræðum, ef Rússar og
Þjóðverjar, sem þá voru miklir
„vinir“, hefðu ekki risið með
hótunum gegn þannig sam-
vinnu þessara þriggja landa.
— Hvað er að segja um hjálp
Svíþjóðar til Finnlands í fyrra
finnsk-rússneska stríðinu?
— Margar ásakanir hafa fall-
ið í garð Svíþjóðar fyrir að veita
ekki Finnum fullnægjandi að-
stoð, þegar Rússar réðust á
Finnland haustið 1939. Samt
sem áður veitti Svíþjóð Finnum
alla þá aðstoð, sem hægt var
að láta í té. Að vísu lýstum við
ekki yfir stríði við Rússland og
við gáfum ekki samþykki okk-
ar til að vesturveldin færu með
herafla yfir sænskt land, til
hjálpar Finnum, þar sem það
var augljóst mál, að slíkt leyfi
hlyti að orsaka þátttöku Sví-
þjóðar í styrjöldinni og fyrir-
sjáanlegt var ennfremur, að
Svíþjóð yrði með því á líkan
hátt og Finnland undirokað af
einhverju stórveldinu. í seinni
tíð mun England hafa orðið
Noregi og Svíþjóð þakklátt fyrir,
að svara þessari málaleitan
neitandi á sínum tíma. Þótt
Svíþjóð segði ekki Rússum stríð
á hendur og leyfði ekki vestur-
veldunum, að fara með her yf-
SIGLINeAR
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanfömu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Saniband ísl. samvinnufélaga.
Kaupfélög!
Kynnið ykkur reglugerð Lífeyrissjóðs S. í. S.
Nokkur félög hafa þegar tryggt starfsmenn
sína.
■ •»
ir landið, veittu Svíar Finnum
mjög mikinn stuðning, en þó
alveg sérstaklega með hinum
mörgu og stóru vopnasending-
um. Án hinna sænsku vopna
myndi Finnland ekki hafa hald-
ið frelsi sínu fram á þennan
dag. Einungis mánuðina októ-
ber og nóvember 1939 voru
sendar til Finnlands úr forða-
búri sænska hersins 90 þúsund
rifflar, 42 miljónir riffilkúlna,
um 250 fallbyssur, þar af 100
loftvarnabyssur, talsvert magn
af þungum fallbyssum, full-
kominn útbúnaður handa 6
sænskum stórskotaliðsherfylkj -
um auk mikilla birgða af
fallbyssuskotfærum. Ennfremur
fengu Finnar ys af tækjum
sænska flughersins. f gjöfum og
lánum létu Svíar Finnum í té
upphæð, sem svarar 600 milj-
ónum íslenzkra króna, auk þess
mikið af kolum, olíu, benzíni og
skinnavöru. Um 9000 sænskir
sjálfboðaliðar börðust við hlið
Finna á vígvöllunum og um
5000 sjálfboðaliðar til viðbótar
voru í þann veginn að leggja af
stað til Finnlands frá Svíþjóð,
þegar friður var saminn. Auk
sjálfboðaliðanna á vígvöllunum,
hefir fjöldi Svía gengt ýmsum
borgaralegum störfum í Finn-
landi, bæði meðan stríðið stóð
yfir og eins eftir að friður var
saminn. Meðal annars fóru um
1000 landbúnaðarverkamenh
frá Skáni á Suður-Svíþjóð til
Finnlands í vor eftir að þeir
höfðu lokið vorvinnu sinni, til
að vinna við finnskan landbún-
að, því að í Finnlandi voru fjöl-
margir bændur á vigvöllunum og
aðeins kvénfólk til að sinna
landbúnaðarstörfunum.
— Veita Svíar ekki Finnum
margs konar stuðning enn?
— Eftir því sem ástæður
leyfa, fær Finnland enn í dag
margs konar aðstoð frá Svíþjóð,
þótt sú hjálp sé ekki í eins stór-
að þau séu skýrð fyrir þeim. Það
er óvíst, að það hafi verið nokk-
ur heimskingi, sem taldi ærnar
sínar á eftirfarandi hátt: „Ein
og tvær, önnur og hin, þessi,
þessi og þessi, hin og hin og
hin.“ í svo mikilli einangrun
gat hann hafa fæðst í og lifað
við. Og sárt mega þeir til þess
finna, sem aldrei áttu kost á
því að njóta neinnar tilsagnar í
talnafræði. Mér kom það kyn-
lega fyrir, er ungur bóndi, sem
ég þekki og er nýbyrjaður bú-
skap, var spurður að, hvort mik-
ið hefði verið lamblaust hjá
honum á s. 1. vori, hvort það
hefði verið 720 partur. „Nei, ekki
svo mikið“, var svarið. „Það
hefir ekki verið meira en y4
partur“. Hvaða foreldrar geta
sent börn sín, og haft góða sam-
vizku, með slíka stærðfræðis-
þekkingu út í lífið?
„Ég held það sé nú óþarfi að
kenna krökkunum ormafræði
og riddarasögu", var gamalli
konu að orði, sem nú er látin
fyrir nokkrum árum. Barnabörn
hennar voru að lesa í íslend-
ingasögu Boga Th. Melsteð og
náttúrufræði Bjarna Sæmunds-
sonar. Sjálf hafði hún aldrei
lært að skrifa, en barnabörnum
sínum hafði hún kennt lestur.
Og enn eruþeim minnisstæðustu
stundirnar, sem þau áttu við
hliðina hjá ömmu gömlu. Hún
var mesti sagnaþulur.
Við vitum fæst af eigin
reynslu. Mest okkar þekking er
aðfengin. Flestir kannast við
söguna af Kaspar, sem ekkert
fékk að læra. Hann virtist í
engu frábrugðinn dýrum merk-
urinnar. Athafnir hans voru
þær sömu. Málið var aðeins ösk-
ur. Þvi svipaði mest til móður-
máls úlfynjunnar. Það stóð því
í engu framar. Slíkur er maður-
inn þegar hann er uppeldislega
afklæddur inn að skyrtunni. Þá
hverfur hann til forfeðra sinna
og gerist steinaldarmaður. Gildi
íslandssögukennslu er tvenns-
konar. Annars vegir skapar hún
og glæðir ættjarðarást barns-
ins. Hins vegar verða söguhetj-
ur hennar barninu til fyrir-
myndar, en verrfeðrungarnir til
aðvörunar. Þau börn eru öðru-
vísi en fólk er flest, sem ekki
hrífast af sögu landnámsmann-
anna, forfeðranna, sem á opn-
um skipum lögðu af stað yfir
brimsollin höf til hinnar norð-
lægu eyju til þess að geta lifað
öðrum óháðir. Og hvað má vera
fremur hvatning hinni ungu
kynslóð við að græða hin ó-
grónu sár en að lesa sögu ætt-
jarðarinnar á 9. öld, lesa um
landið, sem var skógivaxið milli
fjalls og fjöru, eingöngu vegna
þess, að þar var enginn til þess
að ráðast á hinn varnarlausa
stofn? Þá veit ég líka margt
barnið hlusta með undrun, er
það heyrir sagt frá kópunum,
sem syntu óhultir inni í fjarð-
arbotnunum, og allt bar vott
um líf og frið. Landnámssaga
okkar minnir svo á gömlu sög-
una um Eden. Að einu leyti er
hún þó frábrugðin henni. Það
er hvergi getið um Adam eða
Evu í skóginum. En höggorm-
inn? Vantar hann? Friðnum
lauk þegar maðurinn kom.
(Niðurlag næst).
um stíl og áður. í seinni tíð hef-
ir hjálpin aðallega verið fólgin
í því, að veita finnskum börn-
um og örkumla hermönnum
móttöku í tugþúsundatali.
Munu nú eigi færri en 20 þús-
und finnsk börn vera fóstruð
upp á vegum Svía.
— Hvert var viðhorf Svíþjóð-
ar til innrásarinnar í Noreg?
— Hin þýzka árás vakti
djúpa sorg og gremju meðal
sænsku þjóðarinnar. Hins vegar
var ómögulegt að veita Noregi
neina aðstoð, sem um munaði,
vegna þess að Þjóðverjar unnu
landið með undirferli og svik-
um á örskömmum tíma. Auk
þess hafði hin mikla vopna-
hjálp til Finnlands veikt
sænska herinn að miklum mun.
Ríkisstjórnin hafði því ekki um
neitt annað að velja, en að
fylgja hinni ströngu hlut-
leysispólitík, sem Noregur hafði
einnig fylgt, þangað til landið
var neytt til að hætta að fylgja
henni af því sterkari aðila.
Hvaðanæva í Svíþjóð heyrðust
þó kröfur um ákveðnar aðgerðir,
og mikill meiri hluti sænsku
þjóðarinnar finnur til vegna á-
rásarinnar á þetta bræðraland
okkar, eins og þessari svívirði-
legu árás hefði verið stefnt gegn
sænsku þjóðinni sjálfri. ,
— Var ekki mikið af norsk-
um skipum í Svíþjóð, þegar
innrásin var gerð í Noreg, og
hvort lentu þau heldur í hönd-
um hinnar löglegu norsku
stjórnar eða hjá Quislings-
stjórninni?
— Þegar innrásin var gerð,
var talsverður hluti norska
skipastólsins í- sænskum höfn-
um. Quislingstjórnin hefir gert
ákveðnar kröfur til að fá þessi
skip í sínar hendur, en hæsti-
réttur Svíþjóðar hefir dæmt
þessar kröfur óréttmætar og
lýst yfir eignarrétti hinnar lög-
legu norsku stjórnar í London
á skipunum.
— Kemur ekki stöðugt mikið
af norsku flóttafólki til Sví-
þjóðar og hverja aðbúð hlýtur
það þar?
— Síðan árásin var gerð á
Noreg, hefir verið stöðugur
(Framh. á 4. síðu)
Neítóbaksumbúðir keyptar.
Kaupum fyrst um sinn umbúðir af skornu og óskornu nef-
tóbaki sem hér segir:
1/10 kg. glös....... með lokl kr. 0.42
1/5 — glös ......... — — — 0.48
1/1 — blikkdósir ... — — — 1.50
1/2 — blikkdósir.... (undan
óskornu neftóbaki) — 0.75
Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera
óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápapp-
írslag og var upphaflega. '
Keypt verða minnst 5 stk. af hverri tegund.
Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu
8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 2—5 síðdegis.
TÓBAKSEIXKASALA RÍKISIIVS
Tílkynnmg
Irá húsaleígunefndmni
í Reykjavík.
Ákveðið hefir verið að skrásetja
pad ínnanbæjarfólk, er telur sigf
vera húsnæðíslaust 1. okt. n. k.
Fer skraningín fram í Ráðning-
arstofuReykjavíkurbæjar, Banka-
stræti 7, dagana 20.-25. júlí p. á.
og verður skrifstofan opin frá kl.
10-12 f. h. og 2-5 e. h. hvern dag,
nema laugardaginn 25. júlí, pá
aðeins frá kl. 10-12 f. h.
Húsaleigunelndin
í Reykjavík.
614
Victor Hugo:
Esmeralda
611
þakinu. Hann nálgai^ist ofur hægt.
Kvasimodo sá undir eins, að þetta
var erkidjákninn.
Claude Frollo horfði hvasst yfir á
Signubakka og teygði hálsinn eins og
hann væri að leitast við að sjá eitthvað
langt í burtu. Erkidjákninn gekk fram
hjá Kvasimodo án þess að veita honum
athygli.
Krypplingurinn stirðnaði við þessa
sjón. Hann sá erkidjáknann ganga að
norðurdyrunum. Þaðan sást vel yfir
nærliggjandi borgarhluta. Brátt afréð
Kvasimodo þó að læðast á eftir honum.
þótt hann vissi raunar alls ekki hvað
til bragðs skyldi taka. Hann var 1 senn
ofsareiður og óttasleginn. Annars veg-
ar var ást hans til Esmeröldu, en á hinn
bóginn virðing hans fyrir erkidjákn-
anum.
Þegar hann var kominn upp á þakið,
svipaðist hann um. Hvar var erkidjákn-
inn?
Hann sneri baki að honum og studdist
fram á handriðið. Erkidjákninn gaf því
engar gætur er fram fór kring úm
hann; athygli hans var bundin við ann-
að. Hann varð þess alls ekki var, að
krypp'lingurinn nálgaðist hann, þögull
og hreyfingarlaus starði hann eitthvað
út í buskann. Kvasimodo þorði ekki að
trufla hann; atferli hans skaut honum
þess að handsama stúlkuna. Kvasimodo
sagði þeim allt af létta án þess að hafa
hugmynd um hvað hann var að gera.
Hann uggði ekki að sér; hann hélt, að
það væri aðeins götulýðurinn, er vildi
vinna Esmaröldu mein. Hann vísaði
Tristan l)Hermitta á hvern krók og
kima, opnaði ótal leynidyr og leiðbendi
mönnum hans.
Ef stúlkan hefði enn verið þar, hefði
hann sjálfur selt hana óafvitandi I
hendur böðlanna.
Loks varð Tristan þreyttur á leitinni
þótt hann væri ekki vanur að gefast upp
við slíkt fyrr en í fulla hnefana, en
Kvasimodo hélt leitinni áfram einn.
Hann hljóp fram og aftur um kirkjuna,
upp og niður, hrópandi og kallandi, og
bylti öllu um koll.
Loks sannfærðist hann um, að hún
væri farin. Einhver hlaut að hafa numið
hana burt með sér. Öll von var úti.
Þreytulega haltraði hann upp turnstig-
ann, sömu þrepin og hann hafði gengið
í ólgandi sigurgleði, daginn sem hann
bjargaði henni. Hann felldi ekki tár,
heldur reikaði hljóður fram og aftur og
draup höfði í óumræðilegri hryggð.
í kirkjunni ríkti nú kyrrð og friður
sem fyrr. Bogaskytturnar voru farn-
ar leiðar sinnar og leituðu nú galdra-
kvendisins annars staðar.