Tíminn - 21.07.1942, Page 4
320
TfMEVTV. þrlgjndagiim 21. Júli 1924
81. blað
tR BÆNUM
Hjónaband.
Á laugardaginn var voru ungfrú Val-
gerður Þorsteinsdóttir og Steingrímur
J. Þorsteinsson, mag. art., gefin saman
í hjónaband að Möðruvöllum í Hörg-
árdal, — Síðastliðinn laugardag voru
og gefin saman vmgfrú Petrina R.
Guðmundsdóttir og Björgvin V. Fær-
seth frá Siglufirði.
Laugarnesskóli.
í ráði hefir verið að auka við skóla-
húsið í Laugarneshverfinu til mikilla
muna. Gerðu þeir húsameistararnir
Einar Sveinsson og Ágúst Pálsson upp-
drætti að nýbyggingunni, og á nú að
hefjast handa um framkvæmdir áður
en iangt urri líður, að því að sagt er.
Húsnæðisvandræðin.
Ákveðið hefir verið að Reykjavíkur-
bær láti reisa tvær allstórar sambygg-
ingar í því skyni að draga úr hús-
næðiseklunni í bænum, sem nú mun
vera meiri en nokkru sinni áður. Hefir
fjórum byggingameisturum verið falin
framkvæmdin. Þeir, sem kunnugastir
eru húsnæðismálunum i bænum, telja,
að 1. október í haust verði margar
þúsundir Reykvíkinga í hraki með
húsnæði. Gefur því að skilja, að
þessar sambyggingar hrökkva skammt
til að bæta úr vandræðunum, enda ó-
vist, hvenær þær risa af grunni, hvað
þá hvenær þær verða hæfar tll í-
búðar.
Ný loftárás á skfp
vid íslaxid
Þýzk sprengjuflugvél gerði
árás á enskan togara norð-
austur af íslandi síðdegis á
laugardaginn. Flugvélin varp-
aði fimm eða sex sprengjum á
togarann og skaut á hann með
vélbyssum. Togarinn hóf skot-
hríð á móti og flaug flugvélin
í austurátt. Togarinn varð ekki
fyrir neinum skemmdum og
skipshöfnin slapp heil á húfi.
Smáskæruhernaður
(Framh. af 1. síðu)
þó sama og áður. Auk þess lofar
hún þeim tveggja klst. eftir-
vinnu daglega. Er þetta því um
30% kauphækkun.
Þannig flæðir kauphækkun-
arbylgja upplausnarinnar yfir
landið og forsprakkar Sjálf-
stæðisflokksins bogna fyrstir
undan henni. Verðhækkunar-
flóðið kemur á eftir. Verðfall
krónunnar er þriðji þátturinn.
Neyð og atvinnuleysi í stríðs-
lokin fjórði þátturinn. Þá er
orðið skammt til þess, að hrun
hins efnalega og stjórnarfars-
lega sjálfstæðis verði fimmti og
seinasti þátturinn.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
þessar boðflennur ærið margar,
menn, sem fengu innan við 20
atkvæði í fjölmennum kjördæm-
um eftir miklar og strangar
yfirreiðir.
Að þessu sinni skulu engin
nöfn nefnd. Þess gerist ekki
þörf. Kjósendur muna boðflenn-
ur slíkar. Og boðflennurnar
munu hirða sneiðina, hver um
sig, og hirða hana sem ábæti á
þann veizlukost, sem þær urðu
aðnjótandi í kosningunum.
Matvælaframleiðslan
(Framh. af 1. aiOu)
leiðsluna i landinuL Mjólkur-
framleiðslan hlýtur að stór-
minnka þegar á hausti kom-
anda og verða miklu minni en
verið hefir síðustu árin, því að
á kúabúunum verður ekki um
’annað að velja en að farga
talsverðu af skepnum, ef hey-
fengur verður rýr, eins og telja
má víst, og auk þess ef til vill |
rýr að gæðum. Að ári liðnu
mun það einnig koma á j
daginn, að kjötframleiðslan!
hefir dregizt saman, því að
sauðfjárbændur munu einnig
taka þann kost, eins og von-
legt er, að fækka heldur fé sínu
i haust en stofna því í mikla
tvísýnu með ógætilegum ásetn-
ingi. Verður ekki annað sagt en
að mjög illa horfi í þessu efni,
einkanlega þegar til þess er lit-
ið að jáfnvel má búast við að
þeir tímar kunni að fara i hönd,
að siglingar og vöruflutningar
verði stórum tregari en nú,
svo að landsmenn verði að
mestu leyti — ef til vill nær
öllu leyti — að lifa á þeim mat-
vælum, er þeir framleiða sjálfir.
Þorri fólks gerir sér ekki ljóst,
hvílík hætta getur verið hér á
ferðum, meðan allsnægtir eru
til af svo til hverju, er vera
skal. En engu að síður er það
skylda þeirra, er með stjórn
landsins fara, að gera sitt bezta
til þess að koma í veg fyrir því-
líkan voða sem hrörnun mat-
vælaframleiðslunnar er á styrj-
aldartímum, þegar dagvaxandi
óvissa grúfir yfir samgöngu-
möguleikum um úthöfin. Ekk-
ert hlutskipti væri ægilegra en
það, ef þjóðin ætti að svelta
þrátt fyrir hina miklu mögu-
leika til að framleiða nægileg
matvæli, vegna þess að bústofh-
inn yrði felldur sökum fóður-
skorts.
^amdráttur framleiðslunn-
ar mun einnig leiða til
aukinnar dýrtíðar, því að það
í er óbrigðult lögmál, að minnk-
andi framboð þýðir hækkandi
verðlag. Þeim mun færri mjólk-
j urlítra, sem bændur framleiða,
því meira þurfa þeiv að fá fyrir
; hvern mjólkurlítra. Verðhækk-
un mjólkur og kjöts verður því
óhjákvæmileg af þessum ástæð-
um.
Það mun sjaldan eða aldrei
hafa komið fyrir, að ráðning
fólks til vinnu í sveit strandaði
vegna ágreinings um kaup-
gjald. Orsökin til þess að bænd-
ur fá ekki nándanærri nóg
fólk til heyvinnunnar er því
allt önnur og alls ekki fjár-
munalegs eðlis.
Margir telja sér til dæmis vlsa
léttari vinnu í þágu hins út-
lenda herliðs og við byggingu
lúxusvillna og sumarhúsa stríðs-
gróðamanna. Hins gæta menn
vitanlega ekki, hve dýrkeypt
þau þægindi geta orðið, ef illa
fer, enda ekki vonlegt, að hver
og einn einstaklingur finni slíka
ábyrgð hvíla þungt á sér á slík-
um tímum fjárgróða og ein-
staklingshyggju sem nú eru.
Fráfarandi ríkisstjórn tókst
Rafmagnsmál
dreifbýlisins . . .
(Framh. af 1. síðu)
Þótt þessar tvær framan-
greindar tillögur næði ekki
samþykki á sameinuðu þingi,
tókst Framsóknarflokknum að
fá samþykkt tvö þýðingarmikil
lög um þessi mál. Önnur þeirra
fjallar um rafveitur ríkisins, en
hin um sérleyfi til þess að veita
raforku frá Sogsvirkjuninni til
Selfoss, Eyrarbakka og Stokks-
eyrar og sveitabýla í nágrenni
við þessa staði. Flutningsmenn
beggja þessara laga voru Jör-
undur Brynjólfsson og Bjarni
Bjarnason.
Lögin um rafveitur ríkisins
heimila ríkisstjórninni að stofna
og starfrækja rafveitur, er vera
skuli eign ríkisins og reknar af
því. Markmið þessara rafveitna
er að afla almenningi í landinu
rafmagns á sem auðveldastan
og ódýrastan hátt. Lögin heim-
ila ríkisstjórninni einnig að láta
leiða raforku frá orkuverum,
sem aðrir en ríkið eiga, til fjar-
lægra sveita og sjávarþorpa.
Marka lög þessi raunverulega
stefnubreytingu í þessum mál-
um, þar sem þau gera ráð fyrir
miklu afskiptum ríkisvaldsins
en verið hefir til þessa. Raun-
verulega viðurkenna þau, að
það sé skylda ríkisins að hafa
forustuna í þessum málum og
sjá um stofnun og starfrækslu
rafveitna, en hingað til hefir
það verið hlutverk einstakra
bæja- og sveitafélaga.
Það má því óhætt segja, að
seinasta þing hafi stígið stórt
spor í rafmagnsmálum dreifbýl-
isins með setningu þessara laga.
Næstu sporin, sem þarf að stíga,
er að tryggja . æskilega undir-
búningsframsókn og fé til fram-
kvæmda. Þetta hvort tveggja á
að gera nú á stríðsárunum svo
að hægt sé að hefjast handa
strax að stríðinu loknu. Fram-
angreindar tillögur Framsókn-
armanna, sem ekki náðu sam-
þykki á vetrarþinginu, stefna í
þá átt. Fjárframlögin þyrfty. þó
og ættu að geta verið stórum
hærri. Ef einlægni býr á bak við
skrif Morgunblaðsins, ætti að
vera hægt að fá þessi mál strax
leyst á sumarþinginu. Sé Sjálf-
stæðisflokkurinn eins heill 1
rafmagnsmáli dreifbýlisins og
Framsóknarflokkurinn, þarf það
ekki að valda neinum töfum á
sumarþinginu, þótt samþykkt
verði löggjöf um rífleg framlög
ríkisins til þessara mála.
rétt fyrir stjórnarskiptin að ná
samkomulagi við herstjórnirnar
um talsverða takmörkun verka-
manna i hernaðarvinnunni. En
til þess, að slík takmörkun bæri
árangur, þurfti líka að tak-
marka lúxusbyggingar stríðs-
gróðamannanna, sem hafa sog-
að til sín geysilegt vinnuafl.
Framsóknarmenn lögðu til að
slíkt væri gert, en nýja ríkis-
stjórnin vildi ekki á það fallast.
Hún mat meira þægíndi stríðs-
gróðamannanna en matvæla-
framleiðsluna.
612 Victor Hugo:
Kvasimodo hökti af stað til klefans,
sem stúlkan hafði sofið og notið vernd-
ar hans í marga mánuði. Enn ól hann
veika von um, að hann kynni nú að
finna hana þar. Þegar hann nálgaðist
dyrnar, brast hann áræði og þrek og
varð að styðja sig við vegginn til þess
að halda líkamsjafnvæginu. Máske
hafði góður engill leitt hana hingað
aftur, inn í litla klefann. Þetta var ljúf
von, göfug von, og hann þorði varla að
stíga síðustu sporin af ótta við, að hún
mundi ekki rætast.
— Ef til vill sefur hún eða liggur á
bæn, hugsaði hann. Eg vil ekki ónáða
hana.
Að lokum herti hann upp hugann,
læddist á tánum að dyrunum og gægð-
ist inn. Klefinn var mannlaus. Vesal-
ings kryplingurinn haltraði meðfram
veggjunum, lyfti upp sængurfötunum,
eins og hann ætti von á að hún dyldist
þar, rýndi upp í loftið og hristi höfuðið.
Um stund stóð hann grafkyrr. En
allt í einu reif hann sundúr blysið, er
hann bar í hendinni og renndi sér af
öllu afli á vegginn, án orða og andvarpa.
Hann hneig meðvitundarlaus á gólfið.
Er hann raknaði við, brölti hann upp
í ból stúlkunnar, hlykkjaðist þar eins og
ormur og kyssti í ákafa dýnurnar, þar
sem hún hafði legið. Um hríð lá hann
Esmeralda 813
hreyfingarlaus sem dauður væri. Er
hann stóð á fætur, draup sviti af enni
hans. Aftur barði hann höfðinu hvað
eftir annað við vegginn. Hann reri fram
og aftur, svo jafnt og örugglega, að það
var miklu líkara að það væri klukku-
kólfur, sem sveiflaðist, heldur en að
hugsjúkur maður væri að reyna að
brjóta hauskúpu sína.
Eftir drjúga stund hneig hann útaf,
en drógst þó með erfiðismunum út úr
klefanum. Framan við dyrnar sat hann
hreyfingarlaus í heila klukkustund.
Hann leit aldrei af auðum klefanum.
Hann var hryggari en nokkur móðir,
er situr við líkkistu barns síns. Hann
mælti ekki orð frá vörum. Annað veif-
ið skalf líkami hans af sárum ekka, en
engin tár hrundu honum af hvörmum.
Er vesalings hringjarinn lá þarna og
syrgði brottnám Esmeröldu, datt honum
erkidjákninn í hug.
Hann minntist þess nú, að Claude
Frollo var sá eini, er lykla hafði að
hurðinni við turnstigann. Honum kom
einnig í hug næturheimsóknir erki-
djáknans til stúlkunnar. Er hann tók að
hugleiða þetta sannfærðist hann um
að það væri erkidjákninn, er numið
hafði Esmeröldu brott. ,
Hann var í þesum hugleiðingum, er
hann kom auga á mann yzt úti á kirkju-
Svíar og styrjöldin
(Framh. af 3. siðu)
straumur norskra flóttamanna
yfir landamærin til Sviþjóðar.
Þessi flóttamannastraumur hef-
ir að vísu minnkað, nú í seinni
tíð, vegna þess að þýzku yfir-
völdin hafa stórum aukið
landamæravörðinn. Að sjálf-
sögðu er greitt eins mikið fyr-
ir þessu flóttafólki og mögulegt
er. Flóttamönnunum er útveg-
uð atvinna, þeim, sem þess
þarfnast, og fólki, sem er á
skólaaldri, er gefinn kostur á
að ljúka námi sínu. Norska rík-
isstjórnin í London greiðir að
fullu fyrir þetta fólk.
— Hefir ekki Svíþjóð veitt
Norðmönnum ýmsa aðra að-
stoð en að greiða fyrir flótta-
mönnunum, síðan nazistar her-
námu landið?
— Viljinn til að hjálpa Nor-
egi er vissulega mikill í Svíþjóð
og^ í því skyni hefir verið
safnað háum fjárupphæðum í
landinu. Samt sem áður er sú
hjálp, sem Noregi hefir verið
veitt hingað til, í mjög smáum
stíl, m. a. vegna þess, að ekki
hefir verið unnt að fá neina
tryggingu fyrir því, að nauðlíð-
andi Norðmenn hljóti þessa að-
stoð eftir réttlátum leiðum,
vegna yfirgangs nazista í land-
inu. Hin raunverulega hjálp
getur ekki hafizt fyrr en Noreg-
ur er aftur orðinn frjálst land.
En þegar sá dagur kemur, er
það eitt af mestu áhugamálum
sænsku þjóðarinnar og forráða-
manna hennar að veita Noregi
allan þann stuðning, sem unnt
er, við að endurreisa hið frjálsa
norska þjóðlíf, svo framarlega
að Svíþjóð kemst hjá þátttöku
í styrjöldinni, þótt Svíar hafi
hins vegar ekki haft aðstöðu til
aö hindra, að nazistar og liðs-
menn þeirra níddust á norsku
þjóðinni í bili.
— Hvert er viðhorf Svíþjóð-
ar til Þjóðverja?
— Samkvæmt hlutleysispólitík
sinni hefir Svíþjóð vinsam-
leg sambönd við Þýzkaland eins
og aðrar þjóðir, sem eiga í ó-
friði,og hlutlausar þjóðir.Vegna
mikillar samvinnu Þýzkalands
og Svíþjóðar í menningarlegum
og viðskiptalegum efnum um
hundruð ára, er að sjálfsögðu
mikil vinsemd í garð þýzku
þjóðarinnar, víða í Svíþjóð. En
sænska þjóðin fyrirlítur af-
dráttarlaust nazismann og allt
hjal um þýzka nýskipun 1 Ev-
rópu. Svíar vilja ekki leggja
trúnað á, að þriðja ríkið sé hið
raunverulega Þýzkaland.
— En hvert er viðhorfið til
Bandamanna?
— Þar sem Svíþjóð er mjög
vel skipulagt lýðræðisríki, og hið
lýðræðislega samstarf er meg-
inþátturinn í lífsskoðun allrar
sænsku þjóðarinnar, að undan-
teknum nokkrum nazistum og
kommúnistum, hefir yfirgnæf-
andi meirihluti allra Svía sam-
úð með lýðræðislöndunum, og
þá fyrst og fremst Englandi og
Bandaríkjunum. Hin rússneska
Stalinsdýrkun á hins vegar litl-
um vinsældum að fagna í Sví-
þjóð.
— Teljið þér sennilegt, að
Svíþjóð komist hjá beinni þátt-
töku í styrjöldinni?
— Sænska þjóðin vonar, að
hún geti haldið sér utan við ó-
friðinn með því að vera sem
bezt búin til varnar. Hversu vel
þetta tekst verður framtíðin ein
að skera úr. En eitt er víst, að
sérhver árás, sem gerð verður á
Svíþjóð, mun mæta harðvítugri
mótspyrnu. Landher, flugher og
floti Svíþjóðar er ávallt tilbú-
inn að gera skyldu sína og jafn-
framt öll sænska þjóðin, segir
sendiherrann að lokum.
Arnaldur Jónsson.
Þúsnndir vita
að gæfan fylgir trúlofunar-
hringunum frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Trúlofimarhriiigar,
rækifærisgjafir,
í góðu úrvali.
Sent gegn póstkröfu.
Gnðm. Andrésson
gullsmiður.
Laugavegi 50. — Sími 3769.
Auglýsið I Tfmannm!
iamu mto
Virginía
Amerísk stórmynd, tekin í
eðlilegum litum.
Aðal leikarar:
FRED MacMURRY,
MADELEINE CARROLL.
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýning 3V2-6V2:
AFREKSVERK LÆNISINS
með Jean Hersholt.
-------IÝM BtO-----
Hítabeltísnóttin
(One Night in the Tropics)
Bráðskemmtileg mynd
með fallegum söngvum.
Aðalhlutverkin leika:
ROBERT CUMMINGS
ALLAN JONES
NANCY KELLY,
og skopleikararnir frægu:
ABBOTT og COSTELLO.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Kenníð börnunum
að bursta vel tenn-
ur sínar
Hafið það hugfast, að und-
irstaða góðs heilbrigðis eru
sterkar, fallegar tennur.
Þess vegna er nauðsynlegt,
að börnin byrji snemma að
hirða tennur sínar, en til
þess þurfa þau að hreinsa
þær vel og vandlega á hverj-
um degi, án þess þó að
skemma eða rispa glerung-
inn.
Þetta gera þau bezt með
því að nota SJAFNAR TANN-
KREM, sem hefir alla þá
kosti, sem tannkrem þarf að
hafa.
Það hindrar skaðlega sýru-
myndun, rispar ekki, en
hreinsar og hefir hressandi
gott bragð. — Notið
SIAFNAR tannkrem
Sápuverksmiðjan S j ö f n
Akureyri.
O P A L
rasstiduft —
er íyrir nokkru komlS á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hiS mesta lofsorS, enda
vel til þess vandaS á allan
hátt. Opal rœstlduft hefir
alla þá kosti, er ræstiduft
þarf að hafa, — þaS hreinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegundlr búsáhalda og eld-
húsáhalda.
Notlð
O P A L rœstiduft
tTtsöliimeiiii «3T
kanpendnr Dvalar
Tímaritið Dvöl biður útsölumenn sína, er eigi hafa gert skil
fyrir árið 1941, að gera það áður en langt um líður.
Jafnframt er skorað á þá kaupendur ritsins, sem eigi hafa
enn greitt áskriftargjaldið, ér var 7 — sjö — krónur árið 1941,
að gera skil hið bráðasta.
Hafi einhverjir kaupendur ritsins orðið fyrir vanskilum sið-
astliðið ár, eru þeir beðnir að gera afgreiðslunni viðvart, meðan
enn er nokkuð til af öllum heftum árgangsins og unnt úr að bæta.
TfMARITED DVÖL
Sími 2353. Pósthólf 1044. Lindargötu 9A. Reykjavík.
\
Kaupendur Tímans
Nakkxir menn i ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eftlr
að greiða Tímann frá síðastllðnu ári, 1941.
Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna «kUaem< sjná
sam fyrst mað þvi að greiða blaðið annaðhvort baint tll algrelðsl-
urrnar í Reykjavik eða til nmsta umboðamanns Tímans.
Bóndi - Kaupir þú búnaðarblaðið FREY?