Tíminn - 24.07.1942, Blaðsíða 2
TtMINN, föstiidaa'lim 24. júl. 1943
82. l»Iað
Rafveitur ríkisins
MerkUeg löggjöf seinasta Alþíngis
í seinasta blaði var skýrt frá lögum um rafveitur ríkisins,
er samþykkt voru á seinasta Alþingi fyrir atbeina Fram-
sóknarmanna. Lög þessi marka þá mikilvægu stefnubreyt-
ingu, að ríkisstjórninni er hér eftir heimilt að stofna og
starfrækja rafveitur, en hingað til hefir verið litið á þetta
sem hlutverk bæjar- og sveitarfélaga, ef ekki hefir verið
um einkarafveitur að ræða. Hafa þess vegna aðeins hin
fjölmennari bæjar- og sveitarfélög getað aflað sér þessara
hlunninda. Hlutverk ríkisrafveitanna yrði fyrst og fremst
að koma rafmagninu þangað, sem almenningur getur ekki
aflað þess af eigin ramleik. Næsta sporið er, að tryggja
fjármagn til framkvæmda þessum lögum og horfir nú byr-
lega í þeim efnum, þar sem Mbl. hefir heitið rafveitumálum
dreifbýlisins stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Þar sem sam-
þykktir Alþingis koma ekki fyrir nema fárra sjónir, en
áhugi almenning fyrir þessum málum fer vaxandi, þykir
Tímanum rétt að birta lögin um rafveitur ríkisins:
1. gr. Ríkisstjórninni er heim-
ilt að setja á stofn og starfrækja
rafveitur, er vera skulu eign rík-
isins og reknar sem fjárhags-
lega sjálfstætt fyrirtæki, með
sérstöku reikningshaldi, undir
umsjón atvinnumálaráðuneytis-
ins. Stofnunin skal heita: Raf-
veitur ríkisins.
2. gr. Rafveitur ríkisins skulu
hafa það verkefni að afla al-
menningi í landinu raforku með
því að vinna hana sjálfar,
kaupa eða taka við henni frá
orkuverum eða öðrum orkuveit-
um, veita orkunni um hreppa,
sýslur eða jtærri landshluta og
selja hana eða afhenda raf-
orkuveitum í kaupstöðum,
kauptúnum eða öðrum innan-
héraös orkuveitum eða orku-
veitufélögum, er stofnuð eru til
þess að taka við orkunni og
veita henni til neytenda innan
héraðs eða á félagssvæði.
Rafveitur ríkisins geta einn-
ig gerzt meðeigandi í orkuverum
og orkuveitum annarra eða tek-
ið þær á leigu og starfrækt þær,
eða tekið þátt í starfrækslu
þeirra eftir sérstökum samn-
ingi. Rafveitum ríkisins er
heimilt að selja raforku beint
til neytenda á þeim stöðum, þar
sem innanhéraðsorkuveita eða
orkuveitufélag er ekki til, eða
annars staðar með samþykki
innanhéraðsveitunnar eða orku-
veitufélags.
3. gr. Til þess að hafa á hendi
forstöðu fyrir rafveitum ríkisins
skal atvinnumálaráðherra skipa
framkvæmdarstjóra, er vera
skal rafmagnsverkfræðingur, og
kallast hann rafveitustjóri rík-
isins. Ráðherra setur honum er-
indisbréf.'
Atvinnumálaráðherra skipar
aðra starfsmenn rafveitna rík-
isins, að fengnum tillögum raf-
veitustjóra, eftir því sem ákveð-
ið kann að verða í reglugerð.
| 4. gr. Rafveitur ríkisins mega
! ekki reisa, kaupa eða taka á
leigu orkuver eða orkuveitu,
nema undangengnar rannsókn-
ir og nákvæmar áætlanir sýni,
að virkin muni gefa þær tekjur,
sem nægja fyrir öllum rekstrar-
kostnaði, þar með taldir vextir
og afborganir stofnkostnaðar,
eða nægilegt fé hafi verið veitt
til virkjanna á annan hátt. Þá
skal og, ef um er að ræða fleiri
en eitt orkuver eða orkuveitu i
senn, það orkuver eða orkuveita
ganga fyrir um framkvæmd
sem áætlanir sýna, að ber sig
betur fjárhagslega.
Enda þótt áætlanir sýni, að
rekstrarhalli muni verða fyrstu
árin á orkuveitu, skal hún talin
með veitum þeim, sem bera sig
fjárhagslega, ef hún samkvæmt
áætlun rafveitustjóra hefir skil-
yrði til þes sað vinna sig upp
síðar og endurgreiða saman-
safnaðan rekstrarhalla fyrstu
áranna.
5. gr. Rafveitustjóri gerir, að
undangengnum nauðsynlegum
rannsóknum og athugunum, til-
lögur til ríkisstjórnarinnar um
það, í hvaða framkvæmdir skuli
ráðizt til orkuvinnslu og orku-
veitu. Hann gerir nauðsynlegar
kostnaðaráætlanir um þær, at-
hugar skilyrði fyrir orkukaup-
um og orkusölu og gerir ná-
kvæmar áætlanir um væntan-
legar tekjur og gjöld af virkj-
unum, til þess að séð verði,
hvort þau fullnægja skilyrðum
4. gr. Að því er tekur til vatns-
virkja framkvæmir þó vatna-
málaráðunautur ríkisins nauð-
synlegar mælingar og gerir
kostnaðaráætlanir og annan
undirbúning að þeim, nema
öðruvísi verði ákveðið. Vega-
málastjóri er fyrst um sinn
vatnamálaráðunautur ríkis-
stjórnarinnar, og skulu mæling-
ar þessar, kostnaðaráætlanir og
annar undirbúningur fram-
kvæmdar af honum og fast-
launuðum verkfræðingum vega-
málaskrifstofunnar, án sérstaks
endurgjalds, eftir því sem þeim
vinnst tími til frá öðrum störf-
um. Kostnað allan við þessar
rannsóknir, svo og við annan
undirbúning, skal greiða úr rík-
issjóði, eftir því sem fé er veitt
í því skyni. Þó er rafveitum rík-
isins heimilt, með samþykki
ráðherra, að verja fé af tekju-
afgangi sínum til slíkra rann-
sókna að svo miklu leyti, sem
honum hefir ekki verið ráðstaf-
að á annan hátt. Ef ráðizt er í
| framkvæmdirnar, skal þessi
undirbúningskostnaður talinn
með stofnkostnaði þeirra.
Nú telur atvinnumálaráð-
j herra, að fengnum tillögum raf-
veitustjóra, rétt að reisa ný
orkuver eða koma upp nýjum
j orkuveitum, eða að festa kaup á
slíkum mannvirkj um, og leitar
hann þá til þess samþykkis Al-
þingis og gerir jafnframt tillög-
ur um það, á hvern hátt fjár
til þeirra framkvæmda skuli afl-
að. Tillögum sínum til Alþingis
lætur ríkisstjórnin fylgja ná-
kvæmar áætlanir um væntan-
legar tekjur og gjöld af þessum
virkjum, sbr. 8. og 9. gr.
6. gr. Nú er ákveðið að reisa
raforkuver eða koma upp raf-
orkuveitu, og hefir þá rafveitu-
stjóri stjórn þeirra fram-
kvæmda. Að því er tekur til
vatnsvirkja annast vatnamála-
ráðunautur ríkisins fram-
kvæmd verksins. Að öðru leyti
ákveður atvinnumálaráðuneytið
nánar verkaskiptingu milli
þeirra.
7. gr. Atvinnumálaráðuneytið
setur, að fengnum tillögum raf-
veitustjóra, gjaldskrá um raf-
orkusölu frá rafveitum ríkisins.
Tekjum rafveitna ríkisins skal
varið til greiðslu rekstrarkostn-
aðar hinna einstöku rafoi^ku-
virkja, þar með talið stjórn,
gæzla, viðhald, vaxtagreiðslur
og hæfilegar afborganir lána,
miðað við fyrningu. Afgangur-
inn leggist í sérstakan sjóð, raf-
veitusjóð ríkisins, er rafveitu-
stjóri varðveiti undir yfirumsjón
atvinnumálaráðuneytisins.
8. gr. Rafveitusjóði ríkisins
skal varið til aukningar raforku-
(Framh. á 3. síðu)
H8rí reísing[]| 1)103 yífOIS
„Dæmd“ til tveggja ára
dvalar í sveit
Fyrir nokkrum vikum sann-
aðist glæpur á unglingsstúlku
eina í Reykjavík. Hafði hún
brotizt í læsta hirzlu og stolið
þar nokkrum þúsundum króna,
sem hún svo sóaði á fáeinum
dögum. Fleiri afbrot og marg-
háttaðir siðferðisveilur í fari
hennar komu og í ljós við rann-
sókn málsins. Stúlka þessi var
dregin fyrir lög og dóm og hlaut
sína refsingu. Hún var að vísu
ekki „dæmd“ í tugthúsvist í
Reykjavík né vinnuhælið á
Litla Hrauni, eins og venja er
fyrir slík afbrot. Þessir staðir
munu og vera einkum ætlaðir
körlum til afpláningar saka
sinna. En til allrar hamingju var
til þriðja „stofnunin“, er virðist
álitin nokkuð hliðstæð hinum
tveim fyrrnefndu, eftir orðanna
hljóðan í dómsúrskurðinum. Og
þessi stofnun er „sveitin“ á ís-
landi. Stúlkan var „dæmd“ í
sveit. Vesalings brotlega barn!
„Laun syndarinnar er dauðinn".
„Dæmd“ til tveggja ára dvalar
í sveit.
Það er áhöld um hvað ofan á
verður, að buga að einfeldninni
eða hneykslast á óskammfeiln-
inni.
Á dögum rússnesku keisara-
stjórnarinnar var það mjög tíðk-
að, að afbrotamenn þeir, sem
ríkinu þóttu hvað hættulegast-
ir, voru „dæmdir“ í einskonar
útlegð til Síberíu. Síðan þá er
orðið Síbería í hugum margra
einskonar víti hér á jörðu. Og
nú er engu líkara en að margir
kaupstaðabúar, einkum í höf-
uðstaðnum, séu að fá samskon-
ar álit á íslenzkum sveitum og
sveitalífi, — að sveitin sé eins-
konar útlegðarhæli, sem helzt
hæfi afbrotamönnum.
Fyrir nokkrum árum var sú
nýbreytni upp tekin í atvinnu-
bótavinnunni, að nokkrum reyk-
vískum verkamönnum var gef-
inn kostur á atvinnu austur í
Flóa, fáa tugi kílómetra frá
Reykjavík, til að ræsa fram
spildu af því landflæmi, sem
liggur þar óræktað og ónytjað.
Þá gjörðu sum Reykjavíkur-
blöðin óp að ríkisstjórninni fyr-
ir þessa ósvífnu meðferð á
verkamönnunum, og líktu henni
þá þegar við þrælkunarvinnu í
Síberíu. Hugsunarhátturinn er
samur við sig.
Nú ber ekki að skilja þetta
svo, að hér sé gerð nokkur at-
hugasemd við það í sjálfu sér,
að stúlkuvesalingurinn var ekki
látinn sæta venjulegri fanga-
meðferð. Sá, er þetta ritar, get-
(Framh. á 3. slðu)
Brezk tundurdufl
við Danmörku.
Washington 19. júlí: Dansk-
ameríska félagið tilkynnir, að
Bretar hafi náð svo góðum
árangri af tundurduflalagningu
sinni á hafinu kringum Dan-
mörku.að allar reglulegar skipa-
ferðir milli dönsku eyjanna og
Jótlands séu hættar: „Farþegar
ferðast upp á eigin ábyrgð“.
— Eftirtektarverð sönnun á
árangri hinna ensku sprengju-
árása má sjá af tilkynningu um,
að ferjan milli Þýzkalands og
Svíþjóðar sé stöðvuð.
Sambúð Bandaríkjamanna
og Finna kólnar.
Fréttadeild norsku sendisveit-
arinnar í Reykjavík hafa borizt
þær fregnir, að utanríkismála-
ráðuneyti Bandaríkjanna hafi
| látið loka öllum ræðismanns-
| skrifstofum sínum í Finnlandi
'og hvatt finnsku stjórnina til
' að loka finnskum ræðismanns-
skrifstofum í Búndaríkjunum.
Þessi ákvörðun er rökstudd með
því, að hún sé óhjákvæmileg af-
leiðing af samvinnu Finna og
Þjóðverja.
Met í skipabyggingum.
London 20. júlí: Nýtt met var
í skipabyggingum í Bandaríkj-
unum í júnímánuði. Þénnan
mánuð hófu 66 ný flutninga-
skip siglingar. Samtals voru þau
731 þús. smál.
Svíar lijálpa Norðmönnum.
Stokkhólmi 21. júlí: Sænska
„Noregshjálpin“ hefir nýlega
veitt 100 þús. kr. til byggingar
sjúkrahúss í Osló. Verður það
undir stjórn sænska félagsins
þar. Sama stofnun hefir einnig
lagt fram fé til matgjafa handa
börnum í Osló og fara þær fram
undir sænskri yfirumsjón. Þá
hefir þessi stofnun einnig veitt
Norðmönnum í Svíþjóð ýmsa
hjálp.
Glæpir ítala í Júgóslavíu.
Fréttaritari „Manchester
Guardian“ í Ankara segir að
þaðan berist hinar hörmuleg-
ustu sögur um viðleitni ítala,
Ungverja og Króatíumanna,
sem hafa gengið í lið öxulríkj-
anna, til þess að brjóta niður
þrek og þrótt serbnesku þjóðar-
innar.
Fréttaritarinn nefnir sem
dæmi, að nýlega hafi 45 skóla-
stúlkur af góðum ættum í Ljubl-
jana verið fluttar til herbúða
ítala og afhentar hermönnun-
unum. Serbneskir borgarar,
vopnaðir bareflum, reyndu að
ná stúlkunum og kom til harðra
átaka. Féllu nokkrir menn af
liði beggja.
Aðalsteinn Gíslason, kennari:
l
Uin barnafræðNlu
322
‘gímtrm
Fiistudaginn 24. júlí
I ógöngum
Hvað gagnaði það íslending-
um að eignast stórar fúlgur af
stríðsgróða, en glata atvinnu-
vegum sínum og missa sjónar á
sjálfstæðishugsjón sinni og
þjóðarheiðri?
Meirihluti íslenzku þjóðarinn-
ar virðist nú gripinn stríðs-
gróðafíkn, sem ekki sést fyrir
og ekki verður stöðvuð. í því
efni er varla sjáanlegur munur
á Stefáni Jóhanni og Ólafi
Thors eða „félaga" Einari. Eft-
ir þessum höfðum dansa svo
limirnir.
Það, sem virðist vera aðalá-
hugamál þessarrar lofsælu
þrenningar, er að hækka allt
kaupgjald og verölag í landinu
um ca. 30% 0|g fella kaupgetu
og gildi krónunnar að sama
skapi.
Framsóknarmenn álíta heppi-
legast að reyna að stöðva verð-
lagið í landinu og halda því sem
jöfnustu. Sífelldar verðlags-
breytingar gera öll viðskipti erf-
ið og áhættusöm. Alla eign ó-
trygga. Með gerðardómslögun-
um var gerð tilraun til að koma
verðlagi og viðskiptum á fast-
an grundvöll. Það hefir tekizt
hingað til á yfirborðinu. En
smám saman hefir stríðsgróða-
fíknin grafið undan þessari ráð-
stöfun, svo að nú er sjáanlegt
aö síðustu stoðirnar eru að
bresta. Stríðsgróðamennirnir
hafa losað um skriðuna. Hún
hlýtur að falla þá og þegar.
Allir viti. bornir menn sjá og
viðurkenna, að hvorki muni
hagur þjóðfélagsins né einstakl-
inganna b^tna við verðhækk-
unaröldu þá, sem nú'er að rísa
og bráðum mun ríða yfir með
öllum sínum þunga.
Úr því að stríðsgróðamenn-
irnir virðast vera í meirihluta í
landinu, er lítill vafi á, að þeir
fái vilja sínum framgengt. En
einhvers staðar munu jafnvel
þeir vilja láta skriðuna nema
staðar, annars verða þeir sjálf-
ir undir henni.
Við skulum gera okkur ljóst,
að viff erum komnir í ógöngur.
Annað hvort verðum við að
vera samtaka um að. bjarga
okkur úr þeim, eða hrapa í hyl-
dýpi þjóðlegrar niðurlægingar
og ánauðar. Þar mun okkur
vegna líkt og ríka manninum í
kvalastaðnum.
Alþingi mun nú bráðum koma
saman, væntánlega til að reka
smiðshöggið á hina seinheppn-
uðu úrlausn, sem unnt var að
finna á viðkvæmu deilumáli.
Stuðningsblöð stjórnarinnar
hafa þegar ymprað á því, .að
hlutverki núverandi stjórnar
væri lokið, þegar kjördæma-
málið væri afgreitt og haust-
eða vetrarkosningar þar með
tryggffar fólkinu í dreifbýlinu,
sem nú vinnur hörðum höndum
til að flosna ekki upp frá ból-
festu sinni og til að framleiða
nauðsynlegustu matbjörg handa
þeim, er dansa ákafast í kring-
um gullkálf stríðsgróðans á
mölinni.
Að þessu afreki loknu virðist
ríkisstjórninni vera næst skapi
að þakka fyrir sig og fara, en
skilja við allar framtíðarvonir
þjóðarinnar í ógöngum. Stjórn-
in veit sem er, að hún hefir
ekki einu sinni traust eigin
flokksmanna og á vísan fjand-
skap núverandi stuðnings-
flokka, jafnskjótt og hún hefir
framkvæmt óhappaverk sitt í
kj ördæmamálinu.
Út úr þessum ógöngum virð-
ist ekki nema ein leið fær. Og
hún er sú ,að stjórnin segi þeg-
ar af sér, er þing kemur saman,
en myndað verði nýtt stríffs-
ráffuneyti með fulltrúum bænda
Verkamanna og útgerðarmanna.
' ' +
Skrifið eða símið til Tímans
og tilkynnið honum nýja áskrif-
endur. Sími 2323.
(Niðurlag)
Saga landsins er sá Mímis-
bírunnur, sem aldrei verður
þurrausinn. Uppeldisgildi henn-
ar er ótakmarkað. Gunnar,
Grettir, Kjartan og Egill verða
barninu það, sem grísk list er
myndhöggvaranum. Og saga
Sturlungualdarinnar. Þar sést
ranglætið, siðleysið og lægstu
hvatir hins mannlega eðlis í
ekki neinum spéspegli. Betra
víti til varnaðar verður ekki
fundið. Og enginn getur sagt,
hvað það hefir hjálpað mörgum
drengnum til manns og þroska
að hafa lesið um Hallgrím Pét-
ursson, Jón Vídalín, Eggert Ól-
afsson, Skúla Magnússon og Jón
Sigurðsson. Enginn veit, hvað
margar ungar stúlkur hafa
heitið með sjálfri sér, að vera
eins trygglyndar og Bergþóra,
einlægar í ást sinn og Helga
fagra og stórar í raunum sín-
um eins og Ólöf Loftsdóttir,
þegar þeim voru orðin kunn
nokkur æviatriði hinna íslenzku
kvenskörunga. En hvernig verð-
ur íslendingasaga bezt kennd?
Aðferðirnar eru margar. En án
landfræðikennslu verður öll
sögukennsla lítils virði.
Snorri segir, að úr Hliðskjálf
hafi Óðinn séð um heim allan.
Var honum því fátt hulið, en
um flest kunnugt. Og svo að ég
minni aftur á Þorstein Erlings-
son. Hann segir einhvers staðar
í „Þyrnum“: „Og guðirnir reka
sinn brothætta bát á blindsker
í hafdjúpi alda.“ Líklega hefir
Óðinn kollsiglt. Hans er ekki
lengur að neinu getið. Og fáir
trúa nú á sæluvist í Valhöll með
Einherjum, sem virtust vega
hvern annan í bróðerni. En uppi
í Hliðskjálf komumst við enn.
í landafræðistímanum sjáum
við um heim allan. Þá leiðir
kennarinn nemendur sína um
hæstu tinda Himalajafjalla og
og sýnir þeim hina risavöxnu
fjallgarða. Hann fer með þeim
fram með stóránum Efrat og
Tígrís og minnir þá á menn-
ingarríkin fornu, Assyríuríki og
Babýloníuríki, sem nú eru liðin
undir lok. Ýmsar borgarrústir,
sem hafa verið grafnar upp,
skoða börnin. En í Kína undr-
ast þau ekkert eins og fólks-
mergðina. Það er svo ólíkt og
hér heima, þar sem í einum dal,
þótt hann sé að vísu engin smá-
skora, búa fleiri en í Ameríku
allri. Og nú er lagt af stað í
mesta blíðviðri til Ástralíu og
komið við í Japanseyjunum, sem
sagt er, að Rússakeisari hafi
ekki geta fundið á kortinu. Og
þó að fullt sé nú af herskipum
hér á höfunum, þá tefur það
ekki fyrir ferðinni. Það er litið
á hinar miklu skemmdir í
Singapore. Og í Borneo og Su-
matra sjá börnin í fyrsta skipti
langa-langa-langafa sinn. Þar í
skógunum koma þau auga á or-
angúta og gibbon ásamt mörg-
um öðrum áður óþekktum dýr-
um. Og loks, seint um síðir, eftir
marga smákróka, standa litlu
ferðamennirnir í landi Ástra-
líunegrans. Hér verður ekki sagt
frá því, hvað bar fyrir augu í 5.
heimsálfunni. En mér finnst ó-
trúlegt, aö þegar börnin koma
aftur heim úr ferðinni, að þau
séu þau sömu og áður. Sjón-
deildarhringur þeirra hlýtur að
hafa stækkað og víðsýni þeirra
aukizt. Nú sjá þau, að allt er
af sömu rót runnið, þó að ólíkt
sé við fyrstu kynni. Þeir eiga
svo margt sameiginlegt: Mon-
gólinn, Eraninn og Sverting-
inn.
„Og ég segi barkann," svar-
aði Gvendur. Hann var spurður
um, hvaða leið fæðan færi úr
munninum og niður í aðalmelt-
ingarfærin. Náttúrufræðisþekk-
ing hans var af skornum
skammti. En þess ber líka að
gæta, að frá því að hann var
8 ára og fram að fermingu, var
hugsað meira um, að ærnar
væru allar m03 tölu hjá honum
á kvöldin, jafnt vetur og sum-
ar, en hann gæti sagt eitthvað,
sem engum kemur við, „úr
ormafræðinni“ hans Bjarna
Sæmundssonar.
Þeir, sem telja það koma að
litíu gagni, sem lært er í nátt-
úrufræði í barnaskóla, ættu að
athuga, hvort það er viðkunn-
anlegt að byrja lífsstarfið með
náttúrufræðiþekkingunni hans
Guðmundar okkar. Náttúru-
fræðiskennslan reynir að út-
rýma sem flestum fáránlegum
skoðunum um viðburði hvers-
dagslífsins úr hugarheimi
barnsins.
Náttúrufræðin eykur víðsýni
barnsins, glæðir eftirtektargáfu
þess, vekur athyglina. Náttúru-
fræðin lyftir undir vængi í-
myndunaraflsins. Gegnum sjón-
auka hennar sjáum við nýja
leyndardóma. Og við tökum
undir með skáldinu:
„Guð, allur -heimur, eins í
smáu og háu,
er opin bók um þig, sem
fræðir mig.
Já, hvert eitt blað á blómi
jarðar smáu
er bók, sem margt er skrifað á
um þig.“
Ekkert vekur meiri hrifningu
hjá barninu en náttúrufræðis-
tíminn, ef vel er kennt. Náttúr-
an hefir svo mörg gull að sýna.
Enginn á fleiri léikföng en hún.
Og öll náttúran ber vott um
hina miklu sköpun. Huliðs-
heimar hennar minna á ævin-
týrin úr 1001 nótt. í návist
þeirra höfum við sannfærzt um,
að „í hverju blómi sefur sál“ og
„hvert sandkorn á sitt leyndar-
mál.“
En í náttúrufræðiskennslunni
megum við ekki binda okkur of
mikið við bækurnar, þó að þær
séu ómissandi. Þær eiga að vera
steinar í hinum mikla sjó til
þess að stikla á yfir til megin-
landsins, sjálfrar náttúrunnar.
Þær eru stafirnir, sem við styðj -
um okkur við í ferðinni. Og
Grímur Thomsen kveður svo:
„Af bókum létt ég læri nýtt og
lestur iðka spart.
Úr náttúrunnar nægtarbrunni
er námið eins mér þarft.
í svanahlíð um sumartíð
ég sé og heyri margt.“
Og á þgleymanlegan hátt
sýnir Matthías, hvernig nota má
hina miklu kvikmynd, náttúru-
fyrirbærin sjálf, til þess að
snerta hinar dýpstu tilfinning-
ar:
„Þú bentir mér á hvar árdags-
sól
í austrinu kom með líf og skjól.
Þá signdir þú mig og segir:
„Það er guð, sem horfir svo
hlýtt og bjart.
Það er hann, sem andar á
myrkrið svart
og heilaga ásjónu hneigir.“ “
Kristindómsfræðsl^ barna
hefir sízt tekið framförum þessa
síðustu og erfiðu tíma. Þar hef-
ir öllu fremur verið hnignun.
Börnin þurfa ekki lengur að
bera umhyggjuf fyrir ferming-
unni eins og í gamla daga,
nema ef þá telpurnar væla ef
til vill eitthvað við mömmu sfna
út af fermingarkjólnum, og svo
getur verið, að drengjunum
geðjist ekki nógu vel að nýja
hálsbindinu. En lærdómurinn
skipar ekki lengur öndvegið.
Hver er ástæðan? Eru þeir
hirðulausari nú en áður, sem
þessi fræði eiga að annast? Þar
er ég ekki réttur aðili sem dóm-
ari. En hver man ekki eftir þess-
um ma'rgraddaða, gamla söng
um kverið? Það var ekki neinn
smáræðis sálarvoði, sem börn-
i