Tíminn - 24.07.1942, Qupperneq 3

Tíminn - 24.07.1942, Qupperneq 3
82. blað TlMIHnV, föstadagiim 24. jiilí 1942 323 fpróttir • \ r w Allsherjarmól L S. L Allsherjarmót íþróttasam- bands íslands var háð hér í Reykjavík dagana 18.—21. þ. m. Úrslitin urðu þau að Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur vann mótið. Fékk það 150 stig. Stiga- fjöldi annara félaga, sem tóku þátt í mótinu, voru þessi: Glímufélagið Ármann 103 stig, Fimleikafélag Hafnarfjarðar 51 stig, íþróttafélag Reykjavíkur 11 og Ungmennafélagið Selfoss, Árnessýslu, 1 stig. Eitt íslenzkt met var sett á mótinu. Gunnar Huseby bætti met sitt í kúluvarpi. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum urðu þessi: 100 m. hlaup 1. Oliver Steinn FH 11.6 sek. 2. Jóh. Bernhrad KR 11,8 sek. 3. Sverrir Emilsson KR 12,1 sek. 4. Brynj. Ingólfsson KR 12.1 sek. 200 m. hlaup: 1. Jóhann Bernhard KR 23,8 s. 2. Brynj. Ingólfsson KR 24,5 sek. 3. Oliver Steinn FH 24,5 sek. 4. Baldur Möller Á 21,7 sek. 400 m. hlaup: 1. Sigurgeir Ársælss. Á 53,5 sek. 2. Jóhann Bernhard KR 53,9 s. 3. Brynj. Ingólfsson KR 54,0 s. 4. Hörður Hafliðas. Á 57,2 sek; 800 m. hlaup: 1. Sigurg. Ársælss. Á 2.04,2 mín. 2. Hörður Hafliðas. Á 2.06,3 mín. 3. Árni Kjartanss. Á 2.07,6 mín. 4. Brynj. Ingólfsson KR 2.08,3. 1500 m. hlaup: 1. Sigurg. Ársælss. Á 4,21,0 mín. 2. Árni Kjartanss. Á 4,24,6 mín. 3. Hjörtur Hafliðas. Á 4,24,0 m. 4. Indriði Jónss. KR 4,26,0 mín. 5000 m. hlaup: 1. Har. Þórðarson Á 17,38,8 mín. 2. Indriði Jónss. KR 17,40,6 mín. 3. Árni Kjartanss. Á 17,43,4 mín 10 km. hlaup: 1. Sigurg. Ársælsson Á 35,25,0 2. Haraldur Þórðars. Á 35,28,2 3. Indriði Jónsson KR 36,41,0 4X100 m. boðhlaup: 1. Sveit KR 46,7 sek. 2. A-sveit Ármahns 47,5 sek. 3. FH 47,7 sek. 4. B-sveit Ármanns 49,4 sek. 1000 m. boðhlaup: (100—200—300—400 m.) 1. KR A-sveit 2.09,9 mín. 2. Ármann A-sveit 2.10,0 mín. 3. Ármann B-sveit 2.14,0 mín. 4. FH-sveitin 2.15,0 mín. 110 m. grindahlaup: 1. Jóh. Jóhannesson Á 18,6 sek. 2. Sig. Norðdahl Á 20,4 sek. 3. Baldur Möller Á 22,7 sek. 10.000 m. ganga: 1. Stgr. Atlason FH 64,07,2 mín. 2. Magn. Guðbjörnss. KR 69 m. 3. Hörður Kristóf.s. Á 69,52,4 m. Hástökk: 1. Skuli Guðmundss. KR 1,71 m. 2. Oliver Steinn FH 1,71 m. 3. Sigurður Norðdahl Á 1.66 m. 4. Sigurður Sigurðss. ÍR 1,66 m. 5. Jón Hjörtur KR 1,66 m. Langstökk: 1. Oliver Steinn FH 6.60 m. 2. Sverrir Emilsson KR 6.00 m. 3.. Skúli Guðmundss. KR 5.91 m. 4. Oddur Helgason UMFS 5.81 m. Stangarstökk: 1. Kjartan Markúss. FH 3.00 m. 2. Anton Björnsson KR 2.85 m. 3. Magnús Gunnarss. FH 2.85 m. 4. Borgþór Jónsson Á 2.75 m. Þrístökk: 1. Oliver Steinn FH 13,01 m. 2. Skúli Guðm.ss. KR 12,98 m. 3. Jón Hjartar KR 12,65 m. 4. Stefán Jónsson Á 11,41 m. Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby KR 14,79 m. 2. Jóel Sigurðsson ÍR 12,64 m. 3. Anton Björnsson KR 11,27 m. 4. Jón Hjartar KR 8,77 m. Spjótkast: 1. Jón Hjartar KR 52,33 m. 2. Jóel Sigurðsson ÍR 49,77 m. 3. Jens Magnússon KR 45,28 m. 4. Anton Björnsson KR 43,25 m. Kringlukast: 1. Gunnar Huseby KR 42.50 m. 2. Sigurður Norðdahl Á 31.54 m. 3. Rögnv. Gunnlaugss. KR 30.15 4. Jón Hjartar KR 29.94 m. Sleggjukast: 1. Vilhj. Guðm.ss. KR 42,31 m. 2. Helgi Guðm.ss. KR 37,28 m. 3. Gunnar Huseby KR 36,06 m. 4. Gísli Sigurðsson FH 29,28 m. Fimmtarþraut: 1. Jón Hjartar KR 2309 stig 2. Rögnv. Gunnlaugss. KR 2255 stig 3. Anton Björnss. KR 2224 stig 4. Sverrir Emilss. KR 2219 stig. Kosningaskeliur á Snæiellsnesi Heyra mátti héraðs skell, hörð var glíman þarna, Gunnar alveg flatur féll • fyrir honum Bjarna. í þá glímu æddi hratt íhalds- búinn hökli. Þegar kappinn dapur datt drundi í Snæfellsjökli. Snæfellingur. unum átti að vera búinn með því. Og þær voru því ekki hjá- róma raddirnar, sem kváðu það niður. Vel má vera,. að kverið hafi ekki verið heppileg kennslubók. Kverið ætla ég ekki að verja. En hitt er víst, að þau eru leiðinlega sönn þessi orð, sem skáldið frá Bessastöðum leggur Snorra á Húsafelli í munn: „Gildari virðist, unglingar, til ofanveltu ykkar kraftur en til þess að byggja upp aftur.“ Það er svo stórum auðveldara að rífa niður en reisa við. Það hefir alltaf verið og verður lengst. Síðan hætt var að kenna kverið hefir ekki verið gefin út nein kennslubók í þess stað, sem tekur því fram. En hitt er þó verra, að kennslubækur í kristnum fræðum fara alltaf versnandi. Berið saman biblíu- sögurnar, sem eru ætlaðar nú til kennslu og þær eldri eftir Sig- urð Jónsson. Er þetta fram- för? Það smíðar enginn án verkfæra, og kennslan fer eftir kennslutækj unum. Sumir kennarar hafa verið áfelldir fyrir að vilja skorast undan kristindómskennslu. Þessum stéttarbræðrum mínum er nokkur vorkunn. Aðstaða þeirra er erfið, og þeim virðist denarinn gefa litla vexti. En áður en þeir leggja árar í bát, ættu þeir ekki að loka augun- um fyrir því, að þegar á móti blæs og allar dyr virðast lok- aðar og hvergi ber neina birtu, þá sést að síðustu til eins vita, en það er viti trúarinnar. Með hann sem leiðarljós hefir marg- ur bjargazt af heiðinni. Það get- ur enginn neitað staðreyndum. Eða verður það ekki þynnri -fylkingin, sem getur ekki tekið undir orð Þórólfs heitins Becks og sagt, að það er svo oft, sem við getum ekki meira og verðum því að fela öðrum stjórn? En hvaða afstöðu á kennar- inn að taka til þeirra barna, sem virðast hafa svo takmarkaða getu, og vilja ekki í landafræð- istímanum bregða sér til fjar- lægra staða, hafa andstyggð á allri sögu-, náttúrufræðis- og kristindómskennslu, skoða, í stuttu máli sagt, allar nájns- greinar sem hefndargjöf og vita ekki, hversu þau eiga saklaus aðgjalda? Á meðan það verður ekki al- mennt skorið úr með neinni ör- uggri vissu, hvort það sé í raun og veru hægt eða ekki hægt að kenna henni Siggu eða honum Sigga, þá hættum við kennar- arnir ekki fyrr en í síðustu lög að gera það, sem við bezt get- um. Góður kennari reynir að brúa djúpið milli sín og for- eldranna. Hann segir þeim, hvort barninú gengur betur eða miður. En hann fer ekki fyrr en á 12. stundu heim til þeirra og segir við þá: „Það er ekki hægt að kenna börnunum ykkar eins og hinum krökkunum í skólan- um. Þau ná aldrei fullnaðar- prófi hvort sem er.“ Það er heldur reynt til hins ítrasta, þótt róðurinn sé þungur og vindur á stafn. Og sízt af öllu megum við dæma barnið ein- Innilegt palcklœti vil ég flytja öllum peim, er meö skeytum, gjöfum og heimsóknum glöddu mig á sextugs afmœli mínu. Þið hafið gert mér dag- inn ógleymanlegan. Guðrún Halldórsdóttir, Efri-Hólum. Saga Vestur-fslegidinga. Útkoma annars bindis mun dragast nokkuð vegna þess að staðið hefir á handriti frá Vesturheimi. UTGEFANDI. Rafveitur ríkísins (Framh. af 2. siðu) veitum og eflingar raforku- vinnslu og raforkunotkun, sbr. 5. gr. 9. gr. Rafveitustjóri skal ár- lega gera efnahags- og rekstr- arreikning rafveitna ríkisins, svo og kostnaðarreikning fyrir þau virki, sem eru í smíðum, ennfremur skýrslu um starf- semina, og senda atvinnumála- ráðuneytinu. Hann skal og ár- lega gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og senda ráðuneytinu svo snemma, að fylgt geti fjár- lagafrumvarpi til Alþingis. í fj árhagsáætlun skal taka upp tillögur um lántökur, fjárveit- ingar og önnur fjárframlög, sbr. 5. gr. 10. gr. Setja skal reglugerðir um rekstur innanhéraðsveitna, sem kaupa raforku frá rafveit- um ríkisins, og gjaldskrár um raforkusölu frá þeim. í reglu- gerðunum skulu verða ákvæði um rekstrarfyrirlomulag og til- högun veituvirkja, til þess að tryggja rafveitum ríkisins greiðslu fyrir orku þá, sem þær selja, svo og til þess að stuðla að aukinni raforkunotkun og góðri hagnýtingu orkunnar. Atvinnu- málaráðuneytið staðfestir reglu- gerðir þessar og gjaldskrár, að fengnum tillögum rafveitu- stjóra og rafmagnseftirlits rík- isins, og samræmir reglugerðir og gjaldskrár hinna einstöku raforkuveitna, eftir því sem þörf þykir. 11. gr. Rafveitustjóri skipar fyrir um rekstur raforkustöðva ríkisins, sem starfræktar eru við skóla eða aðrar opinberar stofn- anir ríkisins, nema reksturinn sé falinn þessum stofnunum sérstaklega. 12. gr. Rafveitustjóri ríkisins hefir umsjón með þeim fall- vötnum, sem eru í eign ríkis- sjóðs, heldur skrá yfir þau og annast nauðsynlegt bókhald í sambandi við þau. Um alla veiði í slíkum fallvötnum skal hann leita tillagna veiðimálastjóra. Rafveitustjóri gerir í samráði við vatnamálaráðnaut tillögur til ríkisstjórnarinnar um kaup á vatnsréttindum, sem hann telur nauðsynlegt, að ríkið eignist. 13. gr. Ráðherra getur sett reglugerð um nánari fram kvæmd laga þessara, þar á með- al um: 1) stjórn og fjárreiður rafveitna ríkisins, reiknings- hald, fyrningu og greiðslur í rafveitusjóð, svo og um skýrslu- gerðir rafveitusjóra; 2) starfs- mannahald og verkaskiptingu starfsmanna, svo sem ákvæði, er lúta að því að aðgreina und- irbúning, byggingu og rekstur í sérdeildir, undir stjórn rafveitu- stjóra, þegar þess verður þörf; 3) önnur atriði viðvíkjandi starfrækslu veitnanna, kaup og sölu á raforku; 4) eftirlit með og afskipti af málum innanhér- aðsveitna, sbr. 10. gr. 14. gr. Rísi ágreiningur milli rafveitna ríkisins og kaupenda raforku frá orkuverum þeirra út af samningum, sem gerðir eru kvæmt þessum lögum, geta að- ilar komið sér saman um að leggja hann undir úrskurð gerðardóms þriggja dómkvaddra manna. 15. gr. Fyrst um sinn er for- stöðumaður rafmagnseftirlits ríkisins rafveitustjóri, og er hann jafnframt ráðunautur ríkisstjórnarinnar í raforku- málum. 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. göngu eftir námshæfileikum, eins og of mörgum hættir til. Þau eru svo mörg dæmin, Sjem sýna, að mestur maðurinn var oft í þeim, sem minnst gátu í skóla. Það fór ekki mikið fyrir skólanámi hjá Björnstjerne Björnsson eða Henrik Ibsen. Thorvaldsen var tæplega sendi- bréfsfær. Hitler þótti illkenn- andi, og Churchill var heldur enginn sérstakur námsmaður. Um Tolstoy var kveðinn upp sá dómur sem barn, að hann hvorki vildi eða gæti lært. Þann- ig mætti lengi telja. En enginn skyldi vekja van- trú hjá^barninu á eigin hæfi- leikum, þó að seint sækist í sólarátt með lærdóminn. Það á heldur að auka sjálfstraustið. Það á ekki að láta barnið heyra, að það sé torgefið, enda þótt það sé satt, því að oft má satt kyrrt liggja. Að síðustu þessi orð til for- eldranna: Alls hefi ég fengizt í sjö vetur við barnakennslu og dvalið að meira eða minna leyti á um 20 heimilum. Á þann hátt hefi ég kynnzt, að þá verður árang- ur kennslunnar beztur, þegar börnin finna samúð með því á heimilunum, sem bækurnar geyma. Efni bókanna á að vera tengiliður milli barns og móður. Það á að sameina, en ekki að sundra. Það á að vera eitt þyngsta lóðið á metaskál um- talsefnisins. Foreldrarnir eiga að vekja þá tilfinningu hjá barn- inu, að það sé lítið betra að kunna ekki undirstöðuatriðin í (Framh. á 4. síðu) Hörð refsing (Framh. af 2. síðu) ur mjög vel á það fallizt, að líklegasta leiðin til að bjarga henni frá villu síns vegar, sé einmitt sú, að fela uppeldi hennar um stund stjórnsömum og reglusömum húsbændum á kyrrlátu heimili, hvort heldur var í sveit eða við sjó. En orðalagið á dómstilkynn- ingunni „dæmd í sveit“ speglar svo dæmalaust vel það hyldýpi fyrirlitningarinnar, sem er að myndast á meðal sumra kaup- staðabúa á sveitunum og öllu, sem til þeirra heyrir. Upp úr slíku hugarfari sprett- ur merking sú, sem orðin „sveitamaður“, „sveitalegur“ og „sveitó“ og önnur svipuð mál- blóm eru að fá í höfuðstað ís- lands, og víðar. Það er ekki að undra þótt þeir, sem þannig hugsa, álíti málum lands og þjóðar betur borgið í höndum annarra en þeirra, sem allt sitt líf eru dæmdir til að lifa í sveit. Búandkarl. Samband ísl. samvinnufélaga. Skiptið við kaupfélögin. Þá safnið þér fé til tryggingar framtíð yðar og félaganna. Hafið eftirfarandi í huga: Hreinlætisvörnr frá SJÖFN mæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur mikið ómak vlð hreingerningamar IV O T I » S J AFNAR S t a n j^asápn O P A L RÆSTIDUFT Krystalsápn P E R L V ÞVOTTADUFT Allt frá Sjofn Jörð til sölu Desey í Norðurárdal, Mýrasýslu, er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. FRIÐRIK ÞÓRÐARSON, Borgarnesi. Sími 44. Bóndi — Kaupir þií húnaðarblaðið FREY? 618 Víctor Hugo: Esmeralda 615 Og rétt í sömu svipan og þeir gáfu, rifn- aði kápufaldurinn, er hafði varnað hon- um falls til þessa. Öll von um björgun var úti. Enn hélt han sér þó uppi um stund með stirðnuðum handtökum. Og brátt brast hann líka orku til þess. Hann lokaði augunum og féll—féll niður. Úr slíkri reginhæð falla menn ekki beint niður. Erkidjákhinn þeyttist langt út frá turninum. Höfuðið vissi niður og faðmurinn var útbreiddur. Hann snerist nokkrum sinnum á fallinu og skall loks niður á húsþak. Þótt hann væri ægilega limlestur var samt lífsmark með honum. Kvasimodo sá, að hann beitti fingrum og nöglum af veikum mætti til þess að halda sér föstum á bröttu þakinu, en orkaði ekki heldur að stöðva sig þar. Hann rann út af því og slengdist niður á götuna. Þar lá hann hreyfingarlaus í viðbjóðslegum stellingum og bærðist ekki framar. Kvasimodo varð enn litið á Ttara- stúlkuna. Hinar síðustu dauðateygjur fóru um líkama hennar undir hvítum kyrtlinum. Aftur varð honum litið til erkidjáknans, sem engin mannsmynd varð séð á. Hringjarinn andvarpaði sárar en lýst verði: — Ó, sagði hann, allt sem ég unni og virti. N skelk í bringu. Þó lá honum ekki annað þyngra á hjarta en að vita hvað af Esmeröldu hafði orðið. En þótt hann þyrði ekki að ávarpa, reyndi hann að fylgja augnaráði hans, og þá komst hann að raun um, að augu hans beindust að Greifatorginu. Nú sá hann, hvað það var, sem erki- djákninn horfði syo fast á. Stigi hafði verið reistur við gálgastæðið. Á torginu var fjöldi fólks og margir hermenn. Maður dró eitthvað hvítt yfir torgið; því fylgdi svört flyksa. Þessi hersing nam staðar við gálgann. Nú gerðist eitt- hvað, sem Kvasimodo gat ekki eygt. Síð- an klifraði maður upp stigann. Nú skýrðist allt fyrir augum Kvasimodos. Maðurinn bar konu á öxlinni, unga, hvítklædda stúlku. Reipi var brugðið um hálsinn á stúlkunni. Og nú þekkti Kvasi- modo hana. Þetta var Esmeralda. Maðurinn var að komast á efsta þrep- ið. Hann hagræddi snörunni. Erkidjákn- inn hallaði sér fram á handriðið til þess að fylgjast sem bezt með því, er gerðist. Skyndilega svipti maðurinn stiganum brott og Kvasimodo, sem varla hafði þorað að draga andann meðan þessu vatt fram, sá vesalings stúlkuna dingla í lausu lofti nokkrar faðmlengdir frá jörðu. Hún sveiflaðist til og frá og á-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.