Tíminn - 24.07.1942, Qupperneq 4

Tíminn - 24.07.1942, Qupperneq 4
324 TfrirVA, föstnclagiim 24. jnlí 1942 82. blað <JR BÆWIJW Páll Sigurðsson læknlr varð fimmtugur í gær. Hann lauk læknisprófi 1923 og gegndi þá um hríð læknisembætti í Stykkishólmi og á Flateyri. Árin 1926—34 var hann héraðslæknir á Hofsós, en varð þá að hætta þvi starfi, vegna veikinda, og hefir síðan stundað lækningastörf hér 1 bænum. Páll heflr hvarvetna getið sér miklar vinsældir fyrir ljúfmann- lega framkomu, drenglyndi og sam- vizkusemi í störfum sínum. — S. Tveimur bifreiðum var stolið hér í bænum aðfaranótt miðvikudagsins. Annari þeirra, G 275, var ekið inn í garð við húsið Berg- þórugötu 17, en hin, R 483, er ófundin enn. Um 1300 kr. f penlngum var stolið um borð í „Sæbjörg“ síðastl. miðvikudag. Hafði einn yfirmannanna skilið eftir veski 1 fötum, sem hann geymdi um borð. Bráðdrepandi pest í svínum geysar nú í nágrenni bæj- arins. Hafa nokkur svinabú þegar orð- ið fyrir alvarlegu tjóni. Pest þessi er „vírus“-pest og er talin alvar- legasta svínapest í heimi. Mun hún hafa borizt hingað með svínakjöti frá Ameríku, en svín eru hér almennt fóðruð á matarleifum frá setuliðinu. — Svín, þar sem veikinnar hefir orðið vart, hafa verið einangruð. Bólu- efni gegn veikinni hefir verið pantað frá Ameríku, en ekki mun það notað nema hún breiðist út. Niðurjöfnunarnefnd situr nú á rökstólum yfir útsvars- kærum þeim, sem borizt hafa og fellir úrskurði um þær. Alls hafa borizt rúmar 800 útsvarskærur. í fyrra bár- ust 705 útsvarskærur, 1940 1260 út- svarskærur og 1939 1265 útsvarskærur. Þá hafa skattstjóra borizt nú 604 skattakærur, og eru það um helm- ingi fleiri skattakærur en í fyrra. en þá voru þær 308. Árið 1940 voru þær 74, og 1939 751. Þnsnndir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkrðfu. Sendið nákvæmt mál. Trúlofnnarhringar, rœkifœrisgjaflr, í góðu úrvali. Sent gegn póstkröfu. Guðrn. Andrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Samanlögð vörusala (Framh. af 1. síBu) í boði Kaupfélags Þingeyinga upp í Mývatnssveit á sunnudag* inn. Á sunnudagsmorguninn kl. 10 voru allir fundarmenn kall- aðir saman í fundarsalnum til þess að taka þar á móti minn- ingarriti um Kaupfélag Þing- eyinga, sem gefið var út í til- efni af 60 ára afmæli félagsins og ritað af Jóni Gauta Péturs- syni bónda á Gautlöndum. Þetta er hin glæsilegasta bók prýdd fjölda mynda. En áður en bók- in var afhent, hélt Karl Krist- jánsson, sparisjóðsstjóri á Húsa- vík, einn af stjórnendum Kaup- félags Þingeyinga, ræðu. í ræðu sinni talaði hann um þá staði í MýVatnssveit, þar sem for- vígismenn að stofnun félags- ins höfðu búið og starfað að undirbúningi félagsins. Þá tal- aði hann nokkuð um þessa merkilegu forustumenn, sem þrátt fyrir það, að þeir hefðu búið í einni afskekktustu sveit á íslandi, hefðu háít forustu um samtök í verzlunarmálum ólík þeim, er áður höfðu þekkzt hér á landi, og jafnvel hafizt handa um viðskipti beint við útlönd. Ræðumaður líkti starfi þessara forvígismanna, hvað mannúð og framsýni snerti, við það hugarfar Péturs frá Gaut- löndum, er fram kemur í sög- unni um hann, þegar hann á ferð sinni um Reykjaheiði í dimmviðri braut ísinn af vörð- unum á heiðinni, svo að auð- veldara yrði fyrir þá, sem á eftir kæmu, að rata leiðina. Ræða Karls var framúrskarandi snjöll bæði að efni og orðavali, en flutningurinn látlaus og hlýr. Að loknum hádegisverði var haldið af stað upp í Mývatns- sveit og voru um 200 manns í förinni. Á Mývatnsheiði mætti hópnum Karlakór Mývetninga undir stjórn Jónasar Helgason- ar, bónda á Grænavatni. Söng kórinn þar Blessuð sértu sveit- in mín, eftir Sigurð frá Arnar- vatni, og nokkur önnur lög prýð- isvel og smekklega, en Sigurð- ur frá Arnarvatni lýsti Mývatns- sveitinni, sem blasti við ferða- fólkinu böðuð í sólskini. Síðan var ferðinni haldið á- fram kringum Mývatn upp í Námaskarð og gengu margir þar upp á fjallið og lituðust um. Þá var haldið til baka að Reykjahlíð, drukkið þar kaffi, og margir fóru út í Slútnes. Á meðan staðnæmzt var I Reykja- hlíð í hinu yndislega veðri, söng Karlakór Mývetninga aftur mörg lög við mikinn fögnuð á- heyrenda, enda söng kórinn af mestu prýði. Að Skútustöðum skildust leiðir, Mývetningar urðu þar eftir og sungu þar nokkur lög að skilnaði. Sigurð- ur Kristinsson forstjóri þakkaði þeim og séra Gunnar Árnason talaði einnig nokkur hlýleg kveðjuorð til Mývetninga. Síð- an héldu fundarmenn ferðinni áfram að Laugum og sumir af stað heim um kvöldið. Fundur- - Allar góðar húsmæður þekkja hínar ágætu SJAFNAR-vorur vl Þvottaduftið IPERLA ræstiduftið 0PAL kristalsápu og stangasápu Handknattleiksmót kvenna Á Akureyri er nýlega lokið handknattleiksmóti kvenna. Mótinu lauk þannig, að flokkur Ármanns, Reykjavík, vann mótið, fékk 7 stig. Flokkur Þórs, Akureyri, fékk 5 stig, flokkur Völsunga, Húsavík, 2 stig og flokkur Þróttar, Norðfirði, fékk- 2 stig. Á víðavangi. (Framli. af 1. síBu) hefir líka heyrzt .til Eyja, að þar sé Sveini í Völundi, hinum nýja Morgunblaðseiganda, ætl- að þingsætið, ef Jóhann dregur sig til baka. Frá Hvítárnesf tapaðist mósóttur hestur. Mark: blaðstýft framan hægra. Finn- andi vinsamlegast geri símstöð- inni að Brúarfossi aðvart. Skrifstofa Framsóknarflokksins er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan al landi, sem koma tll Reykja- vlkur, ættu alltaf að koma á skrifstoíuna, þegar þeir geta komið því vlð. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Skrlfið eða símið til Timans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. inn og ferðalagið var hið á- nægjulegasta i alla staði. Gl. R. Um barnairœðslu (Framh. af 3. síSu) hinum almennu námsgreinum, eins og t. d. íslandssögu, landa- fræði, réttritun og reikningi, heldur en í almennu hreinlæti. Við getum brosað að honum Tuma litla hans Mark Twain, sem hélt, að fyrstu postularnir hefðu verið Davíð og Golíat. Eins teljum við ekki neitt at- hugavert við það, þegar 5 ára gamalt barn spyr að því í mesta sakleysi, hvaða sól sé úti í heitu löndunum, eða hvort Grænland sé hérna megin við jökulinn. En ef það er 17 ára gamall drengur eða stúlka, sem þann- ig spyrja, þá horfir málið öðru vísi við. Þá þarf að taka það al- varlega. Og þá hafa heimilin ekki gert skyldu sína, eins og Nelson sagði, að England vænti af þegnum sínum. Foreldrar! Kennarinn er ekki til þess að létta starf ykkar. Ábyrgð ykkar gagnvart börn- unum er alltaf sú sama. Verk- efni ykkar viðvíkjandi uppeldi þeirra hefir ekkert minnkað við komu hans. Það breytist aldrei. Enginn hygginn bóndi fær sér kaupamann um sláttinn til þess að létta eigin störf, heldur til þess að meiri heybirgðir aflist, til þess að bústofninn verði ör- uggari gagnvart harðindum komandi vetrar. Kennarinn er til þess, að barnið öðlist meiri þekkingu en annars hefði orð- ið, verði betur búið undir harð- indi framtíðarinnar. Barnið er eins og ómótaður leir í höndum listamannsins. Leirinn getur verið misjafn og upplag barnanna er ekki alltaf eins. Úr sumum eggjum koma hvítar dúfur, en úr öðrum litlir, svartir ungar. Um það er deilt, hvað við eigum uppeldinu að þakka og kenna. Þar sem sum- ir uppeldisfræðingar telja, að maðurinn sé 9/10 uppeldi, þá kenna aðrir, að það sé ekki nema 1/10 hluti. Hér verða allt- af skiptar skoðanir. En beztu menn heimsins hafa aldrei gleymt mæðrum sínum. 816 Victor Hugo: kafar krampateygjur fóru um líkam- ann. Erkidjákninn hafði ekki augun af þessari ægilegu sýn. En þegar Tatara- stúlkan engdist hvað mest rak hann upp dimman undirdjúpahlátur — hlátur, sem ekki gat fæðst á vörum nokkurs manns. Andlit hans var helblátt. Kvasimodo heyrði þennan hlátur ekki, en hann sá krampakenndar hláturteygj - urnar á andliti hans. Hann þokaði sér nær erkidjáknanum og réðist síðan á hann eins og köttur á mús. Á sömu stundu hóf hann hann á loft og þeytti honum fram af þakbrúninni. Erkidjákninn ragnaði hástöfum í sömu andrá og hann hraut út af. Á fallinu rakst hann á vatnsrennu rétt fyrir neðan þakbrúnina. í dauðans ofboði greip hann heljartaki þá hand- ofboði greip hann heíjartaki í þá hand- ætlaði að æpa. En þá kom hann auga á Kvasimodo. Andlit hans var jafnvel ægilegra en nokkurru sinni og úr því skein grimmdin og ægileg hefnigirni. Hljóðið kafnaði á vörum hans. Fyrir neðan hann var regindjúp, tvö hundruð fet niður á steinlagt torgið. Erkidjákn- inn þorði varla að andvarpa. Hann læsti höndunum um rennuna og leitað- ist við að klifra upp aftur, en náði hvergi nægri fótfestu, svo að haldi yrði. Esmeralda 617 Kvasimodo hafði ekki þur'ft nema að rétta lít hönd til þess að bjarga honum. En hann lét sem hann vissi ekki af hon- um. Hann mændi út á Greifatorgið, á \ gálgann og Tatarastúlkuna. Hann hall- aði sér fram á handriðið á sama stað og erkidjákninn hafði áður verið. Þessa stund minntist hann ekki nema einnar manneskju í þessum heimi. Tár hrundu í striðum straumum niður kinnar hans. Erkidjákninn barðist um. Svitinn bogaði af honum og blóð vætlaði úr fingurgómunum. Hörundið flettist af hnjám hans við múrvegginn. Kápa hans, er orðið hafði föst á rennunni, rifnaði meira og meira við hvert átak, er hann gerði. Rennan sjálf var fest með krók- um, er teknir voru að gefar eftir undan þunga mannsins. Hann fann, hvernig hann seig hægt og hægt. Honum var vel ljóst, að senn hlaut hann að hrapa niður. Það setti illan hroll að honum við þá ægilegu tilhugsun. Brátt sá hann, að lokastundin nálg- aðist óðfluga. Enn beitti hann þó öllum kröftum sínum til þess að gera síðustu , tilraunina til lífsbjargar. Hann læsti greipum um rennuna og spyrnti fótum í vegginn og reyndi að nota hverja sprungu til fótfestu. Hann gat mjakað sér ofurlítið ofar. En krókarnir, sem héldu rennunni, þoldu ekki áraunina. Erlent yfirlít (Framh. af 1. síBu) hans hafi góð áhrif á Frakka. Leahy og Roosevelt eru góðir vinir. Forustumenn indverska sjálf- stæðisflokksins herða nú stöð- ugt kröfur sínar til Breta um fullt sjálfsforræði Indverjum til handa. Hóta þeir annars auk- inni andúð Indverja. Stendur Bretum auðsjáanlega stuggur af þessu. Andstæðingar Breta meðal Araba hafa mjög aukið áróður sinn síðan Rommel brauzt inn í Egiptaland. Brezki flugherinn hefir gert allharðar árásir á ýmsar þýzk- ar borgir undanfarnar nætur. Harðastar árásir hafa verið gerðar á Duisburg, en þar er stærsta fljótahöfn í Evrópu. Amerískar flugvélar hafa gert harðar árásir á bækistöðvar Japana í Burma og við Kanton í Kína. Kom árás sú Japönum á óvart. Sýnir hún, að Banda- ríkjamenn hafa nú orðið nokk- urn flugher í Kína. I ---GAMLA BIO —~~~ Texas-lögreglan (Texas Rangers Ride Again). Aðalhlutverkin leika: JOHN HOWARD, AKIM TAMIROFF Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl, 7 og 9. Framhaldssýning 2Y2-QV2: HÚRRA CHARLIE! Skopmynd með LEON ERROL. Hítabeltísnótfin (One Night in the Tropics) Bráðskemmtlleg mynd með fallegum söngvum. Aðalhlutverkin leika: ROBERT CUMMINGS ALLAN JONES NANCY KELLY, og skopleikararnir frægu: ABBOTT og COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tilkynning frá húsaleigfunefndinni i Reykjavík. Skrásetning innanbæjarfólks, er telur sig vera húsnæðislaust 1. okt. n. k., fer fram í skrif- stofu framfœrslufulltrúa Reykjavíkurbœjar, Austurstrœti 16, 2. hæð, dagana 22., 23. og 24. þ. m., og verður skrifstofan opin frá kl. 10— 12 f. h. og 2—5 e. h., svo og 25. þ. m., en þá aðeins frá kl. 10—12 f. h. > , *• | ""rm Húsaleigunefndin í Reykjavík. CFthlutiin uppbót- arþin^æta Landskjörstjórn kemur saman í Alþingishúsinu laugardag 25. þ. m. kl. 9 árdegis til þess að úthluta uppbótarþingsætum. Landskjörstjórnin, 23. júlí 1942. Magnús Sígurdsson oddviti. Kenníð börnunum að bursta vel tenn- ur sínar Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sinar, en til þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFNAR tannkrem Sápuverksmiðjan S j 8 f n Akureyri. • Draglð ekki lengur að gerast áskrifendur að Dvöl, þessu sérstæða timariti í islenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og því vænna um hana sem þið kynnlzt henni betur. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Timann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.