Tíminn - 31.07.1942, Síða 1
I
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRÁMSÓKNARFLOKKURINN.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Simar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Síml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hi.
Símar 3948 og 3720.
26. ár.
Reykjavík, föstudaginn 31. júlí 1942
84. blað
Niðttrlæging st(6rnarfarsins
Dpplansnin evkst stööugt og
rikisvaldið ræður ekki við neitt
0
Afengismálin
Undanþágurnar
stóranknar
Mál, sem Alpingi má
ekki láta afskiptalaust
Nokkru eftir a5 lokun vín-
verzlananna var ákveöin, var
byrjaö aö veita hinar svokölluðu
undanþágur, þ. e. menn gátu
fengið áfengi, ef eitthvert sér-
stakt tilefni var fyrir hendi, t.
d. stærri samkomur og veizlur.
Þetta var í fyrstu í mjög smá-
um stíl, en hefir farið hrað-
vaxandi. Einkum hefir þetta
aukizt síðan ríkisstjórn Ólafs
Thors kom til valda. Hefir hún
látið setja sérstakar reglur um
undanþágurnar, og eru þær
mörgum sinnum víðtækari en
reglur þær, sem áður var farið
eftir.
Frá sjónarmiði bindindis-
manna hljóta þessar undanþág-
ur að teljast mjög óheppilegar.
Alger stöðvun vínverzlunar í
landinu, jafnvel þótt ekki væri
í langan tíma, myndi vafalaust
verða bindindisstarfinu mikill
styrkur . M. a. myndu ungir
menn þá ekki venjast á áfengis-
nautn, en undanþágurnar skapa
einmitt slíka möguleika.
Reglurnar um undanþágurn-
ar, sem ríkisstjórnin hefir nú
sett, eru svo víðtækar, að það
er tiltölulega vandalítið að ná
í áfengi eftir þeim leiðum.
Seinasta Alþingi hafði það
mál til meðferðar, að banna al-
gerlega undanþágurnar. And-
banningar á þinginu gátu stung-
ið því máli undir stól, en von-
andi verða nú hinar auknu
undanþágur til þess, að Alþingi
taki þetta mál fastari tökum.
TilíiBnaileiiur skortur á
Lætur hið nýkjörna þing ríkisstjórn
upplausnarinnar sitja áiram eða
reynir pað að mynda starfshæfa
stjórn?
Ríkisstjórn Ólafs Thors hefir nú setið að völdum á
þriðja mánuð. Á þeim tíma hefir henni tekizt að vinna
þjóðinni meira tjón og skapa meira stjórnleysi en
nokkur ríkisstjórn hefir áður gert. Að þessu virðist
hafa verið stefnt vitandi vits. í sex vikur áður en þessi
ríkisstjórn tók við völdum, aðvöruðu Framsóknarmenn
forvígismenn Sjálfstæðisflokksins opinberlega og í
einkasamtölum og sýndu þeim fram á hinar fyrir-
sjáanlegu afleiðingar. Framsóknarmenn sögðu hvað eft-
ir annað, að stjórnarskrárbröltið myndi leiða til upp-
iausnar og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins yrði því stjórn
upplausnarinnar.
Imsu
Sjálístæðísflokkurinn
híndraði nauðsynlegt
aðhald og eftirlit
Þær fregnir berast víða utan
af landi, að þar sé tilfinnanleg-
ur hörgull á ýmsu byggingar-
efni, einkum timbri. Nauðsyn-
legustu húsabætur hafa stöðv-
azt af þessum ástæðum. Hér í
bænum mun líka víða vanta
ýmsa muni til að fullljúka íbúð-
arbyggingum.
Það er áreiðanlegt, að svo
mikið byggingarefni hefir flutzt
til landsins, að vel hefði mátt
fullnægja nauðsynlegustu þörf-
um landsmanna, ef einhver
stjórnsemi hefði verið sýnd í
þessum málum. En þar hefir
rikt fullkomið aðhaldsleysi og
eftirlitsleysi. Stríðsgróðamenn-
irnir, sem eru að byggja villur
og stórhýsi, hafa því sölsað
byggingarefnið undir sig og er
því nú komið, eins og lýst er
hér að framan.
Framsóknarmenn héldu því
fram strax í.vetur, að nauðsyn-
legt væri að hafa eftirlit og að-
hald í þessum efnum. En Sjálf-
stæðisflokkurinn vildi ekki tak-
marka athafnafrelsi stríðs-
gróðamannanna.
Þar sem sífellt gengur ver að
fá skip til flutninga, er vafa-
samt, hvað hingað fæst af bygg-
Eftir að þessi stjórn kom til
valda, sögðu Framsóknarmenn,
að það skipti engu máli, hvort
þingið samþykkti gerðardóms-
lögin eða ekki, því að þau myndu
ekki verða framkvæmd.
Öllum þessum aðvörunum var
tekið með skætingi og skömm-
um. Eftir stjórnarskiptin þótt-
ust Sjálfstæðismenn báðum fót-
um á föstu standa og höguðu sér
hið dólgslegasta. Við þriðju um-
ræðu um stjórnarskrármálið í
efri deild tók enginn Framsókn-
armaður til máls til þess að
tefja ekki þingið, sem nauðsyn-
legt var að gæti lokið störfum
sem fyrst, vegna kosninganna.
Þegar stjórnarandstæðingar
sýna slíkan þegnskap, þykir
sjálfsagt að stjórnarsinnar
skerist ekki úr leik. En Sjálf-
stæðismenn brutu þessa venju.
Árni frá Múla og Þorsteinn
sýslumaður hófu svæsnar árásir
á Framsóknarmenn og notaði
Þorsteinn svo klúrt orðbragð, að
forseti deildarinnar, Einar Árna-
son, stóð upp úr forsetastóli og
kvaðst ekkki myndi stjórna
fundi, þegar slíkar umræður
færu fram. Settist Einar ekki
aftur í forsetastól eftir þetta.
Sama kvöldið voru gerðardóms-
lögin endanlega samþykkt í efri
deild, þótt allir vissu þá, að þau
mundu verða dauður bókstafur
í höndum hinnar máttlausu
stjórnar.
Sjálfstæðismenn héldu áfram
um stund sama oflátungshætt-
inum og þeir sýndu við 3. umr.
stjórnarskrárfrv. í efri deild. í
blöðum þeirra var þvl fagnað,
að Framsóknarmenn væru
komnir úr ríkisstjórninni. Nú
væri „loftið orðið hreinna“. Það
yrði enginn var við að ekki væri
hægt að stjórna. Það yrði eng-
inn var við neina upplausn, allt
gengi prýðilega, þrátt fyrir spá-
dóma Framsóknarmanna.
Þessi rembingur gekk svo
langt, að byrjað var með per-
sónulegar ofsóknir gegn Her-
manni Jónassyni. Fyrri sam-
starfsmenn vildu sýna stærð
sína með því að ógilda ýms verk
hans og Eysteins Jónssonar og
létu blöð sín ráðast á þá með
álygum.
En drambið og rembingurinn
eiga oft stuttan aldur — og
ingarefni í bráð. Því getur
farið svo, að nauðsynlegustu
húsabætur stöðvist alveg, vegna
þess að stríðsgróðamennirnir
voru látnir aðhaldslausir.
Það væri einn árangurinn af
ráðsmennsku Sjálfstæðisflokks-
ins.
skammt til falls. Þegar stjórnin
hafði verið skamman tíma við
völd, hófu kommúnistar, sem
voru stuðningsmenn stjórnar-
innar, smáskæruhernaðinn í
kaupgjaldsmálunum og síðan
hefir stjórnin siglt „skemmstu
leið til hneysu“. Það er ekki
lengur hægt að henda tölu á
verklfallshótunum smáskæru-
fiokkanna, og alltaf hefir ríkis
stjórnin látið undan. Niðurlæg
ing hennar er orðin slík, að jafn
vel hörðustu andstæðingar
hennar vorkenna henni. Þessi
stjórn hefir alls ekki stjórnað.
Það hafa smáskæruflokkarnir
gert. Stjórnin hefir hlýtt öllum
kröfum, sem frá þeim hafa kom-
ið. Smáskæruflokkunum stjórna
kommúnistar. Þeir segjast vilja
skapa upplausn, enda er upp
lausnin bezti jarðvegurinn fyrir
þá. Þeir sögðust líka vilja fá
ríkisstjórn Ólafs Thors, því að
þeir gætu „brúkað hana til að
skapa upplausn". Vissulega hef-
ir þeim orðið að von sinni.
Ólafur Thors sagði í ræðu um
gerðardómslögin, rétt eftir ára
mótin, að þau væru „lífsnauð-
syn fyrir þjóðina“ og „merkustu
lögin“, sem sett höfðu verið um
langt árabil. Tæpast mun því
unnt að hugsa sér meiri niður-
lægingu fyrir nokkurn stjórn-
málaflokk en þá, sem Ólafur
Thors hefir lent í. Hann mynd
ar stjórn til að annast fram-
kvæmd gerðardómslaganna og
ná í „sex gæsir“ handa Sjálf-
stæðisflokknum. En niðurstað-
an verður sú, að kommúnistar
einir virðast ætla að vinna á
kjördæmabreytingunni, og þeir
nota hina veiku stjórn hans til
að eyðileggja „merkustu lögin“.
Hvernig á þessi maður að fást
við stjórnmál eftir þetta?
Það var ekki látið lítið yfir
því, hvernig kjördæmamálið
átti að eyðileggja Framsóknar-
flokkinn. Jakob Möller sagði í
útvarpsumræðunum, að þótt
það kostaði þrennar kosningar
væri það ekki ofmikið til þess
að ná því nauðsynlega marki,
að eyðileggja Framsóknarflokk-
inn. Sjálfstæðisflokkurinn átti
ekki að verða lítill eftir þessa
baráttu. En eftir fyrstu kosn-
ingarnar eru þeir áreiðanlega
búnir að fá alveg nóg, þótt þá
bresti kannske kjark til að
kannast við það og álpist því út
í haustkosningar. Það er sýnt,
að Framsóknarflokkurinn mun
halda svipaðri þingmannatölu
eftir kjördæmabreytinguna og
hann áður hafði. Kommúnistar
fá aukninguna. Vanvirðan er
(Framh. á 4. síöu)
Erlent yfirlít 31. júlí
Þýskur her kominn
inn í „hlið Kákasus“
Skíptar skoðanir hjá Bandamönnum um nýj-
ar vígstöðvar
Rostov, iðnaðarborgin mikla,
sem stundum hefir verið nefnd
hlið Kákasus", er fallin í hend-
ur Þjóðverjum. Þaðan sækir nú
þýzki herinn suður eftir Káka-
susjárnbrautinni og hefir þegar
tekið smáborg, Botisk, sem er
30 km. suður af Rostov. Norðar
valdið þjóðarógæfu. Nýjar víg-
stöðvar myndu líka verða þess
valdandi, að Rússar fengju
minnaaf hergögnum frá Banda-
mönnum.
Það er þó víst, að Þjóðverjar
óttast innrásartilraunir af hálfu
Bandamanna og binda því mik-
á vígstöðvunum sækja þýzkir inn liðsstyrk í Vestur-Evrópu,
herir á þrem stöðum í áttina sem þeir annars gætu notað í
til Stalingrad. Þjóðverjar hafa Rússlandi. Sennilega þyrftu þeir
nú á valdi sínu brýr yfir Don
á fjölmörgum stöðum. Rússar
hörfa hvarvetna, nema við Vo-
ronesh, en þar virðist líka einna
minnstur kraftur í sókn Þjóð-
verja.
ekkert lið að senda frá Rúss-
landi, þótt Bandamenn gerðu
innrás, sem aldrei gæti orðið í
stórum stíl á þessu ári.
Loftsókn Breta hefir farið
harðnandi seinustu dagana.
horfurnar í styrjöldinni í Rúss
landi hafi aldrei verið eins al-
Bandamenn yiðurkenna^ að Einkum hafa verið gerðar harð-
ar árásir á Hamborg. Vafalaust
veldur loftsókn Breta Þjóðverj-
varlegar og nú. Eina von þeirra um mikium erfiðleikum. Hún
er sú, að Rússar geti teflt fram rUgiar 0g torveldar bæði fram-
óþreyttu varaliði til að stöðva íeiðslukerfi þeirra flutnings-
kerfi. Hún veikir líka viðnáms-
þrótt almennings. Hvers virði
eru sigrarnir í austri, ef loft-
árásirnar harðna?
sókn Þjóðverja á þessum víg
stöðvum.
í Egyptalandi hefir sóknin,
sem Bretar hófu í fyrri viku,
hjaðnað niður og þeir hörfað
aftur til fyrri varnarstöðva.
Báðir aðilar búa sig undir ný
átök og treysta á aukna aðflutn
Brezkir valdamenn boða nú
stöðugt að loftsóknin muni fara
harðnandi. Loftsókn Breta veld-
inga. En þar virðast Þjóðverjar ur ÞV1’ að Þjóðverjar verða að
hafa traustari aðstöðu. Það tek- hafa mikinn flugher í Vestur-
ur nú sennilega 2—3 vikur að
koma hergögnum frá Þýzka-
landi tii Libýu, en jafnmarga
mánuði að koma hergögnum frá
Bretlandi eða Bandaríkjunum
til Egyptalands.
Evrópu, sem annars gæti verið
á rússnesku vígstöðvunum.
Frá hernumdu löndunum á
meginlandi Evrópu berast stöð-
ugt fregnir um vaxandi mót-
iþróa gegn Þjóðverjum.
Ófarir Rússa hafa mjög ýttj Her Mihailovitch hershöfð-
undir kröfuna um nýjar víg- ingja, sem ræður enn yfir all-
stöðvar i Vestur-Evrópu. í Lon- mörgum fjallahéruðum Serbíu
don hafa verið haldnir fjölda- og Svartfjallalands og telur um
fundir til að krefjast þeirra, og 100—150 þús. manns, hefir ný-
Rússar gerast mjög óþolinmóðir. lega tekið tvær borgir af ítölum
Ýmsir málsmetandi menn í og unnið mikið tjón á sam-
Bretlandi hafa þó látið í ljósi gönguleiðum þeirra. Þjóðverjar
dapra trú á því, að Bandamenn hafa orðið að senda þangað
geti framkvæmt innrás á meg- aukinn herstyrk.
inlandið á þessu ári.
Meðal þeirra, sem hafa látið
I Frakklandi fjölgar stöðugt
þetta uppskátt, er hinn frægi skemmdarverkum. Líflát gisla
blaðamaður, Vernon Bartlett., vex að sama skapi. Nýlega voru
Hann hefir sagt, að slík tilraun 28 gislar teknir af lífi í Lille.
væri fjarstæða. Jafnframt ját-
aði hann, að aldrei hefði horft
ver hjá Bandamönnum. Við vor-
um betur staddir við Dunkirk,
sagði hann, því að þá höfðum
við aðgang að fleiri hráefna-
lindum. Það, sem nú er nauð-
I Noregi verður ekki lát á
mótspyrnunni. — Leynilegur
prestafundur hefir nýlega á-
Ikveðið að mynda einskonar frí-
kirkju og hlýta engum boðum
kirkjustjórnar Quislings fyrr en
. . ,, . , . biskuparnir, sem reknir voru
synlegt, er að bua almennmg . __.. ’ . „ . ,
undir lanet stríð en blekkia U1 embættum> hafa tekl® við
undn langt strið en blekkja þeim ft Sex þekktir kirkju_
hann ekki með oftru á nyjar J
menn veita þessum samtökum
forustu. Meðal þeirra er Hall-
herra hefir nýlega sagt í ræðu, sem ve11® befir hér á
vígstöðvar.
Balfour aðstoðarflugmálaráð-
að nýjar vígstöðvar, sem fyrst
og fremst væru knúðar fram af
pólitískum ástæðum og augna-
blikskröfum almennings, gætu
Hroðaleg lýsing hefir verið
birt á aðförum Þjóðverja í
(Framh. á 4. síðuj
. Uppdráttur af Kákasus, sem sýnir hinn mikla fjallgarð, er liggur
milli Svartahaís og Kaspíahafs, en þar munu Rússar hafa aðalvarnarlínu
sína. Olíulindirnar eru merktar sérstaklega, en þær eru langmestar í Baku.
Olíulindirnar Majkop og Grozny eru norðan fjallanna og verður Þjóðverj-
um því auðveldara að ná þeim. Járnbrautin milli Rostov og Baku er sýnd
á uppdrættinum.
Á víðavangi
SIGURGLEÐI
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
Alþýðublaðið læzt vera mjög
sigurglatt yfir því, að ríkis-
stjórn Ólafs Thors skuli hafa
tekizt að gera gerðardómslögin
að dauðum bókstaf. Ræðir blað-
ið um þetta eins og sigur verka-
lýðsins.
Það mun koma á daginn —
og sennilega fyrr en Alþýðu-
blaðið varir, — að verkalýðurinn
mun ekki fagna yfir því, að
hömlurnar gegn dýrtíðinni voru
brotnar niður og atvinnuleys-
inu þannig boðið heim í striðs-
lokin. Verkalýðurinn mun líka
sjá það, að hann er litlu bætt-
ari, þótt hann fái fleiri krónur
í bili, þegar kaupmáttur þeirra
hefir minnkað að sama skapi.
Alþýðuflokkurinn tapaði rúm-
lega 2000 atkvæðum í kosning-
unum 5. júlí, vegna hringlanda-
háttarins og ábyrgðarleysisins í
dýrtíðarmálunum. Hann mun
tapa drjúgum meira fylgi, þeg-
ar það er til fullnustu komið í
ljós, hvílíkt óheillaverk hann
vann þjóðinni með baráttu sinni
gegn gerðardómslögunum.
SKRÖKSÖGU HNEKKT.
Alþýðublaðið býr nýlega til þá
furðulegu skröksögu, að Tím-
inn hafi viðurkennt það, „að
gerðardómslögin hafi verið
skaðleg."
Tíminn hefir jafnan talið og
telur enn, að gerðardómslögin
hafi verið einhver sjálfsögðustu
og nauðsynlegustu lög, sem hafa
verið sett. En það er ekkert til
svo gott, að það geti ekki eyði-
lagzt í höndunum á ómöguleg-
um mönnum. Þannig hefir t.
d. árangurinn af æfistarfi Jóns
Baldvinssonar orðið lítilsvirði í
höndum Stefáns Jóhanns.
Það er ekki sök gerðardóms-
laganna, þótt framkvæmd
þeirra hafi lent í handaskolum
og öngþveiti síðan ríkisstjórn
Ólafs Thors kom til valda. Þau
myndu hafa orðið til mikils
gagns og blessunar, ef ekki
hefðu valizt duglausir menn til
að framkvæma þau.
JAFNAÐARMENNSKA.
Stefán Jóhann hefir undan-
farið fyllt Alþbl. með mikilli
langloku um jafnaðarmennsku,
sem hann telur flokk sinn
berjast fyrir. Stefán nefnir
hins vegar engin dæmi um
jafnaðarmennsku flokksins.
Tíminn skal nefna -eitt.
Alþýðuflokkurinn hefir barizt
gegn festingu kaupgjaldsins, en
á sama tíma heimtað festingu
á verðlagi landbúnaðarafurða.
Verkamenn áttu að hafa frjáls-
ar hendur, en bændur áttu að
vera bundnir.
Slík er jafnaðarmennska Al-
þýðuflokksins. Ekki er von að
vel fari.
TVÆR FYRIRSPURNIR.
Stefán Jóhann líkir flokki
sínum við Alþýðuflokkana á
Norðurlöndum.
Vill Stefán af því tilefni svara
tveimur fyrirspurnum:
Myndu forvígismenn jafnað-
armanna á Norðurlöndum kjósa
kommúnista í virðulegustu
nefnd þingsins, stjórnarskrár-
nefndina?
Myndu forvígismenn jafnað-
armanna á Norðurlöndum fyrir-
skipa liðsmönnum sínum að
kjósa íhaldsmenn, eins og Jón
Pálmason og Gísla vélstjóra, á
þing?
Ef Stefán hugleiðir þessar
spurningar, ætti hann að geta
komizt að þeirri niðurstöðu, að
flokkur hans er talsvert frá-
brugðinn Alþýðuflokkunum á
Norðurlöndum.
VÍSIR OG KOMMÚNISTAR.
Vísir, sem þekkir vel heima-
fólk sitt, segir í forustugrein
síðastliðinn mánudag:
„Fari það svo, að kommúnist-
(Framh. á 4. síðu)