Tíminn - 31.07.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1942, Blaðsíða 3
84. blatS TÍMIM, föstndaginn 31. jiilí 1942 331 ANN ÁLL Afiuæli. Guðjón Guðmundsson, bóndi á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði, er 75 ára 1. ágúst þ. á. Hann er elztur bænda í sveit sinni og á langan og merkan starfsferil að baki. Guðjón er fæddur að Skál- holtsvik og voru foreldrar hans Guðmundur Jónsson, síðar bóndi á Borgum, og kona hans Magðalena Guðmundsdóttir. Stóðu að þeim hjónum hinar merkustu ættir. Bræður Guð- mundar á Borgum voru þeir Guðlaugur, faðir Guðjóns alþm. frá Ljúfustöðum, og Halldór, faðir Björns hreppstjóra á Smáhömrum, og er ætt þeirra rakin í Sýslumannaæfum En foreldrar Magðalenu, móður Guðjóns á Ljótunnarstöðum, voru Guðmundur Andrésson, bóndi í Guðlaugsvík, af Hey- dalakyni í móðurætt, og kona hans Guðrún Jónsdóttir stú- dents á, Þóreyjarnúpi, Símonar- sonar. Guðjón var snemma vinnu- hneigður og árvökull. Fór hann ungur í vistir, og sótti sjóróðra vestur við ísafjarðardjúp um eða innan við tvítugsaldur. Ár- ið 1889 kvæntist hann Björgu Andrésdóttur, formanns að Lág í Eyrarsveit, Guðbrandssonar hins auðga á Hólmlátri, Magnús- sonar. Var hún hin tápmesta kona, vel verki farin og manni sínum samhent í heimilisstarfi. Vorið 1895 fluttust þau að Ljót- unnarstöðum. Var sú jörð þá kot eitt, hjáleiga frá Prests- bakka, og að nokkru leyti nytj- uð frá heimajörðinni. Húsa- kostur var hinn fátæklegasti, túnið nær allt þýft og gaf af sér aðeins 50—60 hesta, en út- heysslægjur litlar og rýrar. Um aldamót fékk Guðjón ábúð á jörðinni allri og síðar festi hann kaup á henni, er sala kirkjujarða hófst. Mun aldrei hafa hvarflað að honum að breyta til um bújörð, þó að margar kostameiri hafi oft lausar verið til ábúðar á því ná- lega hálfrar aldar tímabili, sem hann hefir búið á Ljótunnar- stöðum. Hér er ekki rúm til að rekja starfssögu Guðjóns á Lljótunn- arstöðum. En þar er skemmst frá að segja, að kotið, sem hann tók við fyrir 47 árum, er fyrir löngu orðið hið fegursta býli. Túnið er eigi aðeins orðið slétt, heldur hefir það verið fært svo út, að það gefur nú af sér á fjórða hundrað hesta. Hús öll hafa verið byggð upp og sum endurbyggð á síðari árum úr varanlegu efni. Langflest hand- tök að umbótum þessum hefir Guðjón unnið sjálfur, einkum framan af, enda jafnan einyrki að öðru leyti en því, sem hann hefir notið aðstoðar barna sinna. Hefir hann og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal verðlaun úr Styrkt- arsjóði Kristjáns konungs IX. Við Hrútafjörð er í flestum árum róið til fiskjar á haustum og framan af vetri, þegar tími gefst til frá öðrum störfum. Guðjón hefir jafnan sótt sjó- inn fast — og sækir hann enn, á áttræðisaldri, enda oft góða björg í bú dregið. Á vorin „milli heys og grasa“, hefir hann haft á hendi verkstjórn við vega- gerð ríkissjóðs — nú í sam- fleytt 20—30 ár. Um mörg ár var hann formaður Búnaðarfé- lags Bæjarhrepps og fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Vestfjarða. Konu sína missti Guðjón árið 1929. — Fjögur börn þeirra eru á lífi: Skúli, sem býr nú móti föður sínum á Ljótunnarstöð- um, Guðmundína, bústýra' hjá föður sínum, og Hjörtur og Guð- mundur, báðir heima á Ljót- unnarstöðum. Þess er loks að geta um Guð- jón, sem mest er um vert: Hann er drengur hinn bezti, rausn hans og greiðvikni má við bregða, og fáir eru viðbragðs- skjótari en hann, þegar hjálp- ar þarf við. Og þrátt fyrir marga æfiraun er hann enn sem ungur maður, óbugaður andlega og likamlega, léttur í spori og hlífir sér hvergi, enda vinnur hann ‘einn allt að búi sínu, með aðstoð dóttur sinnar. Er hann jafnvel úti í verstu veðrum, þegar þess er þörf, rat- vís og æðrulaus. Þeir, sem komnir eru á eins háan aldur eins og Guðjón á Ljótunnarstöðum, hafa flestir tekið sér hvild frá hinum erf- iðari störfum. Slíkt er ekki Guð- jóni að skapi, og mun hann ó- traustur gegna öllum störfum sínum áfram, meðan heilsa og þrek endist. Vinir hans allir óska honum þess nú, er hann hefir fyllt aldarfjórðungana þrjá, að hinn fjórði megi verða honum bjartur og ánægjuríkur. Þeir unna honum þess vel að njóta fleiri hvíldarstunda hér eftir en verið hefir til þessa. Um leið biðja þeir þess, er hon- um myndi bezt þykja, en það er, að lífskjör og starfsþrek megi Herferð gegn kaupfélögimnm. (Framh. af 2. síðu) Mbl. gefur bændum tilefni til að hugleiða. Þá kemur gamli áróðurinn, að kaupfélögin séu áróðurstæki Framsóknarflokksins. Það þarf engan að undra, þótt kaupfé- lagsmenn eigi vissa samstöðu með Framsóknarflokknum, þar sem félögin myndu fyrir löngu að velli lögð með ranglátum skattalögum og öðrum lögþving- unum, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið löggjöf undanfar- inna ára. Rógur Mbl. er ljósast dæmi um það, sem koma myndi, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi að ráða. Það þarf því engan að undra, þótt kaupfélagsmenn óski ekki eftir sigri þess flokks. En fyrst Mbl. minnist á þetta atriði, er ekki úr vegi að spyrja: Hvað mikið fé taka kaupmenn- irnir af almenningi með rang- látri álagningu og leggja í kosningasjóð Sjálfstæðisflokks- ins? Og hvað mikið fé væri ekki búið að taka áf öllum almenn- ingi, kaupfélagsmönnum og öðrum, ef Sjálfstæðisflokknum hefði heppnast að eyðileggja kaupfélögin og áhrif þeirra á verðlagið í landinu? Hversu mik- ill er því ekki orðin gróði alls almennings, bæði kaupfélags- manna og annarra, á þeirri að- stoð, sem kaupfélagsmenn hafa veitt Framsókna\-flokknum til að afstýra þeim fyrirætlunum Sj álfstæðisflokksins að eyði- leggja kaupfélögin? Fjandskapurmn til Kron. Þá getur .Mbl. ekki dulið fjandskapinn í garð Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Það reynir að kenna því um hús- næðisekluna í bænum og að byggingarefni fáist ekki til íbúð- arhúsa. Mbl. segir t. d. síðastl. laugardag: „Kaupfélagið Kron, sem kom- múnistar eru sagðir ráða miklu í, hefir líka verið frekt að sölsa undir sig húsnæði í nýjum hús- um, þar sem hið dýrmæta bygg- inarefni hefir verið notað sem betur væri varið til íbúðarhúsa- bygginga. í stórhýsinu á horni Vesturgötu og Garðastrætis hefir Kron tryggt sér stórt verzlunar- og iðnaðarpláss. Það situr því illa á kommún- istum að gera sig breiða yfir öðrum í húsnæðismálunum. Húsvilta menn varðar ekkert um löngun ráðamanna Kron til að sölsa undir sig húsnæði.“ Mbl. sér engum ofsjónum yf- ir því, að stríðsgróðamenn hafa tekið mikinn hluta byggingar- efnisins, sem til landsins hefir (Framh. á 4. síðu) honum endast fram að leiðar- lokum. Jón Guðnason, Prestsbakka. dansarar, atkvæðafénaður við hlutfallskosningar, sem sé vægarlaust rekinn í flokksdilka og brennimerktur til æfilangrar eignar vissum flokki. V. Stjórnarskrárfrumvarpið. Eftir hinni svonefndu höfðatölureglu hlutfallskosn- inganna ættu bændur rétt til mestra ráða í landi, vegna þess að þeir eru fjölmennasta stétt- in. Þessu raskar stjórnarskrár- frumvarp jafnaðarmanna. Það er lævísleg tilraun Reykjavík- urflokkanna um að ná einveldi í landinu með hlutfallskjöri. Eftir frumvarpinu verða 8 þing- menn hlutfallskjörnir í Reykja- vík en 11 af landlistum flokka sem uppbótarþingmenn. Allir þessir 19 þingmenn verða raun- ar þingmenn Reykjavíkur, vald- ir af flokksforingjum þar og flokksfélögum. Auk þess verða 12 þingmenn hlutkjörnir í tví- menningskjördæmum. Enginn vafi er á því, að þetta er aðeins fyrsta skrefið. Þjóðin hafði ekki nægan tíma til að átta sig á því, hvað hér var á seyði. En á næstu árum mun sjást, að stefn- an er sú að afnema öll ein- menniskjördæmi, en gera alla þingmenn hlutfallskjörna í einu landskj ördæmi eða fáum og stórum. Með því væri fullt múgræði höfuðborgarinnar tryggt að fullu og þjóðræði og sjálfstæði héraðanna tapað.. V. „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Ekki nefndi Ólöf rika mann sinn látinn riddara eða hirð- stjóra, heldur bónda. Bónda- nafnið þótti mest tignarheiti í þá daga. Björn bóndi var felldur óvið- búinn af erlendu liði. Nú hafa erlendar stefnur safnað mikl- um flokkum í landinu, er ráð- ast að bændum lands og sjávar óviðbúnum. Kosningarnar virð- ast vera í fljótu bragði ósigur bændavaldsins og bændanna í landinu, jafnvel þótt flokki þeirra yxi stórlega fylgi. Sigur Englendinga yfir Birni bónda var Phyrrusar sigur, sem varð þeim að falli. Svo rækilega safn- aði Ólöf liði. Ég efast ekki um, að bænd- ur og sjálfstæðir atvinnu- rekendur lands og sjávar átta sig betur á málunum á næstu árum. Þeir safna liði og afnema allt hlutfallskjör til Alþingis. Hlutfallskjör stefnir bcint og ótvírætt til einræðisflokkanna, til einveldis höfuðborgarinnar, til afnáms frjálsrár rökhyggju kjósenda og þingmanna. Vítin í Þýzkalandi, Rússlandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi eru til varnaðar. Við tökum upp einmennis- kjör og meirihlutaval í öllum kjördæmum, byggjum upp stjórnarfarið á þeim þjóðlega grunni, sem okkur hefir bezt gefizt í þúsund ár. Berum sam- an rólega framþróun og vel- farnað allra brezkra þjóða í öll- um álfum heims undir ein- menniskjöri við ófarnað meg- inlandsþjóðanna undir hlut- fallskjöri. Auðvitað verður að breyta kjördæmaskipuninni að öðru hvoru, eftir því sem fólkið flyzt milli héraða, og kljúfa hin stærstu t. d. Reykjavík í mörg einmenniskjördæmi. Það er hin mesta fjarstæða að hafa á móti fjölgun einmenniskjördæma, ef hlutfallskjör og uppbótarþing- sæti eru niðurlögð. Með fjölgun kjördæma má bæta úr öllu mis- rétti héraðanna. Slíkt verður aðeins að gera eftir föstum, fyrirframákveðnum reglum. Eðlilegt og sjálfsagt virðist, að höfuðstaðurinn hafi nokkru fleiri kjósendur um þingmann en önnur héröð vegna þess, hve hann hefir margháttaða að- stöðu til áhrifa á landsmál um- fram önnur kjördæmi. Og hugs- anlegt er, að það yrði að vinna til samkomulags, að hafa hlut- fallskjör í Reykjavík einni. En annars er öllum byggðum landsins og allri okkar menn- ingu hin mesta nauðsyn að halda fast við hinn forna þjóð- ræðisgrundvöll: Einmenniskjör- dæmi, sem fá að senda þann fulltrúa á þingið, sem nýtur trausts flestra kjósenda. N. N. r=rm 1 .1.-11CEI Súðin fer vestur og norður til Þórs- hafnar í vikulokin. Vörumóttaka á Norðurlands- hafnir í dag og á Vestfjarðar- hafnir á morgun, ef rúm leyfir. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir miðvikudagskvöld. Trúlofnnarhrlngar, rækifærisgjafir, í góðu úrvali. Sent gegn póstkröfu. Gnðm. Anclrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Frá Odda á Rangárvöllum hefur tapast bleik hryssa. Mark: blaðstýft aftan og gat hægra og stýft vinstra. Finnandi geri aðvart að Odda. Þúsnndir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt máL Santband ísl. samvinnufélaga. Munið að skipta við kaupfélögin. Þá fáið þér góðar vörur og náið hagfelldum kaupum. FRESTUR til að kæra til yfirskattanefndar út af úrskurðum skattstjúra oj»' niðurjöfnun- arnefndar ú skatt- og útsvarskærum, reunur út jiann 10. ágúst n. k. Kærur skultt komnar í hrcfakassa skattstof- unnar í Al|»ýðuliúsinu fyrir klukkan 34 þann dag. Yfirskattanefnd Reykjavíkur ttzittnttiut iitttttitttittttttttttttitittittttmttttitti Kaffihætir á ckki sainan nema að nafninu til. Mis- munandi efni og aðferðir gera hann margvislegan að gæðum. Kaffibætirinn FREYJA er sá kaffibæt- ir, sem er við flestra hæfi. — Milt og ljúffengt bragð, ásamt fallegum lit og hrcssandi ilmi, hafa gert FREYJU-kaffibæti vinsælli en dæmi eru til. DRÝGI9 kaffiskammtinn með Iiiiium ágæta kaffi- bæti frá Kaffibætis- verksmið j unni „FREYJU“ á Aknreyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.