Tíminn - 18.08.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG ADGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3720. RITSTJÓRI: t>ÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRÁMSÓKNARFLOKKURINN. 26. ár. Rcykjavík, þriðjudaginn 18. ágúst 1942 90. blað Ofstopi gegn Framsóknarflokknum og stefnu- leysí í þjóðmálum einkennir stjórnarflokkana í öðru ordinu segja þeir að Framsóknarflokkurinn sé ofbeldis- og ein- ræðisflokkur, sem purfi að afmá, þótt það kosti þrennar kosningar. í hinu orðinu ásaka þeir fiokkinn fyrir að vilja ekki taka þátt í rík- isstjórn til að leysa „aðkallandi vandamá!” Jónas Jónsson: Ekkí veldur sá er varir Sjálfstæði þjóðarinnax hefir aldrei verið í meiri hættu en nú, án þess þó að ísland sé orð- inn styrjaldarvettvangur. Þessi hætta stafar af ótrúlegri linku og hagsmunasýki, sem víða ber á í þjóðfélaginu. Síðustu dagana hafa gerzt þau tíðindi, að menn sem vinna að uppskipun fyrir erlenda þjóð, notuðu sér vitneskjuna um, að ákveðið skip varð að ná í tiltekið föruneyti, og heimtuðu að fá 20 kr. kaup fyrir eftir- vinnutímann. Litlu síðar stöðva undirmenn á íslenzka flotanum skipin, nema þeir fái sextíu krónur á dag í aukaþóknun, og allt af jafn mikið og yfirmenn. Svo að segja um leið heimta menn, sem vinna við höfnina, dagkaupshækkun úr rúmlega 40 kr. í liðugar 60 krónur. Sam- tímis neyðist Eimskipafélagið til að hækka farmgjöld um 50%. Kunnugir mcnn( telja, að sú hækkun muni vera of lítil, eins og nú er komið. Ameríkumenn lánuðu íslendingum áður raun- verulega um % af burðarmagni skipa til flutninga að vestan. Nú hafa þeir tilkynnt samdrátt. Frá næstu mánaðamótum minnkar flutningsmagn frá Ameríku um helming. Ef háset- ar og yfirmenn á Eimskipafé- lagsskipunum hindra siglingar þeirra, og ef hafnarverkamenn neita að vinna að afgreiðslu, eru þessar stéttir búnar að koma landinu í umsáturs á- stand. í síðasta stríði seldu íslend- ingar Bandamönnum mikið af togaraflotanum. Þegar sigling- ar hættu til Englands, vegna hernaðarhættu, vissu íslenzk stjórnarvöld, að Bretar myndu bjóðast til að leigja skipin, leggja þeim til skipshafnir o. s. frv. Áður en úr því yrði, byrj- uðu íslendingar að sigla aftur. Eins og nú horfir, er um þrjár leiðir að velja: Að sjómenn, yfirmenn og undirmenn, haldi sínum sjaldgæfu deilum áfram, þar til skipin leggjast fyrir í höfnum, og skipshafnir fá heimfararleyfi. Þá byrjar heimagerð hungursneyð i land- inu. Önnur leið er sú, að Banda- menn leigi skipin, og sigli þeim til landsins með erlendum skipshöfnum, en framkvæmi miskunnarverk á íslendingum til að forða þessari litlu þjóð frá ótímabærum dauða. Þriðja leiðin er, að einhverir af þeim mörgu útlendingum, sem nú vantar skip, „leigi“ þau með einhverjum hætti til sinna þarfa. Mér þykir sennilegt, að af því að sambýlismenn okkar hafa yfirleitt sýnt sanngirni í okkar garð, þá muni þeir ef til vill taka þá leið, að sigla skip- unum hingað með málsverð handa þjóðinni. En það er mjög vafasamt hvort hægt yrði að láta vörurnar á land með ís- lenzkum vinnukrafti. Vel gæti verið, að sambýlismönnunum þætti óþarflega mikið álag á brauðvörur almeninngs, að borga 20 kr. um tímann við af- greiðsluna. Þá yrði sennilega að leita á náðir útlendinga með þá hjálpina. v Menn beri nú þessa fram- (Framh. á 4. slOu) Það er þess vert að reyna að átta sig á sögu íslenzku þjóðar- innar, '— sögunni, sem hefir verið að gerast þrjá mánuðina síðan núverandi stjórn tók við völdum. Tveir stærstu flokkarnir stóðu saman að stjórn og unnu saman til viðreisnar og við- náms, þótt margt bæri á milli. Þá skeður það, að Sjálfstæðis- flokkurinn gín við pólitísku agni frá stjórnarandstöðunni, slítur samstarfinu við Fram- sóknarflokkinn, aflar sér stuðn- ings og hlutleysis frá kommún- istum og jafnaðarmönnum, en um leið segir annar ráðherra Sjálfstæðisfl., að „þrennar kosningar“ sé ekki of mikið, ef með því megi takast að „eyði- le’ggja Framsóknarflokkinn.“ Um þetta takmark sameinast svo þessir þrír stjórnarflokkar. Framsóknarflokkurinn átti ekki um neitt að velja; hann varð að taka upp varnarbaráttu fyrir dreifbýlið. Fyrstu vikurnar var mikill fögnuður í stjórnarflokkunum yfir því, að nú væri „ofstopa- flokkurinn“ — eins og Fram- sóknarflokkurinn var kallaður — farinn úr ríkisstjórn. Nú væri „loftið hreinna". — En veður hefir skipazt á skammri stundu — og nú er komið allt annað hljóð í stjórnarblöðin. — Almennt spyrja landsmenn undri lostnir, hvernig má það ske, að svo stór flokkur, sem Sjálfstæðisflokkurinn, skuli ana út í allar þessar ófærur eins og blindur maður. Það er von, að þannig sé spurt. Framsóknar- flokkurinn hefir einatt aðvar- að. Því var svarað: Allar þessar aðvaranir Framsóknarflokksins eru aðeins gerðar til þess að reyna að hræða frá því að breyta kjördæmaskipuninni, því að það mun ríða flokknum að fullu. — Annar stjórnarflokkur, kom- múnistar, var svo hreinskilinn að segjast styðja stjórn Ól. Th. vegna þess, að hún væri veik stjórn, — og með slíka stjórn við stýrið væri auðvelt að skapa upplausn. — En til þess að geta eyðilagt Framsóknarfl., þó að það kosti þrennar kosningar, kýs stjórn- arformaðurinn Ólafur Thors það hlutskipti sér og íslenzku þjóðinni til handa að stjórna með kommúnistum og jafnað- armönnum — en rjúfa samstarf við Framsóknarflokkinn. Og það kann að upplýsast síðar betur en það hefir verið upp- lýst til þessa, með hve drengi- legum hætti sá viðskilnaður nú- verandi forsætisráðherra gerð- ist. Undirrótin að þeim vand- r-áeðum og öngþveiti, sem nú hafa verið kölluð yfir þjóð- ina, eru skapveilur Ólafs Thors og hin ófyrirleitnu öfl í Sjálf- stæðisflokknum, er etja honum á foraðið. Ólafur er þekktur að því að hafa lipra talgreind, en vægast sagt lítið af hyggindum eða forsjálni. Hann skortir til- finnanlega márga af þeim eig- inleikum, sem stjórarforseti þarf að hafa. Ofstopi sumra Sjálfstæðis- manna gegn Framsóknarfl. og löngun þeirra til að koma honum á kné með kjördæma- breytingunni, varð grundvöll- ur núverandi stjórnarsam- vinnu með Ólaf Thors í broddi fylkingar. Menn verða að gera sér ljóst, að án slikrar ofstopahneigðar væri óhugsandi að slík stjórn og stjórnarsamvinna, sem nú er, hefði fengið völd í landinu á svo viðsjárverðum tímum og nú eru. Það þarf ekki að nota mörg orð til að sanna ofstæki og öf- und stjórnarflokkanna í garð Framsóknarflokksins. Menn muna hin barnalegu og haturs- fullu orð Jakobs Möllers, er hann sagði, að þrennar kosn- ingar á ári væru ekki of mikil fórn til að hnekkja Framsókn- arflokknum. — Leiðarar Morg- unblaðsins, sem Tíminn flutti sýnishorn af síðastliðinn laug- ardag er annað sýnishorn. Og svo, þegar allt er komið í öngþveiti spyr Morgunblaðið: „En hvað á þá að gera? Og blaðið svarar þessari I seinustu viku hóf her Bandaríkjanna fyrstu sókn sína í þessari styrjöld. Fram til þess tíma hafði hann alltaf ver- ið í varnaraðstöðu. Þessi sókn beindist gegn Salomonseyjum, sem Japanir hertóku af Bret- um síðastliðinn vetur. Sam- kvæmt seinustu fregnum virð- ist laiidgönguher Bandaríkj- anna hafa orðið vel ágengt og náð fótfestu víða á, eyjunum. Floti og flugher hefir veitt hon- um öflugan stuðning. Setulið Japana hefir þó varist af mik- illi hörku og er því enn ekki fullreynt, hver endalokin verða. En takist Japönum ekki að koma auknu liði til eyjanna, ætti Bandaríkjamönnum að vera sigurinn viss. Japanir eru nú búnir að dreifa kröftum sínum svo víða, að þeim er vafalaust örðugt að geta strax sent lið til hjálpar á hinum ýmsu stöðvum. Það mun líka hafa ruglað þá nokkuð, að í sama mund og innrásin hófst á Salomonseyjum, gerðu Banda- ríkjamenn flotaárásir á stöðv- ar þeirra á Aleutieyjum. Það er ekkert undarlegt, þótt fyrsta sókn Bandaríkjamanna í styrjöldinni beindist gegn Salo- monseyjum. Þær hafa mikla hernaðarlega þýðingu, vegna legu sinnar. Bezta siglingaleið- in milli Ameríku og Ástralíu liggur um eyjarnar. Þaðan er gott til árásar á Nýja-írland, Nýja-Bretland og Nýju-Gueniu, sem Japanir hertóku á síðast- liðnum vetri. Nái Bandamenn aftur þessum löndum, væri mik- illi hættu bægt .frá Ástralíu. Með töku Solomonseyja er líka leið Japana til Hebrideseyja, Nýju-Kalidóníu og Nýja- Sjá- lands lokuð. Salomonseyjarnar eru fjölda- margar. Stærri eyjarnar, sem eru frá 3—10 þús. fer km. að flatarmáli, hafa myndast af eldsumbrotum. Há eldfjöll eru á þessum eyjum og eru þær yfirleitt hálendar. Smærri eyj- arnar eru kóraleyjáir og víða eru mikil kóralrif með strönd- um fram og torvelda þau sigl- ingar. Hitabeltisloftslag er á spurningu með þeim vísdóms- legu orðum: „Þetta er spurningin, sem enginn getur svarað.“ Tíminn hefir enga tilhneig- ingu til að gera Ólaf Thors sér- staklega að umtalsefni fram yfir það, sem nauðsynlegt er til að skilja þær ógöngur, sem hann hefir leitt þjóðina út í á skömmum tíma. Það er nóg að benda á það, sem öll dæmi sýna og sanna, að hann hugsar ekki nægilega fram í tímann og sér ekki fyrir afleiðingar gerða sinna. Þetta sjá og viðurkenna mjög margir af flokksmönnum hans, en þeir verða þá jafn- framt að gera sitt til að kippa i (Framh. á 4. síðu) eyjunum og hefir það reynzt óhollt hvítum mönnum, enda munu þeir hafa verið innan við eitt þúsund á öllum eyjunum, þegar styrjöldin hófst. Rign- ingar eru tíðar allan ársins hring og er gróðurinn því fjöl- skrúðugur. Vaxa þar allar teg- undir ávaxta, en ræktun er þó ekki mikil, enda hafa eyja- skeggjar lítt þurft að hafa fyr- ir henni. Hinir upprunalegu eyjaskeggjar voru taldir með- al villtustu blökkumanna á Suðurhafseyjum, en hafa mannast talsvert seinustu ára- tugina, einkum fyrir atbeina kristniboða. Mannætur fyrir- finnast þó enn á eyjunum. Hvítir menn hafa notið lítilla vinsælda eyjaskeggja, enda gerðu- þrælakaupmenn sér oft ferð til eyjanna fyrrum daga. Eyjaskeggjar eru taldir vera milli 150—200 þús. Það mun einna markverðast í sögu Salomonseyja, að þær týndust í 200 ár. Þær fundust fyrst 1567, en síðan tókst ekki að finna þær aftur fyrr en 1767. Árið 1885 skiptu Bretar og Þjóðverjar eyjunum milli sín, en Þjóðverjar seldu Bretum síðan allmikið af sínum hluta nokkrum árum síðar. Þær fáu eyjar, sem Þjóðverjar áttu eft- ir, féllu í hlut Breta að lokinni heimsstyrjöldinni. Eyjarnar hafa ekki þótt verulega eftir- sóknarverðar af stórþjóðunum fyrr en nú, þegar Kyrrahafs- styrjöldin opinberaði hina mik- ilvægu hernaðarlegu þeirra. Nú er hinn litli hafnarbær, Talugi, talinn einn þýðingarmesti staður Kyrrahafsins. Það er til- tölulega auðvelt að koma þar upp mikilli flotastöð. Sá hern- aðaraðilinn, er ræður þeirri flotastöð, getur haft töglin og hagldirnar á stórum hluta Kyrrahafsins. Ef Bandamenn ná Salomons- eyjum, getur það markað tíma- mót í Kyrrahafsstyrjöldinni. Það yrði fyrsti sigur þeirra og fyrsta stóra hindrunin, sem Japanir mættu í sókn sinni suð- ur á bóginn. Á víðavangi ERLENDA LÍNAN. í umræðum um stjórnarskrár- málið í neðri deild sló í all- harða brýnu með ræðumönn- um Framsóknarmanna og sósl- alista. Sigfús Sigurhjartarson sór og sárt við lagði, að aldrei létu þeir félagar stjórnast af erlendum viðhorfum. Öll þeirra sál og allt þeirra mál væri ís- lenzkt og miðað við íslenzka hagsmuni. Þá voru þeir spurðir, hvers vegna þeir hefðu sýnt Bretum fullan fjandskap í upphafi ó- friðarins og talið það ganga landráðum næst, að nokkur ís- lenzkur verkamaður starfaði í þjónustu þeirra. Þá var Bret- land „kapitalistaland“, sem átti meginsök á ófriðnum. En eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa, breyttist þetta skyndilega. Bret- land varð „lýðræðisríki" og setuliðsvinnan varð landvarn- arstarf, sem átti að sitja fyrir öllu öðru. Sigfús sagði, að þetta væri ofur eðlilegt. í upphafi stríðs- ins hefði Chamberlain verið við völd í Bretlandi og sósíalistar hefðu verið á móti honum. Síð- an hefði komið ný stjórn í Bretlandi, sem væri þeim fé- lögum næsta geðfeld. En er Sigfús var minntur á, að engin stjórnarskipti hefðu orðið í Bretlandi um þær mund- ir, er sósíalistar hér tóku sinna- skiptum, varð Sigfús niðurlút- ur og fór hjá sér. Þingheimur glotti. MORGUNBLAÐIÐ TALAR. „Þjóðin þarfnast samvinnu, sem byggist á einlægum vilja til að leysa vandamálin. Þessi orð eru úr forustugrein blaðsins á sunnudaginn var. En hvers konar samvinna er það, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill í raun og veru? Hann hafnar boði Framsókn- arflokksins um „samvinnu til að leysa vandamálin" og ræðst jafnframt á Framsóknarmenn með fáheyrðum brigzlyrðum og ruddaskap, eins og sjá má af greinum þeim, sem Tíminn prentaði upp úr Morgunblaðinu á laugardaginn var. Nei, samvinna Sjálfstæðis- flokksins um lausn vandamál- anna virðist eingöngu vera fal- in í því að halda uppi kosninga- deilum um kjördæmamálið mestan hluta ársins. Það virð- ist vera eina málið, sem flokk- urinn er staðráðinn í að leysa með tilstyrk sósíalista. Það eru vafalaust margir í flokki Sj álf stæðismanna, sem eru þessu mótfallnir og óska í raun og veru eftir samvinnu til að leysa vandamálin á þeim grundvelli, sem Framsóknar- flokkurinn hefir boðið fram. Fyrir þessa flokksmenn skrif- ar Morgunblaðið annan daginn um samvinnu. Hinn daginn bítur það í skjaldarrendur og eirir engu. Þá er skrifað fyrir angurgapa og illindamenn flokksins. Þannig leika forustumenn Sjálfstæðisflokksins tveimur skjöldum. S T Ö K U R. Dugir frekja og maura-mor meðan til það hrekkur. En undir kaldri skapa-Skor, skútan loksins sekkur. Þó að brotin bollapörin, bæti að fullu skálksins hönd. Bráðum endar frægðar-förin frekjunnar á Barðaströnd. „Tivoli“ í Hljómskálagarðinum. Stúdentar efna til skemmtiviku í Hijómskálagarðinum þessa viku, til á- góða fyrir byggingu hins nýja stú- dentagarðs. Hefir verið komið fyrir tjöldum og danspalli í garðinum og getuí fólk fengið þar margháttaða skemmtun fyrir sanngjamt gjald alla daga vikunnar. Hverjir tefja störi Alþingis? Morgunblaðið fárast yfir því í forustugrein sinni í fyrra dag, að Framsóknarflokkurinn geri allt til þess að hindra framgang stjórnarskrármálsins og tefja störf Alþingis. Lítum á staðreyndirnar. Við 1. umræðu í n. d. töluðu Framsóknarmenn aðeins 15 mínútur. Þeir óskuðu eftir, að málinu yrði vísað til nefndar. Þau nefndarstörf tóku 3—4 daga, en jafnframt reyndi Framsóknar- flokkurinn að koma á samkomulagi við hina flokkana um að fresta þessu ótímabæra máli, en snúa sér í sameiningu að frið- samlegri lausn þeirra mála, sem geta varðað afkomu og heið- ur þjóðarinnar í nánustu framtíð. Tilboðum Framsóknarflokksins var hafnað með fáryrðum og ruddaskap. Við aðra umræðu stjórnarskrármálsins veittu Framsóknar- menn afbrigði til að hraða því. Önnur umræða í n. d. stóð aðeins einn dag frá kl. 2—7 með kaffihléi. Af þeim tíma notuðu formælendur kjördæmamálsins meira en helming, m. a. talaði Ásgeir Ásgeirsson 5 sinnum og Áki Jakobsson 3 sinnum. Voru ræður þeirra aðallega stóryrði í garð Framsóknarmanna. í kvöld og annað kvöld fara fram útvarpsumræður um málið. Úr því er ekkert, sem tefur afgreiðslu þess. Má vel ljúka því fyrir næstu helgi, ef afbrigði eru við höfð. Annars ættu Sjálfstæðismenn að tala varlega um tafir á þinghaldinu. Talning atkvæða og úthlutun uppbótarsæta eftir kosningar tók margfalt lengri tíma en ástæða var til. Þingið var ekki kvatt saman fyrr en 4. ág. Tvo daga tók það að kjósa forseta þingsins. Fundir eru aldrei á laugardögum. Yfirleitt er seinagangur á öllu í þinginu. Stjórnin dró á lang- inn að kalla það saman. Hún gerir ekkert til að flýta því. Stjórnarflokkarnir vilja vetrarkosningar. Fyrsta sókn Bandaríkjanna Orrustan um Saloiiioiiseyjar getnr markað þáttasklpti í Kyrrahafsstyrjöldlnm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.