Tíminn - 18.08.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1942, Blaðsíða 2
354 Tf>lI]V\, 18. ágúst 1942 90. blað Jörundur Brynjólfgson, alpingísmaður Valið tíl eírí deildar ‘gímtrrn Þri&judayur 18. ág. Ovinaíagnaður Framsóknarflokkurinn er í fullri andstöðu við þá ríkis- stjórn og stuðningsflokka henn- ar, er nú ætla að hrinda þjóð- inni út í nýjar kosningadeilur í stað þess að einbeita kröftun- um til úrlausnar aðkallandi vandamála. Flokkurinn vill ekki taka þátt í slíkum óvinafagnaði, en hann mun veita aðstoð sína hverju gagnlegu máli, sem fram kann að koma, og að því leyti haga andstöðu sinni á annan veg en núverandi stjórnarflokkar hafa áður gefið fordæmi fyrir. Ef nokkrar líkur væru til þess, að erlendur aðili hefði hug á því að eignast varanleg ítök hér á landi, mundi fátt gleðja hann meira en öngþveiti það og ráðleysi, sem nú einkennir stjórnmál og stjórnarforustu íslendinga. Öll blöð stjórnarflokkanna lýsa samróma þeim háska, sem vofi yfir þjóðinni af upplausn þeirri og ringulreið, er víða ger- ir vart við sig í atvinnumálum og þjóðlífi voru. Það, sem einkum setur svip sinn á þessa upplausn, er sú staðreynd, að það eru ekki ein- ungis fáeinir stóreignamenn, sem hafa tekið stríðsgróðasótt- ina, heldur virðist sjúkleiki þessi vera að heltaka hinn heil- brigða kjarna þjóðarinnar, verkamenn í bæjunum og nokk- uð af sveitafólki, þótt í sveitun- um sé nú sem fyrr staðið fast- ast gegn upplausnarstefnunni. Forustumenn verkamanna telja tímann einkar hentugan til að stórhækka kaup, stytta vinnutíma og skylda alla vinn- andi menn til sumarleyfa — nema vitanlega einyrkja í sveit- unum. Þeir bjóðast til að semja um hagnýtingu vinnukraftsins til „framleiðslu- og landvarn- arstarfa." En þegar að því kemur, að þeir lofi því að halda slíkan samning fyrir sitt leyti, vilja þeir engar slíkar skuld- bindingar. Sjálfstæðisflokkurinn fer með stjórn landsins. Hann veit, hvert stefnir, en sér enga leið úr ógöngunum. í stað þess að leita samstarfs og úrræða í öngþveiti því, sem hann lýsir svo réttilega, hefir hann enga lausn að bjóða nema breyting- ar á kjördæmaskipun landsins, sem mjög lítið mundi raska styrkleikahlutföllum núverandi þingflokka. Þetta er að gefa steina fyrir brauð. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tekið forustuna í liði æsinga- flokkanna í landinu til að hnekkja áhrifum sveitanna. Flokkurinn vinnur að því vit- andi vits eða óvitandi, að efla fylgi og svigrúm öfgaflokk- anna, en rýra áhrif þess flokks, sem traustasti, vinnusamasti og sparsamasti hluti þjóðarinnar hefir falið umboð sitt. Fram- koma Sjálfstæðisflokksins er rétt nefndur óvinafagnaður. Framsóknarflokkurinn hefir varað við og varar enn við hin- um hættulegu afleiðingum af langvinnum deilum og kosn- ingabaráttu á þeim háskatím- um, sem nú eru um heim allan. Aðvaranir hans eru að engu hafðar. Og svo spyr Morgunblaðið, hvað sé til fyrirstöðu því, að heilbrigt samtstarf geti hafizt á Alþingi milli flokka! Það, sem er til fyrirstöðu, er sá ömurlegi skrípaleikur þriggja þingflokka, sem láta allt dank- ast og drabbast niður af því, sem sjálfstæði og virðing þjóð- arinnar byggist á, en fara með illvígan her á hendur sveita- kjördæmunum til að traðka ævafornum rétti þeirra. Fram- sóknarflokkurinn telur það ó- maklegt og þjóðhættulegt at- ferli. Hann er andvígur því. Með núverandi háttalagi ger- ist Sjálfstæðisflokkurinn lyfti- stöng stjórnleysisaflanna í þjóðfélaginu, lyftistöng komm- únista og nazista. Hann veldur óvinafagnaði í þeim herbúðum. + Með stjórnarskrárbreyting- unni 1934 og breyting á þing- sköpum Alþingis 1936, var vali til efri deildar Alþingis komið í fastara horf heldur en áður hafði tíðkazt. Sú skipan, er með þessum lagaákvæðum var gerð á vali efri deildar, veldur því, að senni legt er að oftast þurfi ekki að kjósa til deildarinnar, heldur nægi að flokkarnir tilnefni menn af sinni hálfu til að taka sæti þar. Ef flokkarnir gæta skyldu sinnar í þessu efni, má gera ráð fyrir, að skipan Al- þingis verði oftast sú, að for- seti sameinaðs Alþingis geti séð, án þess að atkvæðagreiðsla fari" fram, hvað marga menn hver flokkur á að tilnefna til efri deildar. Ef um kosningabandalag um val til deildarinnar er að ræða, hvernig, sem því kann að vera háttað, þarf forseti að fá vitn- eskju um það frá þeim, er að því standa, áður en valið fer fram. Það er forseta nauðsyn- legt vegna þess, að honum er lögð sú skylda á herðar, sam- kvæmt 6. gr. þingskapa, að gæta þess að skipan deildar- innar verði sem næst því, er komizt verður, í samræmi við skipan sameinaðs Alþingis. Ef bandalag er milli flokka eða manna, ber að taka tillit til þess við valið til deildarinnar. En þó að sennilegt sé, að lang .oftast liggi ljóst fyrir, hvernig efri deild skuli skipuð, þá getur þó hæglega staðið svo á, að for- seti geti ekki með fullri vissu vitað fyrirfram um skipan deildarinnar án þess að láta kjósa. En um þær ástæður, er því geta valdið, skal ekki fjöl- yrt að þessu sinni. Að kosning- unni lokinni, getur tæpast ver- ið vafi á því, hvernig deild skuli skipuð lögum samkvæmt. En það er bert af ákvæðum 6. gr. þingskapa, að fjarvera þing- manns á engin áhrif að hafa um kjör til efri deildarinnar. En þó að forseti eigi sakir starfa síns, að hafa fyrirfram vitneskju um skipun efri deild- ar, er allt öðru máli að gegna um einstaka þingmenn. Þeir hafa enga aðstöðu til að vita fyrirfram, hver skipan deildarinnar á að vera, nema eftir flokkum, ef engin kosn- ingabandalög eru milli þeirra eða manna utan flokka, sem kunna að taka þátt í vali til deildarinnar, nema, ef forseti tilkynnir áður en kjör fer fram, hvort um nokkuð slíkt er að ræða. Sé slík vitneskja látin í té, á hver þingmaður að geta séð það fyrirfram, hvernig deildin á að vera löglega skipuð, nema hlutkesti ráði úrslitum. Um það, á hvaða grundvelli valið til efri deildar á að fara fram, held ég að tæpast verði deilt í alvöru. Ber afdráttar- laust að hafa hlutfallskosningu til deildarinnar (de Hondt að- ferð, — listakosning), enda hefir valið til deildarinnar far- ið fram með þeim hætti eða á þeim grundvelli fram að þessu, síðan sú skipan var gerð um val til efri deildar, er nú gildir. Nú hefir risið ágreiningur á Alþingi út af vali til efri deild- ar, enda nú gert með öðrum hætti en í hin skiptin, (1934 og 1937). í byrjun þessa þings, þegar velja skyldi til efri deildar, komu fram 4 listar. Á þeim voru samtals nöfn 17 þingmanna, en til efri deildar bar að velja 16 þingmenn. Á lista Framsóknarflokksins voru 7 nöfn, á lista Sjálfstæð- isflokksins voru 6 nöfn, á lista Alþýðuflokksins 2 og á lista Sósíalistaflokksins 2. Ef ekki var um kosninga- bandalag milli flokka að ræða um val til efri deildar átti eft- ir atkvæðamagni flokkanna í sameinuðu þingi, hver þeirra að fá þessa tölu þingmanna til efri deildar: Framsóknarflokkurinn .. .. 7 Sjálfstæðisflokkurinn ....... 5 6. grein þíngskapannas „Eftir kosningar þær, sem um ræðir í 3. og 4. gr., skal velja til efri deildar þá tölu þing- manna, er þar skulu eiga sæti. Skal hverjum þingflokki skylt að tilnefna á lista þá tölu þing- manna sinna, er honum ber í hlutfalli við atkvæðamagn hans í sameinuðu þingi. Ef tveir éða fleiri þingflokkar hafa með sér bandalag um kjör til efri deild- ar, eða þingflokkur (eða flokk- ar) og menn utan flokka, skal talan á listanum miðuð við sam- anlagt atkvæðamagn banda- lagsins. Ef atkvæðamagn tveggja eða fleiri kjöraðilja er jafnt við kosningu síðasta manns til efri deildar, skal hvor (hver) þeirra tilnefna mann í vafasætið, en hlutkesti ráða úrslitum. Nú skýtur einhver kjöraðili sér undan skyldu um tilnefn- ingu til efri deildar, og tilncfn- ir forseti þá þingmann eða þingmenn úr þeim flokki eða bandalagi, í réttu hlutfalli við atkvæðamagn. Ef þá er vafi um eitt sæti, skal hlutkesti ráða. Forseti tilkynnir síðan, hverjir þingmenn þannig hafa verið tilnefndir, og teljast þeir rétt kjörnir eða skipaðir til efri deildar (stjskr. 27. gr.). Alþýðuflokkurinn ............ 2 Sósíalistaflokkurinn ........ 2 Sjálfstæðisflokkurinn hafði á sínum lista einu nafni fleira (6 í stað 5) heldur en hann hefir einn atkvæðamagn til í sameinuðu þingi til að fá kos- ið. Forseti fyrirskipaði kosn- ing til deildarinnar af því, eins og hann sjálfur sagði, að stung- ið var upp á fleiri þingmönn- um en kjósa átti til deildarinn- ar. Engin skýring var gefin á því, hvers vegna kosning til deildarinnar var fyrirskipuð, enda ekki eftir því gengið af neinum. Þegar atkvæði höfðu verið talin kom það í ljós, að hver flokkur hafði kosið sinn lista og að um ekkert bandalag milli flokka var að ræða við val til efri deildar. Framsóknarmenn eru 20 á þingi (voru 19 á þessum fundi, einn fjarverandi sakir veik- inda á heimili hans). Sjálf- stæðismenn 17, Alþýðuflokks- menn 6 og Sósíalistaflokks- menn 6. Þegar forseti tilkynnir svo úr- slit þessarar kosningar og tel- ur að kosnir séu til efri deildar 6 Framsóknarmenn, 6 Sjálf- stæðismenn, 2 Alþýðufl.menn og tveir Sósíalistaflokksmenn, þá benti ég samstundis á það, að eftir því sem kosning hefði fallið og atkvæðamagni flokks- ins í sameinuðu þingi (alls 20 þingmenn), ætti Framsóknar- flokkurinn rétt á 7 þingmönn- um til efri deildar, en Sjálf- stæðisflokkurinn ætti ekki rétt á nema 5 þingmönnum til deildarinnar. Forseti leit öðrum augum á þetta mál, og tel ég það miður farið. Eins og áður er fram tekið, er það atkvæðamagn hvers flokks í sameinuðu þingi, sem leggja á til grundvallar fyrir vali til efri deildar. Þó að þing- mann einhvers flokks vanti á þann fund, er valið er til efri deildar, á það engu máli að skipta. Það er atkvæðamagn hvers flokks í sameinuðu þingi (öll þingmannatala flokksins) sem valið til efri deildar bygg- ist á. (Kosningabandalag auð- vitað með talið). Ef að atkvæðatala sú, er fram kemur á fundi við val til deildarinnar væri látin ráða, hvað sem fjarveru þingmanna liði, gæti slíkt leitt til hins mesta ófarnaðar fyrir störf þingsins. Með þessu vali til efri deild- ar, gæti einn flokkur, t. d. í samráði við annan flokk, feng- ið stöðvunarvald í deildinni, þó honum bæri það hvergi nærri, eða meira vald en hann ætti rétt' á, en það gæti vel leitt til þess að valdaaðstaðan breyttist í þinginu. Væri það einkar auðvelt að flokkur legði lista fram með fleiri nöfnum þingmanna, en honum ber. Sá flokkur, er væri með í ráðum, kæmi svo með sinn lista með eins mörgum nöfnum þingm. og hann ætti rétt á. Þegar svo kosning færi fram, gæti hann látið hæfilega marga af mönn- um sínum vera fjarverandi, svo að kosningin félli á þá lund, sem þeir hefðu fyrirfram ætlazt til. Væri með slíku vali til efri deildar gersamlega brotið í bág við ákvæði 6. gr. þing- skapa. Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, telur í grein, er hann hefir skrifað I Morgunblaðið 11. þ. m., að við Framsóknarmenn hefðum strax átt að mótmæla því, er listarnir voru lagðir fram og fleiri nöfn stóðu á lista Sjálfstæðisflokksins held- ur en við töldum að flokknum bæri að fá til efri deildar, og með þátttöku okkar í kosning- unni hefðum við firrt okkur réttinum til þess að mótmæla henni eftir á. Þessar fullyrð- ingar greinarhöf. held ég að ekki fái staðizt, fremur en ým- islegt annað í grein hans, sem ég mun síðar víkja að. Hvaðan átti okkur að koma vitneskja um það, af hvaða ástæðum Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir einum manni fleira á lista sinn (6 í stað 5) heldur en hann hefir atkvæðamagn til að fá kosinn, úr því forseti gaf enga skýringu á því og skipaði að kjósa. Gat ekki verið um kosn- ingabandlaga að ræða við aðra flokka án þess við hefðum vitn- eskju um það? Að vísu báru aðrir flokkar fram sína lista með þeirri tölu þingm., er þeim bar að velja til efri deildar, en úr því að Sjálfstæðisflokkurinn bar fram lista með nöfnum 6 þingmanna, var ekki ólíklegt að hann hefði von um áð fá þá löglega kosna. Annars hefir forseti sérstaka skyldu til að sjá um, samkv. 6. gr. þing- skapa, að valið til efri deildar fari fram lögum samkvæmt, og einmitt fyrir þær sakir er ekki undarlegt þó að þingmenn hreyfi ekki andmælum fyrr en beinlínis liggur fyrir að þeirra áliti, að lögleysu eigi að fremja. Samstundis og forseti til- kynti niðurstöðu þá, er hann komst að út af kosningunni, mótmælti ég skilningi forseta fyrir þessu vali til efri deildar, og óskaði úrskurðar hans um þetta mál, til þess að reyna að fá sem skýrast fram, af hvaða ástæðum Sjálfstæðisflokkurinn fengi 6 menn til efri deildar. Þær hefi ég fengið og tel þær fráleitar. Við atkvæðagreiðsluna, sem fram fór, um val til efri deildar, kom það í ljós, að flokkurinn fær 17 atkv., sem er atkvæða- magn flokksins í sameinuðu þingi. Framsóknarflokkurinn hefir 20, en einn þingmaður var fjarverandi, svo að hann fékk 19 atkvæði. Ef reiknað er með atkvæðamagni flokksins, 20 alls, hefir 7. maður Framsóknarfl. hlutfallstölu 2e/t, en 6. maður Sjálfstæðisfl. hlutfallstölu 2* * * * 5 6/o. sem er V4'2 hluti minna en 7. maður Framsóknar hefir. Nú var einn af þingm. Framsókn- arflokksins fjarverandi, þegar atkvæðagreiðsla fór fram, og þá hefir 7. maður Framsóknarfl. 5/42 atkvæði minna en 6. maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Á fjarveru eins þingmanns Framsóknarflokksins er það því byggt, að talið er, að Sjálfstæð- isfl. fái 6 þingmenn kjörna til efri deildar, Framsóknarflokk- urinn 6 þingmenn i stað 7, ef engan hefði vantað. Atkvæðamagn Framsóknar- flokksins í sameinuðu þingi er því ekki lagt til grundvallar í úrskurði forseta, heldur at- kvæðatala þeirra, er á fundi voru. Við venjulegar atkvæða- greiðslu var slíkt auðvitað rétt, en í þessu falli tel ég þetta rangt, og ég hefi hér að fram- an bent á, sem dæmi, til hvers þessi skilningur á lögum um val til efri deildar Alþingis kann að leiða, en fyrirfram er engin leið að segja, hvaða afleiðing- ar það kann að hafa fyrir störf þingsins í framtíðinni, ef ekki verður framvegis stranglega fylgt ákvæðum 6. gr. þingskapa um val til efri deildar. í úrskurði. forseta er það tek- ið fram, að Framsóknarflokkn- um hafi borið að leggja fram lista með nöfnum 7 þingmanna og sjálfstæðisflokknum með nöfnum 6 þingmanna, og hvað um hina flokkana með nöfnum tveggja þingmanna? Þetta eru 17 menn en 15 á að kjósa. Nú er atkvæðamagn flokk- anna þannig í sameinuðu þingi, að ekki gat verið undir hlut- kesti komið milli flokka að þessu sinni um val til efri deildar. En af hverju var þá skylt að leggja fram lista með nöfnum 17 þingmanna? Það var kunnugt um, að allir þingmenn voru viðstaddir, nema einn af þingmönnum Framsóknarflokksins. Ef átti að nota sér fjarveru hans (eins og síðar kom í ljós að var gert) til þess að láta Sjálfstæðisflokk- inn fá 6 menn kjörna til efri deildar og að Framsóknarflokk- urinn fengi aðeins 6 þingmenn, finnst mér að forseti hefði gjarna getað skýrt flokíknum frá því, áður en kosið var. Hann mátti gerzt vita, með hverjum hætti stóð til að skipa deild- ina, og hvernig hann myndl líta á atkvæðagreiðslu um list- ana, ef til hennar kæmi. Forseti segir ennfremur í úr- skurði sínum: „En með því að þessar tölur samanlagðar eru hærri en tala þingmanna, sem skipa eiga efri deild, bar að láta kosningu fara fram um það, hverjir valdir yrðu, og þar sem engin fyrir- mæli eru að fínna í þingsköp- um í gagnstæða átt, verður hér um rædd kosning að fara fram eftir almennum reglum þing- skapa (sbr. einnig 48. gr.), enda komu engin mótmæli fram um það, eftir að listar höfðu verið fram lagðir og áður en kosning- in fór fram.“ Þessi ummæli eru á misskiln- ingi byggð. í 6. gr. þingskapa er einmitt mjög greinilega tek- ið fram, á hvern hátt efri deild á að vera skipuð, og hvað leggja eigi til grundvallar fyrir vali til hennar. Það breytir 1 engu, þó fram komi á listum fleiri nöfn þing- manna en kjósa á til deildar- innar. Hvernig atkvæði féllu við kosninguna sýnir, að ekk- ert kosningabandalag var um að ræða, og þar sem nú að flokkur forsetans sjálfs ber. fram lista með einu nafni fleira, en hann hefir atkvæðamagn til að koma að, og það munaði ein- mitt því á tölunni, sem kjósa átti, og allir aðrir flokkar báru fram lista með tölu þeirra þingmanna, er þeir höfðu at- kvæðamagn til að koma að, hefði verið innan handar fyrir hann að fá upplýsingar um, af hvaða ástæðum fleiri nöfn voru á lista flokksins, en þeir áttu einir rétt á að fá til deild- arinnar, og leiðrétta svo list- ann með því að fella niður eitt nafnið af honum. Því það er sjáanlegt, að löglega gátu þeir ekki fengið manninn kjörinn til efri deildar. En sammála er ég forseta um það, að þegar kosn- ing þarf að fara fram, þá fari hún fram eftir 48. gr. þingskapa. (Að hlutfallskosning sé við- höfð). í sambandi við þetta val til efri deildar og þann ágreining er út af þvi hefir risið, hefir komið fram nýtt atriði um val til deildarinnar, sem ég full- yrði að hefir aldrei komið fram áður. Það er, að þegar að finna á, hvað hverjum flokki ber að velja marga þingmenn til efri deildar, þá eigi (eða megi) við þann útreikning styðjast við heildartölu þingsins (nú 49) og tölu hvers einstaks þingflokks eða kosningabandalags, ef er. Ég ætla, að Emil Jónsson hafi manna fyrstur komið með þessa hugmynd. Forseti sameinaðs þings er líka með hana 1 úr- skurði sínum, og kem ég ekki auga á, að það bæti hann nokk- uð, þar sem hann fer eftir á- kvæðum 48. gr. þingskapa um val til deildarinnar og sem vissulega er allt annað mál. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri vill líka nota þessa reikn- ingsaðferð fyrir skipan efri deildar. Mér skilst á grein hans, að hann álíti, að það megi við- hafa (það sé löglegt) hvora regluna sem er, og þannig er það nú sennilega með þessa menn alla, og það mætti auð- vitað, ef það leiddi til sömu niðurstöðu um val til efri deild- ar. En svo er alls ekki. 27. gr. stjórnarskrárinnar ræðir um skipting þingsins í deildir og hljóðar hún þannig: „Alþingi skiptist í tvær deild- ir, efri þingdeild og neðri þing- deild. Á þriðjungur þingmanna sæti í efri deild, en tveir þriðju hlutar í neðri deild. Verði tala þingmanna þannig, að ekki sé unnt að skipta til þriðjungs í deildirnar, eiga þeir þingmenn, einn eða tveir, sem umfram eru, sæti í neðri deild.“ Þessi grein stjórnarskrárinn- ar ákvarðar algerlega skiptingu þingsins milli deilda, tölu þing- manna í hvora deild. Þegar þingmannatalan er samtals 49 ákvarðar stjórnarskráin, að 16 þingmenn skulu eiga sæti í efri deild, en 33 í neðri deild. Um það, hvað hverjum flokki er svo skylt að velja til efri deildar, kemur talan 49 ekkert við. Það ákvarðast af atkvæða- magni hvers flokks (eða kosn- ingabandalagi) í sameinuðu þingi, miðað við þingmanna- tölu efri deildar (í þessu falli 16). Ef nota ætti þessa reglu, þessi „óhrekjanlegu rök“ (E.J.), gæti það leitt til þess, að styrk- leikahlutföll flokkanna í efri deild og sameinuðu þingi yrðu allt önnur en ef farið væri eftir ákvæðum 6. greinar þing- skapa, um val til deildarinn- ar, þar sem ætlazt er til að hlutfallskosning sé viðhöfð (Listakosning). — Valið til dendarinnar með þessari að- ferð, bryti því gersamlega í bág við ákvæði 6. gr. þingskapa um þá reglu, er fara ber eftir. Með hlutfallskosningu til efri deildar, hefði Framsóknar- flokkurinn fengið 7 menn kjörna (er þá miðað við þing- mannatölu flokksins, 20), Sjálf- stæðisflokkurinn 5, Alþýðu- flokkurinn 2 og Sósíalista- flokkurinn 2. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu haft kosningabandalag, hefðu þeir fengið 8 kjörna, Framsóknar- flokkurinn 6 og Sósíalistaflokk- urinn 2. Hlutfallstala (Sjálfst.fl. & Al- þýðufl.) 8. manns þeirra væri 27A en 7. manns Framsóknarfl. væri 2°/i, sem er Vso minna.). En sé nú farið eftir þessari nýju reglu (Emils Jónssonar) um valið til deildarinnar, án kosningabandalags milli flokka, þá hefði Framsóknarfl. fengið 6, Sjálfstæðisfl. 6, Alþýðufl. 2 og Sósíalistafl. 2. (Hlutfallstala flokkanna lítur þannig út: Framsóknarfl. 62%o — 6 þm. kjörna. Sjálfstæðisfl. 52T/« = 6 þm. kjörna. Alþýðufl. 141/4o = 2 þingm. kjörna, og Sósíalistafl. 14V« = 2 þingm. kjörna. 6. maður Sjálfstæðisfl. hefir með hans aðferð +49 hærri hlutfallst. en 7. maður Fram- söknarfl.). Ef nú Sjálfstæðisfl. og Al- þýðufl. hefðu haft með sér' kosningabandalag, eins og þeir hafa talað um að þeir hefðu getað gert, svo að þeir báðir til samans fengju 8 þingmenn kjörna, þá hefði kosningin far- ið þannig, eftir þessari reglu: Framsóknarfl. hefði fengið 7 menn kjörna, Alþýðufl. og Sjálf- stæðisfl. 7, og Sósíalistafl. 2. Hlutfallstala flokkanna lltur þannig út: Framsóknarfl. 62%» = 7 þm. kjörna. Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. 725/4o = 7 þm. kjörna. Sósíalistafl. l4T/-io = 2 þm. kjörna. 7. maður Framsóknarfl. hefir V^o hlutfallstölu hærri en 8. maður Alþ,- og Sjálfstisfl.). Ef Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. hefðu eftir þessari reglu ætlað sér að fá 8 menn kjörna til efri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.