Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARHSTN ÞÓRARINSSON. PORMAÐDR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEPANDI: PRÁMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRASKRrPSTOPDR: EDDOHÚSI, Llndargötu OA. Símar 2353 og 4373. APGREIÐSLA, 3NNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Slml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Slmar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, flmmtudaginn 27. ágúst 1942 94. blað Stefna Framsóknarflokksins Raforkumálin á Alþingi Raimagn verðí selt jöfnu verðí í dreifbýli og þéttbýlí Ríkið leggi 10 mílljónir í raforkusjóð Jónas Jónsson: Ivo plon Sveins Sveínssonar Sveinn Sveinsson, eigandi timburverzlunarinnar „Völund- ar“, er talinn hagsýnn og elju- samur kaupmaður. Hann hefir sýnt lægni og dugnað við verzl- unarreksturinn og var fyrir stríð einn af hæstu gjaldendum í höfuðstaðnum. Búmennska hans var sýnileg á ýmsum ytri táknum. Hann kom sonum sín- um á góða sveitabæi sumar- langt, þar sem þeir vöndust heilbrigðum lífsvenjum og vinnu. Timburverzlun hans átti allstórt land við Skúlagötu í Reykjavík. Sveinn Sveinsson lét gera þar slétt og vel um búið „plan“. Þar stóðu, þegar flutn- ingar leyfðu, stórir og stæði- legir timburhlaðar í ánægju- legri röð og reglu. Allt bar þetta vott um eiginleika hins hag- sýna og fésæla kaupsýslu- manns, sem endar daga sína með því að hafa riddarakross á brjóstinu, og skilja eftir handa erfingjunum mikið af þeim auði, sem mölur og ryð fá grandað. Ef Sveinn hefði borið gæfu til að stunda eingöngu til elli- daga sitt snoturlega umgengna timburplan, myndi hróður hans og fésæld hafa fylgst að. En því miður var Sveini Sveinssyni ekki nóg að starfrækja timbur- plan sitt. Hann vildi líka eign- ast stórt „plan“ á sviði mannfé- lagsmálanna. Hann vildi hafa á því „plani“ þau áhrif, að gróði hans á timburplaninu yrði meiri en áður. Sveinn hafði frá upphafi vega verið einn af máttarstólpum . Morgunblaðs- flokksins, og átti nokkuð af hlutum í því blaði. Meðan þjóð- stjórnin starfaði, hugsaði hann sér að sundra samstarfi hinna borgaralegu flokka og umfram allt að minnka áhrif samvinnu- manna í þjóðmálum. Þess vegna tók hann að kaupa, með mik- illi leynd, hlutabréf í Mbl. hjá ýmsum fésýslumönhum. en bældi aðra undi rsig, þannig, að hann fór líka með goðorð þeirra. Fór svo fram, þar til einn góðan veðurdag fyrir nokkrum mán- uðum, að Sveinn Sveinsson til- kynnir forstöðumönnum Mbl., að han neigi og ráði yfir rúm- lega helmingi af hlutabrýfum Mbl. Hann sé þess vegna orð- inn hinn raunverulegi húsbóndi þessa fyrirtækis. Blaðið sé orðið hans „plan“ í þjóðfélagsmálum, og þar ætli hann sér að stjórna með sömu umhyggju og heima á timburplani Völundar. Alþýðuflokkurinn var um það leyti eftir tillögu Ásgeirs Ás- geirssonar að opna Sjálfstæðis- flokknum tálgröf gæsaveið- anna. Kratar álitu sig vera að gera hrekkjabragð, til að bæta aðstöðu sína við kosningar í vor sem leið. Þeir þóttust þess fullvissir, að hinir ráðsettu borgarar í Mbl.flokknum myndu sjá í gegnum hinn þunna gyllingavef gæsamáls- ins, neita tálbeitunni, og halda áfram baráttu með Framsókn- arflokknum móti dýrtíðinni. Þetta mun og hafa verið rétt, að því leyti, að allir hyggnustu menn Sjálfstæðisflokksins sáu að þeir áttu að hafna gylliboð- um „krata“ og kommúnista. En samt féll flokkurinn í tálgröfina og þjóðin í fjárhagslegt kvik- sendi, sem á sér naumast for- dæmi í nokkru menntuðu landi. (Framh. á 4. síðu) Eins og Sveinbjörn Högnason Alþingi sýndi fram á hér í blaðinu ný- verið, hafa Sjálfstæðismenn á undanförnum þingum þvælst fyrir og svæft rafmagnsmál dreifbýlisins, sem stutt hefir verið af Framsóknarmönnum. Svo sem nú er kunnugt orðið og vakið hefir mikla athygli um allt land, hafa Framsóknar- menn tekið upp rafmagnsmál sveitanna á þeim grundvelli, að stefnt sé að því að menn geti fengið raforku keypta við sama veröi, hvar sem er á landinu. Jafnframt leggja Framsóknar- menn til, að sérstök tekjuöflun í þessu skyni verði undirbúin fyrir næsta reglulegt Alþingi. Nú fyrir kosningarnar hafa Sjálfstæðismenn áhyggjur miklar af fjandskap sínum og tómlæti við rafmagnsmál sveita og kauptúna, og hér við bætist, að þeim varð ljóst hversu vin- sælt mál þetta var orðið fyrir baráttu Framsóknarmanna á undanförnum árum. Hugðust þeir nú að bjarga sér í kosning- unum með því að leggja til, að 5 milljónir króna yrðu lagðar til hliðar af tekjuafgangi árs- ins 1941 og stofnaður með því móti raforkusjóður. Til þess að gera slíka björg- unartilraun, urðu Sjálfstæðis- menn að ganga undir jarðar- men á leiðinni. Þéir höfðu sem sé beitt sér á móti því á síðasta Alþingi, að fé yrði lagt til hlið- ar í framkvæmdasjóð, sem m. a. var ætlaður til rafvirkjana, og rökstuddu mótstöðu sína með því, að það væri óþarft og raun- ar hlálegt, að leggja fé ríkis- sjóðs í sérstakan sjóð, til þess að standa undir sérstökum framkvæmdum. Með tillögu sinni nú um raforkusj óðinn sýna Sjálfstæðismenn á hinn æskilegasta hátt, að ástæður þær, sem þeir færðu fram gegn framkvæmdasjóðnum í fyrra, voru tylliástæður einar,' og mótstaða þeirra gegn honum þá, hefir verið byggð á andúð gegn sjóðstofnuninni, en ekki af neinum formsástæðum, eins og þá var reynt að gefa í skyn. Er gott að þetta kemur svo greinilega fram, því að stofnun Framkvæmdasjóðs er alveg sér- staklega vinsæl ráðstöfun. Auðvitað er sjálfsagt að nota yfirklór Sjálfstæðismanna í rafmagnsmálinu og „áhuga“ þeirra fyrir kosningarnar til góðs málefnis, eftir því, sem unnt er. Eftir kosningu munu þeir væntanlega fá kjark til þess að sýna sitt rétta andlit í málinu á nýjan leik. Framsóknarmenn telja vel farið, að á þessu Alþingi verði ákveðin byrjunarframlög í raf- orkusjóð af ríkisfé Síðar komi sérstök löggjöf um frekari framlög til sjóðsins. Það er álit flokksins, að réttmætt sé að leggja fyrir 10 milljónir króna af tekjuafgangi áranna 1941— 42 til rafQrkumálanna. Beittu fulltrúar Framsóknarmanna í fjárhagsnefnd Nd. sér fyrir þessari stórkóstlegu hækkun framlagsins, og í nefndaráliti fjárhagsnefndar gera þeir grein fyrir afstöðu sinni svo sem hér greinir: „Eyst. Jónsson og Páll Hall- grímsson óska að taka fram eftirfarandi: Framsóknarfl. flytur á þessu þáltill. um rafmagns- mál byggðanna, þar sem sú stefna er mörkuð, að ráðstaf- anir séu gerðar til þess, að landsmenn eigi kost raforku með sömu kjörum í dreifbýli og þéttbýli. Af þessu leiðir, að við viljum eigi fallast á ákvæði 4. gr. þessa frumvarps, sem slær því föstu, að raforkuveitur séu studdar með tilteknum stofn- styrk einvörðungu. Við erum þess vegna fylgjandi því, að 4. gr. frv. verði felld niður, en í þess stað ákveðið á þessu stigi málsins, að fé raforkusjóðs verði varið til styrktar raforku- veitum í sveitum og kauptún- um — eftir því, sem ákveðið verði í sérstökum lögum, enda verði þá að því keppt, að slík löggjöf verði sett á næstkom- andi vetri. Það er ljóst, að mjög mikið fé þarf til þess að leysa raf- orkumál dreifbýlisins á þeim grundvelli, sem lagður er , þál,- till. um raforkumál á þskj. 19. Og er það skoðun okkar, að það mál verði vart leyst, nema til þess verði ætlaður sérstakur tekjustofn til frambúðar. Fram- sóknarfl. vill því, að á þessu Alþingi verði sett nefnd til að undirbúa þetta stórmál fyrir næsta reglulegt Alþingi, og flyt- ur um það þáltill., eins-og áður | segir. í frumvárpi þessu er hins vegar lagt til, að raforkusjóður verði stofnaður nú þegar með 5 milj. kr. framlagi af tekjuaf- gangi ársins 1942 og 500 þús. kr. árlegu framlagi. — Við sjá- um síður en svo nokkuð á móti því að ákveða nú þegar fram- lög i raforkusjóð af ríkisfé, þótt rannsókn um framtíðartekju- öflun hafi ekki farið fram. Við álítum hins vegar, með tilliti til þess, hve stórkostlegt verkefni er framundan i þessu máli og kostnaðarsamt og með sérstöku (Framh. á 4. slðu) Þýzk ilogvél ræðst á íslenzkan togara og særir mann tii ólíiis Skömmu eftir hádegið þann 24. þ. m. barst Tímanum svo- hljóðandi tilkynning frá amerísku herstjórninni: „í morgun réðist þýzk flugvél á íslenzkan togara norðvestur af íslandi. Flugvélin gerði tvær árásir. í bæði skiptin skaut hún úr vélbyssum á skipið og í síðara skiptið varpaði hún á það sprengju, sem þó hitti ekki, en lenti í sjónum skammt frá skip- inu. Engar teljandi skemmdir urðu á skipinu af árásinni, en einn maður af áhöfninni, Sigurjón Ingvarsson frá Vopnafirði, særðist í árásinni og lézt af þeim sárum skömmu síðar.“ Eftir því, sem síðar hefir upplýzt, var árás þessi gerð á togar- ann Vörð fyrir Vestfjörðum og munaði minnstu, að miklu meira manntjón yrði af árásinni en raun varð á. Flestir skipverja voru undir þiljum, er árásin var gerð, en nokkrir voru þó við vinnu sina á þilfari, og þar á meðal Sigurjón Ingvarsson, sem var frá Patreksfirði, en ekki Vopnafirði, eins og segir í tilkynningu her- stjórnarinnar. Gátu þeir allir skýlt sér fyrir skothríðinni nema Sigurjón, sem var skotinn í bakið, er hann var að leita sér skjóls fyrir byssukúlunum. Sigurjón heitinn var 24 ára gamall, fæddur í Reykjavík 1918. Hann var ókvæntur en átti unnustu á Pat- reksfirði. VÍGLÍNAN í KÁKASUS víqlInan 2-5*- 'a íj/, OFl U Li K! Ol R Þjóðverjar herða mjög sókn- ina í sunnanverðu Rússlandi. Hafa þeir lagt undir sig alla noröurströnd Svartahafsins og herja nú á Kákasus, en svo heitir fjalllendið milli Svarta- hafs og Kaspíahafs. Það er há- lent mjög og frægt fyrir olíu- lindir sínar. Þar er olíuborgin Baku við Kaspíahaf, en Svarta- Hjólið (S 11 J 9 t Hjól dýrtíðarinnar hefir verið sett á hreyfingu. Það snýst með auknum hraða. Verðbólgustefnan hrósar hvarvetna sigri. ....*__ -.■„■újSSZSr BRAUÐIN HÆKKA. Brauðverð hefir hækkað um 25%. „Ástæðan fyrir þessu er aðallega sú, að bakarasveinar hafa farið fram á 25% grunn- kaupshækkun með fullri dýrtíðaruppbót. Auk þess hefir hækkað verð á ýmsum vörum, sem þarf til brauðanna, svo sem smjörlíki cg mjólk,“ að því er Morgunblaðið segir 23. þ. m. Verðhækkunin á því að mjög litlu leyti rót sína að rekja til hækkaðs verðs á áðfluttum vörum. KOLIN HÆKKA. Kolaverð hefir nýlega verið hækkað í Reykjavík úr 148 krónum í 180 krónur smálestin. Þetta stafar ekki af hækkuðu markaðsverði, heldur hækkuðum farmgjöldum og vinnu við uppskipun og afgreiðslu. Þannig mun hjól dýrtíðarinnar halda áfram að snúast. t t t Framsóknarflokkurinn hefir haldið því fram, að hækkun grunnkaups mundi leiða til samsvarandi hækkunar á verðlagi og minnkandi verðgildis krónunnar. Þetta er reynslan nú að sanna. Fáfróðir menn og skammsýnir hafa nú sett hjól dýrtíðarinnar af stað með auknum hraða. Ríkisstjórnin hefir keypt sér stund- argrið með því hjá stuðningsflokkum sínum á Alþingi. Hún hefir selt kommúnistum SJÁLFDÆMI í fjárhags- og dýrtíðarmálunum. Hún hefir fengið þeim hjól dýrtíðarinnar og upplausnarinnar að leikfangi. Þeir munu ekki hlífast við að nota það. Allt þetta gerir ríkisstjórnin til þess að koma fram stjórnar- skrármálinu, hinu mikla og glæsilega réttlætismáli Sjálfstæðis- flokksins. Hún gerir það í þeirri von að geta náð 3—4 þingmönn- um af Framsóknarflokknum í bili. EN HVERJUM TIL GÓÐS? hafsmegin er Novorossisk, Tu- apse og Batum. Þjóðverjar hafa ekki náð Svartahafsströndinni, en þeir hafa brotist langt suð- ur í Kákasus meðfram járn- brautarlínunni frá Rostov og eru nú um 140 km. frá olíuborg- inni Grozny. Þaðan liggur vig- línan norður á bóginn nær því að austustu bugðunni á Don- fljóti, en þar halda Rússar nokkrum landskika vestan ár- innar. Frá Donbugðunni eru aðeins um 60 km. til StaJingrad, hinn- ar miklu iðnaðarborgar Rússa. Þar voru geysimiklar dráttar- vélaverksmiðjur, sem breytt hefir verið í skriðdrekaverk- smiðjur. Er það talið öllu meira áfall fyrir hernað Rússa að misssa Stalingrad en sjálfa Moskvu. Herfróðir menn telja ekki ó- sennilegt, að Þjóðverjar muni beina sókn sinni fram hjá Stal- ingrad að sunnan og beint í austur frá Rostov til Astrakan- borgar við mynni Volgufljóts. Mundi það trufla eða hefta alla flutninga um lífæð Rússlands frá Kaspíahafi, en það er nú e,ina flutningaleiðin frá olíu- lindum Suður-Kákasus til norð- ur-héraða landsins. Á kortinu hér að ofan sést hvernig landslagi er háttað á Heljarslóð þeirri, sem harðast er nú barist á. Sunnan að Kákasus er Tyrkland og Iran (Persía). Tyrkland hefir ekki sogast inn í ófriðinn ennþá, en er tal- ið vinveitt Bretum, þótt Þjóð- verjar eigi þar efalaust ítök, enda voru Tyrkir bandamenn þeirra í síðustu heimsstyrjöld. Persíu hafa Bretar hernum- ið. Eru þeir þannig bakverðir Kákasus, ef vörn Rússa þrýtur. HVERJIR TEFJA? Kjördæmamálið var til þriðju og síðustu umræðu á dagskrá efri deildar í fyrradag, en var tekið út af dagskrá. Framsóknarþingmaður kvaddi sér hljóðs og spurði, hvers vegna málið væri tekið af dagskrá, þar sem Sjálfstæðismenn hefðu leyft sér að halda því fram inn- an þings og utan, að Framsókn- arflokkurinn tefði málið, en af- greiðsla þess réði setu þingsins. Sjálfstæðismenn svöruðu út í hött og voru önugir. Varð ekki ráðið af svörum þeirra, hvað dveldi málið. En hvenær lýkur Alþingi störfum, eða vill ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar endilega hafa SKAMMDEGIS - KOSNINGAR? Á víðavangi HINN BLINDI ÁS OG MISTILTEINNINN! Stjórnarblaðið Stormur, sem út kom 21. þ. m., segir svo um verkefni Alþingis: „Aðal viðfangsefni þessa þings verða tvenns konar: að leggja síðustú hönd á kjör- dæmamálið og ganga frá stjórn- arskrárfrumvarpinu, sem svo verður endanlega samþykkt á haustþinginu. — — — Eitt af því, sem einna mestu máli skiptir er það, hvernig ákveðið verður um val forsetans og valdsvið hans. Um valið er aðallega um tvær leiðir að ræða, annað hvort að þjóð- in öll kjósi hann eða þingið. -------- Vonandi er að þing- inu takist giftusamlega í þess- um efnum, því að lengi býr að fyrstu gerð.“ Það er von að Magnús segi það: Lengi býr að fyrstu gerð! „ÉG VIL VERA YÐAR DROTT- INN, EF ÞÉR VILJIÐ VERA MÍNIR ÞEGNAR.“ Gísli Jónsson hefir. sent Barðstrendingum hirðisbréf all- veglegt. Eru þeir minntir á, að margt geti menn vanhagað um til yndisauka, sem Alþingi geti ekki í té látið, en þingmaður- inn telji sér ánægju að bæta úr, er svo ber undir. Kemst hann m. a. svo að orði: „Þá vil ég leyfa mér að taka fram, að ég hefi aðstöðu til þess að aðstoða ykkur á ýmsan hátt um margt, sem ekki snertir þingmál, en ykkur gæti orðið til margs konar hagsbóta, svo sem afgreiðslu alls konar við- skiptamála o. m. fl. Er mér að sjálfsögðu ljúft að greiða úr öllum slíkum málum eftir megni, svo lengi sem ég fer með umboð ykkar.“ Og svo eru menn að tala um að þessi maður sé frekur. En gægist ekki ljúfmennskan og lítillætið út úr hverri línu? Og þó eru ýmsir, sem halda því fram, að maðurinn verði ennþá lítillátari eftir næstu kosningar! S T Ö K U R. Mörg þó reynist störfin ströng stundum lífs í önnum. Aldrei verður æfin löng iðjusömum mönnum. Þó að gleymist gröf þess manns og gengin æfifetin, veit ég handaverkin hans verða lengi metin. Bragi Jónsson. Kosningavísa. Ræður haldið rýrar gat hann, reyndist lítið hugarþor. Þyrfti að láta liggja flatann lagaflækju prófessor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.