Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1942, Blaðsíða 4
372 TlMIM, fimmtiidagiim 27. ágúst 1942 94. blað (ÍR BÆBÍPM „Tivoli“ stúdenta. Skemmtiviku þeirri, er stúdentar héldu til styrktar nýja stúdentagarð- inum, lauk s. 1. sunnudag. Hreinn ágóði af skemmtuninni mun vera um 75 þúsund krónur. Bifreiðaþjónaður. í fyrrinótt stal rr^tður nokkur bif- reiðinni R. 646 héðan úr bænum. Ók hann henni til Hafnarfjarðar, en lenti þar í árekstri og handtók lögreglan hann þar. Maðurinn var undir áhrif- um áfengis. Skemmtiferð. Pulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík efnir til skemmtiferðar austur í Hveragerði næstkomandi sunnudag 30. þ. m. — Lagt verður af stað frá Edduhúsinu eftir hádegi. — Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram í sima 2323 fyrir kl. 5 á morgun. — Nánar auglýst á laugardag. Meistaramót í. S. í. Síðustu greinar meistaramótsins, sem voru 10.000 m. hlaup og tugþraut, fóru fram s. 1. laugardag og sunnu- dag, og urðu úrslit þessi: 10.000 m. hlaup: 1. Haraldur Þórðarson, Ármann, 35 mín. 29,6 sek. 2. Magnús Guðbjörns- son. K. R., 40 min. 53,6 sek. Tugþraut: 1. Anton Björnsson. K. R., fékk 4794 stig. 2. Sverrir Emilsson, K. R., 4466 stig. 3. Jóhann Bemhard. K. R., 4208 stig. Úrslit mótsins urðu þau. að K. R. fékk 11 meistara, ^rmann 5 meistara og Pimleikafélag Hafnarfjarðar 4 meistara. Knattspyrnumótin. Reykjávíkurmótinu lauk s. 1. mánud. með leik milli K. R. og Vals. Lauk leiknum með sigri Vals 3:0. — Valur fékk 6 stig. K. R. 4 stig, Fram 3 stig og Víkingur 1 stig. — Valur er því bæði íslands- og Reykjavíkurmeistari í ár. — Landsmót I. flokks, stendur yfir hér í bænum um þessar mundir, og hafa þegar farið fram 2 leikir. Fyrri leikurinn var milli Fram og Vals og sigraði Valur með 3:2. Seinni leikinn léku svo Víkingur og Hafnfirðingar og sigruðu Hafnfirðingar með 5:1. Næsti leikur verður milli K. R. og Víkings. Landsmót XII. flokks er einnig hafið. Hertogmn af Kent ferst í fluvél á leíð til Islands Hertoginn af Kent, bróðir Bretakonungs, fórst í flugslysi, sem varð í fyrrakvöld við Norð- ur-Skotland. Hertoginn var á leið til íslands í Sunderland- flugbát í erindum brezka flug- hersins, þegar slysið varð. All- ir, sem voru í flugbátnum fór- ust. George Edward Alexander Edmund, hertogi af Kent, var 39 ára gamall. Hann hefir gegnt margskonar ábyrgðarstörfum í brezka flughernum síðan styrj- öldin hófst. Hann starfaði með herforingja þeim, sem hefir með höndum eftirlitsstörf inn- an flughersins, og var hann á leið til íslands til að gegna hér skyldustörfum, þegar slysið vildi til. Erlendar fréttir í fyrradag og í gær stóð yfir sjóorusta við Salomonseyjar, að því er hermir í fréttum frá Washington. Japönsk flotadeild kom úr norðaustri, og réðust fljúgandi virki og flugvélar af flugvéla- stöðvarskipum Bandaríkjanna á herskipin. Japanski flotinn freistaði að ná aftur á sitt vald suðaustanverðum Salomonseyj - um, en floti Bandarikjanna, með aðstoð flugvéla, veitti Jap- önum viðnám. Sjóorustu þess- ari var ekki lokið, þegar síðustu fréttir bárust. New York: Norski siglinga- málaráðherrann, sem er ny- kominn hingað frá London, segir að hernaðurinn gegn kaf- bátunum á Atlantshafi beri nú aukinn árangur. Skipatjónið hafi verið talsvert minna síð- asta mánuðinn, en næstu mán- uðina þar á undan. (Frá Amer- síka blaðafulltrúanum). Við Stalingrad geysa nú á kafir bardagar. Þjóðverjar tefla fram ógrynni af skriðdrekum og tilkynntu í gær, að þeir hefðu brotizt í gegn um varn- arlínu Rússa norðvestan við borgina. Fregn þessi var þó ekki staðfest, en Rússar segjast hafa teflt fram nýju varaliði þar sem sókn Þjóðverja var hröðust og Þjóðverjum miði þar nú hægar áfram. Tvö plön . . . (Framh. af 1. sUSu) Þetta ólán kom af því, að Sveinn í Völundi skipaði Mbl. að opna faðminn móti upp- lausnarstefnu krata og kom- múnista. Sveinn var vanur að stýra með röggsemi á sínu gamla plani. Nú vildi hann sýna, að hann væri líka húsbóndi á sínu heimili í landsmálum. Heildsalarnir áttu Vísi með húð og hári. Nú kom Sveinn með Mbl. á sömu línu. Hinn eig- inlegi flokkur Sjálfstæðismanna stóð uppi með mikið lið, en ekkert blað, sem nefnandi var því nafni. Flokkurinn var eins og herdeild, sem hefir nógan mannafla, en engin vopn. Sveinn Sveinsson sigraði í fyrsta leik. Hann neyddi sinn landsmálaflokk út í æfintýri með kominúnistum og krötum. Nú er hægt að litast um á fé- Iagsmálaplani Sveins Sveins- sonar. Þar er hvergi nærri sami þrifnaður, myndarskapur og regla eins og á timburplani Völ- undar. Þjóðstjórnin var rofin til að geta minnkað vald byggð- anna, og aukið vald upplausn- arinnar. Gerðardómurinn var brotinn niður og síðan afnum- inn með stuðningi Sveins Sveinssonar, en eftir kröfu upp- lausnarliðsins. Verkföll mögn- uðust hvarvetna. Aðalatvinnu- vegir landsins lömuðust. Á þús- undum heimila um allt land vantar nauðsynlegan vinnu- kraft við framleiðsluna, með- an þúsundir karla og kvenna sinna alóþarfri eða jafnvel skaðlegri vinnu. Meðan ein voldugasta herþjóð heimsins lætur flugvélar sínar með degi hverjum gerast nærgöngulli Iandinu, og benda á, að ísland geti svo að segja á hvaða augna- bliki sem er, orðið vettvangur hinna skæðustu loftbardaga, er þjóðinni sundrað með heimsku- legum árásum og óvildarað-i gerðum við þann hluta lands- manna, sem lengst og bezt hefir haldið uppi menningu íslend- inga. Gott dæmi um hörmung upplausnarinnar gat að líta frá timburplani Völundar. Skip með efni til hitaveitu Reykja- víkur lá úti á höfn, en verka- menn bæjarins vor’u í verkfalli og máttu ekki afgreiða það vikum saman. Lá við borð, að það sigldi heim aft- ur með vörurnar. Skipstjórar og hásetar á siglingaflotanum börðust fyrir stórfeldum kaup- hækkunum, og auk þess um heimskulegan metnað innbyrð- is, sem aldrei hefir bóiað á hjá öðrum þjóðum. Að lokum til- kynntu Bandaríkin, að þau neyddust til að taka úr umsjá íslendinga helminginn af þeim skipakosti, sem flutti vörur milli íslands og Ameríku árið sem Ieið. Það þýðir, að innflutn- ingur frá öðrum löndum dregst stórlega saman, jafnvel bygg- ingarefni geftur orðið torfengið. Dýrtíðin vex ægilega. Engin stjórn eða hemill á atvinnumál- um. Allar stíflur eru í bili brotn- ar. Útlendir menn horfa með undrun á sýnilegan vanmátt þjóðarinnar til að ráða fram úr félagsmálum sínum. Fram að þessu hefir fáa menn grunað, að meginástæðan til upplausnarinnar í landinu er sú, að maður, sem átti að vera á sínu vel hirta timburplani varð haldinn af þeirri háska- legu meinloku, að hann gæti líka verið góður og gagnlegur maður á sviði mannfélagsmál- anna. Það er hæðni örlaganna, að maður, sem nýlega var einn stærsti skattþegn landsins, er nú á góðri leið með að senda gjaldmiðil íslendinga í sömu gröf og þýzka markið eftir fyrri heimsstyrjöldina. En sá var munur á aðstöðu, að Þjóðverjar voru sigraðir eftir fjögurra ára vörn, og lágu undir hrammi ná- lega ailra mestu þjóða heims- ins, en íslendingar hafa um stund efnazt án sérstaks til- verknaðar, en láta nú þau fyrstu auðæfi, sem þjóðin hefir eignazt, renna út í sandinn fyrir háskalega handvömm manna, sem hafa tekið að sér málaíorustu, sem þeir voru ekki færir um að leysa af hendi. Þúsnndlr vita að gæfan íylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Hugheilar hjartans þakkir, fœri ég öllum vinum og vandamönnum fjœr og nœr, fyrir skeyti, stórfelldar gjafir, og heimsóknir á 65 ára aldursafmœli mínu 19. ágúst síðastl. Hamingjan veri með ykkur. Guð blessi ykkur öll. PÁLL GÍSLASON, Víðidalsá. Kennið börnunum að bursta vel tenn- ur sínar Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sinar, en til þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFNAR tannkrem Sápttverksmiðjan S j ö í n Akureyri. ÞINGMÁL Páll Þorsteinsson flytur svo- hljóðandi þingsályktun um rannsókn á lendingarbótum í Öræfum: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún láti þegar á næsta hausti fram fara rannsókn á lending- arbótum í Öræfum og gera á- ætlun um kostnað við fram- kvæmd þeirra.“ í greinargerð tillögunnar seg- ir: „Öræfasveitin mun vera af- skekktasta sveit þessa lands, þar sem báðum megin við hana eru eyðisandar með illfærum jökulvötnum, sem enn eru óbrú- uð, Breiðamerkursandur að austan, en Skeiðarársandur að vestan. En að baki sveitarinnar rís Öræfajökull. Það liggur því í augum uppi, að allir flutning- ar á vörum í sveitina og afurð- um Öræfinga verða að fara fram á sjó. En á því eru þó mikil vandkvæði, þar sem brimið við ströndina hamlar alveg af- greiðslu skipa, nema þegar sjór er ládauður. Er afgreiðsla skip- anna þó í einu erfið og á- hættusöm með þeirri aðferð, sem nú verður að hafa til þess. Möguleikar munu þó á því að bæta verulega úr í þessu efni, og er ef til vill um fleiri en eina leið að ræða til þess. Er því sjálfsagt að rannsaka það gaumgæfilega, hvað hag- kvæmast muni reynast til að bæta úr þeim erfiðleikum og á- hættu, sem nú er við afgreiðslu skipa á þessum stað.“ Bjarni Bjarnason flytur svo- hljóðandi tillögu til þings- ályktunar um brúargerð á Svelgsá: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leggja fram fé á næsta hausti til brú- argerðar á Svelgsá í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi.“ í greinargerð tillögunnar segir: „Brúarleysið á Svelgsá er á- þreifanlegt dæmi um fram- kvæmdaleysi. Vegur er fyrir nokkru kominn að ánni beggja megin, en afferma verður bif- reiðar, þegar að ánni kemur, vegna þess að brúna vantar. Umferð er þarna allmikil og því með öllu óþolandi að draga lengur þessa brúargerð.“ Kaapnm hreinar tuskur. HÚSGAGNAVINNUSTOFAN, BALDURSGÖTU 30. Sími 2292. Rafmagnsmálín á Alp. (Framh. af 1. síðu) tilliti til hinnar gífurlegu pen- ingaveltu í landinu, að réttmætt sé að ákveða 10 milj. króna framlag af tekjuafgangi ríkis- ins árin 1941 og 1942 í raforku- sjóðinn. Jafnframt sé þó sá varnagli settur, að taka skuli úr framkvæmdasjóði það, sem á vantar, ef % hlutar tekjuaf- gangs þessara ára hrökkva eigi upp í framlag þetta, en % hlutar tekjuafgangs ríkissjóðs renna nú til framkvæmdasjóðs samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi. Ber þó ekki að skilja afstöðu okkar í þessu máli svo, að við teljum nú tímabært að hefja yfirliett skiptingu fram- kvæmdasjóðs eftir verkefnum." Brasílía segír mönd- ulveldunum stríð á hendur Brazilía, eitt auðugasta land jarðarinnar og stærsta ríki Suður-Ameríku, hefir lýst yfir styrjöld við Þýzkaland og ftalíu. Fyrir nokkru sleit Brazilía stjórnmálasambandi við Ítalíu og Þýzkaland og síðan hafa varnir gegn áróðri nazista ver- ið styrktar mikið í landinu. íbúar landsins eru um 40 milljónir og er enska aðalmálið. Landið er mjög auðugt af hrá- efnum, sem eru mikilsverð í hernaði. M. a. eru þar einhverj- ar mestu gúmmíekrur, sem til eru í löndum Bandamanna. Landherinn er lítill, en flotinn er talinn geta orðið að miklu liði við verndun skipalesta. Þá er mjög mikilvægt fyrir Banda- menn að hafa á sínu valdi flota- og flugstöðvar í Brazilíu. Þaðan er aðeins 7 stunda flug til stranda Vestur-Afríku. Flugvélarflak Nýlega fundu tveir menn frá Raufarhöfn flak af stórri flug- vél, er þeir voru að koma úr fiskiróðri. Mennirnir sáu ekki nein merki á flugvélinni, en eft- ir lýsingu þeirra að dæmá, mun vélin hafa verið þýzk Focke-Wulf-vél. Dvöl Draglð ekkl lengur að gerast áskrifendur að Dvöl, þessu sérstœða timariti í islenzkum bókmenntum. — Ykkur mvm þykja vænt um Dvöl, og því vænna um hana sem þið kynnizt henni betur. GAMLA BÍÓ- .Óþekkta tónskáldið (Rhythm on the River). BING CROSBY, MARY MARTIN, BASIL RATHBONE. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3V2-6V2: Föðnrhefnd Cowboymynd með Tim Holt. Bönnuð börnum innan 12 ára. -NÝJA BÍÓ . Sígurvegarínn (Man of Conquest) Söguleg stórmynd, spenn- andi og viðburðarrík. Aðalhlutverkin leika: RICHARD DIX, GAIL PATRICK, JOAN FONTAINE. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nytt sinásöluverð á viiidliiig'11111 Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Lucky Strike 20 stk. pk. kr. 2.00 pakk Raleigh 20 — — — 2.00 — Old Gold 20 — — — 2.00 — Kool 20 — — — 2.00 — Viceroy 20 — — — 2.00 — Camel 20 — — — 2.00 — Pall Mall 20 — — — 2.30 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. TESTELL 12 manna. — Nýkomin. K. EINARSSON & BJ0RNSSON. Bankastræti 11. Tilkynning Irá húsaleigunefnd. í samráði við bæjarráð Reykjavíkur og félags- málaráðherra tilkynnist þeim, sem hlut eiga að máli: " v". Þcir, seni tekið hafa íbúðarhús- næði til annarra nota eftir gildistöku bráðahirgðalaga um húsaleign frá 8. september f. á., VERÐA AÐ VERA H/ETTIR AFXOTUM ÞESS FYRIR 15. SEPTEMBER n. k., og hafa þá leigt hnsnæðið tii íbúðar heimilis- föstum innanhéraðsmönnum. Að öðrum kosti mun húsaleigunefnd, vegna brýnnar nauðsynjar, beita dagscktum í þessu skyni, samkvæmt heimild í 3. gr. laga um húsaleigu nr. 126, 1941. Húsaleigunefndín í Reykjavík 26. ágúst 1942. Kaupendur Tímans utan Reykjavíkur eru minntir á, að gjalddagi 26. árgangs var 1. júlí síðastl. Ern þeir því vinsamlega beðnir að greiða ársgjaldið, kr. 15.00, sem fyrst, til inn- heimtumanns blaðsins, eða beint til afgreiðsl- unnar, Lindargötu 9A, Reykjavík. TÍMIIVN er víðlesnasta auglýsingablaðið! 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.