Tíminn - 29.08.1942, Blaðsíða 4
376
TÍMIM, lawgardaglnn 39. ágúst 1943
95. blað
Herréttur hefur dæmt
Ríkisstjórnin hefir sent Tímamsm afrit af
þremur dómum, sem amerískur herréttur
hefir dæmt í þremur maiumgnm, sem amer-
ískir hermenn hafa unnið á íslenzknm horg-
ururn. Fara dómar þessir liér á eftir:
Notið LUMA perur til að
gera heimilið bjartara og
vistlegra.
Endingargóðar — sparneytnar — ódýrar.
r
ka u píélaqid
Þórður Sigurðsson.
Laugardaginn 8. nóvember
1941 varð Þórður Sigurðsson í
Hafnarfirði' fyrir skammbyssu-
skoti og lézt af völdum þess
þriðjudaginn 11. nóvember
1941. Bandaríkjahermennirnir
tveir, sem voru við þetta mál
riðnir, voru kallaðir fyrir her-
rétt, sem var settur föstudaginn
21. nóvember. Hvor um sig var
ákærður um morð (dráp af á-
settu ráði). Báðir hinir ákærðu
voru dæmdir sekir um árás á
Þórð Sigurðsson, í þeim tilgangi
að valda honum líkamlegu tjóni.
Hvor hermaðurinn um sig var
dæmdur í 5 ára betrunarhús-
vinnu. Dómarnir voru sam-
þykktir, og hinir dæmdu voru
sendir til Bandaríkjanna, til
þess að afplána sekt sína þar,
í herfangelsinu í Fort Leaven-
vorth, Kansas. Að sjálfsögðu
innifólu dómarnir vansæmdar-
brottrekstur úr Bandaríkja-
hernum, missi borgararéttinda
og alls kaups og allra hlunn-
inda, sem hermennirnir áttu
tilkall til.
Gunnar Einarsson.
Aðfaranótt 15. marz 1942
skaut varðmaður við Háloga-
landsherbúðirnar Gunnar Ein-
arsson banaskoti. Herforingja-
nefnd sú, sem var sett til þess
að rannsaka þennan atburð,
lagði til, að varðmaðurinn væri
látinn laus. Samt sem áður var
málið tekið til meðferðar af
herrétti. Varðmaðurinn var
sýknaður, þar sem það kom í
ljós við réttarhöldin, að bif-
reiðin, sem hinn látni var far-
þegi í, hélt áfram án leyfis, eftir
að hafa numið staðar vegna
fyrstu skoðunar, og láðist að
nema staðar aftur, þegar varð-
maðurinn fyrirskipaði það. Fjöl-
skyldu hins látna var tilkynnt,
að fulltrúa hennar væri heim-
ilt að vera viðstaddur réttar-
höldin, sem voru haldin fyrir
opnum dyrum.
Jón Henrik Benediktsson.
Sunnudaginn 24. maí 1942
skaut varðmaður við Ingólfs-
herbúðirnar við Hallveigarstíg
Jón Henrik Benediktsson til
bana. Varðmaðurinn var sam-
stundis settur í varðhald, og
rannsókn var um leið hafin af
hernaðaryfirvöldunum. Þessi
rannsókn leiddi í ljós, að dráp-
ið var framið án tilefnis eða á-
stæðu. Hinn ákærði var þess
vegna ákærður um morð af á-
tJU BÆNUM
Hinn fyrsti snjór.
Fyrsti boSberi haustsins og vetrar-
ins, sem í hönd fer, birtist Reykvík-
ingum í gærmorgun. Á koll Esjunnar
og Skarðsheiðarinnar hafði fallið
m.iöll um nóttina — hinn fyrsti snjór.
Sjaldan eru íslenzku fjöllin eins mikil-
úðug og fögur eins og í fyrstu snjóum
seinni part sumars og á haustin. Hið
efra bera þau tárhreinan fald haust-
mjallarinnar, en niður í hlíðunum
skartar hinn deyjandi gróður í sínum
fegurstu litum, meðan hann heygir
vonlausa baráttu við ofurefli vetrar-
gaddsins.
Fimmtugur.
Freysteinn Gunnarsson skólastjóri
kennaraskólans varð fimmtugur í gær.
Samið við strætisvagnabilstjóra.
Fyrir nokkru fóru bifreiðastjórarnir
á strætisvögnunum fram á talsverðar
kiarabætur. Vildi stjórn félags þess,
sem rekur strætisvagnana ekki fallast
á kröfurnar að svo stöddu og lá því
við borð að strætisvagnaferðirnar féllu
niður. En á fimmtudagsmorguninn
voru kröfur bílstjóranna teknar til
greina af félagsstjórninni og munu því
strætisvagnamir halda áfram ferðum
sínum óhindrað.
Þrjár nýjar bækur.
Fyrir skömmu komu á markaðinn 2
nýjar bækur, _ sem gefnar eru út af
Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. —
Heita þær Katrín, sem segir frá ungri
stúlku, sem fædd er í Noregi, en flyzt
með foreldrum sínum til Danmerkur,
og Hlekkjuð þjóð, eftir rússneskan
mann. Fjallar bók þessi um lífið i
Rússlandi. Þá er nýkomin út bók, sem
heitir Viðnýall, "efinn út Guðjóni Ó.
Guðjónssyni. Bókin er gefin út í tilefni
af sjötugsafmæli dr. Helga Péturs og
er rituð af honum sjálfum. En fram-
an við hana eru formálsorð eftir ýmsa
kunna menn.
settu ráði, og yfirhershöfðingi
Bandaríkjahersins á íslandi út-
nefndi herrétt, sem samanstóð
af hinum hæfustu og hæstsettu
herforingjum, til þess að taka
málið til meðferðar eins fljótt
og unnt væri.
í samræmi við herlagaákvæði
um slík tilfelli var hinn ákærði
rannsakaður af herlæknaráði.
Að rannsókninni lokinni<,lagði
það fram skýrslu þess efnis, að
ákærði væri geðveikur og gæti
ekki gert sér greinarmun á
réttu og röngu. Venjulega fyrir-
byggir slíkur úrskurður, að
þess konar mál séu lögð fyrir
rétt. Til þess þó, að fullnægja
réttlætinu, og til þess að
tryggja það, að hinn ákærði
slyppi ekki við verðskuldaða
refsingu, ef hann væri löglega
ábyrgur gjörða sinna, þá frest-
aði yfirhershöfðinginn réttar-
höldunum og bað hin réttu
hernaðaryfirvöld í Bandaríkj -
unum að rannsaka æfiferil hins
ákærða. Skýrsla um árangur
rannsóknarinnar barst honum
í hendur 3. júlí 1942, og studdi
hún niðurstöðu læknaráðsins í
því, að hinn ákærði væri geð-
veikur og gæti ekki gert sér
greinarmun á réttu og röngu.
Þrátt fyrir þetta voru öll gögn
viðvíkjandi sálarástandi hins
ákærða lögð fyrir herrétt til
úrskurðar. Rétturinn var sett-
ur 6. júlí, 1942, og felldi þann
úrskurð, eftir rækilega rann-
sókn og yfirvegun, að hinn á-
kærði þjáðist af ólæknandi
geðveiki, og sýknaði hann vegna
þess að hann var brjálaður þeg-
ar hann skaut drenginn. Hinn
ákærði var sendur til Banda-
ríkjanna til gæzlu í geðveikra-
hæli.
Til þess að fyrirbyggja það að
nokkur, sem bæri ábyrgð á þessu
hörmulega atviki, slyppi við
refsingu, fyrirskipaði yfirhers-
höfðinginn, að foringi herfylk-
isins, og foringi herflokksins,
sem hinn ákærði tilheyrði,
skyldi mæta fyrir herrétti und-
ir þeirri ákæru, að hafa leyft
óhæfum manni að gegna
skyldustörfum í hernum. For-
ingi herfylkisins mætti fyrir
herrétti og var sýknaður 3. júlí,
1942. Það vitnaðist í málinu, að
maðurinn, sem framdi morðið,
þjáðist af leyndri geðveiki, sem
kom ekki í ljós nema að hann
yrði fyrir hugaræsing. Hins veg-
ar kom ekkert fram, sem benti
til þess að herforinginn hafi
vitað um hið raunverulega sál-
arástand mannsins.
Þar sem líkurnar gegn for-
ingja herflokksins voru engu
meiri en gegn foringja herfylk-
isins, sem var sýknaður, var á-
kæran á hendur hinum fyrr-
nefnda felld niður.
Rétilæti íhaidsins
KOSNINGASMALI ÍHALDSINS
í KEFLAVÍK FÆR NÝJA BIF-
REIÐ — LÆKNINIRINN f
KEFLAVÍK FÆR ENGA.
Sjálfstæðismenn tala mjög
um réttlæti og réttlætismál. En
hvernig kemur svo réttlætið út
hjá þeim í verki?
Hér í Keflavík gerðist það
fyrir skömmu síðan, að ný
fólksbifreið varð heimilisföst í
Keflavík. Nú er það á almenn-
ingsvitorði, að læknirinn í
Keflavík hefir sótt um að fá
bifreið og er bæði honum og al-
þýðu manna nauðsynlegt að
hann hafi slíkt farartæki. En
haldið. þið, að læknirinn hafi
fengið bifreiðina? Nei, ónei.
Ekki aldeilis. — Sá, sem fékk
hana er enginn læknir, en
hann er þekktur að því að vera
duglegur að smala „atkvæðum“
fyrir íhaldið við kosningar.
Þetta tiltæki lýsir greinilega
skilningi núverandi valdhafa á
þörfum þjóðarinnar, og það
sýnir okkur, hvers við megum
vænta, ef þeir verða lengi við
völd.
Keflavík, 26. ágúst 1942,
D. Danivalsson.
Um víða veröld
(Framh. af 1. slðu)
stjórnaði loftárás Ameríku-
manna á Tokio í apríl sl., er
kominn til London, þar sem
hann mun gegna sérstökum
störfum fyrir ameríska flugher-
inn. Segir í tilkynningu í dag,
að hann hafi verið í Englandi í
tvær vikur. Hann hefir nú þeg-
ar átt viðtal við Carl Spaatz,
yfirmann ameríska flughers-
ins í Evrópu. Talsmaður í aðal-
stöðvum hersins sagði, að ekki
væri að svo búnu hægt að skýra
frá erindum Doolitiles. Minnt er
á það, að hann lofaði „mörgu
óvæntu fyrir Þýzkaland og Jap-
an,“ áður en hann fór frá
Bandaríkj unum.
Spaatz hefir þegar skýrt frá
því, að amerískir flugmenn
muni innan skamms taka þátt
í árásum brezka flughersins á
Þýzkaland. Ekki er þó vitað,
hvort heimsókn Doolittles
stendur í sambandi við það.
Árás Doolittles á Tokio, Yoko-
hama og aðrar borgir Japans
var mikið hnefahögg í andlit
Japana. Þeir eru enn að reyna
að komast að því, hvaðan Doo-
little kom til þess að gera hina
vel heppnuðu árás á helztu
iðnaðarhéruð og flotastöðvar
Japana. Doolittle var veitt
æðsta heiðursmerki ameríku-
manna, The Congressional Med-
al of Honor, og afhenti forset-
inn honum það sjálfur.
t t t
Washington, 6. ágúst. (Úr N.
Y. Times, 7. ágúst), — Fram-
leiðslunefnd Bandaríkjanna
hefir ákveðið, að láta byggja
500 risaflugbáta af Marz-gerð-
inni, til flutninga og ennfrem-
ur, að gerð skuli tilraun með
smíði 200 smálesta flugbáta,
sem hafi tvöfaldan skrokk.
Henry J. Keiser, sem er
skipasmiður á vesturströnd
Bandaríkjanna, mun fá pönt-
un á flugvélunum. Framleiðsl-
an mun að nokkru fara eftir
því, hversu fljótt og vel tekst
með smíði 150 fyrstu flugbát-
anna.
Til þess að flytja 450 þús.
smál. á ári mundi aðeins þurfa
180 af 200 smálesta flugbátum
og mundi til smíði þeirra að-
eins þurfa 18,000 smálestir hrá-
efna. Til þess að flytja sama
magn í skipum mundi þurfa
235,000 smálestir hráefna.
t t r
Washington, 25. ágúst. —
Flotamálaráðuneytið tilkynnti í
dag, að stærsta orustuskip, sem
nokkurn tíma hefir verið hleypt
af stokkunum hér á landi, muni
verða sett á flot úr skipasmíða-
stöð á austurströndinni í þess-
ari viku. Þetta er hið fyrsta af
sex gríðarstórum orustuskipum.
Það var fullgert sjö mánuðum
Á vi&avangi.
(Framh. af 1. síðu)
bætti fylgi sitt, er Sjálfstæðis-
bóndi, sem kunnur er fyrir
skörungsskap og ábyrgðartil-
finningu á þingi. Það er Jón
Pálmason í A.-Húnavatnssýslu.“
Skyldi ritstjórinn vera háðsk-
ur?
„VÉR MÓTMÆLUM ALLIR!“
Ritstjóri Þjóðólfs segist ný-
lega hafa komið inn í hátíða-
sal Menntaskólans, þar sem
Jón Sigurðsson hafi mælt þau
orð, sem fræg séu orðin: „Vér
mótmælum allir“.
Ritstjóri Þjóðólfs er e. t. v.
ekki einn um að gera sig sekan
í þeirri reginheimsku, að leggja
Jóni Sigurðssyni þá ambögu í
munn, að hann mótmælti allur!
Vitanlega sagði J. S. aldrei
slíkt. Hann sagði: Ég mótmæli
í nafni þjóðarinnar ..... En
þingmenn tóku undir orð hans:
Vér mótmælum allir.
Ritstjóri Þjóðólfs vill ekki
raflýsa fátæktina. Hann ætti
heldur ekki að auglýsa sína and-
legu fátækt!
á undan áætlun, og frú Wall-
ace, kona varaforsetans, mun
gefa skipinu nafn. Flotamála-
ráðuneytið tilkynnti einnig, að
öðru fluvélastöðvarskipi yrði
hleypt af stokkunum frá skipa-
smíðastöð á austurströndinni.
Flugvélastöðvarskip þetta, sem
kom í viðbót við flotann, átti í
fyrstu að verða beitiskip.
t t t
Hoolywood, 25. ág. — Amer-
ískt kvikmyndafélög ætla í
septembermánuði að safna
meir en sex biljónum og fimm
hundruð miljónum króna í
ríkissjóð Bandaríkjanna. Kvik-
myndahús, sem samanlagt hafa
sæti fyrir 11 miljónir manna í
einu, ætla að hefja sókn til að
selja stríðsskuldabréf. Leikarar
og kvikmyndastjórar ætla að
taka þátt í sókninni, og verða
ekki aðeins seld stríðsskulda-
bréf, heldur verða einnig mæð-
ur hermanna, og hermennirnir
sjálfir verða einnig heiðraðir.
r r t
Washington, 24. ág. — Þótt
vertíðin hafi verið með bezta
móti á norsku ströndinni, verða
það Þjóðverjar en ekki Norð-
menn, sem borða fiskinn, segir
í yfirlýsingu, sem norska sendi-
sveitin gat út í dag. Verzlanir í
Oslo fá svo lítið af makríl, að
húsmæður fá aðeins mjög lít-
ið og verða að standa í röð tím-
um saman til þess að fá það.
Þúsmidlr vtta
að gæfan fylgir trúlofunar-
hrlnguniun frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendlð nákvæmt mál.
gamla BÍÓ -->
F
Utlagarnír
(Rangers of Fortune)
Aðalhlutverkin leika:
FRED MACMURRAY,
PARICIA MORISON og
ALEBERT DEKKER.
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn inan 16 ára
fá ekki aðgang.
NÝJA BÍÓ
Sígurvegarínn
(Man of Conquest)
Söguleg stórmynd, spenn-
andi og viðburðarrík.
Aðalhlutverkin leika:
RICHARD DIX,
GAIL PATRICK,
JOAN FONTAINE.
Börn yngri en 16 ára
fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
8
SAVON de PAMÍS mýkir Iinóixtn ©g
styrkir. Ciefnr Iieimi yndMagran Ilt-
Mse «>íí ver Ixana kvillism.
NOTIÐ
SAVON
TT*T
i: ii
JB.n. Þór
hleður fyrir helgina til Vest-
mannaeyja, Öræfa, Hornafjarð-
ar og Reyðarfjarðar. Vörumót-
taka til kl 3 í dag.
Athygli skal vakin á því að
þetta verður síðasta skipsferð
til Öræfa á þessu sumri, en ef
ekki gefur að losa á austurleið
skipsins, verða vörurnar land-
settar á Hornafirði.
Löglræðí & cndur-
skoðunarskrífsfola
Grænmetishúsinu við Sölvhólsgötu.
Sími 5999. Pósthólf 596.
RAGNAR ÓLAFSSON,
lögfræðingur & löggiltur endurskoðandi
ÓLAFUR JÓHANNESSON,
lögfræðingur.
Ean])nm
hreinar tuskur.
HÚS G A GNA VINNUSTOFAN,
BALDURSGÖTU 30.
Sími 2292.