Tíminn - 29.08.1942, Blaðsíða 2
374
TÍ>llAT-\. langardaginn 29. ágiíst 1942
95. blað
■gímintt
Laugardag 29. ágúst
§j«ikdóm§einkenni
niðurlægingariiKiiar
Hín frjálsa leíð
stríðsgróðans
Lengi vel hefir tvöfeldnin í
málfluttningi Sjálfstæðis-
flokksins komið fram í því, að
Morgunbl. og Vísir hafa kyrjað
sína röddina hvort. Þegar Morg-
unblaðið (og ísafold) hafa
skrifað eitthvað til þess að geðj-
ast sveitafólkinu, hefir Vísir
haldið fram þveröfugri stefnu,
til þess að geðjast kjósendun-
um 1 Reykjavík.
Þetta hefir með réttu verið
nefndur tvísöngur Sjálfstæðis-
flokksins.
Eitt frægasta dæmið af þessu
tagi er krafa Morgunbl. í fyrra
haust um hærra kjötverð, sam-
tímis því sem Vísir mótmælti
harðlega okrinu á landbúnað-
arvörum.
Nú upp á síðkastið er ýmis-
legt, sem bendir til að söngur-
inn sé að verða þríraddaður,
því að Morgunblaðið sjálft er
farið að syngja tvíraddað. Það
er engu líkara en blaðið sé orð-
ið miðill, sem ýmsir „andar“
tala í gegnum á víxl.
Eftir síðustu áramót varð
ekki annað séð en Morgunbl.
styddi einhuga þær aðgerðir í
verðlagsmálum, sem samstjórn
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
manna beitti sér fyrir.
Þegar kjördæmamálið skaut
upp kollinum, lét blaðið sér fátt
um finnast í fyrstu. Það virtist
gera sér Ijóst, að slíkt hlyti að
leiða til samvinuslita og Ofrið-
ar innan lands, sem tefldi öllu
skynsamlegu aðhaldi í dýrtíð-
armálum í fullkomið óefni.
Blaðið viðurkenndi , að hin
„frjálsa leið“ í þeim málum
hefði brugðist og studdi því
eindregið þá stefnu stjórnar-
innar, að binda grunnlaun og
verðlag að mestu leyti með lög-
um.
En allt 1 einu kom annað
hljóð í strokk Morgunblaðsins.
Það sem hafði verið alveg nauð-
synlegt og lofsvert í gær, til að
forða þjóðinni frá taumlausri
verðbólgu og dýrtíð, varð í dag
að þoka fyrir réttlætismálinu
mikla: kjördæmabreytingunni.
Og rétt á eftir bættist mál
málanna við: sjálfstæðismálið,
sjálfsagt var að láta það fljóta
með, af því að það kostaði þá
ekki sérstakar kosningar.
Þetta átti að verða sérstak-
lega ódýr og búmannsleg stjórn-
arskrárbreyting — og verðug
Sj álf stæðisflokknum.
Morgunblaðið tók að syngja
í nýrri tóntegund.
Á sunnudaginn var skrifar
blaðið mjög réttilega um stríðs-
gróðann á þessa leið m. a.:
„Réttast væri og affarasælast,
að þeir fjármunir, sem af þess-
um orsökum hafa flotið í fang
þjóðarinnar, kæmu óskiptir að
kalla alþjóð að gagni. .. . Land
okkar hefir verið gert að alls-
herjar mangarabúð. Og það á
þeim tfma, er hefðarþjóðir
heimsins berjast blóðugri bar-
áttu fyrir frelsi sínu og tilveru
i framtíðinni."
Á þriðjudag segir blaðið í for-
ustugrein á „sömu línu“, að
Sjálfstæðisflokkurinn vilji, „að
kúfur hinna háu tekna sé tek-
inn til sameiginlegra þarfa
þjóðfélagsins með sköttum í
ríkissjóð."
Þarna eimir eftir af hin-
um fyrri „þjóðstjórnartón“
Morgunblaðsins.
En næstu daga kveður svo
við allt annan tón í blaðinu.
Það heldur að vísu áfram að
ræða um farvegi stríðsgróðans,
en það er nýr andi, sem nú tal-
ar.
„Rödd framleiðandans" talar
hispurslaust á miðvikudaginn.
Og það er ekki smáframleiðandi,
sem talar, heldur rödd „úr hópi
þeirrar stéttar, sem langsam-
lega stærsta þáttinn á í sköpun
stríðsgróðans.“ Það er meira að
segja vitnað í ummæli sjálfs H.
J. loftskeytamanns til að taka
af allan efa!
„Framleiðandinn, sem arðs-
ins aflar, á ekki að þiggja at-
vinnu sína sem náðarbrauð úr
hendi misviturra pólitískra
Með hverjum degi, sem líður,
fjölgar þeim, er sjá og viður-
kenna, að virðingu og öryggi ís-
lenzku þjóðarinnar er hætta
búin. „Flestir hugsandi menn í
þessu landi munu horfa til
framtíðarinnar með ugg og
kvíða. Hér er allt á hverfanda
hveli....“, segir stjórnarblaðið
Vísir nýlega í forustugrein.
Okkur er eins gott að gera
okkur nú þegar ljóst, að við
höfum lent í niffurlægingu og
lifum á niffurlægingartíma.
Þessi niffurlæging kemur með
ýmsu móti í ljós. Einkenni
hennar eru margvísleg. Nokkur
liggja í augum uppi, önnur geta
dulizt mörgum, og þau eru að
sumu leyti hættulegust.
Til þess að bjarga sér úr
hættu eða öngþveiti, er nauð-
synlegt að gera sér allar að-
stæður ljósar og reyna síðan
með rósemi og einbeittni að
nota þau úrræði, sem helzt eru
til bjargar.
í þessari grein verður gerð
tilraun til að benda á nokkur
atriði, sem með réttu má nefna
sjúkdómseinkenni niffurlæging-
arinnar í þjófflífi okkar.
I.
í blöðum og á mannfundum
er rætt um upplausn þá, fjársó-
un og spákaupmennsku, sem
röng stjórnarstefna eða réttara
sagt stjórnleysi hafi leitt yfir
þjóðina. Þetta er að verða
hverjum manni ljóst. Hins veg-
ar sést mörgum eða jafnve^
valdhafa. Atvinnureksturinn á
að byggja sig upp sjálfur.“
Með öðrum orðum: Þeir, sem
græða mest eiga sjálfir að ráð-
stafa sínum stríðsgróða, en það
eru vitanlega togarafélögin og
fisksalarnir.
Á fimmtudaginn ræðir blað-
ið „skattamálin og aðstöðu
bændanna.“ Og þar er tónninn
þessi:
Bændur verða að styðja að
því, að stríðsgróðamennirnir
fái að halda sem mestu af fjár-
afla sínum til þess að geta greitt
skatta í ríkissjóðinn og þar með
styrkt ykkur vesalingar, sem'
hokrið í dreifbýlinu og einskis
eruð megnugir af eigin ramm-
leik.
Þannig er slegið á víxl á
strengi Morgunblaðsins af dul-
arfullum öndum.
Annan daginn á að binda
stríðsgróðann, beina honum í
ríkissjóð til allsherjar fram-
kvæmda.
Hinn daginn á hann að fara
„hina frjálsu leið“ gegnum
hendur stríðsgróðamannanna
sjálfra. +
flestum yfir annars konar nið-
urlægingu, sem þjóðin er nú að
ganga í gegnum.
En þessi dulda niðurlæging
er þjóðinni þó engu síður
hættuleg en fjárhagsleg eymd.
Hún er sjúkdómseinkenni niff-
urlægingarinnar öllu fremur en
sjálf niðurlægingin. Hún seytlar
eins og seinvirkt eitur gegnum
þjóðfélagið, sem jafnframt
deyfir næmleika þess fyrir því,
sem sæmilegt er óg ósæmilegt.
Menn hneykslast lítt, en brosa
fremur eða hrista höfuðið, er
þeir heyra eða lesa útvarps-
ræður þeirra Jóns Pálmasonar
og Áka Jakobssonar. Flestum
heilskyggnum mönnum ofbýð-
ur hið Jjóta og flaumósa orð-
bragð, þótt ekki sé tekið hart
á getsökum og ósannindum.
Þeir finna líka ósjálfrátt, að
ræður þessar standa langt að
baki ræðu Eýsteins Jónssonar,
sem var rökföst, skilmerkileg og
laus viö klúryrði. En flestir láta
þetta svo lönd og leið án þess
að hugleiöa það frekar. Sumir
kunna að vera svo sýktir af
flokkslegu ofstæki, að þeim
finnst óþefurinn af ræðu Jóns
Pálmasonar og Áka, sem sætur
ilmur, vegna klúryrðanna um
andstæðingana, getsakir og
brigzlyrði í þeirra garð.
En hvað er hér í raun og veru
að gerast?
Ef rétt er skoðað, birtist í
þessum klúru ræðum eitt af
sjúkdómseinkennum upplausn-
arinnar.
Hvernig má það vera, að Jóni
Pálmasyni er teflt fram í út-
varpi, sem málsvara ríkisstjórn-
arinnar? Þingmönnum, sem
gerzt þekkja Jón og hæfileika
hans, hefði áreiðanlega þótt
það spásögn, og hún ótrúleg, ef
þeim hefði verið sagt það fyrir
nokkrum árum, að slíkt mundi
ske á árinu 1942. — Vilja menn
spyrja sjálfa sig þeirrar spurn-
ingar, hvort hugsanlegt væri,
að Hannes Hafstein, Björn
Jónsson, Tryggvi Þórhallsson,
Hermann Jónasson eða Jón
Þorláksson hefðu notað þennan
mann sem aðalmálsvara sinn og
verjanda. — En þótt flestir hafi
þetta á tilfinningunni og finn-
ist eitthvað óvirðulegt hafa
gerzt, dofnar þessi kennd smátt
og smátt af vana. Og sumum
mun jafnvel finnast það eðli-
legt, að Jón Pálmason mæti sem
málsvari þessarar ríkisstjórnar,
þótt.þeir játi, að slíkt hefði
trauðlega hent nokkurn fyrr-
verandi stjórnarforseta.
. II-
Þetta er að vissu leyti tákn
tímanna. Niðurlægingartímar
kalla fram vissa manntegund
til áhrifa í þjóðmálum, mann-
tegund, sem annars væri óhugs-
andi að kæmi fram.
Þeir eru sjúkdúmseinkenni
sjálfrar niffurlægingarinnar.
Ef menn íhuga þetta, er það
deginum ljósara. Allir niðurlæg-
ingartímar í sögu okkar þjóðar
og annarra hafa jafnan kallað
fram vissa tegund af mönnum,
sem forvígismenn, eða ráðgjafa
og málsvara þeirra. Slíkt heyr-
ir til, og hinir lélegu óþurftar-
menn- eru venjulega í senn or-
sök niðurlægingarinnar og af-
leiðing.
Grunnfærir forvígismenn
beita gjarna fyrir sig mann-
tegund, sem er þeim andlega
skyld. Kunnugt er, hvernig
Jörundur hundadagakon.ungur
valdi hirð sína og ýmsar sögur
ófagrar hafa borizt af hirð-
mönnúm Quislings í Noregi.
t
III.
Skammkell og Otkell eru
skáldlegar og stækkaðar mynd-
ir af þessu fyrirbæri, sem lífið
hefir alltaf verið og er að end-
urtaka, — einnig í stjórnmál-
um, — þar sem það getur þó
valdið mestum óhöppum og ör-
lagaríkustum.
„Otkell var auðugur að fé ....
Otkell var eigi glöggskyggn“,
segir höfundur Njálu. Eiginleika
Skammkels þarf ekki að rekja,
né ráð hans og málsvörn fyrir
Otkel. Þegar aðxúr sáu, að allt
var að komast í vandræði fyrir
Otkatli og hvöttu til sætta, kom
Skammkell í veg fyrir það.
Grunnhyggni Otkels er meistT
aralega lýst með þessum orð-
um: „Hvikið þér nú allir nema
Skammkell“.
Otkell endaði í sjálfheldu
með mál sín öll á Alþingi. Góð-
ir menn og vitrir björguðu þá
því, sem bjargað varð, en ókind-
in Skammkell drógst þá ekki úr
fletinu. Sannaðist þar sem
jafnan, að illt er að eiga þræl
að einkavini.
IV.
Það er ekki verið að bera Ot-
kel og Skammkel saman við ís-
lenzka stjórnmálamenn nú á
tímum, — margt er þar ekki
hliðstætt. Otkell og Skammkell
voru ekki slíkir valdamenn, að
forsjárleysi þeirra og innræti
gæti valdið þjóðarógæfu.
En Otkell og Skammkell eru
sígild dæmi og táknræn um þá
tegund manna, sem draga sjálfa
sig og náunga sína til niður-
lægingar. —
Menn af þeirra gerð eru jafn-
an sjúkdómseinkenni í mann-
Málverkasýning
Jóhannesar S. Kfarval
Þess hefi ég átt lítinn kost að
sjá málverk um dagana. Mér
varð það því mikil gleði, er ég
frétti um sýningu Kjarvals.
Utanbæjarmaður er ég, og ekki
þekki ég Kjarval neitt, og því
miður hefi ég lítið séð af verk-
um hans.
Ég kveið því nokkuð, að það
mundi veröa svo mikil þröng á
þingi þar á sýningunni, að ég
fengi ekkert að sjá. Ég hafði
farið nýlega að sjá „Tívolí stú-
denta“, — þessa „akademisku
litlu Danmörk“ með rauðu
myllunni og öllu tilheyrandi, en
lenti þar í miklum mannraun-
um sakir þrengsla og gat því
ekkert séð og ekki notið neinna
menningaráhrifa. Þótti mér
fótur minn fegurstur, er ég
komst út úr þrönginni aftur. —
„Trukkið var svo mikið,“ heyrði
ég sagt. Ekki saka ég þá lang-
skólagengnu um þetta, því að
það hefi ég fyrir satt, að þessi
Tívolí-hugmynd þeirra sé með-
al mestu menningarafreka, er
íslenzkir háskólaborgarar hafa
komið í framkvæmd, og er þá
mikið sagt. Þetta var sterkur
leikur hjá þeim, eins og þeir
segja hér í höfuðstaðnum. Þeir
hefja þarna í Tívolí upp merki
mennta sinna og menningar,
þegar verðmæti þjóðarinnar eru
í 'lággengi. Þeir gera strand-
högg inn í „ástandið“, innst í
voðann. Með lærdómi sínum
reyna þeir að bjarga því, sem
bjargað verður. Þetta er sókn-
in mikla og mun hennar lengi
minnzt, og fólk hefir ekki tekið
þessu með tómlæti. Það sýnir
aðsóknin.
Svo hélt ég, að það yrðu svip-
uð þrengsli á sýningunni hans
Kjarvals, en þó rættist vel úr
um það, því að ég var svo hepp-
inn, að enginn var þar stadd-
ur í það sinn, nema Kjarval
sjálfur, — og það skal játað, að
ég var hrifinn af hinum mikla
listamanni. Það er ógleymanleg
stund að horfa á þessar myndir.
Flestar eru þær fallegar og
margar ágætar en nokkrar
f ramúr skarandi.
Viðfangsefnin eru fljótt á
litið ekki stór, eftir því, sem
landslagsmálverk eru venju-
lega. Kjarval er ekki á þessari
sýningu að gefa sem stærstar
myndir af landinu heldur sem
fegurstar og gleggstar, og hann
gleymir ekki fegurðinni í því
smæsta. Sumar þessara mynda
eru nokkurs konar smásjár-
myndir. Lítil hraungjá (Hesta-
gjá, nr. 29) með mosaflosbotni,
svo ósnortnum, að þar hefir
aldrei saurugur fótur stigið. —
Þetta er annars einhver feg-
ursta myndin á sýningunni.
Beitarhústóftir, ótrúlega vel
gerð mynd, og fjárhústóftir og
þrjár myndir, sem allar heita
Hamraþil, allar af sama klett-
inum, en þó sín með hverjum
hætti, og þegar betur er að þeim
gætt, sjást hópar álfafólks í
hverri þeirra. Á nr. 34, álfa-
kóngur og drottning með hirð
sinni. Á nr. 18, álfar í vetrar-
skrúða. — Nei, verkefni Kjar-
vals sýnast ekki stór, en þau eru
samt stór og verða stór í lista-
mannshöndum hans. List Kjar-
vals lætur ekki mikið yfir sér —
„Hún er eins og gras sem grær
í grjóti, þar sem minnst ber á.“
Þarna er og mynd, sem heit-
ir: í Norffurárdal. Fosskríli, sem
speglast í bládjúpum hyl. Dala-
friður, dalafegurð og dalaró er
vel undirstrikuð í þeirri mynd.
Sönn fyrirmynd er líka í nr. 33,
sem einnig er ágæt mynd.
Annars eru þarna á sýning-
unni mjög voldugar og stórar
myndir, flestar frá Þingvöllum,
en ein frá Hellisheiði. Kjarval
er mikill Þingvallamálari. Hon-
um er það verðugt og samboð-
ið. Hann er sjálfkjörinn til þess
að vera málari hins helgasta og
Gunnar Grímssou:
Reikningfsskil á afurð-
um bænda
Benedikt Gíslason, bóndi í
Hofteigi, ritar í Morgunblaðið
18. ágúst s. 1. og ræðir þar eink-
um tvö atriði, varðandi kjötsöl-
una í landinu, auk þess sem
þar fljóta með hlýfilyrði til rit-
stjórnar Tímans og formanns
kj ötverðlagsnef ndar.
Annar þáttur greinarinnar
fjallar um það óþolandi ástand,
„aff kaupfélagsstjórarnir hafi
einræffisvald til þess aff ákveffa
reikningskilaverð á afurffum
bænda. Hinn þátturinn fjallar
um mikinn sölukostnaff kjöts-
ins.
Enda þótt gera megi ráð fyr-
ir að skoðanir og túlkun þessa
„samvinnumanns" á máli þessu
séu ekki almennar meðal hugs-
andi bænda, er þó ástæða til að
gera hér við nokkrar athuga-
semdir, og það því frekar, sem
mál þetta er fyllilega þess
virði, að um það sé rætt, án
allrar pólitískrar rætni.
Eins og kunnugt er, annast
samvinnufélögin umboðssölu á
mestum hluta af kjötfram-
leiðslu bænda. Ekki er mér
kunnugt um, að samvinnufé-
lögin hafi í því efni neinn
einkarétt, heldur er sú ástæðan,
að bændur vita að á þann hátt
tryggja þeir sér minnstan sölu-
kostnað.
Allt umtal um okur sam-
vinnufélaganna á þessari sölu-
starfsemi mun vera algerlega
tilefnislaust. Reglan mun al-
mennt vera sú hjá kaupfélög-
um, að kjötreikningur ber bein-
an kostnað varðandi kjötið, svo
félaginu. Heiðarlegir menn þola
önn fyrir þá.
Hliðstæð eru þau áhrif, sem
vart verður meðal almennings,
er Jón Pálmason og Áki Jakobs-
son eru notaðir sem aðalmál-
svarar íslenzku ríkisstjórnar-
innar á því herrans ári 1942.
Menn skynja, að eitthvað ógeð-
felt er að gerast. Enda er það
svo. Með þessu er verið að draga
þjóðina og þjóðfélagið niður á
lægra þroska- og menningar-
stig.
Til þess að alþýða manna geti
átt samleið með þessum mönn-
um í ræðum þeirra og hugsun-
arhætti, verður hún að stíga
siðferðilegt þrep niður á við.
Því eru þessir menn ekki að-
eins vissir með að spilla mál-
efnum, málstað og virðingu
þjóðarinnar út á við, heldur
draga þeir hana niður vits-
munalega og siðferðilega.
Aff slíkir menn skulu vera
settir í fylkingarbrjóst í ís-
lenzkum stjórnmálum, er eitt af
sjúkdómseinkenjnum niffurlæg-
ingarinnar.
sem frystigjald, flutningsgjald
o. s. frv. Umboðslaun félaganna
munu almennt ekki fara fram
úr 2i/2%, sem er 1% tillag í
varasjóð og li/2% til sameigin-
legs kostnaðar. Að öðru leyti er
eigendum kjötsins greitt sölu-
verðið, að frádregnum þessum
kostnaði, algerlega að fullu.
Þar sem kjötið kemur að
mestu á markaðinn í október-
mánuði, er ljóst, að meginhluti
þess er óseldur um áramót,
enda eiga ýmis félög það óselt
þá með öllu. Til bændanna er
þá kjötið fært með áætluðu
verði, eftir því sem horfur og
útlit með söluna er, enda .þótt
félögin hafi í mörgum tilfell-
um enga greiðslú fengið fyrir
kjötið. Það er sennilega í sam-
bandi við þessa áætlun verðs-
ins, sem það ali'æðisvald kaup-
félagsstjóranna kemur til
greina, sem greinarhöf. talar
um. Nú er það svo, að í mörg-
um tilfellum mun kaupfélags-
stjórunum vera falið að ákveða
þetta áætlaða verð, í öðrum til-
fellum, að stjórn og kaupfélags-
stjóri gera það sameiginlega.
En hvað sem því líður, er sú
leið jafn opin, ef félagsmenn
álíta áætlunina óeðlilega á ein-
hvern hátt, að ræða það á deild-
ar- og aðalfundum og gera þar
um ályktanir.
Hitt er svo allt annað mál,
hvort þessi sölutilhögun sé við-
unandi, að bændur viti ekki um
fullnaðarverð vörú sinnar fyrr
en ári eftir að hún er lögð inn,
en kaupfélagsstjórarnir verða
tæplega sakaðir um slíkt.
Og hvað meinar maður, sem
er kunnugur samvinnufélags-
skap, með því að tala um ein-
ræðisvald kaupfélagsstjóra um
ákvörðun verðsins í félagsskap,
sem er jafn opinn til ályktunar
félagsmönnum og samvinnu-
félögin, enda má öllum vera
ljóst, að umrædd verðáætlun
miðast við, að meiri hluti kjöts-
ins er óseldur, er hún fer fram
og þá óvíst hvaða markaði verð-
ur að sæta með kjötsöluna.
Hvað meinar þessi samvinnu-
maður“ með því að láta skína í,
að það sé undir alræðisvaldi
kaupfélagsstjóranna komið,
hvaða verð þeim þóknast að
skammta bændum. Jafnframt
talar hann um smásöluverð á
kjöti út úr kjötbúðum þann
veg, að lesendur geta ætlað, að
svo og svo mikill ágóði lendi hjá
félögunum, vitandi þó, að þau
taka lægstu umboðslaun og
annað ekki.
Hinu skal ekki neitað, og um
það eru víst allir sammála, að
það væri æskilegra, ef vitað
væri þegar í haustkauptíð um
(Framh. á 3. síöu)
fegursta staðar á íslandi.
Mosinn og hraunið fær sitt
dularfulla líf í myndlist Kjar-
vals og blæbrigði kvölds og
morguns varpa töfraljóma sín-
um á málverk hans.
Flestar myndirnar á sýning-
unni eru landslagsmyndir, en
þó eru þarna nokkrar annars
eðlis svo sem nr. 36, sem heitir
Teikning. Harpa rís upp við
hamravegg, en svo situr Lórelei
á klettinum með „sitt gullhár
furðu sítt,“ en riddaraborg
gnæfir uppi á hamrinum, og
Rín rennur í fögrum sveig
framhjá. Seiðmagn kvæðisins
tapar sér ekki í þessari fögru
mynd.
Nr. 39 heitir líka Teikning,
hún gæti átt að sýna þekktan
söngmann, er leggur frá landi
í andarnefjulíki og þó að hálfu
sem víkingaskip með hörpu upp
úr gínandi trjónu — (saman-
ber: Maríu mey með gullhjart-
að utan á brjóstinu). Fer ó-
skapnaður þessi allmikið, og
mun hann ætla að auka hróður
íslands með list sinni. Tvær
myndir eru þarna nefndar
„Flatkökur“. Ef þax'na er um að
ræða samanburð á landinu og
þjóðinni, sem það byggir, þá
verður hlutur brauðstritsins
æði mikið rýrari hjá listamann-
inum — og er það að vonum.
Flestar myndirnar á sýning-
unni eru þegar seldar, og er
það mjög gleðilegt. Það sannar
það enn, sem áður var vitað, að
íslenzka þjóðin kann að meta
og vill meta sanna list. Hún
sækist eftir því bezta, en hlær
að klessumálverkum og mynd-
skrípum. Til ber það, að Kjar-
val hlaupi útundan sér, en
það er þó ætíð eitthvert frum-
legt listahandbragð á öllum
myndum hans, sem ég hefi séð.
Aðrir málarar, sem miður
géta gert og leiðari viðfangsefni
velja sér en Kjarval, eiga að
vísu rétt á sér og ber ekki aö
dæma þá hart, en þeirra mál-
verk verða þó oftast skoðuð sem
nokkurs konar skuggamyndir
og hjá þeim sneitt af óspilltri
alþýðu. Og alþýða manna er
æfinlega óspillt og hefir ævin-
lega réttast fyrir sér. — Þess
eru víst engin dæmi, að svo
fljótt og mikið hafi selzt hér af
málverkum á nokkurri sýningu
sem þessari. Þjóðin ætlast ekki
til þess að Kjarval deyi úr
ófeiti, ef hún má ráða.
Þegar Kjarval byrjaði lista-
starf sitt hjá okkar fátæku
þjóð, mátti segja, hvað málara-
list snerti, að jörðin væri auð
og tóm og myrkur grúfði yfir
djúpinu. En Kjarval sá land
sitt í fögru ljósi, og það varð
kvöld og það varð morgunn —
hinn fyrsti dagur. Hinn fyrsti
dagur íslenzkrar málaralistar á
Kjarval mikið að þakka. —
Skuld sem verður aldrei að fullu
greidd. Áhorfandi.