Tíminn - 04.09.1942, Blaðsíða 3
98. blað
TÍMIM, föstadaginn 4. sept. 1942
387
Basil Zaharoff
Hundrað þúsund dollarar voru lagðir hon-
um til höfuðs.
Zaharoff — svo hét einhver auðugasti, dularfyllsti og mest
hataði maður, er fæðst hefir í heim þennan. Fyrir aldarfjórö
ungi voru hundrað þúsund dollarar settir honum til höfuðs.
Fjöldi bóka var ritaður um hann. Hann varð að una því hlut-
skipti að sæta tortryggni og hatri heilla þjóða.
Basil Zaharoff fæddist í sárri fátækt en varð einhver auðug-
asti maður heimsins. Hann auðgaðist á því að selja vélbyssur,
fallbyssur og sprengjur. Ein af þeim ævisögum, sem ritaðar hafa
verið um hann, hefst með þessum orðum: — Legsteinar miljóna
manna skulu verða minnisvarði hans. Dauði þeirra var hans
brauð.
Þegar Zaharoff var tuttugu.og átta ára að aldri, hlaut hann
starfa við að selja hergögn. Kaupið var tuttugu og fimm dollarar
á viku auk umboðslauna. Hann dvaldi í Grikklandi um þessar
mundir. Hann sá brátt fram á það, að eina ráðið til þess að
selja byssur væri að eftirspurn eftir þeim ykist. Hann valdi þvi
þann kostinn að vekja ótta hjá Grikkjum og telja þeim trú um,
að þeir væru umkringdir blóðþyrstum óvinum og yrðu að festa
kaup á byssum til þess að verja ættland sitt. Þetta gerðist fyrir
meira en hálfri öld. Það var almennt uppnám með þjóðinni.
Hljómsveitir léku herlög. Fánar blöktuðu í bænum. Mælsku-
menn ávörpuðu lýðinn. Grikkir herbjuggust í óða önn og keyptu
byssur af Zaharoff og einnig kafbát — einhvern fyrsta kafbát-
inn, sem smíðaður var.
Þegar Zaharoff hafði hlotið nokkrar miljónir i umboðslaun
fyrir þessi viðskipti sín, lagði hann leið sína á fund Tyrkja og
mælti: — Sjáið þið bara, hvað Grikkir hafast að. Þeir eru að
búa sig undir það að geta leikið ykkur að vild sinni. — Tyrkir
biðu ekki boðanna heldur festu kaup á tveim kafbátum. Her-
búnaðarkapphlaupið var hafið, og Zaharoff gat miklazt yfir
gróða, sem nam þrjú hundruð miljónum dollara, þótt raunar
væri um blóðpeninga að ræða.
í meira en hálfa öld auðgaðist Zaharoff á stríðsótta þjóð-
anna. Hann bjó ímyndaða óvini að hergögnum og hvatti til
styrjalda. í stríðinu milli Rússa og Japana seldi hann báðum
aðilum hergögn. í spánsk-ameríska stríðinu voru byssukúlurnar,
sem amerísku hermennirnir féllu fyrir, komnar frá honum. Þeg-
ar heimsstyrjöldin geisaði, átti hann hluta í hergagnaverk-
smiðjum í Þýzkalandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu. Hann
auðgaðist á þessum dapra harmleik, svo að undrun sætti.
Um hálfrar aldar skeið ferðaöist hann með mestu leynd milli
herráða Evrópuþjóðanna og fór sjaldan erindisleysu.
Hann var sagður hafa tvo menn í þjónustu sinni, sem liktust
honum svo mjög, að þeir urðu ekki þekktir i sundur. Þeir höfðu
þann starfa með höndum að koma opinberlega fram, svo að
blöðin gætu flutt fréttir af því, að hann dveldi í Berlín eða
Monte Carlo, þegar hann var raunverulega i leynilegum erinda-
gerðum annars staðar. Hann var mjög ófús á það að láta ljós-
mynda sig. Hann veitti blaðamönnum aldrei áheyrn og lét sér
jafnan á sama standa, þótt hann yrði fyrir áköfum árásum.
Þegar hann var tuttugu og sex ára gamall, gervilegur, há-
vaxinn og fyrirmannlegur ungur maður, felldi hann ást til
seytján ára gamallar stúlku. Hann kynntist henni í járnbrautar-
lest á leið frá Aþenu til Parísar og vildi þegar gangá að eiga
hana. En hún reyndist til allra óhamingju gift spönskum her-
toga, sem var hálfgeggjaður og helmingi eldri en hún. Henni
var ógerlegt að sækja um skilnað, sökum trúarskoðana sinna.
Zaharoff beið hennar — beið hennar og geymdi minningu henn-
ar í huga sér i nær hálfa öld. Loksins lézt maður heníiar á geð-
veikrahæli árið 1923, og árið 1924 giftist hún Zaharoff. Hún var
þá sextíu og fimm ára gömul en hann sjötíu og fjögurra ára. Hún
dó tveim árum siðar. Hún hafði þannig verið ástmey hans í
fjörutíu og átta ár en eiginkona hans í átján mánuði.
Zaharoff dvaldi jafnan á sumrum á landsetri skammt frá
París. Hann fæddist hins vegar í afskekktu héraði í Tyrklandi
í gluggalausum moldarkofa. í barnæsku sinni naut hann svefns
á óhreinu gólfi, reifaður tötrum og leið oft hungur.
Hann naut skólanáms um aðeins fimm ára skeið, en hann
talaði fjórtán tungumál og Oxfordháskóli gerði hann að heiðurs-
doktor.
Er hann sótti England heim fyrsta sinni, var honum varpað
í fangelsi sem væri hann afbrotamaður. Þrjátíu árum síðar
sló Bretakonungur hann til riddara.
Dag nokkurn sumarið 1909 reikaði þessi dularfulli maður um
hinn fræga dýragarð í París. Honum rann það til rifja, hversu
aparnir voru þar magrir og soltnir, og hann gaf því gætur, að
frægasta ljónið í dýragarðinum þjáðist af gigt. Allt virtist vera
í hinni mestu vanhirðu og niðurlægingu. , Hann gerði boð eftir
forstjóranum og hélt yfir honum rækilegan reiðilestur. For-
stjórinn gerði sér ekki grein fyrir því, að hann stóð hér and-
spænis einhverjum auðugasta manni heimsins og svaraði því
hvatskeytlega til, að hann hefði ekki þá hálfa miljón franka
undir höndum, sem til þess þyrfti að veita dýrunum nauðsyn-
legan aðbúnað. Zaharoff svaraði þegar: — Ef það er ekki meira,
sem með þarf, þá er fjárhæðin hér. Maðurinn, sem hafði ráðið
ótal mönnum bana, ritaði ávísun, er nam hundrað þúsund doll-
urum, til þess að bæta aðbúnað nokkurra dýra. Forstjórinn, sem
gat alls ekki lesið nafn þess, er ávísunina gaf, hugði að þessi ó-
kunni maður væri að draga dár að sér. Hann lagði þvi ávisunina
afsíðis ásamt fleiri skjölum. Að mörgum mánuðum liðnum sýndi
hann vini sínum hana og gerðist næsta undrandi, er hann komst
að raun um-það, að hún var i fullu gildi og undirrituð af ein-
hverjum mesta auðkýfingi Frakklands.
Zaharoff lézt áttatíu og fimm ára gamall sem einmana maður
og þrotinn að heilsu. Síðustu ár ævinnar varð þjónn hans að
aka honum um í hjólastól. Helzta yndi hans virtist vera það að
dvelja úti í rósagarðinum sínum. Hann hafði haldið dagbók um
hálfrar aldar skeið. Alls nam hún fimmtíu og þrem útskrifuðum
bókum . Það er sögn manna, að hann hafi látið svo um mælt,
að heimildarriti þessu um leyndarmál hans skyldi brennt að
honum látnum.
I Skinnaverksmiðjan IÐUNN
framlciðir fjölmargar tegundir af skóm á karla,
konur og börn. Vinnur ennfremur úr húðum, skimt-
um og g'ærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til
skóg'erðar, fataskiim, hanzkaskiim, töskuskinn, loð-
sútaðar gærur o. m. fl.
Skinnaverksmiðjan Iðunn, er búin nýjustu og full-
komnustu tækjum, og hcfir á að skipa hóp af fag-
^ ‘ »
lærðum mönuum, sem þcgar liafa sýnt, að þeir eru
færir um að keppa við útlenda framleiðslu á þessu
sviði.
IÐUNNARV0RUR fást hjá kaupiélögum um allt
land og mörgum kaupmönnum.
Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgóðar, ódýrar
Notið UHJMAR vörur
„Fár hyggur . . .
(Framh. af 2. síðu)
ig þið færuð að lifa af honum.
Enda ætla ég, að þröngt muni
vera í búi hjá mörgu þessu fólki,
og ætti það þó sízt allra að þurfa
að lifa við þröngan kost.
Ég veit ekki, hvort hið háa
Alþingi, sem vald hefir til áð
gefa og taka, man eftir þessu
þögula fólki, eða hvort það sér
sér fært að bæta eitthvað hag
þess. En væri ekki sanngjarnt
að verja einhverjum miljónum
stríðsgróðans til að flýta fyrir
þvi, að elli- og örorkustyrkirnir
kæmu að meira gagni en þeir
koma nú? Og væri ekki jafn-
framt hægt að búa þannig um,
að það væri ekki jafnmikið á
valdi hreppsnefnda og bæjar-
stjórna hve gamla fólkinu væri
liðsinnt í þessu efni.
— Peningarnir eru góðir
þjónar, en hættulegir húsbænd-
ur, — segir kínverskt spakmæli.
Og hamingjan hjálpi þeirri þjóð,
sem lætur peningfana stjórna
sér. Mér er ef til vill, vegna
stöðu minnar, sárara um unga
fólkið en mörgum öðrum, en
mér nærri því hrýs hugur við
því að sjá nýfermda drengi velta
hundruðum og þúsundum króna
handa á milli. Ég ann þeim þess
vel, en ég óttast að þeir verði
of margir, sem falla á því prófi.
Mér verður hugsað 20—30 ár
aftur í tímann, þegar 5—10
krónur þótti mikil auðlegð, og
þeirrar auðlegðar var vel gætt.
Ég hefi stundum óskað þess, að
mætti verja einhverri kennslu-
stundinni til þess að hverfa með
'nemendur mína 20—30 ár aftur
í tímann, og sýna þeim, hvernig
unnið var á þeim tímum, hvern-
ig allt var sparað, og hvernig
hugsað var. Út úr þeirri
kennslustund myndi ég glaður
ganga, því að einskik óska ég
nemendum mínum fremur en
að þeir erfi það bezta úr fari
þeirrar kynslóðar, sem þá bar
hita og þunga dagsins.
Ég óttast ekki svo mjög að
ísland verði vettvangur hern-
aðarátaka. Ég óttast heldur ekki
að ráði fjárhagslegt hrun, þótt
elfur stríðsgróðans hætti að
renna fram hjá bæjardyrum
þjóðarinnar, en ég óttast mest
af öllu hið siðferðislega hrun,
sem ætíð fylgir í kjölfar allra
styrjalda, ef einhversstaðar eru
veilur í þjóðarskapgerðina. Ef
þegnskapur og þjóðhollusta fara
þverrandi, þá geta engar stríðs-
gróðamiljónir bætt það tap.
Hannes J. Magnússon
■j-------------------!-------
Þaö vantar 1000 síma
(Framh. af 1. síðu)
anlegt fyrirbrigði og þess vegna
illt að gera nokkrar ráðstafan-
ir, sem koma í veg fyrir að hún
stórskemmi símann. Mjög erfitt
er um allt efni, sem þarf til
þessara framkvæmda, þótt ég
í för minni til Ameríku reyndi
að útvega eins mikið og unnt
var að fá af þvi, sem þarf til
viðhalds símanum og einnig
nokkuð til nýlagninga. Ýms ó-
höpp hafa valdið því, að sumt
af því efni, sem hægt var að fá
keypt í Ameríku, hefir ekki kom-
izt hingað til lands og verður
mjög erfitt að bæta úr því. Pen-
ingar eru nú meiri meðal lands-
manna en nokkru sinni fyrr, og
hafa því miklu fleiri óskað eft-
ir því að fá síma, bæði úti um
land og eins hér í bænum, held-
ur en árin fyrir styrjöldina. En
sáralitlum af þessum tilmæl-
um hefir verið hægt að sinna.
Nýlagningar eru mjög takmark-
aðar. Þær helztu eru á Suður-
landsundirlendinu. Þar er verið
að breyta línunum, færa þær á
hentugri staði, og þar sem
síminn liggur yfir vatns-
föll, eru línurnar færðar að
brúnum, ef einhverjar eru, til
öryggis gegn bilunum í storm-
um og ísingu á veturna.
— Er ekki verið að reisa síma-
stöðvarhús eða’ aðrar bygging-
ar á vegum landsímans?
— í Reykjavík er verið að
reisa birgðahús fyrir landsím-
ann við Sölvhólsgötu. Var orðið
mjög aðkallandi að síminn eign-
aðist gott geymsluhús fyrir efni
og áhöld, sem alltaf þarf að
vera til taks. Úti á landi eru
póstur og sími, að byggja nokk-
ur hús í sameiningu. Eru sum
þeirra stórhýsi, en af vissum á-
stæðum tel ég ekki þörf á að
skýra nánar frá þeim fram-
kvæmdum að þessu sinni.
— Hvað er að segja um bæj-
arsímann hér í Reykjavík?
— Bæjarsímanum hafa borizt
tilmæli frá fjölda manns um
nýja síma. Um 1000 slíkar beiðn-
ir eru á biðlista, sem engin leið
er að sinna fyrr en að ófriðn-
um loknuhi. í sumar hefir tals-
vert verið unnið við bæjarsím-
ann. Verið er að leggja línur í
nýju hverfin, svo að unnt sé að
flytja síma þeirra manna, sem
átt hafa heima í hinum eldri
hluta bæjarins, en nú flytja í
nýju hverfin.
— Hefir ekki verðlag á öllu
efni, sem þarf til reksturs sím-
anum, stórhækkað?
— Verðlag á öllu efni til síma-
framkvæmda hefir stórhækkað
frá því, er var fyrir stríð. Jafn-
framt hefir allur annar kostn-
aður við rekstur símans aukizt
að miklum mun. Er nú svo kom-
ið að tekjur símans hrökkva
ekki lengur fyrir útgjöldunum.
Er í ráði að hækka símagjöldin
allverulega, en þau hafa hald-
izt alveg óbreytt frá því löngu
fyrir strið.
Fréttabréf úr Suður-
Þingeyjarsýslu
27/7. ’42.
Nýr fjallvegur.
Á s. 1. vori var ruddur bílveg-
ur frá veginum austur Mý-
vatnsfjöll norður að Dettifossi.
Er það góður fengur fyrir
ferðamenn, sem sækja vilja
heim þennan stórfenglegasta
foss landsins, þar sem hans
nýtur mikið betur með þvi að
vera vestan megin árinnar
heldur en austan hennar.
Sandgræðslugirðing
umhverfis Dimmuborgir.
í vor sem leið girti sand-
græðsla ríkisins 10—11 km.
girðingu umhverfis Dimmu-
borgir, hið sérstæða og ein-
kennilega landsvæði í hraun-
inu austan Mývatns. Friðun
þessa framkvæmdi sandgræðsl-
an til þess að bægja þeirri
hættu frá Borgunum, sem
þeim er búin af foksandi.
Heimilisiðnaðarsýning.
Á aðalfundi Kvenfélags S.-
Þingeyinga, sem haldinn var á
s. 1. hausti, kom fram sú uppá-
stunga að halda heimilisiðnað-
arsýningu í héraðinu á næsta
vori. Skyldi hver deild halda
sýningu heima í sveitunum og
þar yrðu svo munir valdir á
sýninguna. Þann 26. þ. m. hélt
svo Kvenfélag Suður-Þingey-
inga heimilisiðnaðarsýningu, á- j
samt almennri samkomu að
Laugum. Hófst samkoman með
guðsþjónustu. Prédikun flutti
Friðrik A. Friðrikssonv prófastur j
í Húsavík. Þá flutti ræðu Hólm-
■ fríður Pétursdóttir á Arnar-
Jvatni, forstöðukona Kvenfélags-
j ins. Talaði hún meðal annars
um hið þjóðfélagslega gildi
kvöldvakanna gömlu, þar sem
saman fór andleg upplýsing og
starfsöm iðja. í því sambandi
ræddi hún alveg sérstaklega
þeltóskapinn, sem bæði væri
ramíslenzkur og gagnvandað
verk, væri að honum unnið af
fullri kunnáttu.
Því næst talaði Halldóra
Bjarnadóttir nokkur orð. Sagð-
ist hún hafa átt þess kost að
sjá sýninguna og taldi hana
hina merkustu. Bar hún hana
saman við hliðstæðar sýningar
sem hún hafði séð annars stað-
ar á Norðurlöndum og lét i
ljósi það álit, að þessi sýning
hefði meiri persónusvip og
minni vélaiðjublæ en títt væri.
Lauk Halldóra máli sínu með
þeirri ósk og áskorun til Þing-
eyinga, að þeir stofnuðu ullar-
vinnsluskóla í sambandi við
Húsmæðraskólann á Laugum
undir stjórn Kristjönu Péturs-
dóttur.
Þessu næst var sýningin svo
opnuð. Var þar margt athyglis-
vert, sem of langt mál yrði upp
að telja.
Þar voru málverk, þar var
tréskurður, hlutir steyptir úr
gipsi, hinir mestu kjörgripir,
ofnir dúkar af ýmsum gerðum,
útsaumur, prjónles, band o. m.
fl. Alveg sérstaka athygli hlaut
að vekja perlulitað band eftir
Matthildi í Garði í Aðaldal. Var
það með 62 litum og litaafbrigð-
um, allt íslenzkir jurtalitir.
Á sýningunni voru hlutir eftir
unga og gamla, karla og konur,
handunnir og vélunnir.
Bar sýningin yfirleitt vott um
hugkvæmni, listhneigð og hag-
virkni.