Tíminn - 04.09.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1942, Blaðsíða 4
388 TÍMIM, föstndagmn 4. sept. 1943 98. bla» tn BÆNIIM Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Steinunn Gunnarsdóttir, Grænumýrartungu, Hrútafirði og Benedikt Jóhannesson Saurum Laxár- dal, Dalasýlu. Frægur pianósnillingur kemur til Reykjavíkur. Að því er frézt hefir, hefir Tónlist- arfélagið ráðið hingað enska píanó- snillinginn, ungfrú Kathleen Long. Mun ungfrúin halda hér tónleika á vegum félagsins. Ungfrú Long er mjög viðurkennd sem listamaður, ekki einungis í sínu heimalandi, heldur víða um hinn menntaða heim. Mun hafa tekizt að ráða ungfrúna hingað fyrir milligöngu Chyril Jackson’s, er dvaldi hér sem sendikennari um hríð. Ungfrú Kathleen Long kom fyrst fram opinberlega, þegar hún var 6 ára gömul. Síðan hefir hún haldið hljómleika bæði innan lands og utan um 20 ára skeið við hinn bezta orð- stír. Hún stundaði nám við Hinn kon- unglega tónlistarháskóla í London og útskrifaðist þaðan með glæsilegum vitnisburði. VafalausV hlíiíkka allir tónhstar- unnendur hér til að hlusta á þessa frægu konu og á tónlistarfélagið þakk- ir skildar fyrir forgöngu sína í þessu máli. Vatnsskortur sumsstaðar í bænum. Verkfræðingar bæjarins hafa veitt því athygli, að vatn hefir minnkað síðari hluta sumars í Gvendarbrunn- unum og nú upp á síðkastið hefir fólk í húsum við Laugaveg, Lanaakots- og Skólavörðuhæð, kvertað undan vatns- leysi. Talið er að vatnið sé farið að aukast á ný í brunnunum en þrátt fyrir það er brýn nauðsyn til að fólk fari sparlega með vatnið og sói því ekki að þarflausu. íslenzkur háseti drukknar í Fleetwood. Útgerðarfélaginu H.f. Alliance hefir nýlepa borizt skeyti um það, a& einn hásetinn á b.v. Kára, Bjarni Halldórs- son að nafni, hafi fallið í skipakví í Fleetwood og drukknað. Bjarni Halldórsson var 27 ára gam- all og átti aldraða foreldra. Fargjöld með strætisvögnun- um hækka. Frá og með deginum í gær hækuðu fargjöldin með strætisvögnunum, sem hér segir: Á leiðunum Lækjartorg — Kleppur, Lækjartorg — Rafstöðin við Elliða- ár, Lækjartorg—Fossvogur, Lækjartorg — Seltjarnarnes, Lækjartorg — Sól- vellir, Lækjartorg — Njálsgata og Gunnarsbraut, varð þessi hækkun: 20 aura giald hækkar í 25 aura. — 30 aura cdald hækkar í 40 aura. — 40 aura giald hækkar í 50 aura. Á leiðinni Lækjartorg — Skerja- fjörður verður þessi hækkun: 20 aura gjald hækkar í 25 aura. — 25 aura gjald hækkar 1 30 aura. — 30 aura gjald hækkar í 35 aura. Fargjöld barna verða eins og áður hefir verið % gjald miðað við full- orðna, nema innanbæjar 10 aurar í stað 12% eyris og til Skerjafjarðar 15 aurar í stað 17% eyris. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) oft vera afbakað í daglegu máli í Vífil-fell. En fellið dregur nafn af Vífli bónda á Vífils- stöðum, sem þjóðsagan segir að hafi gengið á morgni hverjum upp á Vífilsfell, til að gá til veð- urs. Að undanförnu hefir ný verk- smiðja verið auglýst í blöðun- um með nafninu Vífilfell. Þetta mun vera af misgáningi, eink- um þar sem Björn Ólafsson er talinn við þetta fyrirtæki rið- inn. Mun hann alls ekki vilja afbaka góð og gild örnefni, og er honum því treyst til að leið- rétta þetta. SKIPSTJÓRAR ÓÁNÆGÐIR. Blaðinu hefir borizt tilkynn- ing frá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands um fund, sem 62 skipstjórar héldu á Raufarhöfn 28. f. m. Var þar rætt um rekstur síldarverk- smiðjanna á líðandi sumri, og lýsti fundurinn að lokum yfir óánægju sinni með stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins. Var eink- um kvartað yfir töfum á lönd- un síldar og ítrekuð veiðibönn, er valdið hafi misrétti og afla- tjóni. Lesendur! Vekið athygli kunníngja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málurn, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Haustið 1917 og haustið 1942 Það skal ósagt látið, að hve I miklu leyti þessi styrjöld og sú rás viðburðanna, sem þar hefir átt sér stað, er sambærileg við síðustu heimsstyrjöld. Hernað- araðferðirnar eru talsvert ólík- ar og þar með undirstaða þeirra að nokkru leyti. Olía og ýmsir málmar (aðrir en járn) hafa t. d. miklu meiri þýðingu nú en þá. En ef litið er á sjálfa víg- stöðuna nú, liggur einna næst að bera hana saman við þá víg- stöðu, sem stríðsaðilar höfðu haustið 1917. Þá, eins og nú, var styrjöldin búin að standa um þriggja ára skeið. Þá voru Bandaríkin búin að vera nálega hálft ár þátt- takandi í styrjöldinni. Þá var kafbátahernaöur Þjóðverja á höfunum nýlega kominn í há- mark. En viðhorfið í Norður- álfu var að öðru leyti þetta: Þjóðverjar höfðu sigrað Rúss- land og réðu yfir öllum Balk- anlöndum. Ítalía var á móti þeim og brezki og ítalski flot- inn allsráðandi á Miðjarðar- hafi. En Tyrkir með alla Vest- ur-Asíu á sínu valdi, voru bandamenn Þýzkalands. Norð- urlönd voru hlutlaus, Frakk- land ósigrað, en að nokkru hernumið. Trúin á mátt hinna þýzku vopna mikil og almenn eins og nú. Það er margra manna álit, að þátttaka Bandaríkjanna hafi ráðið úrslitum síðustu heims- styrjaldar. Hún mun hafa ork- að því, að heri Bandamanna í Frakklandi skorti aldrei vopn, klæðnað eða viðurværi. En Bandaríkin sendu auk þess 2 milljónir manna til vígvallanna í Evrópu. Þegar á leið voru fluttir yfir Atlantzhaf 200 þús- undir hermanna á mánuði. Ef gengið er út frá því, að þátttaka Japana í styrjöldinni gegn Bandamönnum nú, hafi ekki afgerandi áhrif á styrjöld- ina í Evrópu, fyrst um sinn, þar sem gegn þeim berst þar eystra kínverskur, indverskur og ástralskur her, er eftir að vita, hvort vígstaða Banda- manna hér í álfu sé sterkari eða veikari nú en þá. Þeir berj- ast á austurvígstöðvum nú og á vesturvígstöðvum þá. En nú þarf Breta- og Bandaríkjaher að gera innrás á fjandsamlega strönd til að geta haft vígvöll undir fótum. Hins vegar má á það líta, að hinar hernumdu þjóðir í austri, vestri og nbrðri, eru vafalaust miklu fjandsam- legri Þjóðverjum nú en íbúar Rússlands, Póllands og Bæheims voru haustið 1917, og að her og floti hins óhernumda Frakk- lands gæti orðið innrásarher, sem fótfestu næði á meginland- inu, mikilsverður samherji, ef trúin á mátt vopnanna kynni að breytast hjá þeim, sem þar fara með völd. Sú spurning, sem beinast liggur við, er þá þessi: Er Rúss- land eins sterkt nú og Frakk- land var haustið 1917? Ef svo er ekki, verður þeirri hugsun ekki varizt, að vígstaða Bandamanna hljóti að vera ó- hagstæðari nú en hún var haustið 1917. Það er því alveg ótvírætt, að spurningin um horfur í styrjöldinni nú, miðað við horfur um svipað leyti í síðustu heimsstyrjöld, er að verulegu leyti, spurningin um styrk Rússlands. Haustið 1917 voru styrjaldar- horfur taldar mjög óvissar. Um það leyti munu þó líkur fyrir sigri Þjóðverja, yfirleitt í hlutlausum löndum, hafa verið taldar talsvert miklar. Menn höfðu þá ekki mikla trú á því, að Bandaríkjastjórn tækist að flytja lið í stórum stíl yfir At- lantzhaf, framhjá kafbátaflota Þjóðverja. En eftir rúmlega eitt ár var styrjöldinni lokið með sigri Bandamanna. Það kom þá í ljós, að þýzki herinn og þýzka þjóðin öll var orðin mjög að- þrengd. Hana skorti matvæli, til að geta haldið starfsþreki sínu. Hún hafði þó aðgang að auðugustu kornforðabúrum Rússlands þá eins og nú. Það sýndi sig þá, að ekki er nóg að ráða yfir frjósömum löndum. Það sýnir sig á friðartímum, að löndin, þótt auðug séu af náttúruverðmætum, framleiða ekki af sjálfu sér, hvorki mat- væli né iðnaðarvöru. Þar sem styrjöld hefir geisað, fer margt úr skorðum, sem ekki verður bætt á skömmum tíma. Um úrslit þeirrar styrjaldar, sem nú geisar, skyldi enginn spá, sízt hér á hjara veraldar, þar sem lítið er vitað um hið raunverulega ástand í stríðs- löndunum. Hitt er þó ekki ó- eðlilegt, að skyggnzt sé um spjöld sögunnar eftir hliðstæð- um viðhorfum þeim, sem nú eru. Hin sögulegu rök segja, að ef Rússland haustið 1942, sé jafnoki Frakklands haustið 1917, séu líkur til þess, að Bandamenn geti orðið ofan á í styrjöldinni. Frægur stjórn- málamaður sagði fyrir nokkr- um árum, að landamæri Bret- lands væru við Rín. Með sama rétti mætti nú segja, að þau séu við Volgu. Bretum og Bandamönnum er sýnilega ljóst, að þessi landamæri verða þeir sjálfir að verja með einhverjum hætti. Á KROSSG0TUM Kennaraþing er háð í bænum þessa daga. Eru þar til umræðu og athug- unar margvísleg mál, er varða menn- ingar og starfsvið kennara, kjör þeirra, starfsbaráttu og starfsskilyrði. Ný stjórn Sambands íslenzkra barnakennara var kosin á þinginu, og eiga sæti í henni, Aðalsteinn Sig- mundsson. formaður, Sigurður Thorla- cíus, varaformaður, Ingimar Jóhannes- son, ritari, Jónas G. Jónsson, vararit- ari, Pálmi Jósefsson, gjaldkeri, Arn- grímur Kristjánsson, varagjaldkeri og Gunnar M. Magnússon, ritstjóri Menntamála. Sigurður Thorlacíus, skólastjóri, var áður formaður félags- ins, en skoraðist fastlega undan end- urkosningu. Hið sama gerði Guðjón Guðjónsson, skólastjóri, er áður var ritari þess. Kennaraþingið lýkur störfum í dag. t t r í síðastliðinni viku gerði kuldakast mikið víða um land, einkum á Vestur- landi. Snjóaði þá í fjöll allt niður í miðjar hlíðar og sums staðar jafnvel niður á jafnsléttu. Var einn morgun- inn frost í byggð, og mun hafa orðið að því nokkurt tjón í matjurtagörð- um. En vegna þess, hve fljótt hlýnaði aftur í veðri, urðu þær skémmdir þó minni en við hefði mátt búast. Er það því skaðvænlegra, ef kuldar og næturfrost ganga snemma í garð að þessu sinni að garðávextir munu yf- irleitt vera síðsprottnir nú, sökum kuldatíðar framan af sumri. r t t Allmikið er um nýbyggingar I Vest- mannaeyjum í ár, eins og víða annars staðar. Fimmtán ný íbúðarhús eru þar í smíðum, allt steinhús, og eru í þeim alls 26 íbúðir, auk margra einstakra íbúðarherbergja. Endurbætur er og verið að gera á mörgum gömlum hús- um, og sum þeirra verða stækkuð. Hvað verður ai sparífénu? (Framh. af 1. siSu) sínar hverfa inn í grunsamlegt rykský dýrtíðarinnar. Síðan samstjórnin var rofin í vor, hafa allar stíflur verið rofnar. Síðan þá er upplausn þjóðfélagsins á því stigi, sem kommúnistar geta bezt óskað sér. Einn flokkur beitti sér á und- anförnum árum móti dýrtíð- inni og tók fulltrúa sína úr landsstjórninni, þegar stíflurn- ar voru brotnar. í allt vor og sumar hafa Framsóknarmenn varað við hættunni. Og á degi hverjum hafa menn sannfærzt um að aðvaranir þeirra voru réttmætar. Borgarar landsins hafa enn nokkrar vikur til umhugsunar. Þeir geta valið braut Ásgeirs Ásgeirssonar, „gæsaveiðarnar“, óstjórnlega dýrtíð, eyðing sparifjárins, upplausn, atvinnu- hrun og sýnilega örbyrgð og pólitískan vanmátt, eða leið Framsóknarflokksins, sem ein getur bjargað þjóð og landi frá yfirvofandi glötun. Kaapum hreinar tuskur. HÚSGAGNAVINNUSTOFAN, BALDURSGÖTU 30. Sími 2292. Fyrir fimmtíu árum (Framh. af 3. síSu) farnir að sjá, hvílík heimska iað var að láta hreppana leggja fé til að koma fátæku fólki til Ameríku. Ekki vinna þeirra börn í landinu.“ ÍÞRÓTTALÍF var þá fáskrúðugt. íþrótta- mót voru þá ekki komin til sög- unnar. íþróttanámskeið máttu þá heita óþekkt. Þó segir „Þjóð- viljinn ungi“ frá sundnáms- skeiði á Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp, en ekki voru þátt- takendurnir nema fimm. Tel- ur blaðið það slæma þátttöku. BINDINDISÁHUGI var þá vaxandi og naut stuðn- ings margra ágætis manna. Meðal þeirra var Hallgrímur Sveinsson biskup. Hann gekkst bá fyrir því, að kennimenn ynnu æfilangt bindindisheit. Slíkt heit unnu 8 prófastar af 20, 36 prestar af 117 og einn guðfræðikennari af þremur. SÍLDVEIÐAR voru þá ekki fyrir Norður- landi, en fólk sótt víðsvegar af landinu til Austfjarða, því að bá veiddist síldin þar. í „ísa- fold“ 20. júlí birtist t. d. svo- hlj óðandi fréttaklausa: Gufuskipið „Skude“, leiguskip O. Wathne, sem lagði af stað héðan austur með kaupafólk 29. f. m. bætti við sig fleiru í Keflavík og Vestmannaeyjum, svo að það varð rúm 200 alls, og kom til Seyðisfjarðar 1. júlí að áliðnum degi. Svo hittist vel á, er þangað kom, að einmitt þann sama dag hafði orðið vart þar í fyrsta sinn við þorsk og síld og það allvel. Var því kaupa- fólkinu tekið tveim höndum, og gekk þegar út, það, sem óráðið var, og þótt fleira hefði verið.“ Þann 20. maí var svo mikið síldarhlaup hjá Vestmannaeyj- um, að menn jusu síldinni með höndunum upp í bátana. HVALAVEIÐAR voru þá allmiklar hér við land, einkum á Vestfjörðum. „Þjóðviljinn ungi“ segir frá því 19. marz, að þrjár stöðvar við ísafjarðardjúp hafi fengið 46 hvali á tæpum mánuði. ÞRÍBURA ól kona í Dýrafirði, Ingibjörg Friðriksdóttir að nafni. Þeir vógu 35 merkur. Einn þeirra dó í fæðingunni, en hinir lifðu. Fleira verður ekki tínt fram, enda mun kannske ýmsum þykja nóg komið. Þetta yfirlit er ófullkomið, en ofurlitla hug- mynd ætti það samt að geta dregið upp af lífinu á íslandi fyrir fimmtíu árum, þegar þjóð- in barðist við hafís og harðindi, tíminn var lítill og allur hey- skapur var unninn með orfi og hrífu, árabátarnir voru helztu fiskiskipin, engir vegir á landi og sama og engar samgöngur á sjó, verzlunin að mestu í hönd- um kaupmanna, er okruðu á erlendu vörunum og keyptu innlendu afurðirnar fyrir smán- arverð, sími var sama og eng- inn, útvarpið var ekki til, bóka- útgáfa lítil og þannig mætti lengi telja. Samt lifði þó þjóð- in furðu traustu og heilbrigðu menningarlífi og var fær um að inna af höndum á næstu ára- tugum, einna merkilegustu framfarasókn heimssögunnar, þegar miðað er við fólksfæð og aðrar ástæður. Hversu gjörólíkt er ekki ísland í dag íslandi fyrir fimmtíu árum! En hvernig verður umhorfs á íslandi eftir fimmtíu ár? Mun þjóðin standa sig ver eftir frels- ið og velgengnina en eftir böl erlendrar kúgunar og mikilla náttúr uharðinda ? rækifærisgjafir, í góðu úrvali. Trúla>fnnarhrlngar9 Sent gegn póstkröfu. Gnðm. Andrésson , gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Auglýsið í Tímannm! Krapotkin fursti Sjálfsævísaga byltingarmanns —-NÝJA BÍÓ „Kemur nú kerl- íngín aitur?“ (There’s that Woman again) Fyndin og fjörug gam- anmynd. Aðalhlutverkin leika: MELVYN DOUGLAS, VIRGINIA BRUCE. Aukamynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Framhaldssýning 3*4-614: DR. CHRISTIAN OG KVENFÓLKIÐ með Jean Hersholt. UNNUSTA SJÓLIÐANS (A Girl, a Guy and a Gob) LUCILLE BALL, GEORGE MURPHY, EDMOND O’BRIEN. Sýnd kl. 7 og 9. ÆVISAGA KRAPOTKÍNS fursta hefir verið talin ein hin gagn- merkasta og bezt gerða sjálfsævisaga heimsbókmenntanna. Fá- um hefir gefizt kostur á að skýra frá viðburðaríkari æviferli, enda tekur hann fram flestu því, er gerist í ævintýralegustu skáld- sögum: Aðalborinn af tignustu ættum Rússlands. Barn í grímu- búningi við hásætisskör Nikulásar keisara fyrsta, sofandi í keltu keisaradrottningar, er síðar varð. Hirðsveinn við hlið Alexand- ers annars — þess albúinn að leggja lífið í sölurnar fyrir hann. Landkönnuður og vísindamaður á heimsmælikvarða á hinni miklu vísindaöld og jafnframt uppreisnarmaður gegn öllum viðurkenndum stjórnmálakenningum um samfélag manna. Einn tíma dagsins í tildurslegustu hirðveislum í Vetrarhöll keisarans og annan í dularbúningi í úthverfum borgarinnar boðandi fá- tækum verkamönnum byltingarkenningar. í fangelsi í Rússlandi kominn að dauða úr harðrétti og skyrbjúg. Hinn bíræfnasti flótti úr fangelsinu og úr landi. Um langan aldur bláfátækur land- flótta rithöfundur í Vestur-Evrópu, umsetinn af njósnurum zarsins, árum saman í fangelsi, jafnvel gerðir út menn til að myrða hann. Stórgáfaður og hálærður maður með yfirsýn yfir öll viðfangsefni mannlegs anda og heimsfrægur fyrir rannsóknir sínár og ritmennsku. En á allt annað skyggir fágætur persónu- leiki hans og göfugmennska, sem naumast hefir átt sinn líka. Af hverri línu bókarinnar andar blæ mannúðar, réttlætiskennd- ar, drengskapar og frelsisástar, og á boðskapur höfundar sér- stakt erindi til yfirstandandi skálmaldar ofstjórnar, mannfyrir- litningar, ofbeldis og kúgunar. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. §I«LDÍGAR Hiilli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cullíford’s Associated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD. ÚTBREIDIP TÍMANN ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.