Tíminn - 24.09.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1942, Blaðsíða 1
Aukablað TÍMEVN, fimmtudaglim 24. sept. 1942 Aukablað Mínníngarsjóður Stfórn ríkisverksmíðíanna: Gönnhlanp fundarfiis á Raufarhöfn Síldln í sumar sannar gildi aquacide - í sumar varð megn óánægja út af því meðal fjölmargra skipstjóra síldveiðiskipa, að Síldarverksmiðjur ríkisins skyldu afnema síðara veiði- bannið hinn 9. ágúst. Stóð þá svo á, að sum skipin höfðu tekið út allt veiðibannið, sem skyldi standa í fjóra daga hjá hverju skipi, en önnur skip áttu eftir allt upp í tveggja daga bið til þess að vera laus úr banninu. Er bannið var uppleyst, þótti ýmsum þeirra, sem verið höfðu fullan tíma í banni, að þeim væri gerður óréttur með því, að öðrum skipum, sem verið hefðu allt að því helmingi styttri tíma í veiðibanninu, skyldi allt í einu vera sleppt úr þvi, og þannig komast jafn snemma út á veiðar aftur og þeir, sem orð- ið hefðu að bíða fullan tíma til þess að losna úr banni. Munu þeir hafa talið óréttmætt að þeir, sem skemur höfðu beðið, skyldu fá tækifæri til þess að sækja miðin, í samkeppni við þá, og draga þannig á þá um aflabrögð, eða fara fram úr þeim. Síldarverksmiðjur ríkisins af- lýstu veiðibanninu vegna þess, að veður og þar með veiðihorf- ur höfðu skyndilega versnað, svo að útlit var fyrir, að verk- smiðjurnar myndi þurfa að halda á öllum afla viðskipta- skipa sinna til þess að full- nægja hráefnaþörfínni, enda reyndist það svo. Síldveiðinni í sumar mátti heita lokið hinn 12. ágúst. Eft- ir þann tíma hamlaði óveður oftast veiðum. Hinn 28. ágúst lágu um 60 síldveiðiskip inni á Raufarhöfn og höfðu þau legið þar um þrjá sólarhringa vegna óveðurs. Þá fannst skipstjórum þeim, sem reiðastir höfðu orð- ið út af afnámi veiðibannsins, vera hentugt tækifæri til þess að skeyta skapi sínu á stjórn verksmiðjanna og fram- kvæmdastjóra. Boðuðu þeir til fundar i barnaskóláhúsinu á Raufarhöfn og var fundar- stjóri Kristinn Árnason, skip- stjóri á m.b. Árna Árnasyni, sem er á vegum Finnboga Guð- mundssonar í Gerðum, en þess- ir tveir menn höfðu verið há- vaðamestir út af afnámi veiði- bannsins. Verksmiðjustjóranum á Raufarhöfn var ekki gefinn kostur á að sækja fundinn, og enginn fulltrúi frá Síldarverk- smiðjum ríkisins var á fundin- um. Á fundi þessum var sam- þykkt vantraust á stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins og sér- staklega á framkvæmdastjóra þeirra, og var vantraustið byggt á eftirfarandi atriðum í yfir- lýsingu fundarins. 1. ' „Þegar skipin komu fyrst að landi með afla á Siglufirði, voru 4 losunarvindur af 12 ó- starfhæfar og verksmiðjurnar að ýmsu leyti óviðbúnar að taka til starfa. Öllu verra var þó ástandið á Raufarhöfn, hvað löndunartæki og annan útbúnað snerti. 2. Hvers vegna var nokkur hluti verksmiðjanna látinn standa ónothæfur, þrátt fyrir stöðugan landburð af síld mik- inn hluta veiðitímans og mögu- leika til að starfrækja þær. 3. Hin ítrekuðu veiðibönn, sem valdið hafa stórkostlegum aflatöpum hjá fjölda skipa, að nokkru leyti að ástæðulausu, og var seinna veiðibannið upphaf- ið fyrirvaralaust áður en fjöldi skipa hafði útent biðtímann, og olli þetta skipunum mjög miklu misrétti og virðist að öllu leyti hafa verið mjög illa yfirveguð ráðstöfun. 4. Fundurinn álítur algerlega óverjandi, að hið kemiska efni aquacide (sic) hafi ekki verið notað hjá verksmiðjunum, og telur nauðsynlegt, að rannsak- að verði, hvað það eitt hafi valdið miklu tjóni.“ Svo mörg eru þau orð. Svör vor: 1. liður. Allar vindur verk- smiðjanna voru standsettar og tilbúnar til notkunar í byrjun vertíðar, og byggist því ásökun- in í þessum lið á röngum upp- lýsingum. Vottorð verkstjóra og vindumanna, sem sanna þetta, eru fyrir hendi. 2. liður. Ekki var hægt að starfrækja fleiri verksmiðjur í sumar en gert var vegna skorts á vinnuafli. Hafa því fullyrð- ingar fundarins í gagnstæða átt við ekkert að styðjast. Skortur á verkmönnum við verksmiðjurnar var svo mikill, að full erfitt reyndist að fá menn í þær verksmiðjur, sem starfræktar voru. Varð að ráða til þeirra fjölda óvana menn með þeim afleiðingum; að af- köst verksmiðjanna voru minni fyrri hluta vertíðar en þau mundu hafa orðið, ef verk- smiðjurnar hefðu haft nægi- lega mörgum æfðum starfs- mönnum á að skipa. 3. liður. Á meðan afköst síld- arverksmiðjanna eru ekki meiri en þau eru nú í hlutfalli við aflagetu skipanna, eru veiði- bönn í miklum og langvarandi aflahrotum nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir, að það ástand skapist, að skipin þurfi ávallt að bíða dögum saman við bryggjur verksmiðjanna og framleiðsluvörur verksmiðjanna að verða þar af leiðandi bæði litlar og lélegar. Er það því til hagsbóta, fyrir alla aðilja ,að afli skipanna sé á hverjum tíma í sem nánustu samræmi við móttökugetu verksmiðjanna. Voru því veiði- bönnin í sumar nauðsynleg ráð- stöfun, enda kom ekki fram nein óánægja út af því, að veiðibönnin voru sett á, hvorki munnlega né skriflega við stjórn eða framkvæmdastjóra verk- smiðjanna. Hins vegar kom upp megn óánægja út af því, að síðara veiðibannið var af- numið áður en öll skip voru búin *að vera hinn tilsetta tíma i veiðibanninu. Vegna þess, að aðstæður breyttust, eftir að síð- ara veiðibannið var sett á, mátti sjá það eftir á, að heppi- legra hefði verið, að það hefði verið styttra og má því ef til vill deila á verksmiðjustjórn- ina fyrir að upphefja ekki bannið fyrr en gert var. Það minnkaði ekki afla neins skips að seinna veiðibannið var upp- hafið, en leiddi til þess, að verksmiðjunum barst um 10 þúsund málum meira af bræðslusíld en þær myndu hafa fengið, ef veiðibanninum hefði verið haldið áfram eftir að ó- tíðin byrjaði, eins og hinir óá- nægðu skipstjórar ætluðust til. Þessi aukni ' afli þýðir aukin útflutningsverðmæti um kr. 300,000.00. í rékstri verksmiðjanna er ekki hægt að taka tillit til þeirra hvata, sem liggja til grundvallar fyrir því, að þess er krafizt, að skipum sé bannað að fara út á veiðar, þó að það sé þeim og verksmiðjunum til hags og engum til tjóns, að það sé leyft. 4. liður. Ritstjóri „Ægis“, herra Lúðvík Kristjánsson, stóð fyrir því að bera það út, að af- köst Síldarverksmiðja ríkisins myndu ekki vera nema 70% af fullum afköstum þeirra, en aðr- ar verksmiðjur héldi uppi full- um eða nærri fullum afköstum með því að nota Aquacide við vinnslu síldarinnar. Þessum ó- sannindum um verksmiðjurnar var trúað af almenningi og þar á meðal af flestum þeim, sem síldveiði stunduðu. En hið sanna um afköst verksmiðjanna er, að Síldar- verksmiðjur ríkisins á Siglu- firði höfðu meðal-afköst, sem námu 88,11% af fullum afköst- um þeirra, og voru það hærri meðalafköst miðað við full af- köst en hjá nokkrum öðrum verksmiðjum í landinu. Þegar þetta hefir verið upplýst, leiðir það af sjálfu sér, að allar þær ásakanir, sem byggðar eru á hinum röngu upplýsingum, falla um sjálfar sig. Ef talin er þörf á að rann- saka, hvers vegna sumar verk- smiðjur eru með hlutfallslega lægri afköst en aðrar, verður sú rannsókn að þessu sinni að beinast að því, hvers vegna aðrar verksmiðjur hafa ekki getað haldið uppi sömu afköst- um og Síldarverksmiðjur ríkis- ins, en ekki að hinu gagnstæða, eins og skipstjórarnir höfðu verið ginntir til að fara fram á. Rökstuðningurinn fyrir van- traustinu er því tóm markleysa, og fundurinn í heild til lítils sóma fyrir þá, sem að honum stóðu. Stjórn og framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Jón Gunnarsson. Sveinn Benediktsson. Þormóður Eyjólfsson. Jón L. Þórðarson. Þorsteinn M. Jónsson. EFTIRMÁLI. Síðan að þessi grein var skrfi- uð, hefir það orðið kunnugt, að þeir sem stóðu að Raufarhafn- arfundinum, hafa sent tillög- ur fundarins til þings Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands, sem haldið hef- ir verið hér í bænum undan- farna daga. Tilgangurinn. mun hafa verið sá að fá þetta þing til þess að samþykkja' tillög- urnar. Þetta tókst ekki. Á þinginu var þessum tillög- um vísað til atvinnu- og launa- málanefndar þingsins. Meiri hluti nefndarinnar, þeir: Haf- steinn Bergþórsson, útgerðar-, maður, Þorkell Sigurðsson vél- stjóri og Njáll Þórðarson, skip- stjóri, skiluðu nefndaráliti, þar sem segir svo m. a.: „Ásakanir þær til stjórnar og framkvæmdarstjóra, sem eru í Raufarhafnar tillögunum, álít- um við ekki á rökum reistar. Við viljum aftur á móti benda á það: Að afköst verksmiðjanna hafa verið stóraukin' frá því að nú- verandi framkvæmdarstjóri tók við ve'rksmiðj unum eða um 10 þús. mála vinnslu á sólarhring er okkur full kunnugt um það, að stækkun þessi hefði ekki komizt til framkvæmda, ef verk- smiðjurnar hefði ekki notið við frábærs dugnaðar núverandi framkvæmdarstj óra. Þótt hægt sé að benda á eitt- hvað smávegin, er betur megi fara, þá finnst okkur að meira beri að líta á heildarrekstur fyrirtækisins og viljum við færa framkvæmdarstjóra þakkir og fullt traust"fyrir starf hans við verksmiðjurnar.“ Betri og verri menn Andstæðingar Framsóknar hafa fyrir löngu tekið upp þann sið, að flokka ýmsa Framsókn- armenn opinberlega eftir gæð- um. Mbl. hélt því árum saman fram, að Tryggvi Þórhallsson væri tiltölulega góður maður, en Jónas Jónsson mjög vondur. Alþýðublaðið færðu sig upp á skaptið eftir að samstjórn tveggja flokka hófst 1934. Þá voru Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson góðir menn en Jón Árnason og Jónas Jónsson mjög vondir. Nú á síðustu mán- uðum hafa hlutabréf J. J. hækkað í verði í Mbl. þannig, að hann er talinn tiltölulega góður maður, en Hermanns Jónassonar lækkuð að sama skapi og er kominn í tölu hinna verulega vondu. Öll andstöðublöð Framsóknar láta fylgja þessari einkunna- gjöf fyrirmæli um stöðuga sambúðarerfiðleika milli vondu og góðu mannanna í flokknum. Góðu mennirnir sækja stöðugt á að hafa betrandi áhrif á hina vondu, en þeir eru þrálátir og taumleiðir við að betrast. Það er mjög heppilegt, að sami maðqrinn er mjög sjaldan annað hvort góður eða illur á máli Mbl. og Alþbl. Þannig benda allar líkur til, að Her- mann kunni innan skamms að hækka aftur í virðingarstigan- um. En þá gæti skeð að séra Hr. Jón Gunnarsson, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, reit grein í aukablaði 103. tbl. Tím- ans, þar sem hann tekur sér fyrir hendur að hnekkja „áróð- ursherferð" fyrir notkun Aqua- cide við síldarvinnslu. Við und- irritaðir vorum fyrstir hér á landi til þess að gera tilraunir með efni þetta, og höfum síðan í tvö ár haldið þessum tilraun- um áfram og jafnframt fengið aðstöðu til þess að fylgjast með notkun vökva þessa í stöðug- um verksmiðjurekstri. Þrátt fyrri það, að við erum löngu sannfærðir um, að efni þetta komi að miklum notum í síldar- iðnaði, höfum við skirrzt við að hgfja deilur á J. G. fyrir að hafa ekki notað efnið í Ríkis- verksmiðjunum og þannig gef- ið honum nægan tíma til þess að átta sig á málinu. „Áróðurs- herferð" okkar fyrir notkun efnisins er ekki önnur en sú, að við höfum birt grein í Ársriti Fiskifélags íslands, sem út kom vorið 1942 um árangur tilrauna okkar, en okkur ber skylda til að gefa skýrslu um öll. rann- sóknarstörf okkar. Dagblaðið Vísir birti síðan á miðju sumri útdrátt úr áðurnefndri grein á- samt öðrum upplýsingum, sem við gátum í té látið, en nokkur önnur blöð skýrðu þá einnig frá þessu eftir upplýsingum Vísis. J. G. byrjar grein sína á því, að við undirritaðir höfum svo mikinn persónulegan hag af sölu Aquacide, að varlegt sé fyr- ir lesendur að taka mikið mark á okkur. Þessi ummæli höfum við tekið fyrir í „stuttri athuga- semd“ okkar í Vísi, svo að það verður ekki endurtekið hér. Þá kemur „bomba“ greinar- innar. Með „útreikningum“ hyggst 'J. G. að sýna fram á, að Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði hafi unnið með bezt- um vinnsluafköstum í sumar af öllum síldarverksmiðjum í landinu. Þessu til sönnunar reiknar hann út afköst SR á Siglufirði og einkaverksmiðj- anna og kemst að þeirri niður- stöðu, að vinnsluafköst SR hafi verið 88.1%, Rauðku 77.5%, Djúpavíkur 84.187%, Hjalteyr- ar 76.39%. Þá bendir J. G. á, að allar þessar verksmiðjur hafi notað meira eða minna af Aquacide í sumar, en þrátt fyrir það hafi árangurinn ekki verið betri og sýni það, hve ástæðulaust sé að ásaka SR fyrir að nota ekki efnið. En hvað segja nú forráða- menn einkaverksmiðjanna um reksturinn í sumar og gagnsemi Aquacire-vökvans. Umsagnir einkaverksmiðj - anna eru á þessa leið: Síldarverksmiðj a h.f. Kveldúlfs, Hjalteyri. „Séu hæstu meðalafköst, sem náðst hafa í Hjalteyrarverk- smiðjunni yfir heilt sumar, tal- in 100%, hafa meðalafköstin síðastliðið sumar verið 98%. Þann tíma, sem unnið var með Aquacide, voru meðalafköst 103%, en 78% þann tíma, sem unnið var án Aquacide. Reynsla sú, sem fengizt hefir í sumar og tilraunir, sem gerðar voru, sýna, að afköst verksmiðjunn- ar voru aukin um 20—25% með notkun Aquacide, sam- tímis því sem fituinnihald mjölsins lækkaði sem svarar úr 10,5% í 9,3%. Tilraunir sýndu, að með aukinni aquacide-notk- un mátti auka afköstin enn meir, en takmarkaðar birgðir af efninu leyfðu það ekki. Auk þess má geta, að í sumar var síldin svo feit, að aðeins sum- arið 1940 er sambærilegt um fitu í síld, en þá voru meðal- afköst verksmiðjunnar 77% miðað við hæztu meðalafköst. sign. Vésteinn Guðmundsson efnafræðingur. Til viðbótar ofangreindu skal það upplýst, að Hjalteyrarverk- smiðjan var upprunalega byggð með tveimur vélasamstæðum, Sveinbjörn fengi að lækka um stund — í augum keppinaut- anna. en afköst hverrar samstæðu voru 2400 mál síldar á sólar- hring, eða afköst verksmiðj- unnar allrar 4800 mál. Árið 1938 var bætt við í verksmiðj- unni einni varapressu með 2400 mála afköstum." sign. Richard Thors. Síldarverksmiðj an Rauðka, Siglufirði. „Tilefni fyrirspurnar yðar vottast: Meðalafköst Síldar- verksmiðjunnar Rauðka Siglu- firði voru í sumar fram til 16. ágúst 90%, en til vertíðarloka 85%. Aquacide notað allt sum- ar og er fullvíst, að það hefir aukið afköst verksmiðjunnar um minnst 30—40% eftir ásig- komulagi síldarinnar. Tel óráð að reka síldarverksmiðjur án Aquacide,- ef það er fáanlegt. Síldarverksmiðjan Rauðka hef- ir tvær síldarpressur 400 til 440 mála hvort pr. sólarhring og bræðir því mest 800/880 mál á sólarhring. í sumar var brætt til 16. ágúst 800 mál sólarhring að meðaltali, en meðaltal allan tímann 750 mál.“ sign. Snorri Stefánsson forstjóri. Síldarverksmiðj a h.f. Djúpavík, Djúpavik. „í sumar notuðum við Aquac- ide-vökva við síldarvinnslu á tímabili (ca. 10 daga samtals) og reynslan sem fékkst' var sú, að afköst verksmiðjunnar juk- ust talsvert, þegar gömul síld var brædd og fituinnihald minnkaði í mjölinu. Meðalaf- köst verksmiðjunnar á sólar- hring voru síðastl. sumar tals- vert meiri en getið er um í „Vísi“ síðastl. laugardag." p.t. Reykjavík, 14. sept. 1942 H.f. Djúpavík. Það er fróðlegt að bera umsagnir einkaverksmiðjanna saman við útreikning J. G. á afköstum þeirra. Maður skyldi ætla, að J. G. hefði getað spar- að sér ómakið að reikna út af- köst áðurnefndra verksmiðja með allt að þremur tugstöfum, þegar séð er, að útreiknings- skekkja hans fyrir Rauðku er 7,5% (77,5% í stað 85,0%). Fyr- ir Hjalteyri 21,6% (76,4% í stað 98,0%), en Djúpavikurverk- smiðjan telur meðalafköst sín talsvert meiri en um getur í grein J. G. Við leggjum það óhikað í dóm lesenda, hvort þeir telja tölur J. G. haldbetri en upplýsingar einkaverksmiðj- anna á vinnsluafköstum þeirra. J. G. telur það eina af aðal- ástæðunum til þess, að hann út- vegaði ekki Ríkisverksmiðjun- úm Aquacide fyrir árið 1942, að hr. Indbjör verksmiðjustjóri á Dagverðareyri taldi efnið gagnslaust eða jafnvel skað- legt. Þessu til staðfestingar birti J. G. í grein sinni skeyti frá hr. Indbjör, sem fjallar um reynslu hans á efninu frá 1941. Skeyti þetta hefði gefið okk- ur ástæðu til ákveðinna and- mæla og gagnrýni, ef við hefð- um ekki komizt að raun um, að hér var um ófyritleitna mis- notkun á ummælum hr. Ind- björns að ræða af hálfu J. G. Þessu til sönnunar leyfum við okkur að birta hér skeyti, sem okkur hefir borizt frá hr. Ind- björ: „Samkvæmt símtali okkar í dag út af blaðagrein Jóns Gunn- arssonar í 185. tölublaði Vísis, 12/9. um notkun Aquacide- vökva, þá vil ég taka fram eft- irfarandi: Símskeyti mitt til Jóns Gunnarssonar þann 28/7. og sem að tekið er upp í um- rædda blaðagrein, ætlaðist ég ekki til að yrði á nokkurn hátt notað sem auglýsing á móti Aquacide-vökva, en aðeins reynsla mín á vökvanum, sem ég hafði fengið með þeim litlu tilraunum, sem gerðar voru með vökvann á Dagverðareyri í Cali- forníupressu. Þá vil ég taka það fram, að umrætt skeyti var sett í Vísi án minnar vitundar og vilja. Indbjör.“ Skeyti hr. Indbjörs til J. G. mun vera byggt á athugunum, er hann gerði á Dagverðareyr- arverksmiðjunni sumarið 1941, en eins og kunnugt er, var þá Imjög slæm aðstaða til þess að Ég vildi hér mega geta þess, að ég hefi stofnað Minningar- sjóð Jakobs Ó. Lárussonar, prests að Holti undir Eyjafjöll- um. Ég vona, að það verði ekki til neinnar hindrunar fyrir framgang málsins, að sjóður- inn er stofnaður af fátækri konu, og þar af leiðandi miklum vanefnum. Vildi ég minna þá, sem þetta kynnu að setja fyrir sig, á orð drottins vors og frels- ara, Jesú Krists, um gjöf fá- tæku ekkjunnar í guðskistuna. Sjóðurinn er stofnaður með 100 kr. Er honum ætlað að afla tekna með minningargjöfum, áheitum, dánargjöfum og svo öðrum gjöfum, er honum kynnu að berast. Skal tekjum sjóðsins varið til þess að bæta og prýða kirkjur Holtsprestakalls, sem eru Ásólfsskálakirkja, Eyvind- arhólakirkja og Stóradals- kirkja. Stjórn sjóðsins skipa sóknanefndaformenn áður- nefndra kirkna. Skal fyrst veita úr sjóðnum, þegar Ásólfsskála- kirkja verður endurbyggð. Farið verður í öllu með sjóð þennan, sem aðra opinbera sjóði. Þyki einhverjum ég hafa val- ið ranga leið um tilgang sjóðs- ins, svara ég því á þessa leið: Þótt séra Jakob væri hinn mesti athafnamaður á , hverju sviði þjóðfélagsins og ynni hvers konar menningarmálum.á hvaða sviði sem var, þá vitum við þó öll, sem þekktum hann bezt, að honum var „ætíð helg- ast í heim guðs himneska dýrð- arríki.“ Treysti ég því öllum sóknar- börnum hans, yngri og eldri, að vinna með mér að þessu verki, og einkum þeim, sem ásamt mér hafa orðið þeirrar blessunar að- njótandi að eiga hinn sívak- andi áhugamann að fermingar- föður. Kæmi mér ekki á óvart, að sjóður þessi yrði happadrjúgur með áheit, og vil ég ráða þeim, sem eiga við sjúkleik eða önn- ur vandamál að stríða, að heita á hann. Mætti kraftur drott- ins stýrkja þá alla, sem á sjóð þennan kunna að heita. Mér hafa þegar verið afhent- ar 50 kr. til sjóðsins, 30 kr. gjöf frá Maríusi Jóhannssyni og fjölskyldu hans, og áheit frá þrem sjúkum konum, V. L. 10 kr., K. A. 5 kr. og V. Þ. 5 kr. — Votta ég hugheilar þakkir þess- um fyrstu góðu gefendum. . Ennfremur vona ég að geta bráðlega fengið prentuð minn- ingarspjöld sjóðsins. Verða þau gjöf frá mér til sjóðsins, og vona ég, að þau megi styðja brautargengi hans. Að síðustu vil ég þakka guði, sem gaf oss þennan vakandi starfsmann á akri guðs kristni. Vottum hon- um þökk í verkinu! Blessuð veri minning hans meðal vor allra, vina hans! Með fyllsta trausti og beztu óskum til allra, sem leggja þessu máli lið, og þeirra, sem hinn látni unni heitast. Rvík, 18. september 1942. Anna frá Moldnúpi. sýna fram á gildi efnisins, vegna þess, hve síldin var þá mögur og góð til vinnslu. Það verður að teljast mjög ódrengi- legt af J. G. að birta þetta skeyti á opinberum vettvangi. Jón Gunnarsson vissi vel um árangur Aquacide-tilraun- anna í Ríkisverksmiðjunum 1940. Honum var einnig kunn- ugt um, að hvaða gagni efni þetta héfir komið í Ameríku. Og loks hefir hann áreiðanlega fylgzt með þeim árangri, er náðst hefir með efninu i/ sumar, enda aldrei þorað sjálfur' að fullyrða, að það sé gagnslaust við síldarvinnslu. Þrátt fyrir þetta leyfir J. G. sér að beita hr. Indbjör fyrir sig, sem ekki hafði haft nægilegt tækifæri til þess að komast að raun um gildi efn- isins. Við hefðum kosið að svara grein J. G. ítarlega, en sökum rúmleysis í Tímanum látum við þetta nægja að sinni. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 17/9. 1942. Ingi Bjarnason. Þórður Þorbjarnarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.