Tíminn - 04.10.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1942, Blaðsíða 3
112. blað sunnudaginn 4. okt. 1942 443 Upplausn (Framh. af 2. siBu) þætti þörf, væri æskilegast, að nefnd, skipuð fulltrúum fram- leiðenda og launþega, gæti kom- ið sér saman um þær. Að öðr- um kosti yrði sérfræðinganefnd að annast það. En aðalatriðið er að kaupgjaldið og verðlagið sé fest. Sú ráðstöfun er, að míny viti, sjálfsagðasta leiðin til að veita verðbólgunni viðnám. Án hennar er hætt við, að aðrar ráðstafanir kæmu aldrei að til- ætluðum notum. Eftir því, sem mér hefir skilizt.láta aðrar þjóð- ir sér sæma að grípa til slíkra ráðstafana. Hér hefir einnig fengizt nokkur reynsla í þessum efnum. Með lögunum um gerð- ardóm í kaupgjalds- og verðlags- málunum, var verðlag og kaup- gjald í landinu bundið. Og hvort, sem mönnum hefir verið vel eða illa við gerðardóminn sáluga, verða menn að viðurkenna þá staðreynd, að sjö fyrstu mán- uði ársins stóð vísitala fram- færslukostnaðarins í stað. Hins vegar hefir hún hækkað tvo síðustu mánuði um 27 stig, eftir að gerðardómslögin voru felld úr gildi. Því skal ekki neitað, að farið hafi verið í kringum gerð- ardómslögin. En sú kenning að afnema þessi lög vegna slíks, er næsta nýstárleg, og ekki líkleg til að hljóta viðurkenningu í framtíðinni. Æskilegast er, að þessi ráðstöfun sé gerð með vitund og samþykki þeirra stétta, sem hlut eiga að máli. En þó að þa§ náist ekki, verður löggjafinn að hefjast handa. 3. Ríkið taki innflutnings- verzlunina í sínar hendur á með- an á styrjöldinni stendur og hert sé á ákvæðunum um smá- söluálagningu. Ráðstöfun þessi er allmiklum erfiðleikum bund- in vegna þeirrar röskunar, sem hún mundi hafa í för með sér fyrir þær stofnanir, sem hingað til hafa annast þessa starfsemi. Yrði að reyna að tryggja það, eftir því sem unnt væri, að starfsemi þeirra gæti hafizt að stríðinu loknu á svipuðum grundvelli. Með þessari ráðstöf- un ætti hæfilegt og sanngjarnt verðlag I landinu að vera betur tryggt en með nokkru verðlags- eftirliti gæti orðið. Með þessu myndi stöðvuð sú óheillavæn- legra lofts heldur en inni. En þegar gestirnir komu inn, var skrifari Kristjáns sýslumanns byrjaður að syngja kesknisvísur um konur á Snæfellsnesi, og að þær byðu gestum með sér út í fjós. Þótti ballgestum nú skör- in færast upp í bekkinn og gerðu hávaða, svo að sýsluskrifarinn náði ekki að syngja. Spurðu ýmsir, hvar Magnús væri og gerðu sig líklega til að þakka honum sérstaklega fyrir spjöll á skemmtuninni. Varð nú hlé á skemmtuninni og nokkru rórra, er menn vissu að guðspjalla- maðurinn var endanlega'farinn af leiksviðinu. Pétur óperu- söngvari var nú látinn syngja nokkur lög, og vegur hans gerð- ur meiri en sýsluskrifarans. Eftir það átti að dansa, en sam- koman náði sér aldrei aftur. Fólkið í Ólafsvík fann, að því var sýnd óvirðing með því að ætla að gefa því sannfæringu í landsmálum með svo ógeðs- legu gestaspili, sem hér var sýnt. önnum hlaðiim borgarstjóri. Menn vita, að Bjarni borgar- stjórl er eitt af helztu framtíð- arljósum Sjálfstæðisflokksins. Hafa verið lagðar á hann þung- ar byrðar, fyrst þungi alls höf- - viðnáin lega þróun, sem nú á sér stað í viðskiptalífinu, að ný heildsölu- og umboðssölufyrirtæki séu á hverju strái og bæta þannig stöðugt við þann fjölda, sem lif- ir af milliliðastarfsemi. Slík ráð- stöfun myndi draga úr innflutn- ingi á alls konar óþörfum varn- ingi, sem sjá má í búðarglugg- um hér og þar. Ennfremur mundi þessi ráðstöfun gera nauðsynlegt skipulag á flutning- um til landsins auðveldara. Fleira mætti telja þessari ráð- stöfun til gildis, en eigi skal það þó gert hér. Þó að ráðstöfun þessi geti átt við á styrjaldar- tímum, tel ég hana engan veg- in heppilega á friðartímum. 4. Sklpuleggja verður vinnu- aflið í þarfir atvinnuveganna. Sjálfsagt er að hafa samvinnu við fulltrúa verkamanna um þau mál, ef þeir vilja. Nauðsynlegt getur orðið að lögleiða beinlínis vinnuskyldu. 5. Skyldusparnaður verðl lög- boðinn, þ. e. ef tekjur manna fara yfir eitthvert ákveðið há- mark, sé mönnum gert að skyldu að leggja nokkurn hluta tekn- anna fyrir. Með slíku væri að einhverju leyti dregið úr hinni auknu kaupgetu. Einstakling- arnir safna sér varasjóðum, sem ætla má, að þeir hafi fulla þörf fyrir, að stríðinu loknu, þegar erfiðleikar eftirstríðsáranna gera vart við sig. Auk þess gæti það leitt til þess, að þeir vendust á holla lífsvenju, sem sé að eyða ekki ætíð því, sem aflað er jafn- harðan. Þessi ráðstöfun sýnist í rauninni svo heilbrigð og sjálf- sögð, að um hana þarf ekki að fara fleiri orðum, enda mun hún eiga nokkurt fylgi á meðal allra flokka. 6. Þá ber að taka stríðsgróð- ann úr umferð og þjóðnýta hann, þ. e. verja honum til al- menningsþarfa og heilla. Því verður ekki neitað, að þegar hefir verið gengið alllangt á þeirri braut að skattleggja há- tekjur. Eins og kunnugt er, verð- ur að greiða 90% í tekju- og stríðsgróðaskatt af þeim hluta skattskyldra tekna, sem er fram yfir 200. þús. krónur. Á venju- legum tímum myndi slík skatt- lagning sennllega vera talin (Framh. á 4. slBuj uðstaðarins, þingmennska og í- gripavinna við Mbl. En öllum má ofbjóða. Bjarni nær sýni- lega ekki til fulls út yfir þessi mörgu störf._ Hefir það komið tilfinnanlega fram í skrifum hans og ræðum um rafmagns- mál byggðanna. Hann er þar of ókunnugur staðreyndum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir ekkert gert fyrir það mál. Mbl. andaði köldu að Bjarna frá Hólmi, eina manninum, sem hefir stig- ið stór spor í rafmagnsmálum byggðanna.Flokkurinn kom með vanhugsað frv. 1929, þar sem 1—2 hreppar áttu að kría sér út lán til að byggja orkuver, sem kosta miljónir. Ekki fylgdl frv. einn stafur um tekjuöflun til framkvæmda. Málið var ber- sýnilega hugsað sem kosninga- bomba. Flokkurinn lagði það gersamlega á hilluna. Næst byggði Reykjavíkurbær orku- ver við Sogið sér til handa. Einn sveitabær í Árnessýslu fékk rafmagn þaðan, og ekkert af hinum fjórum þorpum sem þar eru. 1939 tók Skúli Guð- mundsson, með stuðningi alls Framsóknarflokksins að beita sér fyrir skipulegum fram- kvæmdum í rafmagnsmálum sveitanna. Hann hefir síðan flutt málið á hverju þingi síðan. Allur Sjálfstæðisflokkurinn, að frátöldum Pétri á Ytra-Hólmi Upton Ninclair Hann hefir ritað fleiri orð en bæði testa- mentin hafa að geyma. 4- Upton Sinclair hefir ritað fjörutíu og átta bækur og meira en fimm hundruð ritlinga. Tvær miljónir eintaka af bókrnn hans hafa selzt i Þýzkalandi og þrjár í Rússlandi. Það er talið, að Upton Sinclair hafi átt sinn þátt í rússnesku byltingunni með bókum sínum. Enda þótt hann sé Amerikumaður, eru bæk- ur hans mun vinsælli í Evrópu en Ameríku. Eg lagði leið mína inn í litla bókaverzlun í frönsku Riviera einhverju sinni. Þar voru á boðstólum fleiri bækur eftir Upton Sinclair en alla aðra enska og ameríska rithöfunda til samans. Bækur hans hafa verið þýddar á fjörutíu og fjögur tungumál. Sinclair sagði mér einhverju sinni, að hann vissi ekki sjálfur nöfnin á öllum þess- um tungumálum, eða hvar 'þau voru töluð. Hann er nú víðlesn- astur rithöfundur í heimi. Upton Sinclair er maður um sextugt, og hann hefir imnlð fyrir sér með ritstörfum um fjörutíu og fimm ára skeið — allt frá því að hann var sextán ára að aldri. Hann hefir ritað milj- ón orð — fleiri orð en bæði Gamla og Nýja testamentið til samans. Hann líkist dálítið Woodrow Wilson í útliti — og hann er mik- ill hugsjónamaður. Hann þráir, að öll örbirgð verði sigruð, því að hann þekkir af reynslunni hversu hlutskipti hins snauða manns er ömurlegt. Hann skýrði mér frá því, að um sex ára skeið hefði-sjaldan liðið svo dagur að kvöldi, að hann liði ekki hungur. Faðir hans var vínsali og ofdrykkjumaður. Þegar Upton Sin- clair var ungur drengur í Baltimore og siðar í New York, gekk hann löngum á kvöldin milli kránna og leitaði föður síns í því skyni að hjálpa honum heim og koma honum í rúmið. Móðir hans var þá vön að taka alla þá penínga, sem hún fann I vösum hins ofurölva manns síns og fela þá, svo að hún gæti keypt eitt- hvað í matinn daginn eftir. Þau voru svo fátæk, að þau urðu að búa í ódýrum og óvistlegum íbúðum og flytja jafnan öðru hvoru, þvi að það kom oft fyrir, að húsaleigan var eigi greidd á gjalddaga. Upton Sinclair er ákafur bannmaður, og það væru fleiri, eí þeir hefðu haft sömu kynni af áfengisnautninni og hann. Hann segir, að áfengið hafi valdið því, að tveir nánustu vinir hans, Jack London og Eugene V. Debs, létust fyrir aldur fram. Upton Sinclair neytir hvorki tes né kaffis og reykir ekki heldur. Hann átti þess eigi kost að njóta skólanáms fyrr en hann var tiu árá að aldri. Hann lærði að lesa af sjálfsdáðum, og áður en hann hafði skólabekk augum litið, hafði hann lesið rit Dickens og Thackerays, fjölda annarra bóka og verulegan hluta af alfræðibókinni. Tveim árum eftir að hann settist í skóla í fyrsta sinni, hafði hann lokið menntaskólanámi. Þegar hann innritaðist í háskóla, átti hann ekki dollara í vasanum — og hafði móður fyrir að sjá. Hann vann fyrir sér, meðan hann nam við háskólana í New York og Columbia, með því að selja skrítlur á einn dollara og skrifa framhaldssögur fyrir ódýr tímarit. Hann las fyrir átta þúsund orð á kvöldi. Hann samdi þannig með öðrum orðum tvær meðalstórar skáldsögur á mánuði — auk þess, sem hann nam um átta klukkustunda skeið daglega við Columbíaháskólann. Slíkt eru óvenjuleg af- köst. Þetta myndi vart einn maður af miljón leika eftir. Þegar Upton Sinclair hafði lokið háskólanámi, innvann hann sér sjötíu dollara á viku með því að skrifa reyfarakenndar sögur fyrir drengjatímarit. Þetta voru miklar tekjur fyrir rit- höfund, sem hafði ekki enn náð tvítugsaldri. En Upton Sinclair gazt eigi að því að skrifa fyrir peninga. Hann átti það fyrir hug- sjón að útrýma skorti og óréttlæti. Enda þótt hann ætti óhraustri konu og barni fyrir að sjá, hafnaði hann öllum tekj- um sínum, sló tjaldi í New Jersey og hóf að rita áróðurs- skáldsögur — skáldsögur, er fjölluðu um endurbætur heimsins. Hann varði fimm árum til þess að vinna að fimm skáldsögum. Þessar fimm bækur færðu honum þúsimd dollara í aðra hönd — með öðrum orðum tvö hundruð dollara á ári eða minna en sextíu cent á dag. Hann átti því við næsta kröpp kjör að búa. Dag nokkurn hugðist kona hans að leyfa sér nokkurn munað, lagði leið sína inn í verzlun og keypti rauðan, köflóttan borðdúk fyrir þrjátíu cent. En Upton lét konuna skila honum aftur og fá hann endur- greiddan, því að fyrir þrjátíu cent mátti fá matarbirgðir, er entust heimilinu heilan dag. Sjötta skáldsaga Uptons Sinclairs var The Jungle (Frum- skógurinn). Hún vakti almenna athygli og færði Sinclair þrjátíu þúsund dollara í aðra hönd. Hann varði allri fjárhæð þessari til þess að stofna fyrirmyndarnýlendu á bökkum Hudsonfljóts ins í New Jersey — eins konar samvinnuheimili, þar sem rit höfundar, málarar og tónlistarmenn gætu lifað áhyggjulausu lífi í samherjahópi. Sinclair Lewis bjó þarna um stund og ann aðist um ofninn, en sennilega hefir hann ekki rækt starfa sinn sem skyldi, því að það kviknaði í húsinu á náttarþeli, og brann það til kaldra kola. Slík voru endalok þessa máls. Upton Sinclair hefir jafnan verið einlægur umbótamaður. Hann veitti fyrstu kröfugöngunni, sem farin var í New York i tilefni af kosningarétti kvenna, forstöðu ásamt Inez Mullholland. Hann hefir jafnan barizt fyrir frjálsræði um takmörkun barneigna og verið í hópi helztu jafnaðarmanna í Ameríku i hálfan fjórða áratug. Þegar hann ákveður eitthvað, linnir hann ekki látum, fyrr en það hefir náð fram að ganga. Einhverju sinni datt honum það til dæmis í hug að læra að leika á fiölu. Hann tók sig þá til og æfði sig um átta stunda skeið á degi hverjum í þrjú ár. Þegar nágrannarnir báru fram umkvartanir, tók hann fiðluna og hélt út í skóg og lék þar fyrir fugla og íkorna. Hann hefir tjáð mér, að hann hafi verið handtekinn fjórum sinnum. Einu sinni var hann handtekinn í Wilmington í Delaware og honum varpað i fangelsi og látinn hirast þar í átján klukku- stundir fyrir að leika tennis á sunnudegi. Honum var og varpaö í Tombsfangelsið í New York og látinn dvelja þar í þrjá daga, sökum þess að hann gekk þegjandi fram og aftur framan við skrifstofu John D. Rockefellers. Hann var einnig handtekinn fyrir að selja lögreglunni í Boston eintak af heilagri ritningu, og einhverju sinni var honum varpað í fangelsi fyrir það að lesa stjórnarskrá Bandaríkjanna á einkalandareign, enda þótt hann hefði skriflegt leyfi eigandans í vasanum. Satnband ísl. samvinnufélaga. Bréfaskóll S. I. S. er ætlaður jafnt ungum sem gömlum. Nemendur geta innritast hvenær sem er á árinu, og mega velja um námsgreinar. Námshraði eftir óskum. Lágt kennslugjald. Látið Bréfaskólann hjálpa yður til sjálfsnáms. Bréfaskóli S. í. S., Sambandshúsinu, Reykjavík. <•» Tilkynnins: Sendiherra Thor Thors verður til viðtals í Stjórn- arráðinu mánudaginn 5. október og þriðjudaginn 6. október, kl. 10—12 f.h. og 2—5 e.h. aseBwsœasíS^í: UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ, Reykjavík, 2. október 1942. og báðir verkamannaflokkarnir hafa sameinazt mn að kæfa málið þing eftir þing. Eftir að ég ritaði um tillögur Jóns Árna- sonar í málinu í sumar, skrif- aði Valtýr Stefánsson í Mbl. um, að ef rafmagn yrði lagt í þéttbýli sveitanna yrði að leggja dreifbýlið í auðn að öðru leyti. Þegar nú Framsóknar- menn fluttu þingsályktun um raflagnir um allt landið, hlupu nokkrir uppbótarmenn Sjálf- stæðisflokksins fram íyrir skjöldu, gerðu snöggsoðið (Framh. á 4. siOu) Neítóbaksumbúðir keyptar. Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir: 1/10 kg. glerkrukkur ....... með loki kr. 0.50 1/5 — glerkrukkur ......... — — — 0.60 1/1 — blikkdósir ........ —r — — 2.25 1/2 — blikkd. (imdan ósk. neftób. — — — 1.10 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírslag og var upphaflega. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Saltkjöt lnnau skamms fáum vcr spaðkjöt í mörgum tuimustærðum. Tökum á móti pöntunum \ « * í síma 1080 alla virka daga og gerum ráð fyrir að getn hafið afgrciðslu kjötsins cftir miðjan októbcr. Samband ísl. samvínnufélaga. Allar góðar húsmæður þekkja hinar ágætu SJAFNAR-vörur Þvottaduftið PERLA ræstiduftið 0PAL kristalsápu stangasápu Kaupendur Timans utan Reykjavíkur cru minntir á, að g jalddagi 26. árgangs var 1. júlí síðastl. Eru ficir því vinsamlega bcðiiir að greiða ársgjaldið, kr. 15.00, sem fyrst, til inn- heimtumanns blaðsins, cða beint til afgreiðsl- unnar, Lindargötu 9A, Reykjavlk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.