Tíminn - 21.10.1942, Side 2

Tíminn - 21.10.1942, Side 2
494 TÍMINIV, miðvikiiclajgiim 21. okt. 1943 125. blatV Hjörtttr Hjartars Hólmgeír dýralæknír Fyrstu ísl. stúdentarnír ljúka meistarapróíi vestanhais fpmirai Miðvihudug 21. oht. Til hvers er Alþíngí ? Það er beðið eftir úrslitum kosninganna með mikilli eftir- væntingu. Það er beðið eftir gifturíku starfi hins nýkjörna Alþingis með enn meiri eftir- væntingu. Allir finna, að þörf er á viðnámi og viðreisn eftir óstjórn þá, sem hér hefir ríkt seinustu mánuðina. En verður starf hins nýja þings nógu gifturíkt? Er það liklegt til að taka málin nógu föstum tökum? Það má hiklaust fullyrða, að seinustu árin hefir virðingu þingsins hrakað. Það er stað- reynd, sem leynir sér ekki. Margs konar skýringar eru veittar á þessu. Ein ástæðan er þó tvímæla- laust stærst og veigamest. Vald Alþingis hefir stöðugt farið minnkandi. Virðingin fylgir valdiny, óvirðingin valdaleys- inu. Fyrrum var Alþingi langsam- lega voldugasti og valdamesti aðilinn í þjóðfélaginu. Alþingi er líka ætlað að vera það sam- kvæmt skipulagsreglum og stjórnskipunarlögum þjóðfé- lagsins. En í seinni tíð hefir þetta breytzt. Stéttafélög og ýmsiar hagsmunaklíkur hafa hnuplað miklu af því valdi, sem Alþingi ber að hafa. Þess vegna hafa Alþingi fat- ast tökin á mikilvægum málum. í stað þess að beita valdi sínu, eins og nauðsyn bar til, hefir það slegið undan og gefizt upp fyrir ofsa stéttapostulanna og hagsmunaklíkanna. Þannig hefir Alþingi sjálft rúið sig valdi. í fótspor þess hefir virðingarleysið fylgt. Ekkert þjóðfélag stenzt, ef meginvaldið er ekki í höndum þingsins eða annars hliðstæðs aðila. Sé enginn slíkur aðili til, er upplausninni boðið heim. Þjóðfélagið er þá eins og hús- bóndalaust heimili, þar sem enginn ræður og allt lendir í sundrungu, handaskolum og ó- reiðu. Frjálslyndasti stjórnmálaleið- toginn, sem nú er uppi, Roose- velt forseti, skilur þetta vel. Þess vegna kallaði hann full- trúa verkamanna og bænda á sinn fund, áður en hann setti festingarlögin. Hann sagði við fulltrúa verkamanna: Ef þið sættið ykkur ekki við festingu kaupsins, fáið þið ríkisvaldið á móti ykkur. Við fulltrúa bænda sagði hann: Ef þið fallizt ekki á festingu verðlagsins, nota ég forsetavald mitt til að festa það. Enginn sakar Roosevelt um einræði, þótt hann geri þetta. En það þarf engu síður að vera til húsbóndavald í lýðræðisríki en einræðislandi. Alþingi íslendinga hefir því miður sézt yfir það, að það yrði að halda þessum húsbónda- rétti sínum og beita honum, þegar þörf krefði, ef virðing þess ætti ekki að glatast og óöld að skapast í stað laga og réttar. Þess vegna stendur álit þess jafn völtum fæti í dag og raun ber vitni. Ef Alþingi hefði notað þenn- an húsbóndarétt sinn í fyrra til að festa verðlag og kaupgjald, eins og Framsóknarmenn lögðu til, myndi betur vera ástatt í dýrtíðarmálinu nú. En í stað þess sameinuðust þrír flokkar um að framselja húsbóndarétt þingsins til stéttapostulanna. Alþingi var gert valdlaust, en öfgamennirnir fengu valdið. Þess vegna er nú komið eins og komið er. Framtíð þjóðarinnar og álit Alþingis mun fara eftir því, hvort haldið verður áfram þeim upptekna hætti í dýrtíð- armálinu, að framselja stétta- klíkum vald Alþingis. Þjóðin kaus þingmennina til þess að ekki yrði áfram flotið sofandi að feigðarósi. Bregðist þeir enn einu sinni þessu trausti, verður spurt enn al- mennara en fyrr: Til hvers er Alþingi? Til hvers er verið að kjósa? Þ. Þ. Hólmgeir Jónsson dýralæknir er mörgum Vestfirðingum kunn- ur. Hann átti á s. 1. ári 75 ára afmæli, fæddur að Kaldá, Ön- undarfirði 13. jan. 1866. Ekki er a,ldurinn einn orsök þess, hve Hólmgeir er víða þekktur, held- ur hitt, að hann hefir tíðum ver- ið á ferðalögum vítt um byggðir hér. Við þrönga efnahagsafkomu var Hólmgeir alinn upp, því fað- ir hans dó, þegar hann var sjö ára. Námslöngun og elja urðu þó til þess, að hann komst til Torfa í Ólafsdal 25 ára gamall og stundaði þar nám í tvö ár. Þar kom strax í ljós sérstakur áhugi fyrir hjúkrun og læknun dýra og þar las hann hvað hann gat sér til þekkingarauka í því efni. Eftir skólaveruna lagði Hólmgeir sérstakt kapp á að viða að sér bókum sér til fróðleiks í þessu sambandi og las og marg las hverja bók. Jafnhliða not- aði hann hvert tækifæri ti.l að vera hjá veikum skepnum og kom fljótt í ljós, að hann hafði öðrum fremur þekkingu og lag til að hjúkra þeim og lækna. En við þessi störf fapn hann bezt, hve Þtið hann gat og kunni og var það honum hvöt til þess að reyna að auka við þekkingu sína. Haustið 1895 lagði Hólmgeir í Noregsför með það fyrir augum að nema til að vera færari um að stunda dýralækningar. Efnin voru þó lítil til að leggja í siíka kostnaðarsama för. Lítilsháttar styrks naut hann þó frá ísa- fjarðarsýslu og hvern sinn eyri lagði hann þar við. Meðan Hólmgeir dvaldi í Nor- egi las hann af kappi og naut tilságnar tveggja mætra dýra- lækna í Tönsberg og Bergen, en varð að hverfa heim fyrr en skyldi vegna fjárskorts. Skömmu eftir heimkomuna kvæntist Hólmgeir Sigríði Hall- dórsdóttur frá Vöðlum, systur Jóns Halldórssonar húsgagna- smiðs í Reykjavík og þeirra syst- kina. Bjuggu þau fyrst að Vöðl- um, síðan nokkur ár í Tungu og frá 1919 til ’30 að Þórustöðum. Börn eiga þau fjögur, þrjár Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. 23.’ árg. 1941. Ritstjóri: Gísli Jónsson. Það hefir dregist fulllengi að geta þessa tímarits opinberlega, og má þó varla minna vera en það sé metið að verðleikum, er Vestur-íslendingar leggja til ís- lenzkra bókmennta. Og þetta virðulega tímarit á það fylli- lega skilið, að því sé viðtaka veitt. Tímaritið kemur ú.t einu sinni á ári og er allstór bók. Það eru hvorki meira né minna en 19 höfundar, sem þarna eiga greinar, sögur, ljóð eða leikþátt. Og það er síður en svo hægt að finna það að ritinu, að fjöl- breyttni skorti. Einn af þeim höfundum, sem lesendum ritsins eru kunnastir frá undanfarandi árum, er Guðrún Finnsdóttir, sem oftast nær hefir birt þar sögur. í þetta sinn skrifar hún grein um kana- disku skáldkonuna Paulina Johnson, og er það áttatíu ára minning þessa dásamlega skálds, er lengi mun verða eitt af stærstu ljósum kanadiskra bókmennta. Hún var svo sem kunnugt er Indíáni í föðurætt og í skáldskap hennar, sem er ljóðrænn og fagur, er sterkur hreimur frá söngtöfrum, þjóð- trú og sögu Indíánanna. Gefur dætur og einn son, Jens, fyrrum bæjarstjóra á ísafirði. Jafnhliða erfiðum búskap, stundaði Hólmgeir alla tíð lækn- ingastörf. Eyddi hann til þessa miklum tíma oft og einatt, en tekjur af þessum störfum voru litlar og margsinnis engar, því Hólmgeir skirrðist oftlega við að taka greiðslu af þeim, sem litla höfðu greiðslugetuna. Af skýrslum, sem Hólmgeir hefir haldið yfir störf sín frá 1896 til þessa dags, má sjá, að þau hafa verið all umfangsmikil, þótt ekki beri skýrslurnar með sér hve tímaafrek þau hafa ver- ið. Mörg árin fór hann 10 til 16 heiðarferðir og oft langar leiðir, norður til ísafjarðardjúps eða suður í Arnarfjörð. Alla tíð hefir Hólmgeir stundað lækningastörf sín af alúð og áhuga og les og hugsar fyrst og fremst um það, sem þeim við kemur. Og sérstætt má það telja, að fyrir tveim ár- um sótti hann námskeið, þá á áttræðis aldri, sem haldið var af dýralækninum á ísafirði, hlýddi þar á og flutti fyrirlestra um störf sín og reynslu. Þrátt fyrir búskap sinn og læknisstörf hefir Hólmgeir haft Morgunblaðið skýrði nýlega frá kvikmynd frá íslandi, sem nýlega var sýnd í Bandaríkj- unum. Aðalefni myndarinnar virðist vera viðureign amerískra hermanna og íslenzkra pilta um ástir íslenzkra stúlkna á „Ho- tel Jorg“, og veitti hermönnun- um betur, sem vænta mátti. Blaðið er sárreitt út af skop- mynd þessari og hefir allt á hornum sér, meðal annars það, að íslenzk mannanöfn séu brengluð og sum útlend. Þó koma fyrir íslenzk nöfn ó- brengluð svo sem Valtýr og Helga, og er það sýnilegur raunaléttir fyrir Moggann. Það er óskiljanlegt hvernig á því stendur, að Mgbl. relðist því þótt skrípisháttur vor íslend- inga sé sýndur á kvikmynd. Eða halda þeir, sem blöðin skrifa, að útlendingar, sem landið gista, séu bæði sjónlausir og heyrnarlausir? Það þarf enginn að láta sér detta í hug, að það þetta skáldskap hennar sér- kennilegan blæ. Guðrún Finns- dóttir skrifar um Pauline John- son af samúð og gefur engu síð- ur glögga mynd af henni sjálfri en ljóðum hennar og rithöf- undaferli en mér er kunnugt um, að Guðrún býr yfir mikilli bókmenntaþekkingu og hefir sérstakar mætur á þessu skáltíi. Prófessor Halldór Hermanns- son skrifar grein um Columbus og Cabot, þessa frægu land- könnuði, sem opnuðu Evrópu- mönnum að nýju leiðirnar til Vesturálfu. Próf. Halldór hefir um margra ára skeið lagt stund á sögulegar rannsóknir á öllu því, er snertir Vínlandsferð- ir íslendinga til forna og sam- band þeirra við síðari landa- fundi. Mörgum mun finnast þetta þurrt efni viðfangs og ó- alþýðlegt, en það mun sönnu næst, að Halldór fari svo skemmtilega með það, að flesta langi í meira, er þeir hafi lokið við greinarnar. Hann kemur víða við og dregur margt fram í dagsljósið, sem annars er óvíða ge£ið um. I tímaritinu er ekki aðeins ritgerð eftir Halldór Her- mannsson, heldur og grein um hann sjálfan eftir dr. Richard Beck. Er það ágæt yfirlitsgrein um vísinda- og bókmennta- starfsemi þessa skarpskyggna tima til að sinna félags- og um- bótamálum sveitar sinnar og verið þar á ýmsan hátt for- göngumaður. ■ Skömmu eftir að hann kom úr bændaskóla Torfa í Ólafsdal gekkst hann fyrir stofnun bændafélags, sem starfað hefir alla tíð síðan og starfar enn og hefir í ýmsu verið til fyrir- myndar. Hólmgeir var einn af stofn- endum Kaupfélags Önfirðinga, var lengi í stjórn þess og þegar erfiðlega gekk hjá félaginu einn þess traustasti liðsmaður. Hólmgeir er nú og hefir verið búsettur á Flateyri í nokkur ár. Hólmgeir var góður bóndi. Hann vann jörð sinni vel, bætti hana að húsum og ræktun. Hver slík- ur bóndi er íslenzkri bændastétt til sóma. En nú er Hólmgeir orðinn aldraður maður og vegna auka- starfanna vafalaust slitnari en ella. Ennþá sinnir hann þó lækningastörfum af sama áhuga og alúð sem fyr. Þær byggðir, sem notið hafa starfskrafta hans, standa í þakkarskuld við hann og það þjóðfélag, sem hef- ir notið starfa slíkra manna sem Hólmgeirs, án nokkurs verulegs endurgjalds, á að veita þeim þá viðurkenningu sem þeir verð- skulda. fari fram hjá útlendingum, sem hafa hér einhverja viðdyöl, að hundruð, ef ekki þúsundir ís- lenzkra kvenna af öllum stétt- um, hafa gerzt hermannaleik- föng, sem eru á stjáki með dát- unum á borgarstrætum, skemmistöðum og á víðavangi í nánd við hermannaskálana, á hvaða tíma sólarhrings sem er. Og hvað er þá að segja um af- bökun mannanafna? Hér heita stúlkurnar Bibby, Dolly, Deisy og Maggy og ýmsum öðrum ó- nöfnum. Og karlmannanöfnin eru engu betri. Karlmennirnir heita Bob, Tom, Frank, Dódó og Bóbó — og svo líka Claessen, Clausen, Thors — og hver getur upptalið alla þá útlenzku. Það er lítilmannlegt að stökkva upp á nef sér, þótt út- lendingar geti ekki stillt sig um að skopast að því, sem broslegt er í fari þeirra, sem verða hér á vegi þeirra. Við ættum hins vegar að kappkosta að.haga oss fræðimanns, er unnið, hefir ís- landi ómetanlegt gagn og auk- ið hróður þess meðal lærdóms- manna beggja megin hafsins. Hvorki meira né minna en 3 smásögur eru lesendum ritsins boðnar í þetta sinn. „Hafliði“ er ein af þessum gamalkunnu myndum týndra íslendinga, sem J. Magnús Bjarnason ritar bet- ur en allir aðrir. Sumar þeirra eru langt frá því að vera efnis- miklar, frá almennu sjönarmiði séð. En þær verka oft og tíðum þannig á lesandann, að það er eins og þar sé fremur um lát- lausa frágpgn sannra atvika að ræða en skáldskap. Einmitt þess vegna vekja þessar myndir þá tilfinningu, er nálgast trega í hugum þeirra, sem sjálfir hafa horft á eftir löndum sínum út í óvissuna á fjarlægum stöðum og halda dauðahaldi í þá úti við sjónhringinn, svo lengi, sem þeir hverfa ekki alveg sýnum. — Saga eftir Þorstein Þ. Þor- steinsson, nefnist „Norður á Ross“. Efni þessarar sögu er þess eðlis, að það hefði mátt gera úr því drengilega smásögu, ef vel hefði verið á haldið. Hún fjallar um ófyrirleitinn landa, sem krækir sér i konu með því að gera sér upp miðilstal og hafa þannig áhrif á föður stúlk- unnar, trúgjarnan og vita-ó- gagnrýninn karl. Höf. segir, að sagan sé hálf-sönn, og mun því vera einhver fótur fyrir henni, en hún er leiðinlega sögð, lang- dregin og sviplaus. Er slæmt til þess að vita, því að Þorsteinn Þ. Þorsteinsson hefir margan Þorvaldur Þórarinsson, lög- fræðingur, sonur Þórarins Ein- arssonar á Höfða á Vatnsleýsu- strönd lauk meistaraprófi við háskóla í New York í maí síð- astliðnum og þurfti til þess helmingi styttri undirbúnings- tíma en þar hefir tíðkast. Þrátt fyrir það lauk hann prófinu með miklu lofi. Þegar sýnt þótti um afköst hans við námið, var honum ráð- lagt að skrifa Rockefellerstofn- uninni til þess að vita, hvort hún vildi kosta rannsókn hans á tilteknu lögfræðisviði. Upp úr þessum málaleitunum spannst það, að The Social Science Re- search Counsil (Rannsóknarráð í þjóðfélagsvísindum) sem starfar í nánu sambandi við Rockefellerstofnunina og fær mest sitt rekstursfé þaðan, sam- þykkti að gera Þorvald að fé- laga í stofnuninni, þótt það kostaði að víkja til hliðar nokkrum grundvallaratriðum, m. a. því að umsækjandinn skal svo, að það veki hvorki spott né hneyksli, en umfram allt að sýna útlendingum kurteisi en ekki undirlægjuhátt. Ég býst við, að þeir, sem allt- af gera sér tæpitungu við ó- sómann, þoli ekki að íslending- ar játi sjálfir óvirðingar sínar, og má því búast við að boggur og gunnur bæjarins gusi úr pils- unum, þegar þær heyra nefnd- ar hermannaskækjur. — En það er þessi tæpitungulýður, sem ber höfuðábyrgðina á því, að fjöldi ungra og óspilltra kvenna hafa glatað heiðri sínum og hamingju í viðskiptum sínum við hina erlendu menn, sem hér dvelja. Það var hægt að skapa hér nægilega sterkt aðhalda til að firra vandræðum, ef allt hefði ekki drukknað í táraflóði grátkerlinga af báðum kynjum, sem ekki máttu heyra blakað við ósómanum. Og þá held ég hann Hannes vor á horninu þurfi eitthvað að láta til sín heyra. Hann er orð- inn einskonar hænuhirðir her- mannanna, sem finnur afsak- anir fyrir öllum óvirðingum, nema ef vera skyldi neftóbaks- nautn, og hefir þó alveg sér- staklega haldið uppi svörum fyr- ir kvinnur þær, sem skemmta útlendum hermönnum á síð- kvöldum. . .Bd. sögukaflann skrifað skemmti- lega. Sú smásaga, sem mér finnst mest til koma, er „Litlu spor- in“ eftir Svanhildi Þorsteins- dóttur. Sennilega verður það þó að teljast galíi á sögunni, hve tilviljunin ræður þar miklu, sem sé, að Jóhannes þarf endi- lega að bera að sama daginn og litli drengurinn fer að morgni. Að vísu geta engar reglur gilt um tilviljanir í sög- um, það skal ég játa, og að sjálfsögðu má ekki líða svo langur tími frá burtför Óla til komu Jóhannesar, að það slakni á þræðinum og ólga tilfinning- anna hjaðni. Þá nyti harmleik- ur sögunnar sín ekki. En sagan hefir einmitt sér til ágætis, að hún er rituð af tilfinningu og vafalaust glöggum skilningi á sálarlíf stúlkunnar, sem gefur barnið sitt. Lýsingin á ynnra stríði Mariu, umkomuleysi hennar og tómleikanum, eftir að drengurinn er farinn, er með þeim ágætum, að sagan er ein af perlunum meðal íslenzkra smásagna. Hvers vegna lætur ekki Svanhildur oftar til sín heyra? Margir kannast við Jóhann- es Pálsson lækni, sem ritað hef- ir ýmis smáleikrit, aðallega ein- þáttunga, sem fremur eru ætl- aðir til lesturs en leiks. En Jó- hannes er vitur maður, gagn- rýninn og samtöl hans oftast nær skýr og eðlilega mynduð. í þessum einþáttungi, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er köld efnishyggjan kvödd til reikningsskapar gagnvart list- jafnan vera Bandaríkjaþegn. Stofnun þessi leggur mikla áherzlu á, að sem flest svið mannlegra sambúðarhátta séu rannsökuð vísindalega, og ákvað að veita Þorvaldi ritstyrk (fellowship), sem nemur 1800 dollurum, auk 400 dollara í ferðafé minnst, til að vinna að rannsókn á löggjöf og dómstóla- venjum í sambandi við persónu- frelsi manna. Þorvaldur byrjaði að vinna að þessu rannsóknarefni 1. júní s .1. en þann 15. maí hafði hann lok- ið við meistaraprófið. Þessum rannsóknum á að vera lokið á 12 mánuðum. Eins og á þessu má sjá, er frami þessa unga lögfræðings hinn glæsilegasti, þar sem hon- um er falið að vinna fyrir viður- kennda vísindastofnun á eigin ábyrgð að svo viðkvæmu máli, sem þetta er. Þórhallur, sonur Ásgeirs bankastjóra Ásgeirssonar lauk meistaraprófi í hagfræði við Minnesotaháskólann 12. júní s. 1. Samkvæmt frásögn í amer- íska tímaritinu Town Crier í des. s. 1. tók Þórhallur fyrri hluta prófsins í júní 1941 með ágæt- um. Þar næst hóf hann undir- búning undir lokaátakið með sögu Framsóknarflokksins sem aðalviðfangsefni (thesis topic) ásamt stjórnskipunarvísindum. Við meistaraprófið hlaut hann ágætiseinkunn í öllum greinum, og lauk þó náminu á skemmri tíma en jafnvel amerískum stúdentum er fært. Skömmu' eftir prófið réðst hann á sendiherraskrifstofuna í Washington. Það verður á öllu séð, að Þór- hallur nýtur mikils trausts kennara sinna og námsfélaga. Einn þeirra hefir skrifað um hann á þessa leið: „Þórhallur er maður, sem þið eigið eftir að heyra frá. Mönn- um, sem honum eru allir vegir færir. Hann lauk prófinu með óhemju lofi, sem þó hvergi kom á óvart. Hjá sendiráðinu hefir hann það sérstarf að útvega vestur-íslenzku blöðunum frétt- (Framh. á 4. síöu) inni, ástinni, ættjarðarástinni og æskuhugsjónum, og niður- lag leiksins ertáknrænt.Það sýn- ir afleiðingar þess ragnarökk- urs, er auðshyggjan og efnis- hyggjan leiðir yfir heiminn. Leikurinn í heild sinni er vel saminn og leiksviðið er sér- staklega fallegt, þ. e. a. s. þeir drættir, sem gefnir eru, skapa fallega mynd í huga lesandans. Það er óþarfi að rekja hér hverja einustu grein í tímarit- inu. Ritstjórinn skrifar stutt, en ágæta grein um Joseph Thorson ráðherra. En Thorson er dæmi þess, hversu menn, sem starfa með ágætum í kana- disku þjóðlífi, meta þjóðerni sitt og þjóðararf. Gísli fer skemmtilega með sögu, og er sérstaklega hugðnæmt, hvernig hann sýnir fram á, að með Jóseph Thorson er að rætast hugsjón gamla landnemans, föður hans, og þær vonir, er hann gerði sér um yngri kyn- slóðina vestan hafs. Annar íslendingur, sem ný- lega hefir komizt til nokkurra metorða í Canada, er Walter Líndal, héraðsdómari í Winni- peg. Líndal er líka mjög kunn- ur sem stjórnmálamaður í Manitoba. í tímaritinu er grein um Líndal eftir séra Valdimar J. Eylands. Meginefni hennar er ræða, flutt í samsæti í Winni- peg. Greinin er lipurt og lát- laust rituð. Séra Guðmundur Árnason skrifar í þetta sinn smáþætti um þrjá merka ís- lendinga, þá Jón frá Sleðbrjót, Jón Sigurðsson, og Magnús Jónsson frá Fjalli, þennan sér- Séra Jakob Jónsson: Tímarit Þjóðræknisiélagsins Hj. Hjartar. / Kvikmynd um Island

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.