Tíminn - 21.10.1942, Blaðsíða 3
125. blatf
TtMlNN, mi«vikiula»iim 21. okt. 1942
495
ANN AlL
Afmœll.
Þorleifur Eiríksson fyrrum
bóndi að Bæ í Lóni, átti sjötugs-
afmæli 16. sept. síðastl. For-
eldrar hans voru Eiríkur Hall-
dórsson bóndi á Hvalnesi og
fyrri kona hans Oddný Steins-
dóttir, voru þau bæði komin af
góðum bændaættum.
Þorleifur missti móður sína, er
hann var 8 ára og ólst síðan upp
hjá föður sínum og stjúpmóður
til þroska aldurs. Fór þá vinnu-
maður að Bæ og giftist þar fá-
-um árum síðar ekkjunni Svein-
björgu Sigurðardóttur Guð-
mundssonar bónda í Bæ, hinni
beztu konu.
Þorleifur bjó í Bæ — óðals-
jörð Úlfljóts lögsögumanns —
um 30 ára skeið, og var jafnan
fjölmennt á heimilinu, börnin
urðu mörg og g'estkvæmt að
jafnaði. Þorleifur var rnikill
starfsmaður, glaðvær og greið-
vikinn í bezta lagi, vann mikið
hjá öðrum, einkum við húsa-
byggingar og fleiri smíðar. Fé-
lagslyndur hefir hann verið og
áhugasamur um þau mál. í
hreppsnefnd átti hann sæti all
mörg ár og var ötull liðsmaður
framfaramála í sveit sinni.
Konu sína missti Þorleifur ár-
ið 1924 og brá búi nokkru síðar,
er Eiríkur sonur hans tók við,
til ársins 1934, að þeir fluttu að
Höfn og reistu þar heimili er
hlaut nafnið Nýi-Bær.
Elzta son sinn, Ólaf, missti
Þorleifur fyrir all mörgum ár-
um, er togarinn „Leifur heppni“
fórst, en hann var þar háseti.
Fimm börn eru á lífi: Valgerð-
ur húsfreyja í Bæ, gift Ólafi
Snjólfssyni^ bónda þar, Eiríkur
útgerðarmaður í Höfn, giftur
Aðalbjörgu Guðmundsdóttur frá
Austurhól, Ingunn, gift Eiríki
Kristjánssyni vélstjóra, Eskifirði
og Bjartmar verkamaður. Höfn,
giftur Steinunni Jónsdóttir frá
Árnanesi. Auk þessara barna ólst
upp hjá Þorleifi stjúpsonur hans
Sigurður Ólafsson útgerðarmað-
• ur Höfn, sem um langt skeið
hefir verið einn kunnasti sæ-
garpur í sínu byggðarlagi og
stýrt vélbátnum Björgvin.
Á þessum tímamótum senda
hinir mörgu vinir Þorleifs hon-
um hlýjar hugarkveðjur, með
kennilega hugsandi mann, sem
í haust var jarðsunginn norður
í Skagafirði og sagði sjálfur
fyrir um erfi sitt.
Óvenjulega mörg ljóð eru í
þessum árgangi tímaritsins, en
flest eru þau góð, og sum ágæt.
Einar P. Jónsson yrkir um
Stínu í þvottahúsinu:f
„og hún, sem elskaði ísland
mest
á ensku var síðast kvödd.“
Ragnar Stefánsson er þekkt-
ari sem leikari en skáld, en
hann yrkir margt vel. Yfir ljóði,
sem er þrungið af heimþrá, er
einkennilegur blær. Hann talar
fyrir munn margra í þessum
orðum:
„Uppfyllt verður óskin mín —
ævinni fer að halla —
sjái ég áður en sjónin dvín
sóldýrð íslands fjalla,
þar, sem mig dreymdi
draumana mína alla.“
Ég vil líka vekja athygli á
kvæði um „Týsfórnina“, eftir
Svein Björnsson, lækni í Ár-
borg. Sér hann framfaravon
mannkynsins spretta upp af því
atriði, að úlfurinn er fjötraður,
vegna sjálfsfórnar Týs. Kvæði
Sveins er lipurt, og heldur huga
lesandans föstum frá upphafi
til enda.
Nú fer ég ekki fleiri orðum
um bókmenntalegt innihald
Tímaritsins. Ef til vill finnst
einhverjum, að ég hljóti að hafa
hlaðið oflofi á ritið, úr því að
ég hefi lokið lofsorði á flest,
sem í því er. En ég bið menn
aðeins að kynna sér ritið sjálfa
og vita, hvort það er ekki þess
þeirri ósk, að hann megi sem
lengst halda sinni miklu lífs-
gleði og lifa marga ánægju-
lega daga í hópi sinna mann-
vænlegu barna og barnabarna.
S. J.
Jóhannes Friðlaugsson kenn-
ari að Haga í Aðaldal er sext-
ugur 29. f. m., fæddur 29. sept-
ember 1882. Hann er sonur
merkra hjóna, Sigurlaugar Jós-
efsdóttur og Friðlaugs Jónsson-
ar, bróður Friðjóns á Sandi.
Áttu þau hjón nokkur börn, og
er úrvalsfólk af þeim komið.
Jóhannes lauk ungur kenn-
araprófi í Flensborgarskóla, og
hefir stundað kennslu síðan,
eða hartnær fjóra tugi vetra,
og lengst af í heimasveit sinni,
Aðaldal. Er hann meðal kunn-
ustu og fremstu barnakennara
landsins og nýtur mikils trausts
og álits. Hann er ágætlega
greindur maður, lesinn vel og
margfróður, og hefir j>afnan
haft mjög sterkan áhuga á
starfi sínu og velferð nemenda
sinna. Enda getur hann litið yf-
ir mikinn árangur af löngu
starfi.
Jóhannes hefir skrifað tölu-
vert af smásögum í tómstund-
um sínum frá kennslunni. Hafa
ýmsar þeirra verið prentaðar í
blöðum og tímaritum, og eru
margar vel heppnaðar. Ekki
hefir Jóhannes ráðizt í að
safna sögum sínum í bók, og
hafa þó margir hlotið lof, þeir
er minna hafa til brunns að
bera. Vildi ég mega skjóta því
vinsamlega að mínum gamla
kennara, að mér finnst lítillæti
hans of mikið í þessu efni.
Um nokkurt árabil undanfar-
ið hefir Jóhannes verið hrepps-
nefndaroddviti í Aðaldæla-
hreppi, og nýtur óskipts trausts
sveitunga sinna í því starfi. —
Hann er kvæntur Jónu Jakobs-
dóttur Þorgrímssonar, bónda í
Haga, myndarkonu, og eiga
þau margt efnilegra barna.
A. S.
Aflabrögð nyrðra
Aflabrögð hafa verið mjög
misjöfn. Við Skjálfanda hefir
lítið aflazt í sumar og haust.
Við Eyjafjörð hefir afli hins
vegar verið sæmilegur, þegar á
sjó hefir gefið. Hafa þar jafn-
an legið skip til fisktöku. Drag-
nótabátar þaðan hafa að und-
anförnu verið að veiðum á
Húnaflóa og aflað vel. Losa þeir
afla sinn í fisktökuskip á
Hólmavík. Veiði botnvörpuskipa
fyrir Vestfjörðum hefir gengið
vel. Hefir mikill hluti aflans
verið ufsi. Lifrarafli sumra skipa
hefir numið 220 lifrarfötum í
veiðiför. Hefir lifrarhlutur á
skipunum því verið mjög hár.
virði, að það sé lesið af gaum-
gæfni. Þeir, sem að þessu tíma-
riti hafa staðið og standa enn,
eru með fremstu mönnum í
hópi íslendinga, og það er langt
frá því, að það sé neitt gustuka-
verk af okkar hálfu, þó að við
fylgjumst með bókmenntum
þeirra. Sem betur fer, sýnist nú
vera vaxandi áhugi á því að
kynnast Vestur-íslendingum,
en þrátt fyrir það er ekki laust
við, að sums staðar skorti tals-
vert á réttan skilning á þýð-
ingu slíkrar kynningar. Einu
sinni kom ég ofan af ræðupalli
á ónefndri samkomu, og skaut
þá einn kunningi minn þessu í
eyrað á mér: „Þú ert farinn að
fara í taugarnar á mér. Þú get-
ur hvergi opnað munninn, svo
að þú farir ekki að tala um
Vestur-íslendinga." Auðvitað
má of mikið af öllu gera, enda
viðurkenni ég ekki, að ég geti
ekki opnað munninn, án þess
að tala um landana vestra. Orð-
in voru þar að auki sögð i
spaugi. En hugsaðu þér, lesandi
góður, að það hefði verið gert
ráð fyrir því í heilan mannsald-
ur, að íbúar beggja Skaftafells-
sýslna, beggja Múlasýslna,
beggja Þingeyjarsýslna og Eyja-
fjarðarsýslu kæmu öðrum hlut-
um ísl. þjóðarinnar ekki neitt
verulega við. Svo færi að koma
af stað frekari hreyfing í þá
átt að hafa samband við þá úr
öðrum landshlutum. Einhverjir
góðviljaðir Sunnlendingar og
Vestfirðingar kynntu sér þessar
gleymdu landshluta persónu-
(Framh. á 4. slðu)
Wolfgaug Alozart
Það var fátt um manninn, er hann var
borinn til grafar. /
Leopold Auer yngri, hinn mikli rússneski fiðluleikari, sem upp-
götvaði og þjálfaði fleiri tónlistamenn en nokkuí annar kennari
vorrar kynslóðar, skýrði mér frá því, að ef menn vildu geta sér
mikinn orðstír á þeim vettvangi, yrðu þeir að fæðast í fátækt.
Hann tjáði mér, að það væri eitthvað — hann vissi þó eigi full
skil á því, hvað það væri, — sem örbirgðin greipti á sál manna,
eitthvað dularfullt og tígið, eitthvað, sem þroskaði skynjun og
rnátt, mannúð og viðkvæmni.
Mozart var svo snauður, að hann gat ekki keypt sér brenni.
Hann varð því að sitja í kaldri vistarveru meö hendurnar vafðar
í ullarsokka, til þess að halda á þeim hita, er hann samdi hin
guðdómlegu tónverk sín, sem gerðu nafn hans ódauðlegt.
Hann lézt úr tæringu, þrjátíu og fimm ára að aldri. Lífsafl
hans var þorrið af langvarandi kulda, hungri og hvers konar
skorti.
Útför hans kostaði nákvæmlega þrjá dollara og tíu cent.
Aðeins tíu manns fylgdu honum til grafar, og þegar rigna tók,
tvístraðist þessi fámenni hópur.
Harold Sanford, sem var handgenginn vinur Victors Herberts,
skýrði mér frá því, að þegar Herbert hefði komið til Ameríku
fyrsta sinni, hefði hann átt við slika fátækt að búa á stundum,
að hann hefði aðeins átt eina skyrtu og því orðið að liggja í
rúminu, meðan kona hans þvoði og líndró skyrtuna.
Flestir minnast lagsins, sem var á hvers manns vörum í upp-
hafi hinnar fyrri heimsstyrjaldar, It’s a Long, Long Way to
Tipperary. Þaö er ef til vill vinsælasti striðssöngur, sem saminn
hefir verið, og þó varð höfundur hans, Jack Judge að reka fisk-
verzlun á daginn og gegna störfum sem leikari á kvöldin, til þess
að geta aflað sér nauðþurfta.
Eitthvert vinsælasta lag, sem getur, var „Silver Threads Among
the Gold“. Hart P. Danks samdi tónsmíð þessa og tileinkaði
hana konu sinni. Hann seldi útgefanda sínum hana fyrir aðeins
fimmtán dollara. Síðar urðu þau hjónin ósátt og skildu sam-
vistum. Danks lézt fyrir aldarfjórðungi, snauður og einmana í
óvistlegu gistihúsi i Philadelphiu. Á borði við banabeð hans
fannst miði, sem á var ritað: í einveru er dapurt að deyja.
Einhver vinsælasta tónsmíð í heimi var gerð af slátrarasyni
í Iowa. Hún nefnist Humoresque.
Það mun láta nærri, að á hverri stundu dags og nætur sé
Humoresque leikið einhvers staðar í heiminum.
Það var samið af Tatara, Anton Dvorak að nafni. Hann kom
hingað til lands, er hann var fimmtugur orðinn. En honum gazt
ekki að háreystinu og uppnáminu i New York, svo að hann lagði
leið sína til Iowa. Þar bjó hann um skeið í þorpi, er nefnist
Spillville. Spillville er enn i dag næsta eyðilegur staður, því að
þar er hvorki járnbraut né steinlögð stræti.
Meðan Dvorak bjó í Spillville samdi hann hluta af Hljómkviðu
nýja heimsins, sem getur með sanni talizt frábært listaverk.
Þar eð hún var samin meðal kornakranna í Iowa, hafði Dvorak
um stund í hyggju að nefna hana Spillville-hljómkviðuna.
Dvorak fæddist fyrir nær hundrað árum í smáþorpi nokkru
í Bæheimi. Hann naut lítillar menntunar og varð að vinna öllum
stundum i sláturverzlun föður síns. En ástin á tónlistinni var
honum í blóð borin.
Hann sagði því skilið við slátraraverzlunina og lagði leið sína
til Prag, til þess að nema tónlist. Ekki var auðæfunum fyrir að
fara, því að hann átti ekki annað fé en það, sem honum áskotn-
aðist fyrir að leika á fiðlu á strætum úti. Svo voru kjör hans
kröpp, að hann varð að búa í óvistlegu þakherbergi. Húsaleigan
var að sönnu eigi há. Þó hafði hann ekki ráð á þvi að búa einn.
Hann varð að hafa fimm samnemendur sína í herbergi með sér.
Það var bitur kuldi í herbergi þessu á vetrum. Dvorak var oft
nær örmagna af hungri, því að hann varð að neita sér um mið-
tíegisverð til þess að spara saman fé fyrir gamalli slaghörpu, sem
var lítt nothæf talin. Er Dvorak sat við slaghörpu þessa í hinu
kalda þakherbergi, samdi hann mörg hin fegurstu lög, sem aldrei
voru þó í letur færð. — Hvernig má það vera? kynni einhver að
spyrja. Vegna þess, að fjárhagur hans var svo þröngur, að hann
gat ekki einu sinni keypt sér nokkrar pappírsarkir. Stundum
tíndi hann saman úrgangspappír á strætum úti og ritaði laga-
smíðar sínar á hann.
Þó skildum við eigi aumka Dvorak um of, því að skortur sá og
örbirgð, er hann átti við að búa, olli því, að heimurinn eignaðist
frábæran tónlistarsnilling.
Næst, er þú hlýðir á Humoresque Dvoraks, skyldir þú athuga,
hvort þú verður eigi var dulrænnar fegurðar, viðkvæmni og
skynjunar manns, sem þrautir leið, manns, er háði harða bar-
áttu og átti við hungur og kulda að búa, manns, er þekkti af
reynslu ógn örvæntingarinnar.
f
Allar góðar húsmæður
þekkja hinar ágætu
SJAFNAR-vörur
Þvottaduftið
PERLA
ræstiduftið
OPAL
kristalsápu og
stangasápu
Samband ísl. samvinnufélaga.
Bréfaskóli S. í. S. er skóli yðar, sem at-
vinnu vegna getið eigi sótt aðra skóla.
Gerið tómstundirnar ánægjulegar og arð-
bærar með þvi að verja þeim til þess að
auka kunnáttu yðar.
Leitið upplýsinga hjá Bréfaskólanum,
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Garnastöðlna
Upplýsiugar á staðnnm og í sínia 4241.
KEMISK HREINSUN,
LITUN — PRESSUN.
Fyrsta flokks vinna.
SENT MEÐ PÓSTKRÖFU
UM ALLT LAND.
[m| Laugavegi 7
(Jl Sími 2742.
Allt frá §|öfn
Hrelnlætísvörnr
frá SJÖFN
mæla með sér sjálfar —
Þær munu spara yð-
ur mikið ómak við
hreingemingarnar
2V O T I Ð
O P A L
RÆSTIDUFT
r y
stalsápn
Kaupendur Timans
ntan Reykjavíknr
Gleymið ekkí að
T í m a n n.
borga
ern minntlr á, að gjalddagi 26. árgangs var 1.
jálí síðastl. Eru þeir ]>vi vinsamlega beðnir að
greiða ársgjaldið, kr. 15.00, sem fyrst, til inn-
heimtnmanns blaðsins, eða beint til afgreiðsl-
nnnar, Lindargötu 9A, Reykjavík.