Tíminn - 27.10.1942, Blaðsíða 4
508
TfcWEVN, þriðjndagiim 27. okt. 1942
128. blað
tll BÆNUM
Eyfirðingamót.
verður haldið í Oddfellowhúsinu í
kvöld kl. 7, 30. Verður þar margt til
skemmtunar, ræður, söngur og dans.
Norræna félagið
efnir til skemmtifundar í kvöld að
Hótel Borg. Er þetta fyrsti skemmti-
fundur félagsins í vetur og er mjög
vandað til dagskráratriða. Meðal
skemmtiatriðanna er, að de Fontenay
sendiherra Dana talar um stjórnmáia-
viðhorfið i Danmörku. síðustu atburði
þar í landi og horfur. Frú Gerd Grieg
les upp og syno'ur norska söngva, undir-
leik annast Páll ísólfsson. Á samkom-
unni verður boðið upp og selt mál-
verk af Þingvöllum, sem Jón Engil-
berts málaði oi> gaf tU Noregssöfnunar-
innar í tilefni af komu Nordahls Griegs
hineað til lands. Að lokum verður
dansað. Aðgöngumiðar eru seldir í
bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar
og bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju.
Stal 100 krónum og
silungastöng.
í gær var kveðinn upp dómur 1
aukarétti Reykjavíkur yfir manni sem
ölvaður hafði stolið 100 krónum í
peningum og silungaveiðistöng frá
manni nokkrum hér í bænum. Fyrir
þetta afbrot hlaut maðurlnn 30 daga
fangelsi skilorðsbundið, og ennfremur
var honum gert að greiða kr. 300 til
mannsins, sem stolið var frá.
Ölvun við akstur.
Löfrregluréttur dæmdi í gær tvo
menn fyrlr ölvun við akstur bifreiða.
Hlutu þeir 10 daga varðhald hvor og
voru auk. þess sviptir ökuleyfi um
tíma. Þá var annar maður dæmdur
af sama rétti í 150 króna sekt, fyrir að
neyta áfengis vlð akstur, og var þar
að auki sviptur ökuleyfi í 3 mánuði.
Steindór Helgi Einarsson bif-
reiðaeigandi dæmdur í
1000 króna sekt.
í gær var í Lögreglurétti Reykja-
víkur kveðinn upp dómur í málinu
Valdstjórnin gegn Steindóri Helga
Einarssyni bifreiðaeiganda og Arn-
katli Jónasi Einarssyni bifreiðastjóra.
Forsaga þessa máls er sú,' að í sum
ar hafði Steindór Einarsson tekið bif-
reið af leiðinni Reykjavík—Sandgerði
osr sett hana til fólksflutninga á leið-
inni Reykiavík—Akureyri. í staðinn
fyrir þessa bifreið setti hann gamla
fólksflutningabifreið á Sandgerðisleið-
ina, en þegar til átti að taka, hafði
Steindór enggn bifreiðastjóra með
meira prófi til að aka þeirri bifreið og
greip þá til þess ráðs, að láta mann,
sem aðeins hafði minna próf og þar
af leiðandi ekki leyfi til að aka fólks-
flutningabifreiðum, aka þessari gömlu
bifreið á Sandgerðisleiðinni. Það henti
svo einn góðan veðurdag, að þessi bif-
reiðastjóri ók út af veginum skammt
frá Keflavík og hlauzt alvarlegt slys
þar af. í niðurstöðu dómsins er bif-
reiðarstjórinn Arnketill JónasEinarsson
ekki talinn eiga refsiverða sök á slys-
inu. þar sem sannað er, að hann hafi
ekki ekið óeætilega og jafnframt vegna
þess, að bifreiðaskoðunarmenn höfðú
eftir athugun á bifreiðinni gefið vott-
orð um, að hún væri 1 lagi. Hins veg-
ar var bifreiðarstjórinn dæmdur i 200
króna sekt fyrir að aka fólksflutninga-
bifreið án meira prófs og þar af leið-
andi í leyfislevsi. Steindór Helgi Ein-
arsson bifreiðareigandi var dæmdur í
1000 króna sekt os 20 daga varðhald,
til vara, fyrir að láta mann með minna
prófi aka fólksflutningabifreið orr jafn-
framt fyrir að hraðamælir bifreiðar-
innar var í ólagi. Segir í dómsniður-
stöðum, að dæmda sé gert að greiða
svo háa sekt með tilliti til blómlegs
efnahags hans. Þá var báðum hin-
um dæmdu gert að greiða verjendum
sinum málskostnað.
Á víðavangl.
(Framh. af 1. slSu)
kratanna. Þeir fá 4 þingmenn
til viðbótar.
Reikningslist Sjálfstæðis-
manna er rétt lýst með þessum
gamla húsgangi:
Lítið 1 þér vitið vex,
þótt verði límir stórir.
Þegar dragast þrír frá sex,
þá eru eftir fjórir!
VÍSIR Á NÝRRI LÍNU?
Eins og flestir munu kannast
við, gerði Vísir allt, sem unnt
var til að spilla samstarfi þjóð-
stjórnarinnar, þá hún lifði. Árni
frá Múla staðfestir þetta í
Þjóðólfi. Kaupmannaliðið í
Sjálfstæðisflokknum vildi ekki
samstarfið. Vísir var rödd þeirra
alla tíð. Nú talar Visir daglega
um nýja þjóðstjórn til þess að
reisa úr rústum eftir óstjórn
Ólafs Thors á undanförnum
mánuðum. Og vitanlega eiga
það nú ajS vera kaupmennirn-
ir, sem eiga að ráða lögum og
lofum í þeirri þjóðstjórn, sem
Vísi dreymir um. — Nú eiga
þeir líka Moggann.
Þúsnndir vita
að gæfan íylgir trúlofunar-
hringimum frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendið nákvæmt máL
SjálfstæðisHokkurmn
heíir tapað « . .
(Framh. af 1. slSu)
ið enn raunalegri sögu en Sjálf-
stæðisflokkurinn. Hann kom út
úr „gæsabröltinu“ með hreinu
tapi, bæði á þingmönnum og
■atkvæðum. í kosningunum 1934
fékk hann 10 þingmenn og í
kosningunum 1937 8 þingmenn
og 11.084 atkv. Nú hefir hann
aðeins 7 þingmenn og 8.460
atkv. Hann hefir því tapað ein-
um þingmanni og 2724 atkv.
Slíkur er munurinn á forustu
Jóns Baldvinssonar og hand-
leiðslu Ásgeirs Ásgeirssonar, sem
samdi „gæsastjórnarskrána."
Sigur Sósíalista.
Eini flokkurinn, sem getur
hrósað ávinningi af „gæsa-
stjórnarskránni", er Sósíalista-
flokkurinn. Hann hefir bætt við
sig sjö þingmönnum og rúmlega
6000 atkv., ef miðað er við úr-
slitin 1937.
Það kemur heldur engum á
óvart, þótt sósíalistar græddu á
þessu brölti. Öll sú upplausn og
óróleiki, sem fylgir tvennum
kosningum á þessum tímum,
hlaut að verða þeim til fram-
dráttar. Það þurfti sannarlega
mikla skammsýni til þess að sjá
það ekki fyrir. Framsóknar-
menn vöruðu strax við því, en
ráð þeirra voru höfð að engu.
Flokksmenn Stefáns Jóhanns
og Ólafs Thors geta þakkað
þessum herrum í sameiningu
fyrir hinn skjóta vöxt Sósíal-
istaflokksins.
Bifreíðasamgöngur
við Akureyri
(Framh. af 1. síðu)
Bifreiðastöð Akureyrar, sem
eiga að vera í förum milli
Varmahlíðar og Borgarness,
þegar fært er þar á milli í vet-
ur. Bifreiðarnar voru 11 klukku-
stundir að fara þessa leið, sem
venjulega er f3.rin á röskum
þremur tímum. Leiðin milli Ak-
ureyrar og Austurlandsins varð
ófær fyrir hér um bil hálfum
mánuði síðan.
Bifreiðastöð Akureyrar mun
halda uppi föstum áætlunar-
ferðum milli Borgarness og
Sauðárkróks, þegar fært er í
vetur. Hinn nýi Vatnsskarðs-
vegur var í haust fullgerður frá
Bólstaðarhlið í Svartárdal að
Vatnshlíð á Vatnsskarði. Er það
sá kafli þessarar leiðar, sem til
þessa hefir verið aðal farar-
tálminn þessa fjallleið vetrar-
mánuðina. Má því gera ráð fyr-
ir að unnt verði að hafa fastar
ferðir milli Sauðárkróks og
Borgarness mikinn hluta vetr-
arins, ef ekki verða því meiri
snjóalög.
Auglýsíng
um lausar lögregluþjónastöður í Reykjavík
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og bæjar-
stjórnar Reykjavíkur verður lögregluþjónum í
Reykjavík fjölgað í 80, þannig, að fjölgunin verður
um 20 lögregluþjónar. Eru stöður þessar því lausar
til umsóknar og er umsóknarfrestur til 15. nóvember
n. k. Umsóknir skulu stílaðar til lögreglustjórans í
Reykjavík, og liggja frammi hjá honum sérstök um-
sóknareyðublöð. Aldurshámark er 28 ár, og ennfrem-
ur skulu umsækjendur vera hraustir, meir en meðal-
menn á hæð og vel vaxnir.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. okt. 1942.
AGNAR KOFOED-HANSEN.
S A V O 1V
dc
P A R I S
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. -
ÍVotið beztu og vönduðustu sápuna!
- TSotið SAVOTS de PARIS -
Aftökurnar í Þrándh*
(Framh. af 2. síðu)
Honum var þá svarað, að það
væri óþarft, því að hann myndi
ekki þurfa lengur á frakka að
halda.
Langhelle, ritstjóri, var ekki
heima, er Þjóðverjar komu til
að sækja hann og tóku þeir því
dóttur hans sem gisl og sögðu,
að hún yrði skotin, ef faðir
hennar fyndist ekki. Þeír
mættu honum á götunni, þegar
þeir voru að flytja dótturina í
fangelsið, og tóku hann þar.
Sonur Lykkes skipamiðlara
frétti fyrst um aftöku föður
síns í skólanum og flýtti sér
heim til að segja móður sinni
fréttirnar, en hún hafði ekkert
fengið að vita.
Aftökur þessar hafa vakið
feikna gremju í Svíþjóð. í
Gautaborg hefir t. d. verið
haldin minningarathöfn um
hina líflátnu menn.
Andúð gegn Þjóðverjum hef-
ir mjög aukizt í Þrændalögum
og mun aftökunum ætlað að
hræða fólkið til hlýðni við þá.
í Kristiansand létu Þjóðverj-
ar handsama 100 Norðmenn í
byrjun október.
Tveir menn í Jevnaker hafa
verið dæmdir í 60 daga fang-
elsi fyrir að láta ekki börn sín
í æskulýðshreyfingu Quislings.
„Bergenske Tidende", sem er
stjórnað af Quislingum, fárast
yfir því, að þegax sjálfboðaliðar,
sem fóru til Rússlands, komu
heim aftur, láti margir vanda-
menn þeirra eins og þeir þekki
þá ekki.
Sá orðrómur virðist hafa við
full rök að styðjast, að brezkir
fallhlífarmenn hafi víða reynt
að eyðileggja norsk orkuver m.
a. hafi þeir eyðilagt stórt orku-
ver f Glomfjord.
Vinnið ötullega fj/rir
Tímann.
Mafarstell
KaSíisfell
Moccastell
Nýkomið
Nora Magasín.
LækningastoSa
mín er í verzlunarhúsi KRON
(uppi) Strandgötu 28, Hafn-
arfirði. Viðtalstími virka daga
I— 2 e. h. nema laugardaga
II— 12 f. h. — Sími 9275.
Kristján Arinlijarnar,
héraðslæknir.
Rússneska ráðgátan
(Framh. af 3. siðu)
af skriðdrekum, flugvélum og
hergagnasmiðjum Rússland tók
með öörum orðum upp fram-
leiðsluhætti og sjálfsfórnir eins
og það ætti í stríði um þær
mundir, er lýðræðisríkin í Vest-
urevrópu miðuðu allan t sinn
vígbúnað við varanlegan frið.
Það er óskadraumur allra
hernaðarsinna að hafa algerð
yfirráð yfir hagkerfi þjóðanna
og geta skákað til eftir vild
vinnukrafti, verksmiðjum og
náttúrugæðum, svo sem málm-
um, kolum og olíu. Þess vegna
þarf enginn að ætla, að það sé
tilviljun ein, að stórveldin,
Þýzkaland, Rússland og Japan,
sem mest mega sín I landhern-
aði, hafa öll með mismunandi
aðferðum og í ólíkum tilgangi
komið einræðisskipulagi á hag-
kerfi sitt og framleiðslu.
» _NÝ.TA 'Rfl'S
Tom, Dick og Frænka
Harty Charley’s
Amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika. (Charley’s Aunt).
GINGER ROGERS GEORGE MURPHY ALAN MARSHALL. Sýnd kl. 7 og 9. Bráðskemmtileg mynd eftir hinu samnefnda leik- riti.
Aðalhlutverk leika:
Framhaldssýning 3V2-6V2: JACK BENNY,
TÖKUBARNIÐ KAY FRANCIS,
(Mexican Spitfire’s Baby). JAMES ELLISON.
Leon Errol — Lupe Valez. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Frá
BrottflutningsneSnd.
Að gefnu tilefni skal bent á það, að eins og áður hefir verið
auglýst, er ráðgert að tilkynna almenningi skyndibrottflutning
barna úr Reykjavík á eftirfarandi hátt:
1) Auglýsingar um skyndibrottflutning verða festar upp
á auglýsingastöðum Loftvarnanefndar, sem þegar hafa
verið kunngjörðar almenningi.
2) Athygli almennings verður beint að þessum auglýs-
ingum sem og áríðandi auglýsingum Loftvarnanfnd-
ar, með því að loftvarnaflauturnar gefa frá sér óslit-
inn són í 15 mínútur samfleytt.
Skyndibrottflutningur barna verður ekki tilkynntur á annan
hátt.
BROTTFLUTNINGSNEFND.
Bókmeniitaféla^ið
Viðbót við 24. gr. félagslaganna, heimild til að innheimta árs-
tillög með verðlagsuppbót samkvæmt lögmæltri vísitölu í árs-
byrjun, var samþykkt með 207 atkvæðum á móti 3. Vísitalan var
173 í ársbyrjun, og hefir stjórnin því ákveðið, að tillag til félags-
ins á þessu ári skuli vera kr. 18.00.
Reykjavík, 23. október 1942.
Gnðmundnr Fiimbojgason.
Permeik
gólfteppi
í stóru úrvali, fyrirliggjandi.
A. EINARSSON & FCXK,
Tryggvagötu 28.
Tilkynning
frá ríkisstj órninní.
Gallaðar sprengikúlur eða sprengjur falla stundum nálægt
æfingarstöðvum, án þess að springa. En þó að þær hafi ekki
sprungið, geta þær samt verið mjög hættulegar, ef þær eru snert-
ar. Sérhver sprengja eða sprengikúla er því hættuleg lífi og
limum manna. Söfnun slíkra sprengja sem minjagripa, er því
hættulegur leikur, sem getur kostað annaðhvort mikil meiðsli
eða lífi,.
Reynið ekki að flytja slíkar ósprungnar sprengjur eða
sprengikúlur til hernaðaryfirvalda til athugunar, heldur mark-
ið staðinn með smá vörðum og tilkynnið til næstu herbúða, en
hermenn þaðan munu gera nauðsynlegar ráðstafanir.
Það er lífsnauðsyn að hver einasti maður á heimilinu kynni
sér og fari nákvæmlega eftir eftirfarandi reglum:
1. Snertið ekki neinn þann hlut, sem likist sprengju,
sprengikúlu eða stórri byssukúlu.
2. Tefjið ekki lengur í námunda við þessa hluti en nauð-
syn krefur.
3. Leyfið engum að safna slíkum hlutum, sérstaklega
ekki börnum.
4. Merkið staðinn með smá vörðum og tilkynnið til næstu
herbúða.
Lesið þetta og útskýrið það fyrir þeim, sem ekki hafa lesið það
eða þurfa nánari skýringar á því.
Dómsmálaráðuneytíð, 26. október 1942.