Tíminn - 27.10.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: í
JÓNAS JÓNSSON. !
ÚTGEPANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN. ^
RITST JÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
26. ár.
Reykjavík, þriðjudagiim 27. okt. 1942
128. blað
Sósíalístar eínír græddu á ^æsabröltinu
SjálfstæðísQokkurínn heiir tapað 4709 atkv.,
en grætt eítt pingsætí, síðan 1937
Alþýðuflokkurinn hefir tapað 2724 atkv. og einu
þingsæti síðan 1937
Framsóknarflokkurinn hefir bætt við síg 1312
atkv.; en tapað f jórum þingsætum vegna
kjördæmabreytingarínnar
Páll Zóphóníasson
Seínustu úrslítín í
kosníngunum
Páll Zóphoniasson
vann annað sætið
í Norður-Múlasýslu
Sjálfstæðismenn urðu af
„gæsinni" í Norður-Múla-
sýslu. Páll Zóphóníasson
vann þar glæsilegan sigur.
Náði hann kosningu sem
annar maður á lista Fram-
sóknarflokksins.
Kosningaúrslitin þar og i Suð-
ur-Þingeyj arsýslu urðu ekki
kunn fyrr en á laugardag. Urðu
úrslitin þar þessi:
Norður-Múlasýsla:
Kosnir voru af B-lista Páll
Hermannsson og Páli Zóphón-
íasson. B-listi fékk 769 (752)
atkv., D-listi 358 (322), C-listi
68 (53), A-listi 14 (48).
í kosningunum 1937 fengu
Framsóknarmenn 714 atkv., en
kosningabandalag íhaldsins og
Bændaflokksins 586. Sósíalista-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn'
höfðu þá enga í kjöri þar.
Suður-Þingeyjarsýsla:
Kosinn var Jónas Jónsson (F)
með 1157 (1180), Kristinn And-
résson (Sós.) 336 (279), Júlíus
Havsteen (S) 298 (348), Oddur
Sigurjónsson (A) 74 (79).
Samkvæmt þeim bráðabirgða-
tölum, sem fyrir liggja, fá Sósí-
alistar sex uppbótarsæti, í-
haldsmenn tvö og jafnaðar-
menn þrjú.
Þingmannatala flokkanna
verður þá þessi: Framsóknar-
flokkurinn 15, Sjálfstæðis-
flokkurinn 20, Sósíalistaflokk-
urinn 10 og Alþýðuflokkurinn 7.
Uppbótarmenn verða: Sósíal-
istar: Sigurður Guðnason,
Þórður Benediktsson, Steingr.
Aðalsteinsson, Lúðvík Jósefsson,
Kristinn Andrésson, Sigurður
Thoroddsen. Jafnaðarmenn:
Haraldur Guðmundsson, Barði
Guðmundsson, Guðm. I. Guð-
mundsson. íhaldsmenn: Pétur
Magnússon, Gísli Sveinsson.
BiíreiSasamgöngur
við Akureyri
stöðvaðar
Vegurinn yfir Öxnadalsheiði
er orðinn ófær bifreiðum vegna
snjóþyngsla og bifreiðasam-
göngunum við Akureyri þar með
lokið um tíma.
í fyrradag fóru bifreiðar í
síðasta skipti yfir heiðina. Voru
það langferðabifreiðar frá
(Framh. á 4. síðu)
Úrslitin í þingkosningunum um fyrri helgi eru nú kunn orðin. Hafa þau
vissulega orðið á annan veg en höfundar gæsastjórnarskrárinnar, Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, ætluðust til.
Þegar gerður er samanburður við kosningarnar 1934, hefir Sjálfstæðisflokkur-
inn raunverulega tapað tveimur þingsætum og Alþýðuflokkurinn þremur þingsæt-
um, en þingmannatala Framsóknarflokksins er söm og þá.
Ef gerður er samanburður við kosningarnar 1937 hefir Sjálfstæðisflokkurinn
unnið eitt þingsæti, en Alþýðuflokkurinn tapað einu. En síðan þá hefir Sjálfstæð-
isflokkurinn tapað 4709 atkv. og Alþýðuflokkurinn 2724 atkv., en Framsóknar-
flokkurinn bætt við sig 1312 atkv.
Þannig hefir þessum flokkum tekizt „gæsasóknin“, sem átti að ríða Fram-
sóknarflokknum að fullu, en tryggja sigurför þeirra í landinu.
Þeir einu, sem hafa grætt á „gæsabröltinu“, eru kommunistar, enda var alltaf
vitanlegt, að upplausnin, sem því fylgdi, yrði vatn á myllu þeirra.
Fylgi Framsóknarfl.
örnggt og vaxaadi.
Framsóknarmenn mega vel
una» úrslitunum. Öll barátta
andstöðuflokkanna, bæði í vor-
kosningunum og haustkosning-
unum, beindist gegn þeim.í vor-
kosningunum hafði flokkurinn
þá sterku aðstöðu, að barist var
um bezta kosningamál hans 1
dreifbýlinu, kjördæmamálið, og
margir gerðu sér vonir um, að
hann næði stöðvunarvaldi.
Þetta • bætti stórum aðstöðu
flokksins gegn hinni hatrömu
ásókn andstæðinganna. í haust-
kosningunum hafði flokkurinn
misst þessa sterku aðstöðu.
Hann hafði beðið fullan ósigur
í kjördæmamálinu. Slíkir ósigr-
ar valda oft undanhaldi, ef
flokksmennirnir eru ekki ör-
uggir. Auk þess var aðstaðan
öll verri til kjörsóknar á þeim
stöðum, þar sem fylgi flokksins
er mest. Veður var verra, ferða-
lög erfiðari, annríki meira og
mörg heimili mannfærri en i
vor. Þrátt fyrir allt þetta held-
ur flokkurinn nær sömu at-
kvæðatölu og í vor, tapar aðeins
165 atkv., og fær nú 1312 atkv.
atkvæði fleira en í kosningun-
um 1937. Sýnir það bezt, að
fylgi flokksins er öruggt og vax-
andi.
Hin smávægilega atkvæða-
lækkun flokksins í nokkrum
kjördæmum síðan í vor er fólg-
in í nokkru lakari sókn í tor-
færustu sveitunum. Þar sem
flokkurinn hefir bætt atkvæð-
um við sig, er aukninguna að-
allega að finna í sjóþorpunum.
Sýnir það, að fólkinu þar er að
skiljast, að Framsóknarflokkur-
inn er alhliða umbótaflokkur,
sem vinnur að bættum kjörum
alþýðu jafnt til sjávar og sveita.
Kjósendur Framsóknarflokks-
ins hafa í þessum kosningum
orðið að leggja á sig meira erf-
iði og mæta illskeyttari áróðri
en nokkuru sinni fyrr. Þessar
raunir hafa þeir staðizt með
prýði. Trú þeirra á Framsókn-
arflokkinn hefir reynzt traust
og þeim skal líka verða að trú
sinni.
Einhverjir kunna að hafa gert
sér vonir um, að Framsóknar-
flokkurinn myndi hagnast á
upplausn þeirri, sem skapazt
hefir undir stjórn Ólafs Thors.
Slíkt voru tyllivonir. Meðan allt
leikur í lyndi, finnur fjöldi fólks
ekki til hrunsins, sem bíður
framundan.
Aðeins annar flokkur til, Só-
síalistaflokkurinn, hefir aukið
atkvæðamagh sitt síðan 1937.
En aðstaða hans var næsta ó-
lík. Hann hafði verið í ábyrgð-
jarlausri stjórnarandstöðu, en
1 Framsóknarflokkurinn hefir
hátt á annan tug ára, þegar
lengstum hefir annað hvort ríkt
kreppa eða styrjaldarástand,
orðið að annast stjórnarforustu
landsins. Það er næsta fátítt,
að flokkur,' sem hefir stjórnar-
forustuna jafn lengi, skuli halda
fylgi sínu óbreyttu hvað þá
auka það. Framsóknarflokkur-
inn má sannarlega una vel
i þessari dómsniðurstöðu.
}’ í tveimur tvímenningskjör-
' dæmum vann Framsóknar-
flokkurinn þann glæsilega sig-
ur að halda báðum þingsætun-
um, þrátt fyrir hlutfallskosn-
inguna og þróunin í hin-
um tvímenningskjördæmunum
bendir hiklaust í þá átt, að ekki
líði á löngu þangað til þau bæt-
ast við í hópinn. — Þannig
munaði ekki nema 89 atkvæð-
um á Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum í Skaga-
fjarðarsýslu I kosningunum
1937, en nú er þessi munur orð-
inn 347 atkvæði. í Árnessýslu
var munurinn 248 atkv. í kosn-
ingunum 1937, en nú 461 atkv.
Þó eru horfurnar hagstæðari í
Eyjafjarðarsýslu.
Andstæðingarnir reyna að
túlka þingmannafækkun þá,
sem flokkurinn hefir orðið fyr-
ir, sem tap hans. Þetta er vissu-
lega hrein firra, þar sem hún
er afleiðing af kj ördæmabreyt-
ingunni, en ekki fylgistapi.
Flokkurinn hefir nú sömu þing-
mannatölu og 1934—37, þegar
hann hafði stjórnarforustuna,
en 4500 fleiri kjósendur að baki
sér en þá. Hann er því miklu
sterkari nú en þá. Raunveru-
lega hefir flokkurinn aldrei ver-
ið sterkari en nú, því að hann
hefir aldrei haft jafnmarga
kjósendur að baki sér.
Framsóknarflokkurinn geng-
Atkvæðamagn og þingmanna
tala ílokkanna 1934-1942
f seinustu fjórum kosningum til Alþingis á tímabilinu 1934—42
hefir atkvæðatala flokkanna orðið sem hér segir:
Framsóknarfl.
Sjálfstæðisfl.
Bændafl........
Alþýðufl.......
Sósíalistafl. .
24/6. 1934 20/6. 1937 5/7. 1942 18/10. 1942
11.377
21.974
3.348
11.269
3.098
14.556
24.132
3.578
11.084
4.932
16.033
22.975
8.979
9.423
15.868
23.001
8.460
11.060
Þingmenn skiptust þannig menn einskonar deild í Sjálf-
milli flokkanna:
stæðisflokknum, voru I kosn-
ingabandalagi við hann 1937 og
1934 1937 1942 1942 fylgdu lionum eftir það, unz
Fram.fi. 15 19 20 15 þeir sameinuðust honum alveg
Sjálf.fl. 20 17 17 20 síðastl. vor.
Bændafl. 3 2 Ásgeir Ásgeirsson var utan-
Alþ.fl 10 8 6 7 flokka 1934—37, en fylgdi raun-
Sós.fl. 3 6 10 verulega Alþýðuflokknum, svo
Strax eftir kosningarnar 1934 telja má honum 11 þingmenn
gerðust tveir Bændaflokksþing- þá.
ur því sterkur og öruggur til
þess starfs, sem nú er fyrir
höndum.
Hrakfarir
Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn látast vera
mjög kampakátir yfir úrslitun-
um. Sannleikurinn er sá, að
enginn flokkur má vera hrygg-
ari yfir þeim. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði haldið svip-
aðri atkvæðatölu og 1937, hefði
hann náð 24—25 þingsætum. í
stað þess fær hann einu þing-
sæti meira en hann hafði fyrir
stjórnarskrárbröltið, en 4709
atkv. færra. Hann hefir nú
tveimur þingsætum færra en
1934—37.
í kosningunum 1934 fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 20 þing-
menn kjörna. Bændaflokkur-
inn, sem raunverulega hafði þá
samstöðu með Sjálfstæðis-
flokknum, fékk 3 þingmenn.
Einn þingmaður Bændaflokks-
ins snerist strax til fylgis við
andstöðuflokka íhaldsins, en
hinir tveir, Þorsteinn Briem og
Stefán í Fagraskógi, gengu
strax í lið þess. Sjálfstæðis-
flokkurinn réði því raunveru-
lega yfir 22 þingsætum árin 1934
—37. í kosningunum 1937 gerðu
Sjálfstæðismenn og Bænda-
flokksmenn með sér bandalag,
sem fékk 27.700 atkvæði og 19
þingmenn kosna. Fyrir kosning-
arnar í vor fullkomnaðist þetta
bandalag á þann hátt, að
Bændaflokkurinn gekk form-
lega inn í Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk nú
23.001 atkv. eða 4.709 atkv.
færra en bandalag hans og
Bændaflokksins í kosningunum
1937. Aðeins hið bjálfalega á-
kvæði gæsastjórnarskrárinnar,
að minnihlutinn í tvímenn-
ingskjördæmunum skuli hafa
sama rétt og meirihlutinn, hef-
ir forðað flokknum frá því að
tapa. enn stórlega þingsætum.
Úrslitin í tvímenningskjör-
dæmunum sýna, að gæsastjórn-
arskráin mun ekki ver aSjálf-
stæðisflokknum til langvinns
framdráttar. Hann missti nú
þegar af „gæsinni" í Suður-
Múlasýslu og Norður-Múlasýslu.
Slæm uppdráttarsýki er auðsjá-
anlega byrjuð í *,gæsunum“ í
Eyjafjarðarsýslu, Árnessýslu og
Skagafjarðarsýslu, enda munu
þær áreiðanlega horfalla í
næstu kosningum.
Eina kjördæmið, þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
unnið á, síðan 1937, er Barða-
strandarsýsla. Alls staðar ann-
ars staðar hefir hann tapað og í
heild nemur tapið 4709 atkv.
Það er ekki að furða, þó slíkur
flokkur þykist geta verið sigur-
gleiður!
Tap Alþýðuflokksins.
Alþýðuflokkurinn getur rak-
(Framh. á 4. siöu)
Á víðavangi
FLYTUR ÁRNI FRÁ MÚLA
VANTRAUST Á BORGAR-
STJÓRA?
Árni frá Múla lýsir yfir þvl i
Þjóðólfi, að hann muni halda
sæti sínu í bæjarstjórn Reykja-
víkur, þótt hann sé farinn úr
Sjálfstæðisflokknum. Réttlætir
hann þessa ákvörðun með því,
að Þjóðveldismenn eigi rétt til
fulltrúa í bæjarstjórn sam-
kvæmt því atkvæðamagni, sem
listi þeirra fékk í síðustu kosn-
ingum.
Ef ástæða er tíl að skoða
Árna annað en Múlakvísl úr
íhaldinu, sem eigi í flestu sam-
leið með því, hefir íhaldsflokk-
urinn þar með misst meiri hluta
í bæjarstjórn. Þar eru þá aðeins
7 fulltrúar af 15 á algerðu bandi
borgarstjóra.
Nú hefir Árni lýst Bjarna
borgarstjóra þannig, að ætla
mætti, að hann tryði honum
ekki alls kostar vel fyrir mál-
efnum bæjarins. Það væri því
ekki ólíklegt, að hann neytti
oddaaðstöðu sinnar til þess að
knýja fram vantraust á Bjarna
í bæjarstjórn eða neyddi með
því jafnaðarmenn til að koma
opinberlega til liðs við borgar-
stjóra.
Kunnugir hafa það fyrir satt,
að Bjarni Ben. sé kominn að
þeirri niðurstöðu, að borgar-
stjórastarfið sé heldur um-
fangsmikið til að hafa það 1
hjáverkum með þingstörfum.
Hins vegar eru til menn í Al-
þýðuflokknum, sem munu telja
sig ekki með öllu óhæfa til að
vera borgarstjórar. Árna mundi
sjálfsagt þykja gaman að verða
eins konar „giftekniv" fyrir í-
haldið og kratana í bæjarstjórn
Reykjavíkur.
ÞEIR VORU STRYKAÐIR ÚT!
Sagt er eftir góðum heimild-
um, að ekki færri en 600 kjós-
endur hafi gert breytingar á
lista Sjálfstæðisflokksins I
Reykjavík um leið og þeir kusu.
Ekki færri en 500 kjósendur
strykuðu Jakob Möller út og
rúm 400 afmáðu nafn efsta
manns á listanum, nafn Magn-
úsar Jónssonar sálnahirðis.
Bjarni Ben. fékk líka margar
útstrykanir.
Þessar útstrykanir sýna bezt,
hve margir eru orðnir „leiðir á
íhaldinu" og kjósa það með
hangandi hendi, en því aðeins
að þeir geti látið í ljós vanþókn-
un sína og litilsvirðingu á ráð-
herrum flokksins fyrir óstjórn
þeirra og heimskupör.
„STEIKTU GÆSIRNAR."
Sjálfstæðismenn hafa til-
kynnt með miklu yfirlæti, að
þeir hafi „unnið“ 7 þingsæti í
þessum kosningum. En tala
þingmanna þeirra hefir aðeins
aukizt úr 17 í 20, eða fjölgað
um þrjá.
Þetta hefir komið mörgum
frómum sálum í Sjálfstæðis-
flokknum mjög á óvart. Þeim
var lofað 6 steiktum gæsum í
vor, þeir gerðu sér jafnvel vonir
um 2 nýja þingmenn í Reykja-
vík, þeir unnu Barðastrandar-
og N.-ísafjarðarsýslu, þeir
höfðu 17 þingmenn fyrir. Hinar
frómu sálir sáu loks hilla undir
hreinan meiri hluta íhaldsins á
Alþingi. Því var um að gera að
halda nú vel saman, „þegar úr-
slitaátökin við Framsóknar-
flokkinn“ voru fyrir höndum,
eins og Morgunbl. komst að
orði í eftirmælum sínum um
Árna í Múla, þegar hann hafði
vistaskipti.
Nei, steiktu gæsirnar urðu
til lítilla búdrýginda hjá Sjálf-
stæðisflokknum, og þeir eru
gramir yfir úrslitunum. Ekki
hækkaði heldur hagur krat-
anna, en þeir áttu ekki á miklu
völ, hvort sem var.
En sósíalistar hafa notið góðs
af gæsaveiðum íhaldsins og
(Framh. á 4. síöu)