Tíminn - 29.10.1942, Qupperneq 2

Tíminn - 29.10.1942, Qupperneq 2
510 TÍMVX, fimintndagmn 29. okt. 1943 129. hlað „Sigrar“ Sjálistæðísmanna ‘gímirtn Fimmtudag 29. oht. Hvað verður um Sósíalístaílokkírm? Það er mikið skrafað og skeggrætt um myndun nýrrar ríkisstjórnar um þessar mund- ir. Getgátur og flugufréttir ganga fjöllunum hærra. Það er talað um stjórn allra flokka, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, og sam- stjórn bænda og verkamanna, sem styðjist við Framsóknar- flokkinn, Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Margir munu telja þjóðstjórn æskilegasta. En þar er sú tor- færa á vegi, að næsta er ólík- legt, að Sjálfstæðisflokkurinn, eins og forustu hans nú er hátt- uð, geti átt samleið með hinum flokkunum. í stjórn Sjálfstæðisflokksins ráða stríðsgróðamennirnir lög- um og lofum. Þeirra eina hug- sjón er að standa vörð um gróða sinn. Hinir flokkarnir þrír hljóta nú að berjast fyrir þjóð- nýtingu stríðsgróðans með meiri einbeitni en nokkuru sinni fyrr. Þess vegna er ó- sennilegt, að Sjálfstæðisflokk- urinn geti átt samleið með nokkrum þeirra, nema að hann skipti fullkomlega um forustu og áhugamál. En því miður er það ekki sjáanlegt, að slík breyt- ing sé í vændum í Sjálfstæðis- flokknum, heldur þvert á móti. Veldi stríðsgróðamannanna eykst þar óðum. En geta þá hinir flokkarnir þrír sameinast um ríkisstjórn? Framsóknarmenn hafa ekki farið dult með það, að þeir teldu samstarf bænda og verka- manna æskilegt fyrir land og lýð. Þeir hafa líka jafnan kosið slíkt samstarf öðru fremur, þeg- ar það hefir verið fyrir hendi. Frá sjónarmiði þeirra hefir klofningur verkalýðssamtak- anna, sem hindraði slíkt sam- starf undanfarin ár, verið mik- il þjóðarógæfa. Þeir flokkar, sem fara með umboð bænda og verkamanna, hafa nú mikinn meirihluta kjósenda og Alþingis að baki sér. Stjórn þeirra gæti því orðið sterk stjórn, eins og slíkir tímar líka krefjast, ef ekki skorti samhug og vilja til að taka mannlega á málunum. En því miður verður enn að draga mjög í efa vilja eins þess- ara flokka til að vera í slíkri stjórn og vinna að endurreisn alls þess, sem miður hefir far- ið í stjórnartíð Ólafs Thors. Þessi flokkur er Sósíalista- flokkurinn. Sósíalistaflokkurinn hefir til skamms tíma verið yfirlýstur byltingarflokkur. Hann vann sér lítið fylgi á þeim tíma. Þá breytti hann um starfsaðferðir. Hann lýsti sig umbótasinnaðan lýðræðisflokk. Hann lýsti sig fúsan til að vinna með umbóta- flokkum að umbótamálum. Með þessum nýja áróðri hefir hann aflað sér -verulegs fylgis. Vafalaust fylgir hér hugur máli hjá mörgum forráða- mönnum Sósíalista. En margir þeirra halda líka enn fast við byltingarstefnuna. Byltingarmennirnir vilja láta flokkinn halda áfram að leika frjálslyndan vinstri flokk. Þeir vilja láta bjóða umbótaflokkun- um samstarfstilboð, en hafa 1 þvi viss skilyrði, sem þeir geta ekki gengið að. Þegar samstarf- ið tekst ekki, vona þeir að upp- lausnin haldi áfram, kosningar verði á kosningar ofan, unz þeir fá tækifæri til að gera bylting- una. Þessi „lína“ virðist stjórna pennum Þjóðviljans, eins og sakir standa. Þar segir í fyrra- dag, að vinstri stjórn sé óhugs- andi, nema Sósíalistaflokkurinn fái forustuna. Þarna er sett fram skilyrði, sem vitanlegt er, að Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn geta ekki fall- izt á. Hvaða heilvita lýðræðis- sinna getur dottið það í hug, að láta stjórnarforustuna í hendur flokks, sem enn er ekki full- reynt um, hvort frekar er lýð- Þær hafa verið hvorutveggja í senn hátíðlegar og spaugilegar „sigurfregnir“ sj álf stæðisblað- anna, þegar þau voru að birta kosningafréttirnar undanfarna daga. Hvílíkur bægslagangur. Stórletraðar fyrirsagnir dag eft- ir dag með myndum af sigur- vegurunum. Og yfir myndun- um stóð með feitu letri: „Hann sigraði". Einn daginn „sigraði" Ingólfur á Hellu með 778 at- kvæðum gegn 839. Svo kom Ei- ríkur frá Hæli og „sigraði“ með 824 atkvæðum gegn 1285. Þá Jón á Reynistað, sem „sigraði“ með 713 atkv. gegn 1050, og enn kom Garðar Þorsteinsson með sér- stakt þakklætisvottorð frá Morgunblaðinu, því að „hann sigraði“ með 796 atkvæðum gegn 1373. Kjósendur flokksins gengu lengi vel í sigurvimu. En bráð- um fór þó að votta fyrir óljósum óróleika. Myndirnar, sem blöðin birtu af sigurvegurunum voru næstum allar af gömlum aftur- göngum úr fyrra þingmannaliði flokksins. Og menn fóru að spyrja: Hvar eru hinir nýju? Og þeir hugguðu sig við, að þeir mundu koma, þegar farið yrði að úthluta uppbótarþingsæt- unum. En svo kemur reiðarslag- ið á sunnudaginn, þegar að Morgunblaðið birtir. listann yf- ir uppbótarmennina; aðeins tvö gamalkunn andlit til viðbótar hinum fyrri. Þá fyrst rann það upp fyrir kjósendunum, að þetta var allt sami grauturinn, aðeins I annarri skál. Það var eins og fyndinn maður sagði, að þeir.sem hljóta „gæsirnar“, geta anna“ líka. — Minnihlutaþing- mennirnir í tvímeninngskjör- dæmunum drápu af sér uppbót- arþingmennina. Gleggst kom þetta fram við „gæsina“ í Eyjafjarðarsýslu. Sá, sem Garðar „sigraði“, var á vissan hátt vesalings Stefán í Fagraskógi, meðframbjóðandi Garðars. Hefði Garðar ekki náð kosningu, kom Stefán inn sem ræðissinnaður eða byltingasinn- aður? Það verður enn engu um það spáð, hvort byltingaröflin eða lýðræðisöflin mega sín meira í Sósíalistaflokknum. Flokkurinn mun halda þing í næsta mán- uði, þar sem úr þessu verður skorið. En hver, sem niðurstað- an verður, þá mun alltaf nást sá mikilvægi árangur, að það opinberast fullkomlega, hvort lýðræðisstefnan eða byltingar- stefnan er meira ráðandi í Sós- íalistaflokknum. Þ. Þ. Eitt af örðugustu vandamál- um vorra daga er það, að frið- samar lýðræðisþjóðir vérða annað hvort að halda til jafns við þessar voldugu vígvélar eða eiga á hættu, að verða undir þeim, eins og Frakkar og marg- ar aðrar smærri Evrópuþjóðir. Einræðisríkin beina öllu hag- kerfi sínu að hernaði og víg- búnaði. Þarf ekki annað en líta á landabréf af Evrópu og Asíu, eins og þau eru nú. Ein af sjálfsblekkingum okkar hefir verið sú, að dagleg velmegun þjóðarinnar benti til, að þær væru voldugar í hernaði. Því hætti okkur til að gera lítið úr vígbúnaði Rússa, þegar frétta- ritarar eða aðrir ferðalangar, sem aldrei höfðu komið í ná- munda við æfingar rauða hers- ins eða hergagnasmiðjur, sögðu alveg satt og rétt frá því, að járnbrautarvagnar í Sóvétríkj- unum væru óhreinir og troð- fullir, að fólkið yrði að standa í halarófum alla nóttina til að fá keypta lélega flík og að fólk skorti yfirleitt öll þægindi og velmegun. Svipuð ummæli voru oft höfð um Japan. — En Hitl- er hefir engan einkarétt á þeirri hugmynd, að unnt sé að uppbótarþingmaður. „Sigur“ sá, sem Morgunblaðið gumaði mest yfir þarna, var það, að Garðar felldi Stefán. En þetta var eng- inn nýr sigur, því að nákvæm- lega það sama gerðist í kosning- unum fyr í sumar, og var þó ekki talið til afreka í Sjálfstæð- isblöðunum þá. Máske hefir þá ekki þótt eins mikið til þess koma, af því að þeir voru tveir um það nafnarnir, Þorsteinsson og Gíslason. — En þó að þetta tækist þannig einkennilega til í Eyjafirði, að Garðar annaðist útför Stefáns í kosningunum, þá mun þó Stefán sjálfur hafa ráðstafað henni. Hann lagði undir sig hálft landið fyrir kosningarnar til þess að komast í útvarpið og stappa stálinu í hina fyrri flokksmenn sína, Bændaflokksmennina, að duga nú Sjálfstæðisflokknum í kosn- ingunum og einkum þó Þor- steini Dalasýslumanni, sem nú skyldi goldin gömul viðvikalip- urð. Til þess að undirstrika þessa nauðsyn sem bezt, hellti hann hinum svívirðilegustu brigzl- yrðum yfir sinn fyrri flokks- bróður, Pálma Einarsson, er þó hafði ekkert til saka unnið, annað en það að sýna í verki vanþóknun sína á því tiltæki Stefáns og þeirra kumpána, að ætla að soramarka Sjálfstæðis- flokknum alla kjósendur Bændaflkoksins sálaða, eins og að þeir væru sj álfseignarf é þessara pólitísku spákaup- manna. Ég geri nú að vísu ekki ráð fyrir, að ræða Stefáns út af fyr- ir sig hafi snúið mörgum kjós- endum til fylgis við Sjálfstæðis- flokkinn. — En um hitt þurfti aldrei að efast, að veiðimaður af gerð Þorsteins sýslumanns mundi nota tækifærið og draga á í kvörnum Bændaflokksins. fyrir þær pólitísku eftirlegu- kindur, sem þar kynnu enn að leynast, eftir að Stefán var bú- inn að grugga vatnið nægilega. Og eftir því sem nú er vitað, mun Stefán hafa fengið því á- orkað í Dölum að hjálpa Þor- steini sýslumanni að ná yfir á sig tæpum 40 atkvæðum, sem Pálmi hefði ella fengið og réðu kosningaúrslitunum í Dalasýslu. Eftir þetta afrek hélt svo Stefán aftur heim til sín með „sigurbros á vör“. Og hann var svo sem vel að því kominn að brosa, því að nú hafði hann unnið „glæsilegasta sigurinn" í kosningunum: hann hafði sigr- að sjálfan sig. Hefði hann ekki hrekja og hrjá fólk, þangað til að það leggur meiri áherzlu á að framleiða byssur en smjör. Rauði herinn hefir orðið fyrir minni skakkaföllum í þessum ó- friði en nokkurt annað hern- aðarkerfi. Hinu gamla stjórnar- kerfi hafði með öllu verið út- rýmt. Fáeinir foringjar frá keis- aratímanum voru hafðir til ráðgefandi starfa. En hernað- arfræði rauða hersins, bæði áð- ur og eftir að Túkjshevsky mar- skálkur og félagar hans voru skotnir, var sköpuð af nýjum mönnum, sem ekki voru fjötr- aðir af hugmyndum um skot- grafahernað og kyrrstæðar víg- stöðvar. Vígbúnaður Sóvétríkj- anna gerði fyllilega ráð fyrir lofthernaði og vélahernaði, enda dró hann ekki svo lítinn dám af þýzka ríkishernum, þangað til að Hitler hófst til valda, en fram að þeim tíma var þýzk- rússneska sambúðin vinsamleg. Steingjörvingsháttur sá, er einkenndi flesta foringja í franska hernum og brezka fram til 1940, gerði ekki vart við sig í Rússlandi. Víðátta Sóvétríkjanna, auð- lindir og mannfjöldi var ber- sýnilega sterk vörn gegn árás bjargað Þorsteini, þá hefði hann farið sjálfur inn á þing. Seinheppinn sigurvegari, Stef- án í Fagraskógi! En það er ekki Stefán einn, sem slysinn er í sigrum sínum. Sigur hans er mynd af sigrum Sjálfstæðisflokksins í heild. Hinn raunverulegi „sigur" Sjálfstæðisflokksins er þessi: 1937 fær hann 17 þingmenn og samstarfsflokkur hans í kosningunum þá, og á þingi það kjörtímabil, Bændaflokkurinn, 2, flokkasamsteypan samtals 19 þingmenn. Verða það af 49 þing- mönnum 38,77%. 1942 fær flokkurinn með flestum sömu bandamönnum 20 þingmenn af 52 eða 38,46% af þingfylginu. M. ö. o. allur sig- urinn eftir allar sigurfregnirn- ar og allar myndirnar af hin- um sigursælu hetjum er þetta, að þingfylgi Sjálfstæðisflokks- ins og samsteypunnar minnkar frá því sem var á síðasta kjör- tímabili. En það eru aðrir sigrar, sem Morgunblaðið getur hrósað flokki sínum fyrir, ef það vill, — sigrar, sem það þó ekki enn hefi r birt myndir af — þ. e. þingmannafjölgun kommúnista. Þeir meira en þrefalda þingfylgi sitt og auka það úr um 6%, sem það var 1937 í tæp 20% nú. Þetta er hinn „glæsilegi sigur“ Sj álf stæðisf lokksins. Hversu marga slíka sigra skyldi flokkurinn þurfa að vinna til þess að ná Stefáni í Fagraskógi: að sigra sjálfan sig. Búandkarl. Fimmtwgwr: Guðfén Jénsson Hermundarstödum Guðjón Jónsson bóndi Her- mundarstöðum í Þverárhlíð í Mýrasýslu á fimmtugsafmæli á morgun, 30. okt. Guðjón er sonur Jóns bónda á Hermundarstöðum Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Guð- laugsdóttur. Hefir hann nú bú- ið á föðurleifð sinni samfellt hálfan annan tug ára, en hafði áður búið nokkur ár í Forna- hvammi í Norðurárdal og Brandagili í Hrútafirði. Guðjón er dugnaðar bóndi, þrek- og kjarkmafjur, sem aldrei æðrast þótt á honum skelli erfiðleikar einyrkjans og búmannsraunir þær, sem margan góðan bónd- ann hafa þjáð á undanförnum (Framh. á 3. síðu) Hitlers. Þegar Þjóðverjar höfðu ruðst 300 km. inn í Frakkland, voru varnir þess þrotnar. Jafn- vel þótt baráttukjarkur hers- ins hefði verið í lagi, var ó- mögulegt að afla nauðsynlegra vopna, eftir að járn- og kola- námurnar í NA-hluta landsins, og verksmiðjuhéröðin í grennd við París, voru fallin í óvina- hendur. En Þjóðverjar brutust 1000 km. inn í Rússland án þess að geta unnið úrslitasigur. Sóvét- ríkin eru þrefalt stærri en Bandaríkin, og allt að því fjöru- tíu sinnum stærri en Frakkland. Þau ná yfir hart nær sjötta hlutann af öllu þurrlendi jarð- arinnar. Þar er takmarkalaust landrými til að láta undan síga og gera gagnárásir. Málmar og kol 'eru þar víða í jörðu. Þótt Rússum væri það mikill hnekk- ir að missa járnnámurnar í Ukraínu, kolin í Donetdalnum og olíulindir við Svartahafið, höfðu þeir að nokkru búið sig undir þetta, með því að flytja talsvert af iðnaðarhverfum sín- um austur í Úralfjöll og Síberíu. Og Rússland yfirgnæfir að fólksfjölda öll hin löndin i Ev- rópu, sem Hitler hefir brotið undir sig. Rússar eru þrautseig þjóð, bæði andlega og líkamlega. Þeir ná sér f'urðu fljótt eftir harð- ræði, ófrið og hungursneyð. Síðan 1914 hafa Rússar orðið að þola tvennar erlendar styrjald- ir, blóðuga byltingu og grimmi- lega borgarastyrjöld. Þjóð, sem hefir vanizt ógnum dauðans í slíkum mæli, hikar ekki við Williawi Hewry Oiamlierlaln; Rússneska rádg’átan í niðurlagi síðustu greinar var bent á, að hin voldugu herveldi, Þýzkaland, Rússland og Japan, hefðu öll komið einræðisskipulagi á hagkerfi sitt og framleiðslu. Samkomulag stúdenta gegn íhaldínu Stúdentaráðskosningar fara fram í háskólanum um næstu helgi. Hafa pólitísk félög stúdenta, sem eru and- víg íhaldinu, myndað bandalag við þessar kosningar og gert með sér svohljóðandi samkomulag: Þar eð fundir haldnir í eftir töldum félögum stúdenta: Félagi frjálslyndra stúdenta Félagi róttækra stúdenta og Alþýðuflokksfélagi háskólastúdenta hafa samþykkt að nefnd félög leggi fram sameiginlegan fram- boðslista við stúdentaráðskosningar þær, er í hönd fara, og kosið þriggja manna nefnd, hvert fyrir sig, til að finna grundvöll fyrir samkomulagi áðurgreindra félaga, og ákveða sætaskipun þeirra á framboðslistanum, telur nefnd sú, er hér um ræðir, sér skylt að gefa út svofellda Yfirlýsingu: Áðurgreind félög geta hvorki varið það fyrir sjálfum sér né þjóðinni, að stuðla óbeint að því, með því að standa sundruð, að Háskólinn, æðsta menningarstofnun þessa lands, sé gerður að einu öruggasta vígi afturhaldsins, sem þjóðin sjálf er að brjóta á bak aftur. Þau geta ekki varið það fyrir þjóðinni, að þau með sundrúng sinni láti það viðgangast, að íhaldið hreiðri um sig í Háskólanum eins og það hefir gert í öllum beztu stofnunum og stöðum þessa þjóöfélags, þegar þjóðin er nú allsstaðar annars- staðar að reka það á flótta. Þau geta heldur ekki í menningarlegu tilliti varið það, að íhald- ið, sem er höfuð-andstæöingur allra frjálsrar menntunar og menningar, höfuðandstæðingur þess, að öllum stéttum þjóðfélags- ins sé veittur frjáls og jafn aðgangur að skólum landsins, sé látið ráða lögum og lofum í Háskólanum, án þess að gert sé hið ítrasta til að sporna við því. Þau geta ekki varið það fyrir minn- ingu hinna mestu og beztu menntunar-.menningar- og frelsisunn- andi manna, sem þessi þjóð hefir átt, að íhaldið, höfuðandstæð- ingur alls þessa, sé látið drottna í einni helgustu og hjartfólgn- ustu stofnun landsins, Iláskólanum. Þess vegna hafa þau ákveðið að leggja fram sameiginlegan framboðslista við Stúdentaráðs- kosningar þær er í hönd fara í fyrsta skipti síðan þessi félög voru stofnuð. Þess vegna hafa þau ákveðið að láta streituna, sem skapazt hefir milli þeirra af mismunandi innbyrðis skoðunum að mestu niður falla, en hefja í þess stað samvinnu um áhugamál stúdenta. Þess vegna hafa þau ákveðið að hefja sameiginlegt átak um að hrinda af stúdentum ósómanum, sem leiðir af stjórn Vökuíhalds- ins á málefnum stúdenta í Háskólanum. Þess vegna skora þau á alla stúdenta, sem menntun, menningu, frelsi og jafnrétti unna, að létta þeim þetta átak með því að kjósa framboðslista: Félags frjálslyndra stúdenta, Félags róttækra stúdenta og Alþýöuflokksfélags háskólastúdenta við Stúdentaráðskosningar þær, er í hönd fara. Ennfremur hefir nefndin orðið sammála um eftirfarandi Samkomulag: 1. Félag frjálslyndra stúdenta, Félag róttækra stúdenta og Alþýðuflokksfélag háskólastúdenta, skuldbinda sig til að vinna saman að öllum þeim málum er varða hagsmuni stúdenta almennt. miklar fórnir, þegar hún berst fyrir tilveru sinni. Til er rúss- neskur málsháttur, sem hljóðar þannig: „Eitt sinn skal hver deyja, en engin deyr tvisvar.“ Þessi málsháttur er táknrænn fyrir hugarfar rússnesku þjóð- arínnar í þessum ófriði og öðr- um áföllum, sem hún hefir orð- ið fyrir. í stað þess að Frakkar hugsuðu fyrst og fremst um fegurð Parísar og gáfu hana á óvina vald til að þyrma henni, hikuðu Rússar ekki við að fórna mesta orkuveri sínu, Dnieprostroi, í vítisofn stríðsins, og með sama jafnaðargeði mundu þeir láta hinar vest- rænu hallir Leningrad og aust- urlenzku hof Moskvu hrynja í rústir. III. Utanríkisstefná Stálins hefir verið mjög hulinn leyndardóm- ur, og hún verður ennþá ekki skýrð með fullum sanni. Ein- ræðisherra Sovétríkjanna hefir ýmist verið talinn myrkrahöfð- ingi, sem væri að undirbúa heimsbyltingu með hervaldi, eða kúgaður hugsjónamaður, sem ákaft vildi berjast fyrir frelsi Tékkóslóvakíu, ef Chamber- lain og Daladier hefðu eigi hindrað. Báðar þessar skýring- ar eru vafasamar. Hugsjónin um heimgbyltingu hefir lagzt meir og meir í þagnargildi á þeim tíu árum, sem liðin eru síðan Stalin varð einvalds- herra. Hagsmunir Rússlands og eigin völd virðast hafa verið honum ofar í huga en undir- búningur að kommúnistabylt- ingu í öðrum löndum. Engar órækar sannanir eru heldur fyrir því, að Stalin hefði komið til liðs við Tékkóslóvak- íu. í því efni verður að leggja meira upp úr sáttmála hans við Hitler um þær mundir, sem England og Frakkland var í greinilegum vígamóði gegn Þýzkalandi, en bollaleggingum Litvinovs um sameiginlegt ör- yggi. Stundum hefir þetta ver- ið lagt þannig út, að Stalin hafi þurft að fá frest ti.1 vígbúnaðar. En þessi rökfærsla hefði verið ennþá þyngri á metunum 1938, rétt eftir blóðbaðið í sovéthern- um, heldur en 1939. Ekkert af því, sem Stalin hefir aðhafzt í raun og veru, mælir gegn þeirri tilgátu, að hann hafi fyrst og fremst vegna eigin hagsmuna Rússlands reynt að bægja stríð- inu frá landamærum þess og verið staðráðinn í að komast hjá ófriði í lengstu lög. Og Stalin hefir tekið barátt- una upp á algerlega þjóðlegum grundvelli. í herhvöt sinni til rússnesku þjóðarinnar og rauða hersins, hefir hann eggjað á að hrekja Þjóðverja út úr Rúss- landi, en ekki til baráttu fyrir alþjóða byltingu öreiganna. Hann hefir minnzt ofur kur- teislega á hjálp þá, er Rúss- land fengi frá Bretlandi og Bandaríkjunum. En hann hefir ekki lagt neina áherzlu á banda- lag þessara þjóða gegn Hitler. Og Stalin hefir verið mjög orð- var um allar ráðagerðir varð- andi nýtt skipulag í heiminum eftir stríðið. Hvað leggur Stalin til mál-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.