Tíminn - 10.11.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1942, Blaðsíða 4
532 SÓirW. þrigjndagmn 10. nóv. 1942 134. blað Hversvegna stöðvasl f ramleiðslan ? (Framh. . f 1. síði^) framleiðenda, lögðu til gengis- breytingu útgerðinni til bjarg- ar. Framsóknarmenn og Al- þýðuflokkurinn komu hér til liðs við útgerðarmenn. En hálf- ur Sjálfstæðisflokkurinn, kaup- mannafulltrúarnir, hugsuðu eingöngu um sinn hag, og neit- uðu að styðja útgerðina. Sá hluti flokksins, með Vfsi í broddi fylkingar, sat síðan á svikráð- um við þjóðstjórnina meðan hún starfaði. í fyrra vetur náðu nokkrir af heiztu stríðsgróðamönnunum, undlr forustu Sveins Sveinsson- ar, timbursala, undirtökum á Mbl. og og beittu því við hlið Vísis til að rjúfa þjóðstjórnina. Framleiðendur Sjálfstæðis- flokksins voru þá algerlega blað- lausir og urðu undir í flokknum. Heildsalavaldið í Reykjavík tók nú að sér stefnuforustu Sjálf- stæðisflokksins og gerðu mál- efnasamband við verkamanna- flokkanna um að minnka byggðavaldið í landinu með stjórnarskrárbreytingu. Síðan hafa farið fram tvenn- ar kosningar, með miklum ó- friði og upplausn. Flestar þær hömlur, sem til voru áður, til varnar framleiðslunni, hafa ver- ið brotnar niður, kratar og heildsalavaldið hafa staðið saman að því að gera landið stjórnlaust, og efla dýrtíðina svo æsilega að *nú er ekki ann- að sýnllegt, en að allsherjar hrun sé fram undan. Heildsalarnir hafa nú á borði fyrir framan sig ávöxt iðju sinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir síðan 1937 tapað miklu kjörfylgi og stendur raunveru- lega í stað um þingmannatölu, hefir enn 19 af 49. Tuttugasti fulltrúinn féli í skaut flokknum af því að þingmönnum var fjölgað um þrjá. Alþýðuflokk- urinn hefir misst marga kjós- endur og fjórða hlut þeirra þingsæta, sem til voru 1939. Framsóknarmenn hafa með lagabreytingu heildsalanna misst 4 þingsæti, þótt fram- bjóðendur þeirra hefðu miklu meira kjörfylgi heldur en þeir, sem látnir voru vinna. Komm- únistar voru 3 fyrir á þeim ár- um, en eru nú 10. Þeir hafa unnið af Alþýðuflokknum þau tvö sæti, sem hann hefir misst og þau 4, sem tekin voru af Framsóknarflokknum með rang- látri lagabreytingu. Hcildsal- arnir hafa ekkert grætt fyrir sinn flokk. Hins vegar hafa þeir eflt kommúnistana og skapað þá upplausn í atvinnulífinu, sem blasir við allra augum. Nú bíða framleiðendur í land- inu með nokkurri eftirvæntingu tíðinda frá bandamönnum und- angengna mánuði, kommún- istum, heildsölunum og Alþýðu- flokksmönnunum, hvað þeir muni nú gera til að bæta fyrir syndir sínar. Verkamannaflokk- arnir hafa lofað skynsamlegri skipulagningu á vinnuaflinu, til varnar framleiðsluhruni. Enn hefir ekki verið bent á neina skynsamlega leið. Ef til vill verður framleiðslan látin hrynja og fjárhagslegt sjálf- stæði sett i deigluna með. Framsóknarflokkurinn benti á leið þjóðlegrar samheldni. Aðrir vildu innanlapdsófrið og fengu hann. Framsóknarmenn bentu á heilbrigt og eðlilegt skipulag til varnar fjármála- sjálfstæði landsins. Aðrir vildu upplausn og stjórnleysi, og nú er það fengið. Næst mun Fram- sókn bjóða, að láta þjóðfélagið vernda stríðsgróðann, fyrir heildsalana og fleiri. Verður því játað eða neitað? Er ekki hugs- anlegt, að heildsalarnir, sem hafa ekki einungis steypt sín- um eigin flokki í vanda, heldur þjóðinni allri í ógæfu, sjái nú að sér og bjóði fram til al- manna þarfa stríðsgróðann, sem orðið hefir þeim til tjóns og minnkunar? Herrar! Höfum á boðstólum ódýra hatta, skyrtur, náttföt, sokka, bindi, nærföt, trefla og fleira. Vcrzl. Fjallfoss. Hverfisgötu 117. p- Saltkjötið er komið Þeir, sem eiga pantanir hjá oss, eru lieðnlr að tala vlð oss næstu daga til að ákveða hvern daginn jieian henti að fá tunnurnar sendar heim. ...... GAMLA BÍÓ--—-- RAIJÐSTAKKAR „North West Mounted Police“. Amerísk stórmynd gerð undir stjórn Cecil B. de Mille. Aðalhlutverkin leika: GARY COOPER, PAULETTE GODDARD. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 6y2.oJL9^ Samband ísl. samvinnuiélag’a Sími 1080. kl. 31/2—6 y2. Gullþjófarnir Tim Holt-cowboymynd. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. BtÓ------- Söngvagatan (Tin Pan Alley). Svellandi fjörug söngva- mynd. Aðalhlutv. leika: ALICE FAYE, John PAYNE, BETTY GRABLE, JACK OAKIE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Af ávöxtunum . . . (Framh' af 2. síðu) Sjúkrasamlagið hefir ávallt átt i baráttu við lyfsalana. Þeir hafa sjálfir viljað ákveða lyfja- verð, eins og þeir hafa áður gert. Sumir einfaldir almúgamenn kynnu að halda, að ekkert væri auðveldara fyrir Sjúkrasamlag- ið en að setja sjálft á stofn lyf- sölu og hætta að skipta við gömlu lyfsalana. En málið er ekki svo einfalt. Ríkisstjórninni hefir verið fengið það vald í hendur, að veita leyfi til lyfja- sölu og ákveða með því hverjir væru þeirra hlunninda verðir, að fá að auðgast á heilsuleysi almúgans. Nú hefir Sjúkrasamlagið sótt um lyfsöluleyfi, en ráðherrar íhaldsins eru seinir til að sinna slíku. Þeir eru önnum kafnir við að stjórna dansinum kring- um gullkálfinn ímyndaða. Lyf- salarnir taka þátt í dansinum meðan konur þeirra skoða og kaupa gömlu húsgögnin af gróðamanninum '— í salar- kynnum Hótel íslands. Borgarstjórinn í Reykjavík — oddviti Reykjavíkur-íhaldsins — stingur upp í eyrun, þegar hann heyrir kröfu Sjúkrasam- lagsins. Hann hefir öðrum hnöppum að hneppa og þarf að einbeita kröftum sínum að því að hjálpa ráðherrum íhaldsins við dansstjórnina. D ö m u r! Frá haustmarkaði K R 0 N Vegna hagkvæmra innkaupa verður TRYPPA- og FOLALDA- KJÖT selt fyrst um sinn, á eftirfarandi verði: Steikarkjöt í smábitum ....... kr. 4.50 kg. Súpukjöt í smáhitum ........... — 4.00 — Heilir frampartar ............. — 3.30 — Heil læri ..................... - 3.80 - Heilir kroppar ................ — 3.30 — Haustmarkaður KRON. Skólavörðustíg 12. Glerangu Viðskiptavinum okkar, sem beðið hafa eftir glerjum af sér- stökum styrkleika og gleraugnaumgerðum, tilkynnist hér með, að við höfum fengið nýjar birgðir af framangreindum vörutg- undum. — Vörurnar voru teknar upp í gær. GLERAUGNAVERZLIJNIN TÝLI H.F. Austurstræti 20. Hainíirðingar Almenn bólusetning fer fram í dag og á morgun (þriðjudag og miðvikudag 10. og 11. nóvember í Góðtémplarahúsinu í Hafn- arfirði kl. 3 e. h. Skyldug til frumbólusetningar eru öll börn íullra tveggja ára og eldri, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. — Skyldug til endurbólusetningar eru Öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða eru eldri, ef þau ekki, eftir að þau voru íullra 8 ára, hafa haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Þriðjudaginn komi yngri börnin til frumbólusetningar. Miðvikudaginn komi eldri börnin til endurbólusetningar. Bóluskoðun fer fram viku síðar á sama stað og tima. tr- * ’ ” • »••• - v Héraöslæknirlnn í Hafnarfirði, 7. nóvember 1922. - --Ae-- •-—' ■*ut&**J KR. ARINBJARNAR. Ógreidd fasteignagjöld (húsaskattur, lóðaskattur, vatnsskattur) til bæjarsjóðs Reykjavíkur, er féllu í gjalddaga 2. janúar 1942, svo og LÓÐALEIGA, verða tekin lögtaki án frekari aðvörunar. Skrifstofa borgarstjóra. Ef ykkur vantar samkvæmis- eða dagkjóla, þá' lítið inn í verzl. Fjallfoss, Hverfisgötu 117. Getum bætt við nokkrum kjól- um, saumuðum eftir máli úr efnum frá okkur, fyrir jól. — Akranesferðlrnar Tnb|]|ri oj okkllV Burtferðartími Sjafnar frá Reykjavik verður framvegis kl. 3 s. d. alla virka daga nema föstudaga. gera yið og gera upp bæði iand_ og þátamótora. Mótorarnir Verzl. Fjallfoss, Ilverfisgötu 117. Listamannaþingið (Framh. af 1. slðu) í hátíðasal háskólans; auk þess verða ýmsir tónlistarliðir I dag- skrá útvarpsins vikuna sem þingið stendur. Skáld og rithöfundar munu koma fram bæði í dagskrá út- varpsins og á samkomum tvö kvöld í hátíðasal háskólnas; lesa þeir upp úr verkum sínum, ljóð og óbundið mál, og flytja erindi. Leikarar hafa hátíðasýningu á íslenzku leikriti, og hafa val- ið „Dansinn í Hruna“ eftir Ind- riða Einarsson. Auk þess annast Félag íslenzkra leikara flutning nokkurra íslenzkra leikþátta í útvarpið. Myndlistarmenn efna til al- mennrar listsýningar i sam- bandi við þingið; óvíst er þó, vegna mikilla húsnæðisvand- ræða, hvort listsýningin getur hafizt jafn snemma þinginu. Auk þess verða flutt nokkur út- varpserindi um myndlist. Dagskrá þingsins og tilhög- un þess í einstökum atriðum verður nánar auglýst. Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna annast og undir- býr félagsmálahlið þingsins, þ. e. fundahöld og meðferð hags- munamála listamanna, en sér- stök nefnd hefir annazt hina menningarlegu hlið þingsins, sem lýst er hér að framan. í nefnd þeirri er Páll ísólfsson formaður og Helgi Hjörvar rit- ari. ttbreiðið Tíinann! Athygli Skal vakin á því, að skrifa verður fylgibréf yfir allar vörusendingar með skipinu. Ber svo að afhenda afgreiðslu vorri vörurnar og gera upp flutningsgjald í skrifstofunni a. m. k. einni klukkustund fyrir burtferð. Sjá að öðru leyti neðangreint. Almenn tílkynníng \ til viðskiptamanna. Þar sem það kemur þráfaldlega fyrir, að sendendur afhenda vörur til afgreiðslu vorrar, stilaðar til sendingar með ákveðnu skipi, en láta svo undir höfuð leggjast að fara með fylgibréf í skrifstofuna og gera þar upp flutningsgjald, útskipun og hafn- argjald, þá skal hérmeð bent á, að nefnd vanræksla veldur út- gerðinni hinum mestu óþægindum og áskilur hún sér því rétt til að innheimta framvegis tvöfallt gjald fyrir þær sendingar, sem svona er ástatt um. Ennfremúr skal á það bent, að útgerðin get- ur engá ábyrgð borið á vanskilum, sem af því kunna að leiða, að fylgibréfum er ekki skilað eins og vera ber. 1» ó r Vörum til Vestmannaeyja veitt móttaka.á morgun (miðviku- dag), til hádegis. Skipaútgerd ríkisins. Dráttarvextír Athygli er vakin á því, að dráttarvextir falla á allan tekju- og eignarskatt, sem ekki hefir verið greiddur í síðasta lagi í dag, þriðjudaginn 10. þessa mánaðar. — Vextirnir reiknast frá 15. ágúst 1942. Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5 Opin kl. 10—12 og 1—4. verða prufukeyrðir á verkstæðinu, að lokinni viðgerð. VÉLAVERKSTÆÐI SIGURÐAR SVEIABJÖRASSOAAR. Sími 5753. — Skúlatúni 6, Reykjavík. N ef I óIkiIí s ii iii l>úði v beyptar. Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir, sem hér segir: Vio kg. glerkrukkur .......................... með loki kr. 0.55 i/s — glerkrukkur .......................... — — — 0.65 V« — blikkdósir ............................ — — — 2.75 i/2 — blikkdósir (undan óskornu neftóbaki). . — — — 1.30 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrot- in og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápappírslag og var upphaflega. Umbúðirnar verða keyptar i tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. Tóbakseinkasala ríkisins. Ullartauskjólar góðir og ódýrir Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. ÓÚTBREIÐID T í M A N N 4 ■'wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.