Tíminn - 10.11.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
PORMAÐDR BLAÐSTJÓRNAR: '
JÓNAS JÓNSSON.
lTGRI,«HriT'
FRAMSÓKN ARPLOKKURINN.
(
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Simi 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
. Símar 3948 og 3720.
26. ár.
Reykjavík, þriðjuclaginn 10. nóv. 1942
134. blað
Rikisstjórnin uppvís að nvjum
ósannindum i fóðurbætismálunum
Erlent yfírlít 10. nóv.:
Innrás Bandamanna í ný-
lendur Frakka í N.-Aíríku
Frá slyrjöidinni í Kákasus
Jónas Jónsson:
Hversvegna stöðvast
íramleíðslan?
Nú er að því komið, að mikill
hluti framleiðslunnar á íslandi
stöðvist, af því fólkið, sem býr
í landinu, er orðið of auðugt til
að geta sinnt venjulegum dag-
legum störfum. Opnu vélbát-
arnir í minni verstöðvunum eru
hættir að fiska. Stærri vélbát-
arnir eru á sömu leið. Því er
spáð, að óbreyttum kringum-
stæðum muni hálfur vélbáta-
floti Vestmannaeyinga ekki
hreyfa sig úr höfn á vertíð í
vetur. Nokkrir af togurunum
eru hættir veiðum, og búist við
að fleiri hætti innan skamms.
Frystihúsin allt í kring um land
eru að hætta störfum og hafa
tilkynnt stjórnarvöldunum, að
þau geti ekki keypt fisk til verk-
unar og frystingar, af því að
verðið utan lands hrekkur ekki
fyrir útgerðinni hér heima. í
október var verið að reyna að
afla síld við Faxaflóa, ef ske
kynni að reynt yrði að leggja
línu á vertíð. Sjómennirnir
sömdu um 1200 kr. lágmarks-
kauptryggingu um mánuðinn
og fengu það, en gæftir voru
svo litlar þann mánuð, að veið-
in varð sama og engin. Talið er,
að sjómenn geri ráð fyrir að
heimta 1800 króna lágmarks-
kaup um mánuðinn á vertið í
vetur.
í sveitum er hið sama við-
horf. Bóndi í Borgarfirði hefir
12 kýr og nokkurt sauðfjárbú.
Heimafólkið er hjónin og nokk-
ur lítil börn. Konan heilsulítil,
og annar ekki meiru en að
sjá um innanhússtörf. Bóndinn
reyndi í haust í Reykjavík að
fá karl eða konu til vetrarvist-
ar, en tókst það ekki, þó að af
miklu væri að taka í höfuð-
staðnum. Að líkindum hefir
hann orðið að fara með flestar
kýrnar í sláturhúsið. Svipuð er
sagan, hvar sem til fréttist af
landinu. Á Suðurlandi verða
bændur að borga ársmanni allt
að 10,000 krónur i kaup, auk
fæðis og húsnæðis, og ársstúlku
7—8000 krónur. Mega neytend-
ur í bæjum sizt undra sig yfir,
að landbúnaðarvörur okkar
verða að vera dýrar, meðan þær
fást.
Allur þessi ófögnuður er að
kenna léttúð nokkurra af leið-
togum kommúnista og Alþýðu-
flokksmanna. En auk þess ber
nokkur hluti kaupmannastétt-
arinnar þunga ábyrgð í þessu
efni.
Samstjórn þriggja flokka var
komið á i striðsbyrjun og skil-
yrði til að þjóðin héldi saman,
meðan stóð á styrjöldinni og
gætti hófs. Ófriður var vakinn
úr tveimur áttum. Annars veg-
ar frá kommúnistum, sem eggj-
uðu sífellt til að gera auknar
kröfur til framleiðslunnar. Á
hinn bóginn komu eigendur Vís-
is með stöðug illindi við Fram-
sóknarmenn. Alla þá stund, sem
þjóðstjórnin starfaði, var Árni
Jónsson á háu kaupi, frá nokkr-
um kaupmönnum, sem pólitísk-
ur ritstjóri Vísis og kynti í
þeirra nafni ófriðareldinn gegn
Framsóknarmönnum og síðar
gegn Alþýðuflokknum.
Sjálfstæðisflokknum lá við
klofningi 1939. Útgerðin var þá
að hruni komin. Hálfur Sjálf-
stæðisflokkurinn, fulltrúar
(Framh. á 4. siOu)
Aðeins 450 smál. til af 2000-2500
smál. fiskimjöls, er bændum var
lofað í sumar
Það er nú komið í ljós, að .yfirlýsingar ríkisstjórnar-
innar í sumar um fiskimjölsbirgðir í landinu hafa ekki
verið ábyggilegri en loforð hennar um nóg síldarmjöl.
Ríkisstjórnin lét hvað eftir annað lýsa yfir því, að
bændur þyrftu engu að kvíða fóðurbætisleysi, því að
auk nægra síldarmjölsbirgða, væru til 2000—2500 smál.
af fiskimjöli, sem þeir gætu fengið.
Rannsókn, sem Búnaðarfélag íslands hefir gert, leiðir
í ljós, að þessar ýfirlýsingar hafa verið staðlausir stafir.
Eins og spáð vai' í seinasta
yfirliti, varð þess ekki langt að
bíða, að Bandamenn gerðu inn-
rás í nýlendur Frakka í Afríku.
Þessi innrás var hafin síðastl.
laugardagskvöld á ýmsum stöð-
um í Marokkó og Algier. Inn-
rásin er gerð af Bandaríkja-
mönnum, er njóta aðstoðar
brezkra herskipa og flugliðs.
Yfirstjórnandinn er Eisenho-
Þegar ljóst var, að ekki feng-
ist nema 60% af því síldarmjöli,
sem bændur báðu um, þrátt
fyrir yfirlýsingar stjórnarinnar
um nægar síldarmjölsbirgðir,
sneru félög bænda sér til stjórn-
arinnar og báðu um fiskimjölið.
Stjórnin fól þá Búnaðarfélagi
íslands að annast þetta mál.
Jafnhliða því, sem Búnaðar-
félagið tók á móti pöntunum, lét
það rannsaka, hversu miklar
fiskimjölsbirgðirnar væru.
Rannsókn þessi hefir leitt í
ljós, að um 20. þ. m. munu að-
eins 450 smál. af fiskimjöli
verða tilbúnar til afhendingar.
Auk þess er til óunnið efni, sem
svarar til 1200 smál. af fiski-
mjöli, en ekkert verður um það
sagt, hvenær það verður full-
unnið og tilbúið til afhendingar.
Þetta sýnir, að ríkisstjórnin
hefir algerlega farið með stáð-
lausa stafi, þegar hún lét lýsa
yfir því í sumar, að til væru
2000—2500 smál. af fiskimjöli í
landinu.
«
Fyrir marga bændur mun
þetta hafa hinar alvarlegustu
afleiðingar. Þeir hafa miðað á-
setning í haust að talsverðu
leyti við það, að þéir fengju
verulegt magn af síldarmjöli
eða fiskimjöli. Þeir fá aðeins
fullnægt um 60% af síldar
mjölspöntunum sínum og enn
minna munu þeir fá af fiski-
mjölspöntunum, a. m. k. fyrst
í stað, en áhættusamt er fyrir
þá að treysta því, að það mjöl,
sem enn er óunnið, komist til
þeirra á þessum vetri.
Fóðurbætismálin er bændum
gott dæmi þess, hverSu farsælt
þeim muni að treysta leiðsögn
þeirra manna, er stjórna Sjálf-
stæðisflokknum. Þeir hafa al-
gerlega vanrækt að tryggja
landbúnaðinum nægilegum
fóturbæti, þótt hann hefði> þess
aldrei meiri þörf en nú, vegna
fólkseklunnar í sumar, og þjóð-
inni væri það líka aldrei meira
áríðandi, að matvælaframleiðsl-
an drægist ekki saman. En í stað
þess að segja það sanna, birta
þeir í tilefni kosninganna falsk-
ar og fagrar yfirlýsingar, sem
bændur treystu, er þeir ákváðu
ásetningu á komandi vetri.
Svikin koma svo fyrst í ljós,
þegar vetur er genginn í garð
Bændum ætti vissulega að
geta orðið þetta lærdómsríkt.
Birgðir erlendra matvara
fara minnkandi
Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir a.flaö sér, munu
birgðir erlendra matvara fara minnkandi næstu vikurnar og
verða minni en nokkru sinni áður síðan styrjöldin hófst. Jafn-
framt er allt í óvissu um það, hvort takast muni að fá nægar
matvörur hingað í framtíðinni, vegna þess litla skipakosts, er
við ráðum yfir, þar sem Bandarikjamenn hafa, a. m. k^ í bili,
svipt okkur öllum lausum leiguskipum.
Þrátt fyrir þessa vitneskju,
virðast stjórnarvöldin lítt hafa
skeytt því, að láta matvöruna
sitja fyrir skipsrúmi að vestan.
Fyrir skömmu síðan fékk t. d.
Völundur allmikið af timbri að
vestan, þótt mikil matvara og
’fóðurvara biði eftir flutningi.
Undanfarna mánuði hefir
líka ýmiskonar luxusvarningur
verið látinn sitja fyrir flutning-
um eins og t. d. bílar, kæliskáp-
ar, þvottavélar og ýmsir slíkir
munir, sem Bandaríkjamenn
eru hættir að framleiða til
einkaþarfa, og telja því að okk-
ur fari illa að láta hafa for-
gangsrétt að skipsrúminu.
Það er alveg augljóst, að eigi
að endurheimta hina glötuðu
tiltrú Bandamanna og tryggja
hæfilegan matvælaflutning til
landsins, verður nú að taka inn-
flutningsmálin alveg nýjum
tökum, tryggja brýnustu nauð-
synjavöru ótvlræðan forgangs-
rétt að skipsrúmi og útiloka all-
an óþarfa og ónauðsynlegri
varning meðan þær biða eftir
flutningi. Annars er mikill
háski fyrir dyrum.
Listamannaþíngið
Fyrsta listamannaþing á ís-
landi hefst 22. þ. m. Mun það
standa í átta daga. Ríkisstjóri
verður verndari þess og flytur
ávarp við setningu þess, er mun
fara fram í hátíðasal háskólans
Verkefni þingsins _ verður
tvenns konar, annars vegar að
ræða um hagsmunamál og sam
tök listamanna, hins vegar að
kynna almenningi eftir því sem
við verður komið, hið bezta, sem
íslenzkir listamenn hafa nú að
bjóða, hver á sínu sviði.
Tónlistarmenn munu efna til
hátíðatónleika fyrir almenning
hinn fyrsta dag þingsins og
hafa einnig tónleika tvö kvöld
(Framh. á 4. síðu)
wer hershöfðingi, sem hefir
stjórnað Evrópuher Banda-
ríkjamanna um nokkurra
mánaða skeið.
Jafnskjótt o g innrásin var
hafin, birti Roosevelt forseti á-
varp til Frakka, þar sem hann
sagði, að innrás þessi væri að-
eins einn þátturinn í baráttunni
fyrir friði og frelsi í heiminum,
sem engu síður væri háð í þágu
Frakka en annarra þjóða,, og
myndi ameríski herinn strax
fara úr nýlendum Frakka, þeg-
ar styrjöldinni lyki, og þær þá
verða afhentar Frökkum aftur.
Strax og Vichystjórninni var
kunnugt um innrásina, fyrir-
skipaði hún ítrustu mótstöðu
og Petain flutti útvarpsræðu,
þar sem hann hvatjti Frakka til
að verja nú vel heiður sinn.
Jafnframt sleit Vichy-stjórn-
m stjórnmálasambandi við
Bandaríkin.
Hinn frægi franski hershöfð-
ingi, Giraud, sem slapp úr
haldi hjá Þjóðverjum í vetur og
komst til Sviss, berst nú með
Bandamönnum. Hefir hann
flutt útvarpsávarp til Frakka
um að bletta ekki heiður sinn
og vinna sjálfum sér ógagn með
því að berjast gegn Banda-
mönnum.
Enn er naumast hægt að
mynda sér fullt yfirlit um þess-
Eisenhower
og segjast gera sér góðar vonir
um úrslit orustunar um Libyu,
er nú sé að hefjast.
Frá Danmörku berast þær
fréttir, að Scavenius utanríkis-
málaráðherra hafi myndað
stjórn. Hann var þýzksinnað-
asti maðurinn í fráfarandi rík-
isstjórn. Þykir víst, að Þjóð-
verjar hafi þvingað fram þessi
stjörnarskipti.
Þjóðverjar hafa nýlega skipt
um sendiherra í Danmörku.
Hefir yfirmaður úr þýzku
leynilögreglunni verið gerður
sendiherra þar.
Boðar þetta hvorttveggja
vafalaust ill tíðindi í Dan-
mörku.
I Rússlandi er nú aðallega
barizt í norðurhlíðum Kákasus-
fjalla. Á vígstöðvunum við
. * * , ,. , Stalingrad og Tuapse hefir
ar hernaðaraðgerðir, en þetta jÞjóðverjum ekkert orðið á-
virðast staðreyndir: ! gengt. Hins vegar hefir þeim
Borgm Algier er alveg á valdi orðið nokkuð ágengt við norð
Bandamanna. Franska herliðið urhlíðar Kákasusfjallanna, þar
þar hefir gefizt upp. > ' sem þeir reyna jöfnum höndum
Hafnarborgin Oran er um- að brjótast fram til Grozny-
kringd og flugvellir þar eru i olíulindanna^ og að ná yfirráð-
höndum Bandamanna. Um Georgiuvegarins, sem er
Báðar þessar borgir eru í Al-
gier. En auk þessa hafa Ame-
ríkumenn sett þar víðar lið á
land. m. a. á nokkrum stöðum
milli Algierborgar og landa-
mæra Tunis.
í Marokko hafa Ameríkumenn
tekið borgirnar Rabat og Ag-
adir, en umkringt flotahöfnina
í Casablanca. Þeir hafa víðar
sett lið á land í Marokko.
Flugher Bandamanna tekur
mikinn þátt í hernaðaraðgerð-
um og hefir m. a. varpað niður
flugmiðum í stórum stíl, til
þess að reyna að vinna fylgi í-
búanna.
í París kom til verulegra ó-
eirða í gær.
Orustunni um Egiptaland er
lokið að þessu sinni. Meginher
Rommels hefir hörfað inn fyr-
ir landamæri Libyu og er her
Bandamánna kominn til landa-
mæranna. Nokkrar hersveitir
öxulríkjanna verjast enn í
Egiptalandi, en vörn þeirra er
talin vonlaus.
Tjón öxulherjanna er orðið
gífurlegt. Tala fanga mun þeg-
ar vera um 40 þús., en fjöldi
hermanna þeirra hefir fallið.
Mörg hundruð flugvéla og
skriðdreka hefir eyðilagzt og á
annað þúsund herbyssur hafa
fallið í hendur Bandamanna.
Bandamenn eru mjög gunn-
reifir eftir þennan mikla sigur
eini greiðfæri vegurinn yfir
fjöllin, þegar sleppt er veginum
meðfram ströndum Svartahafs
og Kaspíahafs.
Georgiuvegurinn verður Þjóð-
verjum áreiðanlega ekki auð
sótur. Við Ordzhonikikúlze, en
þangað sækja nú Þjóðverjar, er
hann kominn í 1100 feta hæð,
en síðan hækkar landið óðum,
unz komið er í 7000 feta hæð
og er þar um alllangt einstigi að
fara. Varnarskilyrði eru víða
hin beztu fyrir Rússa.
Þjóðverjar verða að fara að
hraða sér i Kákasus. Á sléttun-
um norðan Kákasusfjalla eru
venjulega miklir snjóar frá því
í byrjun desember og til fe-
brúarloka. Kaldir norðanvind-
ar blása þá um slétturnar og er
veðráttan þar þá engu betri en
t. d. í Moskvu. Engar verulegar
hemaðaraðgerðir munu geta
átt sér stað á þeim tíma árs.
Þess ber þó að gæta, að Þjóð-
verjar eru nú betur búnir undir
vetrarhernað en í fyrra. Þeír
hafa bætt útbúnað hersins með
tilliti til reynslunnar þá, viðað
að hernum miklum vetrarfatn-
aði, æft fjölmennar skíðaher-
deildir o. s. frv. En allt mun
þetta þó gert í varnarskyni,
þvi að sóknartækjunum, eins
og skriðdrekum og flugvélum,
verður ekki beitt að ráði meðan
veturinn í Rússlandi stendur
yfir.
Á víðavangi
VÖRÐUR VÍSINDA OG
FRJÁLSLYNDIS HJÁ
ALÞÝÐUBLAÐINU.
Merkur bóndi á Suðurlandi
kemst nýlega svo að orði í bréfi:
„Varla held ég að útvarpið hefði
þurft að fá Jóhann Sæmunds-
son til að fræða fólk á því, að
kjöt og mjólk væri holl fæða.
Það hélt ég að allir vissu.“
Þessi bóndi þekkir sjáanlega
ekki aðalvísindamann Alþýðu-
blaðsins. Hann kvað vera kall-
aður Hannes á Horninu. Þessi
„vísindamaður" þykist þess um-
kominn að gefa Jóh. Sæmunds-
syni vitnisburð fyrir lærdóm og
fræðimennsku almennt og sér
í lagi fyrir erindið, sem hann
átti að flytja fyrir kosningarn-
ar sem „talsmaður Alþýðu-
flokksins." Má mikið vera ef
hann útnefnir ekki Jóhann
bráðum sem „heiðursdoktor Al-
þýðublaðsins.“
Þessi vísindamaður Alþýðu-
blaðsins, sem kvað hafa fælt
ófáa lesendur þess yfir til Þjóð-
viljans, virðist telja það of-
beldi, ef erindi er frestað um
nokkra daga í útvarpinu, hvað
þá heldur ef boðnu erindi væri
synjað um flutning.
Þeim ferst illa í Alþýðublað-
inu að tala um ofbeldi eða ó-
frjálslyndi. Vitað er að fulltrúi
Alþýðuflokksins í útvarpsráði
lagðist á móti því að Sverrir
Kristjánsson fengi að flytja
ritskoðað erindi um rússnesku
byltinguna, 7. nóv. sl.
VALTÝR ÚRILLUR.
Sj álfstæðismenn hafa jafnan
haft margfaldan blaðakost
móts við Framsóknarmenn. Um
eitt skeið höfðu þeir milli 10 og
20 blöð og tímarit á móti Tím-
anum einum.
Sjálfstæðismenn hafa jafn-
an beitt blöðum sínum af fullri
grimmd gegn andstæðingum
sínum og ekki sparað tilraunir
til að rýja þá viti, æru og
mannorði. Af skiljanlegum á-
stæðum hefir Tíminn ekki haft
rúm til að elta ólar við allar
slíkar sendingar. Hann hefir því
tekið upp eins konar skæru-
hernað á móti. í víðavangsdálki
sínum hendir hann eiturskeyti
mótstöðumanna sinna á lofti
og ýmist sendir þau aftur, svo
að þeim verður geigur að eigin
vopnum, eða „setur þau niður“
með nokkrum vel völdum orð-
um, eins og hverja aðra drauga.
Hinir þungvopnuðu ritklauf-
ar Morgunblaðsins hafa oft
verið hraktir á flótta með rif-
inn bjór af smáklausum á víða-
vangi Tímans. Hin þungu vopn
hafa ekki dugað þeim fremur
en sprengjuflugvélar megna að
verja sig gegn hraðfleygum og
skotfimum orrustuvélum.
Oftast hafa þeir reynt að
binda sár sín í kyrrþey. En nú
hafa taugar Valtýs og minni-
máttarkennd hlaupið með hann
í gönur, svo að hann kvartar
hástöfum yfir illri meðferð á
sér. Og af því að hann veit þá
skömm upp á sig að hafa reynt
að skrökva æruleysissökum á
Jón Eyþórsson, óttast hann að
dagur hefndarinnar sé kominn
og að það sé Jón, og enginn
annar, sem verst hafi leikið sig
á víðavangi Tímans. — „Illur á
sér jafnan ills von“, og það er
viðurkennd regla, að ólánámenn
hatast jafnan mest við þá, sem
þeir hafa gert rangt til.
Svo virðist vera um þenna
orðlistarmann Morgunblaðs-
ins. — En. allir golþorskar í
Faxaflóa hlóu, þegar þeir
heyrðu Valtý frænda sinn fara
að kalla aðra „fífl“, „andleg
kóð“ o. s. frv.
ÚR KJÖRKASSANUM.
Ekki finnst mér verzlað vel,
veiklast frelsis bjarminn,
að selja fyrir síldarmél
sannfæringar garminn.
Ji