Tíminn - 24.11.1942, Blaðsíða 1
} RITSTJÓRI: )
’ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ;
> FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
) JCNAS JÓNSSON.
ÍTG’ )
\ FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: )
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. ’
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: !
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ;
Símar 3948 og 3720.
26. ár.
Rcykjavík, þriðjudagiim 24. nóv. 1942
140. blað
ÞJOÐIN BÍÐUR
Erlent yiirlit 24. nóv.s
víðavangi
Hvað líður störfum átta-
manna nefndarínnar?
Mörgum ísL stúdent-
um boðín ókeypís
háskólavíst í Banda-
ríkjunum
Ameríski blaðafulltrúinn hér,
Porter MeKeever) boðaði blaða-
menn á fund í kennslumála-
ráðaneyt.inu á laugardaginn.
Skýrði kennslumálaráðherra
þar- frá því, að dr. Paul F.
Douglass, rektor The American
University í Washington hefði
boðið þrem íslenzkum stú-
dentum ókeypis námsdvöl og
styrki til náms við háskólann.
Fær einn stúdentinn ókeypis
námsdvöl (en kennslugjaldið er
annars 300 dollarar árlega) og
200 dollara í peningum á ári.
Þetta nám veitir við lokapróf
titilinn „Master of Arts“ eða
„Doctor of Philosophy". Annar
stúdentinn fær ókeypis. náms-
dvöl og verður „Bachelor of
Science“ að loknu prófi. Þriðji
stúdentinn fær ókeypis náms-
dvöl (kennslugjaldið er annars
250 dollarar á ári) og ókeypis
húsnæði í háskólahverfinu. Að
loknu fjögurra ára námi geng-
ur sá stúdent undir próf, er
veitir titilinn „Bachelor of Arts“.
Jafnframt var frá því skýrt,
að’ sex aðrir amerískir háskól-
ar hafi boðið íslenzkum stú-
dentum ókeypis námsdvöl, en
ekki er enn vitað með vissu,
hve marga stúdenta er um að
ræða. Þessir háskólar eru:
Northwestern University í Chi-
cago, Boston University í Bost-
on, The University of Wisconsin
í Madison í Wisconsin, Brown
University í Providence í Rhode
Island, Southern Methodist
University í Dallas í Texas og
The University of Southern
California í Los Angeles.
íslendingar munu vissulega
þiggja þessi boð með þökkum
og meta þann vinarhug, er þau
sýna. Munu þeir dr. Paul F.
Douglass og Porter MacKeever
eiga mestan þátt í þessum vin-
arboðum.
„Dansinn í
Hruna“
Leikfélag Reykjavíkur hefir
frumsýningu á leiknum „Dans-
inn í Hruna“ eftir Indriða Ein-
arsson næstkomandi föstudags-
kvöld. Er þetta hátíðarsýning í
sambandi við listamannaþingið
og flytur Tómas Guðmundsson
skáld formála í ljóði.
Leikstjóri verður Indriði
• Waage, en með aðalhlutverk
fara, auk hans (er leikur séra
Þorgeir í Hruna), Brynjólfur Jó-
hannesson (leikur Ógautan),
Ævar Kvaran (leikur Lárenz,
bróður séra Þorgeirs), Arndís
- Björnsdóttir (leikur móður
prestsins), Alda Möller (leikur
Sólveigu, bróðurdóttur Nikulás-
ar djákna), Inga Laxness (leik-
ur Hlaðgerði) og Edda Kvaran
(leikur bróðurdóttur Stefáns
biskups í Skálholti). Aðrir leik-
endur eru Haraldur Björnsson,
Jón Aðils, Gestur Pálsson, Val-
ur Gíslason og Lárus Ingólfsson.
(Framh. á 4. slOu)
Elleí'u dögum áður en Alþingi var sett, tilkynnti for-
sætisráðherrann ríkisstjóra, að ráðuneyti það, sem
myndað var síðastl. vor, myndi biðjast lausnar, þegar
þing kæmi saman. í samráði við forsætisráðherra kall-
aöi rikisstjóri þá þegar formenn þingflokkanna á sinn
íund og óskaði eftir, að flokkarnir tilnefndu tvo menn
liver til að ræða saman um nýja stjórnarmyndun, og
skyldi athugað, hvort möguleikar væru til, að allir flokk-
arnir fjórir gætu orðið ásáttir um sameiginlega stjórn-
armyndun. Allir þingflokkarnir urðu við þessum til-
inælum ríkisstjóra og kusu fulltrúa í nefndina Alþýðu-
fiokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur-
inn og Sósíalistaflokkurinn. í nefndinni sitja því 8 memi
og hefir hún í daglegu tali þingmanna verið kölluð
8-manna nefndin.
8.-mannanefndin hefir nú
setið 19 daga að störfum, 8 daga
fyrir og 11 daga eftir að Al-
þingi var sett. Úr nefndinni
hafa þær fréttir borizt, að
nefndamenn hafi haldið tals-
vert af fundum og ræðst frið-
samlega við, og hafi skipzt á
um að boða til funda og stjórna
þeim. Af þessu má ráða, að
fulltrúar allra fjögra þing-
ílokkanna telji slíka fjögra
flokka þjóðstjórn koma til mála
og þá einnig þeir, sem lengst
eru taldir standa til hægri og
vinstri. Það hefir að visu oft
áður verið dregið í efa af sum-
um, að slíkt stjórnarfyrirkomu-
lag gæti talizt heppilegt fyrir
almenning í landinu, en ætla
má, að rás viðburðanna hafi
haft áhrif á ýmsar hugmyndir
um þau efni. Það er líka víst,
að öllum þorra þjóðarinnar
væri það kært, ef allir þing-
menn eða a. m. k. mestur hluti
þingmanna í öllum flokkum
gæti fallizt á þá framkvæmd
mála, sem bersýnilega er þjóð-
inni nauðsyn eins og sakir
standa. Sterk andstaða gegn
ríkisstjórn gerir henni margt
erfiðara en ella væri, eyðir
kröftum, og felur í sér ýmsar
hættur fyrir sambúð manna,
einkum í fámennu landi. Tak-
ist að koma á fót ríkisstjórn,
sem vinna vildi að skörulegri
lausn mála, væri það mikils
virði, að sem flestir játuðu
henni stuðingi sínum þegar í
upphafi.
En því aðeins er þjóðstjórn
heppileg, að þeir, sem að henni
standa, geti náð samkomulagi
um framkvæmd höfuðmála og
séu heilir í því að vilja vinna
að þeirri framkvæmd. Þjóð, sem
á í styrjöld og þarf að verja
land sitt, er jafnan líkleg til
að geta sameinazt um stjórn á
þennan hátt, því að allir vilja
iífinu forða. En þjóðstjórn, sem
mynduð er, án þess að raun-
verulegt samkomulag sé fyrir
hendi, er veik stjórn og ómátt-
ug til flestra nýtilegra hluta.
Hún er til þess eins að veita
nokkrum mönnum vegtyllu, en
treystir þá um leið aðstöðu allra
sterkra sérhagsmuna á kostnað
ríkisheildarinnar.
Hlutverk 8-manna nefndar-
innar er að ganga úr skugga
um, hvort samkomulagsgrund-
völlur sá, sem gæti gefið þjóð-
stjórnarhugmynd rétt á sér, er
fyrir hendi. Úr þessu þarf að
fá skorið. Sé sá grundvöllur fyr-
ir hendi, á að mynda þjóðstjórn-
ina sem allra fyrst. En sé þessu
ekki til að dreifa, er skylt að
leita annarra úrræða.
En 8-manna nefndin verður
að vita það, að hið nýkjörna
Alþingi og þjóðin öll bíður eft-
ir að fá að vita, hvort starf
hennar beri árangur. Kjósendur
eru, sérstaklega aðspurðir, bún-
ir að iáta í ljós vilja sinn tvis-
var sinnum á þessu ári. Nú mun
þeim þykja mál til komið, að
alþingismenn láti í ljós sinn
vilja og geri sér ljóst, hvernig
þeir ætla að nota þau umboð,
sem þeim hafa verið fengin.
Þeir munu trauðla hafa verið
kosnir til þess eins, að njóta
værðar í hinum nýju salar-
kynnum alþingishússins og bíða
eftir því, að „hrunið“ komi eða
bollaleggja um fundarsköp í 8-
mannanefndum. Kjósendur
landsins munu trauðlega sætta
sig við, að stjórnmálaflokkarn-
ir uni við duttlungaleiki, en setji
þjóðina á gaddinn.
Alþingi hefir á síðustu árum
átt óeðlilega langa setu. Vegna
samkomulags flokkanna hefir
þetta verið minna átalið en oft
endranær. Ýmsum hefir þótt
óviðurkvæmilegt að tala um
sparnað á þeirri nýríkisöld, sem
nú er um hríð. Þótt almenning-
ur hafi þegar vanizt ýmsu af
þessu tagi, mun tæplega þykja
hlýða, að þingmenn og aðrir
valdamenn flokkanna, fresti því
von úr viti að taka á ný þá á-
(Frav . á 4. síOu)
Kosníng nefnda í
sameínuðu þingi
Kosning þriggja fastra nefnda
fór fram i sameinuðu þingi i
gær. Úrslitin urðu á þessa leið:
Fjárveitinganefnd: Eysteinn
Jónsson, Helgi Jónasson, Jónas
Jónsson, Finnur Jónsson, Þór-
oddur Guðmundsson, Lúðvik
Jósefsson, Pétur Ottesen, Sig-
urður Hlíðar, Þorsteinn Þor-
steinsson.
U tanr íkismálanef nd: B j arni
Ásgeirsson, Hermann Jónasson,
Stefán Jóhann Stefánsson, Ein-
ar Olgeirsson, Jóhann Þ. Jós-
efsson, Magnús Jónsson, Ólaf-
ur Thors.
Allsher jarnefnd: Páll Zop-
hóníasson, Sigurður Þórðarson,
Ásgeir Ásgeirsson, Sigfús Sig-
urhjartarson, Gísli Jónsson,
Gísli Sveinsson, Gunnar Thor-
oddsen.
Alþýðuflokkurinn og Sósíal-
istaflokkurinn höfðu bandalag
við allar þessar kosningar. Við
kosningu fjárveitinganefndar
kaus einn þingmaður þessara
flokka með Framsóknarmönn-
um og kom þannig í veg fyrir,
að hlutkesti yrði milli þriðja
manns Framsóknarflokksins og
fjórða manns Sjálfstséðis-
flokksins.
Nefndakosningar fóru einnig
fram í deildum i gær.
Rnssar hefja sókn
Sókn Breta í Libyu. — Ilernaðurinn i Tiints. —
Darlan. — Sjóorustan við Salóinonseyjar. —
Breyting á brezkn stjórninni.
Seinustu fregnir frá Rúss-
landi benda til þess, að enn sé
styrkur rauða hersins svo mik-
ill, að hann muni geta haldið
uppi sókn á komandi vetri með
engu minni árangri en síðast-
liðinn vetur.
Þýzka herstjórnin hefir hvað
eftir annað skýrt frá því sein-
asta hálfan mánuðinn, að þýzkt
herlið hafi orðið að heyja harða
varnarbaráttu víðs vegar á víg-
línunni, er nær alla leið frá
Eystrasalti til Kákasus.
Sjálfir hafa Rússar sagt lít- !
iö um þetta þar til um síðast- \
liðna helgi. Þá tilkynntu þeir
tvo sigra, annan við Nalcr.ik i;
Mið-Kákasus, þar sem fjöl-
mennum þýzkum her var tvístr-
að, þúsundir þýzkra hermanna
féllu og mikið herlið var tekið,
og hinn við Stalingrad, þar sem
Rússar hafa sótt fram um 60
km. á 30 km. breiðu svæði, tek-
ið aftur borgina Kalach á eystri
bakka Don, tvístrað mörgum
þýzkum herfylkjum og tekið
marga fanga.
Enn verður ekki sagt, hvort
þetta er upphaf stórsóknar hjá
Rússum. En varnir Þjóðverja
eru sennilega ótraustar á báð-
Herbert Morrison
Getgátur herma, að Þjóð-
verjar ætli sér að flytja liðið
frá Libyu til Tunis og verjast
þar. Með því að halda Tunis og
Sikiley hafa Þjóðverjar góða að-
stöðu til að hindra siglingar um
Miðjarðarhaf.
Öxulríkin telja, að flugvélar
þeirra og kafbátar vinni skip-
um Bandamanna mikið tjón við
Norður-Afríku. Bandamenn
gera minna úr þessu, en viður-
um þessum stöðum, m. a. vegng.
erfiðra flutningaskilyrða.
Ef til vili sannast nú sá spá-
dómur, að Rússar myndu hugsa
um það eitt að heyja varnar-
baráttu í sumar til þess að geta
verið nógu sterkir til að hefja
sókn í vetur.
í Libyu heldur sókn Breta á-
fram. Benghazi er fallin þeim
í hendur og allar herstöðvar þar
fyrir austan. Enn er ekki sýnt,
hvort Rommel ætlar að verjast
við E1 Agheila, en þangað hafa
Bretar komizt lengst. Ef til vill
hörfar Rommel lengra til þess
að flutningaleið Breta verði
sem lengst og óhagstæðust.
Miklar rigningar hafa tafið
framsókn Breta. Þær hafa og
vitanlega gert Rommel undan-
haldið óhægra og víða hefir
hann orðið að skilja eftir her-
gögn, er set’ið hafa föst i aur.
Herfang Breta er orðið geysi-
mikið. Flest hergögnin, sem
Þjóðverjar hafa látið eftir, hafa
þeir skemmt áður eftir föngum.
Sama er að segja um mann-
virki á þeim stöðum, sem þeir
hafa yfirgefið, einkum þó í
Benghazi. Rommel hefir hvergi
reynt að veita neina mótstöðu
síðan hann hóf undanhaldið frá
E1 Alamein. En hann hefir hvar
vetna látið leggja mikið af
jarðsprengjum til að tefja
framsókn Breta.
Flugher Bandamanna hefir
enn yfirráðin í lofti, þótt dreg-
ið hafi úr aðgerðum hans, m. a.
vegna þess að hann hefir stöð-
ugt verið að flytja til nýrra
flugstöðva, sem voru nær flótta-
her Rommels. Veðráttan hefir
einnig gert honum örðugra fyr-
ir.
í Tunis hefir enn ekki komið
til mikilla átaka. Her Banda-
manna sækir inn í landið á
þrem stöðum, til Bizerta, Tun-
is og Gabes. Landið er yfirleitt
hálent og ógreitt yfirferðar.
Talið er að Þjóðverjar séu bún-
ir að ílytja allmikið iið til Tun-
is, bæði loftleiðis og sjóleiðis.
Er þangað .stutt sjóleið frá
Sikiley. Er því gert ráð fyrir, að
átökin í Tunis geti orðið mjög
hörð.
Bandamenn telja, að setulið
Frakka í Tunis hafi víðast veitt
Þjóðverjum mótstöðu og sé það
enn ósigrað á ýmsum stöðum.
kenna þó, að slíkar árásir séu
mjög harðar á þessum slóðum,
enda hafi dregið úr þeim ann-
ars staðar.
Darlan hefir mjög verið á dag-
skrá undanfarið. Bandarikja-
herinn hefir viðurkennt hann
yfirstjórnanda frönsku nýlend-
anna Marokkó, Algier og Túnis.
Hefir Darlan auðsjáanlega átt
þar traust fylgi meðal franska
hersins og þessir samningar
hans og Bandaríkjahersins því
dregið úr andstöðunni gegn
Bandamönnum. Darlan hefir
lika tekið upp vinsamlega sam-
búð við þá. Hann hefir m. a.
skipað Giraud hershöfðingja
yfirmann franska hersins í ný-
lendum þessum og mun hann
brátt berjast með Bandamönn-
um. Þá hefir hann hvatt
franska flotann til að samein-
ast Bandamönnum.
Vichystjórnin hefir lýst Dar-
lan landráðamann, vegna þess-
ara ráðstafana. Darlan hefir
svarað því, að hann breyti í
fullu samráði við áætlanir þær,
sem Petain hafi lagt fyrir sig
meðan hann var frjáls maður.
Frjálsir Frakkar hafa látið í
ljós andúð á samningum
Bandarikj ahersins við Darlan.
Telja þeir, að Darlan hafi ver-
ið of handgenginn Þjóðverjum
áður. En sannast mun það, að
afstaða Darlan hefir alltaf ver-
ið nokkuð á huldu. Sennilega
hefir hann alltaf litið meira á
málin sem hermaður en stjórn-
málamaður.
Fullyrðingar hans um ófrelsi
Petain virðist ekki ósennilegar.
Petain hefir nýlega falið Laval
einræðisvald og tilnefnt hann
eftirmann sinn. Kunnugir
telja, að Petain hefði ekki gert
þetta, ef hann hefði verið frjáls
gerða sinna. Hann hefir jafnan
haft ótrú á Laval og vék honum
líka úr stjórn sinni um skeið.
Bandaríkjamenn telja sig
hafa unnið mjög glæsilegan sig-
ur í sjóorustu, sem nýlega var
háð við Salomonseyjar. Japan-
ir stefndu þremur stórum flot-
um til eyjanna. Bandaríkja-
mönnum var ógerlegt að mæta
þeim öllum. Þeir létu því skip
sín sigla að næturlagi milli
tveggja japönsku flotanna og
hefja skothríð á báða bóga.
(Framh á 4. síOu)
STEFNA ROOSEVELTS
í DÝRTÍÐARMÁLINU.
Alþýðublaðið reynir að halda
því fram, að Tíminn segi rangt'
frá stefnu Roosevelts forseta.
í því tilefni segir það m. a.:
„Hví minnist ekki Tíminn á
það, að Roosevelt setti fyrir
skömmu hámarksverð á land-
búnaðarafurðir til þess að halda
djirtíðinni í skefjum?“
Tíminn hefir margoft sagt
frá þessu. En hann hefir jafn-
framt sagt frá því, að Roose-
velt hefir stöðvað allar kaup-
hækkanir og sett kaupgj aldið í
fastar skorður.
En Alþýðublaðið hefir hingað
til gleymt að segja frá því, að
Roosevelt hefir farið alveg
sömu leiðina í dýrtíðarmálinu
og Framsóknarflokkurinn lagði
til á haustþinginu í fyrra: að
festa bæði kaupgjald og verð-
lag.
FOR SET AK J ÖRIÐ.
Mbl., og Alþýðublaðið, sem
gerir nú lítið annað en að lepja
upp úr Mbl. verstu svivirðing-
arnar um Framsóknarflokkinn,
halda áfram blekkingum sínum
um forsetakjörið.
Eins og áður hefir verið tek-
ið fram, strandaði samkomu-
lagið á því, að íhaldsmenn
kröfðust þess af Framsóknar-
mönnum, að þeir vottuðu Gísla
Sveinssyni traust fyrir sinn al-
ræmda úrskurð síðastliðið sum-
ar með því að sitja hjá við for-
setakjörið.
Það hafði engin áhrif á for-
setakjöriö, þótt Framsóknar-
menn kysu sitt forsetaefni, þar
sem Gísli náði samt kosningu
með atkvæðum Sjálfstæðis-
manna, þar sem sósíalistar og
kratar ætluðu að sitja hjá.
Krafa Sjálfstæðismanna um að
Framsóknarmenn vottuðu Gísla
Sveinssyni traust var því ber-
sýnilega borin fram til að koma
illu af stað og eyðileggja sam-
komulagið.
Sjálfstæðismenn bera því al-
gerlega ábyrgð á því, að sam-
komulag var ekki um forseta-
kjörið. En með þvi að fylgja
heldur Sjálfstæðisflokknum en
Framsóknarflokknum úr því,
sem komið var, hafa menn eins
og Ásgeir Ásgeirsson, Emil
Jónsson og Stefán Jóh. Stefáns-
son sýnt hinn rétta hug sinn til
stríðsgróðavaldsins. Aðeins öfl-
ug aðvörun flokksmanna þeirra
getur hindrað þá frá því að ger-
ast auðmjúka þjóna Kveldúlfs,
H.f. Hrafna-Flóka og annarra
slíkra fyrirtækja.
HVAÐ VILL ALÞÝÐU-
FLOKKURINN ?
Alþýðublaðið lætur svo sem
því sé mjög í mun að mynduð
verði starfhæf stjórn í landinu.
(Framli. á 4. síðu)
S t ö k u r:
KOSNINGA-AGNIÐ.
Gunnar kappinn giftu-snar
■ gat sér frægð á þingum:
ótal bykkjur Bakkusar
bauð hann Snæfellingum.
FALLVÖLT ER
HUNDAHEPPNIN.
Óhamingju íslands verður
allt að vopni,
samt er fallvölt hundaheppni,
heimskingjanna auðvalds-
keppni.
MARGVÍSLEG ER TÍÐIN.
Dæmalaus er dýrtíðin,
daufleg oft var fortíðin.
Ef ei batnar ótíðin,
óhæg verður framtiðin.
Jón gamli.
ÚRSLIT Á SNÆFELLSNESI.
Kvaldi Gunnar þingmanns þrá,
þetta er líkast gríni.
Inn um síðir sigldi’ ’ann á
sildarméli og víni.