Tíminn - 24.11.1942, Blaðsíða 4
556
TÍMIM, þrigjndagmn 24. nóv. 1943
140. blað
tR B /ENUM
Á sextugsafmæli
krónsprins Svía,
11. nóvemtaermánaðar sendl ríkls-
stjóri íslands krónprinsinum hugheil-
• ar kveðjur íslenzku þjóðarinnar og
heillaóskir. Vék hann í skeytinu að
hingaðkomu krónprinsins á Alþingis-
hátíðina og því, er sú för hefði áorkað
til þess að efla vináttu Svla og ís-
lendinga. — Krónprinsinn sendi 'svar-
skeyti og þakkaði rlkisstjóra heilla-
óskir hans og íslenzku þjóðarinnar og
bað henni alls velfamaðar. Minntist
hann og í skeytinu á ferð sína
hingað sumarið 1930.
MaSur bíður bana.
Á laugardagskvöldið vildi það slys,
að bifreið rann á Hans Peter Jensen,
verkstjóra hjá Höjgaard & Sshultz, í
Aðalstræti, og beið hann bana af.
Slysið vildi til með þeim hætti, að
Hans Peter Jensen ætlaði að ganga
yfir götuna, en í sömu svifum var
bifreið ekið suður Aðalstræti og vannst
bifreiðarstjóranum ekki ráðrúm til
þess að hemla, áður en það væri um
seinan.
Listama nnaþingiS.
í dag, klukkan 5,30 lesa upp í há-
tíðarsal Háskólans, Kristmann Guð-
mundsson, Guðmundur Böðvarsson,
Þórunn Magnúsdóttir, Sigurður Helga-
son, Þorbergur Þórðarson, Gunnar M.
Magnússon og Jóhannes úr Kötlum,
en Elísabet Einarsson syngur lög eftir
Sigurð Þórðarson og Þórarin Guð-
mundsson við undirleik Pritz Weisz-
happels. Á morgun verða, á sama tíma,
leiknar ýmsar tónsmíðar íslenzkra
tónskálda. Þá mun Kristján Kristjáns-
son einnig syngja einsöng við undirleik
Emils Thoroddsen. Málverkasýning,
sem efnt er til í sambandi við lista-
mannaþingið er í sölum Oddfellowhúss-
ins uppi og verður opin gestum klukk-
»an 10—6 alla þessa viku.
Leiðrétting.
í grein um forsetakosningarnar á
Alþingi, er birtist í síðasta tölublaði,
hefir slæðzt prentvilla. Stendur þar
kosningatilraun, en á að vera kúgun-
artilraun. Rétt er málsgreinin svo:
Þessi kúgunartilraun Sjálfstæðisflokks-
ins (þ. e. það svar Sjálfstæðisflokks-
ins, að allsherjarsamkomulag um for-
setakjörið væri niður fallið, ef Pram-
sóknarmenn vildu ekki votta Gísla
Sveinssyni traust sitt með því að sitja
hjá) kom í veg fyrir það, að samkomu-
lag næðist.
Þingeyingafélag
verður væntanlega stofnað í Kaup-
þingssalnum í kvöld. Þeir, sem hafa
hug á að gerast stofnendur siíks fé-
lagsskapar, eru beðnir að koma þang-
að klukkan 8,30 réttstundis.
Landhelgisbrot.
Síðastl. föstudagsnótt tók Ægir þrjú
skip, sem voru á ólöglegum veiðum í
Garðsjó, og fór með þá til Reykja-
víkur Skip þessi voru Jakob E. A. 7,
Árni Ámason G. K. og enskur togari.
Skipstjóri hvers skips fékk 29.500 kr.
sekt og afli og veiðarfæri togarans og
Áma Árnasonar voru gerð upptæk.
Málverk
eftir Preymóð Jóhannesson eru til
sýnis þessa dagana í sýningarskálanum
. við Austurstræti.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
Kristín Ketilsdóttir frá Álfsstöðum og
Sigurjón Kristjánsson frá Forsæti.
Eining,
heitir nýtt blað. — Útgefendur em
samvinnunefnd Stórstúku íslands,
íþróttasambands íslands, Ungmenna-
félags íslands og Sambands bindindis-
félaga í skólum. Ritstjóri og ábyrgðar.
maður er Pétur Sigurðsson erindreki,
en í ritnefnd eru auk hans: Páll S.
Pálsson stud. jur., Jón Gunnlaugsson
stjórnarráðsfulltrúi, Gísli Sigurbjörns-
son forstjóri og Guðmundur Sveinsson
stud. theol. Blað þetta mun fyrst í
stað eiga að skoða sem tilraun, heldur
en að endanlega sé ákveðið um fram-
hald á útgáfu þess. í þetta fyrsta blað
rita m. a. Árni ÓÍa, Helgi Sæmunds-
son, Stefán Runólfsson, Páll S. Páls-
son, Pétur Sigurðsson og Frímann
Helgason. Virðist heftið vera vandað,
bæði að efni og frágangi.
Verzlunarskólanum
var nýlega veittur réttur til að
brautskrá stúdenta. Tók ríkisstjórnin
bá ákvörðun, án samráðs við Alþingi.
Hefur ákvörðun þessi vakið verulega
andúð hjá stúdentum. Fundur í Stúd-
entafélagi Reykjavíkur og fundur há-
skólastúdenta hafa þegar mótmælt
henni. Jafnframt hafa þessir fundii
óskað eftir því, að rikisstjórn og Al-
þingi frestaði framkvæmd þessarar
ráðstöfunar og tæki málið upp á nýj-
um og breiðara gmndvelli. Verzlunar-
mannafélag {teykjavíkur hefir hins
vegar lýst ánægju sinni yfir þessari
ráðstöfun.
30,000 krónur
hefir bæjarráð samþykkt að verja
til drykkjumannahælis Stórstúkunnar
í Kumbaravogi, gegn því að tvöfalt
framlag komi annars staðar frá.
Símablaðið,
2.—3. tb.l, 27. árg., er nýkomið út.
í þessu hefti eru ýmsar greinar um
félagsmál starfsmanna símans. Frá-
gangur allur á blaðinu er snyrtilegur.
Sjómannablaðið,
otóberhefti, 4. árgangs, barst blaðinu
nýlega. Efni þess er m. a.: „Stjórn
sfldarverksmiðja ríkisins í hendur sjó-
manna og útvegsmanna". „Frá 6. þingi
F. F. S. í.“, „Fiskveiðar Norðmanna í
styrjöldinni", „Traust eða vantraust",
„Gáfu veiðibönnin betri árang-
ur en aquacade-vökvinn", Jerðalag í
P A L
rœstuluft
er fyrir nokkru komið á
markaðinn og hefir þegar
hlotið hið mesta loísorð, enda
vel til þess vandað á allan
hátt. Opal ræstiduft hefir
alla þá kosti, er ræstlduft
þarf að hafa, — það hreinsar
án þess að rispa, er mjög
drjúgt, og er nothæft á allar
tegundir búsáhalda og eld-
húsáhalda.
rvotið
O P Æ L rœstiduft
Vér eígum í byltingu
(Framh. af 2. síðuj
gildistöku sáttmálanna. í Bret-
landi hefir talsvert verið rætt
um nýlendusáttmála. Kyrra-
hafssáttmáli gæti verið gagn-
legur til þess að binda fastmæl-
um lýðræðisleg sjónarmið í
samskiptum hvítra þjóða og
Austurlandabúa. Sáttmáli um
lífskjör og vinnu mundi kveða á
um réttindi og skyldur einstak-
linga. Hann yrði í raun og veru
sáttmáli alþýðunnar. Sáttmáli
um öryggi mundi verða stefnu-
merki, sem öllum þjóðum yrði
boðið að safnast undir til trygg-
ingar gegn ófriði og árásum.
Enn mætti nefna fjárhagssátt-
mála, er tæki til samvinnu í
fjármálum milli þjóða, og loks
sáttmála um friðsamlegar
breytingar, sem væri fyrsti vís-
ir að alþjóðastofnun til stjórn-
arfarslegrar samræmingar.
En, hvað sem öðru líður, er
það hin mesta nauðsyn að við
gerum okkur ljóst, að hinar
stjórnmálalegu grundvallar-
reglur leiða til óhjákvæmilegra
og rökréttra úrlausna. En því
aðeins getum við fundið hina
réttu úrlausn, að við setjum
dæmið rétt upp og drögum af
því rökréttar ályktanir lið fyr-
ir lið.
Með því að setja baráttu okk-
ar ákveðið takmark í þessum
ófriði, getum við vænzt að vinna
þá úrlausn, er við leitum: að
leiða ófriðinn sem fyrst til
lykta, endurvekja lýðræðis-
þjóðirnar og leggja traustan
grundvöll að friði.
bi
riiiv^-fcs
Freyja
Tekið á móti vörum til hafna
við norðanverðan Breiðafjörð í
dag.
Jörðin Þingdalur í Villinga-
holtshreppi fæst til kaups og á-
búðar í næstu fardögum.
Semja ber við
Magnús Árnason,
hreppstjóra, Flögu.
Silkirúmteppí
í mörgum litum
VERZLUNIN H. TOFT.
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
Dansinn í Hruna
(Framh. af 1. síðu)
Indriði Einarsson orti „Dans-
inn í Hruna“ á efri árum sín-
um. Sem uppistöðu í leikritið
notaði hann margar þjóðsögur
og skráðar heimildir. Sjálft er
leikritið í bundnu máli.
Leikurinn á að gerast um
1518.
Óefað eru þeir harla margir,
er hafa hug á að sjá þenna leik.
Erlent yfirlit
(Framh. af 1. síðu)
Milli japönsku flotanna var þá
aðeins 5 km. bil. Japönum kom
þetta mjög á óvart og lenti allt
í handaskolum hjá þeim. M. a.
skutu þeir á sín eigin skip í
myrkrinu, þar sem þeir greindu
þau ekki frá skipum Banda-
ríkjamanna. Tjón þeirra varð
því margfalt meira. í þessari
frækilegu árás misstu Banda-
ríkjamenn tvo flotaforingja
sína, er stjórnuðu atlögunni.
Samkvæmt upplýsingum
Bandaríkjamanna misstu Jap-
anir 25—30 skip, þar af eitt or-
ustuskip, fimm beitiskip og
fimm tundurspilla. Bandaríkja-
menn misstu tvö beitiskip og
sex tundurspilla. Manntjón Jap-
ana var 20—40 þús.
Eftir viðureignina sneru
Japanir á flótta. Bandaríkja-
menn telja, að þeir hafi nú bætt
svo aðstöðu sína á Guadalcanal,
að þeim sé engin hætta búin í
bráð.
Breyting hefir orðið á brezku
stjórninni. Stafford Cripps hef-
ir tekið við ráðuneyti flugvéia-
framleiðslunnar, en Morrison
hefir tekið við embætti hans í
stríðsráðuneytinu, en verður þó
innanríkismálaráðherra áfram.
Eden verður málsvari stjórnar-
innar í neðri deildinni, en það
starf hafði Cripps áður. Sömu-
leiðis heidur Eden utanríkis-
málaráðherraembættinu.
Morrison hefir jafnan verið
talinn duglegasti foringi jafn-
aðarmanna og hefir þótt einna
sjálfsagðastur þeirra í stuíðs-
stjórnina, þótt ekki fengi hann
sæti þar fyrr en nú.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. siðu)
Hitt er blaðið mjög þögult um,
hvaða flokkar eigi að takast
slíka stjórn á hendur, eða hvort
það kýs helzt samstjórn allra
flokka. Margir hér í bæ ætla,
að. rammar taugar liggi nú milli
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks-
ins. Að minnsta kosti gengur
Alþýðublaðið svo langt í fjand-
skap við Framsóknarflokkinn,
að það brigzlar honum um svik
fyrir það að sparka Gísla
Sveinssyni úr forsetastóli sam-
einaðs Alþingis og kjósa Harald
Guðmundsson. Hvað vill Al-
þýðuflokkurinn í raun og veru?
RÓGSÖGUR.
Alþýðublaðið tyggur þær róg-
sögur upp úr Mbl., að Hermann
Jónasson sé mjög á eftir for-
sætisráðherraembættinu. Her-
mann sýndi það bezt í fyrra-
haust, þegar hann baðst lausn-
ar vegna dýrtíðarmálsins og
tók ekki við því aftur fyrr en
íhaldsmenn og jafnaðarmenn
voru búnir að biðja hann um
það í þrjár vikur, hvort hann
sækist mjög eftir þessu emb-
ætti. Hann sýndi þetta sama á
síðastliðnu vori, er hann baðst
lausnar, vegna kjördæmamáls-
ins, þótt margir íhaldsmenn
byðu upp á kosningafrestun,
ef hann vildi verða forsætis-
ráðherra áfram.
Öll brigslyrði um það, að
Hermann Jónasson sækist eft-
ir forsætisráðherraembættinu,
falla því um sjálf sig. Hitt
ætlar Tíminn ekkert að fullyrða
um, því að almenningur er al-
veg dómbær um það, hvort sama
megi segja um Ólaf Thors og
Stefán Jóhann Stefánsson.
undirdjúpinu", „Staðreyndir og froðu.
snakk", „Hefir síldarverksmiðjum rík-
isins verið illa stjórnað“, „Hugrekki,
þol og ráðkænska", og margt fleira.
Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur
hefir lagt til og óskað íhlutunar
ríkisstjórnarinnar um það, að notuð
verði lagaheimild til þess að banna
alla verksmiðjuvinnu bama á skóla-
skyldualdri og alla næturvinnu ung-
linga yngri en 16 ára á veitinga-
stöðum.
Á krossgötnm
(Framh. af 2. síðu)
og kona hans að gefa hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli
bókasafn sitt eftir sinn dag.
Jafnframt ákváðu þau að gefa
væntanlegu byggðasafni, sem
yrði á Staðarfelli, allmarga
forna muni, ásamt 500 kr. í pen-
ingum.
Hvaö líður störSum
áttamanna neíndar
(Framh. af 1. siðu)
byrgð, sem stjórnarmyndun
hefir í för með sér.
Það er þess vegna eðlilegt, að
þingmenn spyrji og að allur
almenningur spyrji: Hvað líð-
ur 8-manna nefndinni? Það
verður ekki hægt að bíða þess
lengi úr þessu, að hún láti eitt-
hvað frá sér heyra um það,
hvort hún hyggur, að skilyrði
fyrir myndun þjóðstjórnar allra
flokka séu fyrir hendi. Treysti
hún sér ekki til að segja af eða
á um slíkt, verður hún að gera
sér ljóst, að hlutverki hennar
á að vera lokið og tilkynna það
ríkisstjóra. Það er engin afsök-
un, þótt stjórnarmyndun hafi
stundum áður tekið langan
tíma, enda þá oftast verið
minna í húfi en nú.
Því eru áreiðanlega takmörk
sett, hve lengi landið má vera
stjórnlaust á þeim alvarlegu
tímum, sem nú eru. XB.
KARLA og KVENNA
fyrirliggjandi.
Ásbjörn Ólafsson,
HEILDVERZLUN,
Grettisgötu 2.
Vlftttið ötullega fyrir
Tímann.
GAULA mló—-----
Broatlway
i * lokkar!
I
LANA TURNER,
(Two Girls on Broadway).
JOAN BLONDELL,
| GEORGE MURPHY.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 3i/2—6y2:
„FÁLKINS“ Á VEIÐUM.
með George Sonders.
Börn fá ekki aðgang.
-----—-- NÝJA BÍÓ-
Sléttii-
ræningjarnir.
(Western Union)
Stórmynd í eðlilegum lit-
um.
Aðalhlutv. leika:
ROBERT YOUNG,
RANDOLPH SCOTT,
VIRGINIA GILMORE.
Börn y-ngri en 16 ára fá
ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Innilegar þakkir votta ég öllum þeim, á Flateyri í
Önundarfirði og víðar, er sýndu vináttu og hluttekningu
við fráfall fósturmóður minnar
Mikkelínu Maríu Jónsdóttur.
Lára Friðriksdóttir.
§tnl ku
vantar í eldhúsið á Kleppi nú þegar.
Uppl. lijá ráðskonnnni, sími 3099.
Þingeyingafélag
vcrður stofnað í Kaupþingssalnum í kvöld
klukkan 8.30 stundvíslega. Allir Þingeyingar
velkomnir.
F ramsóknarmenn
í Reykjavík
Afgreiðsla Timans Iiiður ykkur vinsamleg-
ast um aðstoð við að útvega börn eða unglinga
til að bera blaðið til kaupenda í bæniun.
Allar góðar húsmæður
þekkja hínar ágætu
SJAFNAR-vorur
Þvottaduftið
PERLA
ræstiduftið
0PAL
krístalsápu og
stangasápu
l^eykliús. — Frystihús.
\iðuirsiiðuverksmið.ja. — Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir aígreiddar
um allt land.
Egg frá Eggjasölnsamlagi Reykjavíknr.