Tíminn - 28.11.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. \
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: >
JÍNAS JÓNSSON.
L TGT' l
FRAMSÓKN ARFLOICKURINN. <
RITSTJ ÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. \
Simar 2353 og 4373. \
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323. |
PRENTSM3ÐJAN EDDA hJ. )
Simar 3948 og 3720. \
26. ár.
Reykjavík, laugardagiim 28. uóv. 1942
142. blaS
MERKILEGUR FÉLAGSSKAPUR
Starfsemi Ferðafélags Is-
lands fimmtán ár
Ferðafélag íslands var stofnað 27. nóvember 1927. í
gær voru því fimmtán ár liðin frá því að stofnfundur
þess var háður. Var þess minnst með kvöldverði í Odd-
fellowhúsinu í gærkvöldi.
í tilefni af þessum tímamótum skýrði forseti félagsins,
Geir G. Zoega vegamálastjóri, blaðamönnum frá hinum
helztu verkefnum, er félagið hefði haft með höndum
þenna hálfan annan áratu.g, og sumu því, er það hyggð-
ist að beita sér fyrir í framtíðinni.
: „Sæborg“
talín ai
Línuveiðarinn „Sæborg“ er nú
talinn aí. Hefir ekkert spurzt
til skipsins siðan það lagði af
stað frá Seyðisfirði 14. þ. m. á-
leiðis til Skála á Langanesi.
Þessir menn voru á skipinu:
Jóhann Friöriksson, skipstjóri,
Frakkastíg 22, Reykjavík, fædd-
ur 19. marz 1913, kvæntur og á
eitt barn.
Hinrik Schiöth, stýrimaður,
frá Hrísey, fæddur 7. ágúst 1920,
ókvæntur, en á móður á lifi.
Edvald Valdórsson, 2. vél-
stjóri, Vestmannaeyjum, fædd-
ur 10. ágúst 1912, kvæntur og á
eitt barn.
Aðalstcinn Jónsson, 2. vélstj.,
Hrísey, fæddur 7. maí 1898,
kvæntur og á 2 börn og eitt
fósturoarn.
Páll Páimason, háseti, Akur-
eyri, fæddur 28. júli 1923, ó-
kvæntur.
Ólafur Friöriksson, matsveinn
AÖalvik,, fæddur 14. júlí 1914, ó-
kvæntur.
Hallgrímur Hallgrímsson, er-
indreki Sósíalistaflokksins, var
farþegi með skipinu. Hann var
fæddur 10. nóv. 1910, kvæntur
og á eitt barn.
Auk þess var farþegi með
skipinu einn erlendur n:aður.
„Sæborg“ var eign Guðmund-
ar Jörundssonar, útgeröar-
manns í Hrísey.
Stádentar vilja iá
i
^umbótastjórn
Þann 23. þ. m. var haldinn
fundur stjórnmálafélaga í há-
skólanum til að ræða stjórn-
málaviðhorfið. Svohljóðandi á-
lyktun var samþykkt:
„Sameiginlegur fundur í Fé-
lagi frjálslyndra stúdenta, Fé-
lagi róttækra stúdenta og Al-
þýðuflokksfélagi háskólastú-
denta, haldinn í Háskólanum
23. nóv. 1942, lítur svo á:
1. Að slikt ástand sé nú ríkj-
andi í málefnum þjóðarinnar,
að til stórvandræða horfi og ó-
fyrirsjáanlegra hörmunga, ef
ekki verður ráðin bót þar á hið
fyrsta.
2. Að til þess að ráða bót á
þessum vandamálum, sé nauð-
syn að grípa til róttækari ráð-
stafana en til þessa hafa
þekkzt í þessu þjóðfélagi.
3. Að enda þótt slíkar ráð-
stafanir hljóti að hafa í för
með sér stórkostlegar fórnir
fyrir ákveðnar stéttir, eða ein-
staklinga þessa þjóðfélags, þá
beri samt skylda til að fram-
kvæma þær, vegna velferðar
þjóðarinnar sem heildar, og
sjálfstæðis hennar eínalega og
andlega um ófyrirsjáanlega
framtíð.
4. Að þar sem stærsti flokk-
urinn á Alþingi, Sjaifstæöis-
flokkurinn, hafi setið að stjórn-
arvöldum nú undanfarið og
ekki gert neina tilraun til að
ráða bót á þessum vandamál-
um, beri að skoða það svo, að
hann telji það ekki á sínu færi
að gera slíkar ráðstafanir, af
flokkslegum eða einhverjum
öðrum ástæðum.
Af þessum ástæðum skorar
fundurinn á Framsóknarflokk-
inn og verkalýðsflokkana báða
. á Alþingi, að beita lér fyrir
samvinnu og stjórnarmyndun
til lausnar þessum málum þeg-
(Framh. á 4. ttOu)
Vöxtur félagsins.
Stofnendur Ferðafélags ís-
lands voru aðeins 65. En félag-
inu óx fljótlega fiskur um
hrygg og meðlimum fjölgaði
óðum.
Árið 1937 — eftir tíu ára starf
— voru félagarnir orðnir 1500.
En nú eru þeir 4100. Flestir eru
félagsmennirnir úr Reykjavík,
en þó eru tvær sjálfstæðar fé-
lagsdeildir annars staðar, önnur
á Akureyri með 327 meðlimum
og hin á Húsavík með 50 með-
limum, og fjöldi einstaklinga er
í félaginu víðs vegar um land,
enda kjörorð Ferðafélagsins að
vera félag allra landsmanna.
Ferðalög.
Einn hinn stærsti þáttur í
starfi félagsins hefir verið að
stofna til ferðalaga innan lands
og kynna fólki sem bezt sitt
eigið land. Er nú svo komið, að
sumarferðalög eru orðin megin-
þátturinn í skemmtanalífi
Reykvíkinga. Hefir Ferðafélagið
bæði beint og óbeint stuðlað
að því. Árlega munu um U00
manns taka þátt í sumarferð-
um Ferðafélagsins.
Hörgull á bifreiðum hefir
upp á siðkas'ið verið félaginu
til baga. Hafa forráðamenn
þess mikinn hug á, að félagið
eignizt sjálft 2—3 stórar ferða-
bifreiðar til afnota fyrir sig.
Væri að því mjög mikil úrbót.
Árbækur Feröafélagsins.
Frá upphafi hefir Ferðafé-
lagið gefið út árbók, sem vel
hefir verið úr garði gerð og
verður jafnan meðal hinna
eigulegustu og eftirsóttustu
rita. Eru nú margar þeirra upp-
Menn þessir hafa verið skip-
aðir ræðismenn, sem hér segir:
1. Árni Helgason, ræðismaður
(Consul) í Chicago.
2. Valdimar Björnsson, vara-
ræðismaður (Vice Consul) í
Minneapolis, Minnesota.
3. Prófessor Riehard Beck,
vara-ræðismaour í Grand
Forks, North Dakota.
4. Prófessor Stefán Einarsson,
vara-ræðismaður í Balti-
more, Maryland.
5. Barði Skúlason, vararæðis-
maður í Portland, Oregon.
6. Magnús Magnússon, vara-
ræðismaður í Boston, Mas-
sachusetts.
Árni Helgason er fæddur í
Hafnarfirði þ. 16. marz 1891.
Rúmlega tvítugur kom hann
vestur til Ameríku. Hann var
í her Bandaríkjanna í síðasta
striði, en að því loknu stundaði
seldar með öllu, en ein hefir
verið endurprentuð.
í árbókunum hefir verið lýst
ýmsum héröðum og landsvæð-
um. Var 1928 fjallað um Þjórs-
árdal, 1929 Kjalveg og Eyfirð-
ingaveg, 1930 Þingvelli, 1931
Fljótshlíð, 1932 Snæfellsnes,
1933 Fjallabaksleiðir, 1934 Þing-
eyjarsýslur, 1935 Vestur-Skaftá-
fellssýslu, 1936 Reykjavík og ná-
grenni bæjarins, 1937 Austur-
Skaftafellssýslu, 1938 Eyjafjörð,
1939 íslenzka fugla, 1940 veiði-
vötn á Landmannaafrétt og
sæluhús á íslandi, 1941 Keldu-
hverfi og' Tjörnes, 1942 Kerl-
ingarfjöll.
Er ráðgert, að smám saman
verði öllum héröðum landsins
og óbyggðum lýst rækilega í ár-
oókum félagsins. Eru nú í und-
irbúningi og smíðum bækur um
Norður-ísafjarðarsýslu, Rang-
ái/allasýslu, Fljótsdalshérað og
Borgarfjörð.
Sæluhúsabyggingar.
Ferðafélagið hefir reisa látið
fimm sæluhús á fjöllum uppi
og varið til þess 40 þúsundum
króna. Var fyrst reist sæluhús-
ið við Hvítárvatn, síðan á
Hveravöllum, í Þjófadölum,
Kerlingarfjöllum og við Haga-
vatn. Þegar fært þykir mun það
ráðast í að reisa stór sæluhús
í Laugum á Landmannaafrétti
og á Þórsmörk og minni hús á
Kaldadal og við Reykjavatn
norðan Langjökuls.
Merkileg landkynning.
Til skamms tíma mátti heita,
að Kerlingarfjöll væru með öllu
ókunnug landsmönnum. Skal á
(Framh. á 4. siðu)
hann verkfræðinám við land-
búnaðarháskóla North Dakota í
Fargo, og útskrifaðist þaðan
1924. Ári siðar, 1925, lauk hann
meistaraprófi í rafmagnsfræði
(M.S.) frá háskóla Wisconsin-
ríkis. Síðan hefir hann starfað
við raftækjaverksmiðjur I Chi-
eaao. og er nú forstjóri The
Chicago Transiormer Corpora-
tion. Árið 1940 hlotnaðist Árna
sá heiður, að vera sæmdur heiö-
ursdoktors-nafnbót af landbún-
aðarháskóla North Dakota-ríkis,
þar sem hann hafði áður stund-
að nám.
Valdimar Björnsson er fædd-
ur 29. ágúst 1906, I íslendinga-
byggðinni Minneota í Minnesota
Hann stundaði nám við háskóla
Minnesotaríkis og lauk þaðan
prófl 1930 með ágætiseinkunn.
Hann var'um skeið ritstjóri við
(Fran . á 4. síðu)
Rædismenn íslands
í Vesturhei
1
Fyrir nokkru síðan var skýrt frá því, að skipaðir hefðu verið
sex ræðismenn íslands í Bandaríkjunum. Þykir Tímanum hlýða,
að landsmenn fái frekari deili á þessum mönnum og birtir því
stutt æfiágrip þeirra, er kom í Lögbergi 24. sept. síðastliðinn.
Erlent yfirllt 28. nóv.
Ifinssucska sókniii
Mernaðurinn í Afríku. — Loftárásirnar á ft-
alíu. — Nýlendur Frakka. — Flugvélafram-
~ >—. (
leiðslan.
Nánari fregnir hafa nú bor- Þjóðverjar nú komnir til E1
izt af sókn Rússa á Stalingrad- Agheila og búast þar fyrir. For-
vigstöðvunum, er getið var um ustusveitir Breta eru komnar
í seinasta blaði. |að varðstöðvum Þjóðverja þar.
Hér er um stórfellda tangar- Ekki er þó búizt við stórorust-
sókn að ræða. Hersveitir Rússa um þar fyrst um sinn, því að
hafa sótt fram að norðan og Bretar munu safna þangað
sunnan við borgina, og eiga þær íiði áður en þeir hefja úrslita-
að mætast að baki þýzka hers- ! sókn.
ins í Stalingrad og króa hann i í Túnis hefir heldur ekki
inni. Fram til þessa hefir sókn- j komið til stórra viðureigna, en
in gengið Rússum að óskum og | þar hefir flugher verið beitt all-
eiga þeir eina 20—30 km. ó- j mikið af beggja hálfu seinustu
farna til þess að hafa myndað
hring um Stalingradher Þjóð-
verja, sem telur 300—400 þús.
manna.
Norðurherinn sækir fram
bæði vestan og austan Don-
fljótsins og virðast varnir Þjóð-
verja veikastar fyrir vestan
Don, enda munu þeir sízt hafa
búizt við sókn hjá Rússunum
þar.
Rússar segja, að öllum gagn-
árásum Þjóðverja hafi verið
hrundið, um 63 þús. þýzkir her-
menn hafi verið teknir til fanga
og alls hafi Þjóðverjar misst
þarna um 100 þús. manna
fyrstu viku rússnesku sóknar-
innar. Einnig hafi Þjóðverjar
orðið fyrir miklu hergagna-
tjóni.
Ófarir Þjóðverja virðast aðal-
lega stafa af tvennum ástæð-
um:
Þeir hafa flutt megnið af
flugher sínum frá Rússlandi og
ætla senniega að nota hann
gegn Bandamönnum við Mið-
jarðarhafið.
Þeir hafa talið rússneska
herinn svo lamaðan, að hann
gæti ekki hafið neina verulega
sókn.
Vafalaust munu Þjóðverjar
gera sitt ítrasta til þess að
hefna þessara ófara. En aðstaða
þeirra er hin erfiðasta. Allmik-
iil snjór er fallinn á þessum
slóðum og torveldar hann sam-
göngur, en til vígstöðvanna er
miklu lengri leið frá aðalbirgða-
stöðvum Þjóðverja en birgða-
stöðvum Rússa.
Rússar virðast hafa enn stór-
felldari áform á prjónunum en
sókn á þessum vígstöðvum ein-
um. Seinustu fregnir frá
Moskvu og Berlín herma, að
þeir hafi byrjað sókn á breiðri
víglínu norðvestur af Moskvu og
orðiö sumstaðar allvel ágengt.
Þetta er í fyrsta sinn í styrj-
öldinni, sem Bandamenn og
Rússar létta hvorir undir með
öðrum með beinum hernaðar-
aðge/ðum og setja Þjóðverja í
þann vanda, að verða að berjast
á tvennum vígstöðvum í einu.
Nálgast það nú stöðugt meir og
meir, að Þjóðverjar hafi sömu
vígstöðu og i seinustu heims-
styrjöld.
f Afriku hefir ekki komið til
stórvægilegra hernaðaraðgerða
seinustu dægur. ,
í Libyu hafa Bretar haldið
áfram að elta Þjóðverja. Eru
To ulon
Þýzkar og ítalskar hersveitir
hernámu frönsku hafnarborg-
ina Toulon í gær. Franska sjó-
liðið sprengdi upp strandvirkin
og herskipin til þess.að þau féllu
ekki í hendur Þjóðverjum. Fjöldi
sjóliða fórst með skipunum.
Meginhluti franska heimaflot-
ans liggur því nú á hafsbotni,
og hefir taka Toulon þvi ekki
dagana. Hersveitir Banda-
manna þokast alltaf nær og
nær borgunum Bizerta og Tun-
is.
Borgir í Norður-Ítalíu hafa
orðið fyrir stórvægilegum
skemmdum af loftárásum Breta
að undanförnu. Er þetta sam-
eiginlegur dómur blaða í hlut-
lausum löndum. Jafnframt
segja þau, að almenningur þar
beri sig mjög illa og eigi stjórn-
arvöldin við mestu erfiðleika að
etja. Hafa loftárásirnar vafa-
laust dregið stórum baráttu-
hug úr ftölum, sem aldrei hefir
mikill verið i þessu stríði.
Frönsku nýlendurnar Dakar
og Ma^rtinique hafa nú gengið
í lið með Bandamönnum og
munu njóta yfirstjórnar Dar-
lans. Er talið, að uppgjöf þeirra
sé að þakka milligöngu hans.
Fyrir Bandamenn er mjög
mikilvægt að hafa fengið að-
gang að Dakar.
Allt að helmingur af herskip-
um FYakka eru í nýlendum
þeim, sem nú eru komnar undir
yfirráð Bandamanna. Þessi
skip munu þó sennilega ekki
notuð gegn Þjóðverjum, nema
þeir taki herskip þau, sem
liggja í höfnum Frakklands.
Flugvélaframleiðsla Banda-
ríkjanna nemur nú um 4000
flugvélum á mánuði. Fram-
leiðsla Bretlands og samveldis-
landa þess mun aðeins minni.
Talið er að öxulríkin framleiði
aðeins 3200 flugvélar á mán-
uði og muni því Bandamenn
fljótlega verða ofjarlar þeirra í
lofthernaðinum.
íslendingnr í
blaðamanna-
háskóla í Vestur-
heimi
Arnaldur Jónsson blaðamað-
ur, er verið hefir starfsmaður
Tímans undanfarin ár, er far-
inn til Vesturheims. Hefir hann
í hyggju að stunda nám í blaða-
mannadeild háskólans í Minnea-
polis í Minnesotafylki í Banda-
ríkjunum.
orðið Þjóðverjum að því gagni, Arnaldur er fyrsti íslending-
sem þeir hafa ætlazt til. urinn, sem ræðst I slíkt nám.
Á víðavangi
ALÞÝÐUFLOKKURINN
JÁTAR SYNDIR SÍNAR.
Það er nú liðið hálft ár síð-
an Alþýðuflokkurinn stutidi
ríkisstjórn Ólafs Thors til
valda. Á þingi því, sem AI-
Dýðuflokkurinn hélt nýlega, leit
hann yfir þetta verk sitt og
lýstu afleiðingum þess í svo-
felldri samþykkt:
„Afleiðingar þessa aðgerðar-
leysis í dýrtíðarmálunum eru
komnar í ljós. Stríðsgróði ein-
stakra manna er hér meiri en
í nokkru öðru landi og dýrtíðin
að sama skapi ægilegri. Visital-
an er nú 260 stig og hækkar
met mánuði hverjum. Verzlun-
arjöfnuðurinn við útlönd er
aegar orðinn óhagstæður. Á-
ætlað er, að ríkissjóður þurfi
að greiða verðuppbætur á út-
fluttar landbúnaðarafurðir ein-
göngu, er nemi tugum miljóna
króna. Verð á þorskalýsi hefir
óegar lækkað stórlega. Frysti-
húsin eru að hætta störíum.
Siglingar togaraflotans til Eng-
lands hafa stöðvazt í bili. Út-
gerð vélbáta, er selja hér í
flutningaskip fyrir fast verð, í
tvísýnu. Flutningaörðugleikar
fara sívaxandi. Verðlagseftir-
litið er gagnslaust kák og inn-
flutningstakmarkanir að litlu
gagni. Innflutningsverzlunin
rekin sem stríðsgróðafyrirtæki
meðan framleiðslustarfsemi
landsmanna er í bráðri hættu,
atvinna fólksins og lífskjör þess
í voða og sparifé og laun rýrna
stöðugt í verðgildi. Landið má
heita stjórnlaust.“
VERZLUN
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
Björn Ólafsson stórkaupmað-
ur ritar grein í Vísi í fyrradag
og gefur þar sízt fegri lýsingu
á afkomu atvinnuveganna en
gert er í framangreindri álykt-
un Alþýðuflokksþingsins. Kemst
Björn að þeirri niðurstöðu, að
„líklega eigi nú engin þjóð í
heimi við að búa slíka dýrtíð
sem íslendingar“.
Eins og kunnugt er, hefir
dýrtíðin nær tvöfaldazt í
stjórnartíð Ólafs Thors eða
hækkað úr 183 stigum í 260 stig.
Vísi þykir því rétt að birta
jafnhliða grein Björns þá grein-
argerð fyrir sleifarlagi íhalds-
stjórnarinnar í dýrtíðarmálum,
„að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
enga aðstöðu haft til að hrinda
í framkvæmd róttækum dýrtíð-
arráðstöfunum, með því að það
var beinlínis sett sem skilyrði
fyrir stjórnarsetu flokksins af
hálfu beggja verkalýðsfokk-
anna, að ekkert yrði gert, sem
vakið gæti ágreining, meðan
verið væri að hrinda kjördæma-
málinu í framkvæmd".
Hér er það glögglega játað,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
keypt „gæsastjórnarskrána“ því
verði, að gerðardómslög og aðr-
ar róttækar dýrtíðarráðstaf-
anir væru lagðar á hilluna og
dýrtíðin og kauphækkanirnar
fengju alveg lausan tauminn.
Afleiðing þessarar verzlunar
er svo öllum kunn. Kommúnist-
ar hirtu allan gróðann af
„gæsastjórnarskránni“, en þjóð-
in fær að blæða vegna hinnar
stórauknu dýrtíðar.
Mega ekki óbreyttir liðsmenn
Sjálfstæðisflokksins, bændur,
smáútvegsmenn og neytendur í
bæjunum, vera foringjum sín-
um þakklátir fyrir þessa verzl-
un?
ÞEIR SKAPA GLUNDROÐA
í ÞINGINU!
Morgunblaðið segir réttilega
í forystugrein í gær, að einræð-
isflokkar annara landa leggi
allt kapp á að eyðileggja þing-
ræðið og skapa glundroða í
þinginu.
Þetta er án efa rétt hjá Morg-
unblaðinu og má sannfærast
um það með því að kynna sér
(Frairih á 4. siOu)