Tíminn - 28.11.1942, Page 3
142. blað
TÍMIM, laugardaginn 28. név. 1942
563
.4 1\ 1\ .4 I, I,
Itánard a»tfnr
Sigríður Brandsdóttir, hús-
freyja á Sámsstöðum í Hvítár-
síðu, andaðist í Reykjavík 20.
júní s. 1., eftir þunga legu og
árangurslausar læknisaðgerðir,
vegna krabbameins.
Sigríður var fædd 30. sept. ár-
ið 1900 að Fróðastöðum i Hvit-
ársiðu. Foreldrar hennar voru
merkishjónin Brandur óðals-
bóndi Danielsson dbrm., Jóns-
sonar og Þuriðar Sveinbjarnar-
dóttir. Foöurætt Signöar er ein
aí elztu og traustustu bænda-
ættum i Borgaríirði og heíir
ættliður sá, sem hún var komin
aí, buiö, svo vist er, óslitið á
Eíróöastööum í næríellt þrjár
aldir, og þó sennilega lengur.
Þuriöur moðir Sigriðar var frá
Sigínundarstööum i Halsasveit,
dóttir Sveinbjarnar Þorbjarn-
arsonar, bónda þar og íyrri konu
hans Guðrún Arnadóttur, Ein-
arssonar, Þórólíssonar bænda i
Kalmanstungu. Frá þeim feðg-
um ér konýn fjölmenn ætt og
mikilhæf.
Sigríður ólst upp á heimili
íoreldra sinna, við venjuleg skil-
yrði sveitabarna. Barnaíræðsl-
an var þá langt írá þvi að vera
komin á það stig, sem hún er
nú. Leiðbeining heimilanna,
sjálfsnám og fitils háttar til-
sögn íarkennara, stuttan tima
úr vetri, var það, sem þá varö
á að byggja. Snemma bar á
löngun og getu til náms hjá
Sigríði, þó á reglulegri skóla-
göngu væri eigi kostur um sinn.
Eftir ferminguna dvaldi hún þó
til náms hluta úr vetrum á
heimili Magnúsar próf. Andrés-
sonar á Gilsbakka. Varð sú dvöl
henni nám og undirstaða til
sjálfsnáms, sem hún bjó alltaf
að.
Árið 1918, þá 18 ára að aldri,
var hún svo ráðin til að hafa
á hendi farkennslu í Hvítársíðu-
hreppi. Sýnir það vel, hvert álit
var þá þegar á henni. Að
kennslustörfum vann hún svo
óslitið, ýmist í Hvítársíðu eða
Reykholtsdal, til ársins 1931. En
þaö ár, um haustið, sigldi hún
til Danmerkur og var við nám
á lýðháskólanum í Askov um
veturinn, en á kennaranám-
skeiði næsta sumar. Um haustið,
er hún kom heim, fór hún á
Kennaraskólann í Reykjavík og
lauk þaðan burtfaraprófi næsta
vor, en gerðist að því loknu, enn
á ný kennari í Hvítársíðuhreppi.
Árið 1935 giftist Sigríður eft-
irlifandi manni sínum, Guð-
mundi Ólafssyni, óðalsbónda
Guðmundssonar á Sámsstöðum
og konu hans Margrétar Sig-
urðardóttur frá Neðra-Nesi. Eru
þau hjón bæði afkomendur
gamalla og merkra bændaætta
í Borgarfirði. Hófu ungu hjón-
in þegar búskap á hálfum Sáms-
stöðum, á móti foreldrum hans.
Þau Guðmundur og Sigríður
eignuðust þrjú efnileg börn,
tvær dætur og einn son, sem
skírður var við kistu móður
sinnar. Sigriður var jarðsett að
Síðumúla 1. júlí s. (1., að við-
stöddu miklu fjölmenni úr nær-
liggjandi sveitum og víðar að.
Sýndi sú kveðja það bezt, hvern
hug samferða- og samstarfs-
mennirnir báru til kennslukon-
unnar sinnar og hinnar ungu
húsfreyju.
Ég, sem þessi minningarorð
rita, var í næsta nágrenni Sig-
ríðar frá því að hún var 12 ára
telpa. Varð ég því, eins og marg-
ir fleiri, aðnjótandi margra á-
nægjustunda, er hún veitti öðr-
um með gáfum sínum og glað-
lyndi. Hún var þannig gerð, að
öllum hlaut að líða vel í návist
hennar. Skapgerðin var óvenju
örugg. Hún var viljaföst, djörf
og hreinskilin, en þó góðlynd
svo að af bar. Hefi ég aldrei
heyrt nokkurn mann hallmæla
persónu hennar eða starfi.
Sigríður hafði valið sér göfug
hlutverk í lífinu. Æskuárunum
varði hún til aö mennta sig og
fræða aðra. Þeim þætti ævi-
starfsins, sem aðalverki, hafði
hún lokið með ágætiseinkunn.
Næsti þáttur var byrjaður. Hún
hafði, að dæmi hinna traustu
formæðra sinna, valið sér stöðu
sveitakonunnar. Sú staða hefir
oft verið erfið, en þó máske,
þrátt fyrir aukin þægindi, aldrei
eins og nú, ekki sízt á hinum
stóru og ge'stkvæmu heimilum.
En á þessu starfssviði nutu sín
einnig hinir ágætu eiginleikar
hennar, sem áður eru nefndir,
samfara fágætum dugnaði við
heimilisstörf og umhyggjusemi
fyrir ástvinum sínum, heimili
og gestum.
En frá þessum þætti ævi-
starfsins, sem enginn, er þekkti
hana, efaðist um, að hún einn-
ig mundi ljúka með lofi, eigi
síður en hinum fyrri, var hún
kölluð á miðjum síðastliðnum
vetri — kölluð til hins síðasta
þáttar okkar mannanna hér á
jörð, að þjást og deyja. En þar
stóðst hún einnig prófið. Hún
bar þenna erfiða þátt með þol-
inmæði, þreki og hugarró.
Ástvinirnir og sveitin fá-
menna hafa mikils misst, enda
er hennar sárt saknað af öllum.
En hugarbótin er sú, að hér var
góð kona að kveðja.
Andrés Eyjólfsson.
ari sýningar, þegar hann er
fullgerður.
Almenningur hefir átt þess
kost að heyra orðsins list í út-
varpinu þessa viku í mjög rík-
um mæli. Eru að sjálfsögðu
misjafnir dómar um margt af
því, eins og gengur og gerizt.
En sérstaka eftirtekt hlýtur
það að vekja, hve tíðrætt sum-
ir höfundar gera sér um and-
lega kúgun, heftingu á mál-
frelsi og ritfrelsi, sem þeir séu
að berjast á móti. Flestum mun
íinnast sem þessir menn séu að
berjast við vindmyllur einar.
Allir vita, að ritfrelsi og mál-
frelsi er eins litlum eða minni
takmörkum háð hér á landi en
dæmi eru til í öðrum löndum.
Meðal annars hefir alls engum
hömlum eða ritskoðun verið
beitt við ræðumenn á þessari
listamannaviku. í nágranna-
löndum okkar fær yfirleitt ekk-
ert orð að fara í gegnum út-
varp án ritskoðunar.
Hið eina, sem verður að
heimta af höfundum í staðinn,
er, að þeir séu svo frjálslyndir,
að þeir vilji lika leyfa öðrum
skoðanafrelsi, jafnvel til að
gagnrýna verk þeirra. En hvað
á að halda um þá höfunda, sem
berjast fyrir því að hér verði
tekið upp þjóðskipulag komm-
únista, þar sem allt prentað mál
er sett undir ritskoðun ríkisins
áður en leyft er að gefa það út,
eftir því sem Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur hefir nýlega
upplýst i Helgafelli.
Það er margsinnis viðurkennt,
að íslendingar verji tiltölulega
meii-a af opinberu fé til styrkt-
ar rithöfundum og listamönn-
um en flestar eða allar aðrar
þjóðir. Þetta er líka nauðsyn-
legt sakir fámennis okkar. Hitt
má lengi um deila, hvernig
þessu fé er skipt milli manna.
Einhverjir verða að gera það, —
og það er víst ekki hægt að fá
til þess engla af himnum ofan.
Þótt bandalagi listamanna væri
falið það, mundi verða óánægja,
og hún sizt minni en verið hefir.
En hvað sem öllu þessu líður
þyrfti og mætti óefað meira
gera hér en nú er gert fyrir rit-
höfunda og aðra listamenn.
Bygging fyrir málverkasafn og
myndlist er eitt af þvi fyrsta
og nauðsynlegasta. Þessar list-
ir fá ekki notið sín með öðru
móti,'og þær verða ekki alþýðu
manna að verulegu gagni né
gleði án þess.
Ef Alþingi það, er nú setur,
bæri gæfu til að hrinda því
máli af stokkunum, hefði það
að minnsta kosti unnið eitt
verk, sem bætti fyrir seinagang
og aðrar hugsanlegar syndir,
sem það kann að drýgja að
dómi framtíðarinnar.
Charles IoDodgson
Hann ætlaði ekki að fást til þess að gefa
frægustu barnabók heimsins út.
Fyrir sjötíu og fimm árum fór fáskiptinn, feiminn ungur mað-
ur með þrem smástelpum á báti út á Tliamesá í Englandi. Þegar
hann steig upp í bátinn, var þessi ungi maður öllum ókunnur.
En þegar hann steig aftur á land þrem klukkustundum siðar,
var hann í þann veginn að gerast einhver frægasti maður nítjándu
aldarinnar.
Hann hét Dodgson. Hann varð að sönnu frægur undir öðrú
nafni, en þetta hét hann eigi að síður.
Stundum var hann nefndur æruverðugur Dodgson og stundum
Dodgson háskólakennari, því að á virkum dögum kenndi hann
stærðfræði við Oxfordháskóla en á sunnudögum prédikaði hann
í kirkju nokkurri.
Þegar hann freistaði þess að tala til fullorðins fólks, kom oft
fát á hann og hann stamaði. En hann hafði jafnan yndi af því
að segja litlum stúlkum gamansögur. Þegar hann réri bátnum
um Thamesfljótið að þessu sinni, sagði hann stúlkunum þrem,
sem slegizt höfðu í för með honúm, furðulega sögu.
Hann sagði þeim frá lítilli stúlku, sem sofnaði og hvarf niður
um kaninuholu og vaknaði í Undralandi. Þær hlýddu á frásögn
hans sem heillaðar væru og gleymdu stund og stað. Þær báðu
Dodgson að skrifa söguna fyrir sig. Hann sat við það alla næstu
nótt. Þar sem ein stúlkan hét Alice nefndi hann söguna Lísa í
Undralandi.
Hann lagði söguna til hliðar og gleymdi henni því næst, því
að honum hafði aldrei komið það til hugar, að nokkur vildi lesa
hana.
Mörgum árum síðar komst einhver vina hans yfir handritið.
Hann strauk rykið af því, las það, varð altekinn hrifni og bað
þess að mega gefa það út. En Dodgson var nú á annarri skoðun.
Átti hann, stæröfræðingurinn við Oxfordháskóla, að gera það
heyrum kunnugt, að hann skrifaði gamansögur fyrir börn? Nei,
það var virðingu hans ósamboðið. Honum mátti ekki verða til
þess hugsað.
Þegar Lísa í Undralandi var gefin út, k'om hún því út undir
dulnefni — dulnefninu Lewis Carroll.
Bók þessari var svo vel tekið, að slíks voru engin dæmi.
Það má með sanni segja, að bók þessi hafi töfrað hinn ensku-
mælandi heim. Hún var þegar þýdd á fjórtán tungumál, og söngv-
ar hennar voru á hvers manns vörum frá Tennessee til Timbuctu.
Vinsældir Lísu í Undralandi hafa jafnan aukizt með ári hverju.
Það hafa komið út af henni hundrað sextíu og níu útgáfur á
ensku, og hún hefir með sanni sagt farið sigurför um heim allan.
Um sjötíu og fimm ára skeið hefir hún verið vinsælasta barna-
bók veraldar.
ÚTSÖLUSTAÐIR TÍMMS t REYKJAVÍK
Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................ Sími 2260
Þorsteinsbúð, Hringbraut 61........................ — 2803
Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ................... — 5395
Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ...................... — 2139
Bókaskemman, Laugaveg 20 B.........................
Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................ — 5325
Söluturninn, Hverfisgötu .......................... — 4175
Sælgætisbúðin Kolasundi .......:...................
Verzlunin Ægir, Grófinni...........................
Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — 1336
Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............. — 3158
Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 .................... — 1754
Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................ — 1916
Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............. — 4040
Allar góðar húsmæður
þekkja hinar ágætu
SJAFNAR-vörur
Þvottaduftið
PERLA
ræstiduftið
0PAL
kristalsápu og
stangasápu
O $ T A R
«
frá Akureyri og Santfárkróki fyrirliggjandi
Samband ísKsamvínnuíélaga
K* — 1 — 1 M 1 ™ ■■ "■ ■ ■■ i: ■ 1 ■! n II ■ I ■« I' Mil 1 M « »
Samband ísl. sanivinnufélaqa.
SAMVINNUMENN!
Afgreiðsla SAMVINNUNNAR er í
Sambandshúsinu, 3ju hæð.
Múlkiir
vantar ná þegar í Kleppsspítalaim.
48 stunda viimuvika. Upplýsingar lijá
yfirhjiikruiiarkoiiuuni.
Sími 2319 eða 2317.
/ •
dörö til NÖln.
Jörðin Þórðarkot, Sandvíkurhreppi, Árnessýslu til sölu og ábúðar
írá næstu fardögum. — Alla vitneskju veitir Lýður Guðmundsson,
hreppstjóri Sandvíkurhrepps,
§IGLIIGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Cullíford’s Associated Lines, Ltd.
26 LONDON STREET,
FLEETWOOD.
Gráðaosturinn
er koininn aftur.
Fæst í heildsölu aðeins hjá
Samb. ísl. samvinnufélaga
Sími 1080
Ramm- ftníl
íslenzk uPll
Arni Jónsson
Hafnarstræti 5.
Sími 5805.
F ramsóknarmenn
í Reykjavík
Afgreiðsla Tímans biður ykkur vinsamleg-
ast um aðstoð við að útvega börn eða uugliiiga
til að bera blaðið til kaupenda I bæiium.
Gleymið ekki að borga
Tímann.