Tíminn - 15.12.1942, Page 1
IRITST.TÍRI:
þ "bRAr.r:::: þórarinsson.
, PORM • 'TUR BLAÐSTJÓRNAR:
!jc:ias jónsson.
fraa:sóknarflokkurinn.
RITSTJ ÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373. •
AFGREIÐSLA, INNHEII.ITA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Síml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 39*o og 3720.
26. ár.
TÍM1!\\. þriðjudagiim 15. des. 1942
Tilraun til mvndunar vinstri ríkis-
stjórnar hefir enn ekki verið revnd
Jónas Jónssons
Island og brezki
markað ur ínn
Slík tilraun tekur lengri tíma en það, að
íorsvaranlegt sé að fela stjórn Olafs
Thors^völdin á meðan
Afkoma íslendinga byggist á
því aö geta selt meginhluta ís-
ienzkrar framleiðslu á enskum
markaði. Þetta á jafnt við með-
an stríð stendur og eftir að frið-
ur kemst á. England er heim-
kynni hinna miklu iðnaðar-
borga. Þar er jafnan þörf fyrir
þær vörur, sem íyrst og fremst
er hægt að framleiða á Islandi.
Tvennskonar hömlur geta veriö
á þessari verzlun. Tollar og aö-
flutningshömiur í Englandí og
of hár íramleiðslukostnaður á
Islandi.
Við ráðum ekki við verziunar-
póhtik annarra þjóða, hvorki
stórþjóða né smáþjóða. En viö
eigum að geta ráðið við okkar
eigin atvinnuhætti. Allar líkur
benda til, að enskumælandi
þjóðirnar hallist ekki að inni-
lokunarstefnu í tollamálum eft-
ir stiðið. Keynsian frá Ottawa-
tiiraunin mæiir ekki með
tollaleiðinni. Það má þess vegna
gera ráð fyrir, að Islendingar
ráði mestu um það, hvort þeir
loka fyrir sér enska markaðn-
um eða halda honum opnum.
Nú sem stendur höfum við að
verulegu leyti lokað þessum
markaði á þann hátt, sem sízt
skyldi. Allir togarar liggja í
höfn og hafast ekki að, þó að
ísfiskur sé mest eftirsótt vara á
enskum markaði. Nálega öll
hraðfrystihúsin eru hætt að
starfa, af því að verkafólkið
hefir fengið svo miklar kjara-
bætur að rekstur þeirra ber sig
ekki.
. .Ef svo er haldið áfram stefn-
unni, verðum við íslendingar
verölaunamenn fyrir heims-
fræga skopleikastarfsemi. Þeg-
ar íslenzkur fiskur er hækkaður
sexfalt á bezta markaði ver-
aldarinnar, þá eru atvinnutæk-
in til útvegs á ísiandi látin fá
hvíld um ótiltekinn tíma, af
því að íslendingum þykir at-
vinnan ekki borga sig.
Englendingar hafa gert við
okkur hagfelldan verzlunar-
samning. Samkvæmt honum
kaupa þeir m. a. af okkur fjöl-
marga sjávarvöru við mjög háu
verði. í stað þess birgja þeir
landið að kóium og salti, en
Bandaríkjamenn að öðrum lífs-
nauðsynjum. Bretar hafa flutt
til okkar á sínum eigin skipum
áðurnefndar þungavörur og
hafa þó í mörg horn að líta með
skipakost sinn.
Bretar eru þolinmóðir og
raungóðir menn. Þeir halda vel
gerða samninga. En þeir ætlast
líka til að aðrir geri hið sama,
og minnast þess lengi ef út af
er brugðið. Ég held að vísu, að
það geti ekki kallast samn-
ingsrof, sem hér hefir gerzt, að
stöðva framleiðsluna á aðalút-
flutningsvöru landsmanna. En
það er óafsakanlegt heimsku-
spil gagnvart okkur sjálfum, og
það er ekki vel fallið til að auka
tiltrú þjóðarinnar hjá þeim ná-
búaþjóðum, sem við munum
fyrr og síðar eiga skipti við.
Stöðvun fiskútflutningsins til
Englands er stórkostleg aðvör-
un til allra íslendinga. Hér dug-
ar ekki nema eitt úrræði, og
það er að berjast við dýrtíð-
ina eins og Englendingar, og
með sömu eða svipuðum ráðum.
(Framh á 4. gíðuj
Tilraunir þær til stjórnarmyndunar, sem gerðar hafa
verið undanfarið, hafa að vonum vakið mikla athygli.
Tíminn telur því rétt að rifja upp aðalþætti þessara
mála, þótt áður hafi verið
flestum þeirra.
Þjóðstjórn.
Athugun átta manna nefnd-
arinnar leiddi í ljós, að ekki var
hægt að mynda stjórn fjögurra
flokka „að svo stöddu“. Ástæð-
urnar voru aðallega þær,
að Sjálfstæðisflokkurinn gaf
jafnan loðin og óskýr svör, þeg-
ar um það var rætt, hvernig
leysa skyldi þýðingarmestu mál-
in,
og að Sósíalistaflokkurinn
setti lausn ýmsra framtíðar-
mála sem skilyrði fyrir þátt-
töku sinni í ríkisstjórn.
Þetta hvort tveggja varð þess
valdandi, að ekki var unnt að
ganga frá málefnagrundvelli
slíkrar stjórnar, ef hann þá var
finnanlegur, nema á tiltölulega
löngum tíma.
Viiístri stjórn.
Það lá einnig fyrir eftir að
'viðhorf flokkanna skýrðust viö
störfin í átta manna nefndinni,
að myndun þriggja flokka
stjórnar (vinstri stjórnar)
myndi taka langan undirbún-
ing og miklar viðræður. Þetta
sást á því, að flokkarnir, eink-
um þó Sósialistaflokkurinn,
vildu fá lausn ýmissa stórmála
inn í samninginn um stjórnar-
myndunina.
Hlutlaus stjórn.
Framsóknarflokurinn leit svo
á, að mesti háskinn fyrir þing-
ræðið væri áframhaldandi seta
þeirrar stjórnar, sem haft
hefir völdin undanfarið. Hann
leit einnig svo á, að meðan
samningar flokkanna um mynd-
un þingræðisstjórnar héldu á-
fram, gætu þeir sameinazt um
ýmsar dýrtíðarráðstafanir, ef
framkvæmdirnar væru í hönd-
um ópólitískrar stjórnar. Þess
vegna taldi hann það bezta úr-
ræðið, eins og komið var, að
ríkisstjóri tilnefndi slíka bráða-
birgðastjórn, er færi með völd-
in meðan umræddir samningar
stæðu yfir.
Það er mesta firra, að skipun
slíkrar stjórnar sé nokkur
skerðing á valdi Alþingis. Það
getur fellt slíka stjórn, þegar
því þóknast. Slík stjórn væri að-
eins tilraun til að skapa frið-
samlegra ástand meðan unnið
væri áfram að myndun þing-
ræðisstjórnar og yki jafnhliða
möguleika fyrir því, að flokk-
arnir gætu sameinazt um ýms-
ar dýrtíðarráðstafanir meðan
þessir samningar stæðu yfir, en
það myndi þeim veitast örðugra,
ef flokkspólitísk minnihluta-
stjórn hefði völdin.
Formsatriði.
Þar sem það var augljóst, þeg-
ar átta manna nefndin lauk
störfum, að hvorki þjóðstjórn
eða vinstri stjórn yrði mynduð,
nema með alllöngum undirbún-
ingi, hafa allar tilraunir til
stjórnarmyndunar síðan verið
formsatriði eitt, nema þá að
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
gerð allrækileg grein fyrir
þýðuflokkurinn mynduðu stjórn
saman. Hefir ríkisstjóri af skilj-
anlegum ástæðum talið eðlilegt
að fullnægja þessum formsat-
riðum áður en hann færi þá
leið að tilnefna hina hlutlausu
stjórn, en vitanlega ber honum
að gera það, ef þingræðisstjórn
verður eigi mynduð.
Rangfærsla Alþbl.
Alþýðublaðið segir, að Har-
aldur Guðmundsson hafi leitað
til Framsóknarflokksins um
myndun vinstri stjórnar og hafi
flokkurinn hafnað slíkum til-
mælum. Þetta er algerlega ó-
satt. Haraldur beindi aldrei
neinum formlegum tilmælum
til flokksins um þetta. Hins veg-
ar mun hann hafa rætt um
þetta við einstaka menn í
flokknum og þeir bent honum
á, eins og honum var raunar
kunnugt áður, að vinstri stjórn
yrði ekki komið á, nema með
talsverðum undirbúningi.
Það er því næsta furðulegt,
að Alþýðublaðið skuli tala um
þessi mál á þá leið, að mögu-
leikar fyrir vinstri stjórn séu úr
sögunni. Þeir hafa enn ekki ver-
ið reyndir til neinnar hlítar.
Það eitt er aðeins upplýst, að
samningar um slíka stjórn
myndu taka lengrí tíma en það,
að forsvaranlegt sé að láta
bráðabirgðarstjórnarnefnu Ólafs
Thors fara með völdin þann
tíma.
Tilraun Framsóknar-
flokksins.
Eina stjórnarmyndunin af
hálfu Framsóknarflokksins og
verkamannaflokkanna, sem var
framkvæmanleg fyrirvaralítið
eða fyrirvaralaust, var myndun
bráðabirgðarstjórnar, er þeir
styddu. Slík stjórn hefði þá af-
greitt á þessu þingi þau mál, er
samkomuiag hefði orðið um, en
snúið sér siðan að undirbúningi
mála fyrir næsta Alþingi og þá
gengið úr skugga um það, hvort
grundvöllur væri fyrir slíka
stjórn til frambúðar.
Framsóknarflokkurinn kaus
tvo menn af sinni hálfu, Bern-
harð Stefánsson og Sveinbjörn
Högnason, til þess að athuga
það, hvort hægt væri að mynda
slika stjórn. Bæði Alþýðuflokk-
urinn og Sósíalistaflokkurinn
voru sammála um, að þeir gætu
ekki fallizt á slíka stjórnar-
myndun, heldur vildu þeir láta
semja um helztu málin áður en
gengið yrði til stjórnarmynd-
unar.
Þótt slíkt samstarf næðist
ekki, er vitanlega með öllu
rangt að telja þetta sönnun
þess, að ekki sé möguleiki til
samstarfs milli Framsóknar-
flokksins og verkamannaflokk-
anna, ef meira ráðrúm fengizt
til undirbúnings. En það væri
í samræmi við málflutning Al-
þýðublaðsins, að Alþýðuflokk-
urinn hefði lýst sig andvígan
Landsbankínn stofnar
kaupþing í Reykjavík
Umferd verðbréfa hefír tvöfaldast
seinustu 10 árín
*
Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, hefir Landsbanki
íslands ákveðið að koma upp kaupþingi, þar sem verzlað er með
verðbréf og gengi þeirra skráð. Slík þing starfa í öðrum löndum
og þykja þar-nauðsynleg. í greinargerð, sem bankinn hefir sent
blöðunum, segir m. a. á þessa leið:
.. „Verðbréfaveltan hefir aukizt j
mjög mikið hér á landi síðustu
árin og þýðing verðbréfa fyrir
viðskiptalífið í heild að sama
skapi farið vaxandi. Má áætla,
að árið 1931 hafi eiginleg vaxta-
bréf í umferð numið að nafn-
verði samtals um 30 milj. kr., á
móts við 67 milj. kr. í árslok
1941, samkvæmt skýrslu Lands-
bankans. Þessi mikla aukning
hefir, hvort tveggja í senn, skap-
að möguleika fyrir því, að stofn-
að sé til reglulegra kaupþings-
viðskipta, og aukið þörfina á
því, að þessum málum sé komið
á traustan grundvöll. Þó að
verðbréfaviðskiptin hafi á síð-
ustu árum að mörgu leyti færst
í betra horf en áður var, hefir
legið í augum uppi, að þörf væri
endurbóta á þessu sviði. Lands-
bankinn telur, að nú sé kominn
tími ti lað hefjast handa um
framkvæmdir í því efni.
Landsbankinn hefir upp á síð-
kastið aukið mjög afskipti sín
af verðbréfaverzluninni. Síðast-
liðið ár kom hann á tf>t verö-
bréfasölu, sem rekur umboðs-
verzlun með verðbréf. Þá hefir
og Landsbankinn séð um útboð
á 4 lánum síðastliðiði iy2 ár, og
eru þetta einu lánin, sem boðin
hafa verið út opinberlega á
þessum tíma, að undanskildu
ríkisláninu 1941. Bráðlega koma
á markaðinn hitaveitulánin tvö,
samtals að upphæð 10 milj. kr.,
sem Landsbankinn hefir yfir-
tekið. Loks eru í uppsiglingu
önnur lán, sem verða á hans
vegum að meira eða minna
leyti. Stofnun kaupþingsins er í
eðlilegu framhaldi af þessari
auknu þátttöku Landsbankans i
verðbréfaviðskiptunum.
Höfuðmarkmið Landsbankans
með þessari nýmyndun á sviði
verðbréfaviðskipta hér á landi,
er annars vegar að auka öryggi
þeirra, sem ávaxta sparifé sitt
i verðbréfum, hins vegar að búa
í haginn fyrir viðskiptalífið í
heild, að svo miklu leyti sem
það er háð því, hvernig þessum
málum er fyrir komið. Kaup-
þingsviðskiptin fara fram í fast-
ákveðnum formum undir hand-
arjaðri opinbers aðila, og þeir,
sem taka þátt í þeim, eru sér-
fræðingar í öllu viðkomandi
þessari starfsemi, og sérstaklega
til hennar valdir. Allt á þetta
að stuðla að þvi, að verðmynd-
unin, þ. e. gengisskráningin,
verði 'ein? ábyggileg og tök eru
á. Hin opinbera gengisskráning
kemur í veg fyrir, að/ hægt sé
að notfæra sér ókunnugleik
manna um raunverulegt verð-
vinstri stjórn með því að synja
þessu tilboði.
Fresturlnn.
Skipun bráðabirgðarstjórnar
er auðvitað ekkert úrræði til
frambúðar, heldur frestur, sem
Alþingi er veittur til þess að
koma á þingræðisstjórn. Þenn-
an frest ber Alþingi að nota sér
sem bezt og sérstaklega er áríð-
andi, að hann verði notaður til
þess að ganga úr skugga um
það, hvort Framsóknarflokkur-
inn og verkamannaflokkurinn
geta unnið saman að þeim stór-
málum, sem bíða framundan, ef
samstarf milli allra flokkanna
reynist útilokað.
gildi verðbréfa. Ennfremur
leiðir það af kaupþingsviðskipt-
unum, að verðbréfagengi verð-
ur stöðugra en ella mundi verða,
og er það mjög mikilvægt at-
riði frá þjóðhagslegu sjónar-
miði. Loks eru líkur fyrir því,
að kaupþingsskráningin leiði
smám saman til breytingar á
viðhorfi almennings gagnvart
vaxtabréfum, þannig að menn
sækist meir eftir því en nú er,
að ávaxta fé sitt í þeim. Til
lengdar leiðir það til hærra
gengis á vaxtabréfum, sem at-
vinnulífið nýtur góðs af. Mætti
telja væntanlegu kaupþingi
margt fleira til gildis, en ekki
skal farið frekar út í það að
sinni.
Við samningu á reglum fyrir
kaupþingið hefir verið höfð
hliðsjón af fyrirkomulagi kaup-
þinga á Norðurlöndum, en þó
hafa sérstakar aðstæður leitt til
þess, að mörgu hefir verið fyrir
komið á annan hátt. M. a. hef-
ir ekki verið talið fært að hafa
reglurnar eins strangar og tíðk-
ast erlendis, og þær eru ekki
heldur nærri eins ítarlegar. Er-
lendis hafa kaupþingin oftast
myndazt af sjálfu sér og á-
kveðnar reglur komizt á, áður
en hið opinbera hóf íhlutun um
málefni þeirra, með lagasetn-
ingu og eftirliti. Hér á landi er
aðstaðan allt önnur, þar sem
kaupþingið verður til fyrir til-
stuðlan opinbers aðila. Er því
viðbúið að gera þurfi ýmsar
lagfæringar á reglunum, eftir
því sem reynslan kemur til að
segja fyrir um.“
Þeir, sem vilja fá nánari upp-
lýsingar um reglur kaupþings-
ins, geta vitanlega fengið þær
beint frá bankanum.
Milliþinganefnd, sem vann að
athugun bankamála fyrir
nokkrum árum, lagði til að
stofnað yrði kaupþing og var
flutt frv. um það í þinginu. En
það dagaði þá uppi, aðallega
vegna óska frá Landsbankan-
um, sem mun þá hafa verið
byrjaður á undirbúningi að
þessari starfsemi, enda er að
mörgu leyti eðlilegt, að hún sé
í höndum þjóðbankans, fyrst
hún er háð opinberum afskipt-
um á annað borð.
Prestskösning
Prestkosning fór fram i
Stokkseyrarprestakalli sunnu-
daginn 6. desember. Voru 949 á
kjörskrá, en 689 manns neyttu
atkvæðisréttar.
Flest atkvæði hlaut séra Áre-
líus Níelsson, prestur að Stað á
Reykjanesi, 335. Séra Ingólfur
Ástmarsson, prestur að Stað í
Steingrímsfirði, hlaut 266 at-
kvæði, séra Þorgrímur V. Sig-
urðsson, prestur að Grenjaðar-
stað, 33 atkvæði, séra Magnús
Guðmundsson, prestur í Ólafs-
vík, 28 atkvæði og séra Þorsteinn
Björnsson, prestur í Árnesi í
Trékyllisvík, 23 atkvæði. —
Þrír seðlar voru ógildir, en tveir
auðir.
Þótt séra Árelíus hlyti álitleg-
an meirihluta atkvæða fram yf-
ir séra Ingólf, var kosningin þó
ekki lögmæt.
149. blað
Á víðavangi
LANDBÚNAÐUR ER KJÁNA-
LEGT SPORT, SEGIR KILJAN.
Síðan listamannaþinginu lauk
hefir Kiljan fengið hinn mesta
áhuga á sveitabúskap. Skrifar
hann skáldlegar greinar í blað
kommúnista um • ölmusu- og
aumingjalýð þann, er í sveitun-
um búi. Niðurlag á grein í Þjóð-
viljanum í gær er á þessa leið:
„ — — — Það er hægt að
leggja svo mikla vinnu og fyr-
irhöfn í að draga fram örfáar
ær, að dilkurinn verði aldrei
fullborgaður. Slíkur landbúnað-
ur á aftur á móti ekkert skylt
við atvinnuveg, heldur er hann
aðeins kjánalegt sport, sem
hlýtur að standa og falla með
opinberum ölmusum.“
Að þessu sinni skal aðeins á
það minnst, að að enginn mað-
ur á landinu hefir gengið svo
ríkt eftir sinni ölmusu af opin-
beru fé sem Kiljan. Af því að
ölmusa hans lækkaði á sama
hátt og ræktunarstyrkur til
bónda, sem lítið ræktar, hefir
hann orðið svo heiptúðugur, að
nærri stappar, að hann hafi
beðið tjón á sálu sinni.
VALTÝR ÚRILLUR
VIÐ „MORGUNVERKIN”.
Þegar Valtýr fór úr þjónustu
Búnaðarfél. íslands á morgni
lífsins og gerðist ritstjóri Morg-
unblaðsins, bað hann vini sína
og kunningja að muna það, að
hann hefði engan veginn snúið
baki við köllun sinni og því ætl-
unarverki að veröa brautryðj-
andi íslenzkra bænda. Hann
ætlaði einungis að útrýma
snöggvast tveimur slæmum
mönnum úr Framsóknarflokkn-
um, þeim Tryggva Þórhallssyni
og Jónasi Jónssyni, en það
mundi ekki taka langan tíma,
aðeins verða nokkurs konar
morgunverk áður en hann byrj-
aði á sjálfu ævistarfinu. En svo
hafa árin liðið svona, og alltaf
treinast Valtý morgunverkin
sín. En oft má sjá, að hann er
oröinn leiður á þeim, og sérstak-
lega er hann úrillur á sunnu-
dagsmorgnana í Reykjavíkur-
oréfum sínum. Stundum segir
hann, að íslenzkar sveitir séu
harðbalar og útkjálkar, sem
varla séu byggilegar siðuðum
mönnum. Stundum rýkur hann
í að raða saman ókvæðisorðum
í klausur um Jónás Jónsson, al-
veg eins og hann gerði á morgni
lífsins,. þegar hann gekk úr
flokki Framsóknar- og sam-
vinnumanna á mála hjá pen-
ingamönnum íhaldsins í Reykja-
vík.
Það er eins og gamlar, visnar
hugsjónir sæki að Valtý við
morgunverkin:
Vér erum verkin,
sem áttu að vinnast.
Hálfleiks merkin,
sem hjá oss finnast,
i hóp skal vitna
þitt háttalag
og á þér bitna
hinn efsta dag.
ÚR BÆNUM
Þingeyingafélagið.
Fyrir skömmu var stofnað Félag
Þingeyinga í Reykjavik. Formaður þess
var kosinn dr. Þorkell Jóhannesson. í
kvöld klukkan 8,45 verður framhalds-
stofnfundur félagsins í Alþýðuhúsinu
við Ingólfsstrœti. Á þar að kjósa full-
trúaráð félagsins og ræða um starfs-
svið þess og framtíðarverkefni. Þess er
vænzt, að sem flestir Þingeyingar, sem
í bænum eru, komi á fundinn. Að lokn-
um fundarstörfum verður dansað.
til á Hafnarfjarðar-
veginum síðastl. srmnudag að erlend
herbifreið valt út af veginum. Tvær ís-
lenzkar stúlkur voru í bifreiðinni og
meiddust þær mikið. Ókunnugt er um
meiðsli annara farþega.
Hæstiréttur
hefir nú fellt dóm í máli, sem Bjarni
Eggertsson fyrv. lögregluþjónn höfðaði
í fyrra, vegna þess að lögreglustjóri
vék honum frá störfum f fyrra. Aðal-
krafa Bjarna var ógilding brottvikn-
ingarinnar. Hæstiréttur leit svo á, að
brottvikningin hefði verið lögleg og tók
því ekki kröfur Bjarna til greina.
Bifreiðaslys
Það slys vildi