Tíminn - 15.12.1942, Blaðsíða 2
590
Reykjavík, þrlgjiidaginn 15. des. 1942
149. blað
t^ímirm
Þriðjudag 15. des.
Giaðjón F. Teítsson:
Vansmiði á bifreiðafrnmvarpinn
- Hrossakjötsverzlun og bifreiðaúthlutun -
fyrrnefndum loforðum séu
nokkuð síður óþægilegar fyrir
þá, sem fyrir þeim verða, held-
ur en vanefndir eða ógilding á
hinum siðarnefndu, þ. e. inn-
kaupaleyfunum? Væntanlega er
þó alveg erfiðleikalaust fyrir
menn, sem fest hafa kaup á
umræddum bifreiðum erlendis,
að losna við þær aftur, sér að
skaðlausu, annað hvort á mark-
aði þar eða til samlanda sinna,
sem fá leyfi og teljast hafa
meiri þörf eða r#tt til kaupa.
Það er algengt að láta inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfi,
sem af einhverjum ástæðum
hafa ekki veriö notuð, falla úr
gildi eftir vissan tímæ, t. d. á
áramótum. ( Virðist því harla
einkennilegt, ef umrædd leyfi
til innkaupa á bifreiðum, sem
veitt eru af algerðu forsjárleysi
og mörg hver af vansæmandi
handahófi og hlutdrægni, eiga
að verða nokkurskonar eilífðar-
leyfi. Og illa munu menn kunna
því, að bifreiðir, fluttar gegn
þessum leyfum, upptaki allt til-
tækilegt skipsrúm um ófyrir-
sjáanlegan tíma, enda er þá
skotið allmjög á frest þeirri
stjórnarbót, sem felast á í fram-
angreindu frumvarpi.
Með skírskotun til ofanritaðs,
vil ég vænta þess, að flutn-
ingsmenn nefnds frumvarps
verði fúsir til að fella niður um-
rædda undanþágu, enda þykist
ég vita, að hún sé komin inn í
frumvarpið af vangá þeirra.
Sumum kann að virðast, að
ég sé hér að framan óþarflega
hvassorður (um ráðsmennsku
þeirra manna, sem að undan-
förnu hafa haft bifreiðaverzl-
unina á sínu valdi. En hvergi
mun samt ofmælt, og vil ég því
til stuönirigs og viðbótar við
það, sem ég hefi áður skrifað
um þessi mál og ómótmælt
stendur, hérmeð benda á eftir-
farandi dæmi, sem telja má
einkennandi fyrir það ástand,
sem ríkt hefir að undanförnu.
Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis, almennt kallað
Kron, er sem kunnugt er,
stærsta smásöluverzlun í bæn-
um, og selur fyrst og'fremst
brýnustu nauðsynjavörur. Þessu
fyrirtæki lá mjög á því á síðast-
liðnu hausti að fá litla yfir-
byggða bifreið til heimsendinga
á vörum innanbæjar. En bif-
reiðin var ófáanleg eftir eðli-
legri viðskiptaleið, þ. e. beint
frá einkasölunni eða skila-
nefnd fjármálaráðherrans. Aft-
ur á móti var hún fáanleg á
annan hátt.
Einn alþingismaður Sjálf-
stæðisfl., Ingólfur frá Hellu,
þurfti um þessar mundir að
selja mikið af hrossakjöti, en
markaðurinn í bænum var yfir-
fylltur. Ingólfur var samt ekki
á flæðiskeri staddur, því að
hann hafði fríðindi að bjóða í
sambandi við sitt hrossakjöt.
Hann gat boðið Kron að selja
því flúnkurnýja vörubifreið,
beint frá skilanefndinni, sér-
staklega byggða til innanbæjar-
sendinga, gegn því, að Kron
keypti af honum allt hrossa-
kjöt hans. Og kaupin fóru fram.
Ingólfur losnaði við hrossakjöt-
ið, þó aðrir væru í vandræðum
að selja, og Kron fékk bifreið-
ina. Guðjón F. Teitsson.
Tvær unglingabækur
Þegar líður að jólum, er jafn-
an sem flóðgátt hafi verið
opnuð, þvílíkur hafsjór af bók-
um kemur þá á markaðinn. Á
hverjum degi koma nýjar bæk-
ur í glugga bókaverzlananna.
Ekki verður bókaflóðið hvað
minnst*í ár. Eins og gefur að
skilja, er þar margt góðra bóka,
þótt mikið sé af lélegu rusli
eins og gengur.
Að þessu sinni finn ég hvöt
hjá mér til þess að geta tveggja
yfirlætislausra og ekki stórra
unglingabóka, í þvi skyni að
leiða að þeim athygli fólks,
sem hefir í hyggju að kaupa
bækur h'anda stálpuðum börn-
um sínum og unglingum. Þessar
bækur eru „Drengir, sem vaxa“,
eftir Aðalstein Sigmundsson og
„Smávinir fagrir“ eftir Kristján
Friðriksson.
Þessar bækur báðar eru með
talsvert nýstárlegu yfirbragði.
Og þær eru ekki aðeins dægra-
dvöl þeim, er þær lesa, heldur
eiga þær annað og meira er-
indi, sem dulið er undir yfir-
borði liprar og aðlaðandi frá-
sagnar.
Af bók Kristjáns, „Smávinir
fagrir“, er það skemmst að
segja, að hún er ein sú ungl-
ingabók, sem líklegust er flestra
þeirra, er ég þekki, til þess að
glæða ást lesandans á dásemd-
um náttúrunnar og leiða at-
hygli þeirra að þeim. Undir yf-
irborði skemmtilegrar frásagn-
ar, er hún kennslubók í grasa-
fræði, prýdd fjölda ágætra
mynda af blómum og jurtum og
með mörgum tilvitnunum í ljóð
íslenzkra skálda um blómin. Og
kostur hennar er einmitt sá, að
Pálmi Emarsson. ráðwiiantiiri
^amgðu^nbætnr
í Dalasýsln
Getum víð fengið
skípatjóníð bætt?
í seinasta tölublaði sjómanna-
blaðsins Víkingur ritar Ásgeir
Sigurðsson skipstjóri grein um
siglingar íslenzkra skipa og vek-
ur þar m. a. athygli á mjög at-
hyglisverðri tillögu. Farast hon-
um orð á þessa leið:
„Það ætti að vera lágmarks-
krafa íslendinga, að öll skip, er
töpuðust af völdum stríðsins,
skyldu bætt með nýju, eða í það
minnsta jafn góðu skipi, eigi
síðar en mánuði til tveim mán-
uðum eftir að skip tapast.
Við höfum heyrt og séð frá
því sagt, hve undursamlega
skamman tíma taki nú að
byggja skip. Náttúrlega hljótum
við að trúa því, meðan að flytj-
endur fréttanna sjálfir beria það
eigi til baka. Okkar skipaflota
mætti því tvöfalda á mjög
skömmum tíma. En eins og nú
hlýtur að fara að verða ljóst
öllum þorra landsmanna, þá
höfum við verið þátttakendur í
stríðinu, með bandamönnum, í
2i/2 ár, og á þeim tíma misst,
á okkar mælikvarða, allt of mörg
skip, en engin skip fengið í
skarðið ennþá, þótt við sízt allra
þjóða þolum skipamissi.
Oss er tjáð, að aðrar þjóðir,
er fylgja bandamönnum að
málum, fái skipamissi sinn bætt-
an og það með nýjúm og betri
skipum. Hví skyldum við þá
eigi einnig fá okkar skip bætt,
ef vel væri á haldið? Það er
sjálfsögð sanngirniskrafa.“
Þessi ósk er áreiðanlega
studd af öllum íslendingum.
Þjóðin hefir þegar orðið fyrir
verulegu tjóni af völdum sigl-
inga, sem ekki hafa siður verið
í þágu Bandamanna en okkar.
Nokkur skip hafa sennilega far-
izt á tundurduflum hér við
land. Það er ekki nema rétt-
mætt, að við fáum úr þessu
bætt á þann hátt, að Banda-
menn útvegi okkur með sann-
gjörnu verði a. m. k. jafnmik-
inn skipakost og við missum af
völdum hernaðarins.
Það er ekki óeðlilegt, að það
dragi nokkuð úr áhuga okkar
fyrir siglingum, ef við fáum ekki
ný skip í stað þeirra, sem við
kunnum að missa. Þetta munu
Bandamenn áreiðanlega skilja.
Þeir munu líka sjá, að það get-
ur verið alveg eins mikið í
þeirra þágu og okkar sjálfra, að
siglingar eða fiskveiðar íslend-
inga þurfi ekki að dragast sam-
an vegna skipatjóns.
Þetta atriði og ýms önnur,
sem snerta siglingamál okkar,
þarfnast þess að hafnir verði
rækilegir samningar við um-
boðsmenn Bandamanna hér um
þessi mál. Við ættum áreiðan-
lega ekki að þurfa að vænta
annars en að óskum okkar yrði
tekið með sanngirni.
Það ástand, sem nú ríkir í
þessum málum, að togaraflotinn
sé bundinn í höfn, þegar bæði
íslendingar og Bandamenn
hafa þörf fyrir öll skip sín, get-
ur vitanlega ekki haldizt til
lengdar. Það verður að reyna
tafarlaust ítrustu samkomu-
lagstilraunir og er þá næsta
líklegt, að sú lausn finnist, er
allir aðilar mega sæmilega við
una.
Það virðist svo, að ríkisstjórn
Ólafs Thors hafi verið næsta
tómlát í þessum málum. En
slíkt tómlæti má ekki vara
lengur. Sú nýja ríkisstjórn, sem
vonandi kemst á laggirnar
næstu daga, verður að láta þessi
mál verða meðal þeirra fyrstu,
er hún tekur sér fyrir hendur.
Þ. Þ.
Lesendur!
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þelm mannl,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Timann.
Skrlflð eða símið tU Tímans
og tllkynnið honum nýja áskrlf-
endur. Simi 2323.
Þeir Sigurður Þórðarson og
Finnur Jónsson hafa nýlega
lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um einkasölu á bif-
reiðum, bifhjólum, hjólbörðum,
hjólbarðaslöngum og um út-
hlutun bifreiða.
Tilgangur flutningsmanna
frumvarpsins mun vera sá, að
koma viðunandi skipun á um-
rædda verzlun í stað þeirrar
hneykslanlegu óstjórnar og
hlutdrægni, sem ríkt hefir að
undanförnu.
En einn lítt skiljanlegur galli
er á nefndu frumvarpi, og hann
er að finna í 8. gr. þess, þar sem
beinlínis er ákveðið, að hin nýja
úthlutunarnefnd skuli ekki
hafa leyfi til að skipta sér af
innflutningi og ráðstöfun þeirra
bifreiða, sem keyptar eru út á
gömul leyfi frá fyrrverandi Bif-
reiðaeinkasölu og Gjaldeyris-
nefnd. En ég hefi áður sýnt
fram á það hér í blaðinu, að það
er Bifreiðaeinkasalan eða ráð-
herrann, yfirmaður hennar, sem
ber alla ábyrgð á leyfisveiting-
um þessum.
Nú mun það vera svo, að í
Ameríku liggi mikill fjöldi
fólksbifreiða, sumir segja allt
upp undir 100 og aðrir segja 150,
sem keyptar hafa verið gegn
slíkum leyfum, er að ofan
greinir, án þess að nokkur skil-
yrði væru á næstunni til flutn-
ings yfir hafið. Er vitað, að leyf-
isveitingarnar fyrir þessum bif-
reiðum eru beint áframhald af
því dæmalausa handahófi og
hlutdrægni, sem ríkt hefir á
þessu sviði að undanförnu,
þannig, að leyfishafar muni
ekki hvað sízt vera einkabif-
reiðaeigendur, sem fengið hafa
hverja bifreiðina á fætur ann-
ari hin síðustu 1—3 árin.
Vil ég nú leyfa mér að spyrja,
fyrst á annað borð er fahð með
lögum að hrófla við ósómanum,
hvers vegna eru þá hinar fram-
angreindu ófullnægðu leyfis-
veitingar undanþegnar því að
þurfa að endursamþykkjast af
hinni nýju úthlutunarnefnd?
Það mun ekki tilætlun, sam-
kvæmt umræddu frumvarpi, að
binda hina nýju úthlutunar-
nefnd við að uppfylla hin mörgu
og sviknu loforð Bifreiðaeinka-
sölunnar og fjármálaráðherr-
ans um bifreíðar til einstakra
manna og fyrirtækja. En telja
menn þessi loforð nokkuð ó-
merkilegri en hin, sem veitt
hafa verið einstökum mönnum
til sjálfstæðra innkaupa? Eða
halda menn að vanefndir á
Dalasýsla hefir frá öndverðu
verið álitin að hafa betri skil-
yrði til búrekstrar heldur enn
mörg önnur héröð landsins.
Landgæði eru mikil í Dölum,
afréttir góðar, og má án efa
með réttu segja, að fjórir af niu
hreppum sýslunnar séu með
betri sauðfjársveitum landsins,
og sýslan sem heild hafi skilyrði
til sauðfjárræktar ofan við
meðallag. Það mun leitun á
jafngóðum ræktunarskilyrðum
og eru í Dölum, þó telja megi að
tveir hrepparnir, Saurbæjar- og
Miðdalahreppur beri af hvað
þeim viðkemur. Fyrir þrjátíu
árum voru þessar staðreyndir
viðurkenndar innan héraðsins,
meðal annars með þeim stór-
hug, sem fram kom i héraðinu
til ræktunarumbóta. Á þeim ár-
um voru þessir tveir hreppar
langhæstir með jarðabótafram-
kvæmdir allra hreppa á land-
inu. Frumkvæðið að þessum
framkvæmdum má rekja til
forgöngu nokkurra ötulla for-
ráðamanna í héraðinu. Ekki
hvað sízt til Torfa heitins
Bjarnasonar í Ólafsdal og á-
hrifa frá skóla hans, og þá ekki
síður til stórhugs og hvatning-
ar Björns heitins Bjarnasonar
sýslumanns á Sauðafelli. Fleiri
mætti nefna, er urðu til fyrir-
rpyndar öðrum bændum 1 hér-
aðinu, eins og Ólafur Finnsson
á Fellsenda.
Hin síðari ár hefir þótt kenna
meira kyrstöðu en efni stóðu
til í jafngóðu landbúnaðarhér-
aði og Dalasýsla er. Orsakir til
þess eru án efa fleirþættar, en
eitt meginatriði hefir þó án alls
efa lagt þar þyngst lóð á meta-
skálar. Það eru hin erfiðu sam-
gönguskilyrði, er sýslan hefir
haft við að búa. Eftir að mörg
önnur héröð landsins höfðu
fengið bílfæra vegi var Dala-
sýsla án bílfæra samgangna út
úr héraðinu. Það er fyrst eftir
1930, sem vegur kemur yfir
Bröttubrekku fyrir atbeina sr.
Jóns Guðnasonar, er um skeið
var þingmaður héraðsins.
Það er mjög mikið álitamál
hvort vegamálastjórnin valdi þá
hina heppilegustu leið til að
tryggja vetrarsamgöngur við
sýsluna. Eins og vegurinn er
lagður, tekur fyrir alla flutn-
inga um hann i fyrstu snjóum.
Framtíðarlausn á því máli er,
að dómi þeirra er bezt þekkja
til staðhátta, vegur yfir Heydal.
Það er 20 km. leið af veginum
sunnan Rauðamelsheiðar yfir á
Skógarstrandarleið. Fjallgarð-
urinn er hvergi hærri á leiðinni
en 160 metrar yfir sjávarmál, en
Bröttubrekkuvegur liggur um
400 metra yfir sjávamaál. Það,
sem ennfremur vinnst við veg
um Heydal, er, að þá kemst
Skógarströndin jafnframt í veg-
arsamband við aðalveginn sunn-
an fjalls.
Til þess að koma akfæru
sambandi á yfir fjallgarðinn, er
yrði mun tryggari lengri tíma á
árinu en vegurinn um Bröttu-
brekku, þarf ekki mikið fé, þótt
hins vegar í framtíðinni yrði að
gera ráð fyrir lögðum vegj yfir
fjallgarðinn.
Innan héraðs hefir syðsti
hreppur sýslunnar, Hörðudalur,
átt við það að búa, að sækja
allar sínar nauðsynjar yfir tvær
óbrúaðar ár, Hörðudalsá og
Miðá, sem báðar eru allvatns-
miklar og á sumum tímum árs
ófærar allri umferð. Það er mjög
aðkallandi verkefni, er þarf að
leysa, að þessar brýr verði sett-
ar á hinum hentugasta stað
fyrir þá, sem eiga að nota þær,
en ekki eins og ráðamenn vega-
málanna og þingmaður héraðs-
ins hefir gert ráð fyrir að færa
þær úr leið óg brúa aðra ána,
Kaldar kirkjnr
Eftir dr. Gnnnlaug Claessen.
Eftirfarandi athugasemdir
bið ég háttvirta ritstjórn taka
í blaðið út af greininni „Heil-
brigt líf“ í „Tímanum“ þ. 5. des.
þ. árs.
Sr. Sveinn Víkingur hneyksl-
ast á ummælum héraðslæknis
Öxfirðinga út af kirkjum í
læknishéraði hans. Hafði land-
læknir tekið þau upp í Heil-
brigðisskýrslur, en ég svo getið
þeirra í tímaritinu „Heilbrigt
líf“. Ég hefi ekki skilið orð hér-
aðslæknisins sem árás 4 krist-
indóminn, eins og sr. S. V., held-
ur sem aðfinnslur um óforsvar-
anlegt viðhald og útbúnað
kirkna. Fleiri héraðslæknar
(Blönduós-, Húsavíkur- og Þist-
ilfjarðarhérað) hafa getið þess
í embættisskýrslum sínum til
landlæknis, að kirkjur væru
ekki nógu vel viðhaldnar, og
jafnvel ekki embættisfærar að
vetri til vegna kulda og lélegs
viðhalds. En svo er til ætlazt, að
á ári hverju sé í heilbrigðis-
skýrslunum lýst skólum, sam-
komuhúsum og kirkjum frá
sjónarmiði heilsunnar. Að-
finnslur læknanna ber því ekki
að skoða sem árás á kristin-
dóminn. En hitt er rétt, að um-
mæli umrædds læknis hefðu
lesandinn hlýtur að nema af
bókinni, án þess að vita af því,
að hann sé í rauninni að nema.
Mín spá er sú, að þessi ný-
stárlega bók eigi eftir að reyn-
ast mörgum ungum lesendum,
jafnt stúlkum sem drengjum,
þarfleg og glæða til verulegra
muna skilning þeirra á um-
hverfinu og raunar sjálfu líf-
inu. Kristján Friðriksson hefir
þá gott og nytsamt verk unnið
með bók sinni.
Hin bókin, „Drengir, sem
vaxa“, er talsvert annars eðlis.
Hún er sér i lagi ætluð drengj-
um, og mun verða vinsæl þeirra
meðal. Þar eru lifandi frásagn-
ir úr lífi drengja, sumar frum-
samdar af Aðalsteini, aðrar
þýddar. Eru þær allar mjög við
hæfi þróttmikilla stráka og lík-
legar til að efla áræði, dug og
réttlætistilfinningu hjá þeim
unglingum, er þær lesa.
Ættu þeir, sem unglingabæk-
ur skrifa, að temja sér að
sneiða hjá víli og voli og leit-
ast þess í stað við að stæla vilj-
arin til athafna og afreka.
Væri vel, ef Aðalsteinn skrif-
aði fleiri bækur af þessu tagi.
Það yrði vel þegið, bæði af
unglingunum, sem þær væru
ætlaðar ,og forsjármönnum
þeirra og foreldrum.
Báðar bækurnar eru skrifað-
ar á hreinu, látlausu og tæpi-
tungulausu máli. J. H.
Miðá, fram í miðjum Miðdöl-
um, langt úr leið fyrir alla not-
endur í þeim hreppi, er mest
þarf á brúnni að halda.
í vestursýslunni eru allar ár
óbrúaðar, og þó það eigi að
heita bílfær vegur sé frá Ás-
garði að Staðarfelli, þá eru á
þeirri leið fjórar ár óbrúaðar.
Kringum Klofning á að heita
vagnfær vegur,en er þó ekki bíl-
fær frá Staðarfelli að Skarði,
hinu forna og nýja höfuðbóli.
Milli Skarðs og Tjaldaness er
enginn vegur, og ér Skarðs-
hreppur án efa einn þeirra
hreppa á landinu, sem verst er
settur með vegasamband. Þar
verða menn að hafa ‘klyfja-
flutning við alla aðdrætti.
Það er árlega lagt mikið fé
til að bæta og auka vegakerfið
í landinu. En þrátt fyrir það er
langt frá því að vegakerfi
landsins fullnægi þörf þjóðar-
innar fyrir bættar samgöngur.
Mörg héröð hafa mjög ófull-
komið vegakerfi þótt talið sé að
þau séu í bílfæru vegasambandi
tvo til þrjá mánuði um hásum-
arið.
Það virðist mjög við brenna,
að megináherzla sé lögð á að
gera vegasambandið sem greið-
ast vegna sumarferðalaga þétt-
býlisins, en minna hafi verið á
hitt litið, sem ætti að vera að-
alatriði, að koma upp sem ör-
uggustum samgönguleiðum
vegna þeirra, sem við fram-
leiðslu fást í sveitum landsins.
mátt vera smekkvísari. Mér er
ráðgáta, að söfnuðir hér á
landi skuli una við kaldar kirkj-
ur og ónotaleg sæti. Þau ættu
að vera eins þægileg og í kvik-
myndahúsum.
Klerkastéttin má ekki held-
ur skoða það sem fjandskap í
garð kirkju og kristindóms, þó
að skoðanamunur sé um bygg-
ingamál. Og þannig er það um
Hallgrímskirkju, sem sr. S. V.
gerir líka að umtalsefni. Það er
skiljanlegt, að söfnuðir vilji
koma sér upp kirkjum til guðs-
þjónustuhalds. En ég leyfi mér
að efast um, að þeir menn séu
einlægari kristindómsvinir, sem
gleypt hafa við ráðagerðinni um
byggingu Hallgrímskirkj u, held-
ur en þeir, sem sjá ýmislegt
aðfinnsluvert við þetta guðs-
hús, frá byggingarlegu sjónar-
miði. Þessir menn telja ráðlegt
að sjá sig um hönd, áður en
hrapað er að því að byggja
kirkju, sem yrði jafnhá loft-
skeytastöngunum á Melunum
og það mikill geimur, að inni í
kirkjusalnum mætti koma fyrir
tveim húsum á stærð við stór-
hýsi Eimskipafélagsins, skv.
grein Einars Sveinssonar húsa-
meistara, er nýlega birtist um
þetta mál (Morgunbl. 28. nóv.
“42). Rúmmál Hallgrímskirkju
áætlar húsameistarinn 25 þús.
rúmmetra, en Landakotskirkja
er rúmlega 6 þúsund. Ég leyfði
mér að kalla þetta „ævintýra-
legt fyrirtæki“ og þykir mér
leitt, að þau ummæli skuli
hneyksla sr. S. V.
Út af spítalabyggingum kemst
sr. Sveinn svo að orði: „... . þar
sem vitað er, að það eru ekki
hvað sízt áhrif kirkju og krist-
indóms, sem stutt hafa að og
hrundið hafa af stað bygging-
um sjúkrahúsa í öllum kristnum
löndum, og einnig hér á landi“.
Það er rétt, að hér á landi
hefir kaþólska kirkjan komið
upp þrem myndarlegum sjúkra-
húsum í Reykjavík, Hafnarfirði
og í Stykkishólmi, og rekur þau.
Hins vegar er mér ekki kunnugt
um, að þjóðkirkjan hafi hrund-
ið af stað byggingu sjúkrahúsa.
En vera má, að hér sé meðfram
átt við, að hugsjónir kristin-
dómsins hafi örvað Alþingi,
bæjarvöld og aðra aðilja til þess
að • koma upp slíkum stofnun-
um.
Að síðustu leyfi ég mér svo að
þakka sr. Sveini Víkingi fyrir
vingjarnleg og viðurkennandi
orð í garð tímaritsins „Heil-
brigt líf“. Mér þykir lofið gott,
ekki sízt af munni dómbærs
menntamanns.
11. des. 1942.
Gunnlaugur Claessen.
Það er almennt viðurkennd
staðreynd og reynsla allra þjóða
hefir sýnt það, að bættar sam-
göngur eru fyrsta skilyrði þess
að umbætur í framleiðslúhátt-
um landbúnaðarins geti orðið
arðbærar.
Það er hægt að benda á fjölda
dæma þess, jafnvel hér hjá okk-
ur, að framleiðsluaðstaðan hef-
ir gerbreytzt þar sem samgöng-
unum hefir verið komið í það
horf, að hvert býli hefir akfær-
an veg heim til sín. Það gerir
framkvæmd þeirra umbóta
möguleika, er bændur þurfa að
inna af hendi á jörðum sínum.
Það gerir þeim einnig mögulegt
að koma afurðum sínum til
markaðsstaðanna, á þeim tím-
um, sem hentugast er markaðs-
skilyrðanna vegna. Það er ekki
hvað sízt þetta, sem ræður um,
hvort heil héröð geta rekið
ræktunarbúskap eða ekki. Það
er nákvæmlega sama að krefj-
ast af bændum, að þeir stofni
til fullkominnar tækni í búskap
sínum, án þess að þjóðfélagið
sjái þeim fyrir nauðsynlegum
samgöngum, eins og ef heimt-
ací væri, að togaraeigendur
rækju útgerð sína á hafnlausum
stað. Meðan samgöngur jafn-
mikils landbúnaðarhéraðs og
Dalasýslu er ekki komast í
betra horf, er miklum erfiðleik-
um bundið fyrir bændur að gera
nauðsynlegar umbætur til að
skapa sér arðvænleg búrekstr-
arskilyrði.