Tíminn - 22.12.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1942, Blaðsíða 2
TlMIMV. þriCiudagÍMJi 22« des. 1942 152. blað 602 ‘gímirrn ^ Þriðijuduti 22. des. Tíllaga Sígurðar Kristjánssonar Tillaga Sigurðar Kristjáns- sonar við verðlagsfrv. rikis- stjórnarinnar er sögulegt plagg. Hún er heimild um veigamikinn þátt í þeirri baktjaldavinnu, sem átt hefir sér stað í sölum Alþingis að undanförnu. Kaupmenn og skósveinar þeirra í Sjálfstæðisflokknum hata Framsóknarmenn mest .allra andstæðinga sinna. Fram-, sóknarmenn hafa eflt og stutt kaupfélögin, sem kaupmönnum er mestur þyrnir í augum.Kaup- menn telja, að kaupfélögunum verði ekki rutt úr vegi, nema Framsóknarflokkurinn hafi ver- ið yfirbugaður fyrst. Þessi hugsunarháttur kaup- manna og fylglsveina þeirra kom ljóst fram í selnustu kosn- ingum. Sigurður Krlstjánsson lýsti yfir þvi í útvarpsumræð- um, að ekki ætti að hafa neina samvinnu við Framsóknar- flokkinn eftir kosningarnar. Margir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins, t .d. Magnús Gíslason og Jón Pálmason, töldu bezt, ef ekki yrði mynduð þjóð- stjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn og verkamannaflokkarnir tækju höndum saman. Síðan þing kom saman hafa þessi öfl mátt sin mest í Sjálf- stæðisflokknum. Margir for- kólfar Sjálfstæðisfloksins hafa sótt svo fast á þingmenn verka- mannaflokkanna, að frekustu biðlar í kvonfangsmálum myndu trauðla þola samjöfnuð. Ólafur Thors hefir verið tíður gestur hjá sósíalistum. Þó hefir verið biðlað enn ákafar til Alþýðu- flokksins. Bónorð sitt til verkamanna- flokkanna hafa ihaldsforkólf- arnir orðað á þessa leið: Sveita- valdið hefir stjórnað landlnu með ofsa og ofríki undanfarin 17 ár og búið kaupstaðabúum hin hörðustu kjör. Við byrj- uðum á því að bæla þetta of- ríki niður með kjördæmabreyt- ingunni. Þeirri samvinnu, sem þá hófst, verðum við að halda áfram, unz tryggt er, að sveita- valdið rís ekki upp aftur. Sér- staklega hefir offors sveita- valdsins verið mikið i verðlag3- málum landbúnaðarins undlr forustu yfirgangsseggjanna þriggja, Sveinbjarnar Högna- sonar, Egils í Sigtúnum og Páls Zóphóníassonar. Þið hafið ver- ið því fylgjandi, að verðlagning landbúnaðarvara yrði lögð und- ir dómnefnd, sem aðallega væri skipuð bæjarmönnum, en kaup- gjaldið fengi að vera frjálst. Nú skulum við gera þetta með ykk- ur. Við skulum taka höndum saman og efla svo bæjavaldið, að sveitavaldið eigi sér ekki uppreisnarvon framar. Þessar bónorðsferðir hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Nokkrum þingmönnum verka- mannaflokkanna, einkum í Al- þýðuflokknum, mun að visu hafa þótt tilboð Sjálfstæðis- manna ginnandi í fyrstu og voru t. d. ekki.búnir að átta sig til fulls, þegar forsetakosning- arnar fóru fram. En við nánarl athugun munu þeir hafa séð, að þetta herbragð stríðsgróðavalds- ins til að kljúfa hinar vinnandi stéttir sveitanna og kaupstað- anna í tvær fjandsamlegar fylkingar, gæti orðið verst fyrir þá sjálfa. Tillaga Sigurðar Kristjánsson- ar um að leggja verðlagningu landbúnaðarvara — ekki til febrúarloka, heldur um óákveð- inn tíma — undir dómnefnd í kaupgjaldsmálum var nýtt agn fyrir verkalýðsflokkana. Hefðu þeir bltið á krókinn, væru hafn- ar deilur milli þeirra og fulltrúa sveitanna, er hefðu getað leitt til fulls fjandskapar. Að þessu sinni fylgdu ekki nema fjórir Sjálfstæðismenn tillögu Sigurðar. En formaður Sjálfstæðisflokksins gaf þá at- hyglisverðu yfirlýsingu, að raunverulega væri hann tillög- unni samþykkur, þótt hann vildi ekki fylgja henni á þessu Endurmínoíngar um Einar Benedíktsson Frú Valgerður Benediktsson, ekkja Einars skálds Benedikts- sonar, hefir birt endurminning- ar um mann sinn. Forlag ísa- foldarprentsmlðju gefur bókina út. Er útgáfan einkar vönduð, eins og vera ber. Frú Valgerður mun, og það með fullum rétti, hafa mikla sæmd af þessu verki. Bókin er vel rituð og létt og skemmtileg aflestrar. En það sem mestu munar, er þó sú mikla sögulega vitneskja um eitt af höfuð- skáldum þjóðarinnar, sem fólg- in er í þessu riti. Enginn þekkti betur hinn glæsilega ævintýra- mann heldur en frú Valgerður, sem stóð við hlið hans I marg- háttaðri lifsbaráttu hans um 30 ára skeið, einmitt á þeim tíma, þegar hann orti flest af sínum beztu ljóðum, og stóð í pólitískri baráttu og fjármála- framkvæmdum, sem öll þjóðin veitti eftirtekt. Hér eftir mun enginn sá, sem vill skilja skáld- skap Einars Benediktssonar, láta hjá líða að kynna sér þessa merkilegu söguheimild. Fram- kvæmd frú Valgerðar er því merkilegri, þar sem það er í fyrsta sinn í sögu íslenzkra bókmennta, að eftirlifandi kona mikils skálds eða listamanns segi glögglega frá mörgum helztu þáttum úr ævisögu eig- inmannsins. Frú Valgerður hefur frásögn sína á þeim árum, þegar hún og ungar stallsystur hennar koma í þingsalinn til að hlusta á þrumuræður mælskasta mannsins, sem setið hefir á Al- þingi, Benedikts Sveinssonar, föður Eínars skálds. Síðan bregður hún upp hverri mynd- inni af annarri, frá skólaver- unni i Edinborg, þar sem kal- vinistiskar, gamlar konur, banna henni að fara í leikhús með Einari, frá tilhugalífi þeirra, skautaferðum á Tjörn- inni, þýðingu Per Gynts, mál- færslustarfi og fasteignakaup- um Einars, ferðum þeirra er- lendis og norður í Þingeyjar- sýslu, sem gefa efni til merki- legrar ljóðagerðar. Þá segir frú- in frá sýslumannsárum Einars i Rangárvallasýslu, og hversu þau hjónin tjölduðu innan torf- hýsi sér til íbúðar meðan verið var með ærnum kostnaði að húsa bæinn að Stóra-Hofi. Síð- an kemur frásögnin um fána- málið og fánasönginn, og upp úr þvi hinar ævintýralegu vík- ingaferðir skáldsins, sem vara í nálega tuttugu ár. Á þeim ár- um býr Einar með fjölskyldu sinni í Skotlandi, Noregí, Dan- mörku og Englandi, en dvelur stigi, þar sem það gæti tafið fyrir frv. ríkisstjórnarinnar. Það liggur þannig fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn er reiðu- búinn til að verzla með þetta stærsta hagsmunamál bænd- anna, verðlagningu landbúnað- arvara, og leggja það í hendur dómnefndar, þar sem bændur eiga enga fulltrúa, á sama tíma og kaupgjaldíð er látið óbundið. Sjálfstæðisflokkurinn gerir verkamannaflokkunum tilboð um þetta. Flokkurinn, sem þyk- ist vilja fylkja stétt með stétt, býður verkamönnum fríðindi á kostnað bændanna til þess að gera þessar aðalstéttir landsins að svörnum andstæðingum. Bændur mega vel marka það á þessu, að innan Sjálfstæðis- flokksins eiga þeir sína svörn- ustu fjandmenn — fjandmenn, sem ekki finnst kjördæmabreyt- ingin nægjanleg til að skerða bændavaldið, heldur reyna að mynda nýja samfylkingu undir því yfirskyni, að bæjavaldið þurfi að efla, og bjóða í þeim tilgangi upp á verzlun um mesta hagsmunamál bænda- stéttarinnar. Vinsamleg sambúð bænda og verkamanna er eina leiðin til að hindra þessi þjóðháskalegu áform Sjálfstæðisflokksins. Eins og fulltrúar verkamanna hafa í þetta sinn staðizt freistingar Sjálfstæðisflokksins, verða full- trúar bænda að standast freist- ingar Sjálfstæðisflokksins, ef hann skyldi beina liðsbón þang- að til að spilla og eitra sambúö bænda og verkalýðs. Þ. Þ. þó, þegar því verður við komið, á sumrin heima á íslandi, til að slitna ekki úr tengslum við landið, fólkíð og málið. Jafn- framt þessu dvelja þau hjón langdvölum í Suðurlöndum, í Þýzkalandi og Ameríku. í kafl- anum um heimsóknir þeirra hjóna til landa vestan hafs, er lítilfjörleg minnisvilla, þar sem Nýja-íslandi er blandað saman við aðra íslendingabyggð, ,sem liggur vestar í landinu. Er þessa getið hér, af þvi að bókin virð- ist yfirleitt vera örugg sagn- fræðileg heimild. Frú Valgerður leitast við að gefa sem viðast skýringu á því, hvar og hvernig mörg af beztu kvæðum Einars urðu til. Hún segir nokkuð frá daglegum lífs- venjum hans og vinnubrögðum við ljóðagerð haná, svo og frá hinum margháttuðu áhugamál- um hans, sjálfstæðismálinu, fánamálinu, baráttunni fyrir upphafi stóriðju á íslandi, rétt- arkröfunum til Grænlands og mörgu fleiru. Tveir af vinum og samstarfsmönnum Einars, þeir Benedikt Sveinsson skjala- vörður og Árni prófessor Páls- son rita auk þessa fræðilega og skemmtilega kafla um skáldið. Benedikt segir frá merkilegum þáttum, sem lúta að upphafi skilnaðarhreyfingarinnar á ís- landi, en Árni um ýmislegt, sem lýtur að skáldskap Einars og viðhorfi hans til hugsjóna- máia samtíðarinnar. Tvö pólitísk atriði úr ævisögu Einars munu verða mörgum eftirminnileg. Fyrst það, að hann fékk ekki skáldalaun fyr en hann var kominn mikið yfir sextugt, og að hann vildi ekki sækja um þá viðurkenningu. Hann myndi sennilega hafa verið ófús að ná kjarabótum með því að gera skáldlegt verk- fall með almennum hagyrðing- um. í öðru lagi kemur í ljós, að sá maður, sem gekk frá fánagerðinni, eins og hún er nú, taldi ókleift að fá Dani til að samþykkja íslenzkan fána, nema rautt litband væri sett þar sem sambandsmerki. ' Forlag ísafoldarprentsmiðju á skilið sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa beitt sér fyrir út- gáfu þessarar skemmtilegu og þýðingarmiklu bókar. J. J. BÆKUR Margrét Jónsdóttir: Góð- ir vinir. Barnabók. Útgáfa „Æskunnar". Reykjavík 1942. Margrét Jónsdóttir skáldkona er einn hinn vinsælasti barna- kennari landsins og hefir um mörg undanfarin ár ort, skrif- að og þýtt fyrir börnin í „Æsk- una“, alþekkt barnablað, sem náð hefir mikilli útbreiðslu og hylli á meðal lesenda sinna. Nú hefir „Æskan“ gefið út, í dálít- illi snoturri bók, úrval af því, sem Margrét hefir skrifað í blaðið. Er þessi bók einkar hentug til lestrar fyrir smá- börn og mun verða kærkomin jólagjöf yngstu lesendum lands- ins. — Allir vita, að Margrét Jónsdóttir skrifar fallegt mál og vandað — hitt vita máske fáir utan Reykjavíkur, hve afburða dugleg og lagin hún er að kenna móðurmálið og hve mikið hún hefir á sig lagt til þess að kennsla hennar megi verða að sem beztu gagni nemendunum. Ég veit mörg dæmi þess, að Margrét hefir miklu meira á sig lagt en skyldan bauð við móðurmálskennsluna. Hversu þreytt sem hún var, fór hún löngum heim til þeirra barna, sem henni virtist ætla að drag- ast aftur úr og hjálpaði þeim með ráðum og dáð— leitaði uppi foreldra og aðra vandamenn hljóðvilltra nemenda og bað þetta fólk að vera sér samtaka um að laga -málfar barnanna. Komst hún þá stundum í mik- inn vanda, því að aðstandend- ur nemenda hennar fundu ekki sjálfir muninn á réttu og röngu og vissu naumast, um hvað kennslukonan var að biðja. En Margrét gafst ekki upp — hún gefst aídrei upp á meðan heilsa (Framh. á 4. siðu) Hafið það hugfast, þegar pér kaupið í jólamatinn, pá purfid pér ad byrgja yður upp fyrir 31!* helgidag í hátíðamatinn: Aligæsir Kjúklingar Hangikjöt Alikálfakjöt Nautakjöt í hakkabuff, Vínar snitzel, buff, gullace og steik. Svínakótelettur Bacon Dilkakjöt Svið Lifur. Bragðbætir: Ananasmarmelaði Appelsínumarmelaði Sandwich Spread Mayonnoise Salad Cream Pickles Tómatsósa Worschestersósa Sinnep. Nidursoðið grænmetis Gulrætur Grænar baunir Súrkál Asparagus Grænar baunir og gulrætur blandað. Tómatpasta Agúrkusalat. Capers. Súpur o. s. frv. Tómatsúpa Kjúklingasúpa „Oxtaii“-súpa Grænmetissúpa Record-búðingar Blandaðir ávextir Sveskjur Rúsínur. Jólin nálgast allir hraða sér að fá beztn og vönd- uðustu vörurnar og koma pví í — 1 | Verzlun Theódór Zíemsen SÍMI 4205.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.