Tíminn - 22.12.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.12.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUIIÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 235J og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEI..ITA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRBNTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 39 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þriðjudagiim 22. des. 1942 152. blað 011 verðhækkun stoðvuð tíl næstu febrúarloka Vínstrí stjórn Viðræður hainar miili F r amsókuar iÍoKksius Alþýðuíiokksius og Sósíaiistattokksins Fyrir forgöngu Framsóknar- ílokksins eru nú hafnar við'ræö- ur um myndun þriggja flokka stjórnar, þ. e. Framsóknar- flokksins, Alþýðuílokksins og Sósialistaíiokksins. Hver þessara flokka hefir til- neínt þrjá menn í sameiginiega nefnd. Framsóknarflokkurinn tilnefndi Eystein Jónsson, Skúla Guðmundsson og Steingrim Steinþórsson, Alþýðuflokkurmn tilnefndi Harald Guðmundsson, Barða Guðmundsson og Gylfa Gíslason, og Sósíalistaflokkurinn Brynjólf Bjarnason, Sigfús Sig- urhjartarson og Áka Jakobsson. Fyrsti fundur þessarar nefnd- ar var haldinn i gær. Að svo stöddu verður litlu um það spáð, hver niðurstaða þess- ara viðræðna veröur. Stafar það af því, að afstaða Sósíalista- flokksins er enn ekki með öllu ljós. Það er enn ekki sýnt, hvort meirihluti foráðamanna ílokks- ins vill frekar starfa að fram- kvæmd frjálslegrar, róttækrar stjórnarstefnu en vinna áfram á byltingargrundvelli, þ. e. auka stjórnaröngþveitið og upplausn- ina í von um aukna möguleika fyrir byltingu. Margt, sem komið hefir frá forráðamönnum sósíalista í seinni tíð, bendir til að hugur þeirra hneigist I fyrri áttina miklu meira en áður. Þó virðist enn brydda nokkuð á hinum fyrra hugsunarhætti. Samning- ar þeir, sem nú eru hafnir, munu leiða í ljós, hvort hinár frjálslyndu yfirlýsingar sósial- ista eru alvara eða leikur einn, sem á að ginna frjálshuga kjós- endur. En hver, sem niðurstaðan verður, er það ljóst, að mikill meirihluti af kjósendum Sósíal- istaflokksins eru sama hugar og kjósendur Framsóknar- og Alþ.- fl. um það, að bændum og verkafólki sé það hagkvæmast og hollast að vinna saman að framkvæmd frjálslegrar og rót- tækrar stjórnarstefnu. Þannig hafa þessar stéttir þokað mál- um sínum bezt áleiðis hingað til og svo mun enn verða. Þess vegna er það áreiðanlega, ein- læg ósk þeirra kjósenda, sem þessa flokka styðja, að samn- ingar þeir, sem nú eru hafnir, megi vel og giftusamlega takast. Fyrsta verk nýju ríkísstjórnarmnar í dýrtíðarmálunum Nýja ríkisstjórnin lagði fyrsta frumvarp sitt, sem fjall- aði um bindingu verðlags til 1. marz 1943, fyrir Alþingi síðastl. laugardag. Samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar var frumvarpið afgreitt frá þinginu samdægurs, enda mætti það engri teljandi mótspyrnu af hálfu þingmanna. Þessar undirtektir þingsins bera það með sér, að fyrir löngu hefði mátt ná samkomulagi um slíka verðfestingu, ef fráfarandi stjórn hefði reynt að beitast fyrir því. Það er ein þyngsta sök þeirrar stjórnar, að hún gerði aldrei minnstu tilraun til að beitast fyrir ráðstöfunum gegn dýrtíðinni. Nýr ráðherra Á ríkisráðsfundi í gær var Jó- hann Sæmundsson læknir skip- aður félagsmálaráöherra. Settír í embætti Bankaráð Landsbankans hef- ir ráðið aðalbókara bankans, Jón Maríasson, til að vera bankastjóri í stað Vilhjálms Þórs, meðan hann gegnir ráð- herrastörfum. Kristján Kristjánsson, fulltr. lögmanns, hefir verið settur lög- maður meðan Björn Þórðarson gegnir ráðherrastörfum. Enn hefir ekki verið ákveðið, hver muni taka sæti Einars Arnórssonar í hæstarétti. Sam- kvæmt lögum eru lagakennarar við háskólann varamenn hæsta- réttadómara. Mun því annar hvor þeirra Ólafs Lárussonar eða ísleifs Árnasonar taka sæti Einars meðan hann er ráðherra. Frumvarp stjórnarinnar var borið fram sem breyting á lög- unum um dómnefnd í verðlags- málum, er samþykkt voru á sumarþinginu í stað gerðar- dómslaganna. í þinginu var orðalagi frv. nokkuð breytt. Fer það hér á eftir, eins og þingið gekk frá því: „Ríkisstjórnin getur ákveöið meö auglýsingu, að ekki megi frá útgáfudegi auglýsingar og þar til nánar verður ákveðið, þó eigi lengur en til loka fe- brúarmánaðar 1943, selja nokkra vöru í heildsölu eða smásölu, innlenda eða erlenda við hærra verði en lægst var á henni á hverjum stað hinn 18. des. 1942. Sams konar bann við hækkun verðlags má og láta taka til farmgjalda og flutninga á landi, sjó og lofti, viðgerða, smíða, saumaskapar, prentunar og annars slíks. Ef ágreiningur eða vafi verður um það, við hvaða verðlag skuli miða, sker dómnefnd úr. Dómnefnd skal hafa eftirlit með öllu verðlagi, og hefir hún bæði af sjálfdáðum og að fyr- irlagi ráðuneytisins vald og skyldu til að ákveða hámarks- verð á hvers konar vöru og verð- mæti, sem f 1. málgrein segir, þar á meðal hámark álagning- ar, umboðslauna og annarrar þóknunar, sem máli skiptir um verðlag í landinu. Svo getur dómnefnd og úrskurðað um aðra kostnaðarliði, sem máli skipta um verðlagningu á vöru. Þá get- ur dómnefnd ákveðið greiðslu fyrir flutninga, viðgerðir, smíð- ar, saumaskap, prentun og því um líkt. Ákvæði 1. og 2. málsgr. taka ekki til vörutegunda, sem verð- lagðar eru samkvæmt sérstök- um Iögum, né til vöru, sem seld er úr landi, eða launa fyrir verk, sem ákveðin hafa verið með samningum milli réttra að- ilja.“ Lögin hlutu staðfestingu rík- isstjóra strax og Alþingi hafði gengið frá þeim. Jafnskjótt birti ríkisstjórnin auglýsingu, þar sem bannaðar voru hækkamr á öllum vörum, sem ekki njóta sérstakrar undanþágu í lögun- um farmgjöldum, viðgerðum, smíðum, saumaskap, prentun og öðru slíku. í umræðunum í þinginu upp- lýsti viðskiptamálaráðherra þetta: Verðlagsnefndir landbúnaðar- vara hafa lýst yfir því, að þær muni ekki hækka vörurnar á umræddu tímaþili, nema með samþykki landbúnaðarráðherra. Alþýðusamband íslands hefir lýst yfir því, að engar grunn- kaupshækkanir. er máli skipta, skyldu eiga sér stað á þesssum tíma. í tilefni af fyrirspurn lýsti landbúnaðarráðherra, Vilhjálm- ur Þór yfir því, að hann myndi ekki leyfa hækkun landbúnað- arvara á þessum tíma, nema gerð yrði breyting á þessum lög- um eða grunnkaup hækkaði svo að slíkar verðhækkanir yrðu sjálfsagðar. Frá umræðiinum. Talsverðar umræður urðu í þinginu. Aðallega voru það Sjálfstæðismenn, sem töluðu. Yfirleitt gerðu þeir heldur lítið úr frumvarpinu og töldu á því ýms tormerki fyrir verzlunar- stéttina. Lýstu ræðu þeirra bæði afbrýðisemi yfir því, að þessi stjórn skyldi hefjast handa gegn dýrtíðinni, þar sem þeirra stjórn hafði ekkert gert, og andúð kaupsýslumanna gegn því, að nokkrar verðlagshömlur yrðu settar. Af hálfu Framsóknarmanna talaði Eysteinn Jónsson við fyrstu umræðuna. Lýsti hann fylgi Framsóknarmanna við frumvarpið. Frumvarpið væri fyrsta nauðsynlega sporið, sem stíga þyrfti í baráttunni gegn dýrtíðinni. Þótt í því fælist reyndar ekki lækningin sjálf, ætti það að geta bætt aðstöð- una til þess að ná meiri árangri síðar. í þessu sambandi má geta þess, að í starfsskrá þeirri, sem Framsóknarflokkurinn birti ný- lega, var það talið fyrsti áfang- inn í þessum málum, að koma í veg fyrir allar hækkanir á verð- lagi og grunnkaupi, meðan hlut- aðeigandi aðilar semdu um nýj- an grundvöll fyrir verðlag og kaupgjald. Tlllaga Sigurðar Kristjáiissíuiar. Það, sem mesta athygli vakti við umræðurnar í þinginu, var tillaga frá Sigurði Kristjánssyni um lögbindingu á verðlagi land- búnaðarvara og að leggja allar ákvarðanir þaraðlútandi undir úrskurð dómnefndar í verðlags- málum, en láta kaupgjald verða eftir sem áður óbundið. Með samþykkt þessarar tillögu hefði í fyrsta sinn verið gerður sá aðskilnaður á verðlagi landbún aðarvara og kaupgjaldi, að verð lagið hefði verið lögbundið, en kaupgjald frjálst. Um tillögu þessa urðu all- miklar deilur, einkum meðal Sjálfstæðismanna. Sigurður Kristjánsson og Garðar Þor steinsson mæltu með henni, en Pétur Ottesen og Ingólfur á Hellu á móti. Ólafur Thors lýsti fylgi sínu við tillöguna, en bað þó Sjálfstæðismenn að fylgja henni ekki að þessu sinni, þar sem það gæti torveldað af- greiðslu frumvarpsins. Fóru leikar svo, að tillagan var felld með öllum greiddum atkvæðum gegn atkvæðum þeirra Sigurð ar Kristjánssonar, Garðars Þor- Tillaga Framsóknarllokksíns; Rannsókn á skipulagi sftóratvinnureksturs Eins og áður hefir verið skýrt frá, flytja Framsóknarmenn í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um skipun milli- þinganefndar, sem geri tillögur um verklegar framkvæmdir eftir styrjöldina og bætt skipulag stóratvinnurekstrar. Sá hluti grein- argerðar tillögunnar, sem fjallar um verklegar framkvæmdir, hefir áður birzt hér í blaðinu. Niðurlag greinargerðarinnar, sem fjallar um skipulag stóratvinnurekstrar, fer hér á eftir. Hér að framan er minnzt á nokkur stórfyrirtæki, sem fyr- irhugað hefir verið að ráðast í. Sú spurning hlýtur að vera of- arlega í huga hvers hugsandi manns, hvaða rekstrarfyrir- komulag hæfi bezt þessum fyr- irtækjum, og í því sambandi hlýtur þeirri hugsun að skjóta upp, að brýn þörf er endurskoð- unar á rekstrarfyrirkomulagi stærri atvinnurekstrar í land- inu yfirleitt. Gallar þess fyrirkomulags, sem verið hefir, liggja í augum uppi. Höfuðmeinið er i því fólg- ið, að þeir, sem við atvinnu- reksturinn vinna, finna ekki, að þeim sé ætlaður réttmætur hlutur af arði vinnunnar. Viðhorfið er þvert á móti þannig, og fyrirkomulagið og reynslan gefa tilefni til þess að á því sé alið, að fyrirtækin séu rekin eingöngu með hagsmuni eigendanna fyrir augum og þess vegna sé um að gera að vera sem harðsnúnastur I öll- um skiptum við þau. Afleiðingin verður gagnkvæm tortryggni og þegar atvinnuvegirnir eiga örð- ugt uppdráttar, gjalda þeir og þjóðin öll þessarar tortryggni, sem skapazt um stórrekstur, sem rekinn er á einhliða sam- keppnisgrundvelli. Þessi tor- tryggni og hagsmunaárekstur gerir sum verkefni í atvinnu- og kaupgjaldsmálum lítt leys- anleg og þvingar valdhafana stundum til þess að grípa til neyðarráðstafana, sem allir eru óánægðir með. Reynsla íslendinga í þessum efnum sýnir, að höfuðnauðsyn ber til að endurskoða fordóma- og hleypidómalaust fyrirkomu- lag stærri atvinnurekstrar í landinu — fyrst og fremst með það fyrir augum, að þeir, sem að fyrirtækjunum vinna, geti með réttu litið svo á, að fyrir- tækin séu rekin til þess að gera almennt gagn og þeim sé ætlað- ur sanngjarn hlutur, í samræmi við það, sem atvinnureksturinn gefur í aðra hönd. Er það skoðun flutnings- manna, að þessu marki verði svo bezt náð, að byggt verði á samvinnunni sem aðalgrund- velli við rekstur fyrirtækjanna. Það hefir mikið verið rætt og ritað um þessi mál og ýmsar til- lögur komið fram. Nú er ein- mitt tími kominn til þess að taka þessi mál fastari tökum en gert hefir verið, áður en hafizt verður handa um stórfelldar nýjar framkvæmdir og um leið og upplausnarástand það, sem steinssonar, Sigurðar Bjarna- sonar og Jóhanns Jósefssonar. Yfirlýsing Ólafs Thors ber það með sér, að meirihluti Sjálf- stæðisflokksins muni því fylgj- andi, að lögfesta verðlag á landbúnaðarvörum, en láta kaupgjaldið óbundið. Sveinb. Högnason benti á í sambandi við deilur Sjálfstæð- ismanna um tillögu Sigurðar Kristjánssonar, að pað sýndi bezt hvílík heilindi það væru, þegar Sjálfstæðismenn þættust berjast fyrir samheldni þjóðar- innar í dýrtiðarmálunum, að flokkurinn sjálfur gæti ekki einu sinni orðið sammála um þær leiðir, sem fara ætti, eins og þessi deila leiddi í ljós. nú er í atvinnumálum, knýr til nýrrar aðgerða í þeim málum. Alþingi samþykkti fyrir nokkru lög um að leggja veru- legan hluta af tekjuafgangi rik- issjóðs á veltiárunum í fram- kvæmdasjóð ríkisins, sem varið yrði til framkvæmda að styrj- öldinni lokinni. í sambandi við önnur viðfangsefni ætti nefnd- in að gera tillögur um notkún þessa fjár. Einnig yrði hún að gera tillögur um öflun fjár, að svo miklu leyti, sem þess yrði þörf, til viðbótar þvl fjármagni, sem ríkið hefir yfir að ráða. Tvö slys Það slys vildi til síðastliðinn fimmtudag, að maður varð fyr- ir bifreið á Suðurlandsbraut og beið bana af. Maður þessi var Sveinn Sveinsson, Kjartansgötu 1., Hann var fæddur 1907, átti konu og þrjú börn. Hann var bifreiðastjóri að atvinnu og var bíll hans þarna skammt frá. Það slys varð aðfaranótt sunnudagsins síðastliðinn, að ungur Reykvíkingur, Baldvin Lárusson, Laugavegi 68, féll út af Ölfusárbrúnni, lenti í straum- kastinu og drukknaði. Baldvin var bifreiðastjóri. Hafði hann ekið bróður sínum og fleira fólki austur á Stokks- eyri. Var hann á heimleið með það, þegar slysið gerðist. Líkið hefir enn ekki fundizt. (JR BÆNIJM Hjónaband. Á laugardaginn var voru gefin sam- an í hjónaband, af séra Bjama Jóns- syni, ungfrú Margrét Pétursdóttir frá Lœkjarbakka á Skagaströnd og Jón Helgason ritstjóri Dvalar, og blaða- maður hjá Tímanum Heimili ungu hjónanna er að Miðtúni 13. — Tíminn óskar þeim allra heilla. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Ingibjörg Björnsdóttir, Laugavegi 9 og Jón Sigurðsson, skip- stjóri, Görðum. Trúlofun. Ingveldur Björnsdóttir frá Hrapps- stöðum í Viðidal og Gunnþór Guð- mundsson, Dalbrún í Víðidal opinber- uðu trúlöfun sína 20. þ. m. Óður maður. Síðastl. föstudagskvöld gerðist sá at- burður á Ingólfscafé, að ungur maður fékk æðiskast og réðst með hníf á hvað, sem fyrir var. Særði hann fjórar stúlkur áður en hann var handsamað- ur. Hann mun hafa verið undir áhrif- um víns. Nýtt brunaslys. Á laugardagsmorgun síðastl. gerðist sá atburður á Fálkagötu 17, að kona skvetti olíu á eld, svo að hann bloss- aði upp og læsti sig I föt hennar. Hljóp konan þegar út. Setuliðsmaður varð á vegi hennar og tók hann hana og velti upp úr polli, sem var þar rétt hjá. Konan brenndist mikið. Sigríður Sigurjónsdóttir, dóttir Sigurjóns á Álafossi, hefir verið sett forstjóri sundhallarinnar í stað Ólafs Þorvarðarsonar, sem lézt nýlega. Rafstraumur grandar hesti. í síðastl. viku gerðist sá aðburður hér í bænum, að hestur steig á síma- þráð, sem hafði fallið þar niður á veg- inn og lent á háspennuþræði. Féll hest- urinn dauður niður, þegar hann steig á símaþráðinn. Afbrotamaður. Maður, sem sjö sinnum hefir gerzt brotlegur við landslög, aðallega vegna þjófnaðar, hefir nýlega verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi og síðan í 18 mánaða betrunarhúsvist. ’ltminn Ttintnn óskar öllum lesendum sínum flleðilegru jóla! Á víðavangi LÍKRÆÐA ÓLAFS. Ólafur Thors hefir nýlega birt eins konar líkræðu rlkis- stjórnar sinnar i Mbl. Eru þau skrif í íullu samræmi við feril stjórnarinnar. Olaíur byrjar skrif sín með þvi að ásaka ráðherra Fram- sóknaríl. fyrir ódrengskap, sem þeir eiga að hafa sýnt stjórn hans. Ætti þó Ólafi aö vera manna bezt kunnugt, að engir menn hafa sýnt honum og stjórn hans meiri drengskap. Hefir Olafur fyllilega unnið til þess með þessum ómaklegu á- sökunum sínum, að sú saga verði nánar rakin. Ólafur reynir að kenna Fram- sóknarílokknum um sundrungu þá, sem hófst í þjóðfélaginu á síðastliðnu vori og átt hefir sinn mikla þátt í dýrtíðinni, er síðan hefir skapazt. Hvert mannsbarn í landinu veit, að Ólafur segir þetta ósatt. Var það kannske Framsóknarflokk- urinn, sem tók upp ótímabært og viökvæmt deilumál til að rjúfa friöinn? Var það kannske Framsóknarflokkurinn, sem hóf hernað gegn Sjálfstæðisflokkn- um með kjördæmabreytingunni, eða var það öfugt? Þá segir Ólafur, að Hermann Jónasson hafi gerzt frumkvöð- ull smáskæruhernaðarins með ræðu, sem hann flutti í útvarp- ið fyrir sumarkosningarnar. Þetta eru ný ósannindi. í þess- ari ræðu sinni benti H. J. aðeins á afleiðingar þess, að stjórnin var þá búin að láta undan mörgum smáskæruflokkum, á ríkisskipunum, við ýmsar ríkis- stofnanir o. s. frv. Það er sitt hvað, að vara við afleiðingun- um eða vera frumkvöðull þeirra. Qamkvæmt þessari ályktun Ólafs, ættu þeir, sem vöruðu við vígbúnaðarkapphlaupinu fyrir styrjöldina að vera frumkvöðl- ar hennar. Má vel ráða af þess- ari ályktun Ólafs álit hans á dómgreind almennings. Önnur atriði í. grein Ólafs er á þessa sömu leið. Má því með sanni segja, að þessi likræða hans sé í fullu samræmi við stj órnarf erilinn. Frá Leikfélaginu Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að hefja sýn- ingar á óperettunni „Leður- blakan“ nú á jólum, eins og þó hafði ráðgert verið. — Óperetta þessi þarfnast alveg sérstaklega mikils undirbúnings og langa æfingartíma. Var hafizt handa um undirbúning að sýningu hennar strax í haust, en marg- víslegir örðugleikar, m. a. veik- indi, hafa orðið þess valdandi, að æfingum er ekki nærri full- lokið, og óvíst hvenær það verð- ur. Leikfélagið óskar þess getið sérstaklega, að af framan- greindum ástæðum, svo og vegna þess, hve sýningar á Dansinum í Hruna hófust seint (26. nóv.) með tilliti til lista- mannavikunnar, hafði það ekki gert neinar ráðstafanir fyrir öðru leikriti á jólum og ekki tími til slíks þegar útséð var, að Leðurblakan yrði ekki tilbúin til sýningar fyrir þann tíma. Æfingar á nýju leikriti eru um það bil að hefjast, einnig er barnaleikrit í æfingu, sem ætl- lað er að sýna eftir nýár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.