Tíminn - 29.12.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1942, Blaðsíða 2
606 TÍMIM, þriðjndaginn 29. des. 1942 153. blaH Dægurmál og stjórnmál Eftir Jón Árnason framkvæmdastjóra ‘gíntinn Þriðjudag 29. des. Kaupfélagsmál í hinu merkilega riti, Sögu Kaupfélags Þingeyinga, er lær- dómsríkur sámanburður á verð- lagi hjá kaupfélaginu og helztu kaupmannsverzluninni á Húsa- vík seinasta áratug 19. aldar- innar. Þessi samanburður sýnir, að til jafnaðar hafa viðskipta- kjörin verið 44% hagstæðari hjá félaginú en kaupmanns- verzluninni á þesum tíma. Þegar kom ,fram yfir alda- mótin og kaupfélögin tóku að festast í sessi, byrjuðu kaup- menn smásaman að haga verðlagningu sinni eftir verð- lagi kaupfélaganna. Þess vegna finna menn nú ekki eins greini- legan mun kaupfélaga og kaup- mannaverzlana og áður. En yrðu kaupfélögin að velli lögð, myndi brátt sækja í sama horf með verðlagningu kaupmanna og á seinasta áratugi 19. aldar. Þetta dæmi sýnir bezt, hversu mikinn hagnað kaupfélögin hafa fært landsmönnum. Þó er hér ótalinn sá stóri þáttur í starfi þeirra, að gera íslenzk- ar afurðir að betri og markaðs- hæfari varningi en áður tíðk- aðist og tryggja innflutning vandaðri vara en kaupmenn töldu sig þurfa að hafa á boð- stólum meðan þeir voru einir um hituna. Síðast en ekki sízt ber að nefna hið mikla félags- lega uppeldi, sem kaupfélögin hafa veitt þjóðinni. Þegar á þetta er litið, verður hatur kaupmanna á kaupfé- lögunum auðskilið. Það er ekki óeðlilegt, þótt fíknir fjárbralls- menn hati félagsskap, sem hef- ir dregið jafn ríflegan spón úr aski þeirra. Þetta hatur virðist sjaldan hafa verið meira en nú, þótt ekki sé látið bera eins mikið á því opinberlega og áður. Það hefir þó tvívegis leitað sér út- rásar á þessu Alþingi með at- hyglisverðum hætti. Einn fyrsta þingdaginn flutti Gunnar Thor- oddsen hatursfulla æsingaræðu um kaupfélagsstjóra landsins. M. a. líkti hann þeim við fakt- ora selstöðuverzlana, er kúguðu viðskiptamennina og settu sál þeirra og sannfæringu í fjötra. Nokkru seinna flutti Gísli Jónsson frumvarp, sem er ætl- að að gera verzlun kaupfélag- anna með landbúnaðgrafurðir tortryggilega. Hvort tveggja þetta er tilraun til að skapa tortryggni, ríg og sundrungu í samtökum kaupfélagsmanna. Stórgróðamönnum hefir oft tekizt að eyðileggja umbótafé- lagsskap með þeim hætti. Frá annari hlið mega kaupfé- lagsmenn líka búast við nýjum árásum. Sósíalistar eru byrjaðir að prédika, að kljúfa eigi kaup- félögin í smáfélög eftir stétt- um. Bændur eigi að vera með sérfélög, verkamenn með sérfé- lög, smáútvegsmenn með sér- félög o. s. frv. Þetta er þó and- stætt reynslunni með allan fé- lagsskap. Þeim mun fjölmenn- ari sem hann er og starfsemi hans víðtækari, þeim mun betri aðstöðu hefir hann líka til að fullnægja þörfum félagsmanna sinna. Þess vegna er langtum eðlilegra og heilbrigðara, að á hverjum stað sé aðeins eitt kaupfélag, er annast alla verzl- un jafnt fyrir bændur, verka- menn og smáútvegsmenn, en ekki mörg veik og sundruð smá- félög. Þetta eru svo augljós sannindi, að óþarft ætti að vera að ræða þau. En jafnframt því, sem kaup- félagsmenn líta yfir glæsilegan árangur farins ' vegar og búa sig undir að mæta klofnings- tilraunum andstæðinganna, þurfa þeir þó fyrst og fremst að hafa sjónir á markinu sjálfu, að koma allri verzlun landstns 1 hendur kaupfélaganna. Þetta markmið hefir verið bezt skýrt og rökstutt af hinum þingeysku frumherjum “sam- vinnufélagsskaparins. Sigurður á Yztafelli ritar um þetta snjalla grein í tímarit kaupfé- laganna 1896 og Benedikt á Auðnum ári síðar. í grein Bene- (Framh. á 4. siðu) I. Alþingi hefir nú setið í nær- felt tvo mánuði. Almenningur bjóst við því, að ný ríkisstjórn yrði valin fyrstu daga þingsins og þingið snéri sér síðan með alhug að því, að ráða fram úr mest aðkallandi vandamálum þjóðfélagsins, en þau eru, að flestra dómi, hin svokölluðu dýrtíðarmál pg viðskipti vor við aðrar þjóðir. Ekkert hefir skeð á Alþingi, engar umbætur á viðskiptum vorum við aðrar þjóðir, og alls engar aðgerðir í dýrtíðarmál- um, þótt hver maður sjái, að atvinnulíf þjóðarinnar sé að stranda. — Fiskveiðar eru að leggjast niður, landbúnaðurinn gengur saman, þrátt fyrir það erfiði, sem fjöldi bænda og bændakvenna leggja á sig við búskapinn. Iðnaðarfyrirtæki, sem vinna úr íslenzkum hrá- efnum, dragast saman og stöðv- ast bráðlega, ef allt heldur á- fram eins og nú horfir. Til hvers voru þingmenn kosnir, sem nú sitja á Alþingi? Ég býst við, að þeir segist hafa verið kosnir til að framkvæma vilja kjósendanna, og vilja kjósendanna sé að finna í samþykktum flokksþinga og þingmálafunda. Flestar eru þessar samþykkj^r þó svo teygj- anlegar, að þeir, sem þær eiga að framkvæma, geta lagt í þær því nær hvaða meiningu, sem þeim sýnist. Þar að auki geta samþykktir flokksþinga og þing- málafunda alls ekki séð fyrir eða tekið afstöðu til margra mikilsverðra vandamála, sem upp koma því nær daglega á yfirstandandi umrótatímum. En venjulega eru það þessi mál, svokölluð dægurmál, sem mestu skiptir, að ráðið sé fram úr af skjótleik og fullu viti og dreng- skap, ef þjóðin á ekki að líða fyrir það í nútíð og framtíð. Ég skal taka tvö mál sem dæmi: Það yrði að bera undir kjós- endur, ef ríkið ætti að reka alla togaraútgerð í framtlðinni. En það þarf ekki að bera undir kjósendur, hvort togarar skuli halda áfram veiðum, eins og nú háttar. Ríkisstjórn á að ráða fram úr því máli. Til þess að geta innt þetta hlutverk sitt af hendi, verða þingmenn og stjórnendur að líta á /sig sem forustumenn þjóðarinnar, en ekki sem mál- pípur kjósenda, eða flokks- þræla, sem aldrei megi taka af- stöðu til nokkurs máls, nema viðra í allar áttir eftir áliti flokksmanna sinna. Þá bætir það ekki um, að á- róðurinn við alþingiskosningar er nú aðallega miðaður við það, að vinna fylgi hinna lítilsigld- ustu kjósenda. ‘Hinir eru yfir- leitt flokksbundnir og skipta ekki svo auðveldlega um skoð- un. Aðalmálið í báðum síðustu alþingiskosningum var kjör- dæmamálið, sem átti að jafna valdaaðstöðu flokkanna á Al- þingi. Afleiðing stjórnarskrár- breytingarinnar varð sú, að Sjálfstæðisflokkurinn varð fjölmennasti flokkur þingsins, enda kvaðst hann mundu taka forystu í þjóðmálum eftir kosn- ingarnar Hann hefir næga þingmannatölu til að mynda stjórn með hverjum hinna þingflokkanna, sem vera skal. Hingað til hefir Framsóknar- flokkurinn haft þá aðstöðu á Alþingi, að geta myndað stjórn með Alþýðuflokknum, eða Sjálfstæðisflokknum, eftir vild. Nú getur Framsóknarflokkur- inn að vísu myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum einum, en vilji hann mynda „vinstri stjórn“, verður hann að fá til þess fylgi bæði. Alþýðuflokks- ins og Sósíalista. Frá sjónarmiði þeirra manna, sem athuga pól- itísku viðureignina á Alþingi nú, úr nokkurri fjarlægð, lítur út fyrir, að Sjálfstæðisflokkur- inn sé svo lítt þokkaður af öll- um andstöðuflokkum sínum, að enginn einn þeirra vilji ganga með honum til stjórnarmynd- unar. Á sama hátt lítur svo út, sem enginn flokkanna treysti Sósíalistaflokknum, og sé því samstarf annarra flokka til þinglegra vinnubragða með hon um mjög ólíklegt. Þessi skoðun styðst við það, að allir flokk- arnir hafa léð máls á því að reyna að mynda fjögurra flokka stjórn, en allar umleitanir um myndun þingræðisstjórnar á öðrum grundvelli hafa farið út um þúfur. Svona standa þá málin nú. Ríkisstjóri hefir reynt allar leiðir til myndunar þingræðis- stjórnar, þ. e. stjórnar, sem hefði beinan stuðning meiri hluta Alþingis, en allar til- raunir flokkanna hafa reynst árangurslausar. Hefir annað- hvort skort getu eða vilja hjá þessum 52 útvöldu þjóðarleið- togum, til að mynda ríkisstjórn, sem styddist við meiri hluta Al- þingis. Engar venjur hafa enn mynd- azt um starfsvið ríkisstjór- ans. Hann verður því í málum, eins og þessu, að haga sér eftir heilbrigðri skynsemi. Og það hefir hann gert. Hann hefir þrautreynt þingræðisleiðina, og þegar hún reyndist ófær, velur hann ríkisstjórn skipaða (jug- andi mönnum, sem fyrst og fremst eiga að annast daglega afgreiðslu mála í stjórnarráð- inu, en vegna aðstöðu sinn- ar og álits hjá þjóðinni eru lík- legir til þess að leika, að minnsta kosti fyrsta leikinn i taflinu við dýrtíðina. Að ó- reyndu verður að gera ráð fyrir því, að nægilega stór hópur hinna 52 þjóðarfulltrúa á Al- þingi veiti þessari ríkisstjórn nægilegt brautargengi, til þess að hún geti bægt frá heimilum landsmanna bráðustu dýrtíðar- hættunni og hruni atvinnuveg- anna. Á meðan geta þingflokk- arnir haldið áfram viðleitni sinni til stjórnarmyndunar. II. Það átti ekki að vera efni þessarar greinar að benda á leiðir til að stemma stigu við dýrtíðinni og gera aðalatvinnu- vegum þjóðarinnar unnt að starfa áfram. Um það hefir svo margt verið skrifað. Meðal ann- ars skrifaði ég tvær greinar hér í blaðið síðastliðið sumar, og kann ekki við að endurtaka efni þeirra nú, þó ég hafi í engu skipt um skoðun á því, hvað gera beri til að forða áföllum. En ég skal þó benda á nokkrar aðgerðir, sem ég tel að enga bið þoli: 1. Að hafa hemil á peninga- flóðinu með skyldusparnaði og sköttum. (Enda séu skattarnir þá ekki notaðir beinlínis til að auka „verðbólguna“, heldur geymdir þangað til að þarf að fara að glíma við atvinnuleysi og verðhrun, að styrjöldinni lokinni). 2. Að sameina undir eina öfl- uga, fámenna nefnd, allt sem viðkemur vöruaðdráttum til landsins, og geti þessi nefnd tekið innkaup nauðsynlegustu innflutningsvara i sínar hend- ur, ef nauðsyn krefur. 3. Að gera ráðstafanir til að aðalatvinnuvegirnir geti fengið nægilegt vinnuafl. 4. Að lækka grunnlaun opin- berra starfsmanna og annarra launamanna. 5. Að lækka verð innlendra framleiðsluvara í samræmi við grunnkaupslækkanir. 6. Að verja tiltekinni fjárhæð til frekari verðlækkunar á inn- lendum framleiðsluvörum og erlendum vörum, til að lækka dýrtíðarvísitöluna. Þessar aðgerðir, eða einhverj- ar hliðstæðar, verður þingið að gera mjög bráðlega, til að forða hruni atvinnuveganna. — Sú kórvilla virðist hafa komizt inn í huga all-margra, að vér getum hækkað verð aðalútflutnings- vara landsins,svo að það nægi til að standast aukna dýrtíð. Þetta eru áreiðanlega falskar vonir og þarflaust að rökræða frekar, að dýrtíðarbölinu verður ekki bægt úr vegi á þann hátt, þótt vér hins vegar höfum fulla ástæðu til að ætla, að vér munum hér eftir sem hingað til mæta full- kominni sanngirni og skilningi í viðskiptum vorum við Banda- ríkjamenn og Breta. En „verð- bólguna" verðum vér að lækna sjálfir. Það er hægt, en til þess þarf nokkurn manndónv sem ætlazt verður til að alþingis- menn vorir sýni, þegar kosn- ingaskjálftinn líður úr þeim. III. Þegar litið er á störf Alþingis undanfarnar vikur, fer ekki hjá því, að nokkur ónoti fer um menn við tilhugsunina um það,. að 52 þingmenn, sem þjóðin hefir valið til að leysa úr vanda- málum sínum og stjórna þjóð- arbúinu, skuli ekki allan þenn- an tíma hafa getað komið sér saman um framkvæmdarstjórn fyrir ríkið. Hugsum oss, að slíkt kæmi fyrir hjá atvinnufyrir- tæki, t. d. kaupfélagi eða hluta- félagi. Hvað lengi mundi slíkt fyrirtæki geta þrifizt, ef félags- mennirnir jöguðust um það vik- um og mánuðum saman, hverj- ir ættu að fara með fram- kvæmdir þess? Og þó er ís- lenzka ríkisbúið ólíkt umsvifa- meira en nokkurt atvinnufyrir- tæki, og því enn meiri þörf á öruggri forystu við rekstur þess. Ég veit ekki, hvort menn hafa gert sér fulla grein fyrir því, hve ríkisrekstur og afskipti ríkisins eru orðin geysimikil í íslenzku atvinnulífi, viðskiptum og menningarmálum. Ríki (og bæjarfélög) eiga og reka: Skólana, sjúkrahúsin, rafveiturnar, símann, útvarp- ið, póstinn og hafnirnar. All- ir vegir eru lagðir af ríki og sveitafélögum. Reglubundnar samgöngur á landi eru reknar með sérleyfi frá ríkinu. Strand- samgöngur reknar af ríkinu og lítillega af sveitafélögum. Ríkið á meira en helming af síldar- verksmiðjunum. Það rekur einkasölur með viðtæki, tilbu- inn áburð, tóbak og áfengi. Rek- ur vélsmiðju. Hefir eftirlit og umsjón með verðlagningu og sölu á mjólk og grænmeti og verðlagningu á kjöti. Ríkið hefir stofnað Fiskimálanefnd, sem hefir með höndum marg- víslega tilraunastarfsemi fyrir sjávarútveginn og veitir lán og leiðbeiningar um byggingu frystihúsa. Ríkið hefir eftirlit með öllum saltfiskútflutningi landsmanna . og veitir einni stofnun einkarétt til slíks út- flutnings. Þá rekur ríkið víð- tæka tryggingarstarfsemi fyrir almenning. Ríkið hefir í þjón- ustu sinni alla presta, lækna, dómara og lögreglustjóra lands- ins. Þá á ríkið tvo banka af þremur, og meirihluta hluta- fjár í þriðja bankanum. Það getur vel verið, að ég hafi gleymt einhverju í þessari upptalningu, en það sem hér er nefnt ætti að nægja til að færa mönnum heim sanninn um það, að íslenzka ríkið er allmikið bákn, sem sannarlega þarf á öruggri stjórn að halda. Þótt margt af því, sem hér ér talið, sé nokkuð fastskorðað með lögum, og sérstakar stjórn- ir og framkvæmdaStjórar ann- ist daglegan rekstur, þá hafa ríkisstjórnirnar jafnan mjög mikil afskipti af rekstri fyrir- tækja og embættismönnum. Með því, sem hér er sagt, er ekki verið að leggja neinn alls- herjardóm eða lasta hina við- tæku þjóðnýtingu hér á landi, því þó víða megi benda á galla í fyrirkomulagi og fram- kvæmdum, þá mun samt, þegar á allt er litið, flest sem hér er talið, horfa til hagsbóta fyrir almenning, og vafalaust þarf ýmsu við að bæta, þegar stund- ir líða. — í stað þess að ríkið reki fyrirtækin, mundi þó æski- legra að félagssamtök almenn- ings hafi slíkt með höndum, en með aðstoð og aðhaldi frá rík- inu, þar sem þess er þörf. Það kemur næst til álita, hvort stjórnarfyrirkomulag ís- lenzka ríkisins sé með þeim hætti, að ekki verði á betra kosið, til þess að ríkisvaldið geti innt af hendi hin margþættu störf, svo viðunandi sé. Þsgar stjórnarfyrirkomulagið er miðað við fábreytt af- skipti ríkisvaldsins af málum almennings, skiptir að vísu ekki ýkja miklu máli, þó stjórn- arfarið gangi á hálfgerðum tré- fótum öðru hvoru. En þegar dagleg afskipti ríkisvaldsins grípa að verulegu leyti inn í lífskjör hvers einasta borgara í landinu, þá er beinn voði fram- undan, ef ekki tekst að koma á meiri festu og ábyrgðartilfinn- ingu um málefni ríkisins, held- ur en nú er, og berlegast hefir komið fram í ráðleysisþófi Al- þingis, sem nú situr á rökstól- um. Afleiðingin af reikulli stjórn ríkisbáknsins hlýtur að verða sú, að almenningur verður þreyttur á fálminu og ráðleys- inu, og kýs þá, af tvennu illu, að þola einræði, ef einhver verður til þessi að taka í taum- ana, þegar upplausnin og öng- þveitið er komið á nógu hátt stig. Það er engin þörf á því fyrir íslenzku þjóðina, að láta hina pólitísku hringiðu draga sig í kaf. En til þess að fyrirbyggja það, þarf að athuga, hvað er gallað við núverandi stjórnar- fyrirkomulag og hvernig um verði bætt, svo framkvæmdar- stjórn ríkisins verði í sæmilegu lagi. Það kann að vera hættulegt að tala um gallað stjórnarfyrir- komulag hér á landi, þar sem alveg er nýbúið að setja bót á stjórnarskrána, þótt mörgum þyki hún fara illa og sízt hafa orðið til þess að bæta stjórn- málaástandið í landinu. Það er orðið viðurkennt, að minnsta kosti víðast hvar í heiminum, að almenningur eigi að ráða meðferð opinberra mála með víðtækum kosningarétti. Þessi skoðun er svo rótgróin, að jafnvel í Þýzkalandi, þar sem einræði hefir ríkt um nokk- urt skeið, var sífellt verið að „leika“ kosningar. Þótt hinn almenni kosningarréttur sé viðurkenndur sem grundvöllur stjórnskipulagsins, eru um það mjög skiftar skoðanir, hvernig þessum málum sé bezt fyrir komið. Flokkaskiptingin er nú viðurkennd, ^sem sjálfsögð, og ko^ningaréttur hér á landi ná- tengdur flokkaskiptingunni með ákvæðum í stjórnarskrá og kosningalögum, sem tryggja stjórnmálaflokkunum ákveðinn rétt (uppbótarþingsætin). Það er óliklegt, að hægt hefði verið að finna nokkurt fyrirkomulag, sem frekar gat orðið til þess að auka upplausn og spillingu í stjórnmálalífinu, en ákvæðið um uppbótarþingmennina, þar sem stjórnmálaflbkkarnir fá rétt til uppbótarþingsæta, eftir atkvæðamagni sínu, án þess þó að nokkurt skilyrði sé um það í stjórnarskránni eða kosninga- lögunum, hvað til þess útheimt- ist að vera stjórnmálaflokkur annað en viss kjósendatala. Þá er og það ákvæði um uppbótar- þingmenn, að þeir frambjóð- endur, sem fallið hafa i kjör- dæmi, skuli hafa forréttindi til uppbótarþingsæta. Er vafasamt að nokkurt ákvæði í lögum hér á landi hafi komið jafn illu til leiðar á jafn skömmum tíma, eins og þetta uppbótarþing- mannafargan. Fyrst og frerrist er það móðgun við kjósendur, að láta þá menn sitja fyrir upp- bótarþingsætum, sem hafa fall- ið við kosningar, og þar að auki hefir þetta valdið kapphlaupi milli hinna kjörnu þingmanna í kjördæmunum og uppbótar- þingmanna, sem fallið hafa í viðkomandi kjördæmi, oé allt- af eru á hælum þingmannanna með allskonar yfirboð, til þess að reyna að vinna hylli kjós- enda. Kapphlaupið milli flokk- anna var nægilegt, þó að þetta bættist ekki við. Margir eru mjög óánægðir með einræði stjórnmálaflokk- anna. Það er komið svo, eins og reynslan hefir sýnt, að það er gersamlega þýðingarlaust fyrir utanflokksmann að bjóða sig fram til þings, svo að segja hversu mikill hæfileikamaður sem hann er. En þar sem engin sérstök skilyrði þarf að upp- fylla, til þess að stjórnmála- flokkur öðlist réttindi, þá má búast við að þróunin gangi í þá átt, að hér fjölgi stjórnmála- flokkum, eins og í flestum öðr- um löndum með svipuðu stjórn- arfyrirkomulagi, ef ekkert er aðgert til að fyrirbyggja það. Kjördæmaskipunin er' óhafandi, aótt hlutfallskosningar í tví- menniskjördæmum sé fávísleg- asta tiltækið. Þetta fyrirkomu- lag hlýtur að svæfa allan stjórnmálaáhuga í tvímennis- kjördæmunum, því það er nokk- urn veginn víst fyrirfram, hver úrslitin verða í flestum þeirra, með þeirri flokkaskiptingu sem vér nú höfum. Þá er þingrofsákvæðið einn ágalli stjórnarfarsins, sem veld- ur miklu um það, hve ríkis- valdið er reikult og máttvana. Að nafninu til eru þingmenn kosnir til fjögurra ára, en í raun og veru eru þeir ekki kosnir nema til dags, viku eða mán- aðar, því stjórnin getur á hvaða augnabliki sem er, rofið þing og látið fram fara nýjar kosn- ingar, ef hún hefir til þess lít- ilsháttar meirihluta á Alþingi. — Það er eftirtektarvert, að stjórnarskrá Norðmanna hefir ekki þingrofsákvæði, en Norð- menn eru líkastir oss íslend- ingum að lundarfari, menningu og stjórnarháttum. Og það er dálítið einkennilegt, að úr því ríslenzka stjórnarskráin kveður svo á, að hægt sé að svipta þingmenn umboði, hvenær sem er á kjörtímabilinu, að hið sama skuli ekki einnig gilda í bæjar- og sveitastjórnum, því í sjálfu sér gæti verið alveg eins mikil nauðsyn að svipta bæjar- og sveitastjórnir umboði, áður en kjörtímabilið er á enda, eins og þingmennina. Yfirstjórn ríkisins er að nafn- inu til flutt inn í landið, en lítið hefir verið um það rætt, hvern- ig þessu æðsta valdi skuli fyrir komið. Ríkisstjóri er sem stend- ur valdalaus að kalla. Verði svo til frambúðar, er einkis öryggis að vænta. Vegna þeirra galla á stjórnarskránni, sem áður er lýst, vantar alla festu í stjórn hinna mjög svo margþættu verkefna, sem ríkið þarf að annast. Pólitísk veðrabrigði geta því valdið stórbreytingum á kjörum almennings sitt á hvað, eftir því sem völdin flytj- ast milli hinna pólitísku flokka, enda virðist hafa verið mjög ofarlega á baugi hjá leiðtogum stjórnmálaflokkanna, að yfir- stjórn sem flestra ríkisstofn- ana sé þannig fyrirkomið, að hver ný ríkisstjórn geti breytt þeim eftir geðþótta sínum. En þetta er hið mesta skaðræði, og getur gert stofnanirnar máttvana og óhæfar til að vinna það hlutverk, sem þær eiga að inna af hendi í þágu þjóðarinnar. Eftir því sem afskipti ríkisins af atvinnu- og menningarmál- um verða meiri, eftir því hlýt- ur Alþingi að sitja lengur yfir málunum. Enda er svo komið, að þingseta er orðin mjög löng, og það þótt ekkert tillit sé tek- ið til styrjaldarástandsins. En sé það nauðsynlegt, að þing- menn sitji lengi yfir málefnum þjóðarinnar ár hvert, þá vakn- ar sú spurning, hvort nokkur ástæða sé til þess að hafa þá svo marga sem þeir eru nú. Það er ekki aðeins, að> kostnað- urinn við þinghaldið verði miklu meiri með þeim þingmanna- fjölda, sem nú er, heldur mun það og mála sannast, að engar líkur eru til að störfin verði betur af hendi leyst þótt þing- menn séu 52 heldur en t. d. 42. Um kjördæmaskipunina er það að segja, að aðallega virð- ist um þrjár leiðir að ræða: Að skipta landinu í einmennings- kjördæmi, sem mundi langlík- legast til þess að hér geti þró- ast heilbrigt stjórnmálalíf. Þá hefir og einnig komið til mála, að landið verði alt eitt kjör- dæmi og kosningar hlutbundn- ar. Með því væru þó völdin í rauninni algerlega afhent flokksstjórnunum. Þá hefir þriðja leiðin verið nefnd, en hún er sú, ,að kjósa nokkra af þingmönnunum á landlista með hlutbundinni kosningu en aðra þingmenn í einmenningskjör- dæmum. Uppástunga hefir og komið fram um það, bæði hér á landi og annars staðar í lýðræð- islöndunum, að vissar stofnan- ir og félagssamtök í þjóðfélag- inu velji einhvern hluta þing- manna. Þó er hætt við því, að hér verði sífeldur reipdráttur um þingmannatölu fyrir bæjakjör- (Framh. á 3. siOu) }

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.