Tíminn - 29.12.1942, Blaðsíða 3
153. blað
TÍMIM, þriðjndaglim 29. des. 1942
607
B m K U R
Andrea Majacchi: Feigð
og fjör. Bókaverzl. Finns
Einarssonar, Rvík 1942.
Þessi bók er eftir ítalskan
skurðlækni, prófessor við há-
skólann í Milano á Ítalíu, og
rekur höfundurinn endurminn-
ingar sínar um langt líf og
annasamt starf. Frásögnin er
létt og ör, líkt og lund Suður-
landabúanna, og kemur mjög
víða niður. Læknirinn tekur
lesandann með sér í skyndi-
kvaðningar til fátækrahverfa
Milanoborgar, þar sem örbirgð
og glæpir eiga sér stað, til ban-
vænna sængurkvenna, hlægi-
legra einvíga og hroðalegra
slysfarastaða. Hann fer með
hópi sjúkra og örkúmla píla-
gríma, sem leita til Lourdes í
Frakklandi, að brunni krafta-
verkanna. Hann lendir í ófriðn-
um mikla og leikur þar listir
sínar í spítalatjöldum fast við
vígstöðvarnar, þar sem dráps-
vélarnar dynja og særðir menn
og limlestir sópast inn. — Eftir
þetta færist kyrrð yfir atburð-
ina og frásögnin gerist mærð-
armeiri en áður, að hætti aldr-
aðra manna. Þó kemst höfund-
urinn til Lybíu, og lesandinn
fær svipsýn af því landi, þar
sem herskarar Rommels hörfa
nú til vesturs. Loks situr þessi
athafnasami læknir og kennari
og horfir fram á leið, þar sem
dauðinn bíður hans, sá hinn
óumflýjanlegi. Þá huggar hann
sig helzt við trú feðra sinna og
hugsar með djúpri lotningu og
ást til starfs síns og annarra
lækna, einkum síns. Hann er
enginn djúphyggjumaður, eng-
inn vitringur, heldur dugnaðar-
maður, sem með atorku og ást
á starfi sínu kemst áfram sem
kallað er.
Ég hygg, að alþýða manna
muni lesa þessa bók með á-
nægju, því veldur bjartsýni höf-
undarins og barnsleg undrun
yfir lífinu og atburðum þess.
P. H.
Rödd hrópandans eftir
Douglas Reed. Hekluút-
gáfan, Reykjavík 1942.
Karl ísfeld íslenzkaði.
Douglas Reed er efalaust ein-
hver þekktasti og áhrifamesti
blaðamaður, sem nú er uppi.
Hér á landi er hann mörgum
kunnur af bók sinni, Hrunadans
heimsveldanna, sem Menning-
ar- og fræðslusamband Alþýðu
gaf út fyrir nokkrum árum.
Douglas Reed tók þátt í fyrri
heimsstyrjöldinni. Síðan gerð-
ist hann blaðamaður, hefir far-
ið víða um heim, kynnst -löndum
og þjóðum og séð með eigin
augum hvernig styrjöld er und-
irbúin.
„Ég vissi að brezki sendiherr-
herrann í Berlín, Sir Horace
Rumbold, hafði sjö árum áður,
rétt eftir að Hitler kom til
valda árið 1933, með hóflegum
og skýrum orðum látið í ljós,
hvers eðlis hið nýja stjórnar-
fyrirkomulag væri í Þýzkalandi
og hvílíkar hættur væru sam-
fara því.“
Allir, s em fylgdust með al-
þjóðamálum hlutu að sjá, að ó
friður var í undirbúningi. Höf
undurinn fer hörðum orðum um
andvaraleysi og skilningsleysi
brezkra stjórnmálamanna. Á
einum stað kemst hann svo að
orði:
„Flestir æðstu stjórnendur
Bretaveldis eru fæddir í Eng
landi og hafa gengið í skóla
steinsnar frá Lundúnaborg.
Stefnan í utanríkismálum er
tekin í Lundúnaborg. Englend-
ingar eru allra þjóða hræddast-
ir við breytingar og hjá þeim
ríkir mikill stéttamunur. Þeir
trúa varla öðrum en hrumum
öldungum fyrir ábyrgðarstöðum
og bæla niður unga menn, sem
gætu hleypt nýju lífi í ensk
stjórnmál og eflt brezka heims
veldið.“
Reed telur að Þjóðverjar hafi
í raun og veru tapað stríðinu,
þegar brezki herinn slapp frá
Dunkirk. Þeir gátu eytt brezka
hernum, en þeir völdu París.
Bretar fengu svigrúm, sem
nægði þeim. Innrásin í Bretland
varð að engu.
Þessi bók Reeds er frjáls
mannlega rituð og hressandi.
Hún varpar ljósi yfir marga þá
(Framh. a/ 2. síöu)
dæmin. Til að fyrirbyggja það
mætti taka upp í stjórnar-
skrána sams konar ákvæði og
Norðmenn hafa í sinni stjórn-
arskrá, en þar er ákveðið hve
mikill hluti þingmanna skuli
vera úr dreiíbýlinu og hve mik-
ill hluti úr bæjunum, og breyt-
ist sú tala ekki, þó íbúatalan
raskist í bæjum og dreifbýli.
Hér er ekki verið að halda
fram neinni sérstakri kenningu
um það, hvernig stjórnarfyrir-
komulag íslenzka ríkisins eigi
að vera í framtíðinni, enda mun
varla verða hjá því komizt, þeg-
ar taka á ákvörðun um slíkt,
að taka nokkurt tillit til þeirra
breytinga, sem verða kunna að
stríðslokum á stjórnarháttunr
þeirra landa, sem vér höfum
mest saman við að sælda á sviði
menningar og viðskipta.
Ég geri ráð fyrir, að flestir,
sem um þessi mál hugsa, geti
orðið á það sáttir, að ástand
það, er nú ríkir sé óviðunandi,
því þótt þeir, sem í svipinn
þykjast hafa aukið völd sín með
síðustu breytingum á stjórnar-
skránni, séu sæmilega ánægðir,
þá er stjórnarfarið byggt á svo
lausum grundvelli, að enginn
hugsandi maður getur látið sér
detta í hug, að hér verði hægt
að skapa til frambúðar það ör-
yggi og þá festu, sem óhjá-
kvæmileg er í nútímaþjóðfélagi.
Alþingi það, sem nú situr,
ætti að skipa nefnd manna,
einn mann frá hverjum stjórn-
málaflokki, til þess að gera til-
lögur um nauðsynlegar breyt-
ingar á stjórnarskrá landsins,
og yrði að engu hrapað í því
máli, enda til þess ætlazt, að
nefndin færði sér í nyt aðstoð
þeirra manna, sem fróðastir eru
á þessu sviði. Þessar tillögur
þyrfti svo að birta almenningi,
svo að nægur tími gæfist til að
meta þær, og koma svo breyt-
ingunum í framkvæmd að stríð-
inu lolinu.
Jón Árnason.
Dægurmál
og stjórnmál
J ohn Law
Hann var einu sinni konungum auðugri og
voldugri en lézt þó sem öreigi.
atburði, sem nú eru efst á baugi.
Þýðingin er góð, þótt óþarfar
samslengingar á orðum séu þar.
Pappír er slæmur. J. Ey.
Ævintýri Fjallkonunnar,
12 ævintýri með myndum,
úr þjóðsögum Jóns Árna-
sonar. Arngrímur Bjarna-
son valdi og bjó undir
prentun. Björn Jónsson,
gaf út.
Margir hafa haft ærið að
starfa þessa síðustu mánuði, en
fáir komast til jafns við prent-
arana. Frá prentsmiðjunum er
stöðugur straumur bóka og
bæklinga, þýddum og frum-
sömdum, og kennir þar ýmsra
grasa.
í þessu bókaflóði kennir mjög
erlendra bóka, bæði þeirra, er
ætlaðar eru fullorðnum og
hinna, er barnabækur nefnast.
Flestar þeirra munu útgefnar í
fjáraflaskyni og mun ekki ótitt
að máli og stíl, frágangi og út-
liti öllu, sé fórnað á því altari.
Mun það ekki ófróðlégt sýnis-
horn þeirra tíða, er nú ganga
yfir.
Ég hefi undanfarnar vikur
gert mér það til gamans, að at-
huga bókmenntir þær, sem ætl-
aðar eru börnunum á þessum
vetri. Má segja, að þær séu um
allt milli himins og jarðar, „allt
í milli himnaríkis og fráfærna",
eins og karlinn sagði, flestar þó
þýddar og umskrifaðar úr er-
lendum málum og staðháttum.
Sumar hverjar fjarlægar því,
sem íslenzkur hugsunarháttur
hefir verið, til skamms tíma.
í þessum bókafjölda tel ég
vel þess vert, að geta um eina
sérstaklega, sem er með öðru
sniði og úr öðrum jarðvegi, en
margar hinna. Það er falleg
bók álitum, er nefist „Ævintýri
Fjallkonunnar". í þessari bók er
að finna íslenzk ævintýri, þau,
er flestir þeirra, sem nú eru
komnir til vits og ára, kunnu og
lærðu í æsku sinni: Söguna um
Hlina kóngsson, Búkollu, Hans
kóngsson, Grautardallssögu,
söguna af Kolrössu krókríðandi
og fleiri. Sögunum fylgja prýði-
lega gerðar pennateikningar,
eftir Guðmund Frímann, rit
höfund.
Ég held, að börnin, sem nú
(Framh. á 4. siðu)
Fyrir tveim öldum kom skozkur maður, er nefndur var „Snotri
John“ Law til Parísar. Hann var þá vinalaus og öllum ókunnur
i Frakklandi. Eigi að siður varð hann einvaldi yfir fjármálum
Frakklands og voldugasti maður Evrópu. Að tólf árum liðnum
var hann fallinn i ónáð hjá óðum skríl, sem átti sér þá ósk æðsta
að ráða hann af dögum.
Saga þessa snotra Skota, sem liktist í senn þeim Casanova og
John Stuart Mill, getur með sanni talizt eins dæmi.
Þegar John Law var tólf ára að aldri, var hann frábær stærð-
fræðingur, sem vakti undrun og hrifni háskólakennaranna í
Edinborg. Seyján ára gamall var han spjátrungur, sem gekk um
prúðbúinn dag hvern. Tvítugur var hann alræmdur fjárhættu-
spilamaður, sem lét enga aðra iðju til sín taka. Tuttugu og sex
ára að aldri felldi hann hug til stúlku, sem var heitbundin
manni, er var mjög við aldur. Unnusti stúlkunnar varð örvita
af reiði og skoraði unga Skotann á hólm. Þeir börðust í þoku-
veðri i Lundúnum, og John Law felldi keppinaut sinn með sverði.
Law var tekinn höndum, ákærður fyrir morð, og dæmdur til
lífláts. Tveim dögum áður en hann skyldi af lífi tekinn, byrlaði
hann vörðúm sínum eitur, komst úr hlekkjum sínurri, klifraði yfir
fangelsisgarðinn og komst undan til Frakklands.
Þar voru þrautatímar um þessar mundir. Múgurinn lagði leið
sína um stræti Parísar altekinn örvæntingu, hatri og hungri og
braut niður líkneski af hinum látna konungi, Lúðvík fjórtánda
og krafðist þess af hinni nýju ríkisstjórn að eitthvað yrði gert
þegar i stað til þess að bjarga landinu frá hallæri og ógæfu.
John Law kom fram á sjónarsviðið með mælsku sína og frjáls-
lyndar skoðanir. Hann taldi ríkisstjórnina á það að láta prenta
peningaseðla. Verðlag tók skjótum breytingum og viðskipti öll
ukust. Hagsæld komst á að nýju, og „Snotri John“ Law var tal-
inn eins konar galdramaður. Hann ákvað að beita sér fyrir
frekari umbótum og framförum. Hann skipulagði margþætta
einkasölu, stofnaði iðnaðarfélag, sem naut þeirra réttinda að
reka verzlun við Kína, Indland, Suðurhafseyjar, Kanada og allar
hinar frönsku nýlendur í Ameríku.
John Law auðnaðist að sjá hag sínum næsta vel borgið. Louis-
iana var að hans dómi ný Eldorado, auðug að gulli og smarögð-
um. John Law hét að greiða ágóðahlut, sem aldrei hafði slíkur
þekkzt fyrr. Verðlag allt varð geysilegt, og þjóðin varð viti sínu
fjær.
Auðmenn og fátæklingar, tignarmenn og alþýðumenn freistuðu
þess hver i kapp við annan að komast inn í hús Laws til þess
að kaupa hlutabréf. Þröngin var svo mikil, að mönnum lá við
örkumlum og jafnvel bana.
Rikisstjórnin lét látlaust prenta peningaseðla, og John Law
hélt áfram að selja hlutabréfin. Það var almenn hagsæld í
Frakklandi. Allir söfnuðu auði. Þjónar og fjósamenn festu kaup
á hlutabréfum og vöknuðu svo sem miljónamæringar að morgni.
Þegar tignarfólk fór í sönghöllina, hitti það iðulega fyrir þjóna
sína og þernur þar fyrir sem auðkýfinga alsetta dýrum djásnum.
París var sem gefúr að skilja miðstöð þjóðlífsins og þar var
vissulega mikið um að vera. Þangað þyrptist fólk hvaðanæva að.
Gisthús og veitingahús borgarinnar urðu svo mörg á skömmum
tíma, að ekki varð tölu á komið. Umferðin á strætunum var svo
mikil, að slysahætta var jafnan á næsta leyti. Það var unnið
í verksmiðjum daga og nætur. Skrautlegar hallir voru byggðar.
Parísarbúar lifðu í auði og allsnægtum.
En þess var skammt að bíða, að gagnger breyting kæmist á.
Hinn voldugi Conti prins reiddist einhverju sinni, hlóð peninga-
seðlum á þrjá vagna, ók þeim í banka og krafðist þess, að þeir
yrðu leystir út í gulli. Annar maður kom auði sínum og fyrir í
vagni, þakti hann heyi og ók honum yfir landamærin til Belgíu,
klæddur sem bóndi með tréskó á fótum.
Hrunið var skollið á. Bjartsýnin var horfin. Hagsældin var úr
sögu með eins skjótum hætti og hún hafði til komið. Bankarnir
stöðvuðu útborganir. Jahn Law sá hyldýpi ógæfunar gína við
sér, og franska þjóðin var altekin ótta. Nú kepptust menn eigi
síður um það að losa sig við hlutabréfin en afla þeirra fyrrum.
Óður skríll gerði aðsúg að húsi Laws og gerði sig líklegan til
þess að ráða hann af dögum.
Law sá sitt óvænna og flýði Frakkland, en skildi öll auðæfi
sín eftir. Eigur hans, sem voru margra miljóna virði, voru gerðar
upptækar. Bækur hans, húsgögn og silfurmunir, allt var þetta
selt. Kona hans og dætur komust á vonarvöl. Níu árum síðar
lézt „Snotri John“ Law, maðurinn,' sem einu sinni hafði verið
konungum auðugri og voldugri, i Feneyjum sem vinalaus öreigi.
Hann gat ekki einu sinni keypt sér eldsneyti, til þess að ylja
upp í herberginu, þar sem hann dó.
Allar góðar húsmæður
þekkja hínar ágætu
SJAFNAR-vorur
Wottaduftið
PERLA
ræstiduftið
OPAL
kristalsápu og
stangasápu
.7 VH0JJÍÍH
S ■ i
Samband ísl. samvinnufélaga.
Kaupfélög!
Athugið um brunatryggingar yðar eftir að
vörutalningu er lokið um áramót.
SAVON de PARÍS mýkir húðina og
styrkir. Gefur heimi yndisfagran lit-
blæ og ver hana kvillum.
TSOTIÐ
SAVON
F ramsóknarmenn
í Reykjavík
Afgreiðsla Tímans biður ykknr vinsamleg-
ast um aðstoð við að útvega börn eða unglinga
til að bera blaðið til kaupenda í bænum.
Kaupendur Tímans
Gleymið ekki að borga
T í m a n n.
utan Reykjavikur
eru minntir á, að gjalddagi 36. árgangs var 1.
júlí síðastl. Eru þeir því vinsamlega beðnir að
greiða ársgjaldið, kr. 15.00, sem fyrst, til inn-
heimtumanns blaðsins, eða beint til afgreiðsl-
unnar, Lindargötu 9A, Reykjavík.