Tíminn - 05.01.1943, Qupperneq 2

Tíminn - 05.01.1943, Qupperneq 2
2 TÍME\M, Itriðjmlagiim 5. janúar 1943 1. MafS ‘gímtrm Þriðjjudagur 5. jjan. Verðuppbætur til landbúnaðaríns í dagblöðum Reykjavíkur hefir undanfdrið verið mjög rætt um verðuppbætur ríkis- sjóðs til landbúnaðarins, er | samþykktar voru á sumarþing- j inu. Þykir sýnt, að þær muni nema mikilli fjárhæð, jafnvel 20—25 milj. kr. Til þessara fjárgreiðslna liggja einkum tvær ástæður: Styrjöldin hefir komið harð- ar niður á landbúnaðinum en nokkurum öðrum atvinnuvegi. Fyrir styrjöldina fóru ull og gærur nær eingöngu til Þýzka- lands og Norðurlanda. Mjög mikill hluti kjötsins fór til Norðurlanda. Þessum mörkuð- um hefir landbúnaðurinn tapað, vegna styrjaldarinnar og her- námsins. Á sama tíma hafa aðr- ir atvinnuvegir, einkum sjávar- útvegurinn, stórhagnazt á styrj- aldarástandinu. Þegar Bretar hernámu ís- land, lofuðu þeir að bæta okk- ur markaðstöp þau, er hernám- inu fylgdu. í samræmi við þetta loforð, greiddu þeir nokkurt fé í verðuppbætur fyrsta árið og fór það aðallega til landbúnað- arins. En síðan hefir ekkert orðið úr þessum greiðslum. Bretar munu hafa berft á, að gróðinn af sjávarútveginum og hernaðarvinnunni væri það mikill, að við gætum þar fengið fé til að bæta landbúnaðinum markaðstöpin. Slík ábending verður þó að teljast vafasöm efnd á áðurgreindu loforði þeirra. Þetta er önnur ástæðan til verðuppbóta landbúnaðarins. Hin ástæðan, sem er orðin langt- um veigameiri, er hin geypilega aukning dýrtíðarinnar. Ef ráði Eysteins Jónssonar hefði verið fylgt haustið 1941 og fest allt verðlag og kaupgjald i landinu, myndu þessar verð- uppbætur hafa orðið tiltölulega litlar. En síðan hefir allt verð- lag tvöfaldazt. Það sem ein króna gat áður nægt til verð- uppbótar, þarf nú kannske 3—4 krónur. Þess vegna verða verð- uppbæturnar, sem ríkið þarf að greiða, margfalt meiri en orðið hefði, ef festingin hefði verið samþykkt 1941. Þegar verðuppbætur þessar verða greiddar, ber vel að minn- ast þess, að ekki stóð á bænd- um haustið 1941 að festa verð- lagið, ef aðrir vildu sýna hlið- stæðan þegnskap. Bændur hafa því ekki knúð fram þessi miklu framlög til verðuppbótanna. Þau eru aðeins einn árangur þeirrar upplausnar, sem dafn- aði undir handleiðslu íhalds- stjórnarinnar á síðastl. ári. Það sézt nú alltaf betur og betur, hvílíkt óhappaverk var unnið, þegar ekki var fallizt á tillögur Eysteins Jónssonar um festinguna haustið 1941. Vegna þess eru atvinnuvegirnir að stöðvast. Vegna þess getur svo farið, að tekjuafgangur ríkis- sjóðs reynist sáralítill eða eng- inn á síðastl. ári, en myndi á- reiðanlega hafa skipt tugum milj. króna, ef verðbólgan hefði verið stöðvuð í fyrrahaust og ríkið hefði því ekki þurft að stórauka framlög sín til launa- greiðslna og verðuppbóta. Þau blöð, sem nú fárast yfir verðuppbótunum til landbúnað- arins, ættu að minnast afstöðu sinnar til festingartillagna Ey- steins Jónssonar haustið 1941 áður en þau fella harða dóma um þessi fjárframlög. Það hefði verið nokkuð annað fyrir ríkis- sjóð að tryggja landbúnaðinum það verð, sem þá var á afurð- unum, en það verð, sem nú er á þeim. Núverandi ríkisstjórn hefir lýst fylgi sínu við þá stefnu, sem var mörkuð í dýrtíðarlög- um Eysteins Jónssonar frá vetr- arþinginu 1941, að leggja fram fé til lækkunar á verðlagi land- búnaðarafurða innanlands. Með þessu vinnst þrennt: Bændum er tryggt nægjanlegt verð, dýr- tíðin er lækkuð og minna þarf að flytja úr landi af afurðun- Arnasoii framkvaemclastj<>rl: Kommúnistar og landbúnaðarmál S*jL Einn af frambjóðendum kom- múnista við siðustu kosningar heíir skrifað langa ritgerð um íslenzkan landbúnað í Tímarit máls og menningar i okt. siðast- liðnum og áréttað hana með grein í Þjóðviljanum 13. f. m. Eg leiði hjá mér aö svara því, sem sagt er um islenzkan land- búnað almennt, og hver afskipti Framsóknarflokkurinn hefir haft af honum. Verða sjálfsagt aörir, kunnugri þeim málum og mér íærari, til þess. En ýms um- mæli í greinum þessum um framleiðsluvörur íslenzkra bænda, eru með þeim hætti, að ekki tjáir að láta þeim ómót- mælt, og tel ég mér skylt að leiðrétta mestu firrurnar. Er lika alveg sérstök ástæða til að taka ekki þegjandi illgjörnum álygum á heilar stéttir og at- vinnugreinar, ekki sizt, þar sem búast má við, að öllu, sem nú er skrifað hér á landi um útflutn- ingsvörur landsmanna og milli- rikjaviðskipti, sé veitt alveg sérstök athygli af úelendingum þeim, sem dvelja í landinu. Greinarhöfundur gerir sam- anburð á verði á íslenzku dilka- kjöti i Reykjavík i haustkaup- tið og kjötverði í New York á sama tíma: „Almennt neyzlukjöt kost- ar í Reykjavík kr. 6.40 á (sic) heildsöluverði. í New York kostar almennt neyzlukjöt (fyrsta flokks nautakjöt — sauðakjöt er lítið eitt ódýr- ara) kr. 2.00 kílóið“. Um kjötverðið hér á landi segir hann ennfremur: ..... Merkilegast er þó, að verð þetta hefir verið fyrir- skipað að bændum fornspurð- um og, eftir því sem allt bend- ir til, í óþökk þeirra“. um og verðuppbæta á þann hátt. Hitt má teljast nokkur spurn- ing, hvort ekki hefði verið rétt fyrir stjórnina að ganga enn lengra og lækka t. d. kjötverð- ið um tvær krónur kg. Það hefði örfað söluna enn meira. Þessi stefna, sem var mótuð í dýrtíðarlögum Eysteins Jóns- sonar, fékkst ekki framkvæmd meðan þjóðstjórnin starfaði, vegna andstöðu íhaldsráðherr- anna. Hefir hér fengizt enn ein sönnun þess, að erfitt er að koma fram réttum málum, nema áður sé búið að víkja í- haldinu úr vegi. Þ. Þ. Greinarhöfundi farast enn- fremur svo orð: „.... íslenzkt dilkakjöt er, jafnvel þó sleppt sé alls konar óverkun þess, yfirleitt heldur slæm vara. Tiltölulega lítill hluti þess er markaðshæft er- lendis á venjulegum tímum, a. m. k. til átu ....“. Á öðrum stað er sagt, að kjöt- ið sé „illætur mátur mikinn hluta árs, bragðlaust, eða bragð- vont af langri frystingu, nær- ingarrýrt og bætiefnasnautt“. Ennfremur segir í Þjóðvilja- greininni: „Norðmenn hentu stundum mestöllu því kjöti, sem þeir keyptu af okkur fyrir smán- arverð eftir liiillækkandi samningi um fríðindi á ís- landi. Alls staðar erlendis þyk- ir isl. kjöt allt þv því óboð- leg vara á venjulegum tim- um. Englendingar skera fitu- lögin úr islenzku kjöti og henda þeim áðu,r en þeir mat- reiða það og þykir samt vond fæða í samanburði við kjöt það, sem þeir eru vanir, bæði af heimafé sínu og fé úr hin- um miklu sauðræktarlöndum suðurhvelsins ....“. Það er illt verk að þurfa að svara öðrum eins þvættingi og ósannindum og hér er fram- reitt í málgögnum kommúnista, en þó verður það að gerast. Það er rétt hjá greinarhöf- undi, að heildsöluverð á nýju dilkakjöti var hér á landi í sið- ustu haustkauptíð kr. 6.40 kg. En á sama tíma var heildsölu- verð á lambakjöti í New York kr. 3.60—4.15 kílóið, en á nauta- kjöti kr. 2.72—3.43 kílóið. Hér skakkar allt að helmningi og stafar sennilega af því, að greinarhöfundur hefir borið saman verð á ensku pundi (lb.) og kílói. — Það er a. m. k. góð- gjarnasta tilgátan. Fullyrðing greinarhöfundar um það, að kjötverðið síðast- liðið haust hafi verið ákveðið „að bændum fornspurðum" „og í óþökk þeirra“, er tilhæfulaus uppspuni. Búnaðarsamböndin höfðu haldið fundi um málið og var verðið sett í samræmi við samþykktir þeirra, og þó tæplega nógu hátt til að full- nægja almennustu kröfunum. Þá eru fullyrðingar greinar- höfundar um það, að íslenzka kjötið sé léleg vara og illselj- anlegt á erlendum markaði, hreinn uppspuni, annaðhvort sprottinn af vanþekkingu eða illgirni í garð íslenzkra bænda, til að spilla fyrir sölu á helztu framleiðsluvöru þeirra. Frosið íslenzkt dilkakjöt hef- ir verið selt til Stóra-Bretlands árlega síðan , 1926 og til Dan- merkur og Svíþjóðar síðan 1930. Áður en lengra er farið skal þess getið, aö þegar hafinn var undirbúningur undir útflutn- ing á frosnu kjöti, var ráðinn maður, Björn Pálsson frá Guð- laugsstöðum, til að kynna sér kjötverkun í Nýja Sjálandi og Ástralíu, en þaðan fá Bretar meginhluta af frosnu dilkakjöti og þykir einkum Nýja Sjálands- kjötið bera af öðru innfluttu kjöti. Eftir ársdvöl í þessum löndum tókst Björn' á hendur eftirlit með verkun á frosnu kjöti og mat á því. Auk þess hafa veriö ráðnir hing^ð margir enskir menn sérfróðir um kjötverkun. Hafa þeir verið oftar en einu sinni í öllum sláturhúsum, sem verka freðkjöt til útflutnings. — Þá hafa yfirkjötmatsmenn- irnir íslenzku verið . sendir til London til að kynnast kröfum kaupenda um meðferð kjötsins. íslenzka kjötið stendur, hvað verkun viðkemur, ekkert að baki öðru innfluttu kjöti í Stóra-Bretlandi. Hins vegar þykir það tæplegg, nógu. feitt, og þess vegna seljast sumar aðrar tegundir af innfluttu kjöti lítið eitt hærra verði, en íslenzka kjötið. — Fullyrðing Þjóðviljahöfundar- ins um það, að Englendingar flái fituna af íslenzka kjötinu, er uppspuni einn. — í sambandi við þessa fáránlegu fullyrðingu má geta þess, að oft hefir verið farið fram á að mega taka nýr- mörinn úr skrokkum þeim, sem fluttir eru héðan til Englands, en kaupendur þar hafa ekki viljað fallast á það, þar sem það mundi spilla fyrir sölu kjötsins. Danir framleiða gott kjöt og hafa Kaupmannahafnarbúar sjálfsagt eins mikið vit á góð- um mat og þessi framhleypni íslenzki kommúnisti. Þrátt fyrir það, að Danir flytja út feiknin öll af kjöti, gáfu þeir íslending- um leyfi til að flytja inn frosið dilkakjöt. Salan jókst ár frá ári. Mest var salan á kjötinu um páska og hvítasunnu. Hrekur það fullyrðingu greinarhöfund- ar um það, að kjötið geymist illa. Til að fyrirbyggja allan vafa um það, hvaða álit Danir hafa haft á íslenzku freðkjöti, skal hér tilfærð opinber verðskrán- ing á-dönsku kjöti (merkt sem I. fl. kjöt) í kjöthöllinni í Kaup- mannahöfn 15. ágúst 1938: Pr. kg. Kvígukjöt og uxak. kr. 0,80—1,05 Kýrkjöt — 0,40—0,90 Nautakjöt — 0,60—0,80 1 Alikálíakjöt — 1,20—1,70 Annað kálfskjöt — 0,60—1,05 Lambakjöt ( nýtt danskt) — 1,00—1,60 Þennan sama dag var heild- söluverð í Kaupmannahöfn á íslenzku, frosnu dilkakjöti, frá j haustinu 1937 kr. 0,90—1,10 pr. kg. íslenzka kjötið er því nær ársgamalt, og er þó í hærra verði en annaö kjöt á markaðn- um í Kaupmannahöfn, að und- anskildu alikálfakjöti og nýju lambakjöti. Ég geri það með vilja að bera kjötverðið saman þennan dag til að sýna* fram á hvilík fjar- stæða það er, þegar málgögn kommúnista halda því fram, að kjötið, sem íslendingar flytja út, sé ekki mannamatur. — í apríl 1938 var verð á íslenzka kjötinu í Kaupmannahöfn kr. 1,25—1,55 pr. kg., en verð á dönsku kjöti mjög svipað því, sem tilfært er hér að framan. Sömu sögu er að segja frá Svíþjóð. Reyndar jókst salan ekki að sama skapi þar og í Danmörku, en það stafaði af innflutningshömlum, en ekki af því, að kjötið líkaði illa. — Það var því nær eingöngu selt í Stokkhólmi og var í miklu hærra verði en nýtt kindakjöt, sem flutt var inn frá Eystra- saltslöndunum. Að endingu skal minnst á saltkjötsverkunina og sölu á saltkjöti til Noregs. „Norðmenn hentu stundum mestöllu því kjöti, se/n þeir keyptu af okkur“ .... segja íslenzku kommúnist- arnir. Það verður að láta nægja að lýsa þetta rakalaus ósannindi. í þau rúm 25 ár, sem ég hefi haft náin kynni af kjötsölu til Noregs, get ég fullyrt, að mjög lítil brögð hafa verið að skemmdum og Norðmenn^ töldu saltkjötsverkun íslendinga af- ;burðagóða og íslenzkt dilkakjöt : taka öðru kjöti fram, og flytja iþeir þó inn saltkjöt frá öðrum löndum, t. d. Suður-Ameríku, auk þess sem þeir verka sjálfir saltkjöt. Sem dæmi um það, hvert álit Norðmenn hafa á saltkjötsverk- um íslendinga, skal þess getið, að þegar Norges Kjött og Fleskecentral, — sem er lög- vernduð • sölumiðstöð norskra bænda, — byrjaði að salta kindakjöt fyrir allmörgum ár- um, fengu þeir íslendinga til að kenna sér kjötverkun. Ég ætla r Islendíngar í Danmörku Frá sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn hafa utanríkis- ráðuneytinu borizt eftirfarandi upplýsingar í bréfi, dags. 29. okt. 1942: íslendingafélagið tók til starfa á ný laugardaginn 12. september. Jón Leifs tónskáld, sem þá var staddur hér í borg- inni, flutti erindi um íslenzk þjóðlög, Haraldur Sigurðsson og kona hans Dóra, skemmtu með söng og hljóðfæraslætti og enn- fremur sungu stúdentar nokk- ur lög. Stúdentafélagið hélt fyrstu kvöldvökuna þriðjudaginn 6. október. Las Jón prófessor Helgason þætti úr æviminning- um íslenzkra alþýðumanna. Húsfyllir er í hvert sinn á kvöld- vökunum tvisvar á mánuði, og auk flutnings fræðandi efna eru sungnir íslenzkir söngvar. Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara hefir verið falið að skreyta ráðhústorgið í Vejle með tveimur miklum högg- myndum, er Sigurjón heggur sjálfur í granit. Tákna mynd- irnar landbúnað, handiðn, verzlun og iðnað. Tekur verkið tvö ár. Kona Sigurjóns, sem er dönsk og myndhöggvari eins og maðurinn, seldi nýlega högg- mynd Carlsbergssjóði. Jón Stefánsson málari hefir haldið sýningu hér í borginni undanfarna daga, selt sæmilega og hlotið góða dóma. Svavar Guðnason málari sýn- ir myndir á haustsýningu hér í borginni. Á listiðnaðarsýningu danskri, sem nú er haldin í , Stokkhólmi, sýnir Júlíana Sveinsdóttir listvefnað. Bók Gunnars Gunnarssonar: „Heiðaharmur“, er á dönsku heitir: „Brandur paa Bjarg“, er komin út í öðru upplagi og hlýt- ur lof ritskoðenda. Komin er út skáldsaga eftir Jón Björnsson frá Holti á Síðu og heitir á dönsku: „Jordens Magt“. að þetta hafi verið haustið 1933 eða 1934. Síðan hafa Norð- menn saltað nokkuð af kjöti á hverju ári og fylgt nákvæm- lega reglum íslendinga um verkun kjötsins. Ég læt þetta nægja að sinni. Ef til vill gefa málgögn komm- únista ástæðu til að gera þess- um málum betri skil síðar. Jón Árnason. Viíiuið ötullega fgrir • Tímann. Dp. I»orkell Jíliaimesson: Kirkjan á fjalliun Gunnar Gunnarsson: Kirkjan á fjallinu I.— II. Útg. félagið Land- náma, Rvík 1941—42. I. Aldrei hefir þekkzt annað eins flóð af nýjum bókum og nú beljar yfir landið, við þessi ára- mót. Bækur þessar eru efalaust misjafnlega góðar, eins og vant er að vera, þótt minna sé fram boðið, en ég ætla samt, að í þetta sinn sé óvenjulega mik- ið um góðar bækur á markað- inum og þó nokkrar, sem kalla megi ágætar. Það dylst ekki, að nú er mjög spurt eftir bókum um íslenzk efni. Menn vilja eignast þjóðlegar bækur, ís- lenzkar bækur. Og þótt ósköp öll sé nú þýdd af erlendum bók- um og sumar þeirra sé góðar, þá er enginn efi á því, að í ár sitja íslenzku bækurnar í fyrir- rúmi, þegar menn velja sér bækur og kaupa. Mér virðist þetta vera góður vottur um vax- andi sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Sannleikurinn er sá, að lesend- ur, þeir sem bækurnar kaupa, hafa að öllum jafnaði kosið bækur um íslenzk efni öðru fremur, þótt bókaútgefendur sé naumast farnir að átta sig á því ennþá. íslenzkir rithöfund- ar eiga nóg verkefni og þeir eiga, sumir þeirra a. m. k., heldur að semja bækur en þýða. Það er reyndar ekki víst, að það verði allt góðar bækur, hvað þá ágætar, en tæpast með öllu ó- nýtar. Hitt er engan veginn dæmalaust, að góður, jafnvel ágætar, erlendar bækur, verða ónýtar í þýðingu, ekki svo mjög þýðingarinnar vegna, stundum jafnvel þrátt fyrir hana, aðeins af þeirri einföldu ástæðu, að þær hentuðu ekki íslenzkum lesendum, þekkingu þeirra, menntun og ‘ smekk. Hugsan- legt er, að þau veröi örlög ein- hvers af því, sem nú er fram boðið af þessu tagi, þótt vel sé til vandað og af góðum huga fram reitt. Reynslan sýnir það. En á hinu er enginn vafi, að bækur eins og Saga íslendinga, íslenzk menning og Bréf Step- hans G. Stephanssonar, svo nefnd sé fá dæmi nýrra ís- lenzkra bóka, skipa þegar veg- legan og öruggan sess í þjóð- legum, íslenzkum bókmenntum. Af ís-lenzkum skáldritum, er út hafa komið á þessu ári, mætti nefna nokkur verk eldri og yngri rithöfunda, er verið hafa og verða munu bókmenntum okkar til sóma. Ég skal hér að- eins nefna Kvæðabók Guð- mundar á Sandi, Illgresi Arnar Arnarsonar og skáldsögu Guð- mundar Daníelssonar, Sandur. Fer þó fjarri, að allt sé upp tal- ið, sem mikils vert sé eða jafn- vel sæmilegt undir þessa grein. Ég nefndi aðeins dæmi, sem mér voru nærtæk. En þá er líka ótalin sú bókin, sem ýkjulaust ber af og mér þykir trúlegt, að talin verði mjög lengi með því langbezta, sem íslenzkt skáld hefir ritað í þeirri grein: Kirkj- an á fjallinu, eftir Gunnar Gunnarsson. . II. Kirkjan á fjallinu er upphaf- lega rituð á dönsku, eins og flestar bækur Gunnars. Bókin fékk fremur ómilda dóma, er hún kom út, einkum fyrsta bindi hennar. Mér er fyrir minni, þó langt sé um liðið, að dönskum ritdómara ofbauð al- veg, að skáldið skyldi rita tvö stór bindi um ævi smádrengs, frá því hann byrjar að muna til sín og þangað til hann er 8 ára gamall. Mér fannst líka, að hér væri óneitanlega vel að verki verið, en bókina sjálfa las ég ekki fyrr en þó nokkr usíð- ar. Ég skildi þá ummæli ritdóm- arans, en að vísu með allt öðrum hætti en áður, og mér virtist hann hafa algerlega rangt fyrir sér. Stórir og miklir atburðir í sögu gera hana aldrei að miklu skáldverki út af fyrir sig. Hvergi er meira saman hrúgað af slíku en í hinum lélegustu reyfurum. Og það mun Henning Kehler, eða hvað hann nú hét, ritdóm- arinn, ekki hafa þurft að láta aðra segja sér. En efni Gunn- ars —■ það var ekki aðeins „lít- ið“, það var öllu fremur svo ís- lenzkt, svo nákomið íslenzku þjóðlífi og íslenzkri náttúru, íslenzku lífi, að mörgum Dön- um veittist erfitt að skilja það, átta sig á því. Ég veit ekki, hvort þeir eru búnir að því enn, eftir 20 ár, og líkast til heppn- ast þeim það þá aldrei. Það verður málið og stíllinn fyrst og fremst, sem gefa þessari bók höfuðgildi sitt í dönskum bók- menntum. Þó má ekki taka þetta allt of bókstaflega. Bók, sem er jafn þrungin af frum- stæðu lífi eins og Kirkjan á fjallinu, og rituð af jafn mik- illi leikni, lætur engan mann, ég ekki fyrr en þó nokkru síð- öllu, hversu „útlendur“ sem hann kann að vera. Það sýna líka örlög bókarinnar ljóslega og á það þó ef til vill eftir að koma enn betur í ljós síðar. Henni hefir verið vel fagnað í Þýzkalandi, Englandi og Banda- ríkjunum og hvarvetna þótt vera hið ágætasta skáldverk. III. Kirkjan á fjallinu hefir frá upphafi verið talin sjálfsævi- saga skáldsins. Sjálfur neitar höfundurinn því og auðvitað er honum líka kunnugast um það. í eftirmála við fyrra bindið gerir hann greýi fyrir áformi sínu, er hann hóf að rita sög- una: „í henni, eins og lífinu sjálfu, átti ekki að vera nein .höfuðpersóna, enginn „þráður". Hún átti að vera mynd af líf- inu. Þessa mynd ætlaði ég að gera eins sanna og yfirgrips- mikla og mér var frekast unnt. Hún átti að sýna dýpt tilver- unnar, jafnvel við einföldustu lífskjör, — og heilagleik.“ Þannig átti bókin að vera. En líkast til þarf engan að undra, þótt bók, sem rituð er með slíkt sjónarmið fyrir augum, geymi meira af höfundi sínum, hans lífi, innstu veru, draumum og reynslu en almennt gerist. Því er það afsakanlegt, þótt ýmsir hafi kallað Kirkjuna- á fjallinu sjálfsævisögu skáldsins. En aug- ljóst er, að verkið græðir ekk- ert á þeim skilningi — eða rétt- ara sagt misskilningi. Það tap- ar á honum og þess vegna á hann að hverfa. Hér er hver mannlýsingin annarri frábær- ari, Ijóslifandi fólk. Margt af því, kannske flest, á sér fyrirmyndir eða átti, austur á Héraði eða í Vopnafirði. Það kann að vera nógu gaman út af fyrir sig að hafa upp á» þessum fyrirmynd- um og gera samanburð. En þó er það gagnslítið verk og alveg tilgangslaust, er til þess kem- ur að skilja skáldverkið og njóta þess. Fyrirmynd skáldsins að Ketilbirni á Knerri, Ketilbirni Hranasyni á Knerri, afa gamla með nefið og skeggið — hvað var&ar okkur um hana? Hún kann að vera lik, alveg eins. Það er ágætt. En sé hún aðeins svipuð, jafnvel ólík um margt, þá er það engu síður gott, alveg ágætt líka. Það er að segja, það varðar nákvæmlega engu. Lífið er oft býsna skáldlegt, en það þarf hér um bil alltaf skáld til þess að koma auga á það, skilja það og segja okkur hinum frá því, lýsa því fyrir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.