Tíminn - 05.01.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1943, Blaðsíða 3
1. blatS TÍMIM, þritSjadagiim 5. jamiar 1943 3 Bréi tíl Lístamannaþing „Listamannaþing" er nýaf- staðið. Ríkisstjórn, útvarp og blöð veittu því gengi, sem at- hyglisverðu fyrirbæri í þjóðfé- laginu. En ýmislegt um það er á huldu og óupplýst, sem þó virðist hafa allmikla þýðingu að upplýst sé um, ef taka á al- varlega „samþykktir“ þingsins. T. d. eru þessi þýðingarmiklu atriði óupplýst: 1) Hvers krafizt var sem skil- yrðis til þess að hafa rétt til setu á þinginu. 2) Hverjir sóttu þingið, hverr- ar listgreinar, og liöfðu rétt til að greiða þar atkvæði (nafn, heimili). 3) Hverjir, er höfðu rétt til þingsetu, ekki sóttu þingið (nöfn, heimili). 4) Hve mörg atkvæði vóru með hverri tillögu í samþykktum þingsins. Svo sem kunnugt er, álíta listamenn sig eina hafa vit á að meta listir, og þá að sjálfsögðu einnig að ákveða, hverjir sé réttnefndir listamenn. Lands- mönnum mun flestum ókunnugt um hvað til er í landinu af svo- nefndum listamönnum; en ætla má, að þeir einir hafi átt rétt til setu og atkvæðagreiðslu á listamannaþinginu. Ef því skrá um þá væri birt, mætti það telja mjög þarft rit og fræðandi. Þá væri og fróðlegt að sjá hverjir nú sóttu þingið, svo og um at- kvæðatölu með hverri tillögu í samþykktum þingsins. — í blöð- unum segir, að . þingmálin sé „samþykkt einróma“, „samþ. samhlj.“, „samþ. með öllum at- kvæðum". Hve lítið slíkt upplýs- ir um fylgi málanna, má sjá af dæmi: Þing er skipað 60 þm. Þrír þeirra, óska að fá samþykkta þingsályktun um málefni, sem þá hvern um sig varða. Þeir gert samtök um að styðja hver annars mál (hrossakaup). Eng- ir aðrir láta sig þau mál neinu skipta. Fundir eru mjög mis- jafnt sóttir, eftir því hver mál eru á dagskrá. Sérstaklega var fámennt á fundi þá er tillögur þremenninganna vóru til at- kvæðagreiðslu. Þær vóru allar samþ. með 3 atkv. án mótat- kVæða, og bókað svo um þær: h, samþ. einróma, k, samþ. samhljó., 1, samþ. með öllum at- kvæðum — og það satt sagt, þó aðeins væri V20 atkv. þingsins. Meðan ekki er upplýst um þau atriði, er að ofan getur, er hætt við að landsmenn kunni að ímynda sér, að „þingði“ hafi Tímans aðeins verið fáeinir menn, eink- um úr Reykjavík, sem þykir list sín eigi nógu hátt metin til verðlauna, og vilja, eins og nú er títt, fá krónutölur hækkaðar. Slá sér því saman til að halda þing, og panta til forseta Fljóts- dælska klausturbóndann; leggja svo undir sig útvarpið viku tíma, fylla nokkra blaðadálka, — og gera „samþykktir" .... um að þeim beri hærra mat, einkum gagnvart hinu lága peningagildi. Birting ofanskráðra atriða og þingtíðindanna væri öruggasta meðalið til að eyða öllum mis- skilningi um þingið. 4. desember 1942. B. B. Kolkuós Þingm. Skagfirðinga flytja tillögu um að selja Kolkuós- eignina í Skagafirði með Elín- arhólma. Vonandi nær þetta ekki fram að ganga, því slíkt væri misráðið. Kolkuós, sem er nú eign ríkisins, er partur af landareign Viðvíkur, en raun- ar fráskilinn aðal-landi jarðar- innar. Marg.t ber til þess, að bezt fer á því að Kolkuós verði framvegis eign ríkisins eða þá Viðvíkurhrepps. Þótt svo hafi til tekizt, að að- alþorp Skagafjarðar hafi vaxið upp við hafnleysu í Króknum við Sauðá, og annað þorp, Hofs- ós, við ós Hofsár, vita kunnugir menn vel, að aðstaða til minni hafnarbóta, svo að góð smá- bátahöfn fengist, er hvergi eins góð við Skagafjörð eins og í Kolkuós. Þótt nú sé búið að offra miklu til hafnarbóta á Sauðárkróki og nokkru í Hofs- ós, og þótt allir Skagfirðingar óski gjarna, að þessi þorp blómgist, ætti þeim sízt að gleymast, hve Kolkuós er vel til þess fallinn, að þar vaxi upp þorp, er gæti orðið jöfnum höndum sjávar- og sveitaþorp. Áður var verzlun í Kolkuós og er illa farið, að hún skyldi leggjast niður, en tilviljun ein réði miklu um það. í Kolkuósi ætt'i aftur að rísa upp verzlun, staðurinn er prýðilega til þess fallinn og yrði enn betur, ef brú kæmi á Kolku við ósinn. Æski- legasta og eðlilegasta framtíð í verzlunarmálum Skagfirðinga er að kaupfélögin beggja megin fjarðar sameinist í eitt félag og þá á það að hafa útibú í Kolku- ósi. Vegna framtíðarinnar á ekki að gera Kolkuós að einka- eign. Loks má nefna, þótt það sé ekki stórt atriði, að einhvern- (Framh. á 4. slðu) okkur, láta okkur sjá það með sér. Og svo ættum við að koma með okkar snauðu vizku og segja: Ja, býsna er nú þetta líkt, svei mér ef þetta minnir mann ekki á Þórarin gamla á Bakka, þú mannst eftir honum .... Nei. Afi á Knerri í Kirkj- unni á fjallinu er og verður dá- samlegur karl, ógleymanleg per- sóna, einstök prýði og gersemi í íslenzkum bókmenntum og djabblinor á golfrönsku með allan samanburð! Þessi bók átti að vera mynd af lífinu. Hún er það. Með köfl- um er hún auk heldur meira: Lífið sjálft, lífið í íslenzkri sveit, — íslenzk þjóð, íslenzk náttúra eins ljóslifandi og orð fá fram- ast túlkað. Hún átti að sýna dýpt tilverunnar, jafnvel við einföldustu lífskjör — og heil- agleik. Hún gerir það. Lýsingin á móðurinni og barninu í I. bindi á ef til vill einhverja hliðstæðu, það er a. m. k. ekki ótrúlegt um svo hugfólgið og heilagt efni með öllum mönnum á öllum tímum. í okkar bók- menntum er ekkert til hlið- sljætt, hvað þá betra. Ég ætla, að hér hafi höfundi í einu meg- inatriði heppnast verk sitt full- komlega og þess vegna verði það, þrátt fyrir sínar íslenzku „takmarkanir", langlíft og mik- ils metið, hvar sem það fer með- al manna. Vonir hans um það munu ekki bregðast. Framsetningin á hér líka sinn þátt og hann ekki minni. Saga Ugga Greipssonar fram til þess að hann er 17 ára, er 850 bls. að lengd, og hver síða er þrungin af fjöri og krafti, fjölda margir kaflarnir bráðskemmti- legir. Þetta er þaulunnið verk, á ekkert skilt við riss og yfir- borðs klór, sem löngum tíðkast í skáldsagnagerð. Halldór Kilj- an Laxness hefir annazt þýð- inguna. Hún er vandaverk. Mér virðist hún hafa yfirleitt tekizt vel, þótt á stöku stað bregði því fyrir, að þýðandann hafi brostið tíma eða alúð til þess að hnit- miða orð sín á borð við það sem skáldið sjálft gerir. Á mörgum köflum er hún ágæt. Helzt mætti að því finna, er þýðand- inn bregður á stöku stað á full- kiljanskt orðalag, er sker sig nokkuð út úr og orkar þá jafn- vel tvímælis um merkinguna — og smekkvísina. T. d. er hann talar um skaufhár kýrinnar Bú- kollu. Skaufar eru á hestum og eiga ekkert skylt við kýrhala, eins og Kiljan mun sanna, ef hann kynnti sér betur sport það, er landbúnaður nefnist. Eða þetta: Munnurinn heldur á- fram að vera einn endalaus broðháfur, á dönskunni: Mun- den löber. Broðháfur er auðvit- að einstaklega hressilegt orð, hvað svo sem það reyndar þýð- ir. En hvernig fer svo, ef „Munden svigter“. Skyldi verða broðháfur úr því? Nei, ekki al- deilis. Úr því verður broðhlaup, — heimsins bezti kjaftur á Magga, Magnúsi Jónssyni Back- mann, veröur að broðhlaupi, og þannig fer fyrir fleirum í þýð- ingu Kiljans. En hvað um það, 20—30 málblóm af þessu tagi Zane Grey Þetta er sagan um tannlækninn, sem varð heimsfrægur skáldsagnahöfundur. Zane Grey átti einu sinni við eymd og örbirgð að búa. Þó auðnaðist honum að ná þvi takmarki að verða einhver víðlesn- asti skáldsagnahöfundur veraldarinnar. Er hann ruddi sér svo vasklega braut frægðar og fremdar, var dvalarstaður hans í þorpinu Lackawaxen í Pennsylvaníu, sem stendur á bökkum Delawarefljóts. Útgefendur hafa fúslega greitt Zane Grey sjötíu og fimm þús- und dollara aðeins fyrir réttinn til þess að birta sögur eftir hann í tímaritum, enda þótt sögurnar væru ekki fullsamdar, þegar greiðslan var innt af höndum. Eigi að síður var honum ógerlegt að selja fyrstu bækur sínar fyrir sjötíu og fimm cent. Útgefend- ur hans hafa tjáð mér, að þeir hafi selt meira en miljón eintök af bókum Zane Greys á ári hverju um langa hríð. En þegar hann tók að helga sig ritstörfunum í öndverðu, var vegur hans ekki meiri en það, að hann átti við hungur og kulda að búa. Faðir hans sótti það mál af ofurkappi, að hann næmi tann- læknisfræði. Zane Grey kaus sér hins vegar eigi fremur til handa hlutskipti tannlæknisins en námuverkamannsins. En fyrirmæl- um föður síns hlaut hann að hlýða. Þannig atvikaðist það, að maður þessi, sem síðar varð heimsfrægur fyrir sögur sínar um ævintýramenn og bófa, nam tannlæknisfræði, kom sér upp lækn- ingastofu í New York og varði mörgum árum ævi sinnar til þeirr- ar iðju að gera við tannskemmdir fólks. En hugur hans var ekki við starfa þennan. Þegar hendur hans unnu að tannlækningunum, var hugur hans úti á hinum víðfeðmu sléttum Vesturlandsins meðal hinna skrautklæddu reiðmanna, sem þar ólu aldur sinn. Ef hófatak barst að eyrum hans, komu honum jafnan póstrán og veðreiðar í hug. Þegar fram liðu stundir, vaknaði Zane Grey til vitundar um óhugnanlega sannreynd. Hann fyrirleit atvinnu sína. Honum var það óbærileg raun að gegna þessum starfa. Tannlækning- arnar voru honum sem þrældómur. Þá ákvað hann að gerast rithöfundur. Hann sagði skilið við tannlækningarnar og fluttist til Lackawaxen. Þar gat hann lifað af litlum efnum og fengizt við alls konar veiðar, meðan hann var að læra listina að skapa skáldverk. Hann vann sleitulaust mánuðum saman, stundum árum sam- an að einni sögu. Hann skrifaði og gagnrýndi, breytti samhengi hennar og persónum. Þegar hann hafði lokið við að skrifa sög- una, las hann hana því næst frá orði til orðs og sýndi aldrei sjálfum sér eða verki sínu minnstu miskunn. Hann taldi sér hafa vel tekizt. Hann trúði því, að hann væri í þann veginn að gerast frægur rithöfundur. En hann var eini maðurinn, sem var þeirrar trúar. í gervallri New Yorkborg var ekki sá útgefandi til, sem vildi líta við sögum hans. Hann eyddi öllum tíma sínum um fimm ára skeið til þess að skrifa sögur — og tekjur hans þessi fimm ár voru alls engar. Hann aflaði sér örlítilla tekna sem atvinnumaður í íþróttum á sumrum, en fyrir ritstörfin bar hann alls ekkert úr býtum. Dag nokkurn, er hann var staddur i New York og freistaði þess að selja einhverja sögu sína, hitti hann Buffalo Jones að máli. Jones þurfti á orðhögum manni að halda til þess að ferðast með sér til Vesturlandsins og rita ferðasöguna. Hann var fyrsti mað- urinn, sem auðsýndi Zane Grey tiltrú. Hann ákvað þegar að tak- ast för þessa á hendur. Ævintýraþráin fór eldi um sálu hans. Er hann hafði dv^lizt um sex mánaða skeið meðal kúreka og trylltra hesta, kom hann aftur heim og ritaði skáldsögu, er hann valdi heitið: Síðustu sléttubyggjarnir. Að þessu sinni taldi hann sig öruggan um, að sér héfði vel tekizt. Hann sendi Harper hand- ritið — og beið svars í tvær vikur. Þá gat hann ekki afborið óvissuna lengur. Hann hraðaði sér til New York og hélt á fund útgefendanna. Þeir afhentu honum handritið með þessum orðum: — Okkur okkur heim sanninn um það, að yður muni nokkurn tíma takast okkur heim sanninn um það, að yður muni nokkurntíma takast að skrifa læsilega bók. Zane Grey var í öngum sínum. Hann sá hyldýpi örvæntingalrinnar gína við sér. Þetta var fimmta bókin, sem þeir vísuðu á bug. Hann hefði vart borið sig ómennilegar, þótt hann hefði orðið fyrir áverka. Þegar hann gekk niður stig- ann, studdi hann sig við ljósasúlu, til þess að verjast falli. Hann hallaði sér upp að ljósasúlunni með handritið undir hendinni og brast í grát. Hann hélt heimleiðis sem örvinglaður og vonlaus maður. Hann hafði lifað á heimanmundi konu sinnar, en hann var nú til þurrðar genginn, og þau höfðu barn á framfæri sínu. Þau virt- ust glötuninni ofurseld. En kona Greys taldi hann á það að skrifa aðra skáldsögu. Þetta var um miðjan vetur. Arininn var of lítill til þess að ylja upp herhergið, og fingur hans urðu stirðir af kulda, er hann skrifaði. Hann varð alltaf öðru hverju að hlýja sér við logann, til þess að geta haldið áfram starfa sínum. Allan veturinn og langt fram á næsta sumar vann hann að sögunni. Þegar hann hafði lokið við hana, gáfu ráðunautar Harpers henni hin verstu meðmæli. í örvæntingu sinni bað þá Zane Grey útgefanda þess að taka handritið heim með sér og lesa það sjálfur. Að tveim dögum liðnum kom Zane Grfey aftur. Útgefandinn var þá eitt sólskinsbros. Hann mælti: — Konan mín vakti í nótt fram undir morgun við að lesa sögu yðar. Hún telur hana frábærlega skemmtilega. Okkur er sönn ánægja að því að gefa hana út. Bók þessi hét: Arfur óbyggðarinnar. Hún valcti óskipta at- hygli og vinsældir. Eftir mörg ár örbirgðar og eymdar var Zane Grey loksins í þann veginn að verða einhver tekjuhæsti og víðlesnasti skáld- sagnahöfundur Vesturheims. Hann hefir sent frá sér eigi færri en fimmtíu og fjórar bækur, og af þeim hafa selzt meira en fimmtán miljónir eintaka í Bandaríkjunum einum. eru eins og feyskjur í skóginum, maður hnýtur um þær, en hver getur verið að fárast um slíkt, þegar allt angar og grær í kring um mann. — Félagið Landnáma fer giftu- samlega af stað. Það vinnur verk sitt hljóðlátlega, hrópar hvergi upp um „beztu bókina, íslenzkustu bókina, jólabókina í ár“, o. s. frv. Nú, djobblinor á golfrönsku í allan samanburð, sem fyrr segir! En mér finnst það nærri því syndsamlegt, að Kirkjan á fjallinu skuli hvergi sjást í bókaverzlunum og hvergi á hana minnzt, því að hún á brýnt erindi til allra, sem nú leita búð úr búð að góðum ís- lenzkum bókum. Það má svo sem vel vera, að hún sé samt sem áður næstum uppseld. Það mætti reyna að spyrjast fyrir um það hjá félaginu Landnámu. En sé svo, þarf að gefa hana út á ný og láta það vitnast! „Heimsins bezti kjaftur”, út- varpið og blöðin, ættu ekki að verða að broðhlaupi, þótt þau færi einu sinni eða svo með sanna fregn, um útkomu beztu skáldsögunnar og að reynandi væri að spyrjast fyrir um hana hjá Andrési G. Þorm- ar, gjaldkera hjá Landnámu 1 Reykjavík. Fryst Dilkakjot úrvals dílkakjöt úr ölliiin íjcztu f járlacruðiim landsins. Aðeins selt í heilum skroklmm. Frystihúsið Herðubreið Fríkirkjnvcgi 7. Sími 3678. Dömnefnd í verðlagsmálum hcfir sett eftirfarandi hámarksverð: í heildsölu. í smásölu. Egg (gildir fyrir jan. og febr.) 13.00 pr. kg. 16.00 pr. kg. Kol (ef selt er 250 kg. eða meira í einu 184.00 pr. smál. Kol (ef selt er minna en 250 kg. 1 einu) 19.20 pr. 100 kg. Hámarksálagning á tilbúnum fatnaði, svo sem karlmannafatn- aði allskonar, karlmannafrökkum, kvenkápum, kvenmannskjól- um allskonar, þar með talin blússur og pils, barnakápur og ungl- inga, fatnaði barna og unglinga, hverskonar sem er. í heildsölu 13%. í smásölu: a) ef keypt er af innlendum heildsölubirgðum 35%. b) ef keypt er beint frá útlöndum 45%. Reykjavík, 29. des. 1942. Dónmefnd í verðlagsmálum. ÞAKKARÁVARP Hjartanlega þökkum við öll þau margvíslegu vinahót og miklu gjafir, sem okkur voru veittar í erfiðleikum okkar og veikind- um undanfarna mánuði. Þökkum við „Kvenfélaginu Hringurinn“ i Stykkishólmi okkur veittan styrk og ennfremur hinum mörgu íbúum Stykkishólms fyrir hin rausnarlegu samskot okkur til handa, sem námu kr. 2500.00. Biðjum við góðan guð að blessa alla þá, sem auðsýnt hafa okkur kærleika í erfiðleikum okkar og endurgjalda þeim hann. Stykkishólmi, 9. des. 1942. Steiimim Indriðadóttia*. Garðar Jónsson. Tilkynning Þar til ööru vísi verður ákveðið, er verzlunum aðeins heimilt að afhenda kaffi gegn kaffireitum fyrir janúar, sem tölusettir eru með tölunni I. Yiðskiptamálaráðuneytið, 30. des. 1943. Blautsápa frá sápuverksniiðjunni Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir g'seði. Flestar húsmæður nota 0 Sjafnar-blautsápu * Spaðkjöt Hölum altur fengíd hálltunnur af íirvals spaðkjöti frá Borgarfirði eystra. Samband ísl. samvinnuíélaga * Sími 1080.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.