Tíminn - 16.01.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.01.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: ' JÓNAS JÓNSSON. | ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURUíN. ) RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEi rTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 39 og 3720. 27. árg. Reykjavík, laiigardagixm 16. janúar 1943 6. blað Tíðíndi Irá Alpingis Breytingar á Fískveiðasjóðs lögunum ræddar í neðrideild Frumvarp Gísla Guðmundssonar um ný- byggingarsjóð fiskiskípa Allmiklar umræður hafa orðið í neðri deild um frumvarp, er Sigurður Kristjánsson flytur um breytingar á lögunum um Fiskveiðasjóð íslands. Hefir fulltrúi Framsóknarflokksins í sjáv- arútvegsnefnd deildarinnar, Gísli Guðmundsson, lagt til að frv. verði vísað frá til frekari rannsóknar, en aðrir nefndarmenn vilja samþykkja það í aðalatriðum. Afstöðu sína byggir Gísli Guðmundsson á áliti ýmissa stofnana og félaga, sem telja sig andvíga sumum atriðum frv., en að önnur þarfnist nánari athugunar. Gísli Guðmundsson leggur þó til, að það atriði frv., að allt útflutningsgjald af sjávarafurðum renni til styrktar sjávarút- veginum, nái strax fram að ganga í breyttri mynd. í stað þess, að frv. ætlast til, að allt útflutningsgjaldið renni í Fisk- veiðasjóð og þriðjungi þess sé síðar varið til að styrkja báta- byggingar, þá renni *4 hluti útflutningsgjaldsins í Fiskveiðasjóð áfram, en hinir % hlutarnir, sem hafa runnið til ríkissjóðs, renni í sérstakan nýbyggingarsjóð fiskiskipa, er styrki bátabyggingar. f fjárlagafrv. ársins 1943 eru þessar tekjur áætlaðar 1.700 þús. kr. Á myndinni sjást amerískur hermaður (til vinstri) og ástralskur hermaöur vera að athuga ýmsa hermannamuni, sem teknir hafa verið af Japönum á Nýju-Guineu. Hefir komið i Ijós, að útbúnaður japanskra hermanna til að heyja styrjöld við erfið skilyrði á hinum óbyggðu og torfœru svœð- um Kyrrahafseyjanna er á ýmsan hátt betrí en hermenn Bandamanna hafa haft til þessa. Er það lika eðlilegt, þar sem Japanir hafa lengur undirbúið hernaö á þessum slóðum. Bandamenn kappkosta nú að fœra sér í nyt allt það, sem lœra má af Japönum í þessum efnum. Erlent yfirllt 16. janúar: Tangier og Spánverjar Ilroðaleg meðferð á Gyðingum. — Hungurs- neyðin í Grikklandi. - Giraud og de Gaulle. Verðlag og kaup- gjald í Banda- ríkjunum Línurit þetta birtist i „Svenska Dagbladet" 21. sept. síðastlið- inn. Gefur það nokkra hugmynd um verð- og kauphækkanir i Bandaríkjunum frá því fyrir styrjöldina og þar til Roosevelt fékk festingarlögin samþykkt á siðastliðnu hausti. Það, sem línuritið sýnir, er þetta: Fyrir styrjöldina var til- tölulega minni hækkun á verði landbúnaðarvara en öðru verð- lagi og kaupgjaldi. Hins vegar hefir verðvísitala landbúnaðar- vara hækkað úr 100 í 220 síðan stríðið hófst, hin almenna vísi- tala úr 100 í 131 og kaupgjalds- vísitalan úr 100 í 180. Samkvæmt verðfestingarfyrír- mælum Roosevelts var verðlag- ið og kaupgjaldið fest í þeim skorðum, sem að framan grein- ir. Með þvi hafa stjórnarvöld Bandaríkjanna viðurkennt, að hlutföllin milli verðs landbún- aðarvara og kaupgjalds hafi ekki verið rétt í ársbyrjun 1939 og því hafi meiri hækkun á landbúnaðarvörunum en kaup- gjaldinu verið réttmæt á tíma- bilinu 1939—41. Búnadarþingid kemur saman 7. iebr. Búnaðarþing mun koma sam- an hinn 7. febrúar næstkom- andi. Eins og kunnugt er, er Bún- aðarþing háð reglulega annað hvert ár, en til aukaþings er kvatt, ef brýn þörf er á. Bún- aðarþing það, er háð var i fyrra- vetur, var aukaþing. Kosningar til Búnaðarþings fóru fram um land allt í vor og sumar. Þó eru Búnaðar- þingsmenn allflestir þeir sömu og áður. Fer hér á eftir skrá um alla fulltrúana. Frá Búnaðarsambandi Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu: Jón Hannesson, Deildartungu, Krist- ján Guðmundsson, Indriðastöð- um. Fyrir Búnaðarsamband Dala- og Snæfellsnesssýslu: Guðbjart- ur Kristjánsson, Hjarðarfelli og Þorsteinn Þorsteinsson,- sýslu- maður, Búðardal. — Þorsteinn hefir aðeins verið varafulltrúi á Búnaðarþingi til þessa. Búnaðarsamband Vestfjarða: Júlíus Björnsson, Garpsdal, Jó- hannes Daviðsson, Neðri-Hjarð- ^ ardal og Páll Pálsson, Þúfu. Tveir þeir fyrsttöldu hafa eigi fyrr átt sæti á Búnaðarþingi. Búnaðarsamband Húnavatns- sýslna: Jakob H. Líndal, Lækja- móti og Hafsteinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum. (Framh. & 4. siðu) Aðalhreytingar frv. Nefndarálit Gísla Guðmunds- sonar er svohljóðandi: í frumvarpi S. Kr. felast fjór- ar aðalbreytingar á lögunum um fiskveiðasjóð: 1. Að fiskveiðasjóður fái út- flutningsgjald það af sjávaraf- urðum, sem nú rennur í ríkis- sjóð. 2. Að heimild fiskveiðasjóðs til lántöku, allt að 4 millj. kr., falli niður. 3. Vextir af lánum úr sjóðnum lækki úr iy2% niður í 3%. 4. Þriðjungi af útflutnings- gjaldi fiskveiðasjóðs, og auk þess 2 millj. kr. sérstöku fram- lagi úr ríkissjóði árið 1943, sé varið til að veita styrki til skipa- kaupa og skipabygginga, allt að >4 kostnaðarverðs til minni skipa en 150 smál. brúttó. Fisk- veiðasjóður úthluti styrkjum þessum. Einnig er ákvæði um, að lán megi greiða í þrennu lagi, meö- an á byggingu skips stendur, og að eingöngu 1. veðréttarlán séu heimil úr sjóðnum. Lögunum um fiskveiðasjóð var siðast breytt á Alþingi 1941, eða fyrir ca. hálfu öðru ári. Þá var sjóðnum fenginn hluti af útflutningsgjaldi ríkissjóðs, lán- tökuheimild hans hækkuð úr iy2 millj. kr. upp í 4 millj., láns- tími lengdur úr 12 í 15 ár og út- lánsvextir lækkaðir úr 5y2 niður í 4i/2%. í þvi sambandi má nefna, að vextir af landbúnað- arlánum eru nú 4—5%. Höfuð- stóll sjóðsins var um síðustu áramót nálega 4.7 millj. kr., og þar af átti hann í útlánum ná- lega 3.4 millj. Lánveitingar á ár- inu 1942 voru nálega 1560 þús. kr. Eins og kunnugt er, hefir sjóðurinn aðallega lánað til kaupa og bygginga fiskiskipa, en þó nokkuð til frystihúsa og lifrarbræðslustöðva. Alit sérfróðra stofnana. Sjávarútvegsnefnd hefir um frumvarp þetta leitað umsagnar fiskveiðasjóðs, Fiskifélags ís- lands, fiskimálanefndar, Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands og Landssam- bands útgerðarmanna. Frá hin- um síðastnefnda aðila hafa nefndinni eigi borizt svör. Hinir fjórir aðilarnir, sem svarað hafa, æskja allir meiri og minni breytinga á frv. Yfirleitt eru þeir því mótfallnir að fella nið- ur lántökuheimild fiskveiða- sjóðs, eins og lagt er til í frv., enda mun vafalaust fremur vera ástæða til að hækka hana en lækka. Fiskveiðasjóður telur ekki að svo stöddu ástæðu til frekari vaxtalækkunar en orð- in er. Allir þessir aðilar telja miður heppilegt, að lánsstofn- un (þ. e. stjórn Fiskveiðasjóðs) hafi með höndum úthlutun styrkja, og Fai'mannasamband- ið og fiskveiðasjóður leggja meiri áherzlu á annars veðrétt- arlán en styrk, en slik lán eru bönnuð í frv. í stað þess að borga lánin út í þrennu lagi, eins og frv. gerir ráð fyrir, vill fiskveiðasjóður heimild til bráðabirgðalána. Farmanna- sambandið gerir tillögu um sér- staka vátryggingu gegn sjó- veðshættu til að auka veðhæfi skipa. Það vill, að lánað sé til skipa allt að 200 smál. Loks gerir það sérstakar tillögur um, að skipaðar verði nefndir til að athuga, hvaða stærðir og teg- undir fiskiskipa séu landsmönn- um hentugastar og hvaða teg- undir mótorvéla séu heppileg- astar fyrir fiskiflotann. Nauðsyn frekari athugimar. Við athugun þessara umsagna og annarra málavaxta hefir minni hluti nefndarinnar kom- izt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé - að slá hinum umdeildu at- riðum frv. á frest, til frekari athugunar. Nú vill svo til, að á Alþingi því, er nú situr, er fram komin till. til þál. um milll- þinganefnd í sjávarútvegsmál- um og má þykja eðlilegt og lík- legt, að hún hljóti samþykki þingsins. Virðist þá sjálfsagt, (Framh. á 3. siðu) Mótmæli Hreppsnefndir Mosfellssveit- arhrepps og Seltjarnarnes- hrepps hafa skorað á Alþingi að láta ekki frv. Bjarna Bene- diktssonar um stækkun lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur ná fram að ganga. Hreppsnefnd Mosfellssveitar- hrepps skorar á Alþingi að visa frv. frá til nánari athugunar. Lýsir hún jafnframt yfir því, að mótmæli hennar gegn frv., eins og það er nú, séu stutt af öllum hreppsbúum. Andspænis Gibraltar, hinu- megin Njörvasunds, er borgin Tangier. Hún var, ásamt tals- verðu landssvæði umhverfis, undir stjórn alþjóðanefndar fram til styrjaldarinnar og voru iar engar hervarnir. Nokkru eftir ósigur Frakklands 1940, sendi Spánarstjórn herlið inn í borgina og hefir það haft þar bækistöð síðan. Stjórnartilhög- unin var þó eigi breytt og töldu Spánverjar sig aðeins gera þetta í öryggisskyni. Siðan nýlendur Frakka í Norður-Afríku gengu í sveit með Bandamönnum, hefir Tangier verið talsvert á dagskrá. Einkum hefir það vakið athygli, að Þjóðverjar hafa sent þangað ræðismann með miklu föru- neyti. Kusu þeir Kurt Rieth til þessa erindisrekstur, en hann er talinn hafa skipulagt morð Dollfuss og stjórnaði síðan njósnum í Bandaríkjunum, unz honum var vísað úr landi. Það þykir víst, að Þjóðverjar hafi augastað á Tangier, ef þeir missa Tunis, enda er Tangier engu þýðingarminni staður en Gibraltar, ef góðum vörnum er komið þar upp. Er álitið, að að- stoðarmenn Rieths eigi að skipuleggja varnir þar, fylgjast með skipaferðum Bandamanna o. s. frv. Tangier er landmegin um- kringt hinum spánska hluta Marokko á alla vegu. Banda- menn geta því ekki komizt þangað, nema þeir brjóti hlut- leysi Spánar, því að erfitt mun vera að hertaka Tangier frá sjó. Þjóðverjar munu hins vegar ekki geta tekið Tangier, nema með aðstoð Spánverja. Víst er það, að núverandi stjórn Spán- ar vill gera sitt ítrasta til að hjálpa Þjóðverjum og óskar þeim sigurs. Franco veit, að dagar hans eru taldir, ef Banda- menn sigra, því að andstæðing- ar hans á Spáni munu þá gera byltingu. En fullkomin sam- vinna hans og Þjóðverja strand- ar á þvl, að Þjóðverjar geta ekki útvegað Spánverjum matvæli, en þau skortir mjög á Spánl. Þess vegna hefir verið sagt, að uppskeran í Ukrainu geti ráðið afstöðu Spánar. Hingað til- hefir uppskeran í Ukrainu ekki orðið Þjóðverjum til þess gagns, er til var ætlazt. En horfi hlutur Þjóðverja mjög illa við Miðjarðarhaf, er ekki ósennilegt, að Franco láti allar mataráhyggjur sigla sinn sjó. Hann veit, að örlög sín eru bundin við örlög Hitlers. Ef Bandamenn ná Tunis, er ekki óliklegt, að Tangier eigi eftir að koma á dagskrá. í áramótaræðum sínum létu stjórnmálamenn Spánar mjög hlýleg ummæli falla I garð möndulveldanna og lýstu mál- efnalegri samstöðu með þeim. Stjórnir allra þeirra ríkja, sem heyja baráttu gegn möndul- veldunum, hafa nýlega sent öflug mótmæli gegn hinni hrottalegu meðferð Þjóðverja á Gyðingum. Verstri meðferð hafa pólsku Gyðingarnir sætt. Pólska stjórn- in í London telur sig hafa á- reiðanlegar heimildir fyrir því, að tugir þúsunda þeirra, jafn- vel hundruð þúsunda, hafi ver- ið myrtir. Mikill fjöldi hefir lát- izt úr hungri og vosbúð. Fyrst var þeim safnað saman í vissa hluta stórborganna, en á síð- astliðnu ári var byrjað að ílytja þá burtu í stórum stíl og er enn ekki fullvíst, hvert þeir hafa verið fluttir. Gamalmennum, börnum og lasburða fólki mun hafa verið útrýmt í stórum stíl. Vinnufært fólk mun látið starfa að þrælkunarvinnu hér og þar. Telur pólska stjórnin a. m. k. eina milj. af þeim þremur milj. Gyðinga, sem voru í Póllandi, er landið var hernumið, sé ekki lengur á lífi. Af 90 þús. Gyðingum, sem Voru í Bæheimi og Mæri fyrir styrjöldina, hafa a. m. k. 72 þús. verið fluttir burtu, sennilega til Póllands. Flutningarnir byrjuðu í júní síðastliðið ár. Hefir ekkert frá þessu fólki heyrzt. Af 95 þús. Gyðingum, sem voru í Slovakíu, var búið að flytja 65 þús. burtu í lok októ- bers síðastliðins, sennilega til Póllands. Flutningum átti að halda áfram. Af 52 þús. Gyðinga, sem voru i Belgíu, var búið að flytja 25 þús. í burtu í lok nóvembers síð- astliðins, aðallega til Schleslu og Póllands. Af 180 þús. Gyðingum í Hol- landi var búið að flytja 60 þús. burtu, eitthvað austur á bóginn, í nóvember. Tilkynnt hefir ver- ið, að í árslok 1943 eigi að vera búið að flytja alla Gyðinga frá Hollandi. Tölurnar frá fjórum síðast- nefndu löndunum byggjast á þýzkum heimildum. (Framh. & 4. slðu) Á víðavangi ÞEIR SKÁRU LATÍNUNA AF LISTAVERKINU! Listamannaþinginu lauk með hófi að Hótel Borg. Forríðar- arnir höfðu kjörið málara einn, sem Menntamálaráð kvað hafa vanmetið, til að skreyta veizlu- salinn. Skyldi nú engin Mennta- málaráðsalin lögð á listaverk hans. Yfir sæti forseta hafði mál- arinn gert teikningu mikla og táknræna. Var það Freyja fá- klædd og flaugur mikill í fall- byssulíki, hvar á var letrað REX VITÆ, sem latínulærðir menn útleggja KONUNGUR LÍFSINS. Rétt áður en veizlan skyldi hefjast gengu forríðararnir um garða til að líta yfir það, sem peir höfðu gert. En er þeir iomu auga á rex vitæ, varð peim álíka felmt og ungmey, sem mætir Þorgeirsbola 1 tungls- skini. „Hvað vill hundur sá draga dár að oss, eða hvort skulu gervikóngar sitja hóf þetta?“ varð þeim forríðaranum að orði, sem meiri er fyrir sér og orð- hvatari. „Svo skal víst eigi,“ anzaði hinn, sem betur er í- þróttum búinn. Þreif hann þá sax eitt biturt, er Jóhannes á Borg hafði borið, er hann barð- ist við blámenn westra, kleif upp á axlir stallbróður síns og skellti LATÍNUNA af listaverk- inu. Kvað Menntamálaráð nú gjarnan vilja festa kaup á lista- verkinu til að láta það skipa öndvegi á næstu Gefjunarsýn- ingu og reynast þannig í verki „frjálslyndara“ en sjálfir for- ríðarar listamanna. ÞETTA HEFÐI HANN MÁTT SEGJA FYRR, BLESSAÐUR! Björn Ólafsson, fjármálaráð- herra mælti m. a. á þessa leið i nýársboðskap sínum: „Um innflutningsverzlunina er það að segja, að liklegt er að sníða þurfi henni þröngan stakk á því ári, sem nú er að byrja. Innflutningsmagnið hlýtur að minnka stórum. Skipakostur sá, er landsmenn ráða yfir nú, nægir hvergi nærri til að flytja það vörumagn, sem þjóðin kaupir í venjulegu ári. Og enn síður að hægt sé að fullnægja þeirri ‘eftirspurn um innflutn- ing, sem verið hefir undanfar- ið. Hér er því aðeins um eina leið að ræða. Og hún er sú, að setja innflutningnum skorður í samræmi við skipakostinn. Og fyrst og fremst verður að flytja þær vörur, sem þjóðinni er mest nauðsyn á að fá til lífsviður- væris og starfrækslu. — Menn mega því búast við að margt verði numið úr innflutningnum, sem undanfarið hefir verið leyft. Allt glys, allur óþarfi verður að hverfa. Við eigum ekki í stríði, en við eigum í erfiðleikum, sem við ætlum og skulum sigrast á. Við höfum leyfi til að búast við, að á eftir storminum komi logn og bjartviðri.“ Við efumst ekki um, að Björn hafi hugsað jafn þegnlega hér áður, þegar hann heimtaði af- nám innflutningshaftanna í stríðsbyrjun. En hann sagði annað. TÍMABILI STRÍÐSGRÓÐANS EjR LOKIÐ. Um stríðsgróðann sagði Björn: „Tímabili stríðsgróðans er lokið. Þeir, sem hyggja að hér eftir verði hægt að byggja af- komu sina á fljótteknum auði, munu verða fyrir vonbrigðum. Landsmenn verða nú áð gera sér ljóst, að hér eftir verða þeir að lifa á eðlilegri hagnýtingu þeirra gæða, sem landið sjálft og fiskimið þess fá þeim I hend- ur.“ „ÞAÐ, SEM MEÐ GÁLEYSI HEFIR TAPAZT.“ Og enn kvað hann: „Ég hefi í þessu stutta erindi (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.