Tíminn - 16.01.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1943, Blaðsíða 4
24 TÍMIM, laiigardaginn 16. Janáar 1943 6. blað „DANSINN í HRUNA“ eftir INDRIÐA EINARSSON. Sýning aimað kvöld kl. 8 Aðgönguniiðar seldir kl. 4—7 í dag. Kona Churchills (Framh. af 2. siðu) en nokkur annar. Hann semur þær, fágar og breytir þeim, og áður en hann flytur þær heim- inum, les frú Churchill þær yf- ir og gerir athugasemdir sínar. Þegar Churchill flytur hinar miklu ræður sínar í þinginu, situr kona hans á áhorfenda- svölunum og hlýðir á mál hans. Þrátt fyrir hin margþættu störf frú Churchill á opinber- um vettvangi, leggur hún aðal- áherzlu á það að veita heimili sínu forstöðu. Það er hún, sem skipuleggur veizlurnar, sem Churchill er hreyknastur af og gestir hans ljúka mestu lofs- orði á. Hún hefir haft forstöðu heimilisins á höndum frá því að hún giftist Winston Chur- chill, sem hin þrjátjji og þriggja ára gamla Clementína Hozier árið 1908. Ungfrú Hozier var af hinni kunnu skozku Airliefjöl- skyldu og var víðfræg fyrir feg- urð sína. Það var móðir Winstons, frú Randolph Churchill, sem kom þeim í kynni hvoru við annað. Winston, sem var ungur stjórn- málamaður og þá sem nú mik- ill starfsmálamaður, hafði lítt gefið sig að konum. Þau gengu í heilagt hjónaband eftir skamma kynningu. Þau hafa eignazt fimm börn: Randolph, Díönu, Söru Marigold og Mary. Mari- gold lézt úr lungnabólgu að- eins þriggja ára gömul. Ég hóf grein þessa með lýs- ingu, sem Winston Churchill hefir sjálfur gefíð af konu sinni. Ég mun ljúka henni með annarri lýsingu, sem Riddell lávarður hefir af henni gefið. Hann komst þannig að orði: „Hún er drottning meðal kvenna og er Winston samval- in“. Slík meðmæli eru vissulega hin glæsílegustu. TAPAZT hefir jarpur hestur. Mark: grönn sýling á vinstra eyra. Hvítur blettur aftan til við herðakampinn, meiðsli undan hnakk. Finnandi beðinn að gera að- vart á símastöðina að Neðra- Hálsi í Kjós. 1 B Ú Ð í einu af húsum Byggingar- samvinnufélags Reykjavíkur við Guðrúnargötu, er til sölu^nú þegar. Félagar ganga fyrir um kaup, eftir skírteinisnúmerum. Umsóknir sendist stjórn fé- lagsins fyrir 22. þ. m. STJÓRNIN. Esja í hraðferð norður um land til Akureyraír i byrjun næstu viku. Vörumóttaka í dag og næst- komandi mánudag. Farseðlar óskast sóttir á mánudag. »Hver eru skæðustu heímílísvopnín í styrjöldínní« Búnaðarþíngið (Framh. af 1. siðu) Búnaðarsamband Skagafjarð- ar: Kristján Karlsson, skóla- stjóri, Hólum, og Jón Sigurðs- son, Reynistað. Búnaðarsamband Eyjafjarð- ar: Hólmgeir Þorsteinsson, Hrafnagili, og Ólafur Jónsson, f ramkvæmdast j óri. Búnaðarsamband Þingeyinga: Sigurður Jónsson, Arnarvatni, og Helgi Kristjánsson, Leirhöfn. Búnaðrsamband Austurlands: Björn Hallsson, Rangá, Sigurð- ur Jónsson, Stafafelli, og Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Búnaðarsamband Suðurlands: Þórarinn Helgason, Þykkvabæ, Þorsteinn Sigurðsson, Vatns- leysu, Guðjón Jónsson, Ási, Guðmundur Erlendsson, Núpi, og Páll Stefánsson, Ásólfsstöð- um. Búnaðarsamband Kjalarnes- þings: Ólafur Bjarnason, Braut- arholti, og Einar Ólafsson, Lækj- arhvammi. — Báðir fulltrúar Búnaðarsambands Kjalarness- þings voru kjörnir í fyrsta skipti i sumar. Fyrir Búnaðarþingi liggja að þessu sinni mörg vandamál landbúnaðarins. Verður meðal annars fjallað þar um afurða- sölumálin og verkafólksekluna, svo að tveggja stórmála sé getið. Pabbi segir, að það séuK0KUKEFLINúr Skólavörðustíg 10 .Sími 1944 10,oo kr, sokkarnir komnir aftur VERZLUN H. T O F T ÚR BÆNUM Árshátíð Samvinnuskólans verður haldin í Oddfellow- húsinu annað kvöld, sunnudag, og hefst klukkan 9. Aðgöngu- miðar verða seldir í Samvinnu- skólanum klukkan 3—5 í dag. Eru þeir, sem ætla að sækja árshátíðina, minntir á að vitja þá miða sinna. Bruni. Aðfaranótt fimmtudagsins síðastl. kom upp eldur 1 verkfærageymsluskúr Höjgaard & Schults, sem er sunnan Hringbrautar. í skúrnum mun aðallega hafa verið geymt hitaveituefni. Brann allmikið i skúrnum áður en slökkvilið- inu tókst að vinna bug á eldinum. Þrír menn bjuggu í skúrnum, vegna húsnæðisvandræða, og sluppu þeir naumulega. Eldurinn mun hafa stafað frá kolaofni. Drúfur reiðinnar nefnist stórmynd, sem nú er sýnd á Nýja Bíó. Er þún gerð eftir samnefndri sögu ameríska skáldsins John Stein- beck. Myndin lýsir kjörum bændafólks, sem fasteignabraskarar hafa flæmt af óðölum sínum. Gjöf til Heyrnarhjálpar. Frá formanni Heymarhjálpar, Pétri Þ. J. Gunnarssýni: Fyrir nokkrum dög- um færði valinkunnur stórkaupmaður hér í bæ mér 520 krónur frá tveimur litlum dætrum sínum með þeim um- mælum að fé þetta ætti að ganga til greiðslu heymartækis handa einhverj- um, sem hefði þess brýna þörf. en ætti erfitt með að greiða það af eigin ram- leik að áliti félagsstjórnarinnar. Færi ég hérmeð gefendum þessum hjartans þakkir fyrir gjöfina. Erleat yiirlit (Framh. af 1. síSu) Áður en þessir flutningar eiu hafnir, er venjulega byrjað á því að sundra fjölskyldum, gamal- menni eru höfð sér, börn sér og vinnufært fólk sér. Allar eignir hins brottflutta fólks eru teknar eignarnámi. Það fær ekki að hafa neitt meö sér. Það er flutt í léleguscu járnbrautarvögnum og venju- legast hrúgað í þá eins mörgu og unnt er. í löndum Bandamanna er mjög um það rætt, hvað hægt sé að gera til að hjálpa Gyö- ingum. Sumir tala um milli- göngu hlutlausu ríkjanna. Grikkir hafa búið við mescan matarskort allra hernumdu þjóðanna á meginlandi Evrópu. Hefir fjöldi fólks, einkum börn, látist þar af völdum skorts. Síð- an landið var hernumið, hefir tekið fyrir mestallan innfiutn- ing þangað, en Grikkland hefir aldrei getað fullnægt allri maf- arþörf íbúanna. Til viðbótar því hafa Þjóðverjar flutt burtu mik- ið af matvörum, sem framieidd- ar voru í landinu. Rauði Kross Svíþjóðar og Sviss hafa mjög reynt að bæta úr þessum hörmungum Grikkja. Á vegum þeirra starfa nú 550 manns í Aþenu einni, auk 1600 aðstoðarnefnda víðs vegar um landið. Yfirvöld öxulríkja,nna hafa ekkert gert til að torvelda þessa starfsemi. Til landsins hafa verið flutt um 76 þús. smá- lestir af kanadisku hveiti, sem Rauði Krossinn hefir útdeilt, auk allmikils af þurrum ávöxt- um, mjólk og meðulum. Árang- urinn hefir orðið sá, að í Aþenu, þar sem skorturinn var mestur, hefir dánartalan verulega lækk- að. Þó vantar mikið til þess, að bætt hafiverið úr brýnustu þörf- um Grikkja. Enn er ástandið talið þannig, að yngri kynslóð- in hljóti að láta stórum á sjá, vegna fæðuskorts. Svipað ástand virðist nú vera að skapast i Belgíu. Fr talað um, að Rauði Kross Svíþjóðar og Sviss taki að sér svipað hjálparstarf þar og í Grikk- landi. Fráfall Darlans virðist ekkert ætla að bæta sambúðina milli frönsku stjórnarvaldanna í Norður-Afríku og flokks de Gaulle. Giraud hershöfðingi hefir nýlega falið Peyrouton, sem um skeið var innanríkis- málaráðherra Vichystjórnarinn- ar, þýðingarmikið embætti, og er það mönnum de Gaulles lítt að skapi. Þá hefir hann enn engu svarað boði de Gaulle um að þeir hittust. í þessum málum virðist koma fram ágreiningur milli stjórn- málamanna Bandaríkjanna og Bretlands. Halda Bretar fram hlut de Gaulle. Brcytingar á Fisk- veiðasjóðslögunum (Framh. af 1. síSu) að milliþinganefndin fái þessi atriði ,til rannsóknar, og er eigi ólíklegt, að hún geti lagt fram tillögur sínar um þau á næsta Alþingi, síðar á þessúm vetri. Væri óheppilegt að hrapa að því að gera breytingar nú, ef svo kynni að fara, að tillögur milli- þinganefndarinnar gengju í aðra átt. Minni hlutinn telur það hins vegar mikils vert, ef Alþingi teldi sér fært nú þegar að af- sala ríkissjóði útfutningsgjald- inu, svo að verja mætti því á þann hátt, er haganlegast kann að þykja til endurnýjunar og aukningar fiskiflotans. Vill minni hlutinn vinna að því nú þegar og hefir í því skyni lagt fram sérstakt frv. um nýbygg- ingarsjóð fiskiskipa. Minni hlutinn leggur því til, að frv. verði afgreitt með svo hljóðandi rökstuddri dagskrá: „í trausti þess, að Alþingi samþykki frv. til laga um ný- byggingarsjóð fiskiskipa og till. til þál. um milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum, tekur deildin fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Nýbyggingarsjóðnr fiskisktpa. Samkvæmt framansögðu hef- ir Gísli Guðmundsson flutt frv. um nýbyggingasjóð fiskiskipa. Samkvæmt því skulu þeir % hlutar útflutningsgjaldsins, er nú renna í ríkissjóð, renna í þennan sjóð, er hafi þann til- gang að styðja með fjárfram- lögum og á annan hátt endur- nýjun og aukningu fiskiskipa- flotans. Sjóðurinn sé fyrst um sinn undir stjórn ríkisstjórnar- innar. í greinargerð frv. segir um tekjuöflun sjóðsins: „Vel má svo fara, að nýbygg- ingarsjóður fiskiskipa, ef stofn- aður verði' samkv. þessu frv., þyrfti á meira starfsfé að halda en útflutningsgjaldinu. Kæmi þá til greina að leggja fram fé í þessu skyni úr Framkvæmda- sjóði ríkisins, sem nú á að geyma hluta af tekjuafgangi ríkis- sjóðs á s. 1. tveim árum.“ Um starfsaðferðir sjóðsins segir á þessa leið í greinargerð- inni: „í þessu frv. eru engin nán- ari ákvæði um starfsaðferðir sjóðsins 1 þágu nýbyggingar fiskiskipa. Á þessu þingi hefir verið borin fram tillaga um milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum, sem ætla má, að sam- þykkt verði, og væri þá eðlilegt, að sú nefnd legði ráð á um, hversu fénu skuli verja. Koma þar ýmsar aðferðir til greina, svo sem vaxtalækkun á stofn- lánum til fiskiskipa, áhættu- lán gegn 2. og 3. veðrétti í skipum, byggingarstyrkir eða vaxtalaus lán til skipa og e. t. v., að sjóðurinn láti sjálfur byggja skip, sem seld yrðu eða leigð bæjar og sveitarfélögum eða fiskimönnum og félögum þeirra. Vill flm. ekki að svo stöddu gera tillögur um, hverjar af þessum leiðum skuli fara, enda mætti vel svo fara, að á næsta Alþingi (síðar á þessum vetri) yrði ýmislegt í því sam- bandi auðsærra en nú.“ Frá umræöuiium. í umræðunum um frv. Sig- urðar Kristjánssonar kom eink- um fram sú gagnrýni á frv. af hálfu Framsóknarmanna, að lántökuheimilin væri felld nið- ur og lánstofnun (þ. e. stjórn Fiskveiðasjóðs) væri falin út- hlutun styrkja. Gæti það hæg- lega orðið til þess, að þeir, sem fengju lán hjá stofnuninni, gengu fyrir styrkjunum. Benti Eysteinn Jónsson á, að væri meirihluti þingsins því fylgjandi að afgreiða frv. nú, mætti t. d. breyta þessu ákvæði frv. á þann veg, að fela Fiski- málanefnd úthlutunina. Tíminn mun síðar skýra nán- ara frá úrslitum þessa máls í þinginu. Tillagan um skipun milli- þinganefndar í sjávarútvegs- málin er frá Framsóknarflokkn- um og hefir hennar verið nán- ar getið hér í blaðinu áður. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. A víðavangi. boðað það, sem margir munu kalla ekki góð tíðindi. Ég hefi boðað þröngt verðlag. Ég hefi boðað samdrátt í verzluninni. Ég hefi boðað nýja skatta. Allt hefir þetta stór áhrif á afkomu fjölda manna. Allt kann þetta að breyta núverandi viðhorfi fjölda manna til margra hluta. En þjóðin jafnt og einstak- lingar, verða með sjálfsafneitun og viljaþreki að vinna aftur það, sem með gáleysi hefir tapazt. Þeir erfiðleikar, sem þarf að yf- irstíga, eru miklir og afkoma þjóðarinnar um margra ára skeið eftir því, hversu tekst 1 Skólavörðustíg 5. Sími 1935 Það er fljótlegt að matreiða „Freía“ fískfars, auk þess er það hollur, ó- dýr og góður matur. þessari baráttu. Það er langt frá því að baráttan sé vonlaus. Árangurinn er að mestu undir landsmönnum sjálfum kominn, og nú verður úr skorið, hversu í þá er spunnið.“' f...... GAMIiA BÍÓ Kvenþjóðin >NÝJA BÍÓ Drúfur (The Women). reídinnar NORMA SHEARER, JOAN CRAWFORD, (The Grapes of Wrath). ROSALIND RUSSELL, PAULETTE GODDARD. JOAN FONTAINE. sýnd kl. 6,30 og 9. Sýning kl. 5. Sýnd kl. 6 Vz og 9. PÓ STRÆNIN G J ARNIR Kl. 3%—6%. (Pony Post) Spennandi Cowboymynd HENRY KLAUFI með (The Golden Fleecing) Johnny MacBrown Bönnuð fyrir börn yngri Lew Ayres — Leon Errol. \ en 12 ára. Stúlku vantar við skeytamóttökuna í landssímastöðinni í Reykjavík. — Þarf að hafa æfingu í að tala Norðurlandamálin, ensku og þýzku og helzt nokkra kunnáttu í frönsku. — Umsækjendur komi til við- tals i skrifstofu ritsímastjórans kl. 10—12 daglega. Framleiðum allskonar bús- áhöld úr tré: Kústasköft, herðatré, þvottabretti o. m. fl. Leikföng allskonar Heildsala. Smásala. Athngið, að merki okkar sé á vörunni. Það tryggir yður að efni sé s’ott og vinna vönduð. Ailskonar trésmíði og reiinismíði. Aðeins 1. flokks efni og vinna. Fljót og góð afgreiðsla. Skólavörðustíg 10. Sími 1944. Samtryg^íng íslcnzkra botnvörpunga hefir ákveðið að stofna til almennrar samkeppni um Botnvörpuskip framtíðarinnar Er öllum íslenzkum þegnum boðið að taka þátt í samkeppn- inni, sem háð er eftirfarandi reglum og fyrirmælum: Óskað er tillagna um rúmskipan, vistarverur, öryggisútbúnað, véla-og tækjabúnað, og fyrirkomulag í botnvörpuskipi, sem er frá 400 til 600 rúmlestir að stærð (brúttó), og er ætlað til fisk- veiða við ísland. Tillögur skulu skýrðar með uppdráttum, í mælikvarða 1 móti 200, er sýna fyrirkomulag ofan þilfars og neðan í aðalatriðum, og form skipsins og rúmskipan í nokkurnveginn réttum hlut- föllum. Úrlausnir skulu séndar fyrir hádegi 1. október 1943, til skrif- stofu félagsins i Austurstræti 12, Reykjavík, í ábyrgðarbréfi merktu „BOTNVÖRPUSKIP FRAMTÍÐARINNAR‘‘. Tillögur og uppdrætti skal merkja með sérmerki höfundar, en nafn hans og heimilisfang skal fylgja með í lokuðu umslagi, sem er merkt á sama hátt. Úrlausnir verða lagðar fyrir fimm manna dómnefnd, sem skipuð verður eftir tilnefningu Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, Skipstj. og stýrimannafél. Ægis, Vélstjórafél. íslands, Sjómanna- félags Reykjavíkur og Samtr. ísl. botnvörpunga. Ákveðin eru þrenn verðlaun, 1. verðlaun kr. 10.000.00, 2. verð- laun kr. 7.500,00 og þriðju verðlaun kr. 5.000,00. Til þess að úr- lausn hljóti 1. verðlaun, þurfa fjórir dómnefndarmenn að greiða henni atkvæði, en ella meirihluti. Enginn höfundur getur öðlazt nema ein verðlaun. Hinar verðlaunuðu úrlausnir verða eign Félags isl. botnvörpu- skipaeigenda. Samtryggmg islenzkra botnvörpimga. Gleymið ekkí að borga T í m a n n.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.