Tíminn - 21.01.1943, Síða 1

Tíminn - 21.01.1943, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORHAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ! ( ÚTGEFANDI: < FRAMSÓKNARFLOKKURINN. ( RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUIIÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEI TTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTO FA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 39 og 3720. 27. árg. Reykjavík fimmtuclagmn 21. janáar 1943 8. blað Verða útsvörín í Reykjavík helmingi hærri í ár en sl. ár? Fimmtíu ára: Fjárhagur bæjaríns rétt stóð í stað á síðastliðnu ári Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1943 var lögð fyrir bæjarstjórnarfund síðastl. þriðjudag. Sam- kvæmt henni eru útgjöld bæjarins á árinu áætluð 23.2 millj. króna eða 9.4 millj. króna hærri en þau voru áætl- uð á síðastl. ári. Útsvörin eru áætluð 17.5 milj. kr eða 7.4 millj. kr. hærri en í fjárhagsáætluninni fyrir síðastl. ár. í fjárhagsáætluninni eru tiltölulega litlar fjárveiting- ar til framkvæmda. Munu því hafnar baktjalda umræð- ur um það milli flokkanna, sem eiga fulltrúa í bæjarráði, að hækka enn áætlunarupphæð útsvaranna um 2-3.millj. kr. og veita því fé til ýmsra framkvæmda. Yrðu þá út- svörin helmingi hærri en þau eru áætluð í fjárhagsá- ætlun seinasta árs. Erlent, yfirlit 21. jau.: Landbúnaðurínn í Bretlandi Félag ísl. síúdenfa í Kaupmannahöfn Ýmsa þá, sem nokkuS. muna til áranna frá aldamótum og fram að heimsstyrj öldinni fyrri, mun reka minni til þess, að á þeim árum var ósjaldan getið í blöðum Stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn. Tillögur ýms- ar frá því og samþykktir, er það gerði um þjóðmál, þóttu ó- sjaldan þess virði, að þeim væri á lofti haldið og stundum um þær deilt. Nú, þótt félagsskapur þessi hafi um langa hríð lítið látið á sér bæra, við það, sem fyrrum var, þykir við eiga að minnast hans stuttlega á tíma- mótum þessum. Undir jólin árið 1892 kom til tals meðal íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn að stofna al- mennt stúdentafélag. Var í því skyni boðað til fundar á Þor- láksmessu, samþykkt að stofna félagið og nefnd manna kosin til þess að semja uppkast að lögum. Boðaði laganefndin síð- an til fundar 21. jan. 1893 og voru þar samþykkt lög félags- ins og gengið frá stofnun þess. Um þessar mundir voru rúm- lega 70 ísl. stúdentar í Kaup- mannahöfn, en stofnendur fé- lagsins voru þó ekki taldir nema 31, og mætti af því ráða, að ekki hafi stúdentar verið mjög einhuga um félagsstofn- unina í fyrstu. Þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Guðm. síðar landlæknir, munu hafa haft mesta forgöngu fyrir máli þessu. Eru nú flestir látnir, sem rituðu undir hina fyrstu áskor- un um stofnun félagsins. Þrír eru enn á lífi, þeir Steingrím- ur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti, dr. Sigfús Blöndal og dr. Helgi Pj eturss. Samkvæmt 2. grein félags- laganna átti félagið að auka og efla félagsskap milli allra ís- lenzkra stúdenta og gefa þeim kost á að temja sér ræðuhöld, (Framh. á 4. siðu) Nýjar umferðarregl- ur á aðalvegum Vegamálastjóri hefir í sam- ráði við atvinnumálaráðuneyt- ið ákveðið að taka í gildi nýjar reglur um umferð á aðalvegum. Verður öllum bifreiðum og ökutækjum, sem koma af hlið- arbraut eða þvervegi inn á að- alvegi gert að skyldu að nema staðar við vegamótin, áður en ekið er inn á aðalveginn. Eru þessar reglur settar til þess að draga úr slysahættu á aðalveg- unum. Líkum reglum mun vera fylgt um umferð á þjóðvegum og í litlum bæjum víða erlend- is, til dæmis í engilsaxneskum löndum. Sést það og hér, að er- lendir herbílstjórar telja sig sumir hverjir eiga rétt á og vera óhætt að aka hiklaust eftir að- algötum, án þess að gefa veru- legan gaum að ökutækjum, er koma af, hliðargötunum. Þessar nýju reglur munu fyrst um sinn taka til Hafnar- fjarðarvegar, Suðurlandsbraut- ar og Mosfellssveitarvegar, sem samkvæmt þeim verða taldir aðalvegir. Verða spjöld til að- vörunar sett á öll vegamót á þessum leiðum. Samkvæmt upplýsingum borg- arstjóra á bæjarstjórnarfund- inum í fyrradag, varð greiðslu- jöfnuður bæjarins óhagstæður um 3 milj. króna á síðastl. ári, þótt tekjurnar yrðu 16.5 milj. kr. á árinu. Þess ber þó að gæta, að greiðsluhalli þessi er fólginn í nýbyggingum, aðallega íbúð- arhúsum, sem bærinn er að láta reisa, (2.8 milj. kr.) og af- borgun lána (800 þús. kr.). Hef- ir hagur bæjarins því raunveru- lega staðið í stað á árinu. Það verður að teljast mjög illa farið, að á þessu mesta veltiári, sem hé'r hefir komið, skuli fjárhagur bæjarins standa í stað. Hefði rétt verið á mál- um haldið, átti bærinn að safna. miklum varasjóði á þessu ári til hörðu áranna, sem í vændum eru. En því er síður en svo að heilsa, heldur verður bærinn nú að hækka útsvörin stórkostlega, þegar kreppa og atvinnuþreng- ingar fara í hönd. Þegar fjárhagsáætlun sein- asta árs var til umræðu í bæj- arstj órninni, lagði íulltrúi Framsóknarflokksins tií, í sam- ráði við fulltrúaráð Framsókn- Viðskiptamálaráðherra kvaddi fréttamenn útvarps og blaða á fund sinn fyrir hádegi í gær og afhenti þeim svohljóðandi greinargerð: „Samkvæmt lögum um inn- flutning og gjaldeyrismeðferð frá 16. þ. m. hefir rikisstjórnin skipað þessa menn í Viðskipta- ráð: Svanbjörn Frímannsson, að- algjaldkera Landsbankans, o g er hann formaður ráðsins, Gunnlaug Briem, stjórnar- ráðsfulltrúa, og er hann vara- formaður ráðsins, Jón Guðmundsson, skrif- stofustjóra í Viðskiptamála- ráðuneytinu, Jón ívarsson, fyrv. alþingis- mann, og dr. Odd Guðjónsson, hagfræð- ing. Viðskiptaráðið mun taka til starfa einhverntíma nú næstu daga og taka við störfum inn- flutnings- og gjaldeyrisnefndar svo fljótt sem því verður við komið. Frumvarpi til laga um verðlag verður útbýtt á Alþingi í dag, en í því eru gerðar víðtækari arfélaganna í Reykjavík, að út- svörin yrðu hækkuð um nokkr- ar milj. kr. á árinu 1942 og það fé geymt þar til harðnaði í ári. Þessi tillaga fékk engar undir- tektir hjá ninum flokkunum og náði því ekki fram að ganga. Bæjarbúar munu áreiðanlega harma það, þegar þeir fara að greiða hinar miklu útsvars- hækkanir í ár, að þessari fram- sýni Framsóknarmanna var engu skeytt. Þess vegna leggjast nú á þá stórauknar byrðar, þegar aðstaða margra þeirra hefir versnað til að bera þær. Annars er þessi slæma af- koma Reykjavíkurbæjar á síð- astliðnu ári ein afleiðing þeirr- ar óstjórnar, sem ríkti hér síð- ari hluta fyrra árs í kaupgjalds- og verðlagsmálunum. Ef fest- ingartillögur Framsóknar- flokksins hefðu náð samþykki haustið 1941, myndi hagur bæj- arins nfi í miklum blóma, því að útgjöld hans á síðastl. ári hefðu þá orðið miklu lægri. En þess- ar tillögur fengu þá síður en svo nokkrar undirtektir hjá for- ráðamönnum Reykjavíkurbæj- ar. Nú súpa þeir 'seyði þeirrar ráðsmennsku sinnar. ráðstafanir um verðlagseftirlit en hingað til hefir verið. Er þar gert ráð fyrir að skipaður verði sérstakur verfflagsstjóri, sem hafi á handi framkvæmd verð- lagseftirlitsins undir eftirliti Viðskiptaráðs. Skipun verðlagsstjóra og manns, sem með honum verður í starfi hans, mun fara fram, þegar verðlagslögin hafa verið samþykkt á Alþingi. Er ætlazt til þess að þessir tveir menn taki sæti í Við- skiptaráði þegar um verðlags- ákvæði er að ræða, en tveir menn víki úr sæti úr ráðinu í þeim málum, samkvæmt á- kvörðun ríkisstjórnarinnar. Að öðru leyti starfar Við- skiptaráð óskipt að öllum mál- um, sem það á að fjalla um samkvæmt lögunum.“ í viðtali sínu við blaðamenn- ina gat viðskiptamálaráðherra þess, að Svanbjörn Frímanns- son, Jón ívarsson og Oddur Guðjónsson hefðu þegar lagt niður störf þau, sem þeir höfðu áður haft með höndum. Ráðherrann gat þess enn- (Framh. á 4. síðu) Stærstu slgrar Riissa. - t r „hvítu hóklnui“. — Stærsta sigurinn unnu Bret- ar á síðastliðnu ári á sviði land- búnaðarins. Þannig hljóðaði dómur margra brezkra blaða um seinustu áramót. í ársbyrjun 1942 voru 18 milj. ekrur i ræktun í Bretlandi. Stærð ræktaða landsins hefir aukizt um nær 60% síðastliðin þrjú ár. Miðað við framleiðslu land- búnaðarins á síðastliðnu ári framleiða Bretar orðið sjálfir 66% af matvælum þeim, sem þeir þurfa til neyzlu. Reiknast glöggum mönnum' svo til, að hin au’kna landbúnaðarfram- leiðsla hafi á síðastliðnu ári sparað innflutning 1. milj. smá- lesta af matvælum, sem hefði verið nauðsynlegur að öðrum kosti. Mest áherzla hefir verið lögð á aukna framleiðslu kartaflna og ýmsra korntegunda. Þá hefir einnig verið lögð mikil áherzla á aukna mjólkurframleiðslu, einkum yfir vetrarmánuðina. Aukning framleiðslunnar rek- ur ekki aðeins rætur sínar til þess, að meira land hefir verið tekið til ræktunar. Engu minna kapp hefir verið lagt á það, að auka frjósemi þess lands, sem áður var í ræktun. Hafa verið fundnar upp margar nýjar að- ferðir í þeim efnum, er gefið hafa góða raun. Telja Bretar sig geta stóraukið framleiðslu landbúnaðarins næstu ár með hinum nýju ’’ og endurbættu ræktunarðaðferðum, þótt stærð ræktað lands verði ekki aukið til muna. í seinustu heimsstyrjöld var landbúnaðurinn í Bretlandi efldur til muna, en eftir styrj- öldina var lítið um hann skeytt, enda hrakaði honum stórum og allmikið ræktað land lagðist í auðn. Nú hafa brezk stjórnar- völd lýst yfir því, að þessi saga verði ekki látin endurtaka sig. Bretum sé það nauðsyn, að landbúnaðurinn geti haldizt í því horfi, sem hann hafi náð á styrjaldarárunum. Það opin- bera verði frekar að veita bænd- um styrk til framleiðslunnar en að láta frajnleiðsluna dragast saman. Verkafólkseklan hefir verið einna mesti örðugleiki enskra bænda að undanförnu. Allmik- ið hefir verið úr henni bætt með aukinni vélanotkun og vinnu- flokkum borgarkvenna (The Women’s Land Army). í þess- um vinnuflokkum er nú um 52 þús. konur. Brezki landbúnaðarráðherr- ann, R. S. Hudson, þykir eiga mikinn þátt í því, hversu mikl- um framförum landbúnaður- inn hefir tekið. Er stundum sagt, að honum hafi heppnast starf sitt betur en nokkrum öðr- um ráðherra í stjórn Churchills. Við áramótin lét hann í ljós þá skoðun, að landbúnaðarfram- leiðslan í Bretlandi myndi enn aukast til stórra muna á hinu komanda ári. Hertaka Veliki Luki og Schlusselburg eru taldir mikil- vægustu sigrar Rússa í vetrar- styrjöldinni. Á báðum þessum stöðum var þýzkt úrvalslið til varnar og Þjóðverjar voru bún- ir að búast þar fyrir á annað ár. Sunnar á vígstöðvunum, þar sem Rússar hafa sótt fram að undanförnu og tekið mikið her- fang, hafa aðallega verið til varnar ítalskar, rúmenskar og ungverskar hersveitir. Er nú talið, að megnið af herliði þess- ara þjóða á austurvígstöðvun- um sé nú ýmist fallið eða I haldi hjá Rússum. Þar sem - Sóknin til Tripólis. — Spádómur uiu stríðið. Þjóðverjar hafa verið til varn- ar hefir yfirleitt verið um skipulegt undanhald að ræða, t. d. í Kákasus. Undantekning er þó setuliðið við Stalingrad, sem er aðallega þýzkt, en þar mæta Rússar líka hörðu viðnámi. Það þykir sýnt, að Þjóðverj- ar hafa ekki búizt við sókn Rússa milli Voronesh og Stalin- grad, fyrst þeir létu erlendu hersveitirnar vera þar aðallega til varnar. Hins vegar bendir margt til þess, að þeir hafa bú- ízt við sókn á víglínunni milli Moskva og Leningrad. Þar er þvi raunverulega um mikinn ó- sigur þýzks hers að ræða. Með töku Schlusselburgs hef- ir Leningrad verið leist úr 17 mánaða umsátri. Þjóðverjar höfðu allar landleiðir til borg- arinnar á valdi sínu. Rússar gátu aðeins flutt þangað vistir og hergögn um Ladogavatn þann tíma, sem það var ekki íslagt. Einnig munu þeir hafa flutt- þangað allmikið af vist- um loftleiðis. Þrátt fyrir það hefir verið mikil hungursneyð í borginni og talið að hundruð þúsunda manna hafi farizt úr harðrétti. Þrátt fyrir það gáfust borgarbúar ekki upp. Járnbraut- arlestir hlaðnar matvælum streyma nú til Leningrad. í Leningrad voru 2 milj. íbúa fyrir styrjöldina, en þegar um- sátin hófst var fólkstalan þar sennilega hærri, því að fjöldi flóttafólks hafði komið til borg- arinnar. Rússar tilkynna enn nýja sigra á miðvígstöðvunum. Þýð- ingarmestur þeirra er taka Kamenskaya við VoronesH-Ro- stov járnbrautina. Brezki herinn í Tripolitaníu hefir nú tekið Misurata og á aðeins um 40—80 km. ófarnar til Tripolis. Hefir hann nú sótt fram um 1500 km. frá upphaf- legum stöðvum sínum. Þessi seinasta sóknarlota Breta virðist hafa verið mjög hörð. Einkum virðist flugherinn (Framh. á 4. slðu) Svíar viðbúnír Ummæli Per Albin Hanson. Fyrsta umræða sænsku fjár- laganna fór fram í fyrra dag. í ræðu, sem forsætisráðherrann flutti, lét hann meðal annars svo um mælt, að Svíar hefðu ekki ástæðu til að óttast ófrið, en gæti hins vegar ekki setið andvaralausir, öruggir um frið og grið. Að vísu væru þær hrika- legu viðureignir ófriðarþjóð- anna, sem nú ættu sér stað, háðar víðs fjarri sænskri grund. En við því mætti búast, að herveldin leggðu ofurkapp á að binda enda á styrjöld- ina, og gripu í því skyni til nýrra ráða. Þá gætu höfuðátök ófriðarins færzt nær jSvíþjóð. Þess vegna hefði sænska ríkis- stjórnin ákveðið að treysta landvarnirnar sem bezt og kvatt varalið til herþjónustu, eins og raunar hefði verið gert nokkrum sinnum áður. Ekki kvað forsætisráðherr- ann það þó einvörðungu velta á aðgerðum rikisstjórnarinnar og herstjórnarinnar, hversu traust- ar varnir landsins væru. Þar ylti mjög á hegðun borgaranna. Hugsazt gæti og, að árásaraðili eða liðsmenn hans innan sænskra landamæra reyndu að skapa glundroða í landinu eða veikja varnirnar með því að gefa út falsaðar skipanir eða útvarpa ósönnum fregnum og Á víðavangi BJÖRN BÓNDI OG KRISTJÁN HÚSKARL. Ritstjóri Vísis hefir gerzt heldur „ivrig i tjenesten", síðan húsbóndi hans, Björn Ólafsson, gerðist ráðherra. Er auðfundið, að ritstjóra Vísis finnst Alþingi með öllu óþörf stofnun og ætti helzt að senda það í tröllahend- ur, en láta Björn bónda taka við allri umsýslu á þjóðarbúinu. Björn Ólafsson ætti að venja húskarl sinn af þessu fleipri, ef hann vill ekki eiga á hættu, að ókunugir álíti það runnið undan hans rifjum. Það getur varla verið ein- leikið, ef ráðherra leyfir sér- stöku málgagni sínu að óvirða Alþingi að staðaldri. „VIÐUNDUR ÁRSINS 1942“. Morgunbl. hefir ekki ráðizt 1 að mótmæla einu einasta at- riði í grein þeirri sem nýlega birtist hér í blaðinu um stjórn- arferil Ólafs Thors á síðast- liðnu ári. í gær reynir blaðið hins vegar að snúa hefnd á Árna frá Múla af því að þar hyggur það garðinn munu vera lægstan. Aðal hefndin mun eiga að vera í því falin að kalla blað hans Tímadindil, og má þá segja að fleiri gerist nú liðsmenn Tímans en vænta mætti. En „sagan, sem þarf að segja“, og sögð hefir verið að mestu leyti, stendur óhögguð sem ægl- legur minnisvarði um það tíma- bil, er gula siffferffiff réði ís- lenzkum stjórnmálum. ÞEIR ÆTTU AÐ SKIPTA. Halldór Kiljan hefir lýst yfir því, að aðalfæða íslendinga væri á borð við erlent sorp, og viffbjóffur, að hans dómi. Þykir eigi ólíklegt, að bændur reyni nú að nota tækifærið meðan unnt er að koma þessu sorpi í verð og skipta því fyrir bækur Kiljans. — Mundu þeir þá ekki fá hæfilegt andlegt verðmæti fyrir vöru sína, að dómi skálds- ins? VÍSIR MISVITUR. Vísir fjargviðrast mjög í gær yfir tillögu Hermanns Jónas- sonar um nokkurn styrk úr rík- issjóði til þess að greiða fyrir „orlofsferðum" einyrkja bænda jafnframt því, sem verið er að tryggja öllu öðru vinnandi fólki í landinu sumarleyfi með fullú kaupi. Kallar blaðið það óhæfu að fela búnaðarsamböndunum að ráðstafa nokkuru fé í þessu skyni, en telur vel viðeigandi að láta slíkan styrk renna til kven- félaga í sveitunum. Mun ríkisstjórnin vilja sýna kvenhollustu sína á þennan hátt, og skal það ekki lastað. Hann mótmælir því aðeins í öðru orðinu, að „hið opinbera" hafi nokkur afskipti af málinu. Þessi Vísis-rök láta þó undar- lega í eyrum á sama tíma og „hið opinbera“ er einmitt að samþykkja lög til að tryggja öllu lausráðnu verkafólki til sjávar og sveita orlof með fullu kaupi. Hvort búnaðarfélög eða kvenfélög í sveitum fá féð til umráða, er vitanlega aukaat- riði að öðru leyti en því, að búnaðarfélög eru í öllum sveit- um en kvenfélög ekki. Og hvers ættu hinar kvenfélagslausu sveitir að gjalda? Væri óhugsandi að ritstjóri Vísis gæti stöku sinnum látið það eftir sér að hugsa ofurlítið áffur en hann skrifar? fyrirmælum. Slíkt væri mjög auðvelt, ef samband rofnaði milli yfirstjórnar landsins og einstakra herdeilda eða héraða. í sambandi við ríkisstjórnina hefir þess vegna yfirforingi alls sænska hersins mælt fyrir um bað, hversu herstjórar og yfir- völd skuli hegða sér, ef slíkt ber að höndum. í þessum fyrir- (Framh. á 4. síðu) Tilkynningar frá ríkisstjórninni: Skípun viðskiptaráds Samningaumlcitanir um siglingar til Rretlands

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.