Tíminn - 21.01.1943, Side 3

Tíminn - 21.01.1943, Side 3
8. blað TÍMIM, flmmtndaginii 21. jaimar 1943 31 Nokkur mínníngfarorð: Garðsaiikahjónln Þau féllu bæði í valinn með stuttu millibili. Sæmundur bóndi andaðist 15. nóv. 1941, en Steinunn húsfreyja 22. nóv. 1942. Sæmundur var fæddur að Sámsstöðum í Fljótshlíð árið 1875, og var faðir hans, Oddur Eyjólfsson, rómaður búhöldur á sinni tíð. Steinunn var fædd 6. ág. 1870 að Sandaseli í Meðal- landi, af góðum skaftfellskum ættum. Sæmundur var glæsimenni að vallarsýn, beinvaxinn og breið- ur um herðar, andlitið frítt og karlmannlegt. Hvar sem hann fór, fannst öllum sem þar færi ekki meðalmaður, enda brást hann ekki, er á hólminn kom. Steinunn var fríð kona og vel greind. Hún gætti fyrst og fremst heimilis síns með' prýði, en auk þess var hún ljósmóðir í sinni sveit í mörg ár, og var hennar þá oft vitjað í aðrar sveitir, enda var hún afburða dugleg í ferðalögum. Um hana mátti í fáum orðum segja sem Bergþóru, konu Njáls, að hún var drengur góður heima og heiman. Mér verður hugsað til þess, er Sæmundur flutti bú sitt niður á - völlinn, að Eystri-Garðauka, og kemur þá í hug þjóðsagan um Stórólf gamla, er hann sendi Orm son sinn þangað til sláttar. Ormur var stórhuga og karl- menni mikið, enda segir sagan, að hann hefði ekki skap til að hjakka hverja þúfu fyrir sig, heldur skárað þeim saman, svo að völlurinn var sléttur eftir. Er talið, að þetta hafi verið eini slétti bletturinn á völlunum öldum saman. — Ormsvöllur er nú eyðibýli við þjóðveginn, beint á móti Eystri-Garðsauka. En um síðustu aldamót kern- ur enn maður ofan frá Hvoln- um, karlmenni að burðum' og skapgerð. Það er ,Sæmundur Oddsson. Hann vill lika afla heyja á vellinum og fær til á- búðar Eystri-Garðsauka, sem þá var lítið býli og seinunnið. Og Sæmundur verður brátt hins sama var og Ormur: Þúfurnar tefja heyfenginn, og því sker hann þær af, þótt með annarri aðferð sé. Fyrst sendir hann húskarla sína á völlinn með handverkfæri, síðar beitir hann hestum fyrir plóg og herfi. Síð- ast kemur dráttarvélin til skjal- anna. í öðru lagi veitir hann bæjarlæknum yfir völlinn, læt- ur íshelluna bæla þúfurnar að vetrarlagi, en fossandi áveit- una græða þær að vorlagi. Þegar hér er komið sögunni, ar, sem líka tókst.-------- 1845. Frá nýári allt til sumar- mála var .veðráttufar líkara sumri en vetri.------ Eins og til stóð, kom Alþingi saman hér í bæ í fyrsta sinni 1. júlí um sumarið. Nokkru áður hafði Bardenfleth stiftamt- maður komið út til þess að gegna konungsfulltrúastörfum. — Á þessu fyrsta þingi flutti Jón Sigurðsson bænaskrá um stofnun þjóðskóla á íslandi, þar sem farið var fram á endurbót lærða skólans, sérstakan lækna- skóla, presta- og lagaskóla. En ekki fékkst slík bænaskrá sam- þykkt á þinginu.------Um vet- urinn var ákveðið á hæstu stöð- um að bjóða dr. Sveinbirni Eg- ilssyni rektorsembættið. — — 1846. Veturinn var frá nýári sunnan lands einhver hinn blíð- asti, er lengi hafði komið og var þvi útigangspeningur um sum- armál í góðum holdum. Á þessu ári fór tvisvar fram bæjarstjórnarkosning. 4. júlí var N. Chr. Havsteen kosinn (með 6 atkv.) í stað Jóns Mark- ússonar (Ditl. Thomsen fékk 2 atkv.). Og 21. sept var af flokki tómthúsmanna kosinn Helgi snikkari Jónsson í Þingholtum (með 3 atkv.). Hinn 1. okt. fór fram hátíð- leg skólasetning og vígsla hins nýja skólahúss.------Hinn 27. nóv. var útgefin „Regíugerð um stjórn bæjarmálefna í kaup- staðnum Reykjavík“ og með henni að réttu lagi grundvallar- lög bæjarins um 25 ára skeið: Bæjarfógeti og bæjarfulltrúar éiga að hafa stjórn bæjarmál- má bruna heyvinnuvélunum um fleiri hektara lands, sem gefa af sér mörg hundruð hesta af töðu, að viðbættupi góðum éngjum, sem nutu eljú hins at- hafnasama bónda. Sæmundur gerði meira en að slétta völlinn. Hann bætti hí- býli sín og prýd(ii. Um mörg ár hafði hann mikla sveitaverzlun. Aðdrættir voru þá erfiðir og engin kaupfélög austur hér. Þá hafði hann og afgreiðslu við sparisjóð, póst og síma. Öll þessi störf fóru Sæmundi vel úr hendi. Það var skemmtilegt að ræða við Sæmund í næði. Hann var maður vel greindur, fyndinn í tilsvörum, en gagnráður og ráð- hollur, ef til hans var leitað um alvarleg mál. Þeim Garðsaukahjónum varð 6 barna auðið. Eru þau öll á lífi og hin mannvænlegustu. Þessi hjón byrjuðu búskap á litlu landi við lítil efni. Að loknu dagsverki skiluðu þau stóru landi, vel ræktuðu, með reisu- legum bæ og mörgum fénaði. Þau hafa breytt óræktarmóum í sléttan töðuvöll til gagns og prýði öldum og óbornum. Þar sem ég gat ekki lagt sveig að leiði þessara merku hjóna, vil ég með línum þessum votta þeim þökk mína fyrir samver- una. Og ég þakka höfundi lífs- ins fyrir að gefa þau samtíð minni. f Guðs friði. G. Gíslason. Bókafregn Söngbók hanða börnum. „Það er gaman að syngja“ heitir dálítil söngbók eftir Ste- fán Jónsson. Þórhallur Bjarna- son gefur hana út. í þessari bók eru allmargir söngtextar handa börnum, orkt- ir undir léttum og skemmtileg- um lögum við hæfi þeirra, sem bókin er ætluð. Er Stefán áður kunnur fyrir barnakvæði sín. Að upphafi og lokum hvers kvæðis eru smellnar teikni- myndir. •, Allt er kver þetta hið snotr- asta og líklegt til þarflegjra á- hrifa á börn og unglinga. J. H. Dvöl Dragið ekki Iengur að gerast áskrifendur að Dvöl, þessu sérstœða tímariti í íslenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og því vænna um hana sem þið kynnizt henni betur. efna á hendi undir umsjón stiftamtmanns og amtmannsins í Suðurumdæminu.-------- Um haustið hóf nýtt mánað- arrit göngu sína. Nefndist það Reykjavíkurpósturinn. — Ný vindmylla (af hollenzkri gerð) var þetta ár reist í Þingholtum. Það gerði danskur myllusmiður, Birch að nafni, en P. C. Knudt- zon kostaði bygginguna sem eigandi, en rak hana aðeins eitt ár með dönskum malarasveini, H. J. Olsen að nafni. Kgl. tilskipun mælti svo fyr- ir, að stækka skyldi og umbæta dómkirkjuna samkvæmt tillög- um og uppdrætti L. A. Winst- rups húsameistara. Kostnaður var áætlaður 30 þús. ríkisdalir. Skal byggja aðra hæð' ofan á kirkjuna alla, kórstúku austur úr henni og forkirkju fram úr, hvort tveggja úr múrsteini. — Þá voru stofnuð tvö bindind- isfélög í bænum. Að öðru þeirra var Stefán Gunnlaugsson bæj- atfógeti aðalhvatamaður, enda gaf hann út auglýsingu 24. febr. á þessa leið: „Þeir, sem drekka og drabba, samt styðja daglega krambúð- arborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk af fátækra,- sjóði.“ 1848. Á þessu ári voru hús í bænum tölusett í öllum aöal- götum bæjarins, samkvæmt beinni skipun Rosenorns stift- amtmanns. Þá voru tekin upp ný götunöfm eins og Hafnar- stræti, Lækjargata, Austur- stræti, Vallarstræti, Kirkjubrú o. fl. ----------- (Framh. á 4. slðuj Frú Llncoln Hún skvetti úr kaffibolla í andlit Abrahams Lincolns. Fyrir nær einni öld voru þau Abraham Lincoln og Mary Todd gefin saman í Springfield í Illinois. En hjónaband þeirra varð eigi til hamingju og farsældar, heldur sorgar og óhamingju. Eina skýringin, sem Lincoln gaf á hjónabandi sínu, var örfá orð, er hann ritaði sem eftirskrift í viðskiptabréfi nokkru, er hann ritaði viku eftir að hann kvæntist. Bréf þetta var ritað til Samú- els Marshals og er nú geymt í Chicago Historical Society. Þar kemst Lincoln þannig að orði: — Fréttir eru engar, nema gifting mín, sem er mér sjálfum hið mesta undrunarefni. William H. Herndon rak málaflutningsskrifstofu með Lincoln í fimmtung aldar. Herndon þekkti Lincoln betur en nokkur mað- ur annar. Hann komst þannig að orði: — Ef Lincoln hefir ein- hverju sinni lifað hamingjudag um tuttugu ára skeið, hefir mér verið alls ókunnugt um það. Herndon var þeirrar skoðunar, að hjónabandið hefði átt eigi hvað minnstan þátt í hryggð Lincolns. Einu sinni varði ég þrem árum til þess að rita ævisögu Lin- colns. Meðan ég vann að því að rita hana, hygg ég, að ég hafi lagt ■alla þá áherzlu á að kynna mér heimilislíf Lincolns, sem unnt var nokkrum manni. Ég reyndi að afla mér allra upplýsinga, sem tök voru á, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að gifting Lincolns hefði verið mestur harmaþáttur ævi hans. Skömmu eftir»að þau höfðu trúlofazt, komst Lincoln að raun um það, hversu mjög þau voru ólík. Hann sannfærðist um, að þau gætu aldrei orðið hamingjusöm. Þau voru gerólík að skaplyndi, smekk, menntun og óskum. Mary Todd hafði til dæmis numið við skóla í Kentucky, sem hafði það orð á sér, að nemendur hans yrðu stærilátir og sjálf- byrgingslegir, Hún talaði frönsku með málhreim Parísarbúa og var einhver bezt mennta kona i Illinois. En Lincoln hafði ekki notið skólanáms árlangt á ævi sinni. Hún var harla hreykin af ætt sinni. Afar hennar, langafar og frændur höfðu verið herforingjar, landstjórar og annað stór- menni. ■ En Lincoln gat ekki miklazt af ætterni sínu. Hann kvað að- eins einn ættingja sinn hafa heimsótt sig, meðan hann dvaldi í Springfield. Hann lét þess og getið/að þessi ættingi sinn hefði verið ákærður fyrir þjófnað áður en^hann kvaddi borgina. Mary Todd hafði hið mesta yndi af skrautklæðum, íburði og viðhöfn allri. En Lincoln hirti lítt um útlit sitt. Oft gekk hann mjög tötralega til fara. Mary hafði alizt upp við heldri manna siðu og háttu en Lin- coln í sárri fátækt. Lincoln kunni sig alls eigi, er hann sat til borðs, og það gerði Mary mjög gramt í geði. Hún var stolt. og drambsöm. Hann var lítillátur og alþýðlegur. Hún var afbrýðisöm úr hófi fram og ætlaði að tryllast ef hann virti aðrar konur viðlits. Afbrýðisemi hennar var svo bitur, óskynsamleg og öfgafull, að þess munu fá dæmi. Skömmu eftir að þau höfðu trúlofazt, ritaði Lincoln henni bréf þar sem hann kvað sig ekki elska hana nægilega mikið til þess að hann gæti kvænzt henni. Hann fól bréf þetta vini sín- um Joshua Speed í hendur og bað hann að' færa Mary Todd það. Speed reif bréfið upp, kastaði því í eldinn og sagði honum að fara sjálfum til Mary Todd. — Lincoln þekktist ráð hans, og þegar hann skýrði henni frá því, að sér léki ekki hugur á því að kvænast henni, brast hún í grát. Lincoln mátti aldrei sjá hana gráta. Hann tók hana því í faðm sér, kyssti hana og baðst af- sökunar. Brúðkaupsdagurinn var ákveðinn hinn fyrsti dagur janúar- mánaðar árið 1841. Brúðkaupskakan hafði verið bökuð, gest- irnir voru saman komnir og presturinn var mættur, en Lincoln sást hvergi. Systir Mary Todds gaf þá skýringu, að hann hefði ekki verið með réttu ráði, og maður hennar staðfesti þá yfirlýs- ingu hennar. En raunin var sú, að hann var veikur — fárveikur á líkama og sál. Hann var altekinn slíku þunglyndi, að honum lá við sturlun. Vinir hans fundu hann í dögun, þar sem hann ló fyrir og tautaði sundurlausar setningar fyrir munni sér. Hann kvaðst ekki vilja iifa lengur. Vinir hans tóku hníf hans frá honum, til þess að varna því, að hann fremdi sjáifsmorð. Þá ritaði Lincoln átakanlegasta bréf sitt. Það var ritað til starfsfélaga hans, er ^sat á þingi. — Þar lýsti hann snilldarlega eymd sinni og umkomuleysi. Um nær tveggja ára skeið lét hann Mary Todd algerlega af- skiptalausa. Þá sá hjúskaparstofnandi nokkur í Springfield svo um, að þau hittust að máli innan luktra dyra. Mary Todd tjáði •Lincoln það, að það væri skylda hans að kvænast sér. Hann varð við orðum hennar. Þegar ég dvaldi í Illinois og vann að samningu bókarinnar um Lincoln, fór ég á fund Jimmy Miles, bónda, sem býr skammt frá Springfield. Einn frænda hans var Herndon, starfsbróðir Lincolns, og ein frænka hans rak veitingahús, sem Lincolns- hjónin gistu skömmu eftir brúðkaupið. Jimmy Miles kvaðst oft hafa heyrt frænku sína segja sögu þessa: — Einhverju sinni sátu Lincolnshjónin að morgunverði ásamt hinum gestunum, og Lincoln sagði eitthvað, sem konu hans mislíkaði. Hún skvetti því fullum bolla af heitu kaffi í andiit honum í návist allra gest- anna. Lincoln svaraði henni eigi. Hann ávítaði hana eigi. Hann mælti ekki orð frá vörum, meðan veitingakonan þurrkaði af andliti hans og fötum. Slíkir atburðir sem þessi voru algengir, meðan þau hjónin voru samvistum. En við skulum dæma frú Lincoln vægilega. Hún varð vit- firrt að lokum, og það virðast allar líkur til þess, að hún hafi kennt þess sjúkdóms á unga aldri. Það má undravert heita, að Abraham Uincoln skyldi afbera hið hamingj usnauða heimilislíf um tuttugu og þriggja ára skeið, án þess að missa nokkru sinni stjórn á skapi sínu eða gera ógæfu sína að umræðuefni við nokkurn mann. Hann bar byrði sína sáttfús og þolinmóður eins og meistarinn krossinn forðum. Nýkomið: Rullebuk, Vatt, Millifóður, Diskaþurrkur, Barnasokkar, Kvensokkar, Karlmannasokkar. Verzlun II. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Samband ísl. samvinnufélaga. Kaupfélög! Athugið um brunatryggingar yðar eftir að vörutalningu er lokið um áramót. Fryst Dílkakjöt úrvals dílkakjöt \ úr öllnm bezta f járliéruöuni landsins. Aðeins selt i Iieilum skrokknm. Frystihúsid Herðubreið Fríkirkjuvegi 7. Sími 2678. Blautsápa frá ^ápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt vííf- urkennd fyrir gæði. Flestar Msmæður nota Sjafnar-bíautáspu Hliðartöskur Bakpokar eru nú aftur fyrirliggjandi. Erl. Blandon & Co. h.f. Slmi 2877. Sportbclti Leðnrbelti margar tegundir, fyrirliggjandi. Erl. Blandon & Co. h.f. Sími 2877. IJTSÖLUSTAÐm TtMANS f REYKJAVlK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................. Sími 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.......................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ..................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ........................ — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu .......................... — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ............................ — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Éinarssonar, Austurstræti 1 ....... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............... — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ...................... — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 .................. — 1916 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............... — 4040 Gleymið ekkí að borga T í m a n n.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.