Tíminn - 21.01.1943, Síða 4
32
TÍMIM, fimmtmlagmn 21. jamiar 1943
8. Jílað
5iii íiiniiínio
Stjórnmálin á íslandi
fyrir 25 árum.
Fyrir 25 árum siðan kom stjórnar-
farið á íslandi Stephani G. Stephans-
syni þannig fyrir sjónir í bréfi, sem
hann reit Jónasi Hall 6. maí 1918:
,fleima er svona: Þar er í byrjim
aflraunaöld milli bœnda og vinnulýðs
á sömu hlið og kaupmanna og gróða-
manna á hina, — ■kaupfélagsskapar og
stórkaupmennsku. Kaupmenn, brallar-
ar og „pólitíkusar" hafa í sinu bandi
öll helztu blöðin, nú orðið, að frá-
teknum ,.Tímanum", kaupfélagsmanna
og alþýðublaði Aritstjóri nú Tryggvi
biskupsson, leysti sig með biskupsleyfi
frá prestskap), og „Dagsbrún", jafn-
aðarmannablaði (ritstjóri Ólafur Frið-
riksson, sonur Fr. gamla Möllers á
Akureyri forðum, hefi ég heyrt sagt,
verkamaður, vélstjóri eða þess hátt-
ar). Ráðherrarnir tveir, Eggerz -og Sig.
frá Yztafelli, eru hliðhollir bœndalýð.
Allt gert frá hinni hliðinni til að velta
þeim. Hvorugur mun hafa sótzt í stöð-
una;'hvað sem sagt er. Einkum er at-
vinnumálaráðherrann, Sig. frá Felli, í
eldi háðs og hneykslana hjá gróða-
fiœðingum, hann sé fjármála-vitlaus
bóndi, i hans sœti eigi að vera „for-
retningsmaður", eins og þeir dansk-
yrða það, sem sé — einhver verzlunar-
manna. Þeir nafnar, ráðherrar, liafa
gengizt fyrir landsverzlun í trássi við
kaupmenn, sem héldu því fram, að
þeir einir, með styrk og aðstoð stjórn-
arsamlags, hefðu átt• að setja að þessu.
En hvernig sem um þessi mál er villt,
veit ég það víst, að landsverzlun og
kaupfélögin hafa bœtt ögn úr því, sem
annars hefði orðið. Y/ir höfuð, stjórn-
in heima hefir ekki reynzt vonum verr,
í illri og óþakklátri aðstöðu, og ekki
reynt að ganga alþýðuna alveg fyrir
garð, sem aðrir hefðu meira að gert.
Já, það eru landeyður á fslandi lika,
ríkismenn sumir orðnir, bœjar-,4óðar-
ar“, bújarða-brallarar, fossa-flagarar,
göngumenn milli kaupmanna heima
og heildsala erlendis, sem ekki áttu eyri
á hœttu, en kváðu nú efnaðir af um-
boðslaunum og uppfœrslu, sem vöru-
þörfin verður að greiða þeim. En hér
eru þeir svo miklu stærri og eldri, svo
— hví er okkar að hneykslast? Og —
íslendingar eru að átta sig á því, al-
mennar en við að tiltölu. Þannig kom
mér það fyrir. En „sú orrustunótt verð-
ur háreyst og hörð" þar, eins og hér."
Konur á þingi Bandaríkjanna.
í neðri málstofu Bandaríkjaþings-
ins eru nú átta konur, en voru n‘u fyrir
kosningarnar í haust. Sex þeirra eru í
flokki republikana. Ein þeirra, Mrs.
Norton, hefir átt sæti á þingi siðan
1924. .Var hún fyrsti kvennfulltrúi
demokrata þar.
f kosningunum i Bandaríkjunum í
haust buðu 66 konur sig fram til þings,
í kosningunum 1940 83 og í kosning-
unum 1939 92. Þykir þetta benda til
rénandi vilja' kvenna til að sækjast
eftir opinberum stöðum.
Sannar furðusagnir.
Maður, sem var uppi í Englandi um
aldamótin 1800, hafði svo langa hand-
leggi, að hann náði til jarðar með
þeim, þótt hann stœði uppréttur.
Fyrir nokkru var stúlka í Frankfort,
er hafði tvœr tungur, en gat þó ekki
talað.
Bossant-œttinni á Spáni fœddist
engin stúlka i rúmlega 100 ár. Þó varð
œttin fjölmenn á þessum tíma.
John Sinclair, Kaintnesshire, Eng-
landi, var þrígiftur og átti 10 sonu
í hverju hjónabandi. Ilann dó 1890.
Eftirþankar.
(Frarnh. af 2. síðu)
flutningur, sem hér er gefið
sýnishorn af, svo sérkennilegur
og frábær, að hann eigi ekki að
gleymast. Hitt þykir mér und-
arlegt, að bak við hann stendur
gáfaður og menntaður maður
með 19 ára þingsögu að baki og
fjölbreytta reynslu, m. a. sem
ráðherra og bankastjóri. Hér
verður ekki reynt að leysa þá
skilningsþraut með sálfræðileg-
um skýringum eða getsökum.
En ég vil gjarnan hjálpa þeim,
sem á þetta hlýddu, til að rifja
það upp fyrir sér og hugsa um
það. Þeim mörgu kjósendum
hér í sýslu, sem ekki komu þvi
við að sækja framboðsfundi I
haust vegna annríkis, illviðra
og erfiðrar ferðar, vil ég gjarn-
an hjálpa til að alþingismanns-
ins sé getið að einhverju leyti.
Þeim mönnum út í frá, sem lesa
þessa frásögn og finnst hún ó-
sennileg eins og hún er, vil ég
tJ R B/EIVUM
Fundur
verður í Stúdentafélagi Reykjavíkur
föstudaginn 22. jan. í 1. kenns’.ustofu
háskólans, kl. 8,30 sd. Umræðuefni:
Hlutleysi oe afstaða íslands út á við.
Málshefjendur verða alþingismennirn-
ir: Sigurður Bjarnason og Einar Ol-
geirsson. Forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra og utanríkismálanefnd er
boðið á fundinn.
Ný frímerki,
5 gerðir, koma 1 umferð bráðlega.
Eru það 12 aura, 35 aura, 50 aura, 60
aura og 5 króna frimerki. 12 aura fri-
merkin verða græn að lit með mynd af
síld, 35 aura frímerkin rauð með mynd
af síld, 50 aura frímerkin blágræn með
mynd af þorski, 60 aura frímerkin blá
með Ge-<'sismynd og 5 króna frimerkin
brún með mynd af Þorfinni karlsefni.
Sendiráði íslands í London
hefir borizt tilkynning um lát ís-
lensks sjómanns, Eiriks Bjarnasonar,
fædds 25. des. 1874, en síðast búsetts
i Grimsby.
Atkvæðagreiðsla
hefir nýlega farið fram i verka-
mannafélaginu Dagsbrún um kaup-
gjaldsmálin. Af 2865 félagsmönnum,
greiddu 1068 atkvæði. 975 lýstu sig
fylgjandi núgildandi samningum, 23
andvígir og 70 seðlar voru ógildir.
Strætisvagn veltur.
Um hádegisleytið 1 fyrradag valt
strætisvagn á hliðina, fullur af fólki,
á gatnamótum Öldugötu og Garða-
strætis. Var svellbunki á gatnamótun-
um. Meiðsli urðu ekki teljandi og
skemmdir litlar á vagninum.
Viðar, ársrit héraðsskólanna.
Félagar í Nemendasambandi Laug-
arvatnsskóla, og aðrir Laugvetningar,
eru beðnir að sækja ársritið Viðar til
Axels Kristjónssonar, Holtsgötu 34,
Reykjavik.
Tilkynnmgar . . . /
(Framh. af 1. siðu)
fremur, að Jón ívarsson og
Oddur Guðjónsson myndi víkja
úr sæti í Viðskiptaráði, þegar
verðlagsstjóri og samstarfs-
maður hans hefðu verið skipað-
ir.
Þá kvaddi utanríkismálaráð-
herra blaðamenn á fund sinn
síðdegis í gær og skýrði þeim
frá viðræðum við brezk stjórn-
arvöld um siglingar togaranna
til Bretlands.
Ríkisstjórnin ákvað strax að
beita sér fyrir því, að siglingar
togaranna byrjuðu á ný, en
jafnframt myndi unnið að hag-
kvæmari lausn málsins fyrir ís-
lendinga. Beindi hún þeim til-
mælum því til brezku stjórnar-
innar, að fulltrúar yrðu sendir
hingað frá Bretlandi til þess að
reyna að finna lausnir, og mun
hinn nýi brezki sendiherra vera
væntanlegur bráðlega, eftir að
hafa kynrít sér rækilega hin
brezku viðhorf. Hitt er þó jafn-
framt vitað, að breytinga mun
ekki von bráðlega á fyrr gefn-
um tilkynningum um siglinga-
leiðir, en því er hins vegar heit-
ið, að málið skuli tekið til nýrr-
ar vinsamlegrar athugunar, að
fenginni reynslu.
Brezk blöð hafa birt allmarg-
ar ádeilugreinar um íslendinga,
vegna siglingastöðvunarinnar.
Hefir sendiherra íslendinga í
London reynt að leiðrétta þau
eftir föngum. M. a. kom mjög
um ummælum. Hafði það
bá vitnazt, að íslenzku tog-
blað, 7. þ. m. Nokkru síðar var
gefin út opinber tilkynning til
brezkra blaða af hálfu brezku
stjórnarinnar, með lofsamleg-
um ummælum, þegar það þá
hafði vitnazt, að Islenzku tog-
ararnir voru að búast á veiðar.
Má ráða af ummælum blað-
anna síðan, að þessari fregn
hefir verið vel tekið í Bretlandi.
benda á það, að fjöldi manns
heyrði hvað fram fór á fund-
unum, og að hér er gefið opið
tækifæri til athugasemda og
leiðréttinga, ef efni væru til
bess. En hvað sem um annað er,
bá geri ég ekki ráð fyrir því, að
Ásgeir Ásgeirsson fari opinber-
lega í mannjöfnuð við mig, að
bví sem tekur til mínnisgáfu og
rétthermis.
Kirkjubóli 19. des. 1941
Halldór Kristjánsson.
Þúsnndir vita
að gæfan fylgir trúlofunar-
hringunum frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Erlent yfirlít
(Framh. af 1, siðu)
hafa veit óvinunum þungar bú-
sifjar.
Enn verður ekki um það sagt,
hversu sterkar varnir Þjóð-
verja við Tripolis eru. En Bret-
um er það mikill styrkur, að
þeir eru nú komnir inn í hin
frjósömu héröð í Tripolitaniu
og þurfa því ekki að hafast við
á eyðimörk, eins og raunin hefði
orðið, ef þeir hefðu verið stöðv-
aðir við Misurata.
Ameríska stjórnin hefir ný-
lega gefið út „hvíta bók“, sem
fjallar um afskipti hennar af
alþjóðamálum seinustu árin.
Eru þar birtar ýmsar merki-
legar upplýsingar, en einna
mesta athygli hafa þessi tvö
atriði vakið:
Snemma á árinu 1941 fékk
Bandaríkjastjórn þær fregnir
frá Þýzkalandi, að Þjóðverjar
ætluðu að ráðast á Rússa.
Sumner Wells aðstoðarutanrík-
isráðherra skýrði sendiherra
Rússa í Washington frá þessu
20. marz eða þremur mánuðum
áður en Þjóðverjar hófu inn-
rásina í Rússlandi.
í janúar 1941 skýrði sendi-
herra Bandaríkjanna í Tokio
stjórn sinni frá því, að hann
hefði fregnir af því ráðabruggi
Japana, að gera leifturárás á
Pearl Harbor, ef sambúðin
versnaði milli Japana og Banda-
ríkjamanna. Hann sendi nýja
aðvörun, sem gekk í þessa átt,
17. nóv. Árásin á Pearl Harbor
skeði 7. des.
Amerískur prófessor, Albert
Hart, sem vann sér frægð í
'seinustu heimsstyrjöld, með því
að spá rétt fyrir um úrslit
hennar og ýmsa helztu atburði,
sem þá gerðust, hefir nýlega
vakið á sér athygli amerískra
blaða með þeim spádómi, að
styrjöldinni nú verði lokið 1945.
Þá muni Þjóðverjar gefast upp
og Japanir nokkru síðar.
Árbækur Rcykjavíkur
(Framh. af 2. síðu)
Skömmu eftir nýár lét Stefán
Gunnlaugsson land- og'bæjar-
fógeti festa upp svohljóðandi
auglýsingu og gera hana með
trumbuslætti almenningi
kunna: „íslenzk tunga á bezt
við í íslenzkum kaupstað, hvað
allir athugi“! Um kvöldið sama
dag gaf hann út nýjar reglur
fyrir næturvörð bæjarins, þar
sem segir svo í 1. gr.: Nætur-
vörður skal hrópa á íslenzkri
tungu við hvert hús.“ Varð út
af þessu hvoru tveggja nokkur
rekistefna í hinum hálfdanska
höfuðstað. Sérstaklega þótti
kaupmönnum auglýsingin stíl-
uð gegn sér og kærðu fyrir
stiftamtmanni.----En Stefán
Gunnlaugsson tjáði það verið
hafa tilgang sinn með þessu að
gera sitt til þess, að bæjarbúar
vendu sig af að tala það
„hrognamál, sem I Reykjavík
væri orðið tízka, en væri hvorki
íslenzka né danska, heldur
hlægilegur málblendingur.“ Var
svo útrætt um málið.
Þannig mætti lengi telja ým-
ist merkilega eða smáskrítna
atburði, sem gerzt hafa í Rvík
á liðnum árum. Höf. var allra
manna fróðastur um sögu bæj-
arins frá upphafi. Jafnframt
safnaði hann myndum úr
Reykjavík að fornu og nýju og
eru allmargar þeirra i þessari
bók, og sýna þær glögglega
hvernig bærinn hefir tekið
stakkaskiptum frá ‘áratug til
áratugs!
Árbækur Reykjavíkur eru
jöfnum höndum stórfróðlegar
og bráðskemmtilegar.
Jón Eyþórsson.
Svíar viðbúnir.
(Framh. af 1. síðu)
mælum er lagt mjög ríkt á um
það, að berist skipanir eða orð-
sendingaf um að veita ekki við-
nám, þá séu þær falsaðar hvað-
an svo sem þær eru taldar
koma. Hvað; sem í skerist, verði
vörnum halílið uppi, og beri svo
til, að stjórnendur herdeilda
eða liðssveita þurfi að ráða mál-
um til lykta á sína ábyrgð, skuli
þeir gera það, sem þeim þykir
réttast vera, og þó ávallt hafa
þetta mjög í huga.
Storm King
gaslugtir
iást hjá
Slíppíélaginu.
Vesturgötu 12.
— Simi 3570.
Nú er tækifærið til að eignast
góðan
P E L S
Höfum fyrirliggjandi 10 mis-
munandi tegundir.
Verð frá kr. 1010.00—3700.00.
Takið fram lit og stærð.
Sendum gegn eftirkröfu. .
IVýkomnar
vörur úr
Plastic
(gervibeini):
Kökuhnífar
Smjörhnífar,
Ávaxtahnífar,
Salat-sett (í því er ávaxta-
hnífur, smjörhnífur og
picklesgaffall),
Ávaxta-raspar.
HAMBORG
Laugavegi 44. Sími 2527,
Umslög
Höfum fyrirliggjandi allar
stærðir af umslögum og út-
vegum þau einnig með
stuttum fyrirvara frá
Englandi.
JÓH. KARLSSON & CO.
Sími 1707 (2 línur).
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
Egill Signrgcirsson
hæstarétta raálaflutnlngsmaður
Austurstræti 3 — Reykjavík
LtJirciðiö Tímaim!
Hardy-feðgarnír NÝJA BÍÓ „Penny
(Judge Hardy and Son). Serenade*4
MICKEY ROONEY, LEWIS STONE, Stórmynd leikin af:
ANN RUTHERFORD. IRENE DUNNE
Sýnd kl. 7 og 9. og CARY GRANT.
ki. 3y2—6y2.
Rauðskinnarnir koma!
-Valley of the Sun). Lucille Ball - James Craig Sýnd kl. 4, 6,30 og 9.
Börn fá ekki aðgang. i
Sjúkrasamlags Reykjavíknr verða frá
og með dcgmum í dag opnar aftur frá
kl. 10—4 alla virka daga nema laugar-
daga kl. 10-12 f. h.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Dökkir Herra-
vetrarfra kkar
teknir upp í dagf.
Verd kr. 233,00.
Nýtízku snið.
Koma ekki aftur að sinni.
I n g ó 1 f s b ú ð, Haínarstr. 21.
Dómnefnd í verðlagsmálum hefír
ákveðid, að með núverandi verð-
lagsvísitölu skuli útsöluverð KOLA
í Reykjavík vera kr. 169,00 pr. smá-
lest afhent í porti á útsölustaðnum.
Reykjavík, 20. jam 1943.
Dómneínd í verðlagsmálum.
Félag ísl. stúdenta.
(Framh. al 1. síðu)
vekja og glæða áhuga þeirra á
bókmenntum og öðrum almenn-
um máíum, en einkum þó öllum
þeim málum, er varða ísland, og
gefa mönnum kost á að fjalla
um þessi mál í ræðu og riti.
Óhætt er að segja, að félagið
hafi starfað trúlega samkvæmt
þessari ætlun sinni. Varla mun
finnast það mál, er ísland varð-
aði og mikils þótti um vert um
síðustu aldamót og upp úr þeim,
er ekki sætti umræðum og
þeim stundum all-heitum á
fundum stúdentafélagsins. Má
þar til nefna eflingu læknaskól-
ans, setningu lagaskóla og svo
auðvitað stofnun háskóla á ís-
landi. Þá má nefna járnbraut-
armálið, er Valtýr Guðmunds-
son hreyfði 1894 og löngum var
á dagskrá fram um 1914. Þar var
og rætt um aðskilnað ríkis og
kirkju, er um hríð þótti merk-
ismál, þótt nú sé löngu hætt að
tala um það. Endurbætur á
læknaskipun voru hér til um-
ræðu. Alþýðumenntun og út-
'gáfa alþýðlegra fræðslurita var
og á dagskrá, en lítið varð úr
framkvæmd, þangað til Stúd-
entafélagið 1 Reykjavík hóf al-
býðufræðslu sína. Þá var rætt
um að leggja' niður notkun
kennslubóka á erlendum málum
í skólum landsins, en sú sjálf-
sagða umbót átti þó all-langt í
land. Valtýskan varð mikið
hitamál í félaginu, sem vænta
máttí, meðan stjórnarbótar-
málið var að komast í höfn. Á
árunum 1903—1908 kvað mest
að deilum um stjórnmál og voru
stúdentarnir yfirleitt róttækir
þar, eins og oftast endranær.
Muna sjálfsagt ýmsir enn eftir
deilunum um Skrælingjasýning-
una í Kaupmannahöfn, upp-
kastið og skilnað íslands og
Danmerkur, heimflutning Hafn-
ardeildar _ Bókmenntafélagsins
o. fl. o. fl. Áttu hinir eldri menn
og gætnari, eins og Finnur
Jónsson, Bogi Melsteð og Þor-
valdur Thoroddsen oft í örðug-
um sennum um þessi efni sem
við yngri menn, og gerðist
margt sögulegt í þeim viður-
eignum. En hér heima þótti
blöðunum ekki með öllu lítils
vert um undirtektir og tillögur
Stúdentafélagsins og var þeim
jafnan góður gaumur gefinn.
Einkum átti sjálfstæði lands-
ins öruggan hauk 1 horni þar,
sem Hafnarstúdentar voru, enda
mun það sannast, að þjóðernis-
tilfinning og þjóðrækni stúd-
enta hefir aldrei sljóvgazt held-
ur þróast við dvöl þeirra er-
lendis, ekki sizt i Kaupmanna-
höfn.
Á síðari árum heflr Stúdenta-
félagið látið lítið bera á sér út
á við og litlar sögur af þvi far-
ið, þangað til nú nýlega, er frá
bví var skýrt, að það hefði tek-
ið forustu í þjóðræknlsstarfi
meðal íslendinga á Norður-
löndum og á meginlandi Evrópu
nú á hálfraraldarafmælinu,
Munu margir minnast gamalla
átaka félagsins um að vinna að
heill og sóma íslands, og gleðj-
ast af þvl, að sá andi er enn
vakandi í félaginu. Lifi sá andi
sem lengst meðal allra íslend-
inga, hvar sem þeir fara og
hvers sem þeir frelsta.
Þorkell Jóhannesson.